Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JANÚAR, 1942 Niemoeller næsti leiðtoginn? Eftir .4. J. Russell. • (Alkunnan rithöfund um trúrnálaleg efni og höfund bókarinnar For tiinnertt Only, sem horfir fram ofar uazisman- um og ber fram athyglisverðan spá- dóm). Sá eini fuehrcr Þýzkalands, sem Bretar gæti nokkurn tíma gert samninga við yrði að vera jafn heiðarlegur eins og Hitler er óheiðarlegur; þess reiðubúinn að leggja alt í sölurnar heldur en að ganga á bak orða sinna, alveg eins og Hitler kastar öllu vel- sa*mi út i veður og vind, hvenær sem það er ofmetnaði hans þrámdur í götu. Sá er tæki við af Hitler, vrði að vera maður, sem vogaði sér, þegar alllir héldi taum fuehrersins, að bjóða hon- um byrgin og skeyta ekkert- um afleiðinguna fyrir sjálfan sig. Þó ekki fjandmaður þýzkrar þjóðar, heldur aðeins áhugarik- ur ættjarðarvinur í orðs þess bezta skilningi, maður, sem “þegar illmennin þroskast sem fjölgresið og starfsmenn (illrar) ráðkænsku dafna,” lætur nafns sins getið um víða veröld eins og manns þrungnum hreinleik hug- ans, og jafnvel sem hins mesta pislarvotts nútimans. Er eg að óska hins ógeranlega? Alls ekki. Til er slíkur maður, og, þótt all-ótrúlegt sé, Prússi í tilbót. Hann er mótmælenda prestur, Marteinn Niemoeller, algerlega óttasnauður maður; með óbil- andi sálarþreki og staðfestulund, ef nokkru sinni var slíkur maður í þenna heim borinn. Hann er þýzkur ættjarðarvin- ur, með aðdáendur í öllum lönd- um; harðstjórans fórnardýr, er jafnvel þann dag í dag gæti á hverju augnablikinu sem væri losnað úr fangagerðinu, væri hann nógu mikið vesalmenni til þess að beygja sig i auðmýkt frammi fyrir Hitler, eins og svo mar|gir prestar á Þýzkalandi hafa gert á þessum síðustu dög- um biturrar reynslu og blóðugra ofsókna. Eitt sinn stóð Niemoeller á málfundi frammi fyrir Hitler og gekkst hiklaust við að vera höf- undur skjals eins, er dóm feldi um stjórnarfar hans og sem leynilögreglan hafði komist á snoðir um. Hitler varð bálreið- ur; hann öskraði til Niemoellers um að láta sig einan um að stjórna Þýzkalandi. Niemoeller svaraði Hitler í orðum er að efni til kröfðust þess að hann léti Guð einan um stjórn kirkju sinnar. Þetta var bilið milli þeirra tveggja — hins falska ættjarðar- vinar og hins sanna. Fyrir Hitler var Þýzkaland og hann sjálfur sem höfuð þess, hinn eini guð. Fyrir Niemoeller er hinn kross- festi Jesús af Nazaret ímynd hins eina sanna guðs, sem engan mun gerir á Gyðing eða Germana, i hvers þjónustu sé sannarlegt Business and Professional Cards EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, X.D. fslenzkur lyfnali Fólk getur pantað meðul og annað með pösti. . Fljöt afgreiðsla. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 40« TORONTO OEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 2« 545 WINNIPEG Arthur R. Birt, M.D. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-slmi 23 703 Dr. L. A. Sigurdson Heimilissími 4 6 341 109 MEDICAL ARTS BLDG. Bérfrœðingur i öllu, er aO húOsjúkdómum lýtur Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Viðtalstími: 12-1 og 2.30 til 6 e. h. and by appointment H. A. BERGMAN, K.C. DR. ROBERT BLACK SérfrœBingur I eyrna, augna, nef itlenzkur lögfrœOinour og hálssjúkdðmum • 216-220 Medical Arte Bldg. Skrlfstofa: Room tll McArthur Bullding, Portage Ave. Cor. Graham A Kennedy VlBtalstlml — 11 tll 1 og 2 til 5 P.O. Box 1(66 Skrlfstofuslml 22 251 Phonea 95 052 og 39 042 Helmllteslml 401 991 Dr. A. Blondal Dr. S. J. Johannesson Physician & Burgeon 215 RUBY STREET (Beint suBur af Banning) 602 MEDICAL ARTS BLDG. Talslml 30 877 Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway # Slmi 61 023 ViBtalstlmi 3—5 e. h. J. J. SWANSON & CO. LIMITED Thorvaldson & Eggeitson 308 AVENUE BLDO., WPEG. • LögfrœOingar Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og elds&byrgO, . 300 NANTON BLDG. blfreiBaábyrgO o. s. frv. Talsími 97 024 PHONE 26 821 Dr. P. H. T. Thorlakson DR. A. V. JOHNSON 205 Medical Arta Bldg. Dentitt Cor. Graham og Kennedy Ste. Phone 22 8*6 • • 50« SOMERSET BLDG. Ree 114 GRENFELL BLVD. Telephone 88 124 Phone (2 200 Home Telephone 27 702 DR. B. J. BRANDSON A. S. BARDAL 216-220 Medical Arts Bldg. 848 SHERBROOOKE 8T. Cor. Graham og Kennedy SU. Selur llkkiatur Off annfmt nm flt- Phone 21 834—Oífiee tlmar 3-4.20 farir. Allur útbúnaBur sá beati. • Ennfremur selur hann aliskonar Helmlli: 214 WAVERLEY ST. minnlsvarSa og legsteina. Phone 403 288 Skrlfstofu talslml 88 (07 Winnipeg, Manitoba Helmilis talslml 501 5(2 ST. REGIS HOTEL \ </ VjCT 285 SMITH ST.. WINNIPEO • Pœgilegur og rólegur bústaOur i miOMki boryarlnnar Herbergl $2.00 og þar yflr; meB baBklefa (3.00 og þar yflr. V Agætar máltlBlr 40c—Iðc Free Parking for Queets frelsi að finna, en engan Nazi- þrældóm. Niemoeller var færður til dóms og fríkendur, saklaus af nokkru þroti igegn landsins lögum. En hinn nýi guð Þjóðverjanna stóð sem þrándur í götu gegn því að hann væri laus látinn, og Nie- moeller er heftur innan fanga- gerðis alt til þessa dags. Hinn álitlegi söfnuður hefðar- fólksins í Dahlem, sem er undir- borg við Berlín, sendi Hitler skrifað beiðnisskjal uin lausn prestsins síns, og hinn óbilgjarm Adolf sendi aftur skrifaða neit- an. I'rá erkibiskupnum af (’.anter- bury og öðruin heimskunnuin kirkjuhöfðingjum streymdu beiðnirnar til Hitlers um lausn Niemoeller, hinnar seinustu varnarhetju gegn harðstjórninni í Þýzkalandi, en Hitler skeytti þessu engu Þó þorir hann ekki að láta með köldu blóði myrða Niemoeller, eins og hann, líkt Mussolini, hefir látið myrða svo „ marga föðurlandsvini núverandi kynslóðar vorrar. Við og við Jætur Hitler frétta- smið sinn, Goebbeils, útbreiða einhverja lygaromsu í því skyni að ófrægja þenna ættjarðarvin, eins og t. d. nú allra seinast það, að mótmælandinn Niemoeller sé að snúast til fylgdar við katólsk- an sið. Sannleikurinn á bak við þá lýgi er það, að á einangrunar- stundunum í fangaklefa sínum hefir mótmælandinn Niemoeller verið að rannsaka sögu róm- versku kirkjnunnar til þess ef hann gæti látið sér til hugar koma einhverja leið til samein- ingar þessara tveggja stórdeilda kristindómsins Þarfleg iðja í einangrunar nauðinni. Og ef Hitler fyrir ofsóknir sínar gegn Niemoeller, yrði sér óafvitandi orsök til endursameiningar krist- indómsins, þá hefði jafnvel hann blandað nokkru góðu saman við gall sitt. En það er langt risastökk ÍVa einanigrunarklefanum upp í fyr- irliðastöðuna á Þýzkalandi. Hvað bendir til þess að Niemoeller gæti orðið eftirmaður Hitlers? í fyrra heimsstríðinu var hann stórvirkur formaður á kafbát, sem sökti mörgum skipum sam- bandsmanna á Miðjarðarhafinu, bæði með hrökkviskata (torpedoj skotum neðansjávar og sprengju- duflum er hann stráði í inörg hafnamynni. Sem kafbátsfyrir- Jiði var Niemoeller eins dugleg- ur og nokkur annar í þeirri stétt, og mannúðlegri en flestir þeirra. En honum var einkennilega ó- rótt i sinni út af þessari stöðu sinni. Svo var það eitt sinn, eftir að hafa á yfirnáttúrlegan hátl s»loppið gegnum sér ókunnugan sprengjudufla-vef, þar sem kaf- bátur hans hefði samkvæmt öll- um náttúrlegum líkum, átt að sprengjast í smátætlur, að hann á dularfullan hátt sannfærðist um það, að guð hefði af sér- stakri fyrirætlan verndað lif sitt gegn þessari dauðans hættu. Þegar svo stríðinu lauk neit- aði hann hálaunaðri stöðu eins og vélastjóri, en tók að nema guðfræði og vann fyrir sér eins og aðstoðarmaður við lagning járnbrauta á Þýzkalandi. Hvorki lítilmótleg atvinna, haturshugur Hitiler^, eða ofurmagn brezka flotans skaut honum nokkru sinni skelk í bringu. Hann var og er enn þess albúinn að horfa óskelkaður framan i hvað sem vera vill. Þegar hann svo gifti sig “með tvær hendur tómar,” og var spurður upp á hvaða framsýn hann gerði þetta, svaraði hann: “Upp á heilan haug af hugrekki.” Hann er gæddur þeim frjáls- ræðis eldmóði, sem engin fang- elsisvist fær kæft. # Eins og Marteinn Lúter hvers nafn hann ber, er Marteinn Nie- mræller áreiðanlega maður for- laganna. Hafið gætur á honum nokkra næstu inánuðina. — (Or W.peg F. P. Mag. Sec. — s.s.). Voltaire G. E. Eyford færði i letur. (Upphaf að þessarl fróðlegu og skemti- legu ritgerð, birtist I Logbergi þann 25. desember sfðastliðinn; en þá vildi það til, að höfundur hennar, Mr Eyford, veiktist og lá alllengi á spftala; hann er ekki búinn að ná sér til fullfl enn sem komið er, en er kominn heim, og er á sæmilegum batavegi; er hinum mörgu vinum hans það hið mesta fagnaðarefni.—Ritstj.), (Framhald) Þegar Voltaire var nú frjáls aftur, sneri hann sér að leiklist og leikritagerð. Hann hafði um þetta leyti lokið við að semja hinn heimsfræga sorgarleik Ædepe, og var hann sýndur í París skömmu siðar, uppihalds- laust í fjörutíu og fimm kvöld, fyrir húsfylli í hvert skifti. Gamli Arouet kom til að sjá leikinn, þó hann byggist ekki við miklu, en hann bjóst við að fá gott tækifæri til að finna að og setja út á leikinn. Hann valdi sér sæti í hliðarstúku tii að láta sem minst á sér bera. En gamli maðurinn varð fyrir vonbrigð- um; hann var, sem aðrir, hrif- inn af leiknum, en reyndi að dylja ánægju sína með því, að vera að nöldra í sífellu við sjálf- an sig: “ó, þorparinn! Þorpar- inn!” Þessi leikur sýndi skýra en sorglega mynd af fáfræði og trú- girni fójksins, hinu takmarka- lausa valdi prestastéttarinnar yfir hinni óupplýstu alþýðu, hin- um hörmulegu afleiðingum hjá- trúar og allslags hindurvitna, sem þjóðinni var haldið i. Voltaire haíði í hreinan ágóða, eftir að allur kostnaður við leik- inn var borgaður, 4,000 franka, sem hann óðara setti á arðber- andi rentu, sem var all-fágætt um þeirra tíma bókmentamenn. Það er og merkilegt við Voltaire, að í gegnum alt hans brask, var hann ekki einungis slingur að græða peninga, heldur og að á- vaxta þá á sem hagkvæmlegast- an hátt. Árið 1729 setti stjórn- in í Paris á stað stóra happdrætt- issölu; en hvernig sem því hefir verið varið, þá laðgist sá orð- rómur á að eitthvað bogið væri við þessa happdrættissölu, svo fáir fengust til að kaupa happ- drættismiðana. Voltaire sá sér þar leik á borði og keypti upp alla happdrættismiðana, og græddi stórfé á þvi, enda varð hann á skömmum tima stór- efnaður, en eftir þvi sem hann varð ríkari, varð hann veglyndari og hjálpsamari við þá sem bágt áttu, enda fór það svo að fleiri og fleiri allsleysingjar leituðu hans hjálpar, eftir því sem á æf- ina leið Það var sagt um hann, að i honum væri meistaralega sameinaðir gyðinglegir fjársýslu- hæfileikar og gallnesk ritsnild og orðfimi Næsti leikur er hann samdi, og var sýndur í Paris, mislukkaðist, og tók hann það afar nærri sér, en hann gafst ekki upp við það, og ofan á það bættist að hann lagðist í bólu- veiki, sem var nærri búin að gera út af við hann En áður en hann veiktist, hafði hann nýlokið við að semja Ieikinn Henriade. sem var sýndur meðan hann lá í bóluveikinni, en er hann loksins komst á fætur eftir veikina, gladdi það hann að leikurinn hafði hepnast mjög vel, og gjört hann frægan og viðurkendan sem genius, bæði á Frakklandi og viðar Eftir þetta stóð ekki á þvi að hann væri boðinn og velkom- inn í samkvæmi og veizlur höfð- ingjanna og aðalsins Náin um- gengni við þetta höfðingja og yfirstéttar fólk i París fágaði hann og fægði, svo hann þótti nú einhver glæsilegasti maður- inn i samkvæmislifi borgarinnar, auk þess var hann óviðjafnan- legur snillingur í samræðum. í átta ár baðaði hann nú i upphefð og velsæld og aðdáun Parísarborgar, en þá snerist hamingjuhjólið skyndilega. Sum- ir af höfðingja-flokknum gátu ekki þolað að þessi ungi maður, sem tók svo mikinn þátt í sam- kvæmislífi yfirstéttarinnar, hefði enga aðra nafnbót en að vera genius, isem þeim þótti fátæk- legur titill. I miðdagsveislu hjá Dive de Sully, eftir að Voltaire hafði haldið uppi fjörugum og smelln- um samræðum við gestina, spurði einn gestanna, Chevalier De Hohan: “Hver er þessi ungi inaður, sem talar svo hátt?” “Herra minn,” svaraði Vol- taire, “það er maður, sem ber ekkert stórt nafn, en nýtur virð- ingar fvrir það nafn sem hann ber.” Þetta var dænnalaus bíræfni, að svara De Rohan svona, öðrum eins stórhöfðingja, aðalsmanni i hárri stöðu. Að samkvæminu loknu leigði De Rohan nokkra þorpara til þess að sitja fyrir Voltaire og berja hann duglega, en sagði þeim þó að berja hann ekki á höfuðið, því skeð gæti að eitthvað gott gæti enn komið úr hausi hans. Daginn eftir kom Voiltaire i leikhúsið, vafinn sáraböndum, haltur og að öllu leyti illa til reika. Hann gekk beint að stúku Rohans og skoraði hann til hólmgöngu næsta dag. Að þessu erindi loknu hélt hann heim til sín, og varði öllum deg- inum i að æfa sig sem bezt fyrir hólmgönguna. En hinn hágöf- ugi andstæðingur hans hafði enga löngun til að hætta sínu dýrmæta lífi, ef ske kynni að hann yrði sama sem fyrirvara- laust sendur til himnaríkis, eða þá til annars staðar, og það bara af réttum og sléttum genius. Hann tók þvi það til bragðs, að biðja frænda sinn, sem var lög- reglustjóri borgarinnar, um vernd; og næsta dag var Voltaire tekinn og lokaður inni i Bastilí- unni, en honum var bráðlega gefinn kostur á að vera látinn laus, með því skilyrði að fara undir eins í þriggja ára útlegð til Englands. Alt var betra en Bastillan, og tók hann þvi þenn- an kost, þó nauðugur væri, og næsta dag var hann fluttur áleið- is til Englands, undir sterkri lögreglugæslu, og settur á land hjá Dover; en hann langaði til að hefna sin á De Rohan, og gerði tilraun til að strjúka yfir sundið til Frakklands, en hann var varaður við i tima, að frönsk lögregla væri á hælum hans og vektu yfir hverri hans hreyfingu, til þess að taka hann fastan aft- an; svo hann sá þann kostinn beztan að gera sér að góðu að dvelja á Englandi í þrjú ár. Eftir að Voiltaire var sestur að á Englandi, eyddi hann ekki tím- anum i athafnaleysi. Það fyrsta var að nema málið, sem honum gekk svo vel að innan skamms tíma gat hann lesið ensku full- um fetum, og áður árið var lið- ið var hann orðinn vel að sér í hinum beztu bókmentum Eng- lands. Lávarður Bolingbroke kynti hann hinum nafnkendustu fræðimönnum Englands, sem óð- ar gerðu hann að meðlim hins brezka rithöfundafélags. Voltaire varð brátt hrifinn af kynningu sinni við hina brezku ritsnillinga sem á þeirri tíð voru margir og tilþrifamiklir. Honum fanst anda um sig heilnæmara og frjálsara andrúmslofti. Það var svo ólíkt og á Frakklandi. Þess- ir ensku rithöfundar skrifuðu um öll málefni, andleg og ver- aldleg, gagnrýndu þau og komu fram með nýjar skoðanir og skýringar á flestum viðfangsefn- um mannlegra hugsana, án þess að þurfa að nötra af ótta fyrir að vera hneptir i fangelsi fyrir að láta skoðanir sínar í ljósi, eins og þá var tizka á Frakk- landi. Hann fann að hér var fólk, sem hafði endurskapað trú- arbrögð sín, svo þau samrýmd- ust skynsamlegu viti og kröfum tímans, að hér var fólk, sem hafði tekið fram fyrir hendur á ofbeldissinnuðum konungum, og bygt upp þjóðiegt löggjafarþing, sem var áhrifameira og sterkara en nokkur valdhafi í Evrópu. Alt þetta vakti djúpa að dáun i huga Voltaires fyrir þeim frelsis- anda er hann kyntist á Englandi, og sem hann sá að var að verða að brezkri lífsstefnu. Skömmu eftir að Voltaire kom til Englands, dó spekingurinn Isaac Newton. Voltaire var við útför hans, og mintist þess oft síðar, hversu djúp áhrif á sig að sú athöfn hafði haft. Allur sá heiður og þakklæti, sem hin enska þjóð sýndi minningu þessa hógværa og látlausa fræði- og vísindamanns, fyrir hans mikil- væga og göfuga lífsstarf í þágu aukinnar þekkingar á sviði eðlis- fræðinnar, og margra annara visinda. Voltaire varð siðar aðal útbreiðslumaður Newtons-kenn- ingarinnar á Frakklandi. Það má heita undravert, á hve stutt- um tíma að Voltaire drakk í sig. svo að segja alt, sem England gat kent honum á sviði bók- menta, vísinda og heimspeki. Allar þessar fræðigreinir endur- plantaði hann á Frakklandi með þeirri snild og fjöri sem hefir verið aðdáun allra bókmenta- mann fram á þennan dag. Hann skrifaði um þessi mál í bók, sein hann kallaði “Bréf um Englend- ingn,” og var þeim útbýtt í handriti meðal vina hans, því hann þorði ekki að láta prenta þau, vegna ritskoðunarinnar á Frakklandi. Þau höfðu inni að halda samanburð á ensku stjórn- frelsi og málfrelsi, borið saman við franska harðstjórn og sam- vizku-kúgun. Þau sýndu fram á að hið eina svar, sem Frakk- land hefði gegn öllum nýjum spursmálum og stefnum og alda- gömlum hindurvitnum, var Bastillan, þangað var öllum dembt, án dóms og laga, sem gjörðust svo djarfir að hrófla við venjubundnum kreddum og hleypidóinum. í bréfum Jiessum hvatti hann miðstéttirnar til að krefjast sinnar réttu hlutdeildar í meðferð málefna þjóðarinnar. Án þess að ætlast til eða vita hver yrðu áhrif þessara bréfa á frönsku þjóðina, þá urðu þau fyrsta hanagal stjórnarbyltingar- innar miklu. Eftir að þrjú ár voru liðin, gaf ríkisstjórinn Vol- taire leyfi til að koma aftur til Frakklands. Eftir þessa þriggja ára útlegð naut hann um fimm ára skeið allra vellystinga París- ar lffsins, og hóf þá að semja skáldsögur og vinna að hinni miklu frönsku alfræðibók, af miklu kappi, en þá fellur snurða á hamingjuþráðinn. Einhver bókaútgefandi, sem hafði komist yfir eitt af hand- ritum af bréfum um hina ensku, prentaði það án vitundar Vol- taires, og seldi út um alt Frakk- Ná msskeið! Námsskeið! Nú er sá tími árs, sem ungt fólk fer að svipast um eftir aðgangi að verzlunarskólum borgarinnar; enda sannast þar hið fornkveðna, að ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Það börgar sig fyrir yður að finna oss að máli eða skrifa oss viðvíkjandi verzlunarskóla námsskeiðum; vér getum veitt yður þau hlunnindi, sem í hag koma. Símið eða skrifið við fyrstu hentug- leika. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs! THE COLUMBIA PRESS LIMITED 095 SARGENT AVENUE, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.