Lögberg - 15.05.1941, Qupperneq 4
4
LOOBERG, FIMTUDAGINN 15. MAI, 1941
------------Högberg------------------------
Gefi8 út hvern fimtudag af
X H tii tuhUMliU 1'HK.SS, IJMITKH
«Uð Sargent Ave., WinnipeK, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EUITOR LuGBEKÖ, 6i»5 Sargent A'-e.,
Winltipeg. Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
V erö »3.00 um árið — Borgist fyrirfram
l'ne 'L.6gbeig ’ is prínted —nd pub íshed by
The Columbia Press, Uimitetí, 6S(5 Sargent Avenue.
Winnipeg, Manítoba
PHONE 86 327
Manntal í Canada
Eins og þegar er vitað, hefst hér í landi
alment manntal þann 2. júní næstkomandi;
verður þetta áttunda manntalið, sem tekið
hefir verið með tíu ára millibili frá stofnun
fylkjasambandsins; þó hér sé um manntal að
ræða, þá er skrásetning sú, sem því er sam-
fara, langtum víðtækari, því hún innibindur
í raun og veru gagngerða rannsókn á menn-
ingarlífi þjóðarinnar í heild, og efnahags-
legri afkomu hennar; þetta er umfangsmikið
og margflókið verk, og spurningarnar marg-
ar, sem verður að svara; J)ó ekki sízt hvað
viðvíkur landbúnaðinu, sem liáður er haria
mismunandi skilyrðum austan lands og
vestan; en hve greiðlega tekst til um mann-
talið, er að miklu leyti undir því komið, hve^
nærgætið fólk alment verður við þá umboðs-
menn stjórnarinnar, er heimsækja það, og
að þessari nytsömu upplýsingastarfsemi
vinna.
Manntal á rót sína að rekja til frum-
stigs menningarinnar. Á fimtándu öld fvrir
Kristsburð, lét Móses skrásetja Isra'elslýð;
eitthvað um 4,000 árum fyrir fæðingu Krists,
var tilraun gerð til manntals í Babylon. í
Kínaveldi var manntal tekið 3,000 árum fyrir
Kristsburð, en á Egyptalandi 2,500 fyrir
fæðingu Krists. Manntal það, er Davíð
konungur lét taka 1017 fvrir Kristsburð,
mæltist illa fyrir, og sætti hinni hörðustu
andspyrnu af hálfu klerkavaldsins., Gríski
heimsspekingurinn Solon, beitti sér fyrir um
manntal í Aþenuborg, en Júlíus Cesar hlut-
aðist einnig til um mánntal í Rómaveldi.
Karlamagnús stofnaði og til manntals 805
fyrir Kristsburð, en Vilhjálmur Sigurveg-
ari árið 1086 fyrir fæðingu Krists, eins og
sjá má af hinni svokölluðu Dómsdagsbók
hans.
Öllum er ef til vill ekki kunnugt um það,
að nútíðar fyrirkomulag manntals, á í raun-
inni vöggu sína í Canada; hér var fyrst tek-
ið manntal í þeim hluta landsins árið 1666,
er nefndist Colony of New France; var þar
skrásett hvert einasta mannsbarn, er til
náðist, fult skírnarnafn, kyn, aldur, nöfn
foreldra og heimilisfang.
1 stjórnskipulögjim canadisku þjóðar-
innar, British North America Act, er það
skýrt tekið fram, að manntal komi einvörð-
ungu undir valdsvið sambandsstjórnar.
Fyrstu manntalslögin voru afgreidd frá
sambandsþingi 1870, en hið fyrsta allsherjar-
manntal tekið í landinu ári síðar; frá þeim
tíma hafa manntöl verið tekin með tíu ára
millibili, og verður því þetta næsta hið átt-
unda í röðinni.
1 fornri tíð voru manntöl alt annað en
vel þokkuð af öllum almenningi; enda voru
þau þá jafnaðarlegast viðhöfð með það fyrir
augum, að kveða á um mannafla, er nota
mætti til vígaferla á erlendum vettvangi, sem
og til hinnar gífurlegustu skattkúgunar; nú
er þessu á annan veg farið, og manntöl ein-
ungis tekin í friðsamra upplýsinga skyni til
velferðar ríkisheildinni.
Viðskifta fyrirtæki, sem starfrækt eru á
skynsamlegum gnmdvelli, láta árlega fram
fara vörutalning eða niðurjöfnun, til þess
að fá sem allra gleggst yfirlit yfir hag þeirr-
ar stofnunar, sem um er að ræða; nákvæm-
lega hið sama gildir um þjóðarbúskapinn, ef
vel á að vera um rekstur hans; manntals-
skýrslumar verða þar af leiðandi, þegar alt
kemur til alls, þær allra ábyggilegustu hags-
munaskýrslur, sem þjóð getur aflað til.
Hagstofan í Ottawa, sem stendur í bein-
um samböndum við verzlunarráðuneytið,
annast um framkvæmd manntalsins, og vinn-
ur úr þeim upplýsingum, sem fengist hafa;
er þetta hið mesta þjóðþrifaverk, er ætti að
vera metið að verðleikum.
Ekki er enn með fullu vitað hve mann-
talið taki langan tíma, þó líklegt þyki, að
skrásetningu verði lokið eftir hálfsmánaðar
til mánaðartíma; en fyrstu skýrslna af
árangrinum mun naumast þurfa að vænta
frá hagstofunni fvr en eftir þrjá til fjóra
mánuði.
Skýrslur þær, er safnast við umrætt
manntal, hljóta að koma að ómetanlegu gagni
við skipulagningu viðskiftalífsins í þessu
landi að stríðinu loknu, og þessvegna er
þess að vænta, að hver og einn þegn finni
sér það skylt, að greiða á allan hugsanlegan
hátt fyrir skrásetjurunum, er þá ber að
garði.
Hæztu fjárlög í sögu Canada
Fjármálaráðherra sambandsstjórnar, Hon.
J. L. Ilsley, lagði nýlega fram í sambands-
þingi fjárlög stjórnarinnar, þau hæztu, er
sögur fara af í Canada. Áætluð útgjöld á
fjárhagsárinu 1940-41 nema $1,768,000,000,
en tekjurnar eru metnar á $1,150,000,000;
það er því sýnt, að gert er ráð fyrir $618,-
000,000 tekjuhalla; hin auknu útgjöld stafa,
eins og gefur að skilja, að mestu leyti frá
stríðssókn þjóðarinnar, er umfangsmeiri
verður svo að segja með hverjum deginum,
en hvergi nærri hefir þó náð hámarki enn;
þó má almenningur ekki undir neinum kring-
umstæðum kippa sér upp við hækkaða skatta;
öllu því, sem óhjákvæmilegt er, verður fólk
að taka með jafnaðargeði, og það því frem-
ur, er jafn mikið er í húfi og nú á sér stað.
Nú liefir fjárlagafrumvarpið verið afgreitt
á þingi því nær breytingalaust; þingsálykt-
unartillaga frá þingmönnum C.C.F. flokks
ins um þjóðnýting peningastofnana, var
feld með miklu afli atkvæða. Foringi íhalds-
flokksins, Mr. Hanson, lýsti yfir því Jægar
við 1. umræðu, að flokkur sinn gerði engar
breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið,
þó vafasamt mætti telja, hvort eigi hefði
mátt koma við í ýmsum tilfellum róttækari
sparnaðartilraunum, en frumvarpið frá
stjórnarinnar hendi bæri vitni um.
Stjórnmálaflokkur.
gufar upp
1 síðustu þingkosningum hér í fylkinu,
sætti C.C.F. flokkurinn slíkum hrakförum,
að nærri lét að hann hyrfi með öllu úr sög-
unni; tveir merkisberar hans náðu við illan
leik kosningu í Winnieg, en í St. Bonifaoe,
Assiniboia og St. Clement, er áður áttu
C.C.F. fulltrúa á þingi, fóru leikar þannig,
að tveir Liberal-Proggressives og einn Kon-
servmtívi náðu kosningu; vægast sagt, má því
í rauninni svo að orði kveða, að C.C.F.
flokkurinn hafi gufað upp; að vísu hefði
þetta ekki átt að koma neinum á óvart, þar
sem vitað er að stefnuskrá flokksins var
frá upphafi hvorki fugl né fiskur, heldur
einungis eins og þar stendur, “reykur, bóla,
vindaský. ’ ’—
Gimli var bústaður norrænna guð'a; Gimli
heitir kjördæmi, sem innilykur frumbygð
íslendinga við Winnipegvatn; þetta kjör-
dæmi tók meinhægan C.C.F. frambjóðanda
fram yfir úrvals, íslenzkan athafnamann;
það yrði óviðkunnanlegt umhugsunarefni, ef
Gimli kjördæmið norð'ur við Vatnið ætti það
hlutskifti framundan, að kafna undir nafni.
Fjársöfnun norskra
frœnda vorra
Eftir prófessor Richard Beck.
“En þjóðlífsins tO’kmark er frelsi.”
Þannig farast Matthíasi Jochumssyni
orð í snjöllu Noregs-minni sínu; eiga þau
ummali víðtækt gildi og hafa aldrei tíma-
bærari verið heldur en einmitt nú á dögum.
Er og nærri oss höggvið Islendingum, þar
sem Noregur, heimaland vorra “kynstóru
feðra,’’ hefir svift verið' dýrkeyptu sjálfs-
forræði sínu og hnept í fjötra erlendrar og
grimmrar harðstjórnar.
Sonum Noregs.og dætrum í landi hér
svíða að vonum sáran þau þungu örlög, sem
heimaþjóð þeirra hefir orðið að sæta af
hálfu hins vægðarlausa árásarliðs, og sýna á
margan virkan hátt hug sinn til hennar og
hluttöku í kjörum hennar. í'lerst þeim þar
drengilega eims og góðum kynstofni sæmir.
Eitt það, sem Norðmenn í Canada hafa
með höndum málstað Noregs til stvrktar, er
söfnun fjár í sjóð Jiann, er þeir nefna
“Norsk Jagerfond” (Norwegian Fighter
Fund), og er það þjóðræknisfélag þeirra,
“The League of Norsemen,” sem stenduf
að þeirri fjársöfnun, en heiðursverndarar
]>ess fyrirtækis eru þau Ólafur ríkiserfingi
og Martha krónprinsessa. En fé því, sem
safnast í sjóð þennan, er varið til þess að
kaupa eina eða fleiri flugvélar handa flug-
hernum norska, sem berst við hlið Breta
fyrir endurfengnu frelsi Noregs og lýðræði
og mannréttindum alment.
Væri það drengileg ræktarsemi af Is-
lendingum og framdsemi meir en í orði, ef
Jieir styrktu nefndan sjóð með fjárgjöfum.
Hvort sem upphæðirnar eru stórar eða smá-
ar, verða þær þegnar með þökkum. Má senda
slík tillög til Mr. Hans Brekke, 1181 Wolseley
Avenue, Winnipeg; íslenzku viðublöðin munu
og fúslega taka við þeim.
“Sá er vinur, sem í raun reynist,” seg-
ir hið fornkveðna. Frændþjóð vor hin
norska hefir aldrei átt við jafn andvíg kjör
að glíma og hún á nú undir járnhæl hins er-
lenda hervalds. Minnugir þess ættum vér
íslendingar að vera henni lið-
sinnandi öðrum fremur. Hún
hefir einnig, sem vænta mátti
sýnt það, að hún verðskuldar
samúð og hjálp allra frelsisunn-
andi manna og kvenna, því að
hin norræna frelsisást brennur
henni djarft í brjósti þrátt fyrir
margvisleg þrælatök hinna er-
lendu árásarmanna.
En vafalaust viljum vér íslend-
ingar stuðla að því, að þessi orð
Þorsteins Erlingssonar verði sem
sönnust:
“. . . að Norðurlönd ættu það æ,
sem öflugast brennir og ljómar.”
Eldgamlar vísur
í umbúðum
Eftir Guðmund Friðjónsson.
Gátur eru gamlár í hettunni
og bólar á þeim heldur en ekki
i Fornaldarsögum Norðurlanda,
fyrir tilstilli Gestumblinda, i höll
Heiðreks konungs. Hér verður
ein gáta talin, sem er dóttir tó-
skapar og tóvinnu, glettin og
gamansöm á yfirborði og undir-
niðri:
Gettu hvað eg gerði mér til
gamans vinna:—
bjó eg til fyrir blíðan svanna —
böggul milli rekkvoðanna.
Maðurinn vatt af snældu fyrir
kvenmann, lá í rúmi, undir
brekáni, eða áklæði og bjó til
hnykil úr bandinu.
önnur gáta er um ferðalag
manns, er datt á höfuðið:
Svefns mér gaman glettu vann,—
gekk eg framan dauðan mann,
storðar raman fák eg fann, —
fór með sama á talbúann.
(Svefns gaman: myrkur; gekk
dauðan mann: veginn, storðar-
fákur: bær — rakst á bæ; á
talbúann: fór á kollinn, höfuðið
— Dalakoll).
Vísan um björg er nokkurs-
konar gáta, eða úrvals orðaleik-
ur:
öllum mönnum bjargar björg,
björgin hressir alla;
en að sækja björg í björg
björgulegt er valla.
Þessi vísa um björgina mun
vera skráð í Bragfræði séra
Helga, sem fjallar um rímna-
hætti, og er höfundur hennar
þar ef til vill nefndur. En ekki
get eg nú gengið úr skugga um
það atriði.
Eg hljóp áðan yfir vísu, sem
er augljós barnagæla:
Eg skal kveða við þig vel,
ef viltu hlýða barnkind mín,
faðir þinn er að sækja sel,
sjóða fer hún mamma þín.
Þorvaldur Thoroddsen getur
þess í ferðasögu, að útselur hafi
verið mjög víða etinn norðan-
lands á “selaárunum.” Eg busk-
aði stórum ösku og mykjuhaug
fornan fyrir 25 árum og gerði
að sáðreit, sem var morandi af
búfjárbeinum, fiska og sela.
Þá er enn vísa sem er ávarp
til vorsins:
Eg skal kveða við þig vel ef
viltu hlýða,
láttu ekki lundur skíða
langræknina hjá þér bíða./-
Þetta er kvenlega ljúft í sam-
anburði við ráðleggingu meistara
Jóns. Hann segir við syndara:
að honum sé skaðsamlegt að
vera svo langrækinn, að “reiðin
úldni í hjartanu.” Þetta mun
tákna það, að hjartað úldni, þeg-
ar það ber í sér til lengdar fýlu-
lyndi eða orm ólundarinnar.
“Þeir voru vitrir þeir gömlu,”
að sögn Guðmundar mormóna.
Og Hákon Hlaðajarl lét svo um
mælt við Þorleif jarlaskáld, að
oft væri gott það sem gamlir
menn lcveða. En Þorleifur gerði
sig gráskeggjaðan og hruman á
fæti, áður en hann gekk fyrir
jarl.
Þá mundi næsta visa vera
sprottin upp undan tungurótum
lífsreynslu:
Enginn lái öðrum frekt,
einn þó nái falla.
Hver einn gái að sinni sekt.
Syndin þjáir alla.
Þessi höf. hefir kunnað listina
þá, að skrifa skuld í sand. Vís-
urnar sem nú voru greindar og
kalla mætti spakmæli, fremur en
barnagælur sóma sér vel á vör-
um þeirra sem þekkja orðskvið-
inn forna: Kennið þeim ungu
að ganga á guðsvegi, og munu
þeir eigi af honum beygja þegar
þeir eldast.
Annars gerðu gömlu Söngva-
Borgurnar og Kvæða-Kelarnir
lítið að því að prédika fyrir
börnunum umfram það sem vis-
urnar sjálfar gerðu og gera.
Spakmælavisur geta fallið i
frjóan jarðveg þó kveðnar sé yfir
börnum, sem skilja þær eigi til
fulls fyr en seint og “síðar
meir.” Endurminningin getur
stundum ávaxtað höfuðstól:
Latur maður lá í skut,
latur var hann þegar sat.
Latur oft fær lítinn hlut.
Latur þetta kveðið gat.
Þessi náungi gleymdi eigi að
snoppunga sjálfan sig, ásamt
hinam. Þessi bragarháttur er
ríkmannlegur. Og efni vísunnar
er eigi af vanefnum tekið. Staka
þessi getur litið framan í Háva-
mál, sem segja, að liggjandi úlf-
ar fari á mis við her og sofandi
maður vinni eigi sigra. En
morgunstund (þ. e. árvekni) gef-
ur gull í lófa. Þessir spekingar
hafa fyrir augum stundlegu gæð-
in. Þeirra verður eigi án verið,
meðan mennirnir eru nauðbeygð-
ir til að krafla í mold og drepa
fingrum í kalt vatn og saltan sjó.
En sum alþýðuskáld horfa fram
á veginn, eigi skemra en stór-
skáldin, og sjá gegnum holt og
hæðir. Þeim er sanngirni í blóð
borin, eða þdu hafa áunnið sér
hana með lífsreynslu.
íslenzk veðrátta er sjaldan á
báðum áttum og umsagnir skáld-
anna um hana eru sjaldan mælt-
ar á tæpitungu. Eg kann eina
vísu sem stingur í stúf við aðrar
veðurvísur að þessu leyti:
Veðrið er hvorki vont né gott,
varla kalt og ekki heitt;
það er hvorki þurt né vott,
það er svo sem ekki neitt.
Höfundur þessarar vísu mun
hafa verið skyldur, líkamlega eða
andlega, bónda, sem var á næstu
grösum við mig, þegar eg var
unglingur. Eitt sinn gerði ill-
viðri á slætti, og urðu griðkonur
hans að forða sér í húsaskjólið.
Bóndi gekk í smiðju og fór að
dytta að amboðum. Hann kom
inn í baðstofu eftir nokkura
stund og var spurður eftir veðr-
inu. Hann gaut hornauga til
vinnukvennanna, sem flúið
höfðu inn undan rigningunni og
mælti: “Veðrið — það er þessi
þurra suddi.” Þetta var haft
Iengi að orðtæki í sveitinni um
illviðri.
En flestar veðurvísur taka af
skarið og hafa í sér hreinar lín-
ur, t. d. þessi, sem ber vott um
mikinn ugg og ótta:
í búri er smátt um bjargarföng,
brestur heyjaforðann.
Þorra-dægur þykja löng,
þegar hlæs á norðan.
Þorlákur biskup hallmælti
aldrei veðri. Svo segir æfisögu-
höfundur hans. Vísan, sem eg
hafði yfir seinast, er kveðin í
hálfum hljóðum. En hún lum-
ar á mikilli tilfinning og er út-
undir sig.
Eg hefþ lifað Þorra sem þótti
langur: Stórhríð grenjaði mán-
uðinn allan, að þvi undanskildu,
að upprof gerði á sunnudögum.
Þá féllu mannskaða-snjóflóðin í
Seyðisfirði. Vísusmiðurinn hefir
ef til vill lifað þvílíkan Þorra.
Hann hagar þó orðum sínum
stillilega.
En í rauninni hafði hann á-
stæðu til að bölsótast yfir ósköp-
unum.
Þorri og Góa eiga oft sam-
merkt:
Þorri bjó oss þrönga skó
þenna snjóavetur.
En hún Góa ætlar þó,
að oss róa betur.
Þarna er gripið til orðaleiks:
róa að, og mun hann vera frá
víkingaöld, þegar aðróður var
háður og látið sverfa til stáls.
Það má segja að tíðin sé gædd
andardrætti:
Við skulum ekki hafa hátt,
hér er margt að ugga:
Eg hefi heyrt í alla nátt,
andardrátt á glugga.
Systir afa mins sagði mér, að
faðir sinn hefði verið móti því
að gera flautir úr mjólkurdrop-
anum “í aldamótaharðindunum.”
Móðir afasystur minnar koni
með kýrnytina upp á pallstikk-
inn og börnin móti henni til að
taka móti nýmjólkurdropajium.
En þó að afi minn væri vantrú-
aður á næringargildi flauta,
mætti ætla að sú matargerð hafi
haft eitthvað sér til ágætis, svo
algeng sem hún var og langvinn,
að þvi sem eg ætla. Eg treystist
eigi til að rökræða það mál. En
eigi hefir feðgunum á Hofi þótt
froðan litils virði, úr því að þeim
lenti saman út af henni:
Margt er að heyra, margt að sjá,
manndygð ætla eg sofi.
út af froðu flugust á
feðgarnir á Hofi.
Efni Griðku-ríma gerðist í
fjósi. Þar börðust með mykju-
spöðum griðkonurnar Hugrún og
Manga, svo sem þjóðkunnugt er,
og mun sú ríma vera í Þjóð-
skjalasafninu.
Stakan er á einn hátt nokkurs-
konar smámynt sem er viðlíka
handhæg sem smáskildingar á
fjármálasviði. Stórkvæði eru þá
svo sem miklar upphæðir-
Hvorttveggja er nauðsynlegt —
það stóra og hið srnáa.
Annars er þess að geta, að
skáldin, sem stökurnar gerðu,
hafa eigi ávalt fengið þakklæti
fyrir list sína. Þeim var gjarnt
að kveða meinyrt og vega að
mönnum, sem stundum voru
saklausir, t. d. urðu þau tann-
hvöss við bjargálnamenn ogefna-
menn, sem að vísu fóru betuf
með tímann, en skáldin, seiu
láu í bókum, ortu og hneigðiist
að flöskum og konum. Búmenn-
irnir lítilsvirtu skáldin, sem ekki
gátu látið bókvitið í askana. EU
skáldin heittu sínum vopnum:
Ríkur búri ef einhver er,
illa máske þveginn,
höfðingja við siðu sér
setja ’ann hægra megin.
Fátækur með föla kinn
fær það eftirlæti:
Á hlið við einhvern hlandkoppinO
honum er ætlað sæti.
Sú saga gerist í útlöndum eig1
síður en hérlendis. Mig minni1"
að skozkur auðmaður eða höfð'
ingi byði Robert Burns til máls'
verðar, ásamt stórmenni og léti
vísa stórskáldinu, sem vár fá'
tækt, að eldhúsborði. Burns gerð)
kvæði um þetta og hefndi síu
ininnilega.
Oft eru skáldin auðnusljó,
af því fara sögur.
Gaman er að geta þó
gert ferskeyttar bögur.
Auðnuleysið stafar af því, að
þessi skáld, sem áttu enga úr'
kosti til fjár eða frama, lifðU
við kjör Lassarusar — sátu ^
rangri hillu. Hugur þeirr3
hvarflaði í aðra átt, en bjar^'
álna fólks. Þeim fór líkt seU1
auðfræðingi einum útlendun)’
sem var blásnauður, en ritað1
fræga bók um auðæfi.
öðrum gat hann bjargað. í'”
sjálfum sér gat hann ekki
farborða.
Alþýðuskáld vor hafa geft
spakmælavísur. Þau hafa s^
lífssannindi, skynjað þau, eI1
eigi getað handsamað haminot'
una.
Sum urðu flækingar, t.
Látra-Björg.
3um gerðu bæn sína, þe£31