Lögberg - 08.10.1942, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. OKTÓBER, 1942
5
endurskoðun í sumar, sem bygð
er á tilboðum í vélar frá Ame-
ríku og við farmgjalda- og
vinnuhækkun, sem orðið hefir,
síðan stríðið hófst, hefir kostn-
aðurinn þrefaldast, eða hækkað
upp í 5. milj. króna. Jafnframt
þessu hefir Árni gert mjög ítar-
legar áætlanir um reksturskostn-
að, sem bygðar eru að verulegu
leyti á þeirri reynslu, sem und-
anfarin ár hefir fengist við
rekstur Laxárvirkjunarinnar.
Eins og áður er tekið fram,
eru Andakílsárfossar heppileg-
astir allra fossa í Borgarfirði til
stórvirkjunar. Fallhæðin er
rúmlega 50 metrar og fullvirkj-
aðir gefa þeir um 12,000 hestöfl,
sem er miklu meira en héraðið
þarf á að halda, enda þótt raf-
magn væri leitt inn á hvert
heimili.
Ef miðað er við orkuþörf 2800
manna á veitusvæðinu, þ. e.
Akranesi, Borgarnesi og sveit-
unum, sem liggja að línunni, en
það lætur nærri að væri 13 milj.
kwst., myndi þurfa um 5,000
hestöfl til þeirrar framleiðslu.
Nú er kostnaðaráætlunin hins
vegar ekki miðuð við nema 2400
hestöfl, eða 600 wött á mann, en
þrátt fyrir alt verður það hlut-
fallslega áþekt magn og í Sogs-
virkjuninni, eftir að nýja véla-
samstæðan hefir tekið til starfa.
Myndi þá hver raforkuueytandi
í héraðinu fá a. m. k. eins mikið
eða meira rafmagn en nokkurs-
staðar annarsstaðar á landinu,
þar sem stærri orkuverum hefir
verði komið upp, enda yrði þetta
þá þriðja stærsta orkuver lands-
ins, eða jafnstórt Laxárverinu,
eins og það er nú. Hér ber þess
aðeins að geta, að Akurnesing-
ar og Borgnesingar myndu
þurfa rafmagnið til hitunar, þar
sem hæpið er að þeir myndi
nokkuru sinni fá hitaveitu.
Þessvegna er líka miðað við það,
að auka megi orkuna síðar, eða
strax og nauðsyn þykir bera til.
Eins og að framan greinir, er
raforkumálið stærsta framfara-
mál Borgfirðinga um þessar
mundir, en jafnframt yrði það
eitt af dýrustu framkvæmdum,
sem nokkurt hérað landsins, fyr-
ir utan stærstu kaupstaðina,
hefir lagt í til þessa.
í raforkumálanefnd héraðsins
eiga sæti báðir þingmenn sýsln-
anna, sýslumaðurinn, Guðmund-
ur Jónsson Hvítárbakka, Sverrir
Gíslason Hvammi og Þórður
Pálmason kaupfélagsstjóri. Þá
hefir Akranesskaupstaður einn-
ig kosið sérstaka raforkumála-
nefnd, og sátu báðar þessar
nefndir, eins og áður er getið,
fund fyrir skemstu með Árna
Pálssyni verkfræðingi.
—(Vísir 29. ágúst).
Hitt og þetta
Tengdamamma (sem kemur
úr borðstofunni inn á skrifstofu
tengdasonarins): Hugsaðu þér
bara, Jón, um. leið og eg settist
á legubekkinn, þá féll stofu-
klukkan niður. Hefði eg ekki
verið svona fljót að bregða mér
undan, eins og eg var, myndi
klukkan hafa dottið ofan á mig
og rotað mig.
Tengdasonurinn (brosandi):
Ja-há — þessi klukka hefir alt-
af verið of sein.
♦ ♦ *
Frú Sigrður: Eg og maðurinn
minn gætum þess altaf að ríf-
ast ekki, þegar krakkarnir eru
viðstaddir. Strax og við verð-
um eitthvað ósátt,* látum við þau
fara út.
Frú Jónína: Já, það hlaut að
vera. Eg hefi svo oft verið að
velta því fyrir mér, hvers vegna
krakkarnir ykkar væru svona
mikið á götunni.
* * *
Frændinn (við lítinn frænda
sinn, sem er í stríðsleik við leik-
félaga sína): Heyrðu, Friðrik, ef
þú getur yfirunnið varnarlínu
hinna innan tíu mínútna, skaltu
fá 25 augra.
Friðrik (er kemur til frænda
síns eftir augnablik: Nú er
eg búinn að ná varnarlínunni á
mitt vald og vildi gjarnan fá
tuttugu og fimm-eyringinn, sem
þú lofaðir mér.
Frændinn: Já, en segðu mér,
hvrenig þú fórst að því að vinna
vígið svona fljótt?
Friðrik: Já, eg lofaði hinum,
að gefa þeim tíeyring, ef þeir
gæfust strax upp.
* * *
Jón litli var ákaflega ánægður
yfir því að vera kominn upp í
sveit, en þar átti hann að dvelja
í tvær vikur ásamt móður sinni.
Fyrsta morguninn ætlaði móð-
ir hans að gefa honum mjólk að
drekka eins og venjulega.
“Nei, takk, mamma mín,”
sagði Jón mjög niðurdreginn.
“Hversvegna ekki, Jón, þú
hefir gott af því. Vertu nú góði
drengurinn og drektu eitt glas
fyrir mig,” sagði móðir hans.
“Nei, takk, ómögulega,” sagði
Jón aftur, “eg skal segja þér
þegar við erum ein, iivers vegna
eg vil ekki drekka hana.”
Móðir Jóns gat ekki fengið
meira upp úr honum í þetta
skifti og við það sat. En rétt
eftir morgunverðinn kom Jón
til hennar og horfði ísmeygilega
á hana um leið og hann sagði:
“Þú mátt alls ekki biðja mig
um að drekka þessa mjólk, sem
fæst hérna. Veiztu bara það, að
mjólkin hér kemur ekki frá
mjólkurmanninum eins og í
Reykjavík, heldur er hún tekin
úr ljótri kú hérna í fjósinu. Eg
hefi séð það með mínum eigin
augum.
* * ♦
Hr. Petersen hafði leigt tveim
eldri konum efri hæðina í hús-
inu sínu. Hann hafði sett þau
skilyrði, að þær mættu alls eng-
in húsdýr h'afa með sér, því þess-
háttar gæti hann ekki þolað.
Konurnar gengu að þessum skil-
yrðum og voru nú fluttar í íbúð-
ina.
Strax á fyrsta degi nýju
leigjendanna í húsinu heyrði
húseigandinn hund gelta ákaft
á efri hæðinni.
“Hvað var nú þetta? Voru
konurnar svona óskammfeilnar
að fara ekkert eftir þeim skil-
yrðum, sem hann hafði sett.
Ekki nema það þó, að ætla sér
að afstýra friði og ró í húsinu
strax á fyrsta degi.”
Hann hljóp gremjulegur á
svip, upp stigann, en á leiðinni
heyrði hann aftur og aftur
hundsgeltið. Hann opnaði dyrn-
ar án þess að berja á undan sér
og þaut í snatri inn í íbúðina
með þeim ásetningi að grípa
þennan geltandi rakka, en hvað
skeður — tvær konur með tárin
í augunum, hlustuðu á grammó-
fón, sém sendi út þessa leiðin-
legu tóna.
Konurnar kinkuðu kolli til
húseigandans, og sögðu:
“Þetta er röddin hans Bobs
okkar sáluga, við hlustum altaf
á hana nokkrum sinnum á dag.
Þér getið verið alveg rólegur,
því við erum ákveðnar í að fá
okkur aldrei oftar hund, en lát-
um okkur nægja í staðinn að
hlusta á röddina í grammófón-
inum.”
Og svo byrjaði geltið á ný, en
húseigandinn skundaði, leiður í
skapi, niður stigann. Hann hafði
alveg gleymt að banna grammó-
fóna í húsinu sínu.
* * *
Ungur læknir var nýlega
byrjaður að “praktisera”. 1
fyrsta viðtalstímanum kom móð-
ir með mjög skítugan strák, en
var lítið hreinni sjálf.
Þegar læknirinn hafði virt
drenginn fyrir sér nokkur
augnablik, sagði hann alvarleg-
ur á svip:
“Hann virðist þjást af hydro-
patisk Hydrophohobia.”
“Guð minn góður,” hrópaði
móðirin, “er það svo slæmt?
Hvað á að gera við barnið?”
“Þvo því í framan,” svaraði
læknirinn, “sjúkdómurinn mun
hverfa með skítnum.”
“Þvo drengnum í framan —
þakka yður fyrir,” sagði móðir-
in, sem var búin að missa þolin-
mæðina, “og hvað svo, má eg
spyrja?”
“Þvo yður einnig í framan,
frú mín góð,” svaraði læknir-
inn.
* * *
—Konan mín er óskaplega
ráðdeildarsöm. Hún bjó til háls-
klút handa mér úr gamalli flík
af sér.
—Könan mín er líka fjarska-
lega ráðkæn. Hún bjó til heilan
klæðnað handa sér úr silkiháls-
klútum, sem konan hans Jóns
hérna úti í húsinu, hm, gaf mér.
—(Vísir).
EN GEORG VAR VIÐ DIEPPE
GEORG VAR PRÚÐUR MAÐUR — hann vann rétt hjá þér.
Manstu, er þú bauðst honum einu sinni til kvöldverðar.
Hann hafði mikla ánægju af börnum þínum, og konu þinni féll
það vel. Og svo hvarf hann þér snögglega og gekk í herinn; fór
frá góðri vinnu, slúlkunni sinni og þægilegri framtíð. Og hann var
við Dieppe, og ruddisl áfram upp ströndina gegn tryllingslegu
stálregni — barðist fyrir þig, konu þína og börnin þín, sem hann
lék sér við. Og þessa sömu nótt svafst þú vært, var ekki svo . . .
í mjúku rúmi. En Georgl gerði það ekki . . . og þú nýtur enn
góðrar atvinnu, og ræður yfir meiri peningum.
Og er þú hugsar um Georg, þá vakna hjá þér áhyggjur — þú
vilt afkasta meiru — ekki einungis vegna Georgs, sem berst fyrir
Vinnið, Sparið og Lánið
öryggi fjölskyldu þinnar . . . þú vilt leggja traustan grundvöll að
framtíð barna þinna í þessu landi að loknu stríði.
Þú getur gert hvoritveggja — ef þú lætur hvern dollar, er þú
festir hönd á í tryggustu og heilbrigðustu innstæðuna, sem þér
býðst — Sigurláns veðbréf Canada. Og það, sem meira er, þú
nýlur ánægjunnar við það að spara með Sigurláns aðferðinni —
byggja upp framtíðina — og sluðla með Georg að ósigri Möndul-
veldayina.
Hugfestið, þér gefið ekki þessi Sigurlánsveðbréf, þér lánið
þjóðinni andvirði þeirra yður til sjálfsverndar. Þér fáið peningana
aflur ásamt vöxtum.
PL40
í Þjónustu Sigursins!
NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE