Lögberg - 19.11.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.11.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1S. NÓVEMBER, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnpieg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W.. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. -f -f ♦ Þakkarorð: Við þökkum öllum þeim mörgu vinum, sem sendu blóm eða á einn eða annan hátt sýndu ckkur hluttekningu við fráfall okkar ástkæru móður og eigin- konu Mekkin Guðmundsson. Sömuleiðis þökkum við öllum, sem heiðruðu minningu hinnar látnu með nærveru sinni við út- förina. G. Guðmundson Mrs. G. J. Mýrdai B. Guðmundson T. Guðmundson. -f -f -f Veilið athygli! Þann 3. desember næstkom- andi, heldur Icelandic Canadian Club dans á Marlborough hótel- inu, kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar kosta 50c og fást hjá meðlim- um. f -f Óskað eftir ráðskonu á gott og þægilegt íslenzkt heimili í Sas- katchewan. Upplýsingar fást hjá ritstjóra blaðsins. -f -f -f Jón Sigurdson félagið þakkar innilega þessar gjafir, meðtekn- ar í “War Services” sjóðinn:— Kvenf. Sólskin, Foam Lake, -Sask. $ 5.00 Kvenf. Framför, Piney, Man. 10.00 Mr. og Mrs. J. L. Johanns- son, Margo, Sask. ........ 5.00 Mrs. Th. Olafson, Antler, Sask. 1.00 Mrs. C. Ingjaldson, Wpg. 1.00 Mrs. S. Palmason, 654 Ban- ning St., Wpg. 5.00 Mrs. R. Linekar, Grand Beach, Man. 10.00 Mr. L. H. J. Laxdal, Mil- waukee, Oregon 10.00 Jón Einarsson, Sexsmith, Alta....................... 5.00 Mrs. G. F. Jónasson 5.00 Junior Ladies’ Aid, First Lutheran, Wpg., One Qulit. Kærar þakkir, H. D. -f -f -f Lulheran Junior Aid Elecis Officers: The Junior Ladies Aid of the First Icelandic Lutheran Church held their annual meeting in the church parlors Tues., Nov. 10. The following members were elected to the executive for the coming year.— Hon. Pres.—Mrs. B. B. Jóns- son; Past Pres.—Mrs. A. Blondal; Pregident—Mrs. A. H Gray; Vice-Pres.—Mrs. B. Guttormson; Secretary — Mrs. Geo. Eby; Corres. Sec.—Mrs. W. F. O’Neill; Treasurer—Mrs. B. C. McAlpine; Asst. Treas.—Mrs. K. Johannes- son; Publciity — Mrs. Victor Jonasson; Membership — Mrs. John Thordarson og Mrs. J. D. Bilsland. Frónsfundur Mánudaginn 23. nóv. verður fyrsti fundur deildarinnar á vetrinum haldinn í G. T. húsinu. Fundurinn verður byrjaðui stundvíslega klukkan 8. e. h. Mælist nefndin til að þeir, sem sækja vilja fundinn mæti stund- víslega. Mjög hefir verið reynt að vanda til þessarar samkomu og margt verður haft þetta kvöld til skemtunar. Aðalræðu- maður er Dr. Kr. Jónason, einn- ig flytja tölur þeir Ásbjörn Magnússon og Alfreð Elíasson, flugmenn. Allir eru þessir menn tiltölulega nýkomnir frá Islandi og hafa sennilega frá mörgu að segja, sem við munum hafa gaman af að heyra. Þá verður önnur skemtun: einsöng- ur Miss Marian Hart og Ómar Blöndal; piano-solo, Dolores Eylands. Komið eins mörg eða fá eins og þið viljið, þið eruð öll velkomin, — en komið í tíma. -f f -f LINDIN í DALNUM Dalalindin ljóðar nett lífs ímynd án trega; fjallatind er þokan þétt þekur skyndilega. Mörgum smala lið hún ljær líf að ala og friðinn, á laufgum bala lindin tær léttan hjalar niðinn. M. I. -f -f f Hr. Baldvin Einarsson frá Reykjavík kom hihgað til borg- arinnar á mánudaginn ásamt frú sinni Gyðu Steinsdóttur; þau hjónin komu með síðustu ferð Dettifoss til New York. Baldvin tekst á hendur vélsetj- arastöðu hjá Columbia Press, Limited. Lögberg býður þessi ungu hjón hjartanlega velkomin í íslenzka mannfélagið í þessari borg. ♦ f f Mr. Sigurður Snidal skipstjóri frá Prince Rupert, kom til borg- arinnar um síðustu helgi ásamt frú sinni og ungri dóttur. Fjöi- skylda þessi ferðaðist norður um nýja Island, og heimsótti frændur og vini í Selkirk-bæ. f f f Upplagið af matreiðslubók kvenfélags Fyrsta lúterska safn- aðar, er nú mjög tekið að þverra, og ætti fólk því að panta nú fyrir jólin þessa þörfu bók, a meðan eitthvað er eftir; er hér um kærkomna jólagjöf að ræða, er sem flestir þurfa að eiga. Verð aðeins $1.00. Um bók þessa er getið á öðrum stað hér í blaðinu, og pantanir sendist til þeirra kvenna, sem þar er sagt frá að taki á móti pöntun- um. f f f Fundarboð: Ársfundur Fyrsta lúterska safnaðar verður haldinn mið- vikudaginn klukkan 8 e. h., 2. desember, í kirkju safnaðarins. Safnaðarmeðlimir og vinir eru beðnir að veita athygli breyt- ingu fundarboðsins við það, sem áður var auglýst. Fyrir hönd safnaðarfulltrúa, G. L. Jóhannson, skrifari. Lögberg inn á hvert einasta íslenzkt heimili fyrir jólin! The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Sendið LÖGBERG sem jólagjöf til frá $3.00 innlagðir sem ársgjald. Hjörtur Guðmundsson, frum- byggi í Árnesbygðinni í Nýja íslandi, andaðist þ. 17. október s.l., hátt á níræðis aldri. Hann var fæddur þ. 27. sept. 1853 í Gerðakoti 1 Ætlagerðistungum í Gullbringusýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorkels- son og Guðrún Éinarsdóttir læknis (í ætt 'við Dr. Sig. Júl. Jóhannesson). Hjörtur byrjaði snemma að vinna fyrir sér, og voru hæfileikar hans til starfs slíkir að 17 ára unglingur var hann orðinn formaður á sjó. Árið 1885, þ. 11. nóv., giftist hann Guðrúnu Sigurveigu Guðmundsdóttur, frá Njarðvík- um í Gullbringusýslu. Þau komu vestur um haf og til Árnesbygðar árið 1899. Börn þeirra nú á lífi eru; Guðrún (Mrs. Lawrence Hope), Edmon- ton, Alta.; Sylvia Jóna (Mrs. Barber) Winnipeg; Árni, við Catfish Creek, Man.; Anna (Mrs. Angus Hope), fyrrum í Winni- peg en nú í Árnes, Man.; Hjört- ur Sveinn, í föðurhúsum; og Guðrún Sigurveig (Mrs. Sig. Stefánsson), áður í Selkirk, en nú í Prince Rupert, B.C. Fyrir tæplega tveim árum kom kallið hinzta til Guðrúnar, eiginkonu Hjartar, og var hennar sárt saknað, því hún var sem sí- starfandi ljósgeisli. Bæði hún og Hjörtur voru skáldmælt, og hann tónskáld þar í viðbót. Ljómi frægðarinnar náði þó ekki til þeirra, — ánægjan var þeim meira virði. Síðasta stund Hjartar var friðsæl og fögur. Dóttir hans, Anna, hélt í hönd hans og las fyrir hann úr Kirkjuritinu; ttiðurlagsorðin voru þessi: “Þegar dagurinn var liðinn, opnaði faðirinn hlið- ið til þess að taka aftur son sinn til sín eftir dagsverkið mikla. Þá streymir um opið ljós til vor frá föðurhúsinu. Og það ljós lýsir eilíflega.” Að loknum lestri var Hjörtur far- inn inn um hliðið. Jarðarför- in fór fram tveim dögum síð- ar, þ. 19. okt. s.l., frá heimilinu og Árnes lútersku kirkju. Séra Bjarni A. Bjarnason, fyrv. sókn- arprestur, jarðsöng. ♦- -f -f Gullbrúðkaup í Leslie —Alhugasemd: í ofannefndri grein er birtist í Lögbergi 12. þ. m. hefir fyrir vangá fallið úr tvö nöfn skyld- menna brúðhjónanna. Annað er nafn Kristínar ólafsdóttur Þórðarson systur Jóns Ólafs- sonar. Hún á heima á Oak Point, Man. Hitt er nafn Jó- hannesar Jónssonar bróður frú Sigríðar Ólafsson. Hann á heima í Nýja Islandi. Hlutaðeigendur eru beðnir að afsaka þessa mína yfirsjón. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Farþegar með síðustu ferð s.s. Deliitfoss til New York Mr. Baldvin Einarsson, prent- ari til Canada; Mrs. Baldvin Eiraarsson; Mr. Sveinn Valfells, businessman; Mr. Ólafur Hall- grímsson, student; Mr. Jóhann M. Kristjánsson, businessman; Mr. Thorstenn Loftsson, busi- nessman; Mrs. Helga Sigurds- son; Mrs. Adolfina O. Barrows, tourist; Mr. Jón Björnsson, businessman; Mr. Bjarni Guð- jónsson, businessman; Miss Ragnh. Hallgrímsdóttir, student, Mrs. Anna Pétursdóttir, bound for Canada; Mr. Daníel Gísla- son, businessman; Mr. Rein Riiber, student; Mr. Sveinn Einarsson, engineer; Mrs. Sveinn Einarsson. ♦ -f The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold a Winter Carnival in the church parlors on Wednesday, Novem- ber 25th, from 2.30 to 5.30 and from 7 to 10 p.m, The general conveners, Mrs. J. D. Bilsland and Mrs. W. F. O’Neill will receive. The sale of handicraft is convened by Mrs. J. Marku- son; the chocolate bar by Mrs. T. Blondal and Mrs. O. B. Olsen; the home cooking by Mrs. Victor Jonasson, the fruit punch counter by Mrs. J. Snidal and Mrs. T. Stone; the candy counter by Mrs. C. Carswell and Mrs. H. Baldwin, and the white elephant booth by Mrs. Geo. Eby and Mrs. E. Stephenson. In the evening there will be an entertainment in the form of a bridal revue, featuring bridal gowns of different periods. This event is under the direction of Mrs. A. Blondal and Mrs. B. C. McAlpine. Messuboð Fyrsfa lúlerska kirkja. Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. -f -f -f Messur í Vatnabygðum: Sunnudaginn 22. nóv.— Foam Lake kl. 2.30 e. h.—ísl. Leslie, kl. 7.30 e. h.—ensk. B. T. Sigurdsson. -f -f -f Séra Valdimar J. Eylands flytur morgunbænir á ensku yfir Waírous, Sask. stöðina, 21. nóv. kl. 9.45. Utvarp á íslenzku frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg Sunnudaginn 22. nóv. kl. 7 e. h. frá CKY, Winnipeg Forspil. “Lofið Guð, lofið hann, hver sem kann”—Söngflokkur. Sálmur Nr. 9. Messuform og söngsvör. Pistillinn Róm. 13:11-14. Einsöngur—Alma Gíslason. Guðspjall, Matt. 21:1-9. Offur. a) “Vér trúum allir á einn Guð” Nr. 1, 1. b) “Ó, Drottinn ljós og lífið mitt” 519, 1. c) “Hve gott og fagurt”—589 1. vers. d) “Hér þá um Guðsson heyrði” 26. passíusálmur. Söngflokkurinn Prédikun—“Hver er maðurinn?” Jes. 9:6. “Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð” “Hátíð öllum hærri stund er sú.” Drottinleg blessan. Faðir vor. Eftirspil. Messur í Gimli presiakalli: Sunnudaginn 22. nóv.— Betel kl. 9.30 árd. Samtal fermingarungmenna, Gimli kirkju, kl. 11 árd. S. Ólafsson. -f -f -f Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 22. nóv.— Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Prestakall Norður Nýja íslands: 22. nóv.—Árborg, ensk messa kl. 2 e. h. 29. nóv.—Geysir, messa kl. 2 e. h.; Riverton, íslenzk messa kl. 8 e. h. Fermingarbörn í Árborg mæta á prestsheimilinu föstudaginn 20. nóv., kl. 4.30 e. h. B. A. Bjarnason. MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR EATON C?,m^ Fyrirtaks úrval af 3-stykkja KARLMANNS FÖTUM FYRIR $37.50 Skoðið þessa ágætu klæðn- aði úr úrvalsefni. Gerð þeirra inniheldur hina víð- þektu Simpson og Fair- bairns vefnaði, Crmobies, skozk tweeds, Harris tweeds og ensk worsteds. Nauðsynleg föt fyrir alla velklædda menn, sniðin og* saumuð samkvæmt EATON reglugerðum af frægum canadiskum klæðskerum. Falleg útlits og af nýj- ustu litum og gerð. AFBORGUNAR SKILMÁLAR VEITTIR Men’s Clothing Section, The Hargravc Shops for Men, Main Floor. ■'WivvmwTWYVTymyrmYivvTWyvmwvíWíyT; \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar/ XAWMAAAAAAAAAAAAAAAAAWAAAAAW' Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flestum tegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna lakmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásaml örðugleikum við flutninga, má því nær víst telja, að hörgull verði á vissum eldsneytistegundum í vetur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hættu með það, að verða eldsneytis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnist eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 — 23 812 KAUPIÐ ÁVALT LIMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARCYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.