Lögberg


Lögberg - 14.08.1941, Qupperneq 2

Lögberg - 14.08.1941, Qupperneq 2
2 LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 14. AGÚST, 1941 Skin og Skuggar Fáein atriði úr sögu Kon- stantinopel-borgar, á tímum kristnu keisaranna; þijtt ú-r danska tímaritinu “Rundt paa Jorden,” með lítilsháttar við- aukum eftir þýðandann, G. E. Eyford. (Framh.) Þegar krossförunum bárust þesisi tíðindi, gleymdu þeir hatr- inu til hins ógæfusama Alexius, og sóru að hefna grimmilega á morðingja hans og hinum trú- lausa lýð, er tekið hefði hann til keisara; en nú var við harð- vítugan ofbeldismann að eiga, sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna, og með snarræði og hörku kom hann reglu á hinar skipulagslausu hersveitir borgar- innar. Hann stýrði sjálfur her- æfingunum og gekk á milli her- mannaraðianna með járnkylfu í hendi sér, sem hann brúkaði ó- spart á þá, er honum líkaði ekki við. Hann gerði brátt tilraun til að brenna flota krossfaranna með eldinum griska; en Venesiu- mönnum tókst að bjarga flot- anum áður stórar skemdir urðu. Þegar keisarinn þóttist tilbúinn, gerði hann úthlaup úr borginni um nótt með allan herinn, og hugðist að koma óvörum að ó- vinum sínum, en þetta bragð hepnaðist ekki; þrátt fyrir það að hann hafði miklu meira lið, % beið hann fullan ósigur fyrir Henrik greifa, og varð að flýja inn í borgina. I þessari orustu tapaðist hið forna keisaralega hermerki, sem var alment álitið sem helgur dómur. f það var cfið af mikilli list mvnd af Mariu mey (St. Mary). Eftir þessa orustu varð hlé á af beggja hálfu í þrjá mánuði, er 'hvorutveggja notuðu til að húa sig sem bezt undir hina yfir- vofandi úrslitaorustu. Borgar- múrarnir voru treystir alstaðar er þurfa þótti, og voru borgar- menn öruggir fyrir því að borg- in væri óvinnandi; en meðfram ‘ strönd Marmarahafsins var svo • mikill straumui-, að hafnsögu- j mennirnir álitu að ekki væri hægt að leggja skipum þar að múrunum; það var því aðeins frá höfninni, sem- búast mátti við, að nokkur hætta stæði af flota krossfaranna. Er alt var sem bezt undirbúið, var herliði fciorgarinnar raöað til varnar upp á múrunum, og stóð þar al- búið til orustu. P'yrir framan þá, á höfninni, lá floti Venesíu- nanna í settum röðum. Orust- an hófst með örvaskotum, grjót- kasti og eldi. Strax og hægt var að koma skipunum nógu nærri múrunum, voru uppgöngustig- arnir reistir og fallbrýrnar frá möstrum skipanna látnar falla á múrana; upp stigana og eftir hrúnum hlupu hermennirnir með sverð, spjót og stríðsaxir i höndum; hófst þar hin grimm- asta orusta, því þar barðist mað- ur við mann í návigi. Á hundr- að stöðum réðist krossfaraher- inn til uppgöngu á múrana, en borgarmenn vörðust af mikilli hreysti, svo að þvi sinni urðu krossfararnir að láta undau síga. Næsta dag hófst orustan að nýju, en Venesiumenn unnu ekki á fremur en daginn áður, en þeir voru þó ákveðnir í því að vinna borgina hvað sem það kostaði. Þriðja daginn er þeir lögðu til orustu, höfðu þeir tengslað skipin saman með sterkum keðjum, svo þau skyldu ckki riðlast er þeim var lagt að inúrunum. Biskuparnir af Troyes og Soissons stýrðu sjálf- ^it0tne00 ctrtb \ DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultatlon by Appolntment Only • HeimlU: 5 ST. JAMES PLACE Wlnnlpeg, Manltoba Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Oífice tfmar 3-4.30 O 0 Res. 114 ORENFELL BLVD. HeimiU: 214 WAVERLEY ST. Phone 62 200 Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DRS. H. R. & H. W. DR. ROBERT BLACK TWEED Tamnlœknar Sérfræðingur í eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. 406 TORONTO GEN. TRUSTS Cor. Graham & Kennedy BUILDING ViötalsUmi — 11 til 1 og 2 til t Cor. Portage Ave. og Smith St. Skrlfstofusími 22 251 PHONE 26 545 WINNIPEG Helmillssfml 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson Dentiat 806 BROADWAY 0 Talsimi 30 877 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 Vlðtalstlmi 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 512 MfiDICAL, ARTS. gLÖQ. H. A. BERGMAN, K.C. Stundar elngöngu Augna- Eyrna-, Nef- og Háls- Ulenzkur löofrætHnour sjúkdóma. 0 DR. J. T. CRUISE, 313 Medical Arts Bldg., lítur eftir öllum Skrlfstofa: Room 811 McArthur sjúklingum mfnum og reikning- Building, Portage Ave. um f fjærveru minni. P.O. Box 1656 Talsfmi 23 917 Phones 95 052 og 39 043 - J. T. THORSON, K.C. A. S. BARDAL islennhur logfrœöingur 848 SHERBROOOKE ST. Selur lfkkistur og annaat um út- • farir. AUur útbúnaður s& bestl. Ennfremur selur hann allskonar 800 GREAT WEST PERM. Bldg mlnnisvarða og Iegstelna. Phone 94 668 Skrlfstofu talsfml 86 607 Helmllis talsíml 601 562 J. J. SWANSON & CO. ST. REGIS HOTEL LIMITED 285 SMITH ST„ WINNIPEG 308 AVENUE BLDG., WPEG. 0 pœoUegur oo rólegur bústaöur • i miObiki boroarlnnar Faateignasalar. Leigja hús. Ct- Herbergi J2.00 og >ar yfir; með vega peningalán og eldsábyrgC, baðklefa 33.00 og þar yfir. bifreiðaábyrgð o. s. frv. Agætar máltfðir 40c—60c PHONE 26 821 Frec rarking for Guests ir áhlaupinu, og hvöttu liðið ó-( spart til aðsóknar og köllin; ‘'Pílagríniar!” og “Paradis!” bergmáluðu frá skipi til skips um allan flotann. Innan stund- ar eftir að áhlaupið hófst, blökt- uðu stríðsfánar biskupanna upp á múrunum, og í einni svipan voru 4 varðturnar teknir með áhlaupi; og á sama tíma voru þrjú hlið brotin upp, er til lands vissu, og geystust hinir frönsku riddarar á hestum sínum inn i borgina, og hné hver dauður er fyrir þeim varð, og fékk sér ei forðað. Varnarlið borgarinnar flýði frá vígstöðvunum, og fleigði vopnunum í ofboði skelfingar og hræðslu, er greip allan borg- arlýð. Er svo var komið, brut- ust krossfararnir inn í borgina í breiðum fylkingum frá öllum hliðum, en í þessari æsingu og hamförum, braust út eldur á mörgum stöðum í borginni, hinn þriðji stórbruni á tveimur árum, sem brendi fleiri hús og stór- byggingar, en þá voru til i Parísarborg. Krossförunum var það ljóst að þó þeir væru komn- ir inn í borgina, var langt frá því að borgin væri unnin, et borgarmenn vildu verjast i hin- um traustu byggingum; en til þess kom ekki, því næsta morg- un komu prestar og prélátar borgarinnar í skrúðgöngu, ber- andi krossa og helgidóma, á fund leiðtoga krossfaranna, til þess að biðja sér og borgarmönn um griða. Keisarinn var flúinn og öll vörn i reiðileysi; þeir beiddu því greifann af Montfer- rat, sem þeir báru mest trausl til, og álitu áhrifamestan af leið- togum krossfaranna, að hlífa borginni við meiri eyðileggingu og manndrápum, og ávörpuðu hann sem konung sinn og keis- ara. Greifinn tók því vel, og lof- aðist til að sjá til, að sem fyrst kæmist á regla og friður í borg- inni. Hann lét opna hliðin, svo þeim sem vildu fara úr borg- inni væri gert það sem auðveld- ast. Hann skipaði og samherj- um sinum að þyrma lífi trú- bræðra sinna, en að koma i veg fyrir hina óskaplegu eyðilegg- ingu, sem þar var gerð, gat hann ekki. Lýsing þessa stórviðburðar er tekin eftir frásögn hins gríska sagnaritara Etesráðs Nicetos, sem heima átti í borginni er krossfararnir tóku hana. Hann segir að hin dýrslega grimd og miskunnarleysi krossfaranna sé með öllu ólýsanleg; og Innocens páfi III. staðfestir þá staðhæf- ingu með umsögn sinni um þessa atburði. Hann segir svo: “Eg get ekki fundið nógu sterk orð til að láta í ljósi með viðui- stygð þeirrar svívirðingar, grimdar og mannúðarleysis, sem engu hlífði og alt mannlegt og heilagt tróð undir fótum sér.” öllum hinum feikna auðæfum, sem öldum saman hafði safnast saman í borginni, var nú hlífð- arlaust rænt og gtolið af hverj- um er hönd á festi. Skipun var gefin út um það, að alt herfang- ið, gull, silfur, gimsteinar, silki og aðrir dýrindis vefnaðir, grá- vara og allslags afar dýrar ný- lenduvörur, skyldi berast saman á þrjá staði, og voru til þess valdar þrjár kirkjur, sem safna skyldi herfanginu í. Þar skyldi öllum þessum auðæfum skift milli krossfaranna þannig, að hinir lægst settu í hernum fengu ákveðinn hlut, sem var miðaður við stöðu þeirra, og var lang- minsti hlutinn, svo jókst hver hlutur í hlutföllum við stöðu hvers um sig í hernum, . en stærsti hlutinn féll til barónanna, sem og vru leiðtogar hersins. Fyrst var herfanginu skift í tvo jafna hluti, það er milli Venesíu- manna og Frakka, og eftir að Fransmennirnir höfðu borgaö Venesiumönnum fyrir tilkostnað þeirra við leiðangurinn, áttu þeir eftir 400,000 mörk silfurs, upp- hæð sem mundi svara til 100 miljón dollara í vorum pening- um. Umskiftin i borginni urðu afskapleg, allir voru rændir, sem eitthvað var af að taka. Auð- menn borgarinnar, sem voru inargir, urðu þó harðast leiknir, enda höfðu þeir mest að missa. Hinn áðúr nefndi gríski sagna- ritari Etesráð Nicetos, gefur all- glögga lýsingu af því hörraunga ástandi og hrakningum er fólk- ið mátti líða, það sem af skrimti og ekki var drepið, eða fórst fyrir eldi og úr hungri. Hann segir sögu sína á þessa leið, og getur þess að lik hafi saga flestra verið, og sumra þó verri: “Eftir að hið skrautlega íbúðarhús mitt var brent, og ekkert eftir nema öskuhrúga, og niður hrundir marmaraveggir, flúði eg með fjölskyldu mína í gamalt og lélegt hús, sem eg átti og var nálægt Sofíu-kirkjunni. Þar dvöldum við í skjóli Venc- síu-kaupmanns, sem bjó sig í herbúnað ítala og hélt vörð við rlyrnar þar til að eg gat flúið úr borginni, og komið dóttur minni og því litla sem eftir var á ó- hultari stað. Það var á köldu vetrarkvöldi, sem eg flúði með fjölskyldu mina út úr horginni; vér urðum sjálf að bera farangur vorn, því þrælar mínir voru hlaupnir burt. Til þess að her- menn og ræningjar, sem voru á öllum þjóðvegum, skýldu ekki veita kvenfólki voru eftirtekt, eða sjá andlitsfríðleik þess, báru þær sót og svertu í andlit sér, og afskrærodu sig alt hvað þær gátu. Hvert fótmál var hættu háð, því allsstaðar mátti búast við ræningjum og morðingjum. Þá var það hinn fátæki almúgi, sem var að flækjast meðfram vegunum á einhverskonar ráða- leysis flótta eitthvað, eða bara til að deyja úr hungri og kulda meðfram vegunum, sem notaði sér tækifærið, er það sá hina ríku og völdu, sem verið höfðu fyrir fáum dögum, að særa þá með háði og minna þá á horfna dýrð, það var nærri því það versta af öllu illu að þola, að sja og heyra almúgann og þrælana hælast um og fagna yfir óförum höfðingjanna. Vegirnir moruðu af flóttafólki, sem flest var í lík- um kringumstæðum, allslaust, hálfbert, blóðugt og blóðrisa, og fjöldi fárveikur, er hné niður ör- rnagna meðfram vegunum. í þessari flóttamanna þvögu var sjálfur patríarkinn hálfber ríð- andi á asna; þannig flúði hinn mikilláti préláti höfuðboég sina, frá sínum vanhelguðu kirkjum, þvi krossfararnir hlifðu engu. Mikið af hermönnum kross- faranna voru menn, sem farið höfðu frá kyrlátum stöðvum í heimalandi sinu, og margir frá konum og börnum, innblásnir þeim sterka ásetningi að frelsa gröf Krists nr höndum Múham- cðstrúarmanna, en snerust nú með hinni villidýrslegustu grimd á móti trúbræðrum sínum og hinni kristnu kirkju, svo enginn Tyrki hefði getað ver gert. Eftir að þeir voru búnir að ræna kirkjurnar hinum helgu dómum, skrauti, gimsteium og perlum, hrúkuðu þeir þær fyrir knæp- ur otg hóruhús. Ein slík laus- iætiskona var sett i hásæti patrí- arkans og með söng og dansi spottuðu þeir hina grisku kirkju- siði og sálmasöng. Hinir dauðu fengu ekki að liggja í friði í gröfum sínum. Grafir keisar- anna í Postulakirkjunni voru brotnar upp, og líkin rænd.” Þannig lýsir Etesráð Nicatos þessum stórviðburðum. Þegar maður les um slíkar villimanna- aðfarir, isem þegar hefir verið frá sagt, og öll þau grimdar og niðingsverk er unnin voru undir því yfirskini að vernda kristinn étttrúnað. Þegar maður lítur yfir sögu rannsóknarréttarins, og alla þá grimd og djöfulæði er hann beitti í nafni kristinnar trúar, og allra annara hörmunga, er gengið hafa yfir hinn kristna heim, í trúarbragðastyrjöldum, þrælkun og undirokun, þá er líll mögulegt að komast undan þeirri hugsun, að trúarbragðalegt of- stæki og blindni er mannanna stærsta böl og óhamingja; það ætti að standa með stóru letri yfir hverjum kirkjudyrum. Þess hefir áður verið lítils- háttar getið hversu borgin var skreytt með allslags listaverk- um, sem safnað hafði verið sam- an frá ýmsum borgum hins forngríska ríkls, og höfðu varð- veizt í Konstantínópel, meðan hinar sagnauðgu borgir róm- verska ríkisins voru herjaðar, rændar og brendar, af hinum barbarisku þjóðum er æddu yfir það. Konstantínópelmenn báru hina dýpstu lotningu fyrir þess- um klassisku listaverkum for- feðra sinna; þó þeir að öðru leyti Væru orðnir eftirbátar þeirra um flesta hluti, hölðu þeir þó miklar mætur á list og listaverkum. En nú skifti um. Hinir óupplýstu og ruddalegn krossfarar virtu þessi dýrðlegu listaverk fornaldar snillinganna einkis, þau voru ei meira virði iil þeirra en verðmæti málmsins sem í þeim var, enda voru nú flest þeirra brotin og brædd og steyptir úr þeim peningar til þess að borga með mála her- mannanna. Nicatos gefur all- ljósa lýsingu af sumum þessara óviðjafnanlegu listaverka, og hversu stórkostleg þau voru. Honum segist svo frá. “I Hippo- dromatinu voru afar skrautlegar myndastyttur af nafnkendustu veðkeyrslumönnunum, er sýndu þá standandi á vögnum sínum, eins og í lifanda lífi, þegar þeir unnu sér til frægðar i kapp- akstrinum við olympisku leik- ana. Þar voru og líkneski af krókódílum og flóðhestum í fullri stærð, þar voru afar stórir Sfinxar; þessar myndastyttur áttu að minna á yfiráð Rómverja i Egyptalandi. Þar var úlfynjan, er fóstraði þá Romúlus og Remus. I miðri borginni var hár ferkantaður pýramídi skreytlur allra handa úthöggnum mynd- um, svo sem fuglum af allslags tegundum, bændum við vinnu sína á akrinum, sauðfé í haga og unglöinbum að leika sér; fiskar af ýmsum tegundum, og fjölda kúpidóa, sem léku sér að þvi að henda ástareplum milli sín; en upp á toppi súlunnar var afar- stórt kvenlikneski, sem snerist með hverjuim minsta vindblæ, var það svo meistaralega gert, að vart var greinanlegt frá lif- andi manneskju. Á öðrum stað í borginni var myndastytta af París, er sýnir hann vera að leggja fegurðar verðlaunin að fótum Venusar; þar var og líkn- eski af Helenu fögru, og lýsir Nioetos því með mikilli hrifn- ingu og aðdáun. Hann segir, meðal annars í lýsingu sinni: ‘ óviðjafnanlegir voru hinir hold- ugu og snjóhvítu handleggir, hin hvelfdu og aðdáanlega fögru brjóst, þá var hið yndislega bros á hinum blóðrauðu vörum hennar, ekki siður óviðjafnan- legt, og töfrandi seyðmagn hinna dreymandi augna. Svo hag- lega var líkneski þetta gjört, að það sýndist sem lifandi væri. Hinn þunni búningur bylgjaðist lyrir hinum minsta vindblæ, og iféll að hinum óviðjafnanlega fölgru limum likneskisins.” Þar var og tröllaukið Herkúlesar Hkneski. Nicetos segir að þum- alfingurinn á því hafi verið eins gildur og fullorðinn maður um mjaðmir, en þó svo snildarlega gert að öll hlutföll samræmdu sem í lifandi manns líkama. Þar var og afar stórt líkneski af Júnó, sem einu sinni hafði prýtt gyðjuhofið i Samos. Þar var og líkneski er hvíldi á 30 forfýr súlurn, er voru 30 fet á hæð hver; þeitta líkneski táknaði Pallas Athena, það var óviðjafn- anlegt meistaraverk að fegurð og formi. öll þessi og fjöldi annara Jistaverka hinna forngrisku snill- inga, voru brotin og brædd upp og steyptir úr þeim klunnalegir koparpeningar. Þannig liðu undir lok mörg hin stórkostlegu listaverk fornaldarinnar, og eru öllurn töpuð um aldur og æfi. Sorglegar afleiðingar triiar- bragðalegs brjálæðis. Eiins mikið og krossfararnir forsmáðu hin klassisku lista- verk, eins báru þeir aftur á móti mikla lotningu fyrir hin- um svokölluðu helgu dómum. Þeir söfnuðu saman úr kirkjum og klausitrum feiknunum öllum af slíku, svo sem: höfuðkúpum, beinum, krossum, myndum lielgra manna, fátaleifum, sem sagt var að hefðu einhverntíma átt einhverjir helgir menn, á- samt allra handa fáránlegum hé- góma. Þessir hlutir urðu að afarverðmætri verzlunarvöru, og seldir dýrum dómum uin alla Vestur-Evrópu, prestum og munkum til hins mesta hafnað- ar. Margir gáfu og þennan hé- góma, kirkjum og klaustrum, fyrir sálu sinni, er þeir komu aftur til átthaga sinna, úr þess- um leiðangri. VI. HNIGNUN BORGA RINNA R Eftir hina miklu viðburði, er frá hefir verið sagt, skiftu Venesíumenn o!g Fransmennirnir leifum hins forna keisaradæm- is milli sín, en yfirráð þeirra urðu skammvinn. Að fimtíu ár- um liðnum höfðu þeir mist öll yfirráð ríkisins úr höndum sér. Gríska keisaradæmið var enduv- reist, en nú var það fátækt, veikt og umfangslítið; það var eins og sjúklingur sem er nýstaðinn upp úr langri legu, aðeins til að hjara um stund með veikum burðum. Þannig var um þessa heims- frægu borg Konstantínópel og gríska rikið. Næstu 200 árin eftir þessa miklu eyðileggingu, er svo að segja næstum óslitið óeirða- timabil, sem stafaði af innbyrðis ósamkomulagi o!g flokkadráttum. Stundum eru tveir eða þrír keis- arar og keisara-ekkjur, sem alt berst um völdin. Stundum fá- fróðir og hjátrúarfullir munkar, sem kioma öllu í bál og brand, ineð ofstæki, og ofan á alt þetta óstand var ríkið í stöðugri hættu fyrir einum eða öðrum útlend- um óvini. Eftir viðreisn ríkisins, fengu Genovamenn leyfi til að setjast að í Galata, sem var undirborg höfuðborgarinnar, en skömmu síðar réðust Venesíumenn á þá. og brendu og eyddu, að mestu borg þeirra. Eftir það var Galatamönnum leyft að víggirða borgina, með múrum og gröf- um, eins og þá var títt. Galata- menn réttu brátt við, og fóru smátt og smátt að fæp sig upp á skaftið og náðu innan skamms mestallri verzluninni í sínar hendur, og yfirráðum yfir allri fiskiveiði í Marmarahafinu. Þeír fóru að leggja tolla á allan varn- ing er fluttur var til höfuðborg- arinnar og höguðu sér á allan liátt sem sjálfvalda ríki væri. Konstantínópel-borgarmenn, sem altaf lágu í illdeilum og fokka- dráttum innbyrðis sín á milli, gátu ekki varist ásælni og yfir- gangi þessara ofstopafullu ná- granna sinna. Þeir höfðu engin skip, og sízt til varnar, og urðu að vera upp á Galatamenn komn- ir með allan aðflutning til borg- ir með allan aðflutning til borgarinnar. Þeir notuðu sér þetta dáðleysi borgarmanna og gjörðust að lokum svo djarfir að leggja stríðs-galeiðum sínum að borgarmúrunum, og skjóta með valslöngum grjóti inn i borgina, til að sýna keis- aranum að þeir ögtuðu hann fyr- ir smáherra. Er svo var komið leizt keisaranum ekki á blikuna, og sneri sér til Venesíumanna, sem höfðu allmikinn flota í Marmarahafinu, og fékk þá til að verja Galatamönnum inn- siglingu á höfnlna. Galatamenn íeiddust þessu tiltæki keisarans ákaflega, og út úr þessu brauzt út strið milli Galata og Venesáu- manna. Þeir börðust í ægilegn sjóorustu, á 140 skipum, er stóð ■frá sólaruppkomu til sólarlags, og lauk þannig, að Venesíuinenn unnu sigur og náðu borginm Peru á sitt vald, en Galatamenn

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.