Lögberg - 08.05.1941, Page 2

Lögberg - 08.05.1941, Page 2
o w LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MAl, 1941 KAUPIÐ ÁVAIjT LUMBER hj* THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARCYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Bergþóra Skarphéðinsdóttir Erindi eftir Mrs. Einar P. Jónsson. Eg ætla að rifja upp sðgu l'or- móður okkar, Bergþóru Skarp- héðinsdóttur á Itergþórshvoli og láta í Ijósi minn skilning og mína skoðun á þessari konu. Njáls saga lýsir Bergþóru þannig að hún hafi verið “kven- skörungur mikill, drengur góður og nokkvat skaphörð,” og er það hógvær lýsing á þessari umsvifa- miklu, stórlátu og eg vil segja grimmu konu. Það var margt sem stuðlaði að því að gera Bergþóru áhrifa- rika og valdamikla á sínu heim- ili og i sinni sveit. Hún var ættstór og var húsfreyja á einu mesta höfuðbóli á íslandi — Bergþórshvoli. Maður hennar, Njáll, var auðugur að fé, vitur og forspár, og lögmaður svo mik- ill að enginn var hans jafningi á fslandi. Þau hjónin áttu sex mannvænleg börn — þrjár dætur og þrjá sonu, sem allir voru hraustir, hugprúðir og afbragð annara manna um vopnaburð, en það, eins og kunnugt er, voru þau einkenni, sem mest þótti um vert í þá daga. Þeir kvonguðust allir ríkum og ættstórum kon- um og höfðu stofnsett sérstök bú, en voru samt með foreldrum sínum á Bergþórshvoli. Það var jafnan mannmargt á bænum. Utan þessarar stóru fjölskyldu hefir vafalaust verið þar fjöldi hjóna eða vinnufólks. Á einum stað er þess getið, að þar hafi verið þrjátíu vígra karla með húskörlum. Það var því ekki liðleskju hent að stjórna slíku heimili. Staða húsfreyj- unnar var hin vegsamlegasta. Hún hafði öll ráð í höndum inn- an húss, réði ótakmarkað yfir vistaforða búsins og hafði lykla- valdið á heimilinu. Bergþóra réði hjú og sagði fyrir verkum engu síður en Njáll, og í fjar- veru hans var hún algerlega ein- ráð. Sjálfsagt hefir þetta frjáls- ræði og þetta vald, sem hús- freyjum var gefið, vakið ofur- metnað hjá sumum og gert þær stórlátar og drotnunargjarnar. Svo virðist það hafa verið með Bergþóru. Njáll var hógvær maður og stilti vel skapi sínu í sambúðinni við konu sína. Ef til vill hefir hann fundið til þess, að hann var engin bardagahetja, sem þá þótti mest í varið, og hefir þótt vænt um að konan bætti það upp með skapherkju sinni og stórlæti. Víst er um það að hann vandar aldrei um við hana. Hjónaband þeirra virðist hlýtt pg þau bera virðingu hvort fyrir öðru. Þó hafði Njáll ekki altaf verið Bergþóru trúr, því son átti hann einn, laungetinn, Höskuld að nafni. Ekki virðist Bergþóra gefa Njáli þetta að sök; henni er vel til Höskuldar og heimili hans er jafnan á Bergþórshvoli. Hún jafnvel eggjar sonu sína til hefnda er Höskuldur var veginn. Sennilega hefir verið stofnað til hjónabands þeirra Bergþóru og Njáls til að stvrkja ættarvöld og auka á mannvirðingar, eins og títt var í fornöld, þvi þá var sjaldgæft að gagnkvæin ást réði úrslilum í þeim efnum. Ekki mun Bergþóra hafa verið glæsi- leg ásýndum; þess hefði verið getið, ef svo hefði verið. Um útlit hennar er það eitt sagt, að hún hafi haft kartnögl á hverj- um fingri. Hinsvegar var Njáll vænn maður yfirlits, en sá var Ijóður á hans persónu, að honum óx ekki skegg. En eins og fyr hefir verið sagt, tókust með þeim góðar ástir. Bergþóra átti í öllu virðingu og tiltrú manns síns og sona. Sem húsfreyja á Berg- þórshvoli og með slíkt mannval að baki sér var stöðu hennar þá þannig háttað, að áhrifa hennar til góðs eða ills, yrði skýrt og ákveðið vart eftir því á hvaða sveif hún snerist. Nú vil eg leitast við að sýna fram á hvernig hún beitti hinu víðtæka valdi sínu og hverjar afleiðingarnar urðu, með því að rekja rás viðburðanna eins og sagt er frá þeim í sögunni. Um þetta leyti kom heim úr utanför Gunnar á Hlíðarenda. Gunnar var hinn glæsilegasti á- sýndum, vopnfimur með afbrigð- um, í einu orði sagt, hinn vask- asti maður, sem þá var ujipi á íslandi. f útlöndum hafði hann getið sér mikla frægð. Þeir voru svo miklir vinir, Njáll og hann að Gunnar leitaði ráða til Njáls í hvívetna. Sennilega hefir Berg- þóra fundið til metnaðar yfir vinfengi Gunnars og eiginmanns síns, og hefir fundist hún eiga ítök í þessum vinskap. Og vafa- laust hafa margar dætur sveitar- innar litið hýru auga til þessa ágæta og glæsilega sonar héraðs- ins. Þetta sumar riður nú Gunnai til Alþingis. Þar vakti hann eftirtekt allra sökum frægðar sinnar og glæsimensku. Dag nokkurn mætti hann nokkrum konum á gangi. Sú sem var í fararbroddi var með afbrigðum fögur, hárið sem silki og svo mikið að það tók ofan að belti. Hún mælti til hans djarflega og bað hann að segja sér frá ferð- um sínum. Þau settust niður og töluðu lengi, og þarf ekki að orðlengja það, að þau urðu ást- fangin hvort af öðru, og Gunnar vekur bónorð við hana. Þetta var allsendis ólíkt því sem venja var til þvi hjúskap sinn bygðu sjaldnast forfeður okkar á ást eða undanfarinni persónulegri viðkynningu. En Hallgerður, svo hét konan, var heldur ekki hversdags kona. Hún var vel ættuð, fögur og stórlát en þótti blendin í skapi. Margir menn höfðu felt ástarhug til hennar. Hún var tvígift og hafði orðið skjótt um þessa menn hennar — sumir sögðu af hennar völdum. (Hún var það sem maður myndi nú á dögum kalla “Hollywood Glamour Girl”). Þrátt fyrir það þótt Gunnari væri sagt frá þessu þá sótti hann fast ráðahaginn og verður það úr að Höskuldur fað- ir Hallgerðar fastnar Gunnari dóttur sína. Gunnar ríður nú heim og seg- ir Njáli vini sínum frá trúlofun sinni. Njáli finst fátt um og er svo hreinskilinn, að hann segir við Gunnar: “Af henni mun standa alt það illa, er hún kemur vestur hingað.” Þó lofast hann til að koma til veislunnar með sitt sifjalið og skyldi Bergþóra ganga um beina, en það, eins og kunnugt er, þótti mjög virðu- legt. Þráinn Sigfússon hét mað- ur, og var hann frændi Gunnars. Skyldi kona hans, Þórhildur, ganga um beina ásamt Bergþóru. Nú kemur Höskuldur að vest- an með brúðina, Hallgerði. Var margt manna i för með þeim, þar á meðal Þorgerður dóttir Hallgerðar frá fyrra hjónabandi. Hún var gjafvaxta og kvenna friðust sem móðir hennar. Þegar menn eru seztir að borð- um veitir Þórhildur því eftir- tekt, að inanni hennar, Þráni, er mjög starsýnt á Þorgerði. Hún verður reið og kveður til hans kviðling. Þráinn gerir sér lítið fyrir og stígur fram fyrir borðið og segir skilið við konu sína og svo er hann reiður að hann kveðst ekki sitja boðið nema að Þórhildur sé rekinn á brott og það varð. Þráinn er svo ekkert að melta það með sér; Hann biður þegar Þorgerðar sér til handa og það verður úr að honum er föstnuð hún. Fer nú boðið vel fram eftir þetta. Hallgerður tök svo við bús- forráðum á Hlíðarenda og var fengsöm og atkvæðamikil. Þor- gerður dóttir hennar tók við búsforráðum á Grjótá með Þráni Sigfússyni. Það lætur að líkum að konum í Fljotshlíð hafi ekki alveg stað- ið á sama um þessar aðfarir. Hér eru alt i einu komnar tvær ó- kunnar konur norðaustan af landi, forkunnar fagrar og með fegurð sinni ná þær slíku valdi yfir karlmönnum að þeim virð- ist ekki sjálfrátt. Önnur hefir fangað fræknasta son sveitar- innar — Gunnar á Hlíðarenda, hin hefir orðið til þess að annar virðingamaður sveitarinnar — Þráinn Sigfússon — hefir sagt skilið við konu sína til að giftasl henni. Báðar eru þær orðnar húsfreyjur á tveim stórbýluin héraðsins og hafa tekið í sínar hendur þau völd, sem því er sam- fara. Vitaskuld hefir þetta vak- ið mikla gremju og öfund meðal kvenþjóðarinnar. Og hvernig tók hin stórláta Bergþóra þessu — Bergþóra, sem vafalaust var áhrifamesta lconan þar í héraði. Hér var kominn keppinautur, sem hafði það tii að bera sem Bergþóru skorti svo tilfinnanlega — kvenlega fegurð. Hallgerður hafði þegar brotist inn á áhrifasvið hennar með því að ná Gunnari, aldavini Berg- þórshvols fjölskyldunnar á sitt vald. Átti hún — Bergþóra — að sætta sig við það, að þessi aðskpta- og æfintýra-kvenhiaður næði völdum og virðingum þar í sveit? Nei! og aftur nei! Hún skyldi við tækifæri skipa Hall- gerði á þá hillu, sem henni sæmdi. Hún skyldi sýna henni að það væri Bergþóra Skarphéð- insdóttir á Bergþórshvoli sem væri atkvæðamesta konan í Fljótshlíð. í sögunni segir: “Það var sið- venja Gunnars og Njáls at sinn vetur þá hvor þeirra heimboð af öðrum og vetrargrið fyrir vin- áttu sakir. Nú átti Gunnar að þiggja vetrargrið af Njáli og fóru þau Hallgerður til Bergþórshvols. Njáll tók vel við þeim Gunnari og þá er þau höfðu verið þar nokkra hrið kom Helgi sonur Njáls heim og Þórhalla kona hans.” Nú skal þess getið, að forfeður okkar skipuðu konuin sæti á palli samkvæmt mann- \drðingum. Bergþóra velur nú þann kostinn, sem hún hafði áður ætlað sér — að skipa Hall- gerði á hinn óæðra bekk, þvi hún gat ómögulega unt henni virðingarsætis. Hún gengur að pallinum með Þórhöllu tengda- dóttur sína og mælir til Hall- gerðar: “Þú skalt þoka fyrii þessari konu.” Hallgerður svar- ar: “Hvergi mun eg þoka, því at engin hornkerling vil ek vera.” “Ek skal hér ráða,” sagði Berg- þóra. Siðan settist Þórhalla niður. En Hallgerður var alveg eins stolt og stórlát eins og Bergþóra og þurfti ekki að ætla að hún tæki annari eins móðgun með auðinýkt. Hún stillir sig saml en leitar í huga sér hvar hún geti náð höggstað á Bergþóru. Og sagan heldur áfram: “Berg- þóra gekk at borðinu með hand- laugar. Hallgerður tók höndina Bergþóru og mælti: “Ekki er þó kostamunur með ykkur Njáli; þú hefir kartnögl á hverjum fingri en hann er skegglaus.” “Satt er þat,” segir Bergþýríi, “en hvorugt okkar gefur öðru þat að sök; en ekki var skegglaus bú- andi þinn og réðst þú honum bana.” Nú þoldi ekki Hallgerður mát- ið lengur og kallar nú á þann eina mann, sem þar var, sem hún treysti að myndi taka svari sínu og hún segir: “Fyrir lítið kemur mér að eiga þann mann, sem vaskastur er á fslandi, ef þú hefnir eigi þessa, Gunnar.” Hann spratt upji og steig fram yfir borðið og inælti: “Heiin mun eg fara og er það maklegt að þú sennir við heimamenn þína, en ekki í annara manna híbýlum, enda á ek Njáli marga sæmd að launa og mun eg ekki vera ginningafífl þitt.” Þegar tekinn er til greina alda- vinskapur Gunnars við Bergþórs- hvols fjölskylduna þá var það ef til vill eðlilegt að hann neitaði að hefna þeirrar móðgunar, er konu hans var sýnd, en hitt var ómaklegt að gefa í skyn að Hall- gerður væri orsök í orðasennu þessari, því sökin var hjá Berg- þóru, eins og sagan sýnir. Hallgerður finnur nú, að hún er ein síns liðs meðal þessa ó- kunna fólks; maður hennar hef- ir snúist á sveif með Bergþóru. En Hallgerður gugnar ekki; hún snýr sér að Bergþóru: “Mun þú þat, Bergþóra, at við skulum 'ekki skildar.” Bergþóra sagði, að ekki skyldi hennar hagur batna við það. Gunnar lagði ekki til. Síðan fóru þau heim. Þessi atburður hafði örlaga- ríkar afleiðingar í för með sér, kostaði langvinn vigaferli og mörg mannslíf og ekki er annað hægt að segja en að Bergþóra hafi átt upptökin. Hallgerður hafði ekkert gert á hluta hennar, samt sýnir hún henni, sem var ókunnug og gestur hennar, þá ókurteisi og þann óvinskap, sem ekki gat stafað af öðru en hræðslu um það, að hin ókunna, glæsilega kona myndi verða henni hættulegur keppinautur i mannvirðingum þar i sveit. AU jiað illa, er af þessu hlaust, má því rekja til ofmetnaðar Berg- þóru eigi síður en til heiftrækni Hallgerðar. I þessari fyrstu sennu, eins og raunar oftast, ber Bergþóra sig- ur úr býtum. Ekki einungis sýnir hún Hallgerði á áberandi hátt að hún er í engum metum og lítils virt á Bergþórshvoli, heldur færir hún henni heim sanninn um það, sem sárara var, að þótl hún hafi sökum fegurðar sinnar hrept Gunnar á Hlíðarenda, þá metur hann meira vinskap sinn við Bergþórshvols fólkið en hana sjálfa. Hallgerður finnur að í raun og veru á hún hvorki virð- ingu né vináttu mannsins síns. Niðurlæging hennar er fullkomn- uð. Heiftin var nú efst á baugi hjá báðum. Þegar bændur þeirra fóru til AIþingis.á sumrin og þær voru einráðar heima, leiddu þær hesta sína saman og létu á víxl drepa niður húskarla hvor fyrir annari. Þetta gekk svo um hríð. Njáll og Gunnar greiddu hvor öðrum mannabætur þegar þeir fregnuðu vígin, en að öðru leyli skiftu þeir sér lítið að gerðum kvenna sinna. Þær leituðu held- ur ekki liðveizlu þeirra. En svo kom að því, að Hall- gerður lét Sigmunda frænda Gunnars kveða níð um Njál og sonu hans, kallaði Njál karl hinn skegglausa og sonu hans taðskegglinga, en það þótti hin mesta skömm og svívirðing að liggja undir sliku. Nú fanst Bergþóru tími til kominn að tefla fram sonum sínum, og sag- an segir: “Hún mælti er menn sátu undir borðum: “Gjafir eru ykkur gefngr, feðgar — ok verð- ið þér litlir drengir af, ef þið launið engu.” “Hversu eru gjafir þær?” segir Skarphéðinn. “Þér synir mínir eigið allir eina gjöf saman; þér eruð kallaðir taðskegglingar — en búandi minn, karl hinn skegglausi.” “Ekki höfum vér kvenna skap,” segir Skarphéðinn, “að vér reið- umst af öllu.” “Reiddist Gunn- ar fyrir yðar hönd, og þykir hann skapgóður; ok ef þér rekið eigi þessa réttar, þá munið þér engrar skammar reka.” “Gaman þykir kerlingunni at, móður vorri at erta oss,” segir Skarphéðinn, en þó spratt hon- um sveiti á enni og komu rauðir flekkir í kinnar honum.” Um nóttina heyrir Njáll sonu sína fara út. Hann fer á eftir þeim og spyr hvert þeir séu að fara, en þeir vilja ekki segja. Njáll mælti til Bergþóru: “Úti voru synir þínir með vopnum allir ok munt þú nú hafa eggjað þá til nokkvars.” “Allvpl skal eg þakka þeim, ef þeir segja mér heini víg Sig- mundar” segir Bergþóra. Og henni varð að ósk sinni. Skarp- héðinn drap Sigmunda frænda Gunnars. Hallgerður eggjaði Gunnar mjög til að hefna frænda síns, en hann lét sig það engu skifta. Og nú varð Hallgerður mát fyrir Bergþóru því engum manni hafði hún fram að tefla, sem jafnvígur væri Skarphéðni. Þannig lauk viðureign þeirra Bergþóru og Hallgerðar. Hafði hvorug sparað mannslífin, tii þess að þjóna stórlæti sínu og grimd og er ekki annað hægt að segja, en að illa hafi þeim farist, Bergþóru eigi síður en Hallgerði, með þau mannaráð og völd, sem þeim voru í hendur gefin. Þetta var eigi i síðasta sinn sem Bergþóra eggjaði sonu sina til manndrápa. Þegar þeir vildu hefna sín á Þráni Sigfússyni fyrir vandræði þau, sem þeir hlutu hans vegna í útlöndum, þá sagði Bergþóra: “Þat mun enginn nú ætla at þér þorið til handa at hefja.” “Haf þú lítinn við, húsfreyja, at eggja sonu þína,” segir Kári, “því þeir munu þó ærið framgjarnir.” Eins og raun varð á, því þetta leiddi til vigs Þráins Sigfússon- ar, sem siðar var endurgoldið með vígi Höskuldar, þeirra eigin hálfbróður. Þegar Hróðný móð- ir Höskuldar færir lík hans heim að Bergþórshvoli og biður Skarp- héðinn að hefna hans, mælti Bergþóra við sonu sína: “Undar- legt er yður farið, er þér vegið víg þau er yður rekur lítið til, en meltið slikt og sjóðið með yður svo ekki verður af.” Skarphéðinn mælti: “Eggjar móðir vor oss nú lögeggjan.” Síð- an hljópu þeir út allir. Þannig sýnir sagan, að Berg- þóra beitti áhrifum sínum oftar til ills en góðs. Aldrei er þess getið að hún reyndi að jafna deilur og koma á sættum. Hún kunni ekki að vægja enda var aldarandinn sá, að sjálfur dauð- inn var í raun og veru auka- atriði í samaburði við ættarmetn- aðinn. Engu að síður var Bergþóra þó á margan háft drengur góður, eins og sagan lýsir. Stuttu eftir deilu hennar við Hallgerði, kom hallæri mikið. Gunnar á Hlíðar- enda miðlaði mörgum manni heyi og mat svo það kom áð þvi, að hann skorti hvorttveggja sjálfan. Honum var neitað um kaup af nágranna sínum. Þegar Njáll frétti þetta, mælti hann: “Illa er slíkt gert, að varna Gunnari kaups og er þar öðrum eigi góðs von, er slíkir fá eigi- Bergþóra húsfreyja mælti: “Hvat skalt þú margt um tala? Er þér miklu drengilegra at fá honum bæði mat og hey, er þig skortir hvorki til.” Njáll mælti: “Þetta er dagsanna ok skal eg vis* byrgja hann at nokkuru”, og það gerði hann. Er ekki að efa, að Bergþóra var góður og tryggur vinur vina sinna, og ást og virðingu mann» sins og sona hélt hún til dauða- dags. Burtför Bergþóru af leiðsviði lifsins var eins dramatisk eins og öll hennar æfi. Hún vægði heldur ekki fyrir dauðanum. Eftir að synir hennar hiifðu vegið Höskuld Hvítanesgoða, magnaðist óvinasveit þeirra svo að þeim varð hún ofurefli. ó- vinirnir gerðu umsátur um Berg- þórshvol til að drepa Njálssvni, en þegar þeir komu ekki vopnum að þeim af þvi þeir vörðu þeim inngöngu, þá lögðu þeir eld að húsum. Þegar hús voru tekin að brenna, gekk Flosi að dyrum og mælti, að Njáll skyldi koma til máls við hann, og svo Berg- þóra. Þau gerðu svo. Flos' mælti: “Útgöngu vil eg bjóða þér, Njáll bóndi, þvi þú brennur ómaklegur inni.” Njáll mælti; “Eigi vil eg út ganga, því ek em maður gamall, og em lítt bú- inn til að hefna sona minna —' jf en ek vil ekki lifa við skömm- Flosi mælti þá til BergþóriU “Gakk þú út húsfreyja, því at eg vil þig fyrir engan' mun inn1 brenna.” Bergþóra mælti: “Eg var ung gefin Njáli, og hefi ek ]iví heitið honum at eitt skyldi ganga vfir okkur bæði.” Síðan gengu þau inn bæð>’ Bergþóra mælti: “Hvat skuluU® við nú til ráða taka?” “Ganga munum við til hvíl11 rjrmtínq.. . distinctrJe and persuasiv)e D) r^UBLICITY that attracts and compels action on the part of the customer is an important factor in the development of business. Our years of experience at printing and publishing is at your disposal. Let us hclp you with your printing and advertising problems. r OThe COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. WINNIPEG PKones 86 327 - 8

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.