Lögberg


Lögberg - 21.11.1940, Qupperneq 2

Lögberg - 21.11.1940, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER, 1940 Líf og dauði Islendinga á Grænlandi Eftir Kristján Eldjárn. íslendingar hafa lengst af ver- ið einangruð smáþjóð á afskektri ey, bundnir í báða skó af fanga- leysi og skipafæð. Svo var þó eigi á fyrstu öldum islenzkrar bygðar, meðan íslendingar önn- uðust sjálfir verzlun sína og siglingar. Meðan þeir stóðu í nánu sambandi við útlönd og nutu útlendra, einkum norskra skipa, voru þeir færir í flestan sjó, en j)að verður að játa, að þeir hafa ekki gert annað en að týna þeirri tækni í skipasmíðum, sem þeir höfðu erft eftir sina norsku forfeður. En á 10. öld var hér enginn hörgull á skipum og íslendingar all-mikil siglingaþjóð, og eitt mesta afrek þeirra var nám Grænlands. Var það mest að þakka framtaki eins manns, Eiríks rauða, sem kannað hafði landið og hvatti menn mjög til landnáms þar, sennilega ekki án fremur öfgakendra lýsinga á landkostum þar. Árið 985 sigldi hann með 25 skipa flota út úr mynni Breiðafjarðar, og stofn- aði með fólki því, er vestur komst, einu nýlend'una, sem fs- lendingar hafa nokkru sinni eignast. Hann tók þar land, sem hezt var, inni í hinum djúpu fjarðadölum Suðvestur-Græn- lands, lét fylgifiska sína taka sér bólfestu á öllum hinum bú- sældarlegustu stöðum og gerðist sjálfur höfðingi yfir bygðunum. Grænland var lýðveldi eins og ísland, og öll þjóðfélagsskipun virtist hafa verið stæling af hinni islenzku. Fyrst framan af þreifst ný- lendan allvel og stóð í stöðugu sambandi við ísland og Noreg. Kristni var lögleidd, kirkjur reistar og biskupsstóll stofnað- ur. Grænlendingar virðast hafa verið kraftmikil þjóð, og landið talið mikils virði, enda byrjaði Hákon gamli snemma að renna þangað hýru auga, og 1261 gengu Grænlendingar honum á hönd. Eftir þetta, án þess þó að standa í heinu sambandi við það, hefst hnignun Grænlendinga, sem lýk- ur með aldauða hins síðasta þeirra og niðurfalli nýlendunnar, um eða skömmu fyrir 1500. Eft- ir standa aðeins samanfallnar tóftirnar af húsum þeirra og ummerkin eftir starf þeirra og strit. Hér verður nú nokkru nánar skýrt frá því, sem rannsóknir þessara menja hafa leitt i Ijós um kjör og menningu íslend- inga á Grænlandi, og þær get- gátur og rök, er fram hafa kom- ið um dauða þeirra. Furðu fáar ritaðar heimildir varpa ljósi yfir sögu Grænlend- inga, og þó miklu minst yfir sið- ustu ár þeirra og dauða. Það er enginn til frásagnar um, hvernig það bar við, og má því hver og einn þreyta hugmyndaflug silt á þessu viðfangsefni. En það hrekkur skamt, er skapa á raun- hæfa mynd af Iífi og dauða ís- lendinga á Grænlandi. Því er það, að vísindamenn nútimans hafa valið þá seinvirku, en einu mögulegu aðferð til að leysa vandamálið: að spyrja hina dauðu. Með öðrum orðum að rannsaka með kostgiæfni hinar sýnilegu menjar, er bygðin hefir eftir sig látið, að knýja dána menn og dauða hluti til sagna, að reyna að ráða hinar torskildu rúnir jarðfundinna menja, gam- alla grafa, hruninna húsa o. s. frv. Mætti líkja þessu við, ef reynt væri af nokkrum snjáðum blöðum að komast fyrir efni heillar bókar. Það gefur að skilja, að því fjeiri sem hin fund'nu hlöð eru, því meiri líkur eru til, að komist verði sanni næst, og því fleiri útgreftir, sem gerðir eru á Grænlandi, því ná- kvæmari verður þekking okkar á Iifi og högum fólksins þar. Þeir, sem inest og hezt hafa rannsak- að íslendingabygðirnar, eru fyrst Daniel Bruun og síðan Poul Norlund, sem orðið hefir hið stóra nafn rannsóknanna. Nú þegar hafa verið rannsakaðir allir hinir merkustu bæir, t. d. bær Eiríks rauða, Brattahlið, biskupssetrið Garðar og kirkju- staðurinn Herjólfsnes, syðst á Grænlandi. Rannsóknir þessar hafa gefið allnákvæma lýáingu á atvinnu- háttum og verklegri menningu Grænlendinga. Það er kostur allra fornfræðilegra- rannsókna, að forsendurnar, sem skýrt er út frá, nefnilega sjálfir hinir jarð- fundnu hlutir, eru áþreifanlegar og óumdeilanlegar. Ef maður t. d. finnur langeldastæði óskemt í fornum skálarústum, þarf ekki lengur neinar lærðar skrifborðs- bollaleggingar um meira og minna myrkar lýsingar á lang- eldum, sem fyrir koma í forn- um sögum. Sjón er sögu ríkari. Það liggur í augum uppi, að landnemarnir, sem vestur flutt- ust, ólu aldur sinn þar með sama móti og á íslandi, að svo miklu leyti sem skilyrðin leyfðu, eins og þeir fluttu með sér íslenzka löggjöf og stjórnarfar. Þeir voru fyrst og fremst bændur, kvik- fjárræktendur. Ef athuguð er stærð fjósanna og fjárhúsanna má sjá með nokkurri vissu, hvc ríkir þeir voru að gangandi fé. Eftir þvi hafa nautgripir verið furðu margir, því að á hverjum meðalbæ eru fjós fyrir 10—20 nautgripi, og sumstaðar á venju- legum bóndabæjum miklu meira, svo að ekki sé nefnt fjósið bisk- upsins á Görðum, sem var 65 metra langt og tók um 100 gripi. Aftur á móti eru fjárhúsin mun minni, enda mun hafa verið líkt um það á Grænlandi, eins og var hér á landi á miðöldum, að naut- peningur var haldinn meira en nú vegna kjötsins, og kom þann- ig að miklu leyti í stað sauðfjár nú. Fjárhús eru þó fleiri og færri á hverjum bæ, sumstaðar með hér um bil álnar þykku tað- lagi, svo að ekki þarf að ætla, að Grænlendingar hafi sett fé sitt alveg á guð og gaddinn, þótt útigangur fjár hafi vafalaust verið nokkuð almennur. Það var afar algengt á miðöldum og jafnvel til skamms tíma hér á landi að gefa skepnum á vetrum aðeins það, sem þurfti til að halda í þeim lifinu, enda var sumarið notað til framleiðslu mjólkurmatar og varla ætlast til, að kýr mjólkuðu mikið að vetr- inum. Sama fóðurherkjan hefir sennilega tíðkast á Grænlandi, enda iná sjá á básastærðinni í fjósunum og þó enn betur af kýrbeinum, sem finnast í rúst- unum, að kýr þar hafa verið mun smávaxnari þá en nú, sennilega vegna vaneldis. Hefir það ekki bætt úr skák, að erfitt er um allan heyafla á Grænlandi. Landslagi er svo háttað, að lítið er um undirlendi og eru þvi flestir bæjanna í þröngum döl- um. Birki- og víðikjarr þekur hlíðarnar og er hið bezta hag- lendi, en grasivaxnir flákar eru sjaldgæfir. Skortur á slægju- löndum hlýtur því að hafa sorfið mjög að Grænlendingum. í kringum bæi sína ræktuðu þeir tún og hlóðu garða kring- um eins og á islandi, og þar hafa þeir aflað nokkurra heyja, þótt engjar væru rýrar. Nú á dögum virðist slægjulandaskort- urinn vera einna versti þránd- urinn í götu þeirrar kvikfjár- ræktar, sem Danir hafa verið að kenna Eskimóunum, Grænlend- ingum okkar tíma. Verða þeir að safna saman einum hesti hér og öðrum þar, og enn þann dag í dag eru það gömlu íslendinga- túnin, sem mest gefa af sér. Kjarrið og mosinn hafa ekki enn drepið í þeim alla rækt/ Þetta var þá búskapurinn. Ef til vill hefir kornrækt verið reynd þar vestra, því að hún mun hafa verið almenn á ís- landi, og það segir einnig höf- undur Konungsskuggsjár, sem hefir márgar góðar upplýsingar um Grænland. Ktvarnir hafa og fundist þar, en það er þó alveg víst, að engin kornyrkja, sem talist getur, hefir verið stunduð af Grænlendingum. Svín höfðu Grænlendingar framan af, eftir beinafundum að dæma, enda voru þau algeng á íslandi fram til 1200 að minsta kosti. Til reiðar og áburðar voru notaðir hestar, en þó harla l.ítið, saman- borið við ísland, og koma þar til staðhættir. Grænland er of sundurskorið af fjörðum, til þess að hesturinn geti verið hentugt samgöngutæki. Mest hefir verið ferðast á bátum. Er það tákn- andi, að íslendingar reikna vega- lengdir í dagleiðum og þing- mannaleiðum, en Grænlendingar fornu í d'agróðrum. Annar aðalatvinnuvegur Græn- lendinga voru veiðar og fiski. f fjörðum og ám var gnótt fiskj- ar, við ströndina lá selurinn og á öræfunum upp af bygðunum gengu hópar hreindýra. Selurinn var mest veiddur, enda hægara að veiða hann en hreininn, með frumstæðum tækjum. Dýrmæt- astuf var þó rostungurinn, þvi að tennur hans, filabein Norður- landa, var ein aðalútflutnings- vara landsbúa og mjög eftirsótt- ar í allskonar listiðnað, eins og sjá má á kirkjumunum frá mið- öldum víða um lönd. Til rost- ungsveiða fóru Grænlendingar langt norður á bóginn, norður í Norðursetur, í sumarlangar veiðifarir. Þar hafa þeir haft fyrstu kynni sín af Skrælingj- unum og jafnvel átt við þá verzl- un. Það kemur fyrir ékki ó- sjaldan, að það finnast munir af norrænum uppruna og smálikön af norrænum mönnum i fornum Eskimóabústöðum alla leið norð- ur undir Thule. Til þessara veiðifara þurftu Grænlendingar rambygð skip, enda hljóta þeir að hafa haft allgóðan skipakost alla velgengnistíð nýlendunnar. Varla er ástæða til að efast um, að þeir hafi sótt trjávið til Mark- lands, en svo nefndu þeir land, er þeir uppgötvuðu einhversstað- ar á austurströnd Ameríku. Auk þess er reki mikill á Grænlandi. Höfuðeinkenni hins græn- lenzka þjóðfélags var, eins og sjá má á þessum stuttu lýsingum, að það var sjálfbirgt að flestu, ef ekki öllu leyti, enda var það lífsnauðsyn nýlendunnar í ein- angrun sinni. Kvikfjárræktin og veiðarnar gáfu mjólk og kjöt til matar og skinn og ull til fata, og rekaviður bætti upp skóga- skortinn. Potta og pönnur og ílát allskonar gerðu menn úr tálgusteininum grænlenzka, sömu tegundar eins og steinn sá, er skírnarfonturinn i Hólakirkju er gerður úr, og úr horni og beini smíðuðu þeir alls lionar bús- hluti og listiðnað. Járn hafa þeir unnið úr mýrarrauða eins og aðrir norrænir menn. Þó hefir löngum verið hörgull á járni, og mun járn hafa verið mjög eftirsótt vara hjá kaup- mönnum, er til landsins komu. Það er táknandi, hversu fátæk- legir og þrautslitnir allir járn- munir sem rústirnar geyma, eru. Margs fleira þörfnuðust Græn- lendingar frá Evrópu, auk nauð- synjarinnar að standa í andlegu sambandi við umheiminn, að fá KAUPIÐ AVAL/r LUMBER hjk THE EMPIRE SASH & DQOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 fregnir um helztu viðburðina í hinum stóra heimi. En lífs- nauðsyn var það ekki. Alt mið- aðist við að vera sjálfum sér nógur, og samgönguleysi við út- lönd hefði aldrei getað orðið Grænlendingum að fjörtjóni, ef skilyrðin heima fyrir hefðu ver- ið þau sömu og á blómaskeiði þeirra. Eins og vænta mátti hefir menning Grænlendinga verið nauðalík hinni íslenzku, aðeins fátækari, lítilsigldari. Híbýlin eru t. d. mun kotungslegri en ís- lenzkir bæir frá sama tíma, það vantar höfðingsbraginn, sem hvílir yfir bæjum eins og Stang- arbænum, sem grafinn var upp í Þjórsárdal. f kirkjusmíðum virðast Grænlendingar þó sizt hafa staðið okkur að baki. Þeir reistu* kirkjur sínar úr höggn- um steini, en svo langt komust íslendingar aldrei í guðshúsa- smíð. Á miðöldum voru dóm- kirkjurnar á Hólum og í Skál- holti einu dómkirkjurnar í Nið- aróss erkibiskupsdæmi, sem ekki voru steinkirkjur. Á biskups- setrinu Görðum hefir staðið voldug dómkirkja úr steini, ! 27x16 metra, en því miður hafa Eskimóar, er nú byggja staðinn, rifið höggnu steinana úr veggj- unum og reist úr þeim kofa sína, svo að nú stendur varla steinn yfir steini. En svo frá- bærlega vel voru steinkirkjurnar hlaðnar, að enn standa þær að mestu, jafnvel gaflarnir, eins og t. d. Hvaleyrarkirkja. f græn- lenzkri kirknasmíð þykir kenna engilsaxneskra eða suðureyskra áhrifa, en alls eigi íslenzkra. Aldrei hafa norrænir menn átt í höggi við harðvitugri nátt- úru en íslenzku veiðibændurnir á Grænlandi, og aldrei bygt af- skektari útkjálka en hina græn- lenzku dali. Geta má nærri, hve óhemju einmanalegt lífið hefir verið, hve lítið samneyti fólks, hve fátt hefir gert einn dag öðr- um frábrugðinn. Þegar bezt lét munu hafa verið um 3,000 sálir til samans í báðum bygðunum, sem annars höfðu fremur lítil viðskifti. En þegar er fram kemur um 1300, er fólkinu vafa- laust farið að fækka og þrótt- inn byrjað að draga úr nýlend- unni. Þá þegar hefst sá harm- leikur, sem lýkur með dauða seinasta fslendingsins á Græn- landi um eða litlu fyrir 1500. Áreiðanlegar heimildir herma, að Vestribygð hafi eyðst milli 1360 og 1370, og kendu menn í Eystribygð það Skrælingjum, sem mjög voru þá teknir að sækja suður með vesturströnd Grænlands. Það voru hinir miklu eskimóisku þjóðflutningar, þeg- ar Eskimóaflokkar tóku sig upp frá heimalandi sínu í Norður- Ameriku, héldu yfir Smith-sund og léttu eigi, fyr en þeir höfðu komið á flesta staði"á ströndum Grænlands og víða fest bygð sdna þar. Eftir eyðing Vestribygðar heyrist öðru hvoru talað um skifti milli þessara dimmósku- legu steinaldarmanna og fslend- inganna, bæði vinsamleg við- skifti og blóðugar skærur. Þjóð- sögur Eskimóa, skráðar á sein- ustu tímum, bera vott um hið sama, og greina nöfn á norræn- um höfðingjum, er þekkja má gegnum eskimóiska dúlbúning- inn (Olave og Ungertoq, ólafur og Ingvar). Það var því til skamms tiina allra álit, að Eskimóarnir hefðu strádrepið fslendingana á Græn- landi með báli og brandi, eins og norrænir menn höfðu orðið að láta bygð sína fyrir þeim í Vínlandi. Og vist er, að Eski- móar hafa farið með ófrið á hendur íslendingunum, jafnvel þó einhver friðsamleg skifti hafi átt sér stað, eins og fyrst í Vín- landi. Þjóðir þessar voru of fjarskyldar að útliti, tungu, eðli og menningu til að geta búið í bræðralagi hlið við hlið. Slikur munur skapar altaf tortrygni. En spurningin er, hvort senni- legt sé, að frumstæð þjóð eins og Eskimóarnir, sem ekki þektu notkun málma, hafi getað sigrað í stríði tápmikla og framtaks- sama bændaþjóð á allháu menn- ingarstigi, eins og íslendingarnir á Grænlandi voru framan af. Það virðist liggja í augum uppi, að svo er ekki, og er meira að segja vafamál, hvort Eskimóarnir voru ekki aðeins lokaþátturinn í löngu hnignunarskeiði, sem hlaut að enda aðeins á einn veg. Margar ástæður stóðu að þessari hnign- un. Ber þar fyrst að nefna kóln- un, sem átti sér stað seint á miðöldum víða um lönd. Á fs- landi var t. d. ræktað korn til forna, en mun haft lagst niður að einhverju levti vegna þess- arar kólnunar, og alkunna er, að íslenzku jöklarnir eru til muna víðáttumeiri nú en í forn- öld og hafa jafnvel lagst yfir bæi. Á Grænlandi má sjá kólnun þessa af þvi, að alstaðar þar sem raki er í jörðu, er nú þeli alt árið, jafnvel allra syðst. Eru tún og tóftir gaddfrosin upp undir grasrót um hásumarið. Getur hver sagt sér sjálfur, að svo var ekki, meðan bændur áttu þar heima. Það er líka mjög greinilegt, að grænlenzki jökullinn hefir færst í aukana síðan á dögum landnámsins. Margir firðir með forn býli á ströndunum, eru nú fullir af ís og óskipgengir alt árið. Geta má nærri, hve afdrifarík þessi kólnun hefir verið landbúnaðin- um grænlenzka, sem fyrir ramb- aði á barmi glötunarinnar. Sjaldan er ein bára stök. Fyrir nokkrum árum færði merkur, danskur grasafrðingur, Johannes Iversen, rök að þeirri kenningu, að lirfuplága hafi átt nokkurn þátt í eyðingu bygðanna, að minsta kosti Vestribygðar. Það kemur fyrir endrum og eins á Grænlandi, að fiðrildategund einni fjölgar gifurlega, svo að iirfur hennar liggja sumstaðar í samfeldum breiðum, eyðandi öll- um gróðri. Seinast 1932 gekk slík plága yfir nokkur héruð. Nú hefir Iversen fundið púpur þess- ara fiðrilda í þéttum breiðum í mýrum í Vestribygð, einmitt í þeim lögum, er myndast hafa á timum eyðingarinnar. Bændurn- ir hafa því, ætlar Iversen, ekki getað séð kvikfé sínu farborða þetta fiðrildaár, og voru þar með sviftir meginstoð sinni í lifsbar- áttunni. Ef þetta er rétt, má líkja þessu við engisprettuplág- una í Egyptalgndi á sínum tíma. Þess iná og geta, að eftir rannsóknum, sem gerðar voru á beinagrindum lrá Herjólfsnesi, virðist svo, sem mikil úrkynjun hafi átt sér stað meðal íslend- inganna, ef til vill vegna tiðra skyldmennagiftinga. Fólkið var smávaxið og sumt vanskapað, en þó fleira þjáð af þeim kvillum og líkamslýtum, sem langvar- andi vaneldi hefir í för með sér. Það er þó varla réttmætt að al- gilda þetta sem reglu, út frá þessum fáu tilfellum. En hvað sem því líður er víst, að flest lagðist á móti Grænlend- ingum, fátt með þeim, þegar líða tók á aldirnar. Kuldi, skortur, sjúkdómar, gleyinska og hirðu- leysi frændanno i Evrópu, öllu þessu urðu þeir að mæta í fæð sinni og fangaleysi. Fáir, fátæk- ir, aðsorfnir og jafnvel úrkynj- aðir voru þeir orðnir, þegar Eskimóarnir, synir norðurhjar- ans, komu og ráku smiðshöggið á verkið. Hver er nú ástæða þess, að Eskimóarnir hafa lifað sæmilegu lífi fram á þennan dag á þeim sömu slóðum, sem norrænir menn létu yfirbugast af hörðum kjörum? Raunar ætti svarið að vera ljóst, af því, sem fyr er $uðtne00 í mb A JeP DR. B. H. OLSON Phonea: 35 076 . 906 047 Consultatlon by Appointment Only • Heimlll: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON 206 Medical Arts Bldg. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sts. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Phone 21 834—Oífice tímar 3-4.30 • HeimiU: 214 WAVERLET ST. Res. 114 GRENFELL BL.VD. Phone 403 288 Phone 62 200 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur I eyrna, augna, nef og h&lssjflkdömum TannlœJcnar 216-220 Medical Arts Bldg. • Cor. Graham & Kennedy 406 TORONTO QEN. TRUSTS Viötalstlmi — 11 til 1 og 2 til 6 BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smith St. Skrifstofuslmi 22 251 PHONE 26 546 WINNIPEG HelmiUsslml 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson Dentitt 806 BROADWAY • Talsimi 30 877 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 • ViÖtalstimi 3—5 e. h. Home Telephone 27 702 DR. K. J. AUSTMANN 512 MEDICAL, ARTS. BLDQ. H. A. BERGMAN, K.C. Stundar eingöngu, Augna- lalenxkur lögfrœOinOur Eyrna-, Nef og Hftls- sjðkdöma. • Viötalstíml 10—12 fyrir h&degi Skrifstofa: Room 811 McArthur 3—6 eftlr hftdegi Bulldlng, Portage Ave. Blerifttofnaimi 80 887 P.O. Box 1656 HeimiHtaími 48 551 Phones 95 052 og 39 043 1 " J. T. THORSON, K.C. A. S. BARDAL ialenzhur lögfrœöingur 848 SHERBROOOKE ST. Selur Ukklstur og annast um flt- • farlr. Allur fltbflnaöur s& beati. Ennfremur selur hann allskonar 800 GREAT WEST PERM. Bldg. minnlsvaröa og legsteina. Phone 94 668 Skrlfstofu talstml 86 607 HelmlUs talstmi 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEQ 308 AVENUE BLDQ., WPEQ. pœgifegur og rólegur bústaöur • i miObiki torparinnar Kastelgnasalar. Lelgja hös. Ot- Herbergl $2.00 og >ar yfir; meö vega peningal&n og eldsábyrgC, baðklefa $3.00 og þar yfir. bifreiöaftbyrgö o. s. frv. Agætar mftltfðlr 40c—60o PHONE 26 821 Free Farkino for Ohuetti

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.