Lögberg - 19.03.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.03.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 19. MARZ, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir siendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verðl $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ -t Látinn er nýilega hér í borg- inni Vigfús Tlhorsteinsson, fyrr- um bóndi að Lundar, hátt á ní- ræðisaldri, mætur maður og vin- sæll; hafði átt hér dvalarstað í allmörg ár. -f -f ♦ Mrs. Guðlaug Eggertsson, hjúkrunarkona, tekur að sér nú þegar sjúkrahjúkrun; hefir hún freklega 30 ára æfingu við hjúkr- unarstörf við góðan orðstir. Heimili hennar er að 543 Victor Street. Sími 33 695. -f -f -f Á aðfaranótt miðvikudagsins lézt hér í borginni Mrs. Jóna Goodman, ekkja Kristjáijs Good- man málara, hin mesta ágætis- kona, 82 ára að aldri; mun henn- ar verða innan skamms ítarleg- ar minst hér í blaðinu. -f -f -f Gefi saman i hjónaband þann 14. marz, að heimili Mr. og Mrs. Magn'ús Hjörleifsson í Selkirk, Man., sonardóttir þeirra, Sigur- laug May Hjörleifsson og Guð- mundur E. S. Albertsson, Husa- vick, Man. Brúðguminn er son- ur Mrs. Margrétar Albertsson, og ilátins manns hennar, Karls Pét- urs Albertssonar á Steinsstöðum í Viðinesbygð. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Jón Hjörleifs- son, Winnipeg Beach, Man. Framtiðarheimili ungu hjónanna verður að Steinsstöðum. Séra Sigurður ólafsson gifti. -f -f -f CARD OF THANKS The Jon Sigurdson Chapter ex- tend very grateful thanks to Miss Lillian Eyolfson, proprietor of Lil’s Beauty Shop, 802 Ellice Ave., for an exceptionally beauti- ful hand-knitted afghan she has donated to them. This afghan will be drawn for, apd is on display at Lil’s Beauty shop; proceeds to be used for com- forts for our fighting forces over- seas. -f -f -f Þjóðræknisfélagsdeildin í Sel- kirk hefir samkomu og út- breiðslufund í íslenzka sam- komuhúsinu 31. þ. m. Meðal annara, sem þar verða á skemti- skrá eru þessir menn frá Winni- I>eg: Mr. S. Thorkelsson með stutta ræðu; Mr. Birgir Halildórsson með einsöngva; Mr. P. S. Páls- son með gamansöngva; Mr. Gunnar ErLendsson er meðspil- ari. Fólk er beðið að hafa þetta hugfast og fjölmenna á þessa samkomu, sem bæði er upp byggileg og til styrktar góðu málefni. Margir prófessorar við brezka háskóla byrja enn fyrirlestra sína með ávarpinu “Getlemen,” þó nú orðið sé töluvert af kven- fólki meðal stúdenta. Einn há- skólakennari gekk svo langt, að byrja fyrirlestur sinn með á- varpinu “Sir”, vegna þess að meðal stúdenta, sem á hann hilýddu, var aðeins einn piltur. * * * Þegar Rualættflokkurinn, sem er arabískur hirðingjaflokkur, skiftir um dvalarstað, flytja sig búferlum um 35,000 manns, með 350,000 úlfalda og 10,000 hesta. Fólkið hefir meðferðis 7,000 stór tjöld og 1500 smálestir af mal- vöru á ferð sinni um eyðimörk- ina. * * * Húsbómlinn er að skoða heim- ilisbókhald konunnar sinnar . . . “Á einum stað er liðurinn G. m. v. t. h. 17.45. Hvað er það, góða ireín?” Frúin: — Það er skammstöf- un og þýðir: Guð má vita til hvers. Lögbergi hafa borist upplýs- ingar um það, að bréf til íslands héðan, sem skrifað ier utan á via New York, muni verða rit- skoðuð í Montrea-1, en síðan send áleiðis til New York, og þaðan beina leið til íslands. ♦ ♦ ♦ Deildin Nr. 3 eldra kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, efnir til útsölu á margvíslegum heima- tilbúnum mat í fundarsal kirkj- unnar, á föstudaginn 20. þ. m. Salan byrjar kl. 2 e. h. og verður fram eflir kveldinu; vonast er eftir að kunningjarnir sýni sömu velvild og æfinlega, og láti kven- félagið njóta viðskifta sinna. Kaffi selt á 15c. Dánarminning Snæbjörn G. Olson Hann andaðist í St. Boniface spitalanum 24. febrúar síðastlið- inn, eftir langvarandi hjarta- sjúkdóm, og af þeim tíma 17 mánuði rúmfastur. Hann hét fullu nafni Snæbjörn Guðmundur, og var fæddur í Pembina í Norður Dakota 24. júli 1898. Foreldrar hans voru Arnljótur Björnsson Olson og kona hans Jórunn Sigríður Ólafs- dóttir, sem lengi bjuggu á Gimli. Jórunn dó þar 1. sept. 1933. Siðan hefir Arnljótur dvalið mest af tímanum í Winnipeg, og er alþektur maður meðal Vestur- íslendinga og víðar, einkum Ifyrir hina rausnarlegu gjöf til Manitoba Háskólans, stórt og vandað bókasafn, sem hann gaf þeim skóla 1936. Snæbjörn heitinn ólst upp með foreldrum sínum á Gimli. Gekk á alþýðuskólann þar og var svo um tíma við framhalds- nám í Winnipeg. Eftir það vann hann nokkur ár við bankastörf, og var svo mörg ár starfsmaður hjá stórblaðinu Free Press í Winnipeg sem innheimtumaður. Hann var kvæntur konu af skozkum ættum og áttu þau tvö börn. Hann var meðlimur Frí- múrara reglunnar, og fór útförin fram undir umsjón hennar. Eg kynltist Snæbirni þegar hann var unglingur og gekk á skóla í Winnipeg; var hann þá til húsa hjá mér einn vetur. Var hann vel gefinn og vandaður unglingur, glaðlyndur og skemti- legur, reglusamur og iðinn við nám sitt. Eftir það bar fundum okkar örsjaldan saman; en eftir því sem eg hafði spurnir af, var hann altaf vel látinn og reyndist hinn nýtasti maður, við hvaða starf sem hann hafði með hönd- um. Hann naut mikils ástríkis foreldra sinna, því þau fundu Ijóslega til þess að naumast hefir nokkur trúrri og háttprúðari maður á jörðu stigið en hann áValt var; enda var hann vin- sæll meðal allra sem kyntust honurn. Er mikill mannskaði að honum og sár 'harmur kveð- inn hinum aldna föður hans ineð fráfalli hans á bezta aldri. Af öðrum nánum skyldmennum eru á lífi, einn bróðir, Ólafur Hrafn- tell að nafni, sem á heima í Winnipeg, og ein systir, Arn- ljótína Ingibjörg, sem 15. sept- ember 1936 varð ekkja eftir hinn mæta mann og góða læknir, dr. W. L. Atkinson i Selkirk, Man. Minning Snæbjarnar mun lengi lifa hjá öllum, sem kyntust hon- um. Guðm. Árnason. Nokkur orð frá lúlerska slarfinu í Blaine Washinglon. Ársfundur Blaine-safnaðar var haldinn eftir messu sunnudaginn 11. janúar s.l. Flestar skýrslur frá leiðandi fólki í söfnuðinum sýndu gróður í starfinu. Yfir 20 nýir meðlimir höfðu ibæst við á árinu 1941, og fjárhagur safn- aðarins stóð í betri blóma en mörg undanfarin ár. Skýrsla prestsins sýndi að hann hafði flutt 77 messur i Blaine-kirkju, skírt 3 börn, fernu 5 ungmenni, framkvæmt 4 gift- ingar og 2 jarðarfarir, auk þess filutt nokkrar messur á elliheiin- ilinu í Blaine og í White Rock, BC., einnig að Point Roberts, á öllum stöðunum 10 messur; 798 heimsóknir á árinu, í Blaine- bygðinni, aðeins taLin ein heim- sókn, mánaðarlega á sama heim- ilið. Auk þessa starfs í Blaine hef- ir prestur flutt 57 messur í St. Marks lútersku kirkjunni að Bellingham, og framkvæmt önn- ur vanaleg prestsverk, setið safnaðarráðsfundi bæði í Blaine og Bellingham, og starfað bæði að sunnudagsskóla og ungmenna- félagsskap á báðum stöðum, eftir því sem tími hefir leyft. Safnaðarráð fyrir 1942 Þessir voru kosnif í safnaðar- nefnd: Jónas Jónasson, forseti, J. J. Straumfjörð, gjaldkeri; Mrs. Ella Wells, skrifari; Sveinn Westford, vara-for&eti, og Sig- urður Snorri Sigurðsson, vara- skrifari. Djáknanefnd: —Mrs. Sigríður Paulson, Mrs. J. J. Straumfjörð, Mrs. Albert Fjeldsted, Mrs. S. Westford og Mrs. Th. Johnson. f sunnudagaskólanefnd:—Mrs. Alfred Stefánsson, Miss Ella Fjelsted, Miss ILetty Waglie; organisti: Dora Johnson; Days Reporter: Lois Swanson. Ungmennafélagsnefnd: — For- seti, Mrs. A. Stefánsson; skrifari, Miss Betty Waglie; gjaldkeri, Miss Ella Fjieldsted. Gifting: — Miðvikudaginn 4. í'ebrúar fvoiru ge'flin saman j hjónaband þau Miss Margaret Finnson og Mr. Gordon Packard. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Hilmar Finnson, Blaine, Was., en brúðguminn er af hér- lendum ættum, myndarmaður hinn mesti og háskólagenginu Séra Guðm. P. Johnson fram- kvæmdi hjónavigsluna á heimili foreldra brúðarinnar; var svo setin hin veglegasta veizla, voru þar samankomnir 40 til 50 brúð- kaupsgestir; að því loknu fóru ungu hjónin í skemtiferð suður um ríki. Framtíðarheiinili þeirra verður í Bellingham, Wash. Fylgi þeim lukka og blessun Guðs. f febrúar s.l. var stofnað hér nýtt kvenfélag, undir merkjum okkar lúterska Blaine-safnaðar, nafn fólagsins er “Junior Ladies’ Aid of the Blaine Lutheran Con- gregation. Stefnuskrá félagsins ^r að starfa algjörlega fyrir vel- ferð Blaine safnaðar, en þó sér- staklega fyrir hið enskumælandi starf prestsins í þágu safnaðar- ins. Stofreendur félagsins voru 10 konur, og nú eftir tvo fundi telur fólagið 15 meðlimi, og eru það mest ungar konur og stúlk- ur. Spá því allir vel fyrir fram- tíð þessa nýja félags og óska að það verði eins ávaxtaríkt og hið eldra kvenfélag bæði befir verið og er. Páskamessur í tílaine prestakalli Sunnudaginn 22. marz, ensk messa í Blaine-kirkju kl. 11 f.h. með altarisgöngu; íslenzk messa kl. 2 e. h. að W'hite Rock, B.C., og í St. Marks kirkju, Belling- ham; Luther League samkoma kl. 6.30 e. h. og ensk messa kl. 8 e. h. Sunnudaginn 29. marz, Pálma- sunnudag, ensk messa kl. 11 f.h. i St. Marks kirkju; íslenzkri messu verður útvarpað kl. 3 til 3.3Q e. h. yfir stöðina KVOS, Bellingham, og ensk messa kl. 8 e. h. í Blaine kirkju. Sunnudaginn 5. apríl, páska- dag, ensk messa kl. 11 f. h. í St. Marks kirkju; íslenzk messa kl. 2 e. h. í Blaine, með altaris- göngu. Sunnudaginn 12. apríl, íslenzk messa lí Blaine kirkju kl. 11 f.h. og kl. 8 e. h., ensk messa, en i St. Marks, íslenzk messa kl. 3 e. h. og ensk inessa kl. 8 að kvöldinu. Allir eru hjartanlega boðnir og velkomnir til imessu. útvarpið:—Síðan Blaine söfn- uður útvarpaði stuttri jóla- messu, síðastliðin jól, þá hafa borist margar hlýjar kveðjur og góð ummæli því viðvikjandi, tii okkar hér, svo við fundum nauð- synlegt að leitast fyrir um hvort hægt mundi vera að fá leyfi til þess að útvarpa fleiri guðsþjón- ustum á íslenzku máli, svo nú hefir það leyfi fengist hjá út- varpsstöðinni KVOS í Belling- ham, og þessvegna auglýsum við nú næstu útvarpsmessu á Pálma- sunnudag, kl. 3 til 3.30 e. h. Presti hafa borist vinsamleg boð frá ýmsum vinum hér á ströndinni, sem vilja styrkja slík útvörp og hafa nokkrir nú þeg- ar sent inn peninga upp í þann kostnað, sem slikar guðsþjón- ustur kunna að hafa í för með sér. Þeir, sem þegar hafa sent peninga í útvarssjóð eru fyrst og fremst þau Mr. og Mrs. John Thorsteinsson, White Rock, B.C., $2.00 og Mr. og Mrs. Stefán Skagfjörð, Blaime, $1.00, og fleiri hafa boðist til að leggja fram peninga, og skal það auglýst og viðurkent síðar. fslenzka fólkið hér í Blaine, Bellingham og White Rock, og' víðar hér í nágrenninu, eins og hæði frá Point Roberts og Van- couver, hefir sýnt hinn innileg- asta hlýhug til okkar lúterska starfs og erum við þeim mjög þakklát fyrir slíkan hug, og biðj- um Drottin að færa þeim aftur blessun og yilgeisla sinnar miklu náðar. Kristur Jesús er sannur Guð, og hann mun senda þeim öllum sína himreesku blessun, er honum vilja þjóna og hann í sannleika tilbiðja. » Blessun Guðs hvíli yfir yður öllum! Yðar eirelægur, Guðm. P. Johnson. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands prestur. Sunnudaginn 22. Marz: Guðsþjónustur með venjuleg- um hætti: á ensku kl. 11 f. h. á íslenzku kl. 7 e. h. -t 4- ♦ LÚTERSKA KIRKJAN í SELKIRK Sunnudaginn 22. marz: Sunnudagaskóli kl. 11 árd.; ís- lenzk messa kl. 7 síðd.; messur á heimilum safnaðarfólks á mið- vikudögum um föstuna, kl. 7.30 síðd. Miðvikudaginn 25. marz, messað á heimili Mr. og Mrs. Kristján Bessason. Allir boðnir velkomnir. S. ólafsson. ♦ -t -t MESSUBOÐ í LANGRUTH Á pálmasunnudag messar séra Sigurður ólafsson í íslenzku kirkjunni í Langruth, á ensku, kl. 11 árd. fslenzk messa kl. 2.30 síðd. — Fólk vinsamlega beðið að auglýsa messuna heima fyrir. — Allir boðnir velkomnir. -t -t -t Sunnudaginn 22. marz, messa í Eyfordkirkju kl. 2.30 e. h. föstuguðsþjónusta. Allir beðnir að koma. Miðvikudaginn 25. marz, messa í Vídalíns söfn. kl. 2.30, föstuguðsþjónusta. Allir beðnir að koma. -t -t -t GIMLI PRESTAKALL Sunnudaginn 22. marz: Betel, morgunmesa; Gimli, ís- lenzk messa kl. 3 e. h. tí. A. Bjarnason. -t -t -t Séra B. Theodore Sigurðsson býst við að flytja guðsþjónustur í Vatnabygðum um páskaleytið. MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR TILKYNNING! íslenzkt rúgbrauð, búið til og selt hjá Redpath's Bakery, fæst þar nú þegar, eða í matvörubúð- inni, sem þér verzlið við. REDPATH’S BAKERY 555 SARGENT AVENUE SIMI 28 802 TIL ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI PHONE 34355 - 34 557 SARGENT and AGNES • TRLMP TAXI ST. JAMES Phone 61 111 KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg. Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.