Lögberg - 19.03.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.03.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGJ.NN 19. MARZ, 1942 ------------iöjrberg----------------------- QeflS út hvern fimtudag af TUG COLiU AliiiA l'UGSS, IjlMlTEl) •06 Sargeut Ave., Wlimipeg, Manitoba Utan&skrift ritstjórans: EDITOH LOQBGHG, 695 Sargent A'-e., Wlnnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verö $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg ’ is printea -nd pub.ished by The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Þyngra en tárum taki “Heimilisböl er þyngra en tárum taki,” sagði Brynjólfur biskup Sveinsson, og mun sú raunspeki, sem í orðum hans felst, seint verða vefengd; út yfir tekur þó vitanlega heimsbölið, sem núlifandi kynslóðir þessarar fögru jarðai horfast í augu við; tortímingaröflin ægilegu, er svo hafa færst í aukana, að máttarstoðir sið- menningarinnar leika á reiðiskjálfi. Fregnir þær, er utanríkisráðherra Breta. Anthony Eden, nýlega gerði heyrinkunnar i brezka þinginu um djöfullega meðferð Japana á brezkum föngum í Hong Kong, og andstyggi- legt athæfi þeirra gagnvart konum á þeim stöðvum, eru þyngri en tárum taki, og vekja að sjálfsögðu réttláta reiði allra drengilega hugs- andi manna; að níðast á þeim, sem beðið hafa lægra hlut, er eitt það átakanlegasta ómensku brennimark, sem hugsast getur, og hlýtur á sínum tíma, að koma þeim óþyrmilega í koll, er slíkan tilverknað fremja, því enn er lögmái réttvísinnar hvergi nærri aldauða í heiminum, þó við raman sé reip að draga. Harmsagan frá Hong Kong er vitanlega engan veginn einskorðuð við þann sérstaka stað; hún er, og verður, endurtekin í nákvæm- lega sömu útgáfu á þeim stöðum öðrum, þar sem Japanir og samvizkulausir skoðanabræður þeirra af öðrum þjóðum, fá yfirhönd, og segja fyrir verkum; sömu örlög myndi bíða vor ef til þess kæmi, sem aldrei má koma, að vér yrðum vitfirringaröflum heimsdrottunarstefn- unnar að bráð.^— í kjölfar hinna ömurlegu tíðinda frá Hong Kong, sigla svo nýlegar fregnir um það, að þýzkir Nazistar hafi hrundið af stokkum gegn Gyðingum í hinum hernumdu löndum einni þeirri geigvænlegustu ofsókn, er sögur fara af; er nú staðhæft, að Hitler hafi látið “ryðja úr vegi,” eða skjóta upp við múrvegginn, átta- tíu og sex þúsundir Gyðinga í baltisku ríkjun- um og á Póllandi. Þannig er þá “skipulagið nýja,” sem þeir Hitler, Mussolini og hinn jap- anski sálufélagi þeirra, vilja þröngva upp á mannkynið með slíkri villimannlegri grimd, að miðaldramyrkrið gamla minnir jafnvel á sól- aruppkomu. Myndirnar frá Hong Kong eru teiknaðar slíkum feiknstöfum, ásamt því blóðletri, sem Hitler skráir með Gyðingasögu nútímans, eru það skýrar, að óhuganlegt sýnist, að nú geti nokkrum andlega heilskygnum manni blandast hugur um það, um hvað sé í rauninni barist. og ætti slíkt að blása sóknaraðstöðu lýðræðis- þjóðanna byr í segl, og samræma frelsisöflin tii úrslita átaks. Heimsböl yfirstandandi tíðar, er þyngra en tárum taki; en með karlmensku ber oss að taka hverju því, sem að höndum ber með þá samstiltu sigurvissu í brjósti, að upp úr hinni geigvænlegu eldskírn skapist nýr himinn og ný jörð, þar sem friðað mannkyn fái notið sín að fullu á braut hinnar eilífu þróunar. Svar á einn veg óhjákvœmilegt Nú fer óðum að líða að þeim tíma, er kjós- endur þessa lands skera úr um það, hvort sam- bandsstjórn vegna breytts viðhorfs á vettvangi stríðsins, skuli leyst frá skuldbindingum sínum í sambandi við herskyldu utan canadiskrar landhelgi, eða það gagnstæða. 1 síðustu kosningum, voru allir flokkar andvígir herskyldu utan vébanda Canada, og báru að því leyti allir sömu ábyrgð gagnvart kjósendum; að afstöðnum kosningunum féll á- byrgðin, að siðvenju lýðræðisþjóða, formlega á herðar stjórnarflokksins, eða þess flokks, sem nú situr við völd. Og vegna þeirra atburða, sem gerðust 7. desember, er ráðist var á vestur- hvel jarar, og tekið var að sökkva canadiskum skipum svo að segja upp við strendur landsins, breyttist afstaðan þannig, að óhjákvæmilegt var, að stjórnin endurskoðaði stefnuskrá sína í nýju ljósi. Það skiftir í þessum skilningi engu máli hvaða stjórn fer með völd í landinu; hvaða stjórn, sem er, verður að hafa frjálsar og óbundnar hendur til þess, að taka þær ákvarð- anir, sem breytt viðhorf skapar frá degi til dags. Og standi gamlar skuldbindingar á ein- hvern hátt í vegi fyrir því, að stjórnin fái óhindrað beitt öllu því bolmagni viðvíkjandi stríðssókninni, sem hún á að beita, og þarf að beita, verður umsvifalaust að rýðja þeim úr vegi; en slíkt verður bezt gert með því, að greiða jákvætt svar við tilmælum stjórnarinn- ar um það, að hún verði leyst undan áminstum skuldbindingum þann 27. apríl næstkomandi með svo yfirgnæfandi meirihluta, að það orki eigi tvímælis hver vilji kjósenda sé í þessu meginmáli. Jónas Hallgrímsson: Ljóð og sögur— Útgefandi Jónas Jónsson. Bókaútgá’fa Menningarsjóðs. Reykjavík, 1941. Naumast verða skiftar skoðanir um það, að Jónas Hallgrímsson sá ástsælasta skáld ís- lenzku þjóðarinnar, og það óskabarn hennar, er hæzt hafi náð í ríki hins slípaða ljóðþroska; á þeim vettvangi er hann enn hin glæsta fyrir- mynd, og mun svo verða í aldir fram. Jónas alþingismaður Jónsson, er búið hefir bók þessa úr garði, hefir með því unnið þjóð- inni hið mesta nytjaverk; val ljóða og sagna- kafla ákjósanlegt, og stærð ritsins slík, 164 blaðsíður, að teljast verður jafnt við allra les- enda hæfi. Bók þessari fylgir útgefandi úr hlaði með íturhugsaðri og fágaðri ritgerð um fjölþætta vakningarstarfsemi skáldsins með íslenzku þjóðinni, og þau andlegu umbrot, er Jónas, ásamt öðrum Fjölnismönnum, var frumkvöðull að; er ritgerðin að öllu hin gagnmerkasta, og varpar eigi aðeins nýju ljósi á þann kaflann úr lífi þjóðarinnar meðan Jónasar Hallgríms- sonar enn naut við, heldur dregur og fram í dagsbirtuna djúpstæð áhrif skáldsins á andlegt göfgi, málfar og fegurðarvitund íslendinga yfir höfuð fram til vorra tíma; það gengur furðu- verki næst, hve útgefanda hefir lánast, að þjappa saman í ekki lengri ritgerð, öðrum eins feikna fróðleik um upprisutímabil það í sögu landsbúa, er með Jónasi Hallgrímssyni hófst, eins og raun ber hér vitni um; útgefanda hefir lánast, að lifa sig inn í þetta áminsta, símerka vakningar tímabil, og þessvegna verða lýsingar hans á því að lifandi ljósmyndum. Þessari óvenjulega fögru og drengilegu rit- gerð um Jónas skáld, lýkur nafni hans með eftirgreindum orðum: “Ef til vill líða að nýju nokkrar aldir, þar til er slíkur fremdarmaður fæðist á íslandi. En föðurlausi drengurinn úr Öxnadal kom og gekk fram í fylkingarbrjóst, þegar hættan var mest. Hann leiddi þjóð sína af eyðimörku margra alda hnignunar áleiðis til hins fyrirheitna lands.” Jónas alþingismaður Jónsson sendi rit- stjóra Lögbergs umrædda bók að gjöf, og skai honum nú hér með sú vinsemd einlæglega þökkuð. Amerískir mentamenn ganga í Þjóðrœknisfélagið Eftir dr. Richard Beck Þeim, sem láta sér ant um starf og út- breiðslu Þjóðræknisfélagsins, má vera það á- nægjuefni, hve stór hópur mentafólks hefir á síðustu árum gengið í félagið. Skýrsla fjár- málaritara félagsins frá í fyrra, sem nú er prentuð í Tímariti þess, ber þeirri staðreynd glöggt vitni; hið sama gerði skýrsla hans á nýafstöðnu þjóðræknisþingi. Meðal þeira, sem nýlega höfðu gengið í félagið, voru tveir amerískir prófessorar við kunna háskóla í landi þar, og má það teljast nokkur nýlunda, þegar þess er gætt, að hvor- ugur þeirra er af íslenzkum uppruna. Þessir menn voru þeir prófessor Adolph B. Benson við Yale háskólann , New Haven, Connecticut, og prófessor Frederic T. Wood við Virginia há- skólann í Charlottesville, Virginia; kenna þeir báðir germönsk fræði og hafa mikinn áhuga fyrir íslenzkum bókmentum og ást á íslenzkum fræðum. Sneri Prófessor Benson á enska tungu (1937) bók Prófessor Hjálmars Lindroth um ísland (Iceland — A Land of Contrasts); en Prófessor Wood gaf nýlega út, með innigangi á ensku og nauðsynlegu orðasafni, úrval úr Eddukvæðunum (Eddic Lays) til afnota við kenslu í þeim fræðum í enskumælandi há- skólum. Er það ánægjulegt að mega bjóða slíka menn velkomna í hóp félagsmanna vorra, og mætti dæmi þeirra og áhugi á fræðum vor- um og menningarerfðum verða fólki af vorum eigin stofni umhugsunarefni og hvatning til stuðnings við þá viðleitni, sem miðar að við- haldi og varðveizlu þeira erfða í landi hér. En gott er þá einnig til þess að vita, að þeim fer áreiðanlega fjölgandi mentamönnun- um íslenzku, sem leggja vilja lið slíkri við- leitni. Með þakklæti skal þess því minst, að þessir menn í þeirra hópi hafa einnig nýlega sýnt Þjóðræknisfélaginu það traust og þá vel- vild að gerast þar félagsmenn: Agnar Kl. Jónsson, aðalræðismaður íslands í New York; Prófessor T. W. Thordarson við Landbúnaðar- háskólann (State Agricultural College) í Fargo, N. Dak.; Otto W. Bárðarson, skólastjóri í Carmel-by-the-Sea, California; Magnús Magn- ússon, skrifstofustjóri í Virginia, Minnesota' (fyrrum prófessor í norrænum fræðum við Gustavus Adolphus College í St. Peter, Minn.); Prófessor Skúli Johnson við fylkisháskólann í Manitoba, og Dr. V. A. Vigfússon, prófessor í efnafræði við fylkisháskólann í Saskatchewan. Nú er þvi að visu svo farið, að flestir þessara manna eru svo í sveit settir, að þeir geta ekki tekið beínan þátt í störfum félagsns, en málstað félagsins er eigi að síður mikill stuðningur að þeim sem félagsmönnum, og afstaða þeirra til þessara mála sýnir bæði góðhug þeirra í garð félagsskaparins og holla ræktar- semi við vora íslenzku menning- ararfleifð. Dæmi þeirra, eigi siður en hinna amerísku menta- manna, sem að ofan voru nefnd- ir, getur því verið öðrum löndum þeirra til fyrirmyndar, ekki sízt þeim, sem búa á sjálfum megin- stöðvum félagsins eða í nám- unda við þær. Loks má geta þess, að bóka- safn Yale háskólans lét enn- fremur nýlega setja nafn sitt á félagaskrá Þjóðræknisfélagsins og keypti Tímarit þess frá byrj- un, en áður höfðu ýms meiri- háttar bókasöfn svo sem bóka- safn Harvard háskóla og bóka- safn Sögufélagsins i Minnesota, gert hið sama. Landnám félagsins er því á- reiðanlega að færast út meðal mentamanna og mentastofnana í landi hér, beggja megin landa- mæranna. Suður Dakota Mér kom til hugar að minnast á ríkið okkar, Suður Dakota, sem ætíð er mesta farsældar “Frón” þó svalur vindur blási hér á vetrum. er það álitið heilsusam- legt. Hér eru ekki stórborgir og fáir miljónaeigendur. Stærsta borgin, Sioux Falls, telur fjöru- tiu þúsundir ibúa; þar er alt með stórborgarsniði, fjörugt við- skiftalíf og nóg vinna. þvi Öær- inn heldur áfram að byggjast. Suðurpartur ríkisins verslar með gripi og maís, en norður partur- inn með hveiti. Stundum hafa rikin gaman af að stríða hvert öðru og gefa hvert öðru olnboga- skot (í spaugi). Minnesota, sem er eitt af gróðursælustu ríkjum landsins, segir við Suður Dak- ota: “Þið hafið þessa sandkendu jörð, en við höfum dökka og ríka gróðurmold.” Suður Dakota svarar með glotti: “Alt grær hjá okkur samt, svo höfum við margt, sem þið hafið ekki, eins og blessaðan vindinn, sem hreinsar loftið, en þið hafið moll- með þeirra yndisfögru kletta- una; líka höfum við stærstu gullnámu landsins; við höfum spegilfögur fiskivötn og svo læk- inn hann Sioux River, sem lykkj- ast um landið eins og silfur- borði, líka dökkun hólana í vesturhluta rikisins (Black Hills) strýtum, sem draga að sér fjölda fólks í sumarfriinu og mörg dýrðleg náttúrufegurð er þar; hólarnir þaktir sígrænum trjám og kristallsskærir lækir renna niður hólana en fiskar hoppa upp og niður strauminn. Land- rými er þar mikið og frítt, upp- hleypt af jarðarumbrotum i fornöld, segja jarðfræðingar. Þarna litur út sem borgir og kastallar með öllum litumi regn- bogans, er fegurð þessa staðar unaðsleg. Hönd Drottins sýn- ir dásemdir sínar í fegurð nátt- úrunnar. Hér eru tveir háskól- ar, sem tilheyra ríkinu, annar i Vermillean en hinn i Brookings; líka eru hér kennaraskólar og miðskólar, sem tilheyra kirkj- unum, flest af þeim er í Sioux Falls og eru vel sóttir; einnig hefir ríkið líknarstofnanir af öllum tegundum. Watertown er fögur meðalborg með fjórtán þúsund íbúum, sex járnbrautuin, sex barnaskólum, tólf kirkjum, tveimur sjúkrahúsum og glæsi- legu ráðhúsi. Yms verkstæði eru hér, það stærsta er Swift’s kjöt- plantan, svokallaða, sem litur út sem dálítið sérstakt þorp suð- vestur af borginni; selur fáein pund af kjöti daglega. Þá er að minnast á bjarta vatnið fiskisæla, eins og þar stendur, Lake Kampeska, þrjár mílur vestur af borginni, vatniö er ellefu mílur ummáls, mesta sveitarprýði og sumarbústaður bæjarbúa. Þeir eru líka upp með sér af vatninu sinu. Þétt kögur af húsum og byggingum er alt í kringum vatnið. Tangi nokkur liggur fram í vatnið að sunnan og höll mikil á enda tangans. Austan við hólinn er aðál skemtistöðin, hótel, búðir, og danssalir og fleira þessháttar, líka íbúðarhús, sem bvgð eru til leigu, því hér er gestkvæmt á sumrum; kemur þá fólk úr öll- um áttum og dvelur hér um tima sér til hvíldar og hressingar, veiðir fisk og borðar fisk, veltir sér í fjörunni, baðar sig í sól- skininu, en litlu börnin vappa í fjörunni, stinga tánum út í vatnið og segja: “ósköp er sjór- inn stór.” Ágætis akbraut er alt í kringum vatnið, sem menn hafa fyrir skemtisprettinn sinn. Héðan er vatnið leitt inn í borg- ina, bezta vatn, eins og regnvatn; er það mikill kostur við borgir, að hafa gott vatn. Það hefir aldrei verið látið mikið af Suður Dakota, líklega vegna þess að hér er ekkert auðvald, en ríkis- búar álíta það ekkert tap. Þvi sagði gamli maðurinn við dreng, sem spurði hann: “Hvað er þetta auðvald?” “Já, drengur minn, varaðu þig á því,” sagði gamli maðurinn, “þar sem auð- vald er á aðra hliðina, þar er fá- tækt á hina; eg skal nú segja þér hvernig það verður til. Tveir menn lögðust til hvíldar í sama rúminu. Annar talaði um ýms gróðabrögð, sem hann þyrfti að koma í framkvæmd, en hinn maðurinn talaði um kauphækk- un, sem þyrfti að komast á sem fyrst. Hinn maðurinn byltir sér nú á hliðina og dregur með sér alla ábreiðuna og önnur rúmföt og vefur þeim sem fastast utan um sig og sofnaði fljótt, en hinn maðurinn var kaldur og svefn- laus alla nóttina. Hvor þessara manna vildir þú nú vera?” “Eg vildi ekki vera kaldi maðurinn,” sagði drengur, og ekki hinn heldur.” “Hvað þá?” “Eg vil að gróðabragðamaðurinn gefi hinum helminginn af ábreiðunni, hann átti það með réttu.” Þú hefir rétt fyrir þér, hnokkinn þinn,” sagði gamli maðurinn. “Breyttu ekki þessu áJiti þinu og Drottinn mun launa þér það. Þá var það eitt sinn á fyrri öld ríkisins, að tvær af borgum vorum fóru í kapphlaup um höfuðstað ríkisins, Watertown og Pierre, sem er í miðju rikinu, en Watertown I austur partinum. Watertown var þá lítil en snotur borg, en Pierre lítið meira en járnbrautarstöð. Nú var hlaup- Er þér lítið yfir hina fagur- myndskreyttu b 1 a ð s i ð u r EATON’S Verðskrá, munu þér finna, að sérhverjum hlut er greinilega lýst á aðlaðandi hátt, og þannig, að alt verður auðskilið. Ekkert hefir verið til sparað, að gera innkaup yðar þægileg og arðvænleg. Og hvflík fjölbreytni, sem úr er að velja — húsgögn fyrir hvaða herbergi sem er, búnað- aráhöld, gullstáss, íþrðttavörur, barnaleikföng — yfir höfuð alt, sem fáanlegt er I stðrri búð. Vissulega gerir EATON’S Verð- skrá pðstpantana aðferðina á- nægju — ekki erfiði. Veljið eftir EATON Verðskrdm, BÚÐVM MILLI 8PJALDA 'T. EATON Cí— WiNNIPlQ EATON'S ið í ibáðum stöðunum; hús og byggingar þutu upp “boomið” stóð nú í blóma og margir komu hingað að fá sér vinnu. Stærsta og fegursta hótelið i rikinu var bygt í Watertown, Hotel Arceat; svo á tilsettum tima fóru kosn- ingar fram og litli Pierre náði kosningu, en Watertown sat með sárt ennið. Kapitolið vaf bygt í Pierre, veglegasta stórhöll, og þar sitja Jarlarmr hróðugir. En það er að segja af Water- town, að hún var lengi að ná sér eftir kapphlaupið. Þetta var ár- ið 1886. Þá er einn bezti kostur ríkisins ótalinn enn: hér er mesta og bezta veiðigrund. Blessaðir fuglarnir búa hér i miljónatali einkum fuglinn fagri hún Phea- sant, sem er dásamleg prýði. Svo kemur hingað manngrúi úr öll- um áttum á haustin, til að veiða þessa sakleysingja og allir bíða méð vatn í munninum eftir að smakka bita af þessu ljúffenga kjöti. Nú í haust var bærinn troðfullur af veiðimönnum, SÉRSTOK ISLENZK BLAÐSÍÐA í TRIBUNE Látið ekki hjá líða að kaupa Tribune á laugar- daginn kemur. Lesið hina sérstöku grein, sem fjallar um tillag það, er íslendingar hafa lagt, og eru að leggja fram til canadiskrar menn- ingar. Saturday Magazine SeElion MARCH 21 Heil blaðsíða af mynd- um og nýjungum frá íslenzkum leiðtogum og fjölskvldum hér fi með- al vor. Fræðandi og verðmæt skilríki, sem yður mun fýsa að geyma.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.