Lögberg - 25.06.1942, Blaðsíða 6
6
í.fíGBSPG. FIMTUDAGÍM'j 25. JÚNÍ. 1942
Á SKARÐSHEIÐUM
Hermálaráðherra á ferð um Veáturlandið
Á mynd þessnri,getur nð lítn hermálnráðherra Canndnstjórnne, Col. ./. L. Rnlston, er lmnn ný-
legn á ferð sinni um vesturlnndið, skoðnði með cigin augum hinnr ýmsu greinar herþjónnstunnar
í Mnnitoba. Col. Ralston tók þátt i fyrri heimsstyrjöldinni, og hlaut D.S.O. viðu-rkenningu fgrir
frækilega framgöngu; hefir hann jafnan látið sér ant um velferð cnnadiskra hermnnna jafnt á
vettvnngi sjálfrnr stríðssóknarinnar, sem heima fyrir.
Að ofnn sézt Col. Ralston í snmtali við skyttu úr Cnnadian Artillery æfingaskólanum í Rran-
don; neðar á myndinni yfirlítur ráðherra fótgöngulið í Winnipeg.
Merkisatburður
Sunnudaginn 7. júní áttu þau
Kristján G. Kristjánsson og kona
hans Svanfríður í Eyford-bygð-
inni suðaustur af Mountain, 65
ára giftingarafmæli; sama dag
var og qldursafmæli Kristjáns,
og var hann þá 92 ára að aldri.
óneitanlega hefði það mátt sýn-
ást viðeigandi að bygðarfólkið
hefði haldið þeim hjónum veizlu
á heimili þeirra þann dag. En
því var þó slept. Þau eru nú
orðin þreytt og ekki fær um
slikt umstang. En bæði voru
þau hjón á flakki þann dag eins
og þau jafnaðarlega eru, og nutu
dagsins og minninga hans með
sínuin nánustu.
Þessi sæmdarhjón, sem hér er
minst á fluttu vestur um haf
frá Langanesi á íslandi skömmu-
eftir að þau vígðust til hjóna-
bands, eða árið 1878. Fluttust
þau til Nýja íslands, en undu
tkki hag sínum þar, svo þau
lögðu af stað til íslenzku sveit-
arinnar í N. Dakota í marz-mán-
uði árið 1879. Hefir ferð þeirra
þangað þótt meir en lítið sögu-
leg. Þau gengu bæði frá Nýja ís-
landi til Pembina, N.I). Kristján
tcymdi á eftir sér einn uxa er
dróg á eftir sér smásleða. Á
sleðanum var fyrsta harn þeirra,
og eitthvað af farangri.
Kristján og Svanfríður hjuggu
nokkur ár í grend við Pembina,
en fluttust svo til Eyford-bygð-
arinnar þar sem þau enn búa.
Þar stendur hið reisulega heim-
iili, sem þau létu byggja fyrir
mörgum árum. Börn þeirra eru
9, 3 dætur og 6 synir, biia þau
öll í grend við foreldrana nema
tveir synirnir.
Altaf hafa þau verið ákaflega
íslenzk í anda. Hefir þeim þótt
frábærlega vænt um ættjörðina
og fylgst undursamlega vel með
öllu, sem þar er að gjörast fram
á þennan dag. En þeim hefir
lika þótt vænt um kjörlandið
sitt, sem hefir farið svo vel með
þau á langri leið. Og kær er
þeim sveitin fagra, þar sem þau
hafa svo lengi dvailið, og þar sem
þau bæði eiga mörg og mikils-
verð handtök.
H. S.
Tuliugasli kapíiuli.
Joan bárust nú mannaraddir utan úr hús-
garðinum að baka til. Hún steig eitt eða tvö
skref áleiðis að glugganum til að gá út um
hann, en sneri í þess stað fram í stigann og
ílýtti sér að komast niður í eldhúsið.
Þar innan við útidyrnar stóð Bob Crew
cg hurðin að baki honum stóð opin. Hann
leit til hennar með svipbrigðum, sem hún skildi
ekkert í, en sá að útitekna andlitið hans var
óvenjulega fölt, og af því, en sérstaklega ai
augnaráði hans, skildist henni að eitthvað ó-
vanalegt væri að.
“Bob,” sagði hún og heyrði naumast sína
eigin rödd vegna þungra og tíðra hjartaslaga
sinna. “Bob, hvað er að?”
Inn um opnar dyrnar heyrðist nú enn
mannamál, og Crew leit yfir öxl sér, gekk
þá þvert um eldhúsgólfið til Joan og greip
föstu taki úm handlegg henni.
“Vertu róleg, Joan,” sagði hann.
Svo flýtti hann sér inn í setustofuna og að
símanum, en hún starði á útidyrnar, sem enn
stóðu opnar. Aðrir menn voru nú að nálgast
á seinagangi, og þrjár mannverur birtust þar
í ljósglampanum utan við dyrnar, sá í miðið
boginn og máttvana, með lútandi höfði og
fæturna afllausa dragast í fönninni, en hinir
tveir mennirnir gengu undir honum sinn hvoru
megin og hálf-báru hann áleiðis inn um dyrn-
ar.
Hún sneri sér við í skyndi. “Inn hingað!”
kallaði hún um öxl sér og fór inn í setustof-
una, greip upp lampann þar á borðinu og
gekk yfir að dyrum gestaherbergisins á hlið
við stofuna.
Hjarðsveinarnir færðust gætilega nær
henni með máttvana manninn á milli sín.
“Á rúmið,” sagði hún, eins og utan við sig
í raddhreim, sem í hennar eigin eyrum hljóm-
aði eins og langt að komandi ómur, er bærist
henni frá hljómbera eða gegnum síma; eða
væri eitthvað, sem hún hefði heyrt eða lesið
um eða verið sagt frá löngu áður.
Þeir voru nú komnir fast að henni. en
hún vatt sér fram hjá þeim áleiðis að eldhús-
dvrunum.
“Lampann,” heyrði hún sagt og rétti hann
að einhverjum, en fór svo fram í eldhúsið,
þar sem Hector stóð starandi vandræðalega og
hreyfingarlaus. Joan greip heitavatnsfötuna á
eldastónni, þá hreinar þurkur af snaga og
hraðaði sér svo aftur inn í stofuna.
Hún gekk þvers um gólfið að baki Crews,
sem enn stóð við símann, inn í aukaherbergið
og sá Herron vera að hagræða um fætur særða
mannsins, en Malmquist losa um belti hans og
hálslíningar, jakka og skyrtu og láta svo höfuð
hans falla aftur á bak niður á koddann. Um
leið og Joan setti frá sér hitavatnsfötuna við
rúmið, leit hún niður á andlit særða mannsins,
er á koddanum hvíldi.
“Pabbi!”
Linden bærði varirnar, en ekkert hljóð
barst fram af þeim. Malmquist fletti opnum
skyrtubarminum, Joan sá blóðblett á Ijósa,
magra hörundinu og henni sortnaði fyrir aug-
um. Á sama augnablikinu kom Crew inn í
herbergið, greip hana upp, bar hana fram í
stofuna og lagði hana mjúklega á legubekk-
inn.
“Hvíldu þig þarna nokkrar mínútur,” sagði
hann. “Eg var rétt að kalla lækninn. Hann
kemur hingað eins fljótt og hann mögulega
getur.”
Joan stetist upp starandi eftir Crew er
hann hraðaði sér aftur inn í sjúkraherbergið,
sá hann líta þar í kringum sig og koma svo ti!
hennar aftur.
“Þurkurnar,” sagði hann.
Hún fékk honum þær, því hún hélt enn á
þeim í annari hendinni.
Hún heyrði föður sinn anda með erfiðis-
munum, stundum með djúpum hrygluhljómi
og hóstakjöltri í hálsinum.
Crew kom svo fram til hennar aftur og
sagði; “Þú getur nú komið til hans, Joan.’
Hún fór svo inn að sjúkralegu föður síns,
sem hvíldi nú upp við tvo kodda, að baki sér,
og var vaknaður til meðvitundar um hver hjá
honum stæði. Bros breiddist um varir honum,
en í augum hans var engin brosglæta. Þau
voru daufleg og stóðu ekki á andliti hennar.
“Joan,” sagði hann og reyndi um leið að
rétti henni hönd sína, sem honum var þó um
megn.
Hún kraup að rúmstokknum, en hann sneri
þá höfðinu ögn á koddanum og leit framan í
hana með ofurlítið meira fjöri í augunum.
Svo leit hann á hitt fólkiði, er nálægt var
og sagði: “Jæja„ jæja, jæja.” Reyndi þá að
horfa niður á fætur sér, og spurði: “Er eg
enn í stígvélunum?”
“Já, Dale,” svaraði Crew.
“Ágætt!” sagði Dale og var nú ögn léttara
um andardráttinn. “Mér gekk ferðin vel þarna
yfir frá. Nægilegt búland. Hefi aldrei séð
neitt því líkt. Allan veturinn —” Hann
þagnaði og lokaði augunum, en leit svo upp
aftur og sagði enn: “Allskonar vetrarbeit á
láglendinu. Þar má heyja eg veit ekki hvílíkt
ógrynni. Það er — er sannarlegur sæludalur,
sem eg hitti á.”
“Reyndu ekki að tala meira, Dale,” sagði
Crew.
“Hví ekki?”
“Það er þér ofraun, Dale.”
“Joan,” sagði Dale seinlega, “eg hefi hugs-
að mér að þú . . . Og þú líka, Bob . . . Piltarnir
eins . . . Allir hér . . . Reynið ekki að berjast
gegn þessu. Jafnvel þótt Ivan hefði ekki gert
þetta, og enda þótt — þótt ekkert slíkt væri
gert, þá verður sókt hingað inn. Landið er
svo^ aðlaðandi, yndisríkt, elgsdýrahjörðin svo
heillandi á að líta. Menn á öðrum svæðum
hafa nóg að starfa, líkt og við hérna, og hafa
rétt til —” Hann átti nú erfiðara um andar-
dráttinn. “Þar er þeim létt um vik. Nægilegt
beitiland. Látum aðra þyrpast hingað. Fyrir
öllu er nú séð. Hið eina, sem eg hugsa nú um.
er að fá friðarhöfn til að eyða í mínum sein-
ustu stundum, og hefi líka vissulega fundið
hana.” Hann svalg veiklulega munnvatn sitt
og með þyrkings kipring í hálsinum, en spurði
svo: “Hvernig líður Philip?”
“Philip er farinn, Dale,” svaraði Crew.
“Dauður, áttu við?” ,
“Nei. Hann er farinn — heim. Burt úr
dalnum. Fór áleiðis í kvöld.”
Linden hnyklaði brýnnar, horfði með
þreytulegum áhyggjusvip upp í herbergisloft-
ið og sagði: “Heyrið, — Ivan nálgaðist okkur
og hilip gerði sitt bezta —” Augu gamla
hjarðbóndans urðu nú skærari. “Joan,” sagði
hann, “móðir þín var undraverð kona.” Höfuð
hans fór að hallast, augun lokuðust er höfuðið
hneig seinlega út á aðra hliðina og hvíldi þar
hreyfingarlaust. ✓
Joan fann Crew taka þéttu haldi um hand-
legg henni og leiða hana fram úr herberginu.
“Eg býst við að pabbi sé dáinn,” sagði hún
dauflega og rödd hennar ómaði enn eins og
hún bærist langt að.
Já, Joan.”
“Við skulum fara snöggvast út.”
Þau gengu út í garðsviðið bak við húsið
og Joan dró andann djúpt að sér, beigði sig
niður í fönnina, greip upp handfylli sína af
snjó og nuddaði honum um andlit sér.
“Þetta var óhappa-slys,” sagði (j!rew.
“Ivan hefir haldið —”
“Hvar er Philip? Pabbi sagði eitthvað um
Philip.”
“Þeir hittust, býst eg við. En Philip er nú
farinn, Joan. Hann sagði mér hvernig hann
ætlaði að haga burtför sinni. Dót sitt ljét hann
í poka, sem hann skildi eftir í svefnklefanum,
og bað mig að senda sér þegar hann léti mig
með línu vita hvar hann væri þá staddur.”
Hann fer út yfir heiðina í nótt. Er nú lagður
á stað héðan. Vildi ekki fara með póstsleð-
anum.”
“Það var líka skotið á Philip. Þetta er alt
mér að kenna. Eg gleymdi að geta um nær-
veru hans og pabba. Ivan skaut svo á pabba
og á Philip líka.”
“En Philip er —”
“Nei. Hann er ekki farinn. Pabbi sagði
það. Heldurðu að hann myndi yfirgefa pabba
-- eins og á stóð?”
“Eg hygg hann hafa jafnvel ekki vitað að
skotið hefði hitt Dale. Þegar við hittum föður
þinn, var hann enn í söðlinum, næstum kom-
inn heim og hesturinn á hraðri ferð upp að
húsunum hér. Dale var að reyna að komast
hingað. Og sýndi engin merki þess, er Philip
hefði getað ráðið af að hann hefði orðið fyrir
skotinu. En féll úr söðlinum rétt um leið og
við náðum honum, Joan.”
Joan lagði þegar á stað út að hlöðunni.
“Hvað ertu að fara, Joan?“ sagði Crew.
“Til Ivans. Eg þarf að spyrja hann um
Philip. Rídd þú, Bob, út að brúnni og mættu
mér þar. Eg ætla að koma þangað með Ivan.
Farðu nú strax á stað, Bob,” sagði hún í bæn-
arrómi og hélt sína leið.
“Þarftu ekki að fá yfirhöfnina þína. Joan?”
“Nei.”
Hún fór inn í hlöðuna, söðlaði hest sinn og
þaut þegar á stað.
Er hún reið út yfir engið fór hún að
kannast aftur við sjálfa sig; kuldaloftið, sem
um hana streymdi, hresti hana og feykti mók-
inu af hugsunum hennar.
Ivan var heima í stofu sinni, er hún gekk
þangað inn, og einnig eitthvað hinna mann-
anna. Án þess að líta á gesti hans eða skeyta
nokkuð um nærveru þeirra, sneri hún sér að
Ivan.
“Hvar er Philip?” sagði hún. .
“Hann er ekki hér,” sagði Ivan glottandi.
“Það var snildarlega gert af þér, Joan, að að-
vara okkur. En þó við lentum í elgsdýraþvög-
unni, og kæmust fyrst í stað ekkert áleiðis,
hepnaðist okkur að bjarga sex heystökkunum
við ána. Við komum auga á tvo náunga —”
“Hvar er Philip?”
Ivan ygldi sig. “Eg skil ekkert hvað þú
ert að hugsa um. Við hvað áttu? Hvar er—”
“Þú beindir skoti þínu á pabba. Skauzt
líka á Philip?”
• Enginn í stofunni bærði á sér.
“Eg veit ekkert um hvað þú ert að tala,
Joan,” stamaði Ivan loks upp. Rödd hans var
nú hljómlaus, veikluleg og óttaþrungin.
“Þú beindir byssuskoti að pabba, veiztu
það ekki? Veiztu ekki að þú skauzt hann
fóður minn? Veiztu ekki hvað þú hafðist að?”
“Þeir hafa þá verið mennirnir tveir hjá
heystökkunum,” sagði einn elgsvarðanna. “Svo
hlýtur að vera, en við gátum ekki séð þá nógu
greinilega til að kannast við þá. Þú manst
eg gat þess til við þig, Ivan, þegar þeir riðu
á burt, að skotið hefði hitt hann. Eg sagði—”
“Mér virtist sem skotin hefði lent á þeim
báðum,” sagði annar varðmannanna. “Við
reyndum að finna þá,” sagði hann við Joan.
“En árnagurslaust.”
“Þeir riðu báðir á burt,” sagði Ivan vand-
ræðalegur á svip. Svo gekk hann að Joan,
greip í öxl henni og hristi hana. “Segðu mér
nánar frá þessu, Joan. Er pabbi þinn illa
særður?”
“Hann er dáinn.”
“Dáinn!” Ivan hrökk við og færði sig aftur
á bak.