Lögberg - 14.08.1941, Side 4

Lögberg - 14.08.1941, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. AGÚST, 1941 ------------Högfaerg---------------------- Oefið út hvern fimtudag af TIUÍ COM.ViUiA i'KKiSS, lJMlTKli 6»5 Surgent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent A'-e., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Ver6 $3.00 um árið — Borgist fyrírfram The "Lögberg ’ is printea -nd pub.ished by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Minni Islands flutt á Gimli 4. ágúst 1941. m Eftir Thor Tkors. GóSir Islendingar, konur og menn! Það er lofsverð og falleg venja að Islend- ingar og þeir, sem eiga ætt sína að rekja hér á hinu Nýja Islandi til landsins elds og ísa hinumegin hafsins, skuli árlega hittast og gera sér glaðan dag í liópi vina og ættingja og í ljósi sameiginlegra kærra endurminn- inga. Slík trygð og ættarkend er okkur heima á íslandi mikið fagnaðarefni, og eg veit að nú í dag leita hugir margra landa minna að heiman og hingað vestur yfir haf til að sam- fagna ykkur. Það er mér mikill heiður og ánægja að eiga nú að nýju kost á að ávarpa ykkur, sem fulltrúi Islendinga og íslenzku ríkisstjórnarinnar hér vestra í hinu mikla nágrannalandi ykkar. Konan mín og eg nut- um þess innilega að dvelja meðal ykkar, þótt um skamma stund. væri, fyrir tveimur árum. —• Aðeins tvö ár eru liðin frá því að eg flutti ykkur ávarp hér vestra, en á þeim tveim árum hefir margt og mikið skeð, margt misjafnt og ilt, sem okkur er öllum hið þyngsta áhyggjuefni. A högum ykkar, sem þetta land byggið, hafa orðið geysilegar breytingar. Þið eigið nú í ófriði, hinum hryllilegasta, stórvirkasta og örlagaþrungnasta ófriði, sem veraldar- sagan hefir þekt. Barizt er í þrem heims- álfum, en alt mannkynið tekur í rauninní þátt í baráttunni á einn eða annan hátt. Grimmilegustu morðvélar ráða örlögum sak- lausra manna og kvenna og fegurstu og frægustu tákn menningar okkar í byggingum og mannvirkjum eru lögð í rústir á svip- stundu. Öllum hinum mentaða heimi er það nú ljóst orðið að barist er um og fyrir frelsi mannkynsins, frelsi þjóða og einstaklinga, frelsi í hugsun og athöfn, frelsi til að segja, skrifa og trúa hyerju sem menn þrá og vilja. Allar þjóðir verða nú að færa miklár fórnir vegna þessa hildarleiks. Þúsundir manna, tugir og hundruð þúsunda, miljónir hafa orðið að þola hin þvngstu örlög, átt við neyð og skort og kúgun að búa. Hver þjóðin á fætur annari hefir glatað frelsi sínu og sjálfstæði og orðið að þola hverskonar kúg- un og ofbeldi. Þið, sem þetta land byggið, eruð aðilar í þessar styrjöld. Þið hafið orð- ið að færa hinar stórkostlegustu fórnir fyrir hugsjónum ykkar, þeim hugsjónum, sem hafa bygt upp líf ykkar og þjóðfélag. Eg veit að þið eruð staðráðnir í því að berjast til þrautar, berjast og vinna sigur, fullan sigur frelsis. og mannréttinda. Eg vil óska af alhug að ykkar hugsjónir megi sigra. — Mér er aðalega ætlað að mæla hér fyrir Islandi. Bg tel það mestu máli skifta að skýra fyrir ykkur hvert hefir orðið hlut- skifti Islands í hinum mikla hildarleik og hverjar breytingar styrjöldin hefir haft á iiag og stöðu Islands í heiminum. Eitt sinn kvað skáldið: Eitt er landið ægi girt yzt á ránarslóðum, fyrir löngu lítilsvirt langt frá öðrum þjóðum. og það má með sanni segja að slíkt hafi ver- ið hlutskifti íslands í heiminum fram til síðustu og verstu tíma. En ísland hefir nú 1‘ærzt nær hinum mikla heimi en nokkru sinni fyr, og það hefir orðið skjótar en varði, bæði til góðs og ills. Það má segja að frá upphafi hafi Island dregist inn í ófriðinn og sé nú komið inn í hringrás hans. Fyrstu mánuðir styrjaldarinnar máttu heita aðgerð- arlitlir yfirleitt og svo var einnig að því er Island snertir. Við gátum rekið siglingar okkar nokkurn veginn óáreittir og haldið verzlun okkar við flest hin fyrri viðskifta- lönd, þótt hún færðist stöðugt meira í hend- ur Breta einna. Jafnvel í desember 1939 leyfðu Bretar okkur að sigla frjálslega til Þýzkalands með nokkra vörufarma, sem ein- göngu fóru til að greiða skuld, er Islendingar höfðu stofnað fyrir styrjöldina í Þýzkalandi. Get eg þessa, vegna þess að eg tel þessi við- skifti bæði Bretum og íslendingum til sóma. Jslendingum er skilvdsin til sóma og brezka stórveldinu er heiðúr að því að hafa leyft smájijóðinni að gera skil. r'ó hbita að fvrsti stórviðburðnr SÍ -' A’ i : i . . i. k .. i.-.i .. . hinn 9. apríl 1940, er Þjóðverjar hefja innrás í sambandsland okkar Danmörku og taka það hernámi á svipstundu. Frá því er Is- land var viðurkent frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918 höfðum við haft sérstakan samning við Danmörku, þar sem Dönum var falið að fara með utanríkismál okkar í um- boði okkar og meðferð nökkurra annara mála er við síðar á þessu tímabili höfum tekið í okkar hendur. Ennfremur var konungur Danmerkur einnig konungur Islands og hafði því með höndum meðferð hins æðsta valds í málefnum Islands. Þegar nú Þjóðverjar höfðu hernumið Danmörku lokuðu Bretar að sjálfsögðu samgönguleiðinni milli íslands og Danmerkur og sambandi okkar við Dan- mörku var því fyrir óviðráðanleg atvik í rauninni slitið. Alþingi íslendinga gerði því daginn eftir, hinn 10. apríl 1940, tvær sögulegar og merkilegar ályktanir. 1 fvrsta iagi ákvað það, að þar sem konungi væri nú ókleift • að fara með konungsvaldið skyldi meðferð þess falin ríkisstjórn Islands að svo stöddu. Eins og kunnugt er áttu á þessum tíma og eiga nú í dag sæti í ríkisstjórninni fimm ráðherrar. Eru tveir þeirra úr Fram- sóknarflokknum, tveir úr Sjálfstæðisflokkn- um og einn úr Alþýðuflokknum. Stjórnin nýtur stuðnings allra þingmanna, nema kommúnista, og Alþingi fann eigi á svip- stundu annan aðila færari til að fara með æðsta valdið en þá ríkisstjóm, er naut stuðnings nærri al’ls þingheims. A þessu hefir nú breyting orðið, sem síðar skal minst. Hin önnur ályktun Alþingis þennan dag var sú, að Islendingar skyldu nú sjálfir taka utanríkismál sín í eigin hendur og einir fara með þau mál. Nokkru síðar var stofn- að sérstakt Utanríkisráðuneyti í Reykjavík og íslenzkir sendimenn voru útnefndir í Kaupmannahöfn, Sto'kkhólmi, London og New York. Um líkt leyti var kvaddur heim til Islands hinn reyndasti sendimaður þjóð- arinnar, Sveinn Björnsson sendiherra í Kaupmannahöfn, til að vera ríkisstjórninni ráðunautur um utanríkismál. Þetta voru aðeins hin fyrstu spor Islendinga á sviði utanríkismálanna og það er bjargföist sann- færing mín, að á meðan íslenzkt sjálfstæði er til mun Island eiga sína sendimenn, ekki aðeins á þeim stöðum þar sem þeir eru nú, heldur víðsvegar um gjörvallan heim, þar sem íslendingar eiga hagsmuna að' gæta. Hér í Vesturheimi er nú ráðgert að útnefna víðsvegar ræðismenn, og er það lslandi þá sem endranær gott að eiga svo marga vaska og færa syni í hópi Vestur-lslendinga, sem stöðugt eru fúsir að' leggja ættjörðinni lið. Þessum ákvörðunum Alþingis var fagn- að af íslenzku þjóðinni. Nú þóttu ný og stór spor vera istigin til fullkomins sjálf- stæðis. — En réttum mánuði síðar, hinn 10. maí 1940, sló skagga á Jiennan fögnuð. Er- lendur her steig þá fæti á land og tók sér bólfestu á landi voru. En það var brezkur her, og við vissum því að þar voru vinir vorir komnir. Þeir sögðust vera komnir til að vernda okkur, og því trúðum við þá og höf- um alla tíð trúað. Við vissum að hér voru komnir fulltrúar hinnar miklu lýðræðis og frelsisþjóðar, sem sett hafði sér það mark í styrjöld þeirri, er nú geysar, að vernda og endurreisa sjálfstæði og frelsi smáþjóð'anna í heiminum, sem einmitt nú eiga í vök að verjast, og hafa flestar verið ofurliði bornar. Brezki herinn kom óboðinn til íslands. Hann befir nú dvalið þar í nærfelt 16 mánuði og J>ann tíma hefir sambúð hersins og íslenzku þjóðarinnar verið til fyrirmyndar og -stöðugt farið batnandi. Smávegis árekstrar hljóta þó að eiga sér stað í sambúð geysifjölmenns hers við smájijóð, sem aldrei hefir hervörn- um né hermönnum vanist, og sem elskar og Jiráir ekkert meira, en að mega búa ein í friði í landi sínu að gæðum þess og gögnum. Fyrir rás viðburðanna, sem eg síðar skal rekja, mun hinn brezld her bráðlega hverfa brott af Islandi og eitthvað út í baráttuna fyrir frelsinu og mannréttindum, og eg veit að er þeir nú hverfa að heiman fylgja þeim árnaðaróskir allra góðVa Islendinga og vina- hót. Hinn 17. maí síðastliðinn var nýr merki- dagur í sögu Alþingis. Þá gerði Aljiingi Jirjár sögulegar ályktanir. Hin fyrsta var um sjálfstæðismálið. Hún var svo hljóðandi: Alþingi ályktar að lýsa því yfir: að það telur Island hafa öðlast rétt til fullra sambandsslita við Danmörku, þar sem Island hefir þegar orðið að taka í sínar hendur meðferð allra sinna mála, enda hefir Danmörk ekki getað farið með þau mál, sem hún tók að sér að fara með í umboði íslands með sam- bandssamningi Islands og Danmerkur frá 1918. að af Islands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á sambandslagaisátt- málanum við Danmörku, J)ótt ekki þyki að svo stöddu tímabært, vegna ríkjandi ; • a . d r.j r;rn ;a : imh'gur.í s.°.-n- bandsslitum og endanlegri stjórnarskipun rikisins, enda verði því ekki frestað lengur en til styrjaldarloka. Samkvæmt þessari þingsálykt- un telja íslendingar að sam- bandslagasamningurinn sé i rauninni og að lögum úr gildi fallinn, og ennfremur að fslend- ingar vilji ekki endurnýja samn- inginn við Dani, þótt formleg sambandsslit fari eigi fram fyr en í styrjaldarlok. Þessi ákvörð- un Alþingis er í fullkomnu sam- ræmi við yfirlýsingar þess bæði 1928 og 1937 um að sambands- lagasamningnum yrði slitið svo fljótt sem kostur yrði á, og þurfti hún þvi ekki að koma nokkrum manni á óvart i Dan- mörku né annarsstaðar, þar sem fylgst er með málefnum íslands. Nú er stefna íslands i sjálf- stæðismáli þjóðarinnar fullkom- lega og endanlega mörkuð og ekkert fær hindrað þessa á- kvörðun íslendinga, verði frelsi og réttur viðurkent i styrjaldar- lok. Önnur ákvörðun Alþingis var um stjórnskipun íslands svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sinum að lýðveldi verði stofnað á íslandi jafn- skjótt og sambandinu við Dan- mörku verður formlega slitið. Á mörgum undanförnum ár- um hefir fjöldi fslendinga látiö það í ljós bæði í ræðu o.g riti, að hin eðlilega þróun, er bezt samrímdist sögu og eðli íslend- inga, væri endurreiisn hins forna íslenzka lýðveldis í nútíma formi. Nú má fullvíst telja, að ísland verði lýðveldi í styrjaldar- lok, þótt enn sé óráðið hvernig kjöri og valdi forseta verður háltað. Þriðja tillagan var um æðsta vald í málefnum ríkisins þessa efnis: Alþingi ályktar að kjósa ríkis- stjóra til eins áris í senn, sem fari með það vald, er ráðu- neyti fslands var falið með ályktun Alþingis hinn 10. apríl 1940, um æðsta vald í málefn- um ríkisins. Þótt það hafi í sj^Ifu sér vel gefist, að fela ríkisstjórninni í heild að fara með konungsvald- ið, þótti þó eðlilegra, formlegra og virðulegra að fela einum sér- staklega þar til kjörnum manni meðferð hins æðsta valds. Á þjóðhátíðardag fslendinga hinn 17. júní siðastliðinn, er nú voru liðin 130 ár frá fæðingu frelsis- hetju þjóðarinnar, Jóns Sigurðs- sonar forseta, var hinn fyrsti ís- lenzki rikisstjóri kjörinn á Al- þingi með mikilli viðhöfn. Að heita má einróma var kosinn Sveinn Björnsson fyrverandi sendiherra. Var hann þann dag hyltur af Alþingi og mkilum mannfjölda í Reykjavik. Það má fullyrða að fslands gifta hafi ráðið þessu vali. Lítilli innbyrðis herskárri þjóð sem fslendingum, þar sem hver þekkir annan og flestir þykjast jafnt til mann- virðinga bærir, getur orðið erfitt að skipa friðsamlega og virðu- lega hinn æðsta sess. Svo tókst nú þessu sinni, er þingheimur varð sammála og naut þar Sveinn Björnsson sæmdar vegna tuttugu ára virðuegs starfs fyrir þjóðina á erlendum vettvangi og vegna þátttöku sinnar og for- göngu um margskonar nauð- synja og þjóðþrifa fyrirtæki heima á íislandi, svo sem við stofnun Eimskipafélags fslands. Vona allir íslendingar að gifta og sæmd fylgi hinu nýja starfi, ríkisstjóranum og þjóðinni til handa. Hér á þessari samkomu munu verða flutt kveðju-orð frá ríkisstjóranum til Vestur-íslend- inga og lýsa þau vel hlýhug hans til ykkar allra. Hinn nýstárlegasti atburður í sögu íslands, áþreifanlegasta og merkilegasta sönmun þess að ísland er ekki lengur langt frá öðrum þjóðum, heldur komið p-* * * ' * — ■■ •• ^ kom opinberlega í ljós hinn sjö- unda síðasta mánaðar, er vopn- aður her -Bandaríkja Ameríku steig á land á fslandi og tók að sér hervernd landsins. Þetta mál átti sér nokkurn en þó ekki langan aðdraganda. Tel eg þar bezt að rekja mál þetta eins og það var lagt fyrir Al- þingi hinn 9. júlí síðastliðinn. Segir svo í orðsendingu forsætis- ráðherra íslands til forseta Bandaríkja Ameríku: “f samtali þ. 24. júní skýrði brezki sendiherrann frá því, að þörf væri fyrir brezka herliðið á fislandi annars staðar. Jafn- framt lagði hann áherzlu á, hvc afar mikilvægt það væri, að ís- land væri nægilega vel varið. Hann dró einnig aithygli að yfir- lýsingu forseta Bandariíkjanna þess efnis, að hann yrði að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi J)jóða þeirra, sem á vesturhvelinu eru — og væri ein af þeim ráðstöf- unum sú, að veita aðstoð til að verja ísland — og að forsetinn sé þvi reiðubúinn til að senda hingað tafarlaust herlið frá Bandaríkjunum til að auka og koma síðar i stað brezka hersins hér. En að hann álíti, að hann geti ekki farið þessa leið, nema samkvæmlt tilmælum íslenzku ríkisstjórnarinnar. Eftir vandlega íhugun á öll- um aðstæðum og með tilliti til núverandi ástands, fellst íslenzka ríkisstjórnin á, að þeissi ráðstöf- un sé í samræmi við haigsmuni fslands og er þess vegna reiðu- búin til að fela Bandaríkjunum vernd fslands með eftirfarandi skilyrðum: (1) Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af fslandi ineð allan herafla sinn á landi. í lofti og á sjó, undireins og nú- verandi ófriði er lokið. (2) Bandarikin skuldbinda sig ennfremur til að viðurkenna al- gert frelsi og fullveldi fslands og að beita öllum áhrifum sín- um við þau riki, er standa að friðarsamningunum, að loknum núverandi ófriði, til þess, að friðarsamningarnir viðurkenni einnig algert frelsi og fullveldi fslands. (3) Bandaríkin lofa að hlutasl ekki til um stjórn íislands, hvorki meðan herafli þeira er i landinu né isíðar. (4) Bandaríkin skuldbinda sig til að haga vörnum landsins þannig, að þær veiti íbúum þess eins mikið öryggi og frekast er unt, og að þeir verði fyrir sem minstum truflunum af völdum ihernaðaraðgerða, og séu þær gerðar í samráði við íslenzk stjórnarvöld að svo miklu leyti sem mögulegt er. Vegna fólks- fæðar íslands og hættu þeirrar, sem þjóðinni stafar þar af leið- andi af návist fjölmenns herafla, verður einnig að gæta þess vand- lega, að einungis úrvalslið verði sent hingað. Hernaðaryfirvöld- unum ætti einnig að vera gefin fyrirmæli um að hafa i huga, að íslendingar hafa ekki vanist vopnáburði öldum saman og að þeir eru með öllu óvanir heraga, og skal umgengni herliðsins gagnvart ibúum landsins hagað í samræmi við það. (5) Bandaríkin taka að sér varnir landsins, fslandi að kostn- aðarlausu, og lofa að bæta hvert það tjón, sem íbúarnir verða fyrir af völdum hernaðaraðgerða þeirra. (6) Bandaríkin skuldbinda sig til að styðja að hagsmunum fs- lands á allan hátt, sem i Jæirra valdi stendur, þar með talið að sjá landinu fyrir nægum nauð- synjavörum, tryggja nauðisyn- legar siglingar til landsins og frá þvi og að gera í öðru tilliti hagstæða verzlunar- og við- skiftasamninga við J)að. (7) í s 1 e n z k a rikisstjórnin væntir þess, að yfirlýsing sú, sem forseti Bandaríkjanna gefur i þessu sambandi, verði í sam- ræmi við þessar forsendur af hálfu íslands, og þætti rikis- þrtð p’iki’s’ virði að vera gefið tækifæri til að kynna sér orðalag yfirlýsingar þessarar, áður en hún er igefin opinber- lega. (8) Af hálfu fslands er það talið sjálfsagt, að ef Bandaríkin takast á hendur varnir landsins, þá hljóti þær að verða eins öf 1 - ugar og- nauðsyn getur frekast krafist, og einkum er þess vænst, að þegar í upphafi verði, að svo miklu leyti sem unt er, gerðar ráðstafanir til að forðast allar sérstakar hættur í sambandi við skiftin. fslenzka ríkisstjórnin leggur sérstaka áherzlu á, að nægar flugvélar séu til varnar, hvar sem þörf krefur og hægt er að koma þeim við, jafnskjótt og ákvörðun er tekin um, að Bandaríkin takist á hendur varn- ir landsins. Þessi ákvörðun er tekin af fslands hálfu isem algerlega (frjáls og fullvalda ríkis, og það er álitið sjálfsagt, að Bandarikin viðurkenni þegar frá upphafi þessa réttarstöðu fslands, enda skiftist bæði ríkin strax á diplo- matiskum sendimönnum.” Þessi skilyrði eru skýr og af- dráttarlaus og orði til orðs var gengið að þeim. Forsefi Banda- ríkjanna bætir við: Mér er það ánægja að stað- festa hér méð við yður, að skil- yrði þau, sem sett eru fram í orðsendingu yðar, er eg hefi nú móttekið, eru fyllilega aðgengi- leg fyrir ríkisstjórn Bandaríkj- anna oig að skilyrða þessara mun verða gætt í viðski'ftunum milli Bandarikjanna og fslands. Eg vil enn fremur taka það fram, að mér mun verða ánægja að fara fram á samþykki Samvelda- þingisins (Congress) til J>ess, að skifzt verði á * diplomatiskum sendimönnum milli landa okk- ar. Það er yfirlýst stefna rákis- stjórnar Bandarfkjanna að ganga í lið með öðrum þjóðum á vest- urhveli jarðar til að verja nýja heiminn gegn hvers konar árás- artilraunum. Það er skoðun þessarar ríkisstjórnar, að það sé mikilvægt, að varðveitt sé frelsi og sjálfistæði íslands, vegna þess, að hernám íslands af hálfu ríkis, sem sýnt hefir, að það hefir á stefnuskrá sinni augljós áform um að ná heimsyfirráðum og þar með einnig yfirráðum yfir þjóðum nýja heimsins, mundi strax beinlínis ógna öryiggi allra þjóða á vesturhvelinu. Það er af þessari ástæðu, að ríkisstjórn Bandaríkjanna mun, samkvæmt orðsendingu yðar, strax senda heráfla til að auka og siðar koma í stað brezka her- liðsins, sem þar er nú. Þær ráðstafanir, sem þannig eru gerðar af hálfu ríkisstjórn- ar Bandaríkjanna, eru gerðar með fullri viðurkenningu á full- veldi og sjálfistæði íslands og með þeim fulla skilningi, að amerískt herlið eða sjóher, sem sendur er til íslands, skuli ekki á nokkurn hinn minsta hátt hlutast til um innanlandsmálefni íslenzku þjóðarinnar, og enn- fremur með þeim skilningi, að strax og núverandi hættuástand í milliríkjaviðskiftum er lokið, skuli allur slíkur herafli og sjó- her látinn hverfa á brott þaðan. svo að íslenzka þjóðin og ríkis- stjórn hennar ráði algerlegia yfir sínu eigin landi. fslenzka þjóðin skipar virðu- legan sess meðal lýðræðisrikja heimsins, þar sem frjálsræðið og einstaklingsfrelsið á sér söguleg- ar minningar, sem erú meira en þúsund ára gamlar. Það er því enn þá betur viðeigandi, að um leið og ríkisstjórn Bandaríkj- anna telcst á hendur að gera þessa ráðstöfun til að varðveita frelsi og öryggi lýðræðisríkjanna í nýja heiminum, skuli hún jafnframt, samkvæmt orðsendinigu yðar, verða þess heiðurs aðnjótandi að eiga á þennan hátt samvinnu við ríkisstjórn yðar um varnir hins sögulega lýðræðisríkis, ís- lands. Eg sendi þessa orðsendingu til

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.