Lögberg - 23.01.1941, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1941
7
“Þegar menn
rekaál á—”
Einstaka árekstur manna á
lögmál tilverunnar vekur menn
til meðvitundar um að eitthvað
hafi ])eir vilst frá sannleikanum
einhversstaðar, og að einhverja
stefnu þurfi þeir að finna sem
hetur dugi.
En erfitt er að mæla gildi
þeirra eðlisþátta, sem hlutir hafa
í sér fólgna, ef enginn er mæli-
kvarðinn. Einhvern mælikvarða
hafa menn þó alment, en hann
er títils virði, ef hann er rangiur
eða óheilnæmur. Hann hjálpar
þa lítið til þess að mæla hið
sanna gildi marina og málefna.
Menn vita, til dæmis, að það
ler eftir hæðinni hvað djúpt er
hægt að vaða þegar höfuðið er
llPP úr látið standa. En hver
er þá mælikvarðinn á ha*ð
manna eða á dýptinni sem þeir
'aða, bæði í' líkamlegum og and-
legum skilningi?
IJað, að lögmálið stendur ó-
haggað þykjast menn sjá, þegar
þeir verða fyrir árekstrinum.
I'að væri gott að kunna að velja
og hafna,” segja menn þá.
“'lá, Það væri gott að kunna
að velja og hafna,” taka aðrir
undir. — Það bergmálar alstað-
ar.
í þessu sambandi bendi eg á
dæmisöguna, “Valið” í Almanaki
D. S. lh., 1933 (Höf.: J. Magnús
jarnason). f sögunni vildi
astargyðjan Afródíta gefa kóngs-
syni þetta þrent: Auðsæld, nafn-
rægð og nægjusemi. En aðeins
eus’ faðir og konungur guð-
anna, gat veitt þetta. Afródíta
að Zeus að gefa kóngssyni
þetta, en hann svaraði: “Enginn
( auðlegur maður getur orðið alls
tss aðnjótandi. Eg skal veita
honum eitt af þessu. Og láttu
hann sjálfan ve]ja um
En ef við höfum árekstur við
ogmaJið, hvers eigum við þá að
gjalda “sakleysingjarnir” ? Hví
verðum við fyrir þessum rot-
ogguni löglmáls alveruleikans,
sem vekja okkur eins og af vond-
um draumi? Hefir ekki ástar-
gyðjan ennþá komið til okkar
og boðið okkur að velja? Eða er
hún, einmitt nú, að vaka yfir
velferð okkar og gefa okkur
tækifærið að kjósa?
betta hefir orðið að yrkisefni
niargra skálda, og út úr því eru
spunnar margar heimspekilegar
hugleiðingar.
Dg víst er það, að þegar menn
taka til hugleiðingar stórkost-
legar hreyfingar, sem eiga sér
stað í mannfélaginu, þá reyna
þeir að gera sér grein fyrir
hvaða hugsjónir liggi á bak við
þær. Þeir kynna sér vel aðal-
atriðin sem þær hreyfingar fj'alla
um. Þannig verður það, að
þeir komast að vissum niður-
stöðum um, hvað ligjgi eiginlega
th grundvallar slíkum hreyfing-
Um, og einnig um það, hvort þær
séu í insta eðli sinu svo heil-
hrigðar að þær séu þess verðar
gefa þeim fylgi sitt og kapp-
kosta að láta þær þróast í mann-
félaginu.
Hreyfingar eru þau spor, sem
riss flókkur manna tekur til
þess að reyna að koma hugsjón-
um sínum í framlcvæmd. Hréyf-
ingin er þess vegna ekki hug-
sjónin sjálf, heldur aðeins partur
eða þáttur af þeim aðferðum,
samtökum eða tilraunum, sem
vissir menn nota til þess ao gera
hugsjónina smátt og smátt að
veruleika.
Það er, til dæmis, ekki það
sama, að tala um samvinnuhug-
sjónir og að tala um samvinnu-
hreyfingu. í verkinu’ er sam-
vinnuhugsjónin skamt á veg
komin í heiminum. Fn sam-
vinnuhreyfingar koma fram á
mörgum sviðum. Þessar sam-
vinnuhreyfingar miða að því að
koma samvinnuhugsjóninni í
framkvæmd og gera hana að
veruleika i mannfélaginu.
Þó að allir hagfræðingar og
hagfræðingaskólar séu sammála
um það, að samvinnuhugsjónin
sé góð og heilbrigð, er ekki þai
fneð sagt að síður sé nauðsyr.-
legt að gera sér ljósa grein fyrir
henni heldur en öðrum hugr
sjónastefnum í sambandi við
mannfélagsskipulagið. Það er
einmitt ástæða til þess að leggja
sérstaka áherzlu á að kynna sér
hana, til þess að geta gert sér
grein fvrir orsökum að þeim
samvinnutilnaunum og hreyfing-
um, sem eiga sér stað hér og
þar, og skilja fyllilega tilgang
þeirra og þýðingu. Á þann hátt
getur maður séð hvort, eða
hvernig þær hreyfingar þoka
hugsjóninni inn í veruleikann.
Einkunnarorð samvinnuhug-
sjónarinnar eru: “Einn fyrir
alla, og allir fyrir einn.” Hún
miðar að því að þroska kær-
leiks, mannúðar og bræðralags
þættina i eðli manna. En það
eru einmitt þeir þættir, sem
skáldin tileinka oft ástargyðj-
unni, því ástargyðjan vjll alla
menn hamingjusama, auðvitað.
Það er meiningin í orðinu:
nægjusemi.
En vegna þesis að samvinnu-
hreyfingin hefir orðið margþætt
í heiminum, þá hafa þeir, sem
rita og ræða um hana neyðst til
að skifta efninu í sundur til
þess að gera það skiljanlegra.
Þetta hefir leitt til þess að margt
fólk hefir ekki kynt sér nema
einn eða tvo þætti hreyfingar-
innar, sem það hefir af tilviljun
rekist á, án þess að skilja þá
hugsjón, sem á bak við liggur
og sem gefur hreyfingunni sitt
raunverulega gildi, Með öðrum
orðum : Þó ástargyðjan hafi, með
öðru fleira, boðið mönnum
nægjusemi, þá hafa þeir ekki
æfinlega valið “viturlega.”
Það má því segja að grunur,
elasemdir, hjátrú og önnur vit-
Ieysa eigi sinn þátt í að skapa
afstöðu manna og sjónarmið.
Vit og þekking! gera það líka.
Það er undir þeim sjálfum
komið. Menn skapa sér því
mælikvarðann á verði og verð-
mæti allra hluta. Þeir líða fyrir
það á einn hátt eða annan, ef
mælikvarðinn er rangur. En
áreksturinn kemur þvi oft til
leiðar að menn bæta ráð sitt.
Árekstur á lögmál lífsins getur
sennilega átt sér stað í hvaða
umhverfi sem er. Það er þess
végna ekki neitt sérstakt um-
hverfi eða vissar kringumstæður,
í sjálfu sér, sem valda árekstr-
irium. En hættulegastir eru á-
rekstrar þeim, sem skilning og
þekkingu hafa^ af skornum
skamti. Því það er vit og þekk-
ing, sem koina mönnum til að
bæta ráð sitt.
Ilávarður Elíasson.
Frá Campbell River, B.C.
Herra ritstjóri Lögbergs:
Eftirfylgjandi grein hefi eg
þýtt úr ensku blaði, sem gefið
er út í Saskatoon. Námsmaður
sá, er hér um ræðir, Jack Mc-
queen, er íslenzkur i móðurætt-
ina, móðir hans er Hugborg dótt-
ir Mr. Sveinbjarnar Loptson og
Steinunnar konu hans, sem
bjuggu um langt skeið í Church-
bridge, Sask. Var Jack að lesa
lög við háskólann í Saskatoon
áður hann innritaðist í flugher
Canada. Vil eg biðja þig að
gefa þessum línum rúm í Lög-
bergi.—S. Guðmundson.
JACK McQUEEN INNRITAST
í FLUGHER CANADA.
Það var tap fyrir háskólann
og stúdentana i heild sinni er
Jack Mcqueen hætti námi sinu
hr, og innritaðist í flugher Can-
ada. Hann hefir tekið mikinn
og góðan þátt í • allri starfsemi
og félagslífi stúdentanna. Sér-
staklega er hans saknað úr leik-
fimisfélagi háskólans er hann
hafði verið kosinn fyrir for-
seta, fyrir næsta ár. Jack er
farinn til Ottawa, þar sem hann
er við æfingar í flugher Canada.
f virðingarskyni gaf iþróttafélag
háskólans honum að skilnaði
inngrafið silfur “cigarette case.”
Hér er stuttur kafli úr bréfi, sem
Jack skrifaði Mr. Blair, forseta
S. R. C. sem lýsir tilfinningum
hans er hann er að skilja við
okkur.
“Eg finn til bæði sorgar og
gleði er eg nú verð að segja af
mér forsetastöðunni fyrir næsta
ár í “The Men’s Athletic Club.”
Eg sakna þess að geta ekki lagt
fram minn litla skerf til efling-
ar félagslífi háskólans, og sér-
staldega til íþróttafélagsins á
komandi ári. Eg er glaður að
geta veitt þjónustu mína ríkinu
og konungi okkar, til að gera
minn part til að varðveita lýð-
ræði og þá lifnaðarhætti sem við
öll elskum. Vil eg! biðja þig
herra forseti, að segja fyrir mína
hönd, “Au Revoir” til stúdenta
ráðsins og allra stúdentanna. Eg
óska þeim öllum gleðilegs og
farsæls nýárs. Eg efast ekki
um það, að næsta ár, hversu
erfitt sem það reynist, þá verði
það til ómetanlegs gagns fyrir
þá alla. Eg vil einnig leggja það
til, að öllu fékigs- og athafnalifi
háskólans verði haldið áfrain
eins vel og framast er mögulegt,
þó eg viti að herskyldur dragi
nokkuð úr því. Eg tek það aft-
ur fram að eg sakna þess að
skilja við ykkur. Gerið þið
ykkar part heimafyrir, við sem
skiljum við háskólann skulum
gjöra okkar skyldu.”
Svo segjum við þá “Au Revoir”
lil lærdómsmannsins, iþrótta-
mannsins og heiðursmannsins
Jack Mcqueen. Hann tók mik-
inn og góðan þátt í öllum okkar
félagsskap, og alstaðar lýsti sér
i fari hans staðfesta, góður
karakter og félagslyndi. Það
sýndi bezt i hvaða áliti hann var
hjá skóla bræðrum sínum, að
þeir kusu hann fyrir leiðtoga
sinn i “The Men’s Athletie Club.
Við óskum að vernctarandi há-
skólans fylgi honum í öllu þvi
stríði, sem hann háir til að
varðveita fljálsræði og tign með-
bræðra sinna. Við öll óskum
þér til lukku og blessunar, og að
þú komir til baka heill á húfi.
“The paths of life are rriany, but
few run side by side,
We stroll along together ’till the
time comes to divide,
Through varsity we’ve been to-
gether, now ’tis time to part,
So ’till we meet agairr, Jack,
keep us in your heart.”
*
Avarp til
Háskóla íslands
Þegar háskólabyggingin nýja
var vígð, bárust háskólanum
kveðjur og ávörp frá ýmsum há-
skólum og stofnunum. Sem
sýnishorn eru hér birt tvö af
þessum ávörpum, annað frá
háskólanum í Leeds, sem samið
er á íslenzku, en hitt frá Parísar-
háskóla, sem er á frönsku, en hér
þýtt á íslenzku.
HÁSKÓLINN í LEEDS send-
ir Háskóla íslands hinar vin-
samlegustu kveðjur. Náið sam-
band hefir ávalt átt sér stað
milli þeirra. Yorkshire og ísland
eru tengd gömlum sögulegum
böndum. f Jórvílc var ort eitt
af kunnugstu fornkvæðum ís-
lendinga.
íslenzk tunga og íslenzkar bók-
mentir hafa lengi átt aðdáendur
við Háskólann í Leeds, og sæm-
ir vel að enski sendikennarinn,
sem nú er við Háskóla íslands,
Dr. John McKenzie, er einn úr
hópi þeirra, sem þar hafa stund-
að norræn fræði. Honum er nú
falið að flytja árnaðaróskir Há-
skólans í Leeds í tilefni af hinni
veglegu byggingu, sem Háskóli
íslands hefir hlotið.
Háskólinn í Leeds óskar Há-
skóla íslands allra heilla, og er
þess fullviss, að hin bættu vinnu-
skilyrði munu stuðla að því að
auka þann hróður, sem Háskóli
íslands hefir þegar hlotnast.
Et augehitur scientia.'
Háskólinn í París til Háskól-
ans í Reykjavík.
HÁSKÓLINN í PARÍS sendir
Háskólanum í Reykjavík sínar
einlægustu kveðjur og heitustu
óskir um farsæla framtíð i til-
efni af hátíðahöldum þeim, sem
fram fara í dag. Honum er
kunnugt um, hverja þýðingu
hefir fyrir alla íslendinga þessi
dagur, 17. júni, afmælisdagur
Jóns Sigurðssonar, föðurlands-
vinarins mikla, sem svo ötullega
barðist fyrir sjálfstæði ættjarð-
arinnar. Nú þegar Frakkland
heyir stríð fyrir sjálfstæði sínu,
minnist Háskóli Parísar, af
hrærðum hug, hinnar djarflegu
baráttu ættjarðarvinarins ís-
lenzka, sem fæddist 17. júní
1811.
Háskólinn í París hefir fylgst
af hinum mesta áhuga með starfi
hins unga Háskóla fslands, sem
settur var á stofn fyrir 29 árum.
fslendingar hafa á öllum öld-
um haft frábæran skilning á
andlegum verðmætum. fsland
er land skálda og sagnaritara.
Þegar á miðöldum varðveittu ís-
lendingar, af sérstakri kostgæfni,
þá minnisvarða bókmenta, sem
bera hinni háu menningu þeirra
svo fagran vott, Eddukvæði,
skáldakvæði, sögur' og sagn-
fræðirit, sem síðan urðu sain-
eiginlegur fjársjóður Norður-
landaþjóða, þar sem þær fundu
mynd fortíðar sinnar og öðluðust
skilning sögu sinnar.
Seinna, þegar fræðimenn
Norðurlanda tóku að rannsaka
þessa minnisvarða, sem varð-
veitst höfðu á fslándi, voru það
fslendingar, sem liðsintu þeim
við skýringar þeirra og túlkanir.
Það voru íslenzkir fræðimenn,
sem af óþreytandi elju söfnuðu
sainan handritum, sem dreifð
woru um alt landið. Síðan gátu
bókasöfn Norðurlanda réttilega
stært sig af þessum frábæru
handritasöfnum, því þau geyma
endurminningar heils kynstofns.
Þegar Háskóli fslands 1911
byrjaði því starf sitt, gerði hann
ekki annað en halda áfram á
braut dýrðlegrar fortíðar. Hann
hefir gert það af þrautseigju og
með góðum árangri, ekki ein-
ungis við rannsóknir bókmenta
og réttar, þar sem íslendingar
hafa á öllum tímum skarað fram
úr, heldur einnig á sviði nátt-
úruvísinda og læknisfræði.
Nú uppsker háskólinn verð-
laun fyrir tuttugu og níu ára
starf, fyrir elju, sem óséfhlífnir
menn, 'og þá fyrst og fremst nú-
verandi rektor hans, hafa sýnt
við að tryggja framfarir hans.
Vegna þessa starfs ósérhlífinna
manna og hins brennandi áhuga
allra landsmanna fyrir málefn-
inu, getum vér nú komið saman
í þessari undurfögru byggingu.
Hátíðahöldin í dag eru trygg-
ing þess, að starf Háskóla fs-
lands heldur áfram, margþætt-
ara, ennþá frjórra. Háskólanum
í París er mikil ánægja að því
að taka þátt í þessari hátíð and-
ans; hann gleðst af öllu hjarta
með yður og fylgir yður í von-
um yðar.
—Lesbók 28. sept. 1940.
Ferðasöguþœttir
(Framh. frá bls. 3)
Hann leit á sinn banamann -—
su nnublakkan.”
En fyrsti viðburðurinn, sem
rifjast upp fyrir hinum deyjandi
unga manni, er ferð yfir á. Hann
er á leið til kirkju með foreldr-
um sínum. Það er fermingin.
Og nú mundi hann “fjarlægan
flúða nið.” “Á folanum hans
var glófextur makkinn.” Áin
rann á hnakkinn, en “bæði for-
eldrin riðu á hlið.”
“Og muninn sá aðra mynd.
Hann stóð einn
í múga, sem hlóðst á innsæva
skipi.
Frónskur, tvítugur ferðasveínn.
Framtíðin bjó í hans höndum
tveimur.
í skrölti og troðningi gaus ýlfr-
andi eimur.
Hans aléign var farbréfið, keypt
fyrir grip.
en þar nam hann fyrst eins og
þyt og svip
af því, sem í fjalldalnum kall-
aðist heimur.”
Þetta stef kom fram í huga
minum í troðningnum um borð í
“Esju”, er hún var að fara frá
Reykjavik. Hvenær skyldi mað-
ur losna við þann ófögnuð, að
ferðamenn komast varla leiðar
sinnar fyrir troðningi hinna for-
vitnu gesta, þegar skip okkar
eru að fara eða koma? En svo
bættist við allan troðninginn ein-
hver ógurlegur hávaði, sem ætl-
aði alveg að æra mann. Eg skil
nú, að Þjóðverjar gátu vopnað
sig með hávaða eintómum i
Frakklandi. Þetta var reyndar
aðeins hátalari, vsem helti yfir
mannkösina jazz-músik með
tröllauknum glymjanda. En um
slíkt tjáir ekki að fárast á slík-
um tímum, er vélaskrölt og há-
vaði revnir að æra vitið frá þeim,
sem þær drepa eða limlesta. —
Vesalings mannskepna, afkvæmi
dimmra og dularfullra frum-
skóga og friðsælla fjalldala.
Hvert gietur hún flúið frá hinum
alls staðar nærverandi friðar-
spilli nútímans — vélinni?
En jazz-músíkarofviðrinu slot-
aði fljótt á “Esju,” og þar fer
vel um mann um borð. “Esja”
kemur nvi að góðu haldi, er okk-
ur ferðamönnum mikill fengur,
og reynist í alla staði ágætlega,
þótt einstöku menn berðust á
móti komu hennar eins og á-
fengívsbannlöguin. Þetta sinn
átti hún að fara kl. 9 siðd., var
.seinkað til 11, en fór svo klukk-
an 1 um nóttina. 17g var svo
hygginn, að láta ekki fylgja mér
til skips. Hitt var verra, ~að
umbera breytinguna, er eg fór
aftur heinileiðis, þvi að þá
skakkaði ekki aðeins klukku-
stundum, heldur sólarhringum.
Þetta var hraðferð norður, og
eftir rúinan sólarhring vorum
við komin til Siglufjarðar. Veð-
ur var vndislegt og samferða-
fólk skemtilegt.
Siglufjörður
Strax í fjarðarmynninu kynn-
ir Siglufjörður sig. Brælan frá
síldarbræðslunum kernur á móti
manni, en hún þýðir gull í lól'a
þjóðarinnar. Og hví skyldi það
ekki vera góð lykt. Upp af
Siglufirði stigur mikill reykur.
Þar reykja skip og skorsteinar,
skrautmeyjar og braskarar,
labbakútar, letingjar,
og líka síldarstúlkurnar.
Alt reykir. En hvað sein sagt
verður um Siglufjörð, þá er þar
líf. Æðaslög atvinnulífs þjóðar-
innar eru lang örust þar um
þessar mundir. Það er ekki
ljótt á Siglufirði, síður en svo.
Fjöllin eru há og falleg, og sjálf-
ur hefir bærinn tekið miklum
framförum.. Ofan úr hlíðinni
sézt lögun bæjarins greinilega,
götur eru reglulegar, sumar
þeirra nýjar, uppfvllingar við
höfnina eru fremur þrifalegar
og bryggjufjöldinn og skipa-
mergðin er einkennileg sjón, séð
ofan lir hæðunum.
Siglufjörður þyrfti að verða
orðtak þjóðarinnar í góðri merk-
ingu, en ekki vondri, þvi að
þangað leita menn hvaðanæfa
af landinu eftir gulli,. margur
fer þaðan heim aftur rikari. En
hin forna saga er altaf að endur-
taka sig. Þar sem paradis manna
er i einhverri merkingu, þar la’ð-
ist altaf einhver slægur djöfull
á veiðum. Þar sem nóg er um
menn og töluvert um peninga,
þar er hann altaf þessi, sem er
“heimskastur allra djöfla,” eins
og Stefan Sweig segir, “nautna-
djöfullinn.” Á slikum stöðum
þrifast þeir inenn vel, sem verzla
með siðga’ði og velferð inanna,
og bjóða óspart í lægstu hvatir
þeirra. Þar blómgast áfengis-
sala, dans og jazz og alls konar
knæpulíf sem gerir óforsjála og
flónska menn fátæka en altaf
einhverja ríka á fátækt þeirra.
Á Siglufirði dvaldi eg um tíma
og flutti erindi á veguin liins
nýja “Sjómanna- og glestaheim-
ilis Siglufjarðar.” Er stofnun
sú eitt hið þarfasta, sem góðir
rrtenn á Siglufirði hafa beitt sér
fyrir i seinni tið. Hafði eg á-
nægju af dvöl minni á Siglufirði
og þótti gott að 'samstarfa þeim
mönnum, sem að þessu fvrirtæki
standa. Aðsókn að erindunum
fór vaxandi, og var fult hús sið-
asta kvöldið. Aðstoðaði þá
kirkjukór Siglufjarðar. Eg vík
hér ekki neitt frekar að skugga-
hliðum lifsins á Siglufirði, um
annrikistímann. Minnist ofur-
litið á þær á öðrum stað. En
Siglufjörður verðskuldar, að
þjóðin ÖIl láti sér ant um að-
búnað hinna mörgiu, er þangað
leita.
(Framh.)
. — Alþbl. 28. ág.
The Watch Shop
Diamonds - Watohes - Jewelry
Asrents for BTH.OVA Watohe*
Marriape T.irenses Tssued
THORLAKSON & BAI.nWTN
Wntchmakem antJ JeioeUrrtt
699 SARGENT AVE., WPG.
prmhnq
L distii
• •
istinctrJe and persuasiv)e
UBLTCITY that attracts' and compels action on
the part of the customer is an important factor
in the development of business. Our years of experience
at printing and publishing is at your disposal. Let us
help you with your printing and advertising problems.
Ohe COLUMBIA PRESS LIMITED
695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8