Lögberg - 03.04.1941, Page 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. APRÍL, 1941
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hj*
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
Um auglýsinga-
skrum og ”ilm-
andi skáldskap”
Eftir Sigurjón Jónsson, lækni.
IV.
Þriðja bókin er:
Hús skáldsins.
Fáeinar nýjar persónur koma
til sögunnar; eru þær með nokk-
urn veginn réttu ráði. En í'lest
fólk er það sama og í Höll sum-
arlandsins, og auðvitað sömu
afglaparnir og þar. Er, eins og
fyrri daginn, útmálun afglapa-
skapsins svo herfilega ótrúleg og
óeðlileg, að hún nálgast það ekki
að geta heitið skripamynd af
háttsemi nokkurs óbrjálaðs
manns, eða yfirleitt af nokkrum
sköpuðum hlut, nema ef vera
skyldi sálarástandi höfundarins.
Um þetta mætti nefna fjölda
dæma, en rúmsins vegna skulu
aðeins tilfærð tvö: lýsingin á at-
ferli Iæknisins, er hann var sótt-
ur til dauðvona barns skáldsins,
(bls. 156) og símasamtal þeirra
Péturs Þríhross og Stassjónist-
ans. Aðförum læknisins er lýst
svona:
“Hann drakk upp öll meðulin,
sem konan hans hafði fvrirskip-
að telpunni síðustu vikurnar,
slatta á 3 flöskum. Hann meira
að segja át upp allan áburðinn
sem við höfðum til að bera á
hana þar sem hún var aum.”
En svona er símtalið (bls.
197-98):
“Pétur Pálsson framkvæmdar-
stjóri, Sviðinsvík: Jæja elsku
Júlli minn, nú á amma bágt.
Stassjónistinn syðra: Éttu skít.
P. P.: Hún er lík. Hún er liðið
lik.
St.: Farðu til helvítis.
P. P.: íslenzkt þjóðerni á i vök
að verjast á Sviðinsvík.
St.: Já, þú hefir æfinlega verið
eitt djöfulsins reginfífl.
P. P.: Þeir vilja heldur blóðsút-
hellingar en vinna fyrir taxta
sannra íslendinga. Getur þú
sent mannafla að sunnan?
St.: Eg skal senda menn rakleið-
is héðan að sunnan og láta þá
lúberja þig, og það skal ekki
verða heilt bein i þínum
skrokki.
P. P.: Eigum við þá að leggja ís-
lenzkt þjóðerni undir svipur
þeirra ættjarðarlausu skilyrð-
islaust?
St.: Ef þú spilar kjördæminu út
úr höndunum á mér, þá skal
eg myrða þig sjálfur með eig-
in hendi.
St.: Jæja, vertu þá margblessað-
ur og guð veri æfinlega með
þér elskulegi Júlíus minn.
Stassjónistinn Ieggur upp heyrn-
artólið án þss að svara.”
* * *
Söguhetjan, ólafur Kárason
Ljósvikingur, var svo vandvirk-
ur, að “hann sat uppi marga nótt
vfir einni setningu sem hann
strykaði síðan út í dögun.” Ef
H. K. L. er jafn-vandvirkur, þá
væri ekki að furða þó að málið
væri kjarnyrt og skáldskapur-
inn “ilmandi.” Annars er helzt
svo að sjá sem “vandvirknin”
hafi mest beinst að því, að leita
uppi sem sjaldgæfust og fárán-
legust orð og orðskrípi, sum
löngu úrelt, önnur afbökuð úr
dönsku; er engu líkara en að
höf. hafi orðtekið orðabók Sigf.
Blöndals í þessu skyni, og bætt
svo við nýyrðum í svipuðum stíl
frá eigin brjósti, þar sem orða-
bókina þraut, svo að hann fann
þar ekki orð, sem honum fynd-
ust túlka nógu vel sínar skáld-
legu hugsanir og heimspekilegu
“niðurstöður”. Hér koma nokk-
ur dæmi: Bíslag (=skúr),
bambra (á líkl. að þýða bjástra;
Sigf. BI. hefir samt ekki þá
merk.), borginmóði (= hrafn,
löngu úrelt, nema ef t. v. í kveð-
skap), beinasleggja (á líkl. að
þýða: gelgjuleg stúlka), bínefna
(= uppnefna, beitning (= beit-
ing), bruna (nafnorð, þýðir
fleygiferð, en höf. lætur það
þýða fótskriðu), — þetta er bara
sumt þeirra orða af þessu tægi,
sem byrja á b og eg hefi tekið
eftir, yrði alt of langt mál, ef
alt slíkt skyldi telja, og' skal eg
því aðeins nefna í viðbót: lonní-
ettur, stassjónisti, normall og
edjót, því að þau eru höf. sér-
staklega munntöm. I “Ljósinu,”
“Höllinni” og “Fegurðinni” úir
og grúir náttúrlega af sömu eða
samskonar málblómum, þótt
ekki hafi eg getið þeirra þar sér-
staklega, nema örsjaldan.
Hér koma svo enn nokkur
sýnishorn af hinum “ilmandi
skáldskap,” valin svipað og sýn-
ishornin úr “Ljósinu” og “Höll-
inni,” þ. e. ekki til að sýna orða-
valið eitt, heldur —- og öllu frem-
ur — setningaskipunina og and-
ann, sem gefur þessum kafla
skáldritsins svip, jafnt og hin-
um, og ólafi Kárasyni Ljósvík-
ing “ódauðlegt líf við hlið Bjarts
í Sumarhúsum.”
“Sá sem á veikt barn á hús”
(bls. 5). — “Menn skulu aldrei
örvænta úm að nú sé (myndun-
arafl skaparans á þroturn (þ. e.:
menn skulu vona, að það sé nú
á þrotum, bls. 11). — “Það var
samskonar þögn eins og þegar
maður ber í pott og heldur um
potteyrað” (bls. 12). — “Hún
hafði . . . kúpt brjóst, sem sátu
hátt” (bls. 40). — “f næmum
augum hinnar nýuppgötvuðu
dóttur hans birtist ósigrandi Jifs-
kraftur föðursins sem ofstækis-
full eftirvænting stórra hluta án
forms” (fanatisk Forventning om
store Ting uden Form, bls. 44).
— “Vel á minst ólafur Kárason,
sagði fundurinn, reiðubúinn að
hevra andagift” (bls. 45). —
“Hann . . . strauk lófanum ofan
eftir enninu, yfir augun, niður
eftir andlitinu, eins og hann
þjáðist af köngurlóarvef” (bls.
46). — “Skáldið er tilfinning
heimsins, og það er í skáldinu
sem. allir aðrir mertn eiga bágt”
(bls. 48 — fyrra vísuorðið í ti)-
vituninni í sálminn, sem kemur
þarna á eftir, er afbakað). —
“Það er enginn ininni maður
(ingen mindre Mand) en P. P.
framkvæmdarstjóri sjálfur” (bls.
59). — “Börn eiga að . . . ganga
með krækling út úr öðru munn-
vikinu og marfló út úr hinu í
staðinn fyrir brjóstsykur” (bls.
72). — “Hún . . . hélt á einum
ýsubeinsfugli, tákni mannlífsins”
(bls. 78). — “Hann . . . sá í
andliti hennar líf heillar konu
með spennandi æfintýrum og
skálkapörum utan enda” (d.:
uden Ende, setningin er því lík-
ust sem höf. hefði þýtt hana úr
dönsku, en bara misskilið ögn á
einum stað: þýtt “et helt Kvinde-
liv” með “líf heillar konu,” bls.
79). — “Enn f^nn hann þetta
heita sterka handtak gera inn”
(bls. 81). — Hér er ein af hinum
snjöllu kvenlýsingum höf.: “And-
lit hennar var sterkt eins og
skipshúfar, krúnumyndað enni,
breitt munnstæði með þykkri
neðri vör, hin björtu opnu augu
sátu (d. sad) undir loðnum brún-
um” (bls. 84). — Á bls. 92 er
talað um “fyrirheit utan enda”
(Forsjættelser uden Ende), og á
bls. 93 um “andlit upphafning-
arinnar”. — “Þótt hann bæri
þungan niðri gat ekkert fengið
hann til (kunde intet faa ham
tíl”) að mæla særandi orð við
grátþrungið mannsbarn og guð
þess” (bls. 97). — “Hvers vegna
láta hana gjalda þess að rödd
hennar skuli ekki hafa unga
munuðfulla spenningu, mál
hennar ekki samanstanda af við-
feldnu upplýstu orðavali? Var
hann . . . aðillinn til að refsa
henni — fyrir ávantanir sem
hún átti ekki sök á? . . . Hún
var fulltrúi þess mannkyns, sem
hann var sjálfur óaðskiljanlega
samkolka, ástríðum hlaðið” o. s.
fr. (bls. 114). — Á bls. 116 er
talað um “þessa flatkollóttu, ó-
blektu, klígjandi lífstrú sem er
inntak hverrar nýrrar trúlofun-
ar” — málsgreinin öll bersýni-
lega hugsuð á dönsku og síðan
snúið á slæma ísl. — m. a. er
“kligjandi” notað í skakkri
merkingu. “Einn dag . . . hitti
skáldið sjálfan sig á brautinni f
beitri frosthrið” (bls. 136). —*
“örn úlafan hvesti augun á vin
sinn endurnýjuðu viðbragði og
svaraði á öðru registri en fyr”
(bls. 159). — “Það . . . safnaðist
fis í punduin á nefið á prestin-
um” (bls. 167). — “Sigurður
Fáfnisbani . . . hafði nú næsta
bústinn bjúga” (bls, 174 — hvað
“bjúgi” þýðir veit höf. líklega, en
tæpast margir lesendur). —
“Einstöku maður leit í dálítið
bjálfalegri forundrun á þetta
hljóðandi jesúdýr” (bls. 183). —-
“Ólafur Kárason var einnig í
uppnumdu sálarástandi” (bls.
191). — “Hann . . . streðaði á-
fram eins og gamall jálkur án
sálarlífs” (bls. 223). — “Það
færðist í grát hennar uppnuminn
kramjiakendur fögnuður” (bls.
232).------“Svo mörg eru þessi
orð” og yrðu iniklu fleiri þó, ef
öllu væri haldið til haga.
V.
Fjórða og siðasta bé>k þessa
mikla skáldrits er
Fegurð himinsins
Úr henni hefir Kr. E. A. sjálf-
ur lesið nokkur blóm, eins og
fyr er getið, og knýtt úr þeim
sveiga í dýrðarkórónu H. K. L.
Þótt sumum kunni að þykja það
vera að bera í bakkafullan læk-
inn, að fást við meiri blómalest-
ur þarna, þá langar mig samt til,
vegna þess að af svó miklu er að
taka, að bæta við fáeinum dæm-
um, úr þessari bók líka, úm hið
“viðfeldna og upprýsta orðavel,
sem mál H. K. L. samanstendur
af”.
“Hún . . . hélt áfram að . . .
fara með sama viðlagið, sönni
hrynjandina án lags og inntaks”
(uden Rythme og Indhold — bls.
50 -51). “Jasoni var það inetn-
aðarmál að gegna þessu lögreglu-
embætti af fullkominni skyldu-
rækni, þó ekki án þess að (dog
ikke ude® at) »teinpr^ *étíWl§s
við miskunina” (bls. 88). --
“SkáJdið fór ofan í vasa sinn
eftir brauðsneiðunum án þess að
hætta (uden at ophöre) að tví-
stíga og berja saman fótunum”
(bls. 88).—“Göngulagið er blak-
urkent an sattmála við hinn
fasta grundvöll” (bls. 195). —
“Lokkarnir hrundu . . . án flíru-
skapar um háls og vanga” (bls.
203). — “Hún . . . horfði á
hann sínum bláu djúpu augum.
þessum vorhimni án teikna. sem
byr yfir endalausum fyrirheit-
um” (þetta er framför: í “Hús-
inu” var talað um fyrirheit utan
enda”), “án þess að tjá neitt,
sem verður bundið í orð” (bls.
218). — “Hún talaði stutt og
æðrulaust án löngunar til að tjá
sig” (bls. 219). — “Hún brosti
við honum . . . án skilorðs”
(bls. 227). — “Skáldið hélt á-
fram að virða fyrir sér vanga
hennar þar sem hún hallaði sér
ífram yfir borðstokkinn og
horfði inót ókunnum fjöllum”
(bls. 219). — “Hún horfði þögul
mót hinuin ókunnu leiðum”
(bls. 227. — “Hann Ivfti andlit-
inu mót upphafinni kyrð jökuls-
ins” (bls. 260). — “Allir báru
þungan niðri fyrir framtíðinni”
(bls. 76). — “Fjölskylda hússins
bar þungan niðri fyrir skáldi
sínu (bls. 192). — “Dóttirin var
tiltölulega (forholdsvis) einföld
á svipinn” (bls. 8). — Lífið ger-
ist í tveim skautum og er upp
á nióti sjálfir sér og það er þess-
vegna sem það er Jíf” (bls. 15 —
þetta er ein af mörgum heim-
spekileguin niðurstöðum” höf).
— “Gimbillinn og rakkinn höfðu
einnig reist höfuðin stranglega”
(bls. 16). — “Á síðasta Færey-
ingbaalli var nefið bitið af
tveimur og slitið eyra af jæim
þriðja og kvenfólki haldið uppi
á fótunum i iniðjum danssalnum
og gert ýmislegt fleira til blóra”
(við hvern” — bls. 22). —
“Hlaupa-Halla (þessi, sem átti
börn með karlmönnum, sbr. Höll
sumarlandsins) eignaðist níu
börn í tólf sveitum” (bls. 22 —
hún hefir þá a. m. k. þrisvar
alið fram- eða afturpart af barni
í annari sveitinni og afganginn í
hinni). — “Það kom fram (i
augu prestsins) svipur af þeirri
mjög svo sjaldgæfu alnálægð
hins eilíft mannlega, sem á ef til
vill hvergi jaln óvefengjanlega
heima og í augum gamals svins”
(bls. 24). — “Það var eitt af
þeim sjaldgæfu föllum (et af de
sjældne Fald) í Hfinu sem það
her árangur að skrifa bréf” (bls.
40). — “Svo eru fimm ár liðin
með þessum lymskufulla hætti
sem timinn stelst frá hjartanu”
(bls. 43). — “Hún virtist eiga
uppruna sinn í efnafræðinni”
(bls. 47). — “Hann sagði . . .
hvernig drottinn var . . . fa'ddur
af konu að óbrugðnum lið” (bls,
52). — “Hún var lág vexti og
útblásin, andlitið með stórum
gljáandi kinnunum minti á
smeltan leir, augun éins og sár-
ið í brotnu járni” (bls. 119 —
þetta er enn eitt dæmi um hinar
snjöllu kvenlýsingar og skáld-
legu sainlíkingar höf.!). — “Hún
var játsi þess” (bls. 119). —
“Hún mælti enn í þessum gam-
alkunna rómi tveggja eiginleika”
(bls. 161). — “f stað dóinkirkju-
prestsins kom langt og leiðinlegt
kapilán” (bls. 186). — “Sýnir
þess lands sein rís skáhalt við
veruleikann vildu ekki birtast
honum” (bls. 188). — “Jafnvel
morðinginn kom til þess að
þegja við hann og horfa á hann
utan úr sinni ótilkvæmu f.jar-
lægð þaðan sem allir hlutir virt-
ust hégóminn einber, utan aðeins
einn” (udefra sin utilnærmelige
Fjernhed hvorfra alle Ting
syntes lutter Forfængelighed,
uden en eneste — bls. 192). —
Þótt eitthvað i hörundinu ætti
skylt við rjóma gróandans stóð
hún þó nær jurtunum, einkuin
þeim sem bera svo viðkvæm
blóm að þau taka fingraförum
við snertingu” (bls. 203). —
“Það var mannasvaðall og ær-
-i'.sta. Um síðir tókst henni að
fá vi’neskju um hvar hún átti
að vera til herbergis. Hann
antvistaðist koffortið” (bls. 209).
— “Hún horfði á hann lokuðum
munni” (bls. 211). — “Hið fin-
bygða andlit (det fint byggede
Ansigt) með . . . léttri efrivör
sem einatt beraði hvítar meitil-
formaðar tennur til hálfs i ó-
vísvituðu brosi — því lengur
sem hann virti það fyrir sér
þeim mun háðari varð hann
þessum munuðsæla ofnæmis-
draumi sjálfrar náttúrunnar,
sannfærður um að það var að-
eins á valdi skálds að skynja
þessa sýn frá rótum, þetta geisl
rafsins mitt í gliti málmanna,
þennan kvint á meðal lúðurs og
bordúns (bls. 212). — “Hjarta-
knosarinn . . . aðhyltist þá skoð-
un að hver sá, sem ekki tryði á
Þoígeirsbola væri geðbilaður; að
öðru leyti virtist hann eiga heima
á venjulegnm þingmálafundi”
(bls. 213). — “Mjúk og óstyrk
hönd með köldum þvala hafði
leitað skjóls í lófa skáldsins eins
og titlingur fyrir vargi” (bls.
217). — “Gáfaður mentamaður
fellur í óreglu” (“að leggjast í
óreglu” er sagt á ísl., hitt er ill,
danska — bls. 219). — “Fegurð-
in stendur nær því Ijóta en
nokkuð annað” (bls. 219). —
“Þau voru í grýttum vegi” (of-
aníburður, eða hvað? — bls.
227). — “Áður hafði borið mest
á stórmenni af sala hjartaknos-
arans” (hver skilur?) “nú komu
á sjónarsviðið framherjar smærra
stíls” (bls. 229). — “Hann gaf
staðar á götunni líkt og skotinn”
(bls. 232). — “Gleði hans virtist
mælitæk aðeins í hestöflum (bls.
238). — “Hljóðmyndunin lýsti
ákveðnum aðalbornum alþýðleik.
með sterkum keimi af sveit”
(bls. 241). — “Sinn fyrsta mann
elskar hún að minsta kosti þrátt
fyrir þjáfting sína, það er vísir-
inn til sængurkonunnar” (bls.
246). — “Hinn fyrsti — hann
var . . . ljóðið sjálft, hið nakta
Ijóð bak ljóðanna” (bls. 247).
Hér verður að láta staðar
numið, ekki vegna þess, að sú
náma orðkringi og speki, sem
ólafs saga er Kárasonar, sé á
þrotum, heldur hins, að dagur-
inn er liðinn “með þessum
lymskufulla hætti sem timinn
stelst frá hjartanu.” — Þess
skal getið, að ekki hefir verið
hirt um það í tilvitnununum, að
halda stafsetningu höf., því að
hún sérkennir hann ekki veru-
lega, og þar hefir hann engin
met sett. Aftur á móti er hann
vafalaust methafi í greinar-
merkja-sparnaði, eða, réttara
sagt, kommu-sparnaði, því að
það kveður lítið að sparnaði á
öðrum greinarmerkjum. Kunn-
átta höf. í því að greina sundur
málsgreinir er m. ö. o. viðun-
andi, en vegna kommu-sparnað-
arins verður hitt ekki fullyrt, að
hann geti greint sundur setning-
ar. þegar flefri en ein er í máls-
grein. Hvað sem um það er,
þá er hitt víst, að kommusparn-
aðurinn er eitt af sérkennunum
á ritmensku hans, og hefi eg
því reynt að gæta þess að raska
á engan hátt greinarmerkjasetn-
ingu í tilvitnununum. Vel get-
ur samt verið, að eg hafi ein-
staka sinnum sett þar kommur
á réttum stað í ógáti, og ef mér
hefir orðið það, bið eg höf. vel-.
virðingar á því.
it h h
“I framtíðinni þegar min
mynd er löngu liðin, þá verður
ekki spurt hvað skáldið át í mál
né hvort hann svaf vel á næt-
urnar, heldur: lxafði hann is-
lenzkt orðfæri? orti hann hreint?
(Hús. sk., bls. 122).
Þessi orð, er H. K. L. leggur
ólafi Kárasyni Ljósviking í
munn, ætti hann að hafa í huga,
þegar hann ritar næstu bók sína.
* ★ ★
Kunningi minn einn, er eg
sýndi greinina hér á undan,
kannaðist að vísu við, að ekkert
væri þar ofhermt um hinn “ilm-
andi skáldskap” og allar tilvitn-
anir réttar, en honum fanst, að
eg hefði líka átt að geta um og
taka upp tilvitnanirnar úr þeim
köflum sögunnar, sem vel væru
gerðir. “Stundum dottar jafn-
vel hinn ágæti Hómer,” sagði
hann. — Rétt er það að vísu,
svaraði eg, en H. K. L. dottar
ekki, hann “sker hrúta,” og ekki
bara stundum, heldur langoftast.
Og að visu koma fyrir kaflar í
skáldritum hans, sem ekkert af
góðskáldum okkar fyr né síðar
þyrfti að skammast sín fyrir, en
þeir eru svo fáir og strjálir, að
þeir minna helzt á einstök
skrautblóm í arfagarði: það ber
svo sem ekki neitt á þeim innan
um hinn gróskumikla arfa.
VI.
Enskur rithöfundur — eg man
ekki hver, né hvar eg las — segir
eitthvað á þessa leið:
“Það, sem ræður áformum
manna og breytni, er ekki það,
sem er satt, heldur það, sem
þeir trúa að sé satt, eða: sann-
leikur er það, sem nógu margir
trúa.”
Við þetta má bæta annari stað-
reynd, sem ekki leynist neinum,
sem opin hafa augu og eyru:
Sú trú, sem ræður hegðun
manna í einstökum atriðum, er
margoft, ef ekki oftast, fengin
að láni, helzt frá þeim, sem tald-
ir eru í heldri manna röð og hafa
lag á að koma því inn hjá fólki,
að þeir séu öðrum fremur dóm-
bærir um það efni, sem á döfinni
er í hvert sinn. Fjöldanum hætt-
ir við að trúa i blindni þvi, sem
slíkir menn trúa — eða látast
trúa. Flestir vilja endilega tolla
í tiskunni svo um klæðabuvð
sem bókmentasmekk og hverj9
aðra háttsemi, sem þeir búast
að einhver gaumur sé gefin0,
Alt þetta vita þeir auðvit*®
mæta-vel, sem ljá sig til ski’UH1'
auglýsingastarfsemi, hvort held'
ur í eigin þágu eða annara, 0°
kunna að nota sér út í æsar
Menn kannast líka við, að “þa^
er lakur kaupmaður, sem Iastar
sína vöru.” Það á jafnt vií
hver sem varan er, sú er á boO'
stólum er höfð, hvort þar el
nytsamur hlutur i þoði eða vita'
gagnslaus eða þaðan af verr*
Til þess að varan gangi út, el ‘
ekki nauðsynlegt að hún sé góÖ' .
heldur hitt, að það takist a^
telja nógu mörgum trú um
hún sé góð. Munurinn er s;1
einn, að það þarf slingari auglýs'
ingastarfsemi til þess að gefa
ónýtu vöruna útgengilega.
sé t. d. unt að telja nógu mörg'
um trú um, að Voltakrossinn se
“dásamlegt lækningatæki” eÖa
að ritverk H. K. L. séu “ilmanó'
skáldskapur,” þá flýgur hvoi'1
um sig út, og þá er tilganginui"
náð.
Eitt af snildarlegustu æfintýf'
um H. C. Andersens er æfintýrió
um nýju fötin keisarans. Þ:*a
mun tæpast gleymast, meða11
mannkynið er ekki vaxið upP
úr þeirri ríku hneigð til þess a®
láta blekkjast, sem líklega hefb'
meira en flest annað í fari þess
hindrað framför þess og vöxt 1
vizku og andlegum þroska. F>rí
geri ráð fyrir, að æfintýrið >e
svo alkunnugt, að óþarfi sé a®
rifja það upp. Eg skal aðeius
minna á, að það var saklaust
barn, sein kvað upp úr með það>
að hinn dýrðlegi skrúði keisai"'
ans væri imyndun ein. Það var
ekki vaxið upp í þann heigulskap
fullorðna fólksins, að afneita
skírum vitnisburði skynjau3
sinna af hræðslu við heimskU'
brigsl. Skyldi ekki vera svo
mikið lil af kjarki og óspiltui"
bókmentasmekk meðal almenU'
ings, að þegar barn í bókmeut'
um, eins og eg, bendir á sýnis'
hornin hér á undan, verði þeí1'
fleiri en færri, sem þori að
treysta sinni eigin dómgreind u"1
“hinn ilmandi skáldskap” og
sjái berstrípaða nekt ólafs Kár»'
sonar Ljósvíkings gegnum aiig'
lýsingadúðurnar?
Það skal að endingu tekió
fram, þótt óþarft ætti að vera-
að menn mega ekki ætla, að eí
leggi auglýsendur Kiljans aÖ
jöfnu við vefarana í æfintýrinU-
þótt þeir minni mig á þá. Vef'
urinn var ekkert annað en blekk'
ing. Þess vegna voru vefararni1’
ekkert annað en falsarar. Slík1
verður ekki sagt um þá “forverð'
andans”, er hafa mestan dyn a
skáldskap H. K. L., þótt þeir
kriti liðugt. Skáldskapur H. K
L. er til, en um alt, sem til er>
getur misjafnt mat átt sér stað'
Mig minnir “list” H. K. L. a
þessar vísur eftir Steingr. Tlior'
steinsson.
Mærum vors á morgni gekk
málarinn um teiginn;
öðru megin eygði hann þrekk.
ungrós hinumegin.
Eitthvað frumlegt, eitthvað ný(t
á við tíðar smekkinn;
minna rósblóm mat hann fritf’
málaði svo þrekkinn.
Eg get skilið það, að “for'
verðir andans” hafi “tíða1
smekkinn,” því að, “svo er inarg*
sinnið sem skinnið.” En hverniP
menn, sem skrifa sjálfir óaðfinU'
anlegt mál, sumir meira að segJa
prýðilegt, geta hafið málfar
K. L. og stil til skýjanna í alvör"