Lögberg - 25.06.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.06.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNÍ. 1942 -----------HögtjErs----------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED b95 Sargent Ave., Winnipeg, lVlanitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOK LOGKERG, 69Ó Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘‘Lög’berg’” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Minningabrot Eftir Einar P. Jónsson Eg kom í fyrsta sinn til hinna vingjarn- legu íslendingabygða í Pembinahéraði um sum- arið 1917; fór með eimlest til Crystal-bæjar, en þangað sótti mig í Ford-bíl Jónas Hall, og á heimili þeirra ágætu hjóna gisti eg mína fyrstu nött þar syðra; verður mér það jafnan minnis- stætt, hvílíkur fróðleiksandi sveif þar yfir vötnunum; eg hafði þá nýverið eftirminnilega kynst Jónasi, er hann í raun og veru löngu fyrir forsvaranlegan fótaferðartíma, reif mig morgun einn upp úr rúminu, ásamt þeim Stephani G. og K. N., á heimili mínu á Lipton stræti í þessari borg; engan þessara fremdar- manna hafði eg áður augum litið, en mikið af þeim frétt, og þótti mér þessvegna mikils um vert heimsóknina. Næsti næturstaður minn, er eg á ný heim- sotti Garðarbygð, var á heimili þeirra Gamaliels Þorleifssonar og Katrínar heitinnar konu hans; var þar gott að vera, og um margt rætt, því bæði voru þau hjón gestrisin og margfróð; þriðja sæmdarheimilinu á þessum slóðum kyntist eg um líkt leyti, en það var bústaður þeirra Jóns og Margrétar Hjörtson, og þar hefi eg oftast átt heima, er atvik báru mig til Garðar, eins og kallað er; þrjár nætur gisti eg á heimili þeirra Jóns og Guðbjargar Johnson í grend við Garðar meðan á stóð hálfrar aldar landnámshátíð bygðarlaganna, 1928; þessi mætu hjón hafa nú safnast til feðra sinna, en endurminningin um þau verður mér ógleym- anleg; á öllum þessum heimilum fanst mér kvenmildin hafa yfirhöndina. Fyrstnefndu heimilin þrjú, gripu djúpt inn í viðkvæman kafla æfi minnar, og skilja eftir í huga mínum þakklátar endurminningar. ♦ ♦ ♦ Skólabróðir minn og góðvinur, séra Páll Sigurðsson, var um eitt skeið prestur í Noríh Dakota; hann, brá sér til íslands, en er vestur kom aftur, fjölmentu vinir hans í heimsókn á prestsetrinu tij þess að fagna komu hans; þar ílutti Hjálmar A. Bergman, K C., eina þá al- fyndnustu ræðu, sem eg hefi nokkru sinni heyrt á æfi minni; að sjálfsögðu talaði séra Páll þarna líka, og vék lítið eitt að sambúð okkar i Reykjavík þegar þrengst var í búi, og við drógum fram lífið um hríð á hertum þorsk- hausum og vatni; seinna setti eg þetta fyrir- bæri í samband við ritgerð dr. Guðmundar Finnbogasonar, “Þorskhausarnir og þjóðin,” og var þá ekki laust við, að eg fyndi til nokkurs metnaðar yfir þorskhausa æfintýri mínu. Núverandi presti íslenzku safnaðanna í Pembina héraði, séra H. Sigmar, kyntist eg fyrst í Wynyard veturinn 1914, og tókst þá með okkur vinátta, sem eg hygg, fremur hafi styrkst en hitt, \*ið líðandi ár; hann var þá að ryðja sér braut á vettvangi kristinnar kennimensku; eg hitti þar fyrir hreinlundaðan drengskaparmann, ein- kendan af hollri sjálfsrækt; á vegferð sinm nýtur hann stuðnings óvenju mikilhæfrar konu, og er heimili þeirra á Mountain veruleg mið- stöð manndóms og menningar; börnin hvert öðru betur gefin. — Á Mountain gisti eg venjulegast hjá góð- vinum mínum Birni Björnssyni og frú Sigur- línu; þau eru nú flutt á brott, og saknaði eg þeirra mikið, er eg síðast var staddur í Moun- tainbæ. Uppspretta mannfélagsgleðinnar á Moun- tain og í grendinni, var Kristján skáld Júlíus, venjulega nefndur K.N. Með okkur tókst við fyrstu samfundi vinátta, sem mér er óhætt að segja, að styrkst hafi í rót við vaxandi kynningu; hann var eigi einungis sérstætt skáld, heldur einnig góð- hjartað valmenni í þess orðs feg- urstu merkingu; eg var viðstaddur er samferðamenn hans m i n t u s t hans sjötugs með júiíusar veglegum mann- fagnaði í samkomuhúsinu á Mountain; eg var við útför hans, og tók dálítinn þátt í þeirri veglegu athöfn, sem fram fór við kirkjuna á Eyford þegar minnisvarði hans var afhjúpaður. Þetta forkunnar fagra minnismerki smíðuðu að öllu íslenzkar hagleikshendur í Pembina- héraði, öllum aðiljum til hinnar mestu sæmdar. ♦ ♦ ♦ Við urðum síðbúnir Jón J. Samson vinur minn og eg, sumarkveld eitt fagurt, er við höfðum ásett okkur að skreppa suður í North Dakota, og að þessu sinni til íslenzku bygðar- innar í grend við Milton; mig minnir að við jyrðum að vekja upp í Pembina til þess að fá afgreiðslu yfir landamærin; við drápum á dyr að húsi umboðsmanns innflutninga þar í bæn- um, og var sá íslendingur; innan fárra mínútna var tendrað ljós í húsinu, og kom húsmóðirin til dyra; við skýrðum henni frá því, hvernig ástatt væri um hagi okkar, og að okkur væri það áhugamál að fá afgreiðslu; hún spurði okkur að nafni, og lét þess jafnframt getið, að maður sinn væri svo að segja nýsofnaður; samt kvaðst hún mundu freista þess að vekja hann; svo að segja að vörmu spori kom hún út aftur með þau skilaboð frá manni sínum, að við gæt- nm haldið leiðar okkar; það væri ekki mikil líkindi á að tveir íslendingar, sem hann auk þess bæri kensl á, mundu umturna stjórnarfari Bandaríkjanna á einni eða tveimur nóttum; við þökkuðum innvirðulega fyrir tillátssemina, og hétum því að “registera” í Pembina á heimleið; einmuna blíða faðmaði að sér landið þessa yndislegu nótt, og leið tíminn svo fljótt, að við vissum naumast af fyr en við vorum komnir tiJ Cavalier; ekki áttum við þar langa viðdvöl; komumst þó inn á kínverskan hressingarskála til þess að ná í svaladrykk og vindling.--- Vegurinn upp Pembinafjöllin liggur í ótai bugðum, og sumsstaðar um djúp gil; bílstjóri var þarna fornkunnugur, og ók eins og sá, sem vald hefir; er yfir seinasta gilið kom, sagði hann að nú riði mest á að taka rétta stefnu þangað, sem ferðinni var heitið; lönd væri aðskilin með gaddavír, og vegir milli bæja þröngir, því nú værum við komnir af breiða veginum; alt í einu staðnæmdist bíllinn; “þetta er Bensons-heimilið; hérna búa frændur þínir,” sagði Jón vinur minn. Klukkan var eitthvað hálf þrjú um nóttina, er hér var komið sögu; við vöktum upp, og var okkur fagnað hið bezta; þau Jónína Benson og Jón Samson voru uppeldissystkini, en Björn heitinn maður henn- ar og eg, bræðrasynir; þó áliðið væri, er við gengum til hvílu, báðum við húsmóður um að vekja okkur snemma. Gísli Benjamínsson föðurbróðir minn, var einn af landnemum Miltonbygðar, og tók fjöl- -skylda hans upp nafnið Benson; hann fór 'snemma af íslandi; eg var þá ekki fæddur, og fundum okkar bar aldrei saman þó hann ■ enn væri á lífi, er eg kom til þessa lands; það var á þessu Bensons heimili, sem eg nú var stadd- ur, að Gísli sofnaði sinn síðasta blund, og þar kvaddi Guðbjörg kona hans einnig sína jarð- nesku tilveru; eg held að séra K. K. Ólafsson hafi jarðsungið þau bæði. Eg hafði hitt þrjá sonarsonu Gísla á land- námshátíðinni á Mountain, en ekki systur þeirra tvær; önnur þeirra, María, bjó búi sínu í grend við Olga, en hin, Mabel, hjúkrunarkona í Grand Forks, var nú stödd heima, og þótti mér það mikið ánægjuefni. Um miðmorgun héldum við af stað í tveim- ur bílum áleiðis til Fjallakirkju, en þar bera þau Gísli og Guðbjörg beinin; eg skoðaði leiði þeirra um stund; þau voru skrýdd fögrum blómum; “grátskyld viðkvæmni” greip mig snöggvast, er eg var að reyna að átta mig á æfin- týri Gísla föðurbróður míns, og þeirra annara íslendinga, er kvöddu ísland, og leituðu land- náms í vestri; skaut þá jafnframt upp í huga mínum hinum óviðjafnanlegu ljóðlínum Stepharts G. Stephanssonar: “Og ættarlandsböndum mig grípur hver grund, sem grær kringum íslendings bein.” Fjallakirkja var opin; við sungum stutta morgunmessu á okkar vísu. Eg settist við orgelið, og við sungum öll “Vor Guð er borg á bjargi traust.” Þessar fáu mínútur í kirkjunni, voru helgaðar minningu þeirra Gísla og Guð- bjargar.----- Við höfðum ásett okkur að heimsækja snöggvast Maríu frænku mína, sem áður hefir verið nefnd, og hafði eg ósegjanlega ánægju af þeirri heimsókn; fann eg þar margt líkt með skyldum. Á leiðinni til baka að Bensons heimilinu var hlið, sem opna þurfti; eg ætlaði að þjóta út úr bRnum og opna hliðið, en áður en mig varði, var Mabel frænka mín búin að ryðja hömlunum úr vegi. “Ekki þurfti Guð, eg gat,” sagði hún hlæjandi á eftir; eg vissi að Mabel taldist til þriðju, íslenzku kynslóðarinnar í þessu landi og varð hálfvegis forviða á því, að hún skyldi kunna að beita áminstu orðtaki; það styrkti mig í trú á langlífi íslenzkunnar í vesturvegi.----- Pembinahérað hefir alið og fóstrað margt þeirra manna og kvenna, er varpað hafa feg- urstum bjarma á íslendingsnafnið í þessari álfu; en það þýðir ekki, eins og Þorsteinn Erlingsson sagði, “að þylja nöfnin tóm, því þjóðin mun þau annarsstaðar finna.”— Fyrála bragðið og það síðaála (Frá “Nemo” á Giinli). Charles Bennings leynilög- regluþjónn, sat í reykingarklef- anum i vagnlest á Mexico Centrai brautinni, á leiðinni til landa- mæra Bandaríkjanna. Honum var þungt í skapi. Yfirmaður lögreglunnar hafði gefið honum til kynna að þetta yrði síðasta ferð hans í jKigu lögreglunnar; að henni afstaðinni fengi hann lausn í náð frá starfi sínu með fullum eftirlaunum, hann væri iíka farinn að gjörast gamlaður. Bennings var ekki að fást um það, þó eftirlaunin væru aðeins helmingur á móti árskaupinu, með því hann hafði jafnan verið sparsamur og þessvegna lagt fyr- ir talsvert fé á hinum langa starfstíma sínum, en hann áleit að sér væri ekki enn farið svo aftur, að það gæti verið orsökin; svo var hann sárgramur lög- reglustjóranum fyrir málhreim- inn í orðunum er glögglega benti á að Bennings væri nú orðinn lúinn og farinn, og því tími kominn til að hann rýmdi fyrir nýjum og yngri starfskröftum. Það sem Charles Bennings að þessu sinni var falið á hendur var erfitt stárf, og honum var grunur á að yfirmaður sinn gerði það af ásettu ráði, svo honuin tækist ekki að leysa það af hendi. Það gæti þá verið góð ástæða fyrir lausninni. Alt í einu var sem leiftri brigði fyrir í augum hans, í því bili að einn af hinum luralegu mönn- um, er framundan sátu í vagn- inum, leit við. Hann hafði áður einhversstaðar séð þenna and- litssvip Það var áreiðanlegt. En hvar? Hann hugsaði sig um, og lág þá nærri að hann æpti upp yfir sig að fögnuði. Maður Sá, sem hafði litið við gaut til hans augunum og mælti síðan í uppgerðar kæruleysis róm. “Fyrirgefið, herra minn! Hann vinur minn hérna fullyrð- ir, að hann sá frægur mann- þekkjari, og hefir veðjað við mig um það, að þér séuð flugmaður. Hvor okkar hefir unnið?” —- Svipur Bennings lýsti kureislegri geðþekkni og þögulli undrun. “Já. en fyrirgefið” — mælti hann og andvarpaði. “Hvað seg- ið þér? Flugumaður! Njósnari!” og hló svo innilega að allur búk- urinn spikfeitur hristist. — “Njósnari!” — sagði hann enn — “það er skrítið. Margt hefi eg verið álitinn að vera um dag- ana, én það aldrei. Lít eg ann- ars út eins og njósnari?” — Nú litu þeir á hann allir þrír í einu, og virltu hann fyrir sér, kringluleita andlitið á honum og meinleysistega augnaráðið und- ir gullspanga-gleraugunum, og altir sýndust verða ánægðir. Þeir kinkuðu kollum til hans og síðan hver að öðrum. Annars þegar eg fer að hugsa mig vel um” — hélt Bennings á- fram — “hefi eg leyst lögreglu- manns starf af hendi einu sinni, og var þá litt kominn af æsku- skeiði, og með því að saga sú er fáheyrð, ætla eg með yðar leyfi, herrar minir,” að segja ykkur hana.” — Þeir tóiku þvi vel, og hóf hann þá sögu sína á þessa leið:— “Atburðir sögunnar fóru fram í Texas 1860. Eg hafði komið frá New York. Á þeim tímum litu Texasbúar engum vinaraug- um á okkur frá Norðurrikjún- um, sérstaklega var það þó lög- reglustjórinn er gaf mér ilt auga, þótt eg reyndi á allan hátt að koma mér í mjúkinn hjá hon- um. Á þessu timabili keyrði tög- reglan fram úr öllu hófi, og að skömmum tíma þðnum varð eg sjónarvottur að ruddalegu morði. Sá sem vann það var tæknir þar í sveitinni og hét Tales. Hann hafði komið ipn í veitingastofu og lent þar í iltdeilum við ung- an mann, er lyktaði með því að læknirinn skaut hann til dauðs og flúði að því afstöðnu. Það var á augabragði sent eftir lögreglustjóranum, en það kom brátt í Ijós að hann hafði lítinn áhuga fyrir að sökudólg- urinn væri eltur, og er eg taldi á hann fyrir það, bar hann það >fyrir að allir fastir lögregluþjón- ar væru að heiman úr bænum, og hann sjálfur mætti ekkert fara að heiman. Mér varð skap- hrátt og spurði hvort hann gæti ekki fengið neina kjarkgóða sjálfboðaliða sér til aðstoðar, en hann kvað að fáir myndu verða fúsir á að fást við Tales lækni, er hann væri kendur, því þá væru kúlurnar býsna lausar í byssunni hjá honum. Það kæmi líka að litlu hatdi þó honum yrði náð, hann hafði áður fyr verið kærður fyrir samskonar glæpi, en ætíð verið sýknaður; fólkið þar í sveitinni hefði svo miklar mætur á honum, að það tæki ekki svona smá óhapp til greina. Mér þótti kæruleysi þetta og hugleysi keyra svo fram úr öllu hófi, að eg bauð mig tafarlaust fram til að elta morðingjann, og loiksins eftir nokkrar málaleng- ingar, gaf hann samþykki sitt og brosti þá illgirnislega. Mér iflaug í hug að hann harmaði það ekki, að læknirinn yrði mér, að bana, er eg reyndi að taka hann fastan. Lögreglustjórinn hafði einnig verið bezli vinur hans, en jafnframt sýnt það deg- inum ljósara, að hann hafaði mig fyrir það að vera úr Norð- urríkjunum. Eg gleymdi þessu samt undir eins, er eg sá að hann fór að hjálpa mér við und- irbúninginn; seinast hlóð hann sjálfur skammbyssuna mína. Eg tók ekki eftir því í það sinn, að hann lét ekkert púður með skot- unum er hann hlóð byssuna. Tveir klukkutímar voru liðnir frá því læknirinn hvarf og þar að auki tafðist eg við að spyrja menn um ferðir hans” — Þegar hér var komið sögunni var tekið fram í af vagnstjóranum er sagði frá að lestin næmi staðar næst í Juarez, en það er bær í Mexico, fárra mínútna leið frá landa- mærunum — þeir af ferðafólki sem ætluðu sér yfir landamerkin til EI Paso í Texas, kvað hann skyldu búa sig undir tollrann- sókn. Mennirnir þrir fóru nú að fara í yfirhafnir sínar, og á meðan þeir voru að því, skrifaði Benn- ings i flýti fáeinar línur á papp- írsblað, vafði honum innan i dollars miða og rétt hann að vagnstjóranum og mælti: “Gjör- ið svo vel og útvegið mér ein- hvern, sem getur borið fyrir mig farangur minn til tollgæzlunn- ar, og ihér er fyrir umstangið.” — Um Jeið sté hann með leynd ofan á fótinn á vagnstjóranum, án þess að skeyta undrunar- svipnum, sem kom, á hann. Að því búnu sneri hann sér að mönnunum og mælti: “Tiu min- útur eru eftir þangað til við komum til Juarez, svo við getum tekið því með ró og stillingu. “Jæja! Á fjórða degi leitar minnar að morðingjanum, kom eg loks að þorpi einu, sem heit- ir San Filippe, og er eg ætlaði að ganga inn í greiðasöluhús, koin flóttamaðurinn einmitt í flasið á mér, og áður en hann fengi komið auga á mig. hafði eg miðað á hann byssunni. Hon- um var vel kunnugt um að eg var æfð skytta, sá því þann kost- inn vænstan að gefast upp mót- spyrnulaust. Eg flýtti mér að svifta hann byssunni og setja á hann hand- járnin. Morguninn eftir lagði eg af stað með bandingjann. Á leiðinni heim særðist hann svo undan handjárnunum að eg tók þau af honum og þótt eg vissi að hann væri mér miklu sterkari, þá var eg þó alls óhræddur þar sem eg var vopnaður. Það var ekki fyr en nokkru seinna, að eg vissi til fullnustu í hve mikilli hættu eg hafði verið. Eg ætlaði að skjóta tvo sléttu- úlfa, sem voru við veginn, og kipti upp byssunni, en til mestu heppni fyrir mig, hurfu þeir í skóginn áður en eg gæti hleypt af. Hugsið yður að eg hefði smelt gikknum og bandinginn á þann hátt hefði komist að hve mikið eg mátti treysta byssunni. Lögreglustjóranum varð held- ur en ekki felmt við, er eg af- henti honum sökudólginn, og kom þá upp fyrir mér allur leyndardómurinn.” Nú nam lestin staðar, og við sáum mörg ljós gegnum vagn- gluggana. — “Þetta er sjálfsagt Juarez,” piælti einn þeirra fé- laga og leyndi ekki óstyrk i rómnum. — “Það er undarlegt að lestarstjórinn ékki tilkynti nafn stöðvarinnar svo sem venja er til. Komið fljótt! Við skul- um flýta okkur,” bætti hann við með óþreyju. — Meðan hann mæ'lti svo rann lestin af stað, og Bennings huggaði þá félaga með því að segja að þetta hefði verið aðeins augnabliks viðnáms- staður, en ekki regluleg lestar- stöð, og hélt svo áfram máli sínu án þess að skeyta óþolinmæði þ;irra félaga. “Eg sannfærðist þó ekki til fullnustu um sviksemi lögreglu- stjórans, fyr en eg var kominn heim. Eg ætlaði að skjóta til marks, en ekkert skot kom úr byssunni. Lögreglustjórinn varð ýmist rauður sem blóð, eða svartur sem bik. Morðinginn, sem enn ekki hafði verið fluttur í fangaklefann, starði á mig höggdofa og mælti: Herrar mín- ir! Ef þér viljið heita mér því, að geta þess ekki hversu mi'kill asni eg hefi verið í því að láta taka mig fastan af vopnlausum manni, þá skal eg hátíðlega meðganga glæp minn fyrir kvið- dómnum. Mér er makleg þung refsing fyrir jafnmikla glópsku.” Lestin hægði nú á sér, og þeir félagarnir stóðu upp í annaö sinn, og einn þeirra sagði við Bennings í bræði: “En hvern fjandann kemur þetta okkur við? Og ef þér með þessu andstyggi- lega þvaðri hafið orðið til þess að við mistum af lestinni-, þá . .” — í sama bili nam vagninn staðar með einum rykk, og tveir menn miiklir vexti komu inn í reykingarklefann. — “Eruð þér með handtökuleyfið, Grey?” spurði Gennings i flýti í þvi hann og hinir nýkomnu menn beindu byssum sínum að þeim félögum.— “Þér hafið skilið ágætlega, Grey. Þessi þrjú isnyrtimenni eru skálkar þeir, sem eg hefi nú í viku verið að leita að í Mexico. Eg var orðinn vonlaus, þegar þeir rákust hingað í vagninn. Það er eftirtektavert að þeir eftir jafmmörg morð og innbrot í Bandarikjunum, skyldu voga sér svona nálægt landamærun- um. Þeir sjálfsagt treystu því að Bandarikin hafi engan samn- ing við Mexico um afsal glæpa- manna.” Þegar aðstoðarmenn Bennings litu til hans spurnar- augum, hélt hann áfram: “Jú. eg skrifaði á dálítinn pappírs- miða, og lét lestarstjórann vita um feng minn, og bað hann að losa reykingarvagninn strax er við kæmum til Juarez og skjóta honum tafarlaust yfir landamær- in, svo við gætum handtekið glæpamenn þessa og jafnframt losast við alt þref um framsal við stjórnina i Mexico. Á meðan

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.