Lögberg - 23.04.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.04.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. APRÍL, 1942 ------------lögberg----------------------- , GeflB út hvern fimtudag af TliK COLL' MiiIA PKKSS, IJMiTKD •VS Sargent Ave., Wlnnipcg, Manitotw Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖOBERO, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 am árið — liorgist fyrirfram Ths "Liögberg" is prlntea und pubiished by Ths Columbia Presc, Limlted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Borgaraleg skylda Frá þeim tíma, er það varð að ráði, að fram skyldi fara almenn atkvæðagreiðsla í þessu landi, um það, hvort sambandsstjórn skyldi leyst frá þeim skuldbindingum, er hún í kosning- unum 1940 gaf kjósendum um, að beita eigi herskyldu utan canadiskrar landhelgi, hefir Lögberg hvað ofan í annað brýnt fyrir íslenzk- um kjósendum þá miklu nauðsyn, er á því væri, að stjórnin hefði óbundnar hendur vegna þess breytta viðhorfs, sem skapast gæti á vett- vangi stríðssóknarinnar frá degi til dags; frá Lögbergs hálfu, er það því síður en svo, að hljótt hafi verið um þetta mikilvæga mál; þó sannast vitaskuld hér sem oftar hið forn- kveðna, að góð vísa sé sjaldan of oft kveðin; að aldrei verði of ítrekuð áherzla á það lögð, hve sjálfsögð borgaraleg skylda það sé, að tryggja tilmælum stjórnarinnar jákvætt svar með yfirgnæfandi meirihluta þann 27. yfir- standandi mánaðar. Eins og vitað er, voru í síðustu sgmbands- kosningum allir þingflokkar andvígir herskyldu utan véban'da Canada, og báru að því leyti allir sömu ábyrgð gagnvart kjósendum; að af- stöðnum kosningum féll ábyrgðin, að siðvenju lýðræðisþjóða, formlega á herðar stjórnar- flokksins, eða þess flokks, sem nú situr við völd.. Og vegna þeirra atburða, sem gerðust í öndverðum desembermánuði síðastliðnum, er , ráðist var á vesturhvel jarðar, breyttist við- horfið á þann veg, að óhjákvæmilegt var, aö stjórnin endurskoðaði stefnuskrá sína í nýju ljósi; nú hefir þetta verið gert, og með hliðsjón af breyttu viðhorfi, fer sambandsstjórn vor fram á það, að verða leyst frá þeim fyrri skuld- bindingum, er hömlur lögðu á einbeiting ýmissa þeirra átaka, er breyttar aðstæður auð- veldlega gæti krafist stríðssóknarinnar vegna. í þessu tilfelli skiftir það engu máli hvaða stjórn fer með völd; hvaða stjórn, sem er verður að hafa frjálsar og óbundnar hendur til þess að taka sérhverjar þær ákvarðanir, er ó- hjákvæmilegar teljast, og líklegastar til áhrifa; Það er þessvegna ljóst, að standi gamlar skuld- bindingar á einhvern hátt í vegi fyrir því að stjórnin fái óhindrað komið við fullu bolmagni viðvíkjandi sókn stríðsins, verður umsvifalaust að ryðja þeim úr vegi; og eins og málum nú er skipað, verður slíkt ekki gert með neinum öðrum hætti en þeim, að greiða jákvætt svar við áminstum tilmælum stjórnarinnar; því til- mæli eru það, en ekki krafa, eins og sumir hafa viljað halda fram. — Canada hóf þátttöku sína í yfirstandandi frelsisstríði, sem sameinuð og einhuga þjóð; fram að þessu hefir hún verið sameinuð og einhuga þjóð, og þannig á hún að verða í framtíð allri; stríðssóknin krefst þess, þjóð- einingin krefst þess, að svar kjósenda falli á einn veg; verði jákvætt með slíku atkvæða- magni, að til einsdæma teljist í sögu þjóðar- innar. / Um það verður ekki efast, að Islendingar hafi þegar gert sér ljós kjarnaatriði þessa máls, því svo ítarlega hafa þau verið dregin fram í dagsbirtuna; þó er það eitt ekki fullnægjandi; til þess að sanna í verki hollustu sína við land og þjóð, og þann málstað, sem vér berjumst fyrir, verður hver kjörbær þegn af íslenzkum stofni, að koma á kjörstað, og greiða jákvætt atkvæði; þar má enginn skerast úr leik, nei, enginn! Erindisbréf til íslenzkra kjósenda Lundar, Manitoba, 15. febrúar, 1942. Þann 27. yfirstandandi mánaðar, verður gengið til atkvæða um það, hvort leysa eigi sambandsstjórn frá skuldbindingum, er hún gaf fólkinu í kosningabaráttunni 1940. Forustumaður frjálslynda flokksins, nú- verandi forsætisráðherra í Canada, lýsti því hátíðlega yfir, að ef ráðuneyti sitt héldi völd- um að afstöðnum kosningum, þá yrði her- skyldu, utan vébanda Canada, undir engum kringumstæðum beitt; hliðstæð loforð gáfu all- ir foringjar andstöðuflokkanna á þingi; frá þeim tíma hefir viðhorfið á vettvangi stríðs- málanna alvarlega og átakanlega breyzt, og er það engan veginn óhugsanlegt, að enn sé örðug- asti kaflinn framundan. Undir kringumstæðum, sem þessum, sýnist það liggja í augum uppi, hve óumflýjanlegt það sé, að stjórnin hafi frjálsar og óbundnar hendur til þess að mæta þeim alvarlegu og jafnvel hríðversnandi viðfangsefnum, sem skapast kunna frá degi til dags. Um það verður ekki deilt, að stjórnin geti lögleitt, og hrundið í framkvæmd herskyldú, ef svo býður við að horfa; frá lagalegu sjónar- miði, er ekkert því til fyrirstöðu, að stjórnin tæki slíka ákvörðun án þess að ráðgast um það við fólkið; en frá siðferðilegu sjónarmiði, var skuldbinding stjórnarinnar um það, að beita ekki herskyldu utan canadiskrar landhelgi slík, að hún telur það drengskaparskyldu, að leita álits kjósenda um þetta mikilvæga vandamál; og þegar alt kemur til alls, hefir maður það á meðvitundinni, að hér í landi sem annarsstað- ar, hafi kosningaloforð eigi ávalt verið haldin, eins og átt hefði að vera. Kjósendum má ekki blandast hugur um það, að jákvætt svar við tilmælum stjórnarinn- ar, getur ekki undir neinum kringumstæðum skoðast sem sjálfsögð innleiðsla herskyldu; nei- kvætt svar ber heldur ekki að skilja sem at- kvæði gegn herskyldu. Þó að atkvæðagreiðsl- an falli stjórninni í vil, felur slíkt að engu leyti það í sér, að stjórnin hrindi herskyldu í fram- kvæmd; heldur einungis hitt, að hún hafi til þess óbundnar hendur, sé engin önnur leið opin, til þess að berjast til þrautar fyrir frjáls- um stofnunum þessarar þjóðar, og þeirra þjóða annara, er frelsi og lýðræði unna. í þessu stríði, eins og í öllum öðrum styrj- öldum, er það óhjákvæmilegt, að peningamagni, hergagnframleiðslu og mannafla, verði að fullu beitt; hömlur í þessu efni, mega ekki undir neinum kringumstæðum koma til greina, ef stjórnin á að geta komið við fullu bolmagni á vettvangi stríðssóknar; það ver sig enginn, sem hefir báðar hendur bundnar að baki, þótt gnótt væri hergagna til taks, er eigi væri unt að beita. Skömmu áður en Manitobaþinginu sleit nú í vor, samþykti það í einu hljóði eftirfarandi yfirlýsingu: “Með því að sambandsþingið í Canada á- kvað, að fram skyldi fara þjóðaratkvæði í land- inu þann 27. apríl, 1942, með það fyrir augum, að fá stjórnina leysta undan sérhverjum þeim skuldbindingum, er hömlur legði á þær að- ferðir, sem beita mætti til útvegunar mannafla vægna stríðssóknarinnar. Og með því ennfremur, að fylkisþingið lít- ur þannig á, að sambandsstjórn megi til með að hafa óbundnar hendur á þessum alvarlegu tímum, til þess að geta beitt nátúrufríðindum landsins og mannafla á þann hátt, að stríðs- sókn þjóðarinnar nái hámarki, er þing vort einróma þeirrar skoðunar, að öllum canadisk- um þegnum beri að neyta atkvæðisréttar síns í þessu máli, og að það sé óumræðilega mikil- vægt vegna yfirstandandi stríðs, að svar kjós- enda verði jákvætt með yfirgnæfandi meiri hluta.” Eg greiddi atkvæði með þessari yfirlýsingu í þinginu, og eg skora á samborgara mína, að láta atkvæði sín falla á sama veg, er þar að kemur. , íslenzkir samborgarar! Stuðlið að því meö oddi og egg, að atkvæðagreiðslan falli stjórn- inni í vil, en haldið henni síðan ábyrgri fyrir beiting þess mikla valds, er þér, að yðar hluta, fáið henni í hendur; slíkt er eina, skynsam-> lega leiðin. Um það verður ekki vilst, að neikvætt svar yrði skoðað af einræðisóvinum vorum, er engum hömlum lúta, sem vottur um alvarlega skiftingu vor á meðal, að því er réttmæti þess málstaðar áhrærir, sem vér berjumst fyrir; nei- kvætt atkvæði yrði vatn á millu hinnar illkynj- uðu áróðursstarfsemi Goebbels og fylgifiska hans; hann myndi leggja í xað þann skilning, að þegar alt kæmi til alls, væri canadiskir þegnar undir engum kringumstæðum sameinaðir í mótspyrnunni gegn Hitler og hinu nýja skipu- lagi hans. Vér lifum á raunverulegum hættutímum: á herðum sérhvers kjósanda hvílir þung ábyrgð með tilliti til þessa mikilvæga máls; lýðræði voft fær ekki notið sín til fullnustu, án þess að kjósendur leysi stjórnina frá áminstum skuld- hindingum. Mér er ant um það, að samborgarar mínir af íslenzkum stofni, inni af hendi borgaraskyld- ur sínar við þetta mikla land,. með því að' greiða jákvætt svar við áminstum tilmælum sambandsstjórnar vorrar, þann 27. yfirstand- andi mánaðar. Virðingarfylzt, Skúli Sigfússon, þingmaður St. George kjördæmis. Dr. Jón Helgason biskup látinn Sú fregn hefir rétt nýlega bor- ist út um bygðir vorar að Dr. Jón Helgason sé látinn. Með honum er til moldar genginn einn af mikilhæfusut samtíðar- mönnum vorum, er miklu og vandasömu dagsverki hefir með sæmd af hendi leyst. Hann var á 76. aldursári, fæddur 21. júní 1866, að Görðum á Álftanesi.*) Foreldrar hans voru séra Helgi Hálfdánarson, þá sóknarprestur þar, en síðar um langa hrið kennari og forstöðumaður presta- skólans í Reykjavík, og frú Torl'- hildur kona hans Tómasdóttii Sæmundssonar prests og pró- fasts að Breiðabólsstað í l'ljóts- hlíð. Tveggja ára að aldri flutt- ist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi með I. einkunn (84 stig) 1887. Hóf svo nám við Hafnarháskóla ög lauk embættisprófi í guðfræði 20. júni 1892. með I. einkunn. Þjón- aði um hríð sem óvígður kapgl- lán hjá presti einum á Suður- Sjálandi. Áform hans hafði ver- ið að verða prestur í Danmörku, tuk hann því ýms sérstök próf, með það í huga. Af þessu varð þó ekki því séra Helgi faðir hans dó um þessar mundir. Sótti hann því áeggjun samkvæmt um embætti það, við prestaskólann er faðir hans hafði gegnt. F'ékk hann veitingu fyrir því 30 júlí 1894. Hann kvæntist Mörtu Maríu Leht, prestsdóttur frá Suður-Fjóni, eignuðust þau 5 börn, er eitt þeirra séra Hálfdán prófastur á Mosfelli i Mosfells- sveit. Jón biskup var prestvigð- ur 12. mai 1895; varð hann brátt þjóðkunnur sem ávenju mikil! starfs og áhugamaður, ágætur fræðari og all-kröfuharður við lærisveina sína. Hann var kenn- ari við prestaskólann, og við guðfræðideild háskólans frá stofnun hans 1911, samfleytt 22 ár. Þann 20. des. 1916 vígðisl hann biskupsvigslu af séra Valdi- mar Briem, vigslubiskupi Skál- holtsumdæmis. sat hann á bisk- upsstóli í 21 ár, og var enn, er hann lét af embætti 1939, þá 73 ára ða aldri, með fullu fjöri og starfskröftum. Dr. Jón Helgason var sjöundi í röðinni islenzkra biskupa, er höfðu alt landið að umdæmi. Svo sem kunnugt er var Hóla- stóll lagður niður sem biskups- setur eftir lát Sigurðar biskups Stefánssonar 1798, en Skálholts- dæmi 1797; varð Geir Jónsson Vídalín fyrstur biskup yfir öllu landinu, sat hann lengst af í Reykjavík, varaði starfstíð hans frá 1797—1823. Næsti biskup varð Steingrímur Jónsson, fyr lector á Bessastöðum og prófast- ur í Odda, biskup frá 1824— 1845. Þá Helgi Guðmundsson Thrdersen biskup, fyr sóknar- prestur í Odda, á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og siðast í Reykjavík, frá 184 —1867. Að honum látnum varð Dr. Pétur Pétursson fýr prófastur á Staða- stað og siðar forstöðumaður prestaskólans í Reykjavík biskup, sat hann á biskupsstóli frá 1867 —1889. Séra Hallgrímur Sveins- son dómkirkjuprestur í Reykja- vik var biskup frá 1889—1908. Þá séra Þórhallur Bjarnarson, forstöðumaður prestaskólans. til ársins 1916. Og loks Dr. Jón Helgason frá 1916—1939. Það ár var séra Sigurgeir vígður til biskups af Dr. Jóni Helgasyni. Dr. Jóp Helgason var þjóð- kunnur maður og hafði lokið merku dagsverki er hann var ti! biskupsembættis skipaður, bæði sem kennari og sérstaklega sem rithöfundur, svo fáir eða engir af kirkjunnar mönnum hafa slíkir verið, þó langt sé um öxl litði. Frá þvi stuttu eftir alda- *)Ýms atriðí greinar þessarar e»-u tek- in úr grein minnl “Biskupaskifti á fs- iandi,” er bírtist í Sam. 54. árg.^ 4. tölublaði, aprll 1939. — 8. Ó. mót vakti hann athygli íslenzku þjóðarinnar á sér með hinum miklu ritverkum sínum um ýms- ar bækur heil. ritningar; t. d. Móse bókum m. fl. Stóð á þeim árum allmikill styr um hann. Eflaust má telja hann einn þeirra er manna fyrstur kynti hina hærri krítik íslenzku þjóð- inni. Stóð hann mjög framar- lega í þeirri fylkingu. Eignaðist hann þá meðhaldsmenn og and- mælendur, er að líkindum lætur, Mun hann, er í biskupssæti var komið, hafa fundið fyrri afstöðu sína helzt til framsækna, og á- byrgð allmjög með öðru viðhoríi gagnvart þjóðinni en sú- er við sjónum hans blasti úr kennara- stplnum og frá rithöfundarborð- inu. Frábær afkastasemi á ritvelli einkendi hann æfilangt. Stuttu eftir að hann hóf kenslustarf sitt við prestaskólann, tók hann að gefa út kristilega tímaritið “Verði Ijós,” er út kom um 8 ára bil, með nokkurri aðstoð ann- ara fyrstu árin. Ásamt séra Þór- halli Bjarnarsyni var hann út- gefandi að Nýju Kirkjublaði í 2 ár, 1906—1908. Hann lauk við og bjó undir prentun og gaf út, að föður sínum látnum þessi rit hans: Sögu forn-kristninnar, Kristi- lega siðfræði, og Ágrip af pré- dikunarfræði. Hann vann að út- leggingu Nýja testamentisins er út kom 1906. Hann hefir ritað alla kristnisöguna, einnig kristni- sögu fslands frá öndverðu til vorra tíma, bæði á íslenzku og dönsku. Stórt prédikunarsafn sitt gaf hann út og nel'ndi: “Kristur, vort líf.” Um áratugi reit hann minningargreinar um presta og fjölda annara manna, er létust; auk þess ritgerðir Jengri og styttri í þau rit. er hann stóð að og gaf út, en einnig í Prestafélagsritið öll þau ár er það kom út, og í mörg tíma- rit bæði íslenzk og útlend, s^ni eru mér ofurefli upp að telja, mörg sögulegs efnis. Af stærri bókum hans frá síð- ari timum má nefna æfisögu Jóns Eiríkssonar, á dönsku, “Meistari Hálfdán,” Hannes biskup Finnsson, Æfisaga séra Jóns Halldórssonar í Hítardal, æfisaga móðurföður hans, Séra Tómasar Sæmundssonár. Hann hafði aflað sér óvenjulegs fi’óð- leiks um Reykjavík og ritað þar um stórfengar fræðibækur, meðal þeirra er: “Þegar Reykjavík var 14 vetra.” I grein er séra Sigurgeir biskup Sigurðsson skrifaði um Dr. Jón, í tilefni af 75 ára afxnæli hans á s.l. vori, kemst hann þannig að orði: “Það bar jafnan hátt á Dr. Theol. Jóni Helgasyni sein for- ystumanni kirkjunnar, og þá ekki sízt í bókmentastarfsemi hans. Hann hefir skril'að fleiri bækur en nokkur annar kirkju- legur rithöfundur þjóðar vorrar að fornu og nýju. . . . Þegar biskupinn lét af embættisstörf- um var starfsdagur hans ekki á enda. Enn átti hann eftir að vinna mikið verk á sviði bók- mentanna, sem kunnugt er, og starfar látlaust alla daga að fræðiiðkiunum sínum og ritstörf- um.” — Hið síðasta, sem sá er þetta ritar hefir séð á prenti, eftir hinn látna biskup, er ítarleg og fögur ritgerð í Kirkjuriti,, októ- ber-hefti s.l. haust, er hann nefnir “Höfuðdrættir í æfi Jesú”; að minni ætlan fagur svanasöng- ur, eftir langan og bjartan hjá- liðinn starfsdag. Eitt af mörgum áhugamáluxn, er Jón biskup átti, er hann tók við biskupsstarfi, voru eftirlits- ferðir meðal safnaða landsins; ásetti hann sér, ef þess yrði kost- ur að visitera sem flesta söfnuði landsins. Hafði það jafnan ver- ið eitt af torveldustu hlutverkum síðan ísland varð eitt biskups- dæipi, og afar örðugt. einkum eldri mönnum. Svo sem að lík- indum lætur hafði t. d. Pétur biskup lítt eða alls ekki gert yfirreiðir um landið, mörg síðari æfiár, enda stóð ekki til að svo væri jafn aldurhniginn og hann var. Séra Hallgrímur, eftirmað- ur Péturs visiteraði 200 kirkju- staði á 13—14 árum, og hafði enginn biskupa þeirra er voru tilsjónarmenn á öllu landinu á- orkað neitt slíkt. Á árunum frá 1917 — 1929 heimsótti Dr. Jón allar kirkju landsins að einum 5 fráteknum, ber þess þó jafn- framt að minnast, að í tíð hans var öll afstaða til ferðalaga gjör- breytt frá því sem að áður var. Auk þess gerði hann vandaða uppdrætti af öllum kirkjum landsins. í biskupstið sinni vígði hann 75 presta. Á því sviði var Dr. Pétur mun hærri, hann vígð aills 142 presta, næst- ur honum var Steingrímur Jóns- sn, er vígði 141 prest; auk þess vígði hann 16 kirkjur. Jafnan mun hann hafa haldið nánu sambandi við presta sína. Ýms lagaákvæði er gerð voru i tíð hans, er stefndu málum kirkj- unnar til blessunar. I tið hans kom út hin Nýja Helgisiðabók Þjóðkirkjunnar. Hundrað hug- vekjur, m. fl. Mjög bar hann hag og heiðurs kristninnar fyrir brjósti. Starfstími hans sem biskups var leysingatíð og erfið afstaða á margan hátt. Stundum andaði kalt að honum; einnig úr hópi andlegrar stéttar manna, en alt er honum mætti, bæði blitt og strítt bar hann með karl- inannslund hins styrka manns. Var glaður og gunnreifur jafnl á björtum og dimmum dögum. Dr. Jón var grannur vexti og nokkuð hár að vallarsýn, léttur í öllum hreyfingum og þróttmik- ill. Andlitið var gáfulegt, svip- urinn mikilúðlegur og nokkuö harðlegur. Hanh var mjög frjáls- mannlegur í framkomu, léttur i lund og glaður i viðmóti. Hann taldi sig mikinn gæfumann, átti góða konu og naut heimilisgleði og ánægju með henni og góðuin börnum þeirra. Kona hans and- aðist nokkrum mánuðum á und- honum. Frá biskupshúsinu við Tjarn- argötu var fagurt útsýni og heim- ilisfegurð. Trén i garðinum orðin stór eftir þvi sem þar ger- ist, útsýnið norður eftir Tjörn- inni einkar fagurt, Esjan há og tignarleg og töfrandi fjallaheim- ur í grend við hana bar við heiðan himin. Úr þessuin stað horfði Dr. Jón sjónfránum aug- um yfir sögu liðins tíma og at- burða, með glögguin skilningi og föstum og vissum tökum þess, er vald hafði, dró hann hálf- gleymdar myndir út úr gráþoku hins liðna, færði þær út í dags- ljósið, lét leika um þær íslenzkt fjallaloft; þannig gaf hann ís- lenzku þjóðinni nýtt landnám í heimi sagna og fræða. Og nú hefir hann, landnámsmaðurinn í heimi andans öðlast nýja land- sýn á eilífðarströndum. Orð skáldsins J. J. Smári koma í huga: “Sjá fyrir stafni er litfrítt land með lífsins fjöll bak við ægisand, — og opin útþrár-leið um ókunn höf og breið.” Guð hvílir verkamanninn, en starfið heldur áfram. ' Sigurður ólafsson. Til þess að skiilja Japana er nauðsynlegt að gera sér það ljóst, að þeir trúa þvi sjálfir, að þeir séu afkomendur guðanna og öll- um mönnum æðri. Þetta hefir orðið þessari þjóð hin mesta lyftistöng í örðugri lífsbaráttu. Japanar skifta öllum mönnum í þrjá flkka. J 1. flokki eru vitanlega þeir sjálfir, öllum æðri. f 2. flokki eru aðrir gulir menn og hAÚtar þjóðir. og í 3. flokki, sem er htilfjörlegastur, eru íbú- arnir í Indlandi, á Ceylon og allir blökkumenn. • —Leiddu mig ekki, Gvendur, hvað heldurðu, að hún mamma segði, ef hn sæi okkur —Þú getur sagt henni, að eg sé bróðir þinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.