Lögberg - 08.10.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN £. OKTÓBER, 1942
7
Bjarnarveiðin
Frá Nemo á Gimli.
Uppi í fjallshlíðinni, skamm-
an veg frá Bagneres de Luchon
stóð hús, sem nefnt var “Sjúkra-
húsið.” Það var gistihús fyrir
ferðamenn, sem ætluðu til Spán-
ar. Nokkru ofar í hlíðinni var
illa hlaðið birgi, því hafði verið
hrófað upp úr grjóti. Tveim
megin var fastur klettur notaður
fyrir veggi. Birgi þetta var þak-
ið trjálimi og blöðum og í þarfir
veiðimanna.
Saga þessi gerist í október
1841, og það er að skella á ógn-
arlegt illviðri, kvöld er komið,
og úti er svarta myrkur nema
á meðan eldingarnar þjóta fram
hjá. I miðju birginu er illa
smíðað borð. Á því er hangið
flesk, geitarostur, maisbrauð og
mjólkurkanna. Til vinstri hand-
ar eru hlóðirnar inn í vegginn,
og í þeim logar á klofning úr
trébút með áföstu limi og blöð-
um. Fyrir framan hlóðirnar
liggja allir veiðimennirnir, 5 að
tölu, klæddir gráum sokkum, í
svörtum stuttbuxum úr grófu
klæði, með gráa hatta eður
svarta ullarhúfur á höfði. Þeir
höfðu leitað sér skjóls í byrginu
fyrir óveðrinu og biðu nú eftii
matnum. Það logaði á vindling
úr vínvið, sem festur var í járn-
skrúfu. Lagði ljósbirtuna á
hlaupin á byssunum, sem ann-
að hvort hengu á veggnum eðo
risu upp við hann.
Gegnt dyrunum sat maður og
las í bók, búinn með öðrum
hætti en hinir. Það var auðséð
af svip hans og útliti, og þvx
hversu veiðimennirnir ávörpuðu
hann virðulega, að hann var
heldri maður. Úti fyrir drundu
þrumurnar, og það snarkaði í
eldinum þegar snjókornin duttu
ofan í hann. Til þessa hafð’j
verið mjög þeyjandalegt í birg-
inu, en svo rífur einn maður
þögnina og segir:
“Já, slíkt og þvílíkt! Að bölv-
aður björninn skyldi ráðast á
hann Hans Baptiste í gær og
rífa hann í sig.”
“Eg skal sjá honum fyrir ráðn-
ingu. Hvar sástu hann Hans?”
“Hjá Maladetta.”—
“Eg fer árla í fyrramálið að
leita hann uppi og drep hann.
Það skal ekki verða sagt með
ástæðum, að honum takist að
hræða okkur eins og geitur.”
“Pétur!” svaraði Hans. Það
hefir geysað hríðarbylur í tvo
daga, svo nú er komin mikil ó-
færð í fjöllin, en viðvíkjandi
honum Baptiste, hefir hann að
öllum líkum verið yfirkominn af
kulda þegar björninn réðist á
hann. Farðu ekki á morgun!”
“Jú, áreiðanlega fer eg á
morgun!”—
Þú stendur maðurinn upp sem
var að lesa í bókinni, gengur að
Pétri og segir:
“Pétur! Hvað áttu mörg
börn?”
“Fimm.”
“Þá mátt þú ekki fara á
morgun.”
“En . . .”
“Þú ferð ekkert.”
Þetta var sagt í blíðum mál-
róm, en þó svo alvarlegum að
Pétur þagnaði og draup höfði.
“Þá get eg farið,” sagði annar,
því eg á hvorki konu né börn.”
“Vinur minn!” sagði maðurinn
jafn alvarlegur og fyr. “Hver
býr í húsi járnsmiðsins í þorp-
inu?”
“Móðir mín?”
“Þá getur þú ekki farið held-
ur.”
“En úr því við vitum hvar
bölvaður björninn heldur til,
verður að grípa færið,” mælti
Pétur.
“Eg ætla mér að vinna á hon-
um,”-sagði maðurinn.
“Þér, herra prestur,” sögðu nú
allir í einu hljóði.
“Já, vinir mínir! Eg er sveita-
maður og vanur fjöllum sem
þið. Áður en eg gerðist prestur
dvaldi eg 20 ár í fjöllunum til
að framkvæma veðurathuganir,
og fékk þá nafnið Riego “bjarn-
dýraveiðari.”
Presturinn var mjög þrekleg-
ur og á bezta aldri, grannleitur
í andliti, dökkhærður með ljós-
blá augu, ennið var mikið og
nefið dálítið bogið. Eg er kom-
inn hingað upp í fjöllin til veð-
ur'athugana, og þó nú séu 15 ár
síðan eg hefi borið vopn . . .”
“Fimtán ár,” tók -Pétur fram
“Já, svo er það, vinur minn,
því eigi má blóð koma á hend-
ur þjóna drottins, jafnvel þó þaö
sé úr dýri,. en það sem eg ætla
mér að vinna á morgun -er ein-
göngu góðverk og þar sem eg
hvorki á konú né börn, ætla eg
að taka að mér að ráða varg-
inum bana.”
“Gætið að yður, herra Riego,”
sagði Hans.
“Vertu óhræddur, vinur minn.
Eg ætla mér að verða ungur í
annað sinn.” ^
Þegar hér var komið samtal-
inu, gengur ungur maður, á aö
geta 22 ára gamall — og sem fé-
lagar hans kölluðu Stefán — til
prestsins og segir:
“Bróðir minn góður! Á eg ekki
að fara með þér?”
“Þú Stefán. Eg var að hugsa
um hana móður okkar sálugu.
Þú getur ekki farið!”
“Við viljum allir fara með
yður!” kölluðu allir mennirnir.
“Eg þarf ykkar ekki vinir
mínir, og af því nú er fram-
orðið, þá farið að borða kveld-
verð ykkar og leggist svo til
svefns.”
Að. liðinni skammri stund voru
allir sofnaðir í einu horninu,
með kindar- eða geitar-skinn
yfir sér nema Stefán. Hann
lagðist niður út við dyr. Ljósið
logaði ennþá og vindurinn hvein
úti og rann saman við hrotur
veiðimannanna. Presturinn var
sá eini, sem ekki var sofnaður.
Hann hallaðist upp að eldstæð-
inu og las í bók sinni, leit við og
við til veiðimannanna og teygði
úr sér. Nú var ljósið brunnið
út, og eldurinn í hlóðunum far-
inn að fölskvast. Spýtan sprakk
í sundur, datt út úr hlóðunum
og brann til ösku. Veðrinu var
farið að slota. Litlu síðar var
alt kyrt og hljótt og myrkrið
grúfði yfir öllu.
Með því Riego var hræddur
um að veiðimennirnir ætluðu að
fylgja sér, stóð hann upp hljóð-
lega í dögun, tók eina byssuna
og læddist út án þess þeir yrðu
Veterans...
Again You are Urgently Needed for
ACTIVE SERVICE
in
Canada or Overseas
JOIN the 37th ACTIVE COMPANY
Veterans Guard of Canada
NOW BEING MOBILIZED AT WINNIPEG
Join Your Old Comrades and
Help Finish the Job
This Space Donated by
MD 73
varir við. Hann var í leður-
hólkum ylvegslausum hneptum
utanfótar, með rautt belti utan
um sig, þar hékk mikill hnífur
með 8 þumlunga löngu blaði, og
kolllága húfu á höfði; hana hafði
hann tekið frá einum veiði-
manninum. Hann var vanalega
fastur og stillilegur í gangi, en
nú var sem á honum væri
nokkur óþreyja. En hve hann
var þrekinn, þegar hann var
kominn í þenna nýja búning,
þvílíkur munur! eða þegar hann
var í prestahempunni. Hann
skoðaði byssuna með æfðri
hendi, leit eftir bóginum og
púðrinu og hlóð hana svo með
þremur kúlum, og var að ganga
af stað, þegar honum varð litið
við og sá að Stefán stóð þar
skamt frá.
“Hvað ertu að gera hér?”
rrælti Riego.”
“Eg er að bíða eftir þér, bróð-
ir minn góður,” sagði Stefán.
“Vegna hvers?”
“Vegna þess að eg ætla að
fara með þér og vil ekki verða
eftir.” —
Riego hugsar sig um litla
stund og segir síðan:
Langar þig til að fara með
mér?”
“Já.”
“Jæja, þá skulum við fara. Er
byssan þín hlaðin?”
“Já, bróðir minn.”
“Hér eru 12 kúlur, geymdu
þær og svo förum við.”
Lesarinn mun furða sig á að
presturinn leyfði Stefáni að fara
með sér, úr því hann neitaði
honum um það kvöldið fyrir, en
hvorutveggja var, að Stfeán var
ákaflyndur unglingur og prest-
urinn gert ráð fyrir að hann
gæti varið þá báða, en jafnframt
þótt gott að bróðir sinn kæmi í
nokkra mannraun þar sem fær-
ið bauðst.
Þeir gengu svo greitt af stað'
Illviðrinu hafði slegið niður.
Himininn heiður og blár og jörð'-
in hulin snæ. Morgun-andvarinn
var hressandi og boðaði fagran
dag. Þeir fóru eftir göngustígn-
um er lá hægra megin við
“Sjúkrahúsið” en töluðu ekkert.
Riego á undan, Stefán á eftir
með poka um öxl. Nokkrum
sinnum miðaði Riego á ernina,
sem flugu hjá, og jafn oft lét
hann hana falla úr siktum og
þar næst upp á öxlina. Honum
fanst hann ekkert mega lífláta
annað en björninn. Klukkutíma
seinna héldu þeir eftir kletta-
skarði einu á ríkjamótum Spán-
ar og Frakklands, og voru þá
jafnframt komnir að “Maladetta”
(bölvaður). Það er fegursti jök-
ullinn í öllum Pýrenea-fjöllun-
um. Jöklinum gljáfögrum hall-
ar ofan að hyldýpis gljúfrum,
sem eru fjöllum lukt á alla vegu.
Þar í botn hefir ekkert mann
legt auga séð. Loftið var mjög
tært, og litirnir jafn töfrandi og
á ítalíu. Sólargeislarnir féllu
lóðréttir niður á jökulinn og dóu
í drifhvítri mjöllinni eða urðu
að blikandi demanta-skini uppi
á jöklinum.
Riego sneri sér að bróður sín-
um og ávarpaði hann spaklega.
“Sé það satt, sem Hans sagði,
þá heldur björninn sig í furu-
skóginum hérna vinstra megin.
Hann hefir orðið mörgum veiði-
manni að aldurtila. Ertu með
taugina og broddana?”
“Já bróðir minn.”
“Þá er bezt að taka til þeirra.”
Þeir bundu endunum á taug-
inni — sem var 8 feta löng —
utan um sig, til þess að hvor
gæti dregið annan upp, ef annar
hrapaði. Síðan bundu þeir hjarn-
broddana á höndur og fætur,
þar næst tóku þeir að klífa.
Þegar því hafði gnegið í hálfan
tíma og þeir voru næstum
sloppnir, skreið snjór undan
fótum Stefáns; hann rak upp
hræðslu-óp og hvarf ofan í
jökulsprungu. Þegar Stefán
hrapaði, hafði hann kipt prest-
inum með sér, og var hann í
þann veginn að renna fram af
brúninni, er honum tókst að
koma fyrir sig broddunum. Á
“Já, elsku bróðir,” svaraði
Stefán með veikri og titrandi
rödd. . Útlit hans, gangur og
málrómur, hafði gjörbreyzt á fá-
um mínútum.
Stefán hafði mist foreldra
sína í æsku, og Riego síðan alið
hann upp, haft hann með sér til
Frakklands og keypt þar handa
honum dálitla jörð. Það mátti
því segja, að hann engu síður
væri faðir hans en bróðir. Svo
hafði prestsstaðan í sambandi
við karlmannlegan og harðlegan
svip margfaldað þá takmarka-
lausu virðingu er Stefán bar fyr-
ir honum.
Frá því hann hrapaði var
svipur hans mjög breyttur.
Hann var náfölur og titraði, og
hafði áreiðanlega fundið það,
sem ómenguð hræðsla hefir í
för með sér. í einu orði: Hann
var huglaus.
Með því þeir hvergi komu
auga á björninn, héldu þeir eftir
dálitlu skarði, sem heitir de
Tilda og inn í spönsku Pyrenea-
fjöllin. Ó, hvílíkt útsýni. Fram
undan risu upp óteljandi fjalla-
tindar, sem sýndust. lækka. er
fjær dróg; þeir sýndust einnig
alla vega litir, grænir, brúnir
og bláir með blómskúfa úr snjó,
sem himinfallnar rósir, og svo
til begggja handa hræðilegir
hamrar, er báru við himinn; á
einum hamrinum stóð smali úr
Katalóníu, lagði hann höndurn-
ar í kross á brjóstið, þegar hann
sá til ferðamannanna. Þegar
þeir höfðu gengið fáein skref inn
yfir landamærin, nam prestur-
inn staðar alt í einu og hlustaði.
Hann heyrði óglögga háreysti,
líkast því að langt frá væri
öskrað í sífellu.
“Þetta er björninn,” sagði
hann við Stefán. Við sjáum
hann ofan af klettunum.
Komdu.”
Þeir klifu svo upp eftir því
nær ógengu einstigi, og upp á
hæsta klettinn. Beggja megin
ginu hengiflug, en áfram var
annað einstigi yfir á annan
hamar. Nokkrum mínútum
seinna sá presturinn, hvar risa-
vaxinn björn hljóp eftir þurr-
um lækjarfarveg.
“Þarna er hann! Þarna er
hann! Stefán! Vertu viðbúinn
með byssuria. Hann kemur í
ljós aftur þar sem krókurinn
verður á leið hans, þegar hann
kemur þarna — sérðu það?
Þarna hjá grenitrénu, þá áttu
að skjóta hann í bóginn. Hittir
þú ekki, skal eg þó . . .” í því
sá hann björninn koma í ljós,
tók fram í fyrir sér og sagði:
“Núna, Stefán; þú fyrst” —
Stefán skaut en hitti björninn
ekki. Kúlan skall í klett og
sprengdi úr honum steinflísar.
Björninn stefndi nú á veiði-
mennina. Nú var bilið aðeins
20 skref, en til hamingju var
einstigið í krók, svo að það
tafði fyrir birningum. Prestur-
inn þreif sína byssu og hleypti
af, en björninn hafði ósjálfrátt
hrokkið til hliðar. Tvær kúlurn-
ar flugu yfir það, en sú þriðja
hitti síðuna og sprændi blóðið
út úr sárinu.
Björninn öskraði ógurlega og
stökk áfram. “Kúlur!” kallaði
presturinn og hafði ekki augun
af birninum, er tafðist mikið af
niðurhrundu grjóti. Stefán
þagði. “Kúlur! segi eg — að
þrem mínútum liðnum er björn-
inn kominn.”—
“Þá er úti um okkur. Eg hefi
engar kúlur,” svaraði Stefán.
“Engar kúlur?”
“Nei, eg hefi tapað þeim við
Maladetta.”
“Dottið ofan í jökulsprung-
augabragði hafði presturinn los-
að aðra hendina, vafði hann
tauginni upp á hana og tók svo
í af öllu afli. Litlu seinna sáust
hendurnar á Stefáni koma upp
á brúnina. Prestur togaði af
alefli og kallaði til Stefáns að
láta ekki hugfallast. Allir
vöðvar hans strengdust við þessa
síðustu aflraun. Stefán studd-
ist nú á olnbogana, og gat svo
kastað sér upp á brúnina. Þar
féll hann lémagna ofan á jök-
ulinn. Presturinn dreypti á
hann dálitlu af víni svo hann
hrestist. Síðan hélt hann höfði
hans upp og varð þess var að
hann tárfeldi. Þegar Stefán
hafði náð sér nokkurn veginn
aftur mælti presturinn:
“Nú skulum við halda áfram.”
una? Ó, mikil skelfing!”—
“Við skulum flýja! Við skul-
um flýja!” æpti Stefán.
“Flýja? Hvert? Ef við för-
um einstigið fram undan okkur,
lendum við í klónum á vargin-
um og reynum við að flýja sömu
leið og við komum, verður hann
búinn að ná okkur að 20 sekúnd-
um liðnum.” —
“Ó, heilaga jómfrú!” stundi
Stefán og féll á kné.
Björninn sást nú aftur, hvarf
aftur sást aftur, eftir krókum
stígsins, og færðist óðum nær
með stórum stökkum.
“Jæja, enga hræðslu, bróðir,”
sagði presturinn hugrakkur.
“Ekki eru öll ráð þrotin enn,
eitt er eftir. Það er raunar ekki
gc-tt, en veiðimenn nota það
stundum. Sýndu mér hnífinn
þinn. Ágætt! Hann er eins og
minn hnífur. Taktu nú vel eftir.
Björninn verður kominn að lið-
ugri mínútu. Um leið og hann
kemur ræðst eg á móti honum.
Þá skaltu reka hnífinn á kaf í
vinstri síðu hans, svo oft sem
þarf, þar til hann fellur dauður.”
“Já, bróðir minn.” —
“Við Björninn kunningi minn
erum kunnugir, og þó hann hafi
ljónsorku, má hann faðma mig
býsna fast áður en eg er upp-
næmur.” Og það var því líkast
sem presturinn hlakkaði til
fangsins, þar sem Stefán var
með öllu huglaus.—
Nú kemur björninn! Vertu
viðbúinn,” hrópaði prestur.
“Skilurðu mig, Stefán? Á milli
rifjanna á vinstri síðúnni.”
Björninn stökk á prestinn og
reis á afturfæturna. Áflogin
byrjuðu.
“Bróðir! Bróðir!” kallaði prest-
urinn með þrumuróm.
Stefán var orðinn rænulaus.
Hann skalf og nötraði. Honum
sortnaði fyrir augum og hreyfð-
ist ekki úr sporum. Hann var
gagntekinn af ofboðslegustu
hræðslu.
“Komdu, bróðir minn! Komdu
til mín!” kallaði presturinn í
veikari róm.
Björninn orgaði ofboðslega og
teygði hausinn hræðilegan yfir
öxlina á prestinum með opinn
kaftinn og glóandi augum; hafði
hann læst hrömmunum á
mjaðmir prestsins. Áflogin
höfðu staðið yfir í nokkrar mín-
útur. Stefán stóð sem vitskert-
ur og baðaði hndunum út í loft-
ið.
“Komdu og hjálpaðu mér!
Komdu!” kallaði presturinn í
veikum róm, á meðan björn-
inn orgaði bæði hærra og voða-
legar en fyr. Nú var sem Stefán
vaknaði af svefni. Hann kiptist
við eður tók viðbragð, hljóp að
birninum og lagði hnífnum á
síðu hans, en svo. laust að björn-
inn aðeins skeindist. Svo fleygði
hann frá sér byssunni og hljóp
ofan einstígið.
“Bróðir minn! Bróðir minn!”
stundi presturinn, en það kom
fyrir ekki. Stefán fór sína leið.
Riego prestur vissi að nú var
hann orðinn einn eftir hjó ó-
vættinum. Hann reyndi að seil-
ast eftir hnífnum, en gat það
ekki. í þessari hviðu neytti
hann síðustu orku sinnar, og gat
hrakið björninn fram á kletta-
brúnina, svo hann féll fram af,
en björninn slepti ekki tökum á
presti að heldur, og báðir ultu
fram af.
Seint í viðureign þessari
heyrðist kallað í karlmannleg-
um róm: “Tapaðu ekki hug!
Tapaðu ekki hugrekki!” og mað-
ur lafmóður og kófsveittur kom
hlaupandi upp einstigið og upp
á vettvanginn, en hann var of
seinn.
(Framhald)
Vörum til Íslendinga
sökt
Ameríska herstjórnin hér á
landi gaf í gær út svohljóðandi
tilkynningu:
“Skipi, sem flutti hluta af efni
til hitaveitunnar, hefir verið
sökt í árás, er óvinirnir gerðu.”
Samkvæmt upplýsingum, sem
vísir hefir aflað sér, munu um
800—1000 tonn af efni til hita-
veitunnar hafa verið í þessu
skipi, sem sökt var. Hitt er enn
ekki vitað, hvaða efni það var,
og þarf að fá um það vitneskju
hið skjótasta, ef unt verður að
bæta úr tjóninu.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
skýrði borgarstjóri frá því, að
alt myndi verða gert sem unt
væri til að fá efni að nýju frá
Ameríku, en hvort á því væri
einhverjir möguleikar eða engir,
kvaðst borgarstjóri ekki geta
sagt um að svo stöddu. Hitt er
vitað mál, að þetta tefur all-
mjög fyrir hitaveituframkvæmd-
unum, hvað sem öðru líður.
Með skipinu var, auk hita-
veituefnisins, mikið af timbri
frá Kanada og um 600 síma-
staurar, varahlutir í bifreiðar,
en ekki bifreiðar, eins og orð-
rómur hafði komist á hér í bæ.
Auk þess svo allskonar annai
varningur. Alls voru í skipinu
um 4,000 smál. af vörum handa
íslendingum—(Vísir 22. ágúst).
\erzlunarsköla
NÁMSSKEIÐ
Það borgar sig fyrir yður
að leita upplýsinga á
skrifátofu Lögbergs, við-
víkjandi námsskeiðum
við beztu verzlunarskól-
ana í Winnipeg ....
Veitið þessu athygli f
nú þegar.
XMAAÚMAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAWAMMAAMAMAM/