Lögberg - 08.05.1941, Blaðsíða 8
LOtiBEItG. FIMTUDAGINN 8. MAl, 1941
Látið Kassa í
Kœliskápinn
i 2-glasa
flöskií
Or borg og bygð
MA TREltíSLUBóK
Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld-
sted, 525 Dominion St. Verð:
$1.00. Burðargjald 5c.
♦ ♦ ♦
Mr. Einar Eyford frá Lundar
var staddur í borginni á mánu-
daginn.
♦ ♦ ♦
Mr. H. A. Bergman, K.C., er
nýkominn austan frá Ottawa frá
því að flytja mál fyrir hæztarétti
Canada.
♦ ♦ ♦
Trúboðsfélag kvenna í Fyrsta
lúterska söfnuði, heldur “Silver
Tea” á heimili þeirra séra Valdi-
mars J. Eylands og frú Eylands,
776 Victor Street, á miðvikudag-
inn þann 14. þ. m. frá kl. 3—5
e. h. og frá kl. 8 til 10 að kveld-
inu.
♦ ♦ ♦
We can arrange, at very rea-
sonable rates, the financing of
automobiles being purchased.
Consult us for particulars.
J. J. SWANSON & CO.
308 Avenue Bldg. Phone 26 821
♦ ♦ ♦
Hér með auglýsist guðsþjónr
usta í lútersku kirkjunni i
Langruth, kl. 2 e. h. næsta
sunnudag (11. maí). Séra Rún-
ólfur Marteinsson prédikar. Lát-
ið alla vita um guðsþjónustuna.
♦ ♦ ♦
Séra Carl J. Olson, Mrs. S. B.
Johnson, Mrs. Axdal frá Wyn-
yard og Anna Sigurbjörnsson
frá Leslie, komu til borgarinnar
seinnipart fyrri viku og dvöldu
héf fram á mánudag.
♦ ♦ ♦
Fimtudaginn 1. maí, voru þau
Oscar Martin Stevenson frá Oak
Point, Man., og Maria Anna
Freeman frá Lundar, Man., gefin
saman í hjónaband af séra Rún-
ólfi Marteinssyni, að 493 Lipton
St. Heimili þeirra verður í Win-
nipeg.
♦ ♦ ♦
TIL SÉRA RÚNÓLFS
MARTEINSSONAR
á sjötugs afmæli hans.
Æfistarf þitt eignast hrós,
æskuljós þá dvínar.
Sjötugasta sólarljós
signi hærur þínar.
Magnús Einarsson.
♦ ♦ ♦
Gefin saman í hjónaband af
séra Sigurður ólafssyni þann 3.
mai, að heimili Mr. og Mrs. H.
Hermanson, bónda í grend við
Petersfield, Man., elzta dóttir
þeirra hjóna, Mabel Mildred að
nafni og Frederick Percival
Lynds, frá Winnipeg. Fjöldi
skyldmenna hjónanna, nágrann-
ar og vinir sátu rausnarlega
veizlu að athöfninni aflokinni,
að hinu indæla heimili Her-
mansons hjónanna. Brúðguminn
er af canadiskum ættum, í þjón-
ustu i “military training”, en
fyr starfsmaður hjá Canadian
Pacific Railway félaginu.
HAMBLEY UNGAR úr Rafofni
Skjót afgreiðsla. púsundum ungað út
á hverri viku, og sendir nú þegar
af flestum tegundum.
SKRIFIÐ, 8END1Ð SKEYTI,
SÍMIfí eða KOMIfí
Úrvals ungar, stjórnarviðurkenring,
seldir með samkepnis verði.
MANITOBA VERÐ
100 50 25
W. Leghorns ....$10.25 $ 5.50 $2.90
W. L. Pullets .... 22.00 1.50 6.00
W. L. Coekerels .... 3.00 1.75 1.00
Darred Rocks .... 11.75 6.25 3.25
II. R. Pullets *.. B. R. and N. H. 17.00 9.00 4.75
Cockerels ... 10.00 5.25 2.75
New Hampshires .... 11.75 6.25 3.25
N. Hamp. Pull .... 17.00 9.00 4.75
100% Live Arrival Guaranteed.
Pullets 98% accurate
HAMBLEY
Our Portage
cheries will
Sired Chicks
Etfeetixe
Ma.v 10
\V. tegs......
B. Rocks .....
R. f. Reds ...
B.Tl. Cockls. ...
W.L. Cockls. ....
R.O.P. Sired Chicks.
and Brandon Hat-
produce only íl.O.P.
for 1941.
Alixed Sex 1*ulletM
100 50 IOO 50
XI2.25 ffl.50 $25.00 $12.75
13.75 7.25 21.00 10.75
..14.50 7.75 23.00 12.00
. 11.00 5.75 PulletH 98%
1.00 2:25 Accurate
J. J. HAMBLEY HATCHERIES
WinnipeK, Branrlon, Fortage, Dauphin
Mr. og Mrs. G. J. Oleson og
Mr. Eldjárn Johnson frá Glen-
boro, voru stödd í borginni um
síðustu helgi.
♦ ♦ ♦
DONATIONS TO “BETEL”
DURING APRIL 19M
Mr. H. Nicholson (Gimli), Case
of Oranges; Mrs. C. O. L. Chis-
well (Gimli), Milk Chocolate
Culæs; Dr. B. J. Brandson (Win-
nipeg), Box of Apples; ónefndur,
$5.00 War Savings Certificate;
Jónas Helgason, Baldur, á átt-
tugasta og fyrsta <afmæli sínu,
$10.00.
Kærar þakkir.
J. J. Swanson, féhirðir
308 Avenue Bldg., Wpg.
♦ ♦ ♦
Mr. Magnús Elíasson frá Van-
couver, B.C., kom til borgarinn-
ar á sunnudaginn var og gerði
ráð fyrir að dvelja hér um slóðir
í mánaðartíma; hann er sonur
þeirra Mr. og Mrs. Guðmundur
Elíasson að Árnes. Magnús hefir
tekið mikin þátt í félagsmálum
íslendinga í Vancouver; hann er
gáfumaður, og hefir stundað af
kappi mælskulist; hann bað Lög
berg að geta þess, að fslendingar
í Vancouver héldi íslendingadag
sinn þann 3. ágúst, og að Dr.
Richard Beck, forseti Pjóðrækn-
isfélagsins, yrði þar aðalræðu-
maður.
♦ ♦ ♦
FRÓNSFUNDUR 15. MAi
Næsti fundur “Fróns” verður
í efrisal Góðtemplarahússins
fimtudaginn 15. maí. Hefir fé-
lagið verið svo lánsamt að fá
fyrv. forseta “Fróns” til að segja
þar frá ferð sinni til íslands, og
kann hann vel frá mörgu að
segja. Einnig flytur Dr. Eggert
Steinþórsson þar erindi og mun
marga fýsa að heyra hvað hann
segir, því hann er nýkominn
hingað frá fslandi til framhalds-
náms og er ræðumaður góður.
Einnig verður söngur og hljóð-
færasláttur. Funds þessa verð-
ur nánar getið í næstu blöðum.
-—Nefndin.
♦ ♦ ♦
Mr. Jón Kernested frá Winni-
peg Beach lézt á Johnson Me-
morial Hospital á Gimli á fimtu-
daginn þann 1. þ. m., áttræður
að aldri; hann var ættaður af
ísafirði, og fluttist ungur hingað
til lands; hann var jarðsunginn
í Víðinesgrafreit á sunnudaginn
var, að undangenginni húskveju
á Winnipeg Beach; stýrði. séra
Rúnólfur Marteinsson kveðjuat-
höfn á báðum stöðum, og mun,
að öllu forfallalausu, minnast
hans nánar í næsta blaði. Jón
Kernested var skýrleiksmaður
hinn mesti, vel skáldinæltur og
fróður um margt; hann tók um
langt skeið virkan þátt í opin-
berum málum bygðarlags síns,
og naut hvarvetna óskifts trausts
samferðamanna sinna. Jpn var
maður ljóselskur, og vinfastur
sem þá er bezt gerist.
♦ ♦ ♦
HJÓNA VIGSLA
IBREDENBURY
Þann 1. þessa mánaðar voru
gefin saman í hjónaband þau
William M. Stevenson og Lily
Margaret Thorvaldson. Brúð-
guminn er af skozkum ættum,
en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs.
Kristján Þorvaldson í Breden-
bury, Sask.
Athöfnin var sérlega ánægju-
leg; hófst ríkuleg veizla að lok-
inni athöfn; skemtu menn sér
eftir á ineð söng og ræðum, og
þökkuðu menn hinum ágætu
hjónum, Mr. og Mrs. Thorvald-
son, fyrir hina miklu risnu og
þær mörgu gleðistundir, sem
menn hafa notið á hinu prúð-
mannlega heimili þeirra, og árn-
uðu hinum ungu og mannvæn-
legu hjónum allrar blessunar.
Hjónavígsluna framkvæmdi
séra S. S. Christopherson, prest-
ur Concordia safnaðar.
Minniít BETEL
1
erfðaskrám yðar
Leiðrétting
f ritgjörð minni um Hnausa-
skóla, sem birtist í blöðunum
fyrir skemstu er ein skekkja. Eg
sagði, að Mrs. Lára Bjarnason
hefði stofnað fyrsta skólann i
Nýja íslandi. Það sem eg sagði
um þann skóla var alt saman
rétt, nema þetta eina. Það var
ekki fyrsta tilraunin til skóla-
halds þar í bygð. Leiðrétting-
in kemur frá Mr. John Hall í
Wynyard, Sask., sem var í þess-
um eldri skóla. Fyrsti kennar-
inn var Miss Carrý Taylor, bróð-
urdóttir hins göfuga íslendinga-
vinar, John Taylors, síðar eigin-
kona Sigurðar Christophersonar.
Þetta var fyrsta vetur bygðarinn-
ar á Gimli, 1875-6. Næsta vetur,
1876-7, var Miss Jenny Taylor,
systir hennar, kennarinn. Þær
voru dætur William Taylors.
Mér er einkar Ijúft að gjöra
þessa leiðrétting. íslendingar
eiga mikið að þakka Tayíor-
bræðrunum og fólki þeirra.
Rúnólfur Marteinsson.
Söngkveld
Norðmanna
og Svía
Sameinaðir Karlakórar Norð-
inanna og Svía hér í borginni
gáfu hljómleika í norsku kirkj-
unni á Minto stræti 30. apr,l s.l.
Var aðsókn ágæt svo að hvert
sæti *var skipað í kirkjunni.
Söngstjórarnir þeir Mr. Goines
og Mr. A. Anderson stjórnuðu
flokkunum til skiftis og fórst
þeim það báðum vel. f söng-
flokknum voru 33 söngvarar og
var það föngulegur hópur, allir
klæddir hinum prýðilegu ein-
kennisbúninguin “Norska Söng-
flokkasambandsins.” Var kveld-
ið hið ánægjulegasta og var un-
un að hlusta á hin hreimfögru
norsku og sænsku lög. Var auð-
fundið að æfingar og undirbún-
ingur allur hafði verið vandað
hið beztg. Þeim er þetta skrifar
munu verða einna minnisstæð-
ast “Serenade” eftir Kjerulf,
“Sangerhilsen” Edv. Grieg, “Mine
Rosar” eftir Wennerberg, “Ula-
Brand” og Hvar skal du ro og
hvila faa” og einnig hinn hríf-
andi vals “Hvad skal vi sjunga.”
Auk flokksins lék ungfrú Elsie
Sikkerbol einleik á píanó og Mr.
Thorburn tvo hluta úr fiðlu-
sónötu eftir Edv. Grieg, var þeim
einnig ágætlega tekið af áheyr-
endum. Margir fslendingar sóttu
samkomu þessa og er það von-
andi að framvegis verði nánari
samvinna okkar við þessa á-
gætu frændur vora, Norðmenn
og Svia.
Á þessum tímum eiga allar
Norðurlandaþjóðirnar í vök að
verjast og þá verður okkur e. t.
v. ljósara, að við erum allir af
sama stofni með sameiginlegar
erfðir og hugsjónir. Á Norður-
löndum hefir sönn menning náð
hæstu marki, þær þjóðir eru i
sannleika salt jarðarinnar, okkur
hefir verið trúað fyrir miklu og
því ber oss öllum að geyma vel
inenningu vora, svo að sá aridi,
er lifir í hinum norræna stofni
megi verða öllum heimi til bless-
unar. Það er sannfæring min,
að i söngvuiri vorum og kvæðum
sé sá kraftur er öðru fremur
muni varðveita meðvitundina um
hlutverk vort, og að meðan að
norræn ljóð og lög eru lifandi á
vörum fólksins munu og önnur
verðmæti geymast og bera
hundraðfaldan ávöxt. Lengi lifi
söngur hinna norrænu þjóða,
megi drenglund þeirra, snild og
mannvit verða eins sigursælt nú
og hreysti og dáð hinna fornu
víkinga voru fyr á öldum.
R. H. Ragnar.
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
sinn næsta fund að heimili Mrs.
F. W. Edinger, 641 Sherburn
St., á miðvikudaginn 14. maí,
kl. 2.30 e. h.
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street.
Sími 29 017.
Sunnudaginn 11. mai:—
Ensk messa að morgninum
kl. 11; sunnudagsskóli kl. 12.15
e. h,; íslenzk messa að kvöldinu
kl. 7.
♦ ♦ ♦
Sunnudaginn 11. mai (Mæðra-
daginn) verða þessar guðsþjón-
ustur í prestakalli séra H. Sig-
mar:—
,Guðsþjónusta með ferming og
altarisgöngu í Garðar kl. 10.30
fyrir hádegi.
Guðsþjónusta í Fjallakirkju
kl. 3 e. h.
Sérstök hátíðarguðsþjónusta í
Mountain; yngri kórinn syngur
marga söngva. Guðsþjónustan
fer fram á ensku, byrjar kl. 8
eftir hádegi.
♦ ♦ ♦
Sunnudaginn 18. inaí flytur
séra K. K. ólafson íslenzka guðs-
þjónustu í Vancouver. Hún verð-
ur, eins og áður, í dönsku kirkj-
unni á nítjándu götu og Burns
stræti. I þetta sinn byrjar mess-
an kl. 3:15 e. h. Er fólk beðið
að veita breytingunni eftirtekt.
Einnig að útbreiða messuboðin.
♦ ♦ ♦
GlMLl PRESTAKALL
Sunnudaginn 11. maí.
Gimli, ensk Mæðradags messa
kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
LúTERSKA PRESTAKALLIÐ
í VATNABYGÐUM
Mæðradagurinn 11. maí:--
Mozart, kl. 11 f. h.
Foam Lake kl. 3 e. h.
Leslie, kl. 7 e. h.
Allir boðnir og velkomnir!
Vinsamlegast,
Carl J. Olson.
Wynyard, Sask.
Talsími 27.
♦ ♦ ♦
LÚTERSKA IÍIRKJAN
í SELKIRK
Sunnudaginn 11. maí—Mæðra-
daginn:—
Sunnudagaskóli, kl. 11 árd.
Mæðrum sérstaklega boðið að
vera viðstöddum. Ávarp til
mæðra, Mrs. Ingibjörg J. ólafs-
son.
fslenzk messa kl. 7 síðd., um-
talsefni: Móðuráhrifin.
S. ólafsson.
BÆNDUR. KAUPMENN
FLUTNINGSBÍLASTJÓRAR
Muskrat, Badger og Beaver óskast
Verð hráskinna og annara tegunda,
sem við verzlum með, hafa allmjög
hækkað í verði; yður mun undra
hve hátt vér greiðum. Sendið oss
hráskinn í dag. Nákvæm vigt, og
peningaávísun send um hæl.
American Hide & Fur Co. Ltd.
157-159 RUPERT AVENUE,
WINNIPEG, MAN.
H. BJARNASON
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem að
flutningum lýtur, smáum eða
stðrum Hvergi sanngflarnara
verð.
Heimlli: 591 SHERBURN ST.
Sími 35 909
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watehes
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN j
Watchmakers and Jeioelters
699 SARGENT AVE., WPG.
Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
Skuluð pér ávalt kalia upp
SARGENT
TAXI
AND TRANSFER
FRED BUCKLE, Manager
' •
PHONE
34 555 - 34 557
SARGENT and AGNES
Sunnudaginn 27. apríl andað-
ist Guðrún Árnason á heimili
Mr. og Mrs. Joe Samson í grend
við Hensel, N. D. Hafði hún
verið á heimili þeirra síðan árið
1932.
Guðrún sál. fæddist í Skaga-
fjarðarsýslu á íslandi 14. mai
1868. Hún kom til Ameríku
1888, og giftist Árna Árnasyni
1891. Settust þau að í Hensel-
bygðinni í N. Dakota, og nefndu
heimili sitt Grund. Þar bjuggu
þau til 1921 en fluttu þá til
Grand Forks. Árni sál. dó árið
1933.
Heimili þeirra Arna og Guð-
rúnar, Grund, var hið mesta
myndarheimili. Bjuggu þau
rausnarbúi, voru félagslynt,
greiðleg og góðgerðasöm. Er
gestrisni þeirra og öllum mynd-
arskap viðbrugðið af mörgum,
enda voru hjónin bæði greind og
vel að sér. Einlæg voru þau
einnig og dugleg í kirkjulegu
starfi.
Guðrún sál. hefir verið ákaf-
lega biluð á heilsu mörg síðustu
árin og nú síðast lengi alveg
rúmföst, og hefir hún því borið
ákaflega þunga sjúkdómsbyrði.
Guðrúnu sál. lifa þrjú börn
þeirra hjóna: Richard, starfs-
maður Bank of North Dakota,
kvæntur og búandi í Grand
Forks; Lóa, hjókrunarkona i
Grand Forks, og Albert, forseti
Forestry skólans í Botteneau,
N. D., Einnig lifa hana tvö
systkini, Sveinbjörn lögfræðing-
ur við Illinoise háskólann í Ur-
bana, 111. fyrrum hæstaréttar-
dómari og “attorney-general” í
N. D„ og Mrs. J. Árnason, við
Kristnes, Sask.
Útförin fór fram frá Vídalíns
kirkju miðvikudaginn 30 apríl.
Fjölmenni var viðstatt. Hún var
lögð til hvíldar við hlið eigin-
manns síns í Vídalínsgrafreitn-
um. Séra H. Sigmar jarðsöng.
♦ ♦ ♦
Þann 1. þ. m„ lézt að heimili
sínu í 'Otto-pósthéraði, Helga
Benjamínsson, 53 ára að aldri,
kona Benjamíns Benjamínsson-
ar; hún hafði átt við alllangt
heilsuleysi að stríða. Helga heit-
in var fædd að Geitastekk í
Hörðudal í Dalasýslu; hún gift-
ist eftirlifandi manni sínum ár-
ið 1912 á íslandi, og fluttist með
honum til þessa lands 1920, og
settust þau þá þegar að í Otto-
bygðinni við Manitobavatn; auk
manns síns lætur hún eftir sig
fimm dætur og fjóra sonu; einn-
ig þrjár systur og tvo bræður;
meðal systranna er Mrs. Friðrik
Kristjánsson hér i borg. Útför
Helgu fór fram frá lútersku
kirkjunni við Otto þann 6. þ. m.
Séra Valdimar J. Eylands jarð-
söng. ,
♦ ♦ ♦
Síðastliðinn þriðjudag lézt á
King Edward spítalanum hér í
borginni Richard Leon Vopni,
28 ára að aldri, sonur þeirra
Mr. og Mrs. J. J. Vopni; hann
var hinn vinsælasti maður, en
hafði átt við langvarandi van-
heilsu að stríða; hann lætur
eftir sig, auk foreldra sinna,
ekkju ásamt tveim börnum; enn-
fremur fjórar systur og fimm
bræður. — útförin fer fram ^
Fyrstu lútersku kirkju á laug»r
daginn kemur, kl. 2.30 e. h.
♦ ♦ ♦
VEITltí ATHYGLl!
Karlaklúbbur Fyrsta Iútersk®
safnaðar og Junior Iceland>c
League, hafa í sameiningu
ið leyfi til þess að sýna htó®
fögru og litbrigðariku kvikmyn
“Iceland on the Prairies.” Ver
ur þessi hrífandi mynd sýnd 1
Fyrstu lútersku kirkju á þriðjn
dagskveldjið þann 20. þ-
kl. 8. Aðgangur 25 cents. Ar8ur
af samkomunni gengur til
Sigurðssonar félagsins, I.O.D-
Með morgunkaffinu
Blaðamaður einn lítt þektuf1
Ameríku skrifaði fyrir nokkf11
grein í amerisk blöð og lýsti y^r
því, að sagan um fimmburan‘J
væri í raun og veru uppsPun'
sa.
litl'
einn. Sannleikurinn væri
sagði hann, að Dionne, þessi
og leiðinlegi bær, hefði ekker
aðdráttarafl haft fyrir fer®n
menn. Þá hefði borgarstjóran
um dottið í hug þetta snjallr^'
með fimmburana: Fjölsky^*
ein, sem þegar var á fátækr*
frainfæri, átt von á barni. &
var fyrir, að hún rnyndi þur 9
meiri styrk en áður. FjögUr
ungbörn voru flutt á laun þall»
að frá fæðingarheimili í n#8**
bæ í þann mund er þetta b8rl1
fæddist. Og borgarstjórinn
sl°
tvær flugur í einu höggi, losu®1
bæinn við fátækrahjálpina og
út'
vegaði honum góða auglýsingu-
Borgarstjórinn í Dionne hðf®
aði meiðyrðamál gegn bla®3
manninum, og borgarar bæjar
ins hafa heitið því, að stigi blu®9
maðurinn nokkurntíma fæti s>n'
um í bæinn, skuli hann e^'
sleppa þaðan lifandi.
BORGIÐ
LÖGRERG
♦
1
U
SA.CGENT
fLCCIfT
D. OSBORN
Mæðradagur”
“Minnist hennar með
blómum”
11. MAÍ
739 SARGENT AVENUE
Phone 26 575
‘Blóm fyrir öll tækifæri’
SENDIfí FATNAÐ YtíAtt
TIL ÞURHREINSUNAR
TIL PERTH’S
pér spariS ttma og peninga.
vort verk ábyrgst aS vera
bezta I borginni.
Símið 37 261
eftir ökumanni vorum
í einkennisbúningi.
Perth's
Cleaners - Dyers - Launderers
þa» et,
WlS'
gA'01'1'
eins
UNDRUNARVERT
er um ræðir
BRANVlN
GÆÐIN
Greiðið ekkert iðgjald fyrir gseðin-
Hið mjúka bragð og hin hressan®
efni þessa Branvin, Rauð og Hvít VU1*
kosta yður ekkert meira en algeng vin-
Jordan Wine Conipany, Liniited
Jordan, Canada ,
Búa einnig til hið frœga Challenge Portv
og Sherry
4JORDAMS
C AN AD A’S
B I G G ES T
branvin
WINEvALue
This advertisement is not inserted by G.L.C. Commission. The
Comrqisslon is not responsible for statements made as to quality ot
products advertised.