Lögberg - 15.05.1941, Side 2
LoUts'HRG, FIMTUDAGINN 15. MAl, 1941
Símon Bolivar
Frelsishetja Suður-A meríku.
Simon Bolivar, frelsishetja
Suður-Aineríku, var sérkennileg
og glæsileg þjóðhetja. Barátta
hans fyrir frelsi Suður-Ameríku
undan yfirráðum Spánverja var
í senn æfintýraleg og frægileg,
Spánverjar höfðu ríkt yfir land-
inu í þrjár aldir. Yfirráð þeirra
einkendust af þrælahaldi, átt-
hagafjötrun, einokunarverzlun
og margþættri harðstjórn. óeirð-
ir og samsæri tiðkuðust mjög.
Simon Bolivar var kominn af
efnuðu fólki. Hann misti for-
eldra sína, meðan hann var á
æskuskeiði. Um tvítugt tókst
hann ferð á hendur til Spánar
og Frakklands. Á námsárum
sínum í Madrid og París kyntist
hann fólki úr öllum stcttum.
Hann dvaldi í París við lok
frönsku stjórnarbyltingarinnar,
og þar gisti hann gleðisali sain-
kvæmislífsins og naut hamingj-
unnar i ríkum mæli. Hann sá
Napoleon, meðan hann var enn
vfirkonsúll. Síðar varð hann
fyrir miklum áhrifum af Napo-
leon. Hann kvæntist of hvarf
aftur heim árið 1802. En hin
unga eiginkona hans lézt eftir
fárra mánaða samvistir. Þá
hvarf hann aftur til Evrópu og
settist að i París að nýju. Hann
lifði í glaumi og gleði. Þó leit-
aðist hann jafnan við að kynn-
ast merkum mönnum. Einn
þeirra var landfræðingurinn
Humboldt. En á námsárum sín-
um í Paris lagði hann ríka á-
herzlu á að þroska þannig með-
fædda hæfileika sina, að honum
yrði auðunnin vinátta manna og
hollusta. Þessi eiginleiki varð
honum ómetanlegur síðar.
Bolivar var maður lágur eins
og Napoleon. Hann var ákafa-
maður i skapi en mislyndur.
Hann gat verið ástúðlegur og
kurteis í framkomu, en stundum
var hann líka illur viðureignar
og tamdi sér þá lítt siðgæðis-
hætti ná umgengnisvenjur. Hann
var kvenlegur í útliti og hendur
hans og fætur fíngerðar. Hann
var svarthærður. Dimm, leiftr-
andi augu hans lágu djúpt undir
miklum brúnum. Hann var
raunalegur á svip, en meðfædd
drotnunargirni fékk þó eigi dul-
ist. Djúpar hrukkur lágu í enni
hans. Nefið var langt og fagur-
lega bogadregið. Drættirnir
kringum munninn mintu á
hörku og fyrirlitningu. Hann
var frjálsmannlegur i hreyfing-
um og allri framkomu. Hann
var mjög gefinn fyrir dans og
ástaræfintýri en var þó hófsamur
í mat og drykk. Hann neytti
ekki tóbaks, þótt merkilegt megi
teljast, því að landar hans eru
frægir fyrir tóbaksnautn. Hann
var skapbráður og dutlungafull-
ur en jafnframt drambsamur og
þolgóður.
Fróðleiksfýsn Bolivars jókst,
eftir því sem fram liðu stundir,
og hann kynti sér kappsamlega
rit hinna miklu heimspekinga
18. aldar. Humboldt var um
þessar mundir nýlega kominn
heim aftur úr för sinni til Suður-
Ameriku. Hann tjáði Bolivar, að
nú væri tilvalið tækifæri til upp-
reisnar. Einkum kvað hann al-
mennan áhuga fyrir slíku í
Caracas, fæðingarborg Bolivars, í
ríkinu Venezuela.
Eftir að hafa ferðast um ftalíu,
sigldi Bolivar aftur yfir Atlants-
haf. Förinni var þó eigi heitið
til suðurs heldur í norðurátt.
Hann hugðist að kynnast Banda-
ríkjunum, sem nýlega höfðu
hlotið frelsi. Siðan sneri hann
heimleiðis til Caracas árið 1806.
Bolivar lét lítt á sér bera hin
næstu ár. Þó leið ekki á löngu,
unz hann fór að láta til sín taka
opinberlega. Þegar uppreisnin
braust loks út 1810, var hann
sendur til Englands af foringj-
um uppreisnarmanna. Var hon-
um falið það hlutverk að afla
hergagna og tryggja stuðning
Breta. En hann hirti litt um
þau fyrirmæli, sem honum höfðu
verið gefin. Lagði hann ríkasta
áherzlu á að afla sjálfum sér
fylgis og liðstyrks. Strax í upp-
hafi frelsisstríðsins varð Bolivar
þannig valdur að þeirri sundr-
ung við samstarfsmenn sína, er
hélzt jafnan síðan.
Þessi forleikur frelsisstríðsins
varð harla skammvinnur. Varð
hræðilegur landskjálfti meðfram
orsök þess, að Spánverjum tókst
að bæla uppreisnina niður. Eftir
heimkomuna varð Bolivar brátt
að flýja til horgarinnar Kartha-
gena í fylkinu Nýja-Granada, er
lá í vestri. Þaðan hélt hann
baráttunni áfram gegn Spánverj-
um. Sókn hans varð hin sigur-
sælasta. Honum tókst að ná
Venesuela á sitt vald. Allsstað-
ar hvatti hann íbúana til baráttu
gegn kúgurunum. Styrjöldin
var rekin af miskunnarlausri
griind. Þegar morð Spánverja á
uppreisnarmönnum urðu kunn,
boðaði Bolivar hið viðfræga
kenniorð: Dauðastríð. Þar með
gaf hann til kynna, að sérhver
fjandmaður, sem særðist eða
yrði handtekinn, yrði þegar lif-
látinn. Sérhver, er greiddi götu
Spánverjanna, var fyrirfram
dauðadæmdur. Eftir blóðuga
orustu varð sókn Bolivars rétt-
nefnd sigursókn. Hann hélt
innreið sina í Caracas í ágúst-
mánuði 1813. Konurnar völdu
honum tignarheitið E1 Liberador
(frelsishetjan). Braut hans var
blómum stráð, og á götum
glumdu við hergöngulög, sem
blönduðust fagnaðarlátum mann-
fjöldans. Bolivar sat ár sigur-
vagni skreyttum þjóðarlitunum,
sem var dreginn af tólf tíguleg-
um æskumönnum, er báru hvil
klæði. — Hann var berhöfðaður
og íklæddur einkennisbúningi
sínum og bar marskálksstaf í
hendi sér.
Óvinir hans halda því fram,
að hann hafi að loknum sigri
reynst lélegur stjórnandi. Þeir
telja, að hann hafi eytt tímanum
með léttúðardrósum og hræsnur-
um og á skemtiistöðum. Þvi
verður að minsta kosti vart neit-
að, að hann var mjög eyðslusam-
ur, og lagði mjög þunga skatta
á þjóðina. — Hann lék einnig
marga menn hart undir þvi yfir-
skyni, að þeir væru fjendur
frelsisins. Þjóðin varð þannig
fljótt leið á stjórn Bolivars. Auk
þess átti hann ávalt í höggi við
Spánverja. Lið hans gerðist
brátt sundrað. Það var því sízt
undarlegt, þótt stjórn hans væri
harla völt í sessi.
Bolivar varð að berjast við
marga spænska hershöfðingja.
Einn þeirra, er Boves hét, reynd-
ist einna harðleiknastur. Menn
Bolivars, sem féllu í hendur
Spánverjum, urðu að þola ólýs-
anlegar kvalir. Bolivar tók þvi
það ráð að hafa handtekna Spán-
verja í fylkingarbrjósti, þegar
lagt var til atlögu. Spánverjar
tóku brátt upp sömu baráttuað-
ferð. Boves hafði margt reynt
og lifað. f æsku hafð* hann
verið sjóræningi. Hermenn hans
voru flestir æfintýramenn, sem
höfðu yndi af ránum og grip-
deildum. Hvatti Boves þá frekar
en latti í þessum efnum. Hann
lét fanga þá, er féllu í hendur
honum, vera nakta 1 brennandi
sólskininu. Hann lét berja þá,
svo að líkamir þeirra urðu flak-
andi í sárum, er flugurnar sett-
ust í. Það var yndi hans áð
kvelja menn með eigin hendi.
Einu sinni bjóst hann til að
hálshöggva varnarlausan og sak-
lausan öldung. Sonur öldungs-
ins féll hönum þá til fóta og bað
föður sínum griða. Boves spurði
hann, hvort hann væri fús á að
láta skera af sér nef og eyru, til
þess að frelsa líf föðursins. Son-
urinn gekk að þessum afarkost-
um. Hermdarverkið var síðan
framkvæmt. Síðan lét Boves
taka þá feðga báða af lífi.
Barátta Bolivars gegn Boves og
hinum vilta her hans varð brátt
vonlaus, og hann neyddist til að
flýja land að lokum.
Þegar hér var komið sögu,
hafði Bolivar eigi hlotið neina
þjálfun í hernaði. Persónuleiki
hans var einnig í mótun. En nu
hafði honum hlotnast hagkva*m
reynsla. Honum varð það ljóst,
að frelsistríð þjóðar hans myndi
aldrei verða til lykta leitt með
sigurvænlegum hætti, ef foringj-
ar þess væru sundraðir og ósátt-
ir. Hann gerði sér einnig glögga
grein fyrir þvi, hversu brýn
nauðsyn var á skjótum og djarf-
ilegum aðgerðum. Hann tók
nú að skipuleggja her sinn að
nýju. Hann safnaði til sín <‘»11-
um þeim, sem áður höfðu barist
með honum og til varð náð.
Einnig lagði hann ríka áherzlu
á að fá hrezka hermenn í lið
með sér. Tókst honum að fá lið
sitt skipað mörgum hæfum Eng-
lendingum. Jafnframt rak hann
viðtæka og margþætta áróðurs-
starfsemi. Þannig varð hann
smám saman hinn raunverulegi
foringi frelsisbaráttu þjóðar
sinnar.
f desembermánuði 1816 steig
hann á land á norðurströnd
Suður-Ameríku. Nii hófst hin
fræga frelsisbarátta hans, sem
hafði gerst örugg og markviss.
Fyrst beindi hann sókn -sinni
til láglendisins og vatnahérað-
anna i suðri og austri. Þar var
honum ekkert viðnám veitt, og
þar gat hann gætt fylstu var-
færni. Síðan hóf hann sókn i
þeim landshlutum þar sem átök-
in urðu harðari. Tókst honum
að vinna stóra sigra og leggja
undir sig viðlendur miklar. Að
lokum kvaddi hann saman ráð-
stefnu, er skyldi gefa landinu
stjórnarskrá. Eigi að siður var
hann hinn raunverulegi stjórn-
andi og gerði allar eigur Spán-
verja upptækar í þeim hluta
Iandsins, er hann hafði yfir að
ráða.
Hann hélt styrjöldinni jafnan
áfram en gætti fylstu varúðar i
hvívetna. Honum var það Ijóst,
að úrslitaorustan við Spánveej-
ana var enn óháð. Hann gekk
þess sizt dulinn, að úrslitin voru
tvísýn, enda við mikinn liðsmun
að etja.
Að lokum hafði honum auðnast
að sækja fram alt til Cordill-
fjalla. Þau voru illfær yfirferð-
ar með gróðurlausum og köldiím
hásléttum. Handan þeirra lá
Nýja-Granada. Höfuðborg henn-
ar nefndist Bogota. En eina leið-
in þangað var á valdi Spánverja.
Bolivar ákvað að fara yfir Cor-
dillfjöllin og koma óvinunum í
opnaskjöldu. Var þessi ákvörð-
un þó i andstöðu við vilja og
ráð samstarfsmanna hans. En
fyrir þetta afrek hefir hann get-
ið sér ódauðlegan orðstir. Þess-
ari dáð Bolivars hefir meira að
segja oft verið líkt við för
Hannibals og Napoleons yfir
Alpafjöllin.
Förin yfir Cordillfjöllin var
margþættum þrautum háð. Flest
öfl náttúrunnar lögðust á eitt til
þess að gera hana sem erfiðasta.
Líf hermannanna var fjarri því
að vera leikur. Þeir urðu að
bera farangur sinn yfir háslétt-
ur, þungstreyma læki og aðrar
slikar hindranir. Það liggur i
augum uppi, hversu erfitt hefir
verið að varna púðrinu þess að
vökna i þvílikri vosbúð. Eng-
lendingarnir stóðu sig mætavel i
þessari raun og reyndust Bolivar
mjög liðtækir. Sá sem kunnast-
ur hefir orðið fyrir harðfengi í
þessari fór af hálfu hins brezka
liðs, var Rook ofursti. Hann
kvað það kosti, hversu margir
létu lífið í baráttunni við erfið-
leika fararinnar. Þannig taldi
hann, að herinn yrði með auð-
veldustum hætti laus við grey-
mennin.
Skamt frá Bogota kom til á-
taka milli hers Bolivars og Spán-
verja. Bolivar lagði þó eigi til
úrslitaatlögu heldur freistaði
þess að komast til borgarinnar
ftir annari leið. Klettar, fallin
tré og stórgrýti gerðu veginn
nær ófæran. Kuldinn var einnig
óbærilegur- hermönnunum, sem
höfðu vanist hinu heita lofts-
lagi i Venezuela. Hestar og menn
féllu því unnvörpum. Snær og
ís höfðu afmáð allan gróður
þarna uppi í 12—15000 feta
hæð, þar sem vegurinn lá.
Enskur rithöfundur, sein lýsir
þessari för, lætur þess getið, að
ef Dante hefði þekt þetta um-
hverfi, hefði hann hlotið lýsingu
á helvíti. Það sem ægilegast
varð að teljast var þó það, að
flestir hinna innfæddu her-
manna höfðu konur sínar með
sér. Mitt í þrengingum farar-
innar ól ein þeirra barn og gekk
þó fjórar enskar mílur sama dag.
Þegar loks var komið á leiðar-
enda var herinn i hræðilegu á-
standi eftir þessa raun alla.
Viðtökum þeim, er Simon
Bolivar hlaut í Nýju-Granada,
verður eigi með orðum lýst.
Spánverjar voru lostnir skelf-
ingu og undrun. Bolivar hóf
þegar víðtækan óróður til þess
að tryggja sér fylgi almennings
jafnframt því, sem hann skipu-
lagði baráttunna hernaðarlega.
Nú fyrst kom hæfni hans i ljós.
Hann vann algeran sigur á her
Spánverja i orustunni við Boy-
aca. Honum var valið tignar-
heitið Liberador (frelsishetja)
Nýju-Granada. Hann sneri þó
brátt aftur til Angostura, þar
sem stjórn hans hafði aðsetur.—
Eftir að hafa unnið nýjan sigur
á Spánverjum, kvaddi hann til
þjóðfundar og sameinaði Vene-
zuela og Nýju-Granada. Hið
nýja ríki hlaut nafnið Columbia.
Sjálfur var hann nefndur:
Bolivar, frelsishetja og faðir
Columbiu, hrellir harðstjóranna.
Þessir atburðir skeðu árið
1820, tíu árum eftir að frelsis-
stríðið í Caracas hófst, og tíu ár-
um áður en Bolivar lézt.
Framhald frelsisstarfs hans er
enggn veginn með slíkum ágæt-
um og hernaðarafrek hans.
Hann virtist lifa fyrir völd og
metorð, tignarheiti og lofstír. En
tilgangur hans var fyrst og
fremst sá að stofna Bandaríki
Suður-Ameríku.
Bolivar hélt þó jafnan frelsis-
stríðinu áfram og naut mikil-
vægrar aðstoðar herforingja
sinna. Kom þar að lokum, að
honum tókst að sigrast á Spán-
verjum, bæði í Perú og Equador.
— í suðurhluta Perú var stofn-
að nýtt lýðveldi, er hlaut heitið
Bolivia.
Bolivar stóð um þessar mund-
ir á hátindi frægðar sinnar.
Hugðist hann nú að setja þegn-
um sínum lög. En þá mætti
hann mikilli og harðsnúinni mót-
stöðu. Gekk andstaðan gegn
honum jafnvél svo langt, að hon-
um var sýnt banatilræði.
Senn var viðnámsþróttur hans
þrotinn. Hann lagði niður völd
árið 1830. Hugðist hann að
takast ferð á hendur til Evrópu,
en lézt áður en af þvi yrði, sadd-
ur lífdaga.
íbúar Suður-Ameriku dá
Bolivar mjög. í þjóðarmetnaði
sínum er þeim gjarnt að likja
honum við Napoleon. Hitt
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
myndi þó sönnu nær að líkja
honum við einhvern af hers-
höfðingjum Napoleons. —* En
hann var þó gæddur þeim eðlis-
kosti að hafa óvenjulega mótaða
skapgerð. Hann hóf stríðsæfin-
týri sitt sem auðugur maður.
Mestum hluta eigna sinna varði
hann þó í þágu byltingarinnar.
Þess varð aldrei vart, að hann
gerði tilraun til að auðga sjálfan
sig. — Hann lifði fyrir frægðina,
sem fylgir því að vera frelsis-
hetja lands síns og þjóðar.
— (Heimilisblaðið).
Aðvörun
og svarta ketti. Eg hélt Þ’?
meiri mann en þá, Ríkarður.”
“F'yrir mánuði síðan hefði e»
hlegið að þessu með fyrirlit°'
ingu, svo sem þú gjörir nú, e^
einhver hefði sagt mér frá yf>f'
náttúrlegum hlutum. En nú ve>*
eg að . : . ”
Vofur, sem Handet hugsaði 11
væri andi föður síns, væri eitt'
hvað meira en ímyndun úr rugf'
uðum heila.” —
“Já, mjög sennilegt.”
“Jæja þá, þú sást vofu e®a
eitthvað, sem hræddi þig?”
“Frelsandi sýn, væri réttarí
lýsingarorð, en leyfðu mér a®
segja söguna hindrunarlaust.
“Byrjaðu, eg er mjög forvá'
Þýtt fyrir kvöldvökufélagití
“Nemo” á Gimli, af Erlendi
Guðmundssyni.
Og kominn undir eins aftur.
Eg bjóst ekki við að sjá framan
í glaðlega andlitið á þér fyr en i
vor að trén hefðu skotið út blóm-
um sínum.”—Svo mælti umboðs-
maðurinn, og sneri sér að nafn-
kunnum leikara, er hann hafði
ráðið til veturvistar við leikhús.
“Mér var ekki auðið að hald-
ast þar við lengur,” svaraði leik-
arinn sneypulegur og lét sig falla
ofan í stól, en tók jafnframt
vindil úr vindlakassa á borðinu.
“Og þú gazt ekki haldist þar
við lengur? Hver var ástæðan?
Var lærdómurinn um of þreyt-
andi, eða gaztu ekki hrifið á-
horfendurna með list þinni,
Rikarður?” — “Hvorugt. Eg
var varaður við þvi að dvelja
þar ekki. Eg lék aðeins eitt
kvöld.” —
“Aðvörun, uss!” sagði um-
boðsmaðurinn glaðlega og blístr-
aði. Blóðið hefir stígið til höf-
uðs þér, svo þér hefir sortnað
fyrir augum, drengur minn.”
“Nei, nei! Aðvörunin var af
alt öðru eðli.”
“En í nafni skugga Shake-
speares, hvers konar aðvörun
var það og hver flutti hana,
segðu mér nákvæmlega frá þvi;
þú ert svo hátíðlegur á svipinn,
eins og tengdamóðir þín væri
komin og ætlaði að tefja hjá þér
marga mánuði.”
“Það er gagnslaust að hæðast
að þessu, því eg veit að aðvörun-
in kom frá öðrum heimi, þú—”
“öðrum heimi! Hvað mein-
arðu með því?” tók umboðs-
maðurinn fram i.
“Þú veizt að leikarar eru hjá-
trúarfullir eður haldúir ýmsum
grillum, svo sem að leika ekki
viss kvöld eða viss hlutverk.” —
“Jú, jú, eftirstöðvar frá sið-
leysinu og fáfræðinni. Sjómenn-
irnir eru hræddir við föstudagana
inn.”
“Þú minnist þess hversU e»
greip færið, að komast til C. me^
jafn góðuin skilmálum, þar sc>>’
eg átti að leika aðalhlutverkiö-
“Vel kunnugt, og nú hefirö”
smiðað langa sögu út úr þvi.”
“Taktu ekki fram í fyrir »>er'
Með því mig langaði til að ky»»a
mér bæinn og íbúa hans, koin e«
nokkrum dögum fyr en leikirn|f
byrjuðu. Mér geðjaðist vel
öllu nema leikhúsinu.” —
“Þá er erfitt að gera þér
hæfis, því leikhúsið er eitt
þeim fegurstu í landinu.”
til
ai
“Það v-a-r það, en það ger’r
hvorki til eður frá. Um leið
eg steig inn úr dyrunum, lögð»st
einhver þyngsli yfir mig, svo se»’
maður kæmi inn í kirkjugar^’
þó engir aðrir yrðu þess varí’'
fanst mér andrúmsloftið þ»»^
af raka og jókst þó meira þegar
eg kom á bak við tjöldin, því Þ”
ætlaði eg ekki að haldast við.’
“Það er eftirtektavert, því e^
hélt að leikhúsið væri eitt a
þeim björtustu og loftbeztu.”
“Já, það v-a-r það.”—
“Þvi flytur þú orð min til f°r
tíðar, Ríkarður?”—
“Þegar eg hefi lokið sög'1
minni færðu að vita það. ^
reyndi af öllum mætti að san”
færa mig á þvi, að þetta væri e'”
göngu hugarburður, annars hef®J
mér gengið illa með hlutverkiÞ'
“Það er auðskilið. EngiJ”1
getur haft algert vald yfir s^r'
eigi hann von á að vofa spre^'
upp úr gólfinu, eða læðist 11111
búningsklefann.”—■ .
“Öll mótspyrna min virt’5,
árangurslaus, þvi í hvert skif*1
sem eg steig inn fyrir IeikhásS
dyrnar, lagðist á mig einhveJ
kviði fyrir einhverri yfirvofa»l
hættu.”—
“Vitleysa! Loftið eða mat»r
inn hefir ekki átt við þig.”-^'
“Þú lofaðir að taka ekki fraI11
í.”—
rmtinq..
distinctn)e
persuasWe
$
^UBLICITY that attracts and compels action on
the part of the customer is an important factor
in the development of business. Our years of experience
at printing and publishing is at your disposal. Let us
help you with your printing and advertising problems.
OLe COLUMBIA PRESS LIMITED
695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 -8