Lögberg - 19.11.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.11.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER, 1942 ----------lögtierg--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR LOGRERG, 69 5 Sargent Ave., Winnipegf Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfrám The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnlpeg, Manitoba PHONE 86 327 Glæsileg bygðarlög Þeir, sem aldrei hafa augum litið íslenzku nýbygðirnar í Argyle, hafa farið margs á mis, sem þeir naumast máttu við,.því svo er þar un- aðslegt umhorfs, þegar sólin hellir geislum sín- um að sumarlagi yfir landið, og hvarvetna blasa við gróðurþrungnir akrar með lauf- skrýdda hóla í baksýn. Á íslandi var það um hríð haft að orðtaki, að sá væri eigi sigldur, nema komið hefði til Danmerkur; og það höfum vér fyrir satt, að á fyrri tímum íslenzka landnámsins hér vestra, hefði sá þótt lítt forframaður, er eigi hefði brugðið sér vestur í Argyle. Ritstjóra þessa blaðs verða löngum minnis- stæð þau hin veglegu hátíðahöld, er Argyle- búar stofnuðu til í öndverðum júlímánuði 1931 í tilefni af hálfrar aldar landnámi þessara glæsilegu búsældarbygða; sá eindrægnisandi, er hvarvetna ríkti innan vébanda bygðarlag- anna var slíkur, að óhjákvæmilegt var, að djúp áhrif hefði á aðkomumenn; þar voru allir eitt í orðsins sönnustu og fegurstu merk- ingu, samstiltir í órjúfandi þökk við þann guð. sem að gaf þeim landið; vér komum vestur á föstudagskveld þann 3. júlí, og hafði oss verið búinn dvalarstaður á Hólmi, höfðingjasetrinu, er Þorsteinn Johnson hafði frægt gert með risnu sinni og skörungsskap; framan af degi var veður svalt og hressandi; ferðin vestur gekk eins og í sögu, landslagið fram með veginum víða stórbrotið og fagurt, en því fegurra, að því er oss virtist, þess lengra sem vestur dró; víða gat að líta gróðurríki mikið, en sumsstað- ar svipaði landinu til nakinnar eyðimerkur, eða sálar þess manns, sem tapað hefir trausti a lífinu, og hinum mikla tilgangi þess; skortur á regni hafði auðsjáanlega staðið gróðrinum víða tilfinnanlega fyrir þrifum; um kveldið íók að rigna, og svo var mikið steypiregn á laugardaginn að fólk varð veðurtept, svo að fresta varð hátíðahöldum í heilan dag; á sunnu- dagsmorguninn var veður mjög breytt til hins betra; sól skein í heiði, og sveitin líktist logandi ljóshafi; perludöggin, sem hvílt hafði yfir lundum og lægðum, smá hjaðnaði og þvarr, því auðsætt var, að nú varð alt að lúta sprota hins almáttka sólkonungs.— Veglegar og fjölsóttar guðsþjónustur voru haldnar til minningar um landnámið í kirkj- um bygðarbúa, en meginhátíðahöldin fóru fvam í landnámi Sigurðar ‘ Christopherssonar við Grund; var þar saman komið fjölmenni; skin og skúrir skiftust á með því nær jöfnu millibili, og meðan að Dr. Björn B. Jónsson flutti þá hina afarsnjöllu ræðu sína, sem kafli er birtur úr hér í blaðinu, skall yfir helli- demba. Komst Dr. Björn þá þannig að orði á iæðupallinum: “Hér stend eg, og héðan mun eg hvergi fara þó yfir mig rigni eldi og brenni- sleini.” — Þótti slíkt vel og víkingslega mælt. Frú Jakobína Johnson, sem teljast má í raun og veru dóttir landnámsins í Argyle, því hún kom þangað á barnsaldri af Islandi, var vitaskuld boðin til þessara eftirminnilegu há- tíðahalda, en kom því ekki við sakir fjarlægð- ar og anna, að sækja þau; hún hafði ort og sent hátíðanefnd gullfallegt bygðaminni, og var tengdabróður hennar, ritstjóra Lögbergs, falið að lesa það upp; kom það hvarvetna í ljós hve djúpstæð ítök skáldkonan átti í hugum og hjörtum bygðarbúa; þessi óviðjafnanlega mjúk- strengjaði söngvasvanur í töfraborginni við Kyrrahafið.— Fyrsti maðurinn úr Argyie, er vér kynt- umst eftir komu vora til þessa lands, var Halldór Anderson, faðir Jónasar kaupmanns í Cypress River, og þeirra bræðra; með oss tókst þegar vinátta, sem styrktist í rót með auk- inni kynningu og fjölgandi árum; hann hefir nú fyrir nokkru safnast til feðra sinna. Halldór var eigi aðeins sigursæll búhöldur og héraðs- höfðingi, heldur og jafnframt andlegur aðals- maður, er skapaði rísandi og komandi kyn- slóðum umhverfis síns fagurt fordæmi vegna prúðmannlegrar framgöngu og heilsteyptra mannkosta; kveldstund á heimili hans meðan áminst hátíðahöld stóðu yfir verða oss minnis- stæð fram á brautarenda vegna þeirrar hrein- ræktuðu alúðar, sem frá húsráðanda streymdi til gesta sinna. í sögu ArgylebygðS rísa fram að þessu hæzt nöfn þeirra Thomasar H. Johnson, fyrr- um dómsmálaráðherra, og Dr. Björns B. Jóns- sonar, þó eigi verði um það vilst, að bygðirnar hafi jafnan átt o,g eigi enn, góðu mannvali á að skipa. Landnám Islendinga í Argyle á að baki sér s'órmerka þróunarsögu; um hana alla rennur eins og rauður þráður andi samstiltrar ein- d.rægni, er svipmerkt hefir félagslífið, og stimplað á það drengilegan manndóms- og menningarbrag. Lögberg flytur hér með þeim kaupsýslu- mönnum í Argyle-bygð, er studdu með auglýs- ingum að útgáfu blaðsins þessa viku, hugheil- ar alúðarþakkir. Kafli úr ræðu fyrir minni Argylebygðar Efiir Dr. Björn B. Jónsson. Eg get ekki stilt mig um að minnast þess, þá eg leit Argyle-bygð augum fyrsta sinn. For- eidrar mínir og systkini höfðu komið ári fyr en eg, og bjuggu nú í torfbæ austan til í bygð- inni. Eg kom hingað á vegum Friðbjörns Friðrikssonar, er hann flutti hingað með fjöl- skyldu sína í júni 1883. Komum við frá Bran- d.on. Eg skildi við samferðafólkið á heimili Friðbjörns.^en þar bjó þá faðir hans, Friðrik Jónsson. Gekk eg eftir ávísun Friðbjarnar austur á leið með líttinn poka á baki. Ógleym- anleg verður mér til dauðadags myndin, er bar fyrir augun, er eg kom á hæðina vestan við dalinn, þar sem nýbýlin í Austurbygðinni stóðu. Þá sá eg heim að bjálkakofa Jósefs Björnssonar og torfbæ Jóns Ólafssonar á Brú, og mílu sunnar sá eg standa torfbæ föður míns. Eg stóð lengi á hæðinni. Fegurð bygð- arinnar gagntók hjarta mitt, og sú hrifning fór um huga minn, að eg get því aldrei gleymt. Og einkennilegt er það, að hvert sinn, sem eg kem til Argyle, fæ eg ekki varist að minsta kosti aðkenningar af samskonar hrifning. Eg ætti víst að segja yður frá því, hvers konar menn það voru, sem reistu hér í önd- verðu bygð og bú. Lítilsháttar tilraun skal þá og gerð til að lýsa þeim. í fyrsta lagi vil eg það sagt hafa um frumbyggjana, að þeir voru vonglaðir menn. Þeir höfðu ekki fyr litið þetta nýja, blómlega, brosandi hérað augum, en að í hjörtum þeirra vaknaði von og gleði. 1 fyrstu höfðu þessir menn flúið burt af íslandi undan þeim ógnar harðindum, er ætlaði út af að gera við lands- fólkið norðanlands, árin áður en útflutningur- inn hófst. Flestir þessir menn voru ættaðir af Norðurlandi. 1 Nýja Islandi hafði ekki tekið betra við. Drepsóttin, sem þar geysaði annað árið, og svo vatnsflóðin og eyðingin af þeirra völdum, síðasta árið, knúði þróttmikla menn aftur á stað að leita hamingju sinnar á nýjum slóðum. Um flesta frumbyggjana mátti því segja: “Þetta eru þeir, sem komnir eru úr hörmung unum miklu.” En nú voru þeir, að því er virt- ist, komnir í það land, sem flaut í mjólk og hunangi. Bygðin brosti við landnemanum, fögur og laðandi eins og “ósnortið elskulegt fljóð,” og landneminn varpaði sér í faðm henn- ar eins og elskhugi að skauti brúðar sinnar. Eg held að bygðin hafi ef til vill aldrei verið fegri á að líta, en hún var í fyrstu, og frá upp- hafi reyndist hún vel. Með landnemanum og bygðinni tókust beztu ástir. Landnemarnir fundu hjartslátt sigurvegarans þegar frá önd- verðu. Þeir voru engan einasta dag í vafa um það, að hér væri gott að vera. Með þessum fögnuði gengu þeir til verks. Vonin og gleðin gengu sem heilladísir sín til hvorrar hliðar landnemans. Engum mönnum hefir þótt vænna um bygð sína en Argylingum. Eg held næstum, að þeir hafi verið dálítið upp með sér af bygðinni, — enda voru flestir þeirra Þingeyingar! Það er þá líka sízt fyrir það að synja, að oítast lá vel á frumbúunum hér í Argyle, og mörgum sinnum var kátt í kotunum hjá þeim. Ekki leið heldur á löngu, þar til þeir fóru að koma á samkomum og mannfagnaði. Eg tel það hina fyrstu stórhátíð þeirra, er allir bygð- arbúar komu saman til þess að halda upp a sumardaginn fyrsta vorið 1885. Sú hátíð var haldin á hólnum hjá heimili foreldra minna. Mikill viðbúnaður var dagana á undan. Konur bökuðu kleinur og steiktu lummur um alla bygð, og var svo öllu ekið á uxum á hátíðar- staðinn. Komu sumir bændur með fjölskyldu- lið sitt á vögnum þeim, er kallaðir voru Prairie-vagnar, og höfðu þeir smíðað þá sjálfir úr trjám úr skógunum, voru hjólin stórir ein- trjáningar, og drógu uxar vagna þessa. Ein- stöku höfðingjasynir fluttu þó kærustur sínar til hófsins á Red River Carts og dró einn uxi bæði, ef pilturinn varð þá ekki að ganga og teyma uxann undir kærustunni. Á samkom- unni voru ræður fluttar, sungið mikið og flutt að minsta kosti eitt frumort kvæði. Síðan var farið í bændaglímu, og glímdu allir karlmenn, ungir og gamlir, en konur og meyjar horfðu á hugfangnar. Og svo var drukkið kaffi — ósköp mikið kaffi. Veturinn eftir hófust sjónleikir. Þótti það hin mesta skemtun. Fyrstu sjónleikirnir, sem eg man eftir, fóru fram í húsi Árna Sveinsson- ar, vestarlega í bygðinni. Var það stórt bjálka- hús, en ekki beinlínis gert ttil sjónleika. Leikin var Sigríður Eyjafjarðarsól, Ný- ársnótt, og fleiri sjónleikir. Komu menn gangandi eður ak- andi á uxum langar leiðir og gekk öll nóttin í það í hvert sinn. Þá gerðust og all-tíðir dans- leikir víða um nýlenduna. Voru húsakynni fremur ófullkomin og nokkuð þröng, þó rúm og önnur húsgögn væri borin út. Fáir voru stólar til að hvílast á milli snúninga, en það varð ekki mjög að meini, því svo vel var á þeim haldið, að tvíment var á hverj- um stól. Frá þeim stólum er runninn margur hjúskapurinn hér í Argyle, og margir hinna yngri manna hér geta rakið ætt rann sína til þessara stóla. Frásögn um jarðarför Magnúsar Jónssonar frá Fjalli Sent af Árna G. Eylands, forseía Þjóðræknisf. Ausiur-íslendinga. Sunnudaginn 13. september 1942 fór fram óvenjuleg jarðar för frá Reynistaðarkirkju Skagafirði. Var það jarðarför öskuleifa vestur-íslenzka öld ungsins Magnúsar Jónssonar sem vestur flutti árið 1887 frá Fjalli í Sæmundarhlíð í Skaga firði og jafnan síðan kendi sig við þann bæ og kallaði sig Magnús frá Fjalli. Undir því nafni var hann kunnur meðal Vestur-íslendinga sökum gáfna og mannkosta og vegna nokk urra ritstarfa. Heima í Skaga firði var nafn hans einnig kunnugt, því að bæði lifði orðstír hans frá því að hann bjó að Fjalli á árunum 1874—1887 og tók öflugan þátt í félagslífi Skagfirðinga á þeim örðugi harðindaárum, er þó um leið voru vakningartími héraðsbúa er þeir stofnuðu Hólaskóla, lögðu fyrstu drög að kaupfélagsmynd. un og hófust handa um ými fleiri menningamál. Var Magnús einn af forystumönnum Skag- firðinga á þessu tímabili, þótt ungur væri, fæddur 17. júlí 1851 að Hóli í Sæmundarhlíð. En auk þess hélt hann alla æfi trygð við átthaga sína og fylgd- ist með því, sem gerðist heima Þgear hann frétti um byggingu hafnarvirkis á Sauðárkróki sendi hann af litlum efnum sín um 200 krónur til þess. Hagn sendi sýslubókasafninu bókagjöf og varð einn allra Vestur-Is- lendinga til þes^ að senda árs- tillag sitt í Sögufélag Skag' firðinga, er það var stofnað. Eftir að hann varð blindur árið 1917, átti hann bréfaskifti við ýmsa Skagfirðinga heima, er hann hafði aldrei séð, enda kom hann aldrei heim til íslands eftir að hann flutti vestur. Áður en Magnús dó, lagði hann svo fyrir, að lík sitt yrði brent, askan send heim, sett smákassa, er hann hafði sjálfur smíðað og jarðsettt í grafreit þeim, er Jón bróðir hans hafði gera látið að Hafsteinsstöðum, eftir að kirkjuleg athöfn hefði farið fram að Reynistað að venjulegum íslenzkum hætti, en síðan skyldi erfi sitt drukkið og menn vera glaðir. Magnús andaðist að heimili sínu í Blaine í Washington-fylki í Bandaríkj- unum þann 31. marz síðastlið- inn og var í öllu farið svo að, sem hann hafði fyrir mælt. Kom askan heim í sumar og var hún sett í kassa þann, er fylgdi, er þó reyndist ekki nógu stór og varð því að stækka hann nokk- uð. Gerði það af smekkvísum hagleik Ingólfur Nikódemusson trésmíðameistari á Sauðárkróki. Bjó hann einnig út líkbörur ipeð dálitlum upphækkuðum palli ofan á, hæfilegum fyrir þessa litlu líkkistu, er hún skyldi bor- in á til grafar. En undirbúning jarðarfararinnar önnuðust frændur Magnúsar, bræðrasynir hans, Árni bóndi í Vík og Jón bóndi í Steinholti Jónssynir á Hafsteinsstöðum og sonur Sveins á Hóli, Guðmundur skrifstofu- j Þá flutti sýslumaður langa ræðu, stjóri á Sauðárkróki og tengda- sonur Sveins, Ellert bóndi Jó- hannsson í Holtsmúla. Fengu þeir til liðs við sig Jón Sigurðs- son óðalsbónda á Reynistað og Sigurð Sigurðsson frá Vigur, sýslumann Skagfirðinga. Sókn- arpresturinn í Reynistaðar- klaustursprestakalli, sr. Helgi Konráðsson á Sauðárkróki veitti prestslega þjónustu við atthöfn- ina, Jón Björnsson bóndi á Haf- steinsstöðum og organisti Reyni- staðarkirkju annaðist söng og organleik, og Guðjón Sigurðsson, bakarameistari á Sauðárkróki sá um veitingar að lokinni jarð- arför. Sunnudagurinn 13. sept. upp yndislega fagur og mildur. Sólskin var ekki, en fjöllin stóðu í rólegri, blárri lita- samfellu en grundir í blæríku haustskrúði sölnandi gróðurs, en seinnihluta dagsins tók að rigna og kólna. Kl. 2 síðdegis hófst jarðarfararathöfnin í kirkjunni að Reynistað. Líkbörur þær, sem áður getur stóðu vinstra megin inni í kóri kirkjunnar lagðar íslenzkum fána og stóð kistan litla á honum vafin fallegum blómsveigum. Var blómsveigur frá sýslunefnd Skagafjarðar, annar frá Hafn- arnefnd Sauðárkróks, þriðji frá Hólaskóla. Kirkjan var einnig skrýdd blómum og hvítum refl- um um grátur, altari og prédik- unarstól og vel ljósum búin. Hófst athöfnin á því að þrótt- mikill blandaður kór söng sálm- inn “Á hendur fel þú honum,” en síðan flutti sóknarpresturinn langa minningarræðu um hinn látna merkismann og hafði fyrir einkunn orð Prédikarans: Mold- in hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var en andinn til guðs, sem gaf hann, því að duftið, sem tekið hefði á sig lík- ama mannlegs lífs fyrir 91 ári síðan, væri nú komið aftur eftir langa ferð til þess að samein- ast nú moldinni, sem það óx úr, en andinn, sem einnig hefði far- ið stórar ferðir, héldi áfram lengra og hærra. Að lokinni ræðu prestsins söng Kjartan Sigurjónsson söngvari frá Vík í Mýrdal ein- söngsálminn “Lýs milda ljós,” en síðan söng kórinn “Hærra, minn gfað, til þín” og að lokum hluta af sálminu “Alt eins og blómstrið eina.” Úr kirkju báru líkið hrepps- nefndarmenn úr Staðar- og Seyluhreppum. Síðan var far- ið á bílum út að Hafsteinsstöð- um. Sýslumaður og sýslunefnd- armenn báru af veginum heim að Skagfirðingabúð (þ.e. tjald Skagfirðinga hið mikla, er þeir reistu á Þingvöllum 1930). Hafði hún verið reist í túninu á Haf- steinsstöðum. Þar flutti sr. Hallgrímur Thorlacius í Glaum- bæ nokkur kveðjuorð, en hann er nú eirin af þeim fáu þeirra manna, sem muna Magnús frá Fjalli. Ættingjar báru síðasta spölinn frá tjaldinu til graf- reitarins, er stendur á hátúninu og sér þaðan vel yfir hið fagra hérað. Við gröfina flutti Sig- urður sýslumaður snjalt kvæði, er ort hafði Stefán Vagnsson, aóndi frá Hjaltastöðum. Prest- urinn kastaði síðan rekunum og athöfninni lauk með söng. Að lokinni jarðarför var geng- ið aftur til Skagfirðingabúðar og sezt að erfisdrykkju, svo sem Magnús hafði sjálfur mælt fyrir að gert yrði að íslenzkum sveita- sið, eins og hann hefir haldist alt frá landnámstíð. Voru rausn- arlegar veitingar og margar ræður fluttar undir borðum og mikið sungið. Annaðist Jón Björnsson sönginn og hafði ýmist blandaðan kór eða karla- kór þess á milli komu fram ein- söngvarar, bæði Kjartan Sigur- jónsson, sem áður er nefndur og svo skagfirzki hetjutenórinn Jón Gunnlaugsson, bílstjóri á Víðimýri. Hófst borðhaldið með 3ví, að sungið var Eldgamla safold, sem mun hafa verið jjóðsöngur íslendinga á upp- vaxtarárum Magnúsar frá Fjalli. þar sem hann lýsti athöfnum Skagfirðinga í sýslunefnd á þeim árum, sem Magnús sat í henni, en þ^ð var á árunum frá því urn 1880—1887. Stærsta mál þess tíma var stofnun búnaðarskól- ans á Hólum og var Magnús einn af stofnendum hans og í skólastjórn meðan hans naut við, enda var hann atthafnamik- ill forystumaður í sveitar- og héraðsmálum, glæsilega gáfað- ur og drengur góður. Að lok- inni ræðu sýslumanns var sung- ið “Skín við sólu Skagafjörður” og seinasta erindið, “Kveð eg fagra fjörðinn Skaga.” Stóðu menn upp á meðan. Síðan tal- aði Jón Sigurðsson óðalsbóndi að Reynistað og mintist einnig Magnúsar. Rakti hann sögu hinna geigvænlegu harðinda, á árunum 1881—1887 og hvernig þau ráku fólkið til Vesturheims, þar á meðal einmittt Magnús frá Fjalli. En Magnús hélt altaí trygð við átthagana. Því næst talaði Árni G. Eylands forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Reykjavík. Hafði honum og konu hans verið boðið sérstak- lega til jarðarfararinnar. Mint- ist hann fyrst Magnúsar frá Fjalli og svo annara þjóðræk- inna Islendinga vestan hafs. Síðan talaði hann út frá orðun- um: Af mold ertu kominn, o. s. frv. Hversu flestir menn eru bundnir við æskustöðvar og ættarmold og kjósa helzt að hverfa til hennar aftur að loknu lífsstarfi, ef það er unnið annars staðar. Og loks um skyldur þær, er menn hafa að rækja við moldina, svo að niðjunum megi verða “upprisan” góð, er þeir rísa á legg og erfa landið úr höndum núlifandi kynslóðar. Næstur talaði Sigurður Þórðar- son alþingismaður. Flutti hann kveðju frá Kaupfélagi Skagfirð- inga til Magnúsar frá Fjalli, sem verið hafði einn af frumkvöðlum að stofnun pöntunarfélags hér í Skagafirði. En annars beindi Sigurður orðum sínum til bræðra Magnúsar þriggja, sem þarna voru staddir og allir eru háaldraðir, Sveins á Hóli, Páls á íbishóli og Sigurjóns í Ási. En Gísli Magnússon í Eyhildarholti mælti fyrir minni Guðrúnar systur þeirra, sem einnig var þarna og nú er orðin 88 ára gömul. Jónas Kristjánsson fyrrum héraðslæknir Skagfirðinga kom til jarðarfararinnar sunnan úr Reykjavík. Flutti hann einnig ræðu. Eins og áður segir var mikið sungið. Voru það eink- um ættjarðarsöngvar og ýmis falleg lög. Veizlunni stjórnaði Guðmundur Sveinsson, skrif- stofustjóri, bróðursonur Magn- úsar heitins og fór hún vel fram og til sóma hinum látna heiðursmanni, sem til hennar hafði boðið í tilefni af heim- komu sinni til ættjarðarinnar, er hann hafði lengi þráð að njóta. Mun og Skagfirðingum finnast hann vera þeim nær en áður, er þeir vita, jarðneskar leifar hans geymdar í grónu túni mitt í héraðinu sjálfu. Guðjón Einarsson 1877—1942 Þann 30. september síðastl. andaðist á spítala í borginni Seattle í Washington-ríki Íslend- ingurinn Guðjón Einarsson, ó- kvæntur maður hálf-sjötugur, er verið hafði þar til heimilis síðan 1919. Hann átti engin náin skyldmenni hér í álfu. Guðjón var fæddur í Eystri- Tungu í Vestur-Skaftafellssýslu 2. febr. 1877. Foreldrar hans voru þau hjónin Einar Gíslason og Guðbjörg Jónsdóttir, er þar bjuggu. Með foreldrum sínum mun hann hafa flutt að Kirkju- bæjarklaustri í sömu sýslu, er hann var fjögra ára. Um ferm- ingaraldur hans fluttist fjöl- skyldan að Holtsmúla í Landa- mannahrepp í Árnessýslu. Skömmu þar á eftir komst hann á vegu séra Einars Thorlacius í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.