Lögberg - 30.07.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. JÚLÍ, 1942
7
Loforð—efndir
Eflir Leland Stowe
“Eg hygg óhætt að fullyrða
“að útkoma og niðurstaða yfir-
“standandi ófriðar, velti al-
“gjörlega á opnun nýs vígvall-
“ar í vestanverðri Evrópu á
“þessu ári.”
1
Þessi eru ummæli merks út-
lendings, sem aleinn var hár-
réttur í dómum sínum og athug-
unum á verðleikum og styrk
rússneska hersins og möguleik-
um hans til að standa af sér
æðissókn og áhlaup þýzku
miljónanna, samtímis því er
allar aðrar spár í þessum efn-
um reyndust falskar. Tilgátur
og fullyrðingar þessa manns
hafa ætíð reynst hárréttar; nú
er hann sannfærður um að
endalok ófriðarins eru algjörlega
undir því komin, hvort Bretar
og Bandaríkjamenn freista land-
göngu og sækja inn í Evrópu
að vestan, áður en snjór fellur
á hinar rússnesku sléttur.
Mikill meirihluti útlendra
fréttaritara er nú á sama máli
og þessi maður, er þeir áður
drógu dár að fyrir tröllatrú hans
á Rauða hernum, á verðleikum
foringjanna og hrey^ti og hug-
prýði hinna óbreyttu liðsmanna;
en þrátt fyrir y.firnáttúrlegan
vaskleik og hugrekki er það
deginum ljósara, að engum ein-
stakling og engri heild manna
er mögulegt að láta blæða við-
stöðulaust mánuð eftir mánuð,
án þess að líkamlegur kraftur
og mótstöðuafl þverri smám
saman.
Tíminn er kominn fyrir heim-
inn að átta sig á því, að einmitt
nú er hið alvarlegasta og myrk-
asta tímabil þessara heljar fang-
bragða að hefjast fyrir hina
rússnesku þjóð. Ekkert af því,
sem nú fer fram á hinum blóði
drifnu rússnesku sléttum er
mögulegt að aðskilja frá þessari
spurningu: “Munum við —
Bretar og Bandaríkjamenn, al-
veg eins og Rússar — vinna
þetta stríð?
Allir yfirstandandi og ókomn-
ir atburðir til loka þessa sum-
ars, heimta skilmálalaust hinn
fyrirheitna nýja vígvöll í Vest-
ur-Evrópu nú þegar. Til að
sannfærast um gildi og nauð-
syn þessarar kröfu, er vert að
geta sér til hverjar kringum-
stæður Rússa mundu verða inn-
an tveggja mánaða, ef þeir yrðu
stöðugt að hörfa undan og engin
hjálp kæmi. Vel getur svo far-
ið að Þjóðverjar nái Volga við
Stalingrad og slíti öll sambönd
milli Mið-Rússlands og suður-
fylkjanna. Þeir geta jafnvel
brotist í gegn hjá Rostov og
alla leið til Caspíahafsins og
suður á bóginn til Baku, þar
hafa þeir ríkustu olíulindir
Evrópu og Asíu í greip sinni.
Þessi atburðaröð mundi lengja
stríðið um mörg löng og blóðug
ár. Alt þetta getur auðveldlega
komið á daginn, en hinn eini
vissi vegur að hindra slíkt, er
nýr vígvöllur. Þetta vita allir;
jafnvel hinum lítilmótlegasta
rússneska bónda er þetta hræði-
lega ljóst. Þessi örlagaríka
hjálp var fastmælum bundin og
herfræðingar Rússa treysta því
loforði.
Hvað mun nú búa í huga
Rússa gagnvart þessu mikilvæga
spursmáli? Hin alvarlegu töp
Breta í Lybíu hafa gjört þá dá-
lítið efablandna, þar við bættist
spurningin, hvort Bretar væru
í raun og veru reiðubúnir að
borga með mannslífum, kostn-
aðinn af þessum lofaða nýja
vígvelli, jafnvel þó það yrði ör-
smátt brot af fórnfæringum
þeirra sjálfra í þrettán langa
mánuði.
Ef þetta loforð verður ekki
uppfylt þegar þess er mest þörf
og gagnsemi þess veigamest —
með öðrum orðum, ef það verð-
ur ekki á næstu vikum, mun
rússneska þjóðin spyrja: “Hve
lengi eigum við að bíða? Eða:
koma efndirnar of seint?”
Ef þessi fyrirhugaða innrás
verður ekki skipulögð fyr en í
haust, mun gagnseminnar ekki
gæta svo mjög, vegna óhag-
stæðrar veðráttu.
“Hve miklu af hjartablóði
okkar beztu sona skal enn út-
helt, þar til bandamenn okkar
koma?” spyr rússnesk alþýða.
Traust og trú Rússa á loforð
Bret*og Bandaríkjamanna er í
dag lagt í þá prófdeiglu og eld-
raun, sem engin dæmi eru áður
til, og það einmitt á þeim tíma-
mótum er algjör framtíðar sam-
vinna væri líkjeg til að mynda
kapítulaskifti í sögu hins hrjáða
mannkyns.
Eg skýrði svo frá 24. júní, að
ef einhverjir breyttir staðhættir
hömluðu efndum á þessum
gefnu loforðum, mundi skýlunni
verða svo rækilega svift frá
augum rússnesku þjóðarinnar,
Make Your Dollars
Talk Hurricane Language
KEEP UP YOUR QUOTA OF WAR SAVINGS
STAMPS AND CERTIFICATES
AND WE’LL WEATHER THE STORM
This space donated by
M.D. 70
HAMINGJUÓSKIR!
Til íslendinga
á Þjóðminningardaginn
I fullan aldarfjórðung hafa
Winnipegbúar notið hins ljúf-
fenga Purity Ice Cream, eins
og annara heilsustyrkjandi
City Dairy mjólkurafurða.
Sími 87 647
að náin samvinna milli þessara
þriggja bandamanna mundi eiga
erfitt uppdráttar, og öllu hern-
aðarlegu, stjórnmálalegu og
hagfræðilegu skipulagi siglt í
strand.
Þessi efni eru séð í alt öðru
ljósi nú en fyrir þrem vikum
síðan og enginn getur getið sér
til hve ríka bólfestu þau hafa
tekið sér í rússneskri meðvit-
und að mánuði liðnum hér frá.
En hvað sem segja má um
innrásar torveldleika að vestan,
má óhætt fullyrða að mistök í
þeim efnum, mundu hafa í för
með sér enn stærri og dýpri sár
á rússneska líkami og sálir, sem
þó fram að þessu hafa þolað
voðalegri eldraun en áður eru
dæmi til með nokkurri þjóð.
Á þrettán mánuðum nemur
mannatap þeirra 4,500,000 —
þar taldir drepnir særðir og
fangaðir — það er hér um bil
sex til sjöfalt samanborið við
mannskaða Breta yfir þrjú ó-
friðarár, og tuttugfalt við mann-
fall Bandaríkjanna í síðasta
stríði. Sem eðlilegt er, er rúss-
nesku þjóðinni þessi mismunur
minnisstæður, þó henni séu ekki
að fullu kunnar hinar raun-
verulegu tölur. Foringjarnir eru
enn sterkir í trú sinni á loforð
Churchills og Roosevelts, og
þeir og herinn í sameiningu eru
staðráðnir í að láta einskis ó-
freistað til sigurs, þrátt fyrir ó-
læknandi áverka.
—Lauslega þýtt úr Free Press,
Jónbjörn Gíslason.
Sumarskólinn við
Rock Lake
(Framh. frá bls. 3)
mettir. Ekki veít eg þó hversu
marga fiska drengir drógu að
landi; ef til vill margfaldaðist
fengurinn í höndum matreiðslu-
kvenna skólans, svo nóg varð
fyrir fjörutíu manns. Mun það
hafa aukið mikið á ánægju
drengjanna að hafa þannig unn-
ið fyrir mat sínum, og lagt
nokkuð til búsins.
Byggingarnar á þessum stað
eru fremur hrörlegar og virðast
í niðurníðslu. Stafar þáð vafa-
laust af því, sem fyr er getið,
að þær hafa ekki verið notaðar
nú um nokkur ár vegna þess
hversu vatnið var lágt. Með
stíflu í afrensli vatnsins mun nú
úr því bætt. Fimm byggingar
standa enn á staðnum; fjögur
svefnhús, og ein aðal bygging,
sem er sameiginlegur borðsalur,
kenslustofa og eldhús. Hús-
grindin stendur á steyptu gólfi,
en utan á hana er slegið báru-
járni. Svefnskálarnir eru bygð-
ir á sama hátt, að því undan-
teknu að í þeim er viðargólf,
Slám er slegið í rúmhæð með-
fram veggjum á báðar hliðar
út á mitt gólf þannig að gangur
er á milli. Yfir slárnar er sleg-
ið vírneti, en á því hvíla heý-
dínur Um rúmin er svo búið á
dínum þessum. Er til náða var
gengið leit þetta út eins eins og
ein gríðarleg flatsæng, en ekki
heyrðust neinar umkvartanir
um svefnleysi þrátt fyrir þenn-
an einfalda aðbúnað. Stór sam-
komusalur hafði einnig verið
reistur á staðnum, með hápalli
og bekkjum. Nú var ekkert
eftir af honum nema skelin.
Var mér sagt að ýmsum, sem
þárna áttu leið um þau árin,
sem byggingarnar voru ónotað-
ar, hefði augsýnilega blöskrað
að sjá svo væna innviði liggja
gagnslausa, og hefðu ákveðið að
lifa eftir hinni gullnu megin-
reglu: “Hjálpaðu þér sjálfur.”
En kirkjan hefir eins og menn
vita, tamið sér það að umbera
alt og fyrirgefa alt, og gat þess-
vegna ekki verið að rekast í
þessari sjálfsbjargarviðleitni ná-
ungans.
Kennararnir við námskeið
þetta voru þeir prestarnir séra
Egill H. Fáfnis, séra Bjarni A.
Bjarnason, séra Erwin S. Spees
frá Philadelphia, og Mr. og Mrs.
E. Annett, trúboðar frá Ind-
landi, sem komu til þessa lands
skömmu áður en stríðið. hófst
þar í austurálfu, en ferðast nú
stað úr stað til að kenna kristin
fræði á sumarnámskeiðum eins
og þessu, og við önnur tækifæri.
Séra Egill var þó sá eini kenn-
aranna, að undanteknum trú-
boðshjónunum, sem starfaði við
skólann allan kenslutímann, að
fráteknum fyrsta deginum, er
hann varð að hverfa frá til
jarðarfarar. Skólaklukkan
hringdi til fótaferðar kl. 7.30 á
hverjum morgni; nokkru síðar
var svo morgunverður snæddur.
Því næst fór fram stutt guðs-
þjónusta, og að henni lokinni
hófst svo kenslan. Frístundum
og síðari hluta dags mun að
mestu hafa verið varið til úti-
veru og leikja, og sunds. Þegar
þann er þessar línur ritar, bar
að garði, kl. um tíu á laugar-
dagskvöldið, sat allur hópurinn
niðri í fjöru í kringum langeld
einn mikinn; höíðu menn þar
viðartágar í höndum, en á þeim
endanum sem að eldinum sneri
voru lostætir langar, sem hlut-
aðeigendur smeltu á milli
þykkra brauðsneiða og borðuðu
með stökustu lyst. Nutum við
ferðalangarnir (Mrs. Finnur
Johnson frá Winnipeg og eg)
einnig góðs af þessari hressingu.
En í höndum forstöðumanns
skólans varð viðartágin brátt að
annarlegum veldissprota. Alt í
einu tók hann að veifa henni í
ákafa og hóf um leið sína vold-
ugu söngrödd, en ungmennin
tóku samstundis undir. Var svo
sungið lengi kvölds, fyrst al-
mennir söngvar og síðar mikið
af sálmum. Ýmsir gestir hænd-
ust þarna að, unz mannfjöldi var
saman kominn. Ósjálfrátt
hvarflaði hugur minn að sög-
unni fornu en fögru um hann,
sem stóð á vatnsbakkanum og
kendi þeim. . . .
En úti í vatninu fáa faðma
undan landi þreyttu fjórar ung-
meyjar sund. Við og við stungu
þær sér þannig að aðeins fæt-
urnir sáust standa beint upp
yfir vatnsflötinn. Og svo busl-
uðu þær fram og aftur fyrir
framan hóp skólasystkina sinna
á vatnsbakkanum. Eða voru
þetta hafmeyjar seiddar af
söngnum? Gott á sú æska, sem
þannig nýtur náðar Guðs, er
frjáls og áhyggjulaus, þjálfar
líkama sinn og fræðir anda sinn
í kristilegu umhverfi.
En það var ekki síður litið
eftir líkamlegum þörfum ungl-
inganna þessa daga við Rock
Lake. Við matreiðsluna og hús-
stjórn yfirleitt voru nokkrar
konur, sem höfðu lítinn tíma
til leikja, og fá engin laun önn-
ur en meðvitundina um að hafa
lagt sitt til að gjöra þetta sum-
arnámskeið ungmenna mögu-
legt. Voru það þær Mrs. Oliver
frá Selkirk, Mrs. Gunnlaugur
Jóhannsson frá Winnipeg, Mrs.
Christophersson, og Mrs. V. Pét-
ursson frá Baldur, og Mrs. S^.
Sigurgeirsson kona Skúla Sigur-
geirsson guðfræðinema frá
Mikley.
Á sunnudaginn var óvenjulega
fjölment á staðnum. Laust eftir
hádegi kom múgur og marg-
menni úr prestakalli séra Egils,
ásamt gestum úr ýmsum áttum.
Við guðsþjónustuna sem fram
fór kl. 2 e. h. prédikaði séra
Haraldur Sigmar frá Mountain,
en skólinn lagði til sérstakan
kirkjusöng. Að lokinni messu-
gjörð fóru fram veitingar, sem
kvenfélög Argylebygðar höfðu
meðferðis. Kl. 7 að kvöldi var
aftur komið saman til guðsþjón-
ustu. Við það tækifæri söng
Eric Sigmar nokkra einsöngva
með þeirri prýði, sem honum
er lagin, en sá, sem þetta ritar
flutti erindi.
Á þriðjudagsmorgun var nám-
skeiðinu lokið, en kvöldið áður
höfðu nokkrir farið heim. Allir
virtiist ánægðir yfir verunni við
Rock Lake, og kvöddust í þeirri
von að mega sjást aftur undir
svipuðum kringumstæðum að
ári. En hvar? Það er spurning-
in, sem nú vvakir fyrir Banda-
lagi lúterskra kvenna. Þetta fyr-
irtæki kvenfélaganna er svo
þarft að ekki má hugsa til að
leggja það niður. Við þurfum
að eignast skólastæði sem fyrst
og hlynna að því á allan hátt,
að þar rísi upp smátt og smátt
byggingar, þar sem við getum
boðið æskunni að njóta friðsæld-
ar og uppfræðslu í skauti nátt-
úrunnar.
V. J. E.
Með alþióðarhag fyrir augum ber mönnum að vernda
eignir sínar með góðu máli
The Western Paint Co. Limited
“The Painters Supply House”
Vér seljum einungis til viðurkendra kontraktar^.
Engin smásala.
HAMINGJU
OG GÓÐVILDAR
ÓSKIR!
The T. EATON Co. Limiied, er það sérsiaki ánægjuefni,
að flyija öllum sínum íslenzku vinum og viðskifiavinum
hugheilar árnaðaróskir í tilefni af hinni árlegu hátíð
þeirra, sem haldin er iil minningar um sjálfslælt ísland.
Hinn íslenzki þjóðminningardagur, gefur The T. Eaton
Co., Limiied, viðeigandi iækifæri til þess, að láia í ljós
ánægju yfir þeim vingjarnlegu samböndum. sem haldist
hafa milli þess og íslenzkra viðskiflamanna og vina.
Með áframhaldi þeirrar sömu, fullkomnu afgreiðslu,
sem iengd hefir verið við EATON nafnið í liðinni iíð,
$
væniir félagið þess, að hin sömu góðvildariengsl megi
viðhaldast í framtíðinni.
^T. EATON C9,m1TEd