Lögberg - 30.07.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.07.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. JÚLÍ, 1942 Þegar eyðmörkin blómgast II. KAPITULI Hver var hann, tígiilegi höfðinginn? Mað- urinn, sem honum fylgdi, virtist að vera fylgd- arsveinn hans eða ’einkaritari. Það var þó einkennilegt fyrir Evrópumann, að hafa aust- rænan ritara, eins og fylgdarmaðurinn auð- sjáanlega var. Eða ef til vildi var það ekkert undarlegt, því hér gat að líkindum hvað eina átt sér stað sem algeng siðvenja. En hvernig sem í þessu lá, var auðvitað óhjákvæmilegt annað en veita því eftirtekt hversu nákvæm- lega þjónninn annaðist um þarfir herrá síns; tók við réttunum frá borðstofuþjónunum, setti þá fyrir höfðingjann og skenkti honum vínið sem við átti. Fyrir Pauline var þetta sem hulduleikur og henni þótti vænt um að Cherry hafði ekki tekið eftir neinu af því. En fyrir einhverja óviðráðanlega innri hvöt leit hún nú aftur þvers um salinn. “Hvað er komið yfir þig, Pauline?” sagði Cherry óþolinmóðlega. “Þú hefir ekki hlust- að á neitt af því sem eg hefi verið að segja við þig. Og nú ertu aftur að verða kafrjóð.” Er hún svo gerði sig líklega til að líta um öxl sér, sagði Pauline í angistartón: “Nei, nei — ekki þetta, góða!” og frænkan starði undrandi á hana. Pauline beit á vöruina. “Eg vil ekki að þú starir þangað,” sagði hún til skýringar. “Þarna við borðið er — eru fremur athugulir gestir. Og lítir þú þangað er eg hrædd um þeim skiljist það, að við séum að veita þeim eftirtekt.” En Cherry ætlaði ekki að missa af þessu augnagamni, greip því vasaspegil sinn og brá honum upp til þess eins og sýnast mætti að hún athugaði eigin andlit sitt, en sagði svo lágt: “Eg er orðlaus — hver heldur þú hann sé?” “Um það hefi eg enga hugmynd.” Pauline hafði nú algerlega náð sér aftur og bætti við: “Einhver atkvæðamaður, skyldi maður halda.” “Ásjálegur! En ekki úr mínum flokki,” sagði Cherry galsalega. Svo deplaði hún aug- unum, ertnislega og bætti við: “Eg hélt þú veittir ókunnugum mönnum aldrei nokkra eftirtekt.” Er þær luku máltíð sinni sáu þær í sömu svifum standa upp frá einu borðinu manninn, sem um morguninn hafði boðið þeim aðstoð sína, og nálgast verustað þeirra á ný. Er hann nú nam staðar við borð þeirra, hneigði hann sig fjálgslega og mælti: “Mætti eg leyfa mér að bjóða yður, heiðr- , uðu hefðarmeyjar, að þiggja kaffi við borðið hjá mér? Hér í borðsalnum er mjög merkur maður, sem yður mætti þóknast að heyra eitthvað um.” Eftir snuprurnar, sem hann hafði áður orðið fyrir hjá Pauline var þessi seinni tilraun hans um aðstoð sína jafn ósvífnislega fráleit eins og hún var augljós. Pauline varð ham- stola af gremju og áður en Cherry fékk nokkru svarað, sagði hún með skærri þóttaraust: “Nei, þakka yður fyrir, við neytum kaffisins út af fyrir okkur.” Þá rauf .þögnina laðandi rödd, er sagt var rétt að baki þeim: “Fyrirgefið, en eg hygg mér veitist sá heiður að ávarpa Miss Bassett?” Pauline hrökk við er hún leit skyndilega aftur fyrir sig og varð þess áskynja að sá er nú ávarpaði þær væri einmitt maðurinn, sem hún hugði vera arabiskan einkaritara álitlega herramannsins við borðið gegnt þeim hins- vegar í borðsalnum, er ienkennilega hafði raskað hugarró hennar. “Já —” stamaði hún feimnislega. Maðurinn hneigði sig virðulega og mælti enn: “Hans hágöfgi, Sir Abdel Amin-Razam Pasha, sendir virðulega kveðju sína og telur sér það mikinn heiður og til ánægju ef yður heiðursmeyjum þóknaðist að þiggja kaffi með Madame Aziz Razam, frænku sinni, í hans cigin setuklefa. hér á lestinni. Hans hágöfgi biður þess einnig getið, að Mrs. Henry Bassett hafi sagt við hann að dóttir hennar kæmi að líkindum með þessari lest, og beðið hann að ná kynningu af yður.” Pauline sagði: “Kæra þökk — Miss Cherry Bassett, frænka mín hérna — er dóttir Mrs. Bassett.” Og nú tók Sherry sjálf til sinna ráða: “Við hefðum yndi af þessu,” sagði hún. “Tökum dýrmætu boði hans hágöfgis með þökkum.” Augu hennar voru nú þrungin tindrandi glettn- issvip, er hún leit til Pauline. “Gerið þá svo vel heiðruðu frænkur, að fylgjast með mér,” sagði sendiboðinn. Þær risu þegar á fætur úr sætum sínum við borðið. Og er þær litu yfir að hinu borð- inu sat enginn við það — að því er snerti herramanninn, þá var hann horfinn skyndi- lega allur á burt þaðan, eins og þó hann hefði aldrei staðnæmst þar. Er þær gengu yfr pallana frá einum vagn- inum til annars, hvíslaði Cherry í eyra Pauline: “Hvílíkur happafengur, sæta frænka! Það má treysta mömmu til að ná kynnum við rétta stétt fólksins hér. Eg hygg við hefðum átt að geta ímyndað okkur hann sem aust- rænan stórhöfðingja!” Innfæddan Egypta! Já, Pauline fanst nú hún hefði vel átt að geta gert sér ljósa grein fyrir því. Þau gengu all-langan spöl aftur um lest- ina áður en leiðsögumaðurinn opnaði hurðina að skrautlegri setustofu í einkavagni herra síns. Og Pauline fann sig nú í annað sinn horfa inn í hin dökku augu Abdel Amin- Razam. Þrátt fyrir hinn bleika andlitsblæ hans, átti hún enn bágt' með að átta sig á því að hann ekki væri Evrópumaður. Þegar svo ritarinn stundi mjúklega upp nokkrum afsökunarorðum um leið og ' hann fjarlægði sig, drógst athygli Pauline að kven- manni — sem naumast Virtist meira en ungl- ingur — sitjandi á stóli, er herramaðurinn stóð við hliðina á. Þetta var fölleit ung kona, klædd hæstmóðins hvítum fatnaði af lýtalausri Parísargerð. Húsráðandinn leit til Cherry með skyndi- brosi, sem leiftraði á öllu andliti hans, en það var Pauline, sem hann ávarpaði. “Eg vona að þér fyrirgefið þessa fremur óvenjulegu viðkynning,” sagði hann á lýta- lausri ensku, sem ekki hinn allra minsti út- lendings hreimur lýsti sér í. “Eg lofaði Mrs. Bassett að ef svo vildi til að við ferðuðumst á sömu lestinni og eitthvað væri það er þér þörfn- uðust aðstoðar við, skyldi eg láta yður hana í té. Leyfið mér að kynna yður frænku minni — Mamade Razam.” Þau settust nú öll að dagsklefa borðinu, þar sem stofuþjónninn, léttstígur og þögull Arabi, tilreiddi kaffihófið. Cherry leit ófeimnum ögrunaraugum til húsbóndans. “Hvernig í ósköpunum vissuð þér að þetta værum við?” spurði hún. “Eg hefi mína aðferð til að komast eftir slíku — þegar eg þarf þess, og stundum enda að þarflausu,” svaraði hann henni. “Það var þó mjög auðvelt núna, — þið eruð einu tvær ensku stúlkurnar, sem saman ferðist á þess- ari lest, og — á farangri ykkar eru nöfnin skráð.” Hann taldi ekki nauðsynlegt að skýra nú frá því, að hann hefði alls ekki ásett sér að leggja sig fram um að sýna dóttur Gertrude Bassetts, á heimleið úr skóla, nein sérstök virð- ingarmerki — að hann hefði í raun og veru, ætlað sér að láta hrygð sína í ljós út af því að hann hefði ekki náð að hafa upp á henni. En er hann þá alt í einu hafði heyrt óminn af skærum ungmeyjar hlátri og séð stúlkuna, hefði honum hugkvæmst, að ef til vildi væri það ómaksvert að ná samfundi hennar. Að minsta kosti teldi hann það þá óviðurkvæmi- legt að þessar tvær stúlkur væri þarna á ferð einar síns liðs, og er hann svo kom auga á manninn, sem við þær ræddi, sannfærðist enn betur um þetta. Það myndi hafa valdið undrunar hjá Pauline, hefði henni skilist, að meðan maðurinn við borðið gagnvart þeim neytti matar síns, án þess að gefa fólkinu um- hverfis sig nokkurn minsta gaum, gæti hafa tekið eftir öllu, sem fram fór við þeirra borð. Hann hefði tekið eftir vandræðaþrungnum gremjuorðum hennar og þá ekki hikað eitt augnablik við að senda þeim aðstoð sína. Og meðan hann nú ræddi við Cherry, var það eiginlega eldri stúlkan, sem vakti aðdáun hans. En það lokkasafn og hvílík augu! Hið fyr- nefnda glóandi, sem nýr koparpeningur, og augnaliturinn líkari blæbrigðum enskrar fjólu en hann mintist að hafa nokkru sinni áður litið í ungmeyjar ásjónu. Og samkvæmt því, er Madame Gertrude hafði talað, skildist hon- um að dóttir hennar ferðaðist í umsjá eldri frænku sinnar, er hann hugði vera myndi svipuð því sem við mætti búast í nánum ættar- tengslum við hinn lofsverða mann, fornfræða- prófessorinn. Ekki þó svo að hann hefði mis- þóknun á prófessornum — í raun og veru geðj - aðist honum hann miklu betur heldur en hin kæna frúv hans, sem svo iðin var í að feta sig upp eftir samkvæmiströppum heldra fólksins. Það snerti við háðskendum kímnisstreng, sem sjaldan lét á sér bæra hjá honum. Madame Gertrude átti vissulega einhverri þrautraun cftir að mæta. Cherry litla var ásjálegur unglingur. En hin unga Pauline—? Og yndislegi roðablærinn, sem svo mjúklega breiddist um andlit henni þegar hún var ávörpuð. 1 i MIKILVÆG TÍMAMÓT í SÖGU ÍSLANDS Árið 1874 olli slraumhvörfum í sögu Islands. hins frjálsa og óháða ríkis, sem nú er þýðingarmikið varnarvirki í barátlu Sameinuðu þjóðanna; það kemur einnig við sögu íslenzkra nýbyggja í þessu landi; með umbóta stjórnarskránni, veilti konungur Danmerkur það ár, íslandi fullkomið löggjafarvald. Og þetta sama ár komu fyrstu, íslenzku frumherjarnir til Canada; þá voru þeim trygð samskonar borgaraleg réltindi, og aðrir þegnar Canada nutu; sá sátlmáli var haldinn af hálfu beggja aðilja. íslendingar lögðu fram með árvekni sinni, iðju og næmum skilningi á þegnréttindum sínum, mikilvægt menningartillag til hins nýja kjörlands. í styrjöldinni miklu frá 1914—18, tók fjöldi hinna nýju borg- ara af íslenzkum siofni, þátt í orustum í Frakklandi og í Flanders; létu margir þeirra þar líf sitt í hinni miklu baráttu gegn áþján og ofbeldi.. Ekkeri fólk í heimi hefir sterkari trú á mannlegu frelsi og frjálsum mannfélagsstofnunum, en ís- lendingar. Og þegar á árinu 874, komu þeir á fót hjá sér viturlegum lögum, sem vernduðu frumburðarétt hins frjáls- borna manns, málfrelsi og önnur réttindi, ásamt því að hrinda í framkvæmd kviðdóms fyrirkomulaginu. Um þessar mundir halda íslendingar sinn árlega þjóðminning- ardag, og skýrist þá að sjálfsögðu fyrir þeim, engu síður en fyrir öðrum, sú djúpa alvara, sem lýðfrelsisþjóðirnar horfast í augu við í baráttu þeirra gegn ofstopa möndulveldanna; í þessu felst lögeggjan til allra þegna þessa lands um aukin áiök unz yfir lýkur með fullum sigri á vora hlið. Margir af hinni yngri kynslóð hafa innritast í canadiskar varnar- sveitir; til allra hinna er skorin upp herör á þessum háska- tímum um aukið þol, aukna framleiðslu fæðutegunda og það alt annað, sem nauðsynlegt er til sigurs. Með tilliti til hins árlega þjóðminningardags, telur landbúnað- arráðuneyti sambandsstjórnarinnar sér það óblandið ánægju- efni, að geta þakkað fólkinu, sem hér býr, og fætt var á íslandi. og þeim, sem hér eru fæddir af íslenzkum stofni, hið mikilvæga tillag í þágu hins canadiska landbúnaðar. DEPARTMENT OF AGRICULTURE / HON. JAMES G. GARDINER, Minister DR. G. S. H. BARTON, Deputy Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.