Lögberg - 21.11.1940, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÓYEMBESR, 1940
3
ritað og er í fám orðum þetta:
Heimskautalöndin hafa sjálí
skapað menningu Eskimóa. Án
heimskautalanda væri engin
Eskimóamenning og “vice versa.”
Hún er það lífsform, sem í smá-
atriðum er hnitmiðuð við þau
kjör, er Eskimóarnir búa við,
meistaralega sniðin eftir lífs-
skilyrðum þeirra, og þessi sam-
hæfing er grundvallarskilyrði
fyrir hygð i heimskautalöndun-
um. Menning og atvinnuhættir
íslendinga á Grænlandi voru aft-
ur á móti aðflutt, áttu rætur
í óMkum staðháttum. Þegar þeir
komu til Grænlands gátu þeir
lifað við þetta menningarform
með því að tefla á tæpasta vað-
ið og með því að nota til fulls
hvern möguleika. Ef harðnaði
í ári eða móti blés, var ekki til
neins að hverfa. Því voru þeir
dæmdir til tortímingar. Þegar
alt kemur til alls, virðist það lög-
mál náttúrunnar hafa verið hér
að verki, að á hverjum stað skuli
þeir lifa og þroskast, sem hæfi
skilyrðunum, en hinir, sem ó-
hæfir eru, skuli glatast. “The
survival of the fittest!”
—Lesbók Morgunbl.
Viðskiftasam-
band vort
við New York
Viðtul við Hnlldór Kjnrtnnsson
stórknupmnnn.
*
Styrjöldin hefir beint verzl-
unarviðskiftum íslendinga að
verulegu leyti vestur um haf.
Rúmum mánuði eftir að striðið
braust út, sendi Eimskipafélag
fslands fyrsta skip sitt til New
York. Meðal farþega á því var
ungur kaupsýslumaður, Halldór
Kjartansson, sem hefir stofnað
heildsölufyrirtækið Elding Trad-
ing Compnng, er bæði hefir skrif-
stofur i Reykjavík og New York.
Halldóri var, eins og flestum
öðrum kaupsýslumönnum vor-
um, Ijóst, að stríðið mundi ó-
hjákvæmilega spilla ýmsuin við-
skiftasamhöndúm íslendinga,
enda hefir slíkt komið á daginn.
Samtíðin hefir spurt Halldór
Kjartansson nokkurra spurninga
varðandi hina miklu viðskifta-
horgi vora, New York, og verzl-
unarviðskifti vor við Bandarákin.
— Hvernig kom þér New York
fyrir sjónir?
— Margir hafa séð myndir af
þessari risavöxnu skýjakljúfa-
borg eða séð henni bregða fyrir
í kvikmyndum, en slíkt er vit-
anlega aðeins svipur hjá sjón.
Þegar siglt er upp Hudsonfljótið,
verður mönnum furðu starsýnt
á hinar geysiháu byggingar á
Manhattan, sem ekki eiga sinn
liká austan megin Atlantshafs-
ins. Eiffelturninn í París er
984 fet á hæð, en Empire State
Building í New York, sem er
hæsti skýjaklúfur heimsins, er
1250 feta hár, eða 102 hæðir. f
þessa risavöxnu byggingu fóru
10 miljónir múrsteina, og veitir
sú tala nokkra hugmynd um
mikilleik hennar. f New York
er alt gert til þess að koma sem
hæstum húsum fyrir á sem
minstu landrými. Þess vegna
hafa skýjaklúfarnir skapast. En
þegar fólk, svo að tugum þús-
unda skiftir, vinnur í einni
verzlunarbyggingu, leiðir af
sjálfu sér, að umferð sé geysi-
leg i New York. Svo er talið, að
um 20 miljónir farmiða séu dag-
lega keyptir með neðanjarðar-
lestum borgarinnar.
—Hvað fanst þér í fljótu
bragði einna athyglisverðast við
lifnaðarhætti manna í þessari
risavöxnu borg?
—Ef til vill það, hve flest fólk
er ómannblendið og ópersónu-
legt, ef svo mætti segja, þar til
maður hefir verið kyntur því, og
svo hitt, hve líf manna í New
York fer að miklu leyti fram
utan heimilanna, end'a borða ná-
lega allir vinnandi menn morg-
un- og hádegisverð á opinberum
inatsölustöðum. Annað fyrir-
komulag væri líka óhugsandi
vegna fjarlægðanna, enda býr
mikill hluti íbúanna að sjálf-
sögðu fyrir utan sjálfa borgina.
Hreinlæti er afar mikið í New
York, og þar hefi eg yfirleitt
fengið betri mat en á matsölu-
húsum annars staðar. Miðstétt-
jr borgarinnar búa í 3—4 her-
bergja íbúðum, og ýmsar fjöl-
skyldur, sem ekki hafa háar
tekjur, búa í smáhúsum út af
fyrir sig. íbúðir í New York
eru mjög með nútímasniði. Ný-
tízku kæliskápar fylgja hverri
íbúð, enda er slíkt beinlínis
nauðsyn í hinum mikla sumar-
hita. Ef um miðstéttir er að
ræða, er algengt, að hjón hafi
bæði fasta atvinnu, og er heim-
ilislíf slíks fólks nokkuð frá-
brugðið því, sem hér er titt, því
eins og áður er sagt, nýtur fólk
iðulega lífsins á kvöldin utan
heimilisins, á veitinga- og skemti-
stöðum. — Mjög lítið er um betl-
ara í New York, en betlarar
borgarinnar hafa með sér skipu-
lagðan félagsskap og gefa jafn-
vel út blöð.
—Hvernig eru kjör verka-
manna í New York?
—Eg hefi orðið þess var, segir
Halldór, — að allmargir fslend-
ingar halda, að kjör verkamanna
þar í borg séu afburða góð, enda
er slíkt engin furða, þar sem
hafnarverkamenn í New York fá
nálega ll/g dollar um tímann,
eða alt að 10 ísl. krónum! Hjá
iðnaðarmönnum er kaupið enn
há hærra, eða alt að 2 dollarar á
klst., og þó er amerískum iðn-
aðarmönnuin víða betur borgað
en í New York. En hér er sá
galli á gjöf Njarðar, að mörg
iðnaðarfyrirtæki vestra, m. a.
bílaverksmiðjurnar, starfa ekki
að jafnaði af fullum krafti nema
4—5 mánuði á ári. Um atvinnu
hafnarverkamanna í New York
er það að segja, að hún er svo
stopul, að þeir munu sízt búa
við betri kjör en verkamenn í
öðrm löndum, einkum þegar
tekið er tillit til hins geysiháa
verðlags, sein er á flestum nauð-
synjum vestra.
—Telur þú, að amerískar vör-
ur séu heppilegar fyrir Islend-
ingaf
—Þær eru yfirleitt ágætar og
standast, hvað gæði snertir,
fyllilega samanburð við þær vör-
ur, sem við höfuin keypt í
Evrópu. Verðlag á ýmsum vör-
um vestra er líka a. m. k. eins
hagstætt og í Evrópu. Á það
einkum við um járn- og stálvör-
ur og alls konar vélar. En hvað
sumar aðrar vörutegundir snert-
ir, er verð allmiklu hærra en við
höfum átt að venjast, og stafar
slíkt oft af því, hve lítið við
getum keypt í einu. Mjög oft
eru fyrirspurnir um amerískar
vörur héðan miðaðar við svo
smáar pantanir, að verksmiðjur
vestra vilja alls ekki sinna þeim,
og því hafa margir íslenzkir inn-
flytjendur tekið það sjálfsagða
ráð að gera sameiginlegar pant-
anir, til þess að komast að betri
kjörum en ella. f þessu sam-
bandi vil eg geta þess, að yfir-
færsla á greiðslum til Ameríku
hefir yfirleitt gengið mjög greið-
lega.
—Eru góðar markaðshorfur
fyrir íslenzkar afurðir vestan
hafs?
—íslendingar hafa þegar aflað
sér þar öruggs markaðs fyrir
þorskalýsi sitt, sem vestra er
talið Bera af öðru lýsi, hvað gæði
snertir. Sömuleiðis hefir okkur
á síðustu árum tekist að selja
síld í stórum stíl til Bandaríkj-
anna. Ennfremur hefir sala á
íslenkum niðursuðuvörum þang-
að vestur aukist svo ört að und-
anförnu, að naumast hefir verið
unt að fullnægja eftirspurninni.
Líka þær vörur prýðilega. Þá
eigum við visan markað fyrir
ull og gærur vestra, en verð á
þeiin er lægra en við höfum að
undanförnu fengið í Evrópu.
Eftir upplýsingum, sem eg hefi
aflað mér i New York, tel eg,
að afargóð skilyrði séu fyrir
sölu á hraðfrystum fiski i
Bandaríkjunum, svo framarlega
sem við förum inn á þá braut,
sem eg tel þá einu réttu, að taka
þá sölu í okkar eigin hendur og
reisa sjálfir frystihús í New
York. Eg hefi átt tnl um þetta
mál við ameríska fiskkaupend-
ur, og hefi eg gildar ástæður
til að ætla, að hér sé fundin
tnusn á því miklu vandamáti,
sem sala á hraðfrystum fiski
héðan hefir verið i Ameríku að
undanförnu.
—Telur þú, að þátttaka vor i
New York sýningunni komi oss
að miklu gagni?
— Sú kynning er vafalaust
mikilsverð, bæði beint og óbeint.
Meðal annars hefir sýningin vak-
ið áhuga manna vestra fyrir
ferðalögum til íslands, og hún
hefir opnað augu sýningargesta
fyrir því, hverjar eru helztu af-
urðir íslands. Sýning okkar
hefir tvímælalaust liðkað við-
skifti okkar við Vesturheim. En
fyrst og fremst opnaði hún augu
mikils fjölda manna fvrir því, að
á íslandi byggi menningarþjóð,
sem um margt er enginn eftir-
bátur annarra þjóða.
—Hvaða vörur hefir verzlun-
arfyrirtæki þitt einkum keypt
vestra?
— Við höfum útvegað mjög
margar vörutegundir frá Banda-
ríkjunum, einkum járn- og stál-
vörur, vélar, efnivörur til iðn-
aðar, timbur, rafmagnsvörur o.
m. fl. Þessi viðskifti hafa yfir-
leitt gengið greiðlega, enda þótt
ýmsar verksmiðjur hafi verið
svo önnum kafnar, að langs af-
greiðslufrests hefir stundum
verið beiðst. Með tilliti til vax-
andi sölu á íslenzkum afurðum
til Bandaríkjanna tel eg víst, að
vörukaup okkar þar muni hald-
ast að verulegu leyti að ófriðn-
um loknum, enda þótt þau verði
að sjálfsögðu í nokkru smærri
stíl en nú, segir Halldór Kjart-
ansson að lokum.
—Samtíðin, 7. hefti, 1940.
Kriátnin og
menning
nútímans
Eftir $ellu Johnson.
Þegar eg las ritstjórnargrein-
ina, sem birtist i Heimskringlu
l(i. okt., með fyrirsögninni
“Hvert er nú verið að leiða fs-
lendinga” vöknuðu hjá mér ýms-
ar hugsanir þessu máli viðvíkj-
andi. Mig langar til að skýra frá
sumum af þessum umbrotum
huga mins, og eg vona að mér
takist að gera það án þess að
vekja óánægju nokkurs flokks
eða einstaklinga. Mér finst að
við Vestur-Jslendingar ættum að
varast allar svoleiðis deilur fram-
vegis. Þær hafa um of langt
skeið eitrað félagslif okkar hér
í landi, og dregið mjög úr sæmd
okkar sem stórmerkilegs þjóðar-
brots.
f þessu sambandi dettur mér
í hug þessi orð úr ofannefndri
grein: “fslendingar hafa aldrei
til lengdar þolað að vera i tjóð-
urbandi” og “Honum hefir verið
frelsisþráin i brjóst borin alt frá
því er hann sleit átthgaaböndin
við Noreg —” En þá bjó í þeim
víkingseðlið, ókristna eðlið, sem
þoldi ekkert yfirvald, en stólaði
eingöngu upp á mátt sinn og
megin. Kristnin hóf þá upp yfir
þeirra óæðra eðli, hún kendi
þeim að sönn hamingja sé i því
fólgin að gleyma sjálfum sér í
þjónustu meðbræðra sinna. Þeir
voru enn frelsisvinir, en nú var
frelsisþrá þeirra milduð me?
lotningu fyrir Meistara lifsins og
löngunin til að bæta kjör þeirra,
sem beittir voru ranglæti, veitti
henni framrás.
Yfirvöldin á Þýzkalandi vildu
afnema öll áhrif kristninnar og
efla hið hálfsvæfða víkingseðli,
og þeim hefir tekist furðu vel að
gera það hjá einni hinni ment-
uðustu og merkustu þj-óð heims-
ins. Þeir prestar og aðrir ein-
staklingar, sem héldu fast við
kristná trú hafa verið stöðugt
ofsóttir, svo að þeir, sem áttu
þess kost, flýðu burtu úr land-
inu. Þess vegna er það ekki
réttlát staðhæfing, sem tekin er
upp úr bókinni “Hvert stefnir”
að “þá væri 17. aldar Þýzkaland
búið að skipa þýzkum herfor-
ingijum yfir aumingja landann.”
Það getur ekki lengur talist sönn
frelsisþrá hjá okkur íslending-
um, ef stærilætið er svo mikið,
að við viljum ekki vinna með
öðrum sannkristnum mönnum
að eflingu okkar andlegu velferð-
armála.
Það sem höfundi greinarinnar
finst aðvörunar vert, er að lút-
erskir landar, með þvi að sam-
einast “The United Lutheran
Church in America” hafi gengist
inn á að lifa tráarlega eftir 16.
eða 17. aldar hugsunarhætti. En
eg vil leiðrétta þetta hvað mig
sjálfa snertir, og i nafni allra
þeirra, sem hafa löngun til að
teljast kristnir. Eg teldi mig
sæla, ef eg> gæti lifað í trúarleg-
um skilningi fyrstu aldar, því
að öll hin svokallaða menning,
sem hlaðist hefir á heiminn síð-
an Kristur lifði og starfaði hér,
hefir ekki breytt eða bætt við
hans lífsspeki, né heldur geta
hinir gáfuðustu mótmælendur
sannrar kristni borið á inóti því,
að Hann hafi verið fullkominn i
þeirri list.
Boðskapur, sem þrátt fyrir
stöðugar og bitrar árásir frá
hálfu ótal margra hugvitsmanna,
með vaxandi vísindavizku sér til
stuðnings, hefir staðið óhaggað-
ur í nítján aldir, ætti að vera
þess virði að þeir, sem telja sig
hugsandi menn og konur, hugs-
uðu sig alvarlega unr áður en
þeir afneituðu honum. En það
gera þeir þegar þeir draga út úr
honum aðeins það, sem samrým-
ist þeirra mannlega eðli, en
skilja kjarnann eftir.
Hvað er framför? Að nota
réttilega alt það, senr mannsand-
inn hefir fengið skilið og fært í
verklegan og sálarfræðislegan
búning. Er það gert nú á hinni
miklu tuttugustu öld? Við verð-
unr að játa með söknuði að hið
gagnstæða á sér stað í svo ótal
mörgum tilfellum. Vísindin eru
notuð til að eyðileggja þjóðirnar
— vélamenningin til að kúga
verkafólkið, og heimsspekin til
þess að villa mönnunum sjónir i
leit þeirra eftir sannleikanunr.
Mér getur ekki dottið í hug nema
ein vísindagrein, sem stöðugt
stefnir til góðs, og er hún þó
sjálfsagt oft misbrúkuð líka —
læknisfræðin.
ó, eg veit ða þið eruð að hugsa
“Hvað um öll húsþægindi, bif-
reiðar, útvörp, o. fl.? Nýtur ekki
almenningur allra þessara þæg-
inda? Jú, vissulega, en oft kom-
ast menn í botnlausar skuldir til
þess að gieta slegið eignarretti
sínum á þessa hluti i bili, því
pú á tímum er fátæklirigunum
ekki gefnar upp skuldir sjöunda
hvert ár, eins og Gyðingar gerðu
fyrir svo ótal mörgum öldum
síðan. “En það væri nú ekki
æskilegt,” segið þið, “þvi nú á
dögum eru skuldirnar svo háar.”
Haldið þið að hin ýmsu gróða-
félög hættu ekki að troða upp á
fólk inunum, sem það getur vei
kornist af án, ef þau vissu ekki
að þau geta vanalegast knúð það
til að borga?
Og þeir, senr njóta góðs af
uppfyndingunum, hefir það gert
þá betri menn? Hafa ekki mörg
af þessum ytri þægindum verið
samfara innri fátækt? Þið meg-
ið ekki misskilja mig; eg er ekki
á móti nútíðar þægindum; þvert
á nróti, eg vildi að allir gætu
notið þeirra, en aðal nrælikvarð-
inn verður að vera þessi: Eru
þessi lifsþægindi, sem við nú
njótum, að hjálpa okkur til að
lifa betra lífi eða eru þau að
fjarlægja okkur frá höfundi lífs-
ins?
Að læra lisU lífsins — það er
framförin, sem allir kristnir
menn ættu að sækjast eftir þvi,
alt annað er hégómi, eins og
Salomon komst að orði. Við vor-
unr ekki sköpuð til að verða fræg
fyrir málverk, ritgerðir, vísindi,
sönglist, o. f 1., og heldur ekki
til þess að safna auði, svo að
við gætum knúið aðra til að
gera vilja okkar. Nei, við vorum
skipuð til þess að vilji Guðs
gæti starfað óhindraður í gegn-
unr okkur. Það er hin mikla
lexía lífsins, að læra að gera
Guðs vilja. Auðvitað hefir kraft-
ur Guðs verið að verki í lifi
nrargra skálda, lista- og vísinda-
manna, en þó að þehn væri gefið
svo miklu stærra ‘pund’ en öðr-
unr, þá kunnu þeir ekki ávalt að
fara réttilega með það. Þessvegna
voru svo niargir af þeim óham-
ingjusamir, því að þrátt fyrir
frábærar gáfur, höfðu þeir ekki
lært að lifa.
Hvernig getum við lært þessa
niiklu, list, sem Páll lýsir svo
dásanrlega í bréfinu til Korintu-
manna? Enginn, sem les þau
orð með skilningi, getur efast
unr að öll heirtrsins afreksverk
eru einskis virði nenra því að-
eins að kærleikurinn til náung-
ans stjórni þeini. En hvernig
getum við lifað eftir sannfæringu
okkar? Aðeins með einu skil-
yrði og það er, að við tökum höf-
und þessarar kenningar, Jesúm
Krist, inn r líf vort, — lofuin
hans eðli að skína' í gegnum
okkar óæðra eðli — með öðrum
orðum, við verðum að læra að
verða Guðs börn.
Lúterska kirkjan er móðir
allra hinna kristnu kirkna, senr
mótmæla páfa-trú. Maðurinn,
sem hrinti þessari nriklu heims-
byltingu á stað var þýzkur. Þið
þekkið sögu hans. Á tímabili
æfi hans var hann gagntekinn
af meðvitund um syndasekt sína.
Hanh var hálærður prófessor, en
öll hans mentun og gáfur komu
að engum notum í baráttu hans
við syndina. í gegnum þennan
hreinsunareld öðlaðist hann per-
sónulegt samband við Guð, og
með því að fela Jesúm alt sitt
lif, öðlaðist hann kraft til þess
að lifa hinu sanna lífi; og hann
beitti öllum sínum lífs og sálar
kröftum til þess að losa kristn-
ina undan hinu svikula, kaþólska
biskupaveldi. Á hinum dimmu
miðöldum hafði fólk glatað
þessu persónulega sanrbandi við
Guð. Marteinn Lúter fann það
og altaf síðan hefir kristið fólk
vitað að það gat fundið lykilinn
að Guðs ríki hér á jörð, ef það
aðeins hefði viljann til að leita
hans.
Margar mismunandi kirkju-
deildir hafa verið stofnaðar síð-
an á dögum siðbótarinnar, en
allar af þeim. sem trúa á frels-
arann eru bygðar á sanra grund-
velli, svo það varðar ekki svo
iniklu hvað þær eru kallaðar eða
hvaða ytra form þeirra prédikun
tekur, svo lengi sem meðlimir
þeirra eru Krists vinir.
Við, sem tilheyruin lúterskri
kirkju játunr það, að án trúar-
innar á Jesúm Krist sé líf vort
ófarsælt og stefnulaust. Helstefn-
an, sem ríkir i heinrinum í dag
er bein afleiðing af fráfalli hins
svokallaða siðaða heims frá
kenningum Krists. Þessvegna
ættum við sem kristið fólk ekki
að láta eitt einasta tækifæri
franr hjá fara sem gæti orðið til
þess að ný kristileg vakning
gæti hertekið huga vorn. Eitt
af því allra nauðsynlegasta er að
vera samtaka i andlegri starf-
senri, og þess vegna höfunr við
nú lúterskir íslendingar samein-
ast The United Lutheran Church
in Anrerica. Þar senr bæði séra
V. .1. Eylands og séra K. K.
ólafson hafa birt lýsingar af
þinginu i Omaha, þeirri hrifn-
ingu, sem þeir urðu fyrir, hvað
starf félagsins er umsvifamikið,
og hvernig frelsi okkar fslend-
inga er alveg óskert, þó við sam-
einuðumst þessu félagi, þá ættu
allir að sjá að þetta var stórt
framfaraspor, sem lúterskir ís-
lendingar tóku. Þess fleiri af
sannkristnunr mönnunr, sem
standa saman, af hvaða kyn-
stofni, sem þeir kunna að vera,
þess kröftugri verða áhrifin af
starfi þeirra. Það var hin al-
vöruþrungna hugsun, sem knúði
okkar fámenna hóp til að ganga
í þetta samband — ekki til
þess að “vegurinn yrði beinni
í faðin Abrahanrs” heldur með
þeirri von í huga að við fengj-
um í geginum þetta nýja sam-
band nýjan andlegan þrótt, heit-
ari löngun til að lifa í samræmi
við Guðs boðskap hér á jörð.
Thorlakson & Baldwin
699 SARGENT
prmtmq...
L distinctn)e and persuasn)e
^JuBLICITY that attracts and compels action on
^ the part of the customer is an important factor
in the development of business. Our years of experience
at printing and publishing is at your disposal. Let us
help you with your printing and advertising problems.
Ohe COLUMBIA PRESS LIMITED
695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8