Lögberg - 08.10.1942, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN B. OKTÓBER, 1942
Þegar eyðmörkin blómgast
•90O0OOOe9O990999d99OOO$eðOOd99d9$$9d$$
“Það væri mjög óprúðmannlegt af mér
að gefa slíkt í skyn við yður,” svaraði hann.
“En segið mér nú hvernig yður hefir liðið
síðan við hittumst seinast. Eg vár svo hrædd-
ur um að eitthvað hindraði mig frá að komast
hingað þessi vikulokin. Mintust þér þess, að
eg myndi verða hér? Eg þori varla að vonast
eftir því.”
Cherry sperti upp löngu augnahárin um
leið og hún svaraði brosandi:
“Nú-jæja — ef til vill gerði eg það. En
eg hefi átt mjög annríkt.”
“Eg sömuleiðis — við hugsanina um að
hitta yður nú aftur,” sagði hann mjúklega.
“En sú fjarstæða! Eg trúi því ekki að þéi
hafið einu sinni tekið eftir því hvort eg væri
hér eða ekki,” sagði hún enn kaldhæðnislega.
“Ó! en eg ætla nú að láta yður trúa einu
og öðru,” sagði Hasseim lágt í galsatón.
Pauline var það ekkert ógeðfelt þótt Mrs.
Eassett bráðlega fylgdi þeim Cherry og henni
til svefnherbergja þeirra. Er hún kom í sitt
herbergi, lokaði hún að sér, ánægð yfir því
að geta nú loks notið einverustundar.
Fjórðungi stundar seinna, lá Pauline enn
milli silkilakanna í mjúkri rekkjunni og naut
endurminninga vökudraumsins — gerði sér
að. lokum fulla grein fyrir öldustreymi unað-
arins, er í æðum hennar ólgaði. Segjandi við
sjálfa sig: “Eg elska — elska — elska hann!
Og orð hans voru sem ástaróður. Hann hafðr
þrýs^ henni að sér og kyst hana, og sagt ‘litla
Pauline!’ Hvernig hann bar fram nafnið henn-
ar var jafn-unaðslegt eins og þrýsting vara
hans á vörum henni.
“En var það sönnuy um ástarþrá hans —
einlæga ástarþrá, eins og hennar eigin?”
Hún hugsaði enn: “Eg verð að hlusta á
aðvörun skynseminnar. Það var tunglsljós, og
— honum geðjaðist fremur vel að mér. Koss
hefir ekki mikla þýðing fyrir karlmanni — í
tunglsljósinu. Það gat hafa verið aðeins augna-
bliks hrifningarkend—”
“Og hefði svo verið?” Hún reyndi að kæfa
niður ofurlitla einstæðings óttakend, er sú
hugsun vaknaði hjá henni og sagði enn við sjálfa
sig: “Jafnvel þótt svo væri — átti eg þá
augnabliksstund — og hann kysti mig ekki eins
og honum aðeins þá — þóknaðist návist mín!”
“Litla Pauline—”
Vissulega gat errginn nema sá maður, er
stúlku ann, borið þannig fram nafnið hennar.
Og maðurinn, sem stúlku elskaði, sat nú
einmana í hinum væng hússins, ráðþrota út af
þeirri uppgötvan sinni. Hvernig gæti hann
ráðið fram úr afstöðu þeirri, er svo skyndilega
og óvænt hafði nú truflað hina áður óhindruðu
rás lífsleiðar hans?
Þetta var ekki eina skiftið, sem hann hafði
heyrt vængjaþyt ástgyðjunnar; það var fyrst nu
er hann varð að viðurkenna sig yfirbugaðan
af töfrandi rödd hennar. Nú lá hann fjötr-
aður í læðing bláeygðrar smámeyjar með gullið
hár og hlátursrödd er líktist sætum svana-
söngsómi.
Litla Pauline! Hann brosti við hugsanina
um hana. Hún var svo ung, en svo alvarlega
sjálfstæð, þrátt fyrir lágan aldur sinn og
feimniskendina, sem honum skildist hún* búa
yfir.
Hann hugsaði enn: “Lífið gerist örðugt,
þegar að því ber að leysa verði gátuna fyrir
þann, sem maður elskar. Þorði hann að láta
hana sjálfráða? Ef hún í raun og veru
ann—” »
Hann vissi ógnvel, að hún unni, og ef hann
léti hana sjálfráða, væri hún fullfær um að
taka sér sjálfstætt stefnumið og fylgja því til
enda.
Um afturelding var hann enn óráðinn í
því, hvernig hann ætti að snúast við þessari
þrautagátu lífs síns.
Það hafði verði afráðið að þeir gestanna,
sem þess æskti, skyldi ríða einhvern spöl úti í
svölu lofti árdegisins, áður en sezt yrði að
morgunverði. Cherry og Pauline höfðu báðar
sagzt vilja fylla þann hóp, og meðan svo loftið
var enn svalt, reið Abdel á stað með gestum
sínum.
Mrs. Bassett hvíldi enn í værum blundi, og
Cherry, laus við eftirlit móðuraugans, bjóst til
að skemta sér vel undir umsjá prinz Hasseims.
Pauline vissi aðeins af Abdel ríðandi rétt
íram undan henni með Nancy — sem bæði
virtust alveg upptekin af samræðuefni sínu.
Aldrei á æfi sinni hafði hún áður séð nokkurn
annan mann bera sig eins vel á hestbaki og
er hún athugaði hann nú, datt henni ósjálfrátt
í hug hið sama eins og fyrsta daginn, er þau
kyntust, hve hæglega hann yrði tekinn fyrir
Englending.
Sú staðreynd, að hann væri það ekki, held-
ur kominn af öðrum þjóðflokki,* vakti hjá
henni óþægilega hugarkend. Hún hafði í fyrsta
lagi helgað hjartaslög sín þessu sólríka og frjó-
sama landi, alt þangað sem frá landamærum
þess teygði sig endalaus eyðimörkin í vestri, og
svo nú þeim manni, er því hyerði til.
Sú ósk lét nú skynd.ilega á sér bæra í
brjósti hennar, að hann væri kominn nær
henni og talaði við hana. Hún þráði sáran
að komast eftir því hvað hann vildi gevma í
huga sér af samtali þeirra kvöldinu áður; hvort
það hefði nokkurt eða ekkert gildi fyrir honum.
Og það var rétt eins go Abdel hefði orðið
áskynja um hjartaþrá hennar, því hann sagði
eitthvað í skyndi við Nancy um leið og hann
stöðvaði hest sinn, beið þess að hitt reiðfólkið
nálgaðist hann og reið svo áfram með því við
hliðina á Pauline.
“Jæja-þá,” saðgi hann, “geðjast yður enn
vel að landinu mínu?”
“Það er alt yndislegt,” svaraði hún, en
• horfði beint fram milli eyrna hestsins síns, því
hún óttaðist að láta hann sjá inn í augu sér.
Þarna í skæru skini árdegissólarinnar
huríu allir efans skuggar írá kvöldinu áður.
Hann gat nú og vildi gleðja hana — það eitt
hafði nokkurt gildi.
“Hafið þér ánægju af að ferðast um á
hestbaki?” spurði hann.
“Eg hefi undur gaman af því,” svaraði
hún.
“Þá skulum við ríða út á hverjum degi,
þegar við komum aftur til Cairo,” sagði hann.
Hún hrökk við, greip ósjálfrátt fastara
haldi á taumunum, og þegar hestur hennar
fór að brokka flýtti Abdel sér að segja: “Herð-
ið ekki reiðina, Pauline — eg þarf að tala við
yður. Látum hitt fólkið fara á undan sína
leið.”
Pauline leit þá við, og þau litu beint hvort
í annars augu — tíð hjartaslögin titruðu í
augnaráði hennar og endurspegluðust í tilliti
l.ans. /
Hitt fólkið var riðið nokkuð áleiðis og
á þessu augnablikinu voru þau ein eftir. Hann
hallaði sér að henni og snerti við hönd hennar.
“Þú yndislega vera,” hvíslaði hann lágt. “Eg
elska þig svo heitt að — eg fæ því ekki með
orðum lýst.”
Blóðið streymdi fram í kinnar henni.
Henni fanst sem hún gæti bæði grátið og hleg-
ið í senn óg ofurlítil stuna af samblandi þeirra
tilfinninga slapp út af vörum henni.
“Ekki —” sagði hún í bænarrómi. “Ef
þér tjáið mér nú ást yðar, þá hleypur hestur-
inn á rás. Eg gæti ekki haft hugann á að —
stjórna honum.”
“Eruð þið þarna að tapa samfylgdinni?”
kallaði Cherry rétt í þessu.
“Við erum að koma,” svaraði Pauline og
gaf hestinum lausan tauminn. “Það getur ekki
verið satt að nokkur mannvera sé svona sæl,”
hugsaði hún. “Eg er — er óttaslegin.” En
þetta voru einu augnablikin, meðan á útreið-
inni stóð, er hún og Abdel náðu að fylgjast
tvö ein að.
Á bakaleiðinni sneri Cherry athygli sinni
að Abdel, en7 Pauline til innri ótta og ógeðs
rieð prinzinn við hlið henni, með þeim auð-
sæja ásetningi að vera henni sem riddaraleg-
asti fylgdarsveinn.
Er þau komu inn í húsgarðinn var Abdel
allareiðu stiginn af baki hesti sínum, en vék
sér samstundis að Pauline og lyfti henni úr
söðlinum. •
Er Nancy bráðlega fylgdist með Pauline
upp stigann, var hún að hugsa undrandi um
það, hvort hún í samtali sínu áður við Abdel
hefði gefið honum heillavænlegustu ráðlegg-
inguna. Hún fann sig bæði heiðraða og særða
við það að hann hefði nú í annað sinn á æfi
sinni fundið viðeigandi að sýna henni tiltrú
sína, en það var í seinna skiftið sem hún fann
til ábyrgðarhlutans, er það skóp henni.
15. KAPÍTULI.
Flestir gestanna höfðu farið út í einni
hinna stóru bifreiða húsbóndans, að keyra sér
til skemtunar, með John Bellingham, og þegar
Pauline kom niður í stóra salinn var þar engin
manneskja sjáanleg. Hún afréð að vera þarna
inni, ótk upp dagblað, er þar lá á borðinu,
hjúfraði sig niður í stóran legubekk og fór að
líta yfir blaðið. Rennihurðin í veggnum við
hlið henni stóð opin, og hún hafði ekki verið
þarna nema þrjár eða fjórar mínútur, þegar
hún varð þess vör, að tvær manneskjur komu
aðvífandi, og tóku sér sæti rétt utan við dyrn-
ar. Pauline heyrði á mæli þeirra, að þetta
væri þau Monsieur Le Plesier og kona hans.
Pauline var að ráða það við sig hvort hún
ætti að fara út til þeirra, þegar hún heyrði
frúna segja: “Madame Bassett er á veiðum.
Handa hvorri stúlkunni heldur þú hún vilji ná
i hann? Mér virðist Cherry litla naumast vera
honum hæfileg, en eldri stúlkan — yndisfalleg,
þykir mér — virðist hafa vakið athygli á sér.
Gestgjafinn okkar er vissulega eftirsóknar-
verður fengur.”
Pauline fanst nú hún yrði að stökkva upp
úr legubekknum og þjóta út úr salnum; en
datt þá í hug hve óttalegt það væri, ef þau
liti við og sæi hana. Hún sat því þarna kyr,
fjúkandi reið og í kveljandi feimnisvandræð-
um.
Monsieur segir þá: “Stúlkan er yndisfögur
og aðlaðandi, en mig undrar það, hvort Mrs.
Bassett væri svona ant um að losast við hana,
væri hún hennar eigin dóttir í staðinn fyrir
aðeins frænka mannsins hennar. Þessar
blendings-giftingar eru ekki ætíð eftirsóknar-
verðar, hversu aðlaðandi og auðugur sem mað-
urinn kann að vera. Eg tala auðvitað svona
aðeins í þín eyru, kæra mín — mér hefir
reynst hann ánægjulegur maður, og þótt eg
hafi ekki verið hér lengi skilst mér, að á hann
sé litið sem hreinasta undantekning annara
manna.”
Hjónin stóðu nú upp, og eina kvalafulla
andartaksstund óttaðist Pauline, að þau myndi
koma inn í salinn, en heyrði þá raddir þeirra
fjarlægjast, er þau sneru för sinni niður a
garðstraðirnar.
Pauline spratt á fætur og því nær hljóp
við fót út úr salnum. “Madame er á veið-
um—”
Ó, hve viðbjóðslegt!
“Heppnin hefir ætíð fylgst með mér — lát-
um okkur leita staðar þar sem við getum talað
saman í næði meðan tækifærið býðst,” heyrir
hún Abdel segja rétt að baki henni.
Og þegar hún snýr sér við hverfur brosið
af andliti honum.
“Hvað er að?” spyr hann. “Þú ert náföl.
Hefir einhver hrætt þig?”
“Nei,” flýtti Pauline sér að segja, “sól-
skinið var bara heldur heitt á heimleiðinni í
morgun — og eg hefi dálítinn höfuðverk.”
“Jafnvel smáræðis höfuðverk má ekki van-
rækja,” sagði hann. “Eg verð að útvega þér
eitthvað við honum.”
“Ó-nei; þess er engin þörf, hann er ekki það
slæmur,” flýtti hún sér að segja ákveðið.
“Mig langar til að sýna þér einkastofu
mína,” sagði hann, “og nú virðist æskilegur
tími til þess.”
Hún varð þess nú áskynja að þau fóru
sömu leiðina og þær Miss Bellingham og hún
komu um kvöldið áður og henni datt því í hug
það sem Nancy hafði sagt um “kvennabústað-
ina” og fann aftur bera á ónota tilfinningunni
um það, að þetta væri Austurlandahús og að
austurlenzkar siðvenjur ríkti þar enn.
En ónota-tilfinning hennar breyttist til
undrunar, er Abdel opnaði hurðina með kopar-
netinu ofan við og hliðraði til fyrir henni, svo
hún kæmist inn um dyrnar.
Hann kom þar inn á eftir henni, gekk inn
eítir mjóum gangi er lá að hurð, sem hann
þá hratt opinni.
Sólskini fylt herbregið, sem þau stóðu í,
var með nógu vestrænum svip til þess að vekja
aftur að. fullu traust hennar, ef slíks hefði
annars verið þörf. Tígulspjalda veggirnir voru
gerðir úr einhverjum dökkum harðvið, á gljá-
andi gólfið dreift dýrindis mottum, hæginda-
stólarnir með mjúkum, fölgrænum leðursætum,
öll önnur hlið herbergisins þakin bókaskápum,
og svo var þarna stórt skrifpúlt. Á borði við
gluggann stóð skrautleg skál úr kínversku
postulíni, full af lifandi rósaskrauti.
“Þetta er staðurinn, sem eg held mig í,
þegar eg vil njóta einverunnar,” sagði Abdel.
“Áður var þessi vængur hússins notaður til
annarra þarfa, en síðan þetta varð einhleyp-
ings verustaður hefir kvenfólkið sérstakt heim-
ili út af fyrir sig — hinu megin á aðal garð-
sviðinu. Þú hefir ef til vill tekið eftir brúnni,
scm á milli húsanna liggur.”
Hann athugaði svip hennar gaumgæfilega
er hún talaði, og þar sem henni var það ljóst,
lét hún enga breyting sjá á andliti sínu. En
ef til vill var hreimurinn í rödd hennar ögn of
blátt áfram, er hún spurði:
“En um hvaða kvenfólk er hér að ræða?
Við höfum ekkert af því séð.”
Hann hló í gamanshreim. “Á austrænum
heimilum eru æfinlega foreldrasystur og ýmis-
konar frændkonur, sem ættarhöfðingjanum
ber að annast um í húsum sínum. Pasha-inn
stjúpfaðir minn, fylgdi öllum fornum venjum
kvenfólkinu viðvíkjandi. Enginn kvenmaður
á heimili hans, til dæmis, fór út án andlits-
skýlu, og alt til þessa dags keyra tengdafrænk-
ur mínar með blæjuhuldum bílagluggunum,
þá sjaldan þær hætta á að bregða sér nokkurn
spöl út úr húsum sínum. Þá eru líka heimilis-
konur ráðsmannsins míns, og ýmsar fleiri.”
Hann starði út um glugg^nn yfir nú fagur-
grænt flæðilandið. Svo langt sem auga eygði
í allar áttir var ekki nokkurn blett að sjá, sem
ekki væri eign hans.
Hann sneri sér svo við, og leit niður til
hennar. Og augu þeirra mættust.
“Hefir þú, Pauline, hugleitt hvaða þýðing
alt þetta hefir fyrir þig? Ertu algerlega viss
um, að það muni færa þér sanna gæfu, og
— enga eftirsjá?”
Hún leit beint upp til hans með skæru og
óttalausu augnaráði, er þrungið var því leynd-
ardómsfulla afli, sem er lífið sjálft. “Eftirsjá,”
endurtók hún. “En hví skyldi eg nokkurn
tíma finna til eftirsjár — eg —” En hún gat
ekki borið fram loka-orðin, það var hans að
kveða fyrst upp úr með þau. Og eins og þó
hann vissi hvers hún vænti af honum, sagði
hann:
“Eg elska þig. Ef þú annt mér, og treystir
þér til að eiga það á hættu, þá þrái eg að þú
felir mér vernd þína til æfiloka. En þegar þú
eitt sinn hefir lofast mér, þá getur ekki verið
um nokkurn aðskilnað okkar að ræða. Það
scm eg eignast, því held eg — ætíð þaðan í frá.
Vertu því viss um það, yndið mitt, að aldrei
vakni ‘nein eftirsjá.’ ”
“En hvernig gæti það líka mögulega skeð?”
spurði hún með andþrengslissnert í hálsinum.
“Þar sem eg elska þig, og hið eina, sem eg þrái
í þessum heimi, er að vera nálæg þér.”
Hann dró hana nær sér, snerti gullna hárið
hennar með vörunum áður en hann naut fulln-
aðarsælu ástarkossins á vörum henni, og sólar-
geislinn vafði geislabaug sínum umhverfis þau
— glóandi sem giftingarhringur.
Svo hélt hann henni ögn fjær sér og yfir-
vegaði ástúðlega andlit hennar.
“Pauline mín,” sagði hann í þeim munar-
hreim, er í eyra henni hljómaði sem heimsins
c-ini ástaróður.
“Þú öllum rósum yndislegri ungmey,” hróp-
aði hann. “Hvernig getur því vikið við að eng-
inn skuli hafa gripið þig höndum fyr en nú?”
Hún hló mjúklega, þar sem hún studdi
kinn að mjúkum treyjubarmi hans. “Hvað
hefðir þú tekið til bragðs, ef einhverjum hefði
orðið það á?”
“Hrifsað þig frá honum,” svaraði hann hik-
laust.
“Þú berð fram margt-yndislegt orð, Abdel
Amin-Razam,” sagði hún hálf-stamandi. “En
þetta hljómar ekki þannig, eins og þú berir
mikla virðing fyrir eignarrétts-lögunum.”
“Það er einmitt þvert á móti,” svaraði
hann, “fyrir þeim ber eg mestu lotningu — ef
maður stæli frá mér einhverju, sem mér væri
dýrmætt, myndi eg auðvitað taka það af hon-
um. Og þú munt ávalt verða —”
“Eign þín!” Hún reis upp og leit framan
í hann. “Ætlar þú að loka mig inni í kvenna-
búri?”
“Það er undir því komið hvernig þú breyt-
ir. Myndi þér vera það mjög ógeðfelt?”
“Ef til vill ekki. En — syngja fangaðir
fuglar nokkurn tíma eins unaðslega og þeir,
sem frjálsir fljúga?”
Abdel þrýsti litlu höndinni hennar að vör-
um sér. “Vertu óhrædd, djásnið mitt, eg skal
aldrei hefta frjálsræði þitt, framar en kring-
umstæðurnar heimta, að minsta kosti. En við
verðum að gera okkur grein fyrir þeirri vissu
nú þegar, að þér kunni að virðast þær óum-
flýjanlegu hömlur óþjálar. Þú hefir heitið
mér því, að engin eftirsjá skuli vekjast.” Hann
hikaði við eitt augnablik. “Ertu nú alveg viss
um það? Ertu nú reiðubúin til að yfirgefa
þitt eigið heimaland, míns lands vegna? Því
eg vil að þú gerir þér það fullkomlega ljóst, að
þetta er mitt heimaland, þar sem rætur lífs
míns njóta þroskamagns síns — ekkert getur
nú breytt þeirri staðreynd.”
“Eg hefi gert mér grein fyrir öllu þessu,”
sagði hún hiklaust. “Eg er ekkert hrædd,
Abdel. Eg veit að þetta er þitt ættarland —
að hér átt þú að véra. Og eg býst við að þrátt
fyrir alt sért þú ‘Austrið’ og eg ‘Vestrið.’ En
eg trúi því ekki að svo hafi verið tilætlast að
það tvent tengdist aldrei hvort öðru. En hvað
um það — eg er ekkert hrædd.”
Það birtist einhver einkennilega leitandi,
eða jafnvel undrunarkeims ákefð í andliti hans.
“Hvað mikið veizt þú um mig, Pauline?” spurði
hann. “Hvað hefir þú eiginlega frétt af mér?”
Hún gretti sig ögn. “Að þú sért mikii-
vægur maður, foringi einnar elztu ættarinnar
í Egyptaiandi.”
“Jæja, við tölum ekkert meira um það
núna,” flýtti hann sér að segja. “Um það eitt
er nú eiginlega að hugsa, að þú ætlir að taka
mér eins og eg er og látir þér nægja það sem
bezt þú getur.”
“Já — þóknist þér það,” svaraði Pauline.
“Þú indæla og blessaða barn. Þessa skal
eg minnast alla daga lífs míns.”
“Setjum nú svo að þú segir mér ýmislegt,
sem mér er ókunnugt um,” sagði hún.
“Hvað mörgum stúlkum hefir þú haft löng-
un til að giftast, áður en þú kyntist mér?”
“Einni,” svaraði hann stillilega. “Fyrir
mörgum árum — og þakka mínum sæla, að eg
gerði það ekki. Hún vakti hjá mér býsna ó-
ljúfa hugmynd um það, hvað kvenfólkið kynni
að temja sér.”
“Var hún — ensk?” spurði Pauline.
“Nei. Við tölum ekkert meira um hana,
því minning hennar hefir nú ekkert gildi.”
“Jæja þá. En eg fæ, hreinskilnislega sagt,
ekkert skilið í því að þú skulir ekki fyrir löngu
hafa eignast konu.”
“Ef til vill vegna þess, að hjarta mitt líktist
eyðimörkinni — og að ekkert blóm gæti sprott-
ið í því, fyrr en frjófgunarengillinn typti þar
tá sinni: En eins og þú veizt, fellur einstöku
sinnum á hana hin ljúfa lífsins dögg, og þá
blómgast eyðimörkin ríkulega,” sagði hann.