Lögberg - 24.12.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.12.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 24. DESEMBER, 1942 Æfiminning Mrs. Gunnvör Hallson. Sælir eru hógværir, því þeir munu landið erfa. Sælir eru þeir, sem hungra og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunsamir, því að þeim mun miskunað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Matteus, 5:5-8. Þess hefir áður verið getið í Lögbergi, að föstudaginn 8. maí þessa árs dó hefðarkonan Gunnvör Baldvinsdóttir Hallsor. á heimili dóttur sinnar, frú Guðrúnar Gladu að Blaine í Washingtonríki, tæplega 92. ára að aldri. Gunnvör sál. var fædd í Málm ey í Skagafirði þann 23. júní 1850. Hún var dóttir þeirra hjóna Baldvins Jónssonar og Guðrúnar Björnsdóttur, sem sagt er að búið hafi góðu búi í Málmey, og voru þau hjón bæði af góðum norðlenskum ættum. Gunnvör átti einn bróð- ur Baldvin að nafni og eina systir Guðrúnu, eru þau bæðí dáin heima á íslandi. Gunnvör sál. ólst upp í for- eldrahúsum, en ung að aldri giftist hún Jóni Arngrímssyni, druknaði hann heima á íslandi eftir tæplega tveggja ára hjóna- band, þau át'tu saman eitt barn sem dó í æsku. Seinni maður Gunnvöru var Pétur Hallson, giftist hún hon- um árið 1879, bjuggu þau á ís- landi þar til árið 1883 að þau brugðu búi og fluttust til Vest- urheims, þau settust að í Hall- sons bygðinni, N. D. og bjuggu þar í 7 ár. Þá fluttu þau til Lundarbygðarinnar í Manitoba, Canada, og bjuggu þar í 24 ár. Árið 1914 brugðu þau búi í Lundarbygðinni og fluttu vest- ur á Kyrrahafsströnd, settust að í Blaine, Washington, og bjuggu þar sem eftir var æfinn- ar. Árið 1919 misti Gunnvör mann sinn, en eftir það dvaldi hún að mestu eða öllu leyti hjá börnum sínum í Blaine bæ. Gunnvöru og Pétri varð 6 barna auðið, einn dreng og 5 dætur, tvær dæturnar dóu í æsku en sonurinn og þrjár dæt- urnar lifa móður sína, eru þau Jóhanna, nú Mrs. Broun bú- sett í Nevada. Jóhann Pétur og Guðrún Gladu, bæði í Blaine, Wash. og Kristiana, nú Mrs. Oddson, búandi í Bellingham, Wash. Öll eru þau hin mSnn- vænlegustu, og mestu myndar- börn. Gunnvör lifði það að verða bæði amma og langamma, og lifa hana 7 barnabörn og 7 barnabarnabörn. Einnig lifir hana fóstursonur, Percy Missi- ean að nafni, giftur maður og býr í Bellingham, myndarmað- ur hinn mesti, hún gekk hon- um í móðurstað, mentaði hann og lét hann njóta hinna sömu gæða og sín eigin börn. Frú Gunnvör Hallson var myndarkona hin mesta, tíguleg að vallarsýn, tignarleg og prúð í allri framkomu, hún var hóg- vær í tali, með kristilegan og kærleiksríkan blæ í öllum til- svörum, hún þekkti ekkert vont í neinuum, en talaði vel um alla, og trúði því að Drottinn væri altaf að laða og leita mann- annabörn til betrunar og bless- unar, og að alt mundi snúast til blessunar um síðir. Hún kendi börnum sínum hin- ar guðdómlegu íslenzku bænir og brýndi fyrir þeim sannan guðsótta, hún lagði mikla á- herzlu á það að lifa rétt. Hún var, sem maður segir guðhrædd og guðelskandi kona. Hún var fjarska bókhneigð manneskja og las afar mikið énda stál minnug og víða heima, hún las gleraugnalaust þar til hún var níræð og að mestu leyti fram í andlátið, hún elsk- aði söng enda góð söngkona sjálf, hún var hagyrðingur góð- ur, og mun vera nokkuð af ljóðum til, sem hún orti, en alt er það andlegs efnis, hún var heittrúuð lútersk kona en las allar þær trúarbækur er hún gat fengið. Hún lagði sérstaka ástundun á það að kenna börn- um sínum bæði að lesa og skrifa íslenzku, því hún var ram ís- lenzk í anda. Hún átti marga góða og trúa vini, enda var hún mjög vel liðin manneskja. Nokkuð af hinum síðustu ár- um æfinnar, dvaldi Gunnvör að mestu leyti hjá tengdadóttur sinni Mrs. John Hallson í Blaine enda var Mrs. Hallson mjög góð hinni öldruðu tengdamóður sinni og þótti frú Gunnvöru sér- staklega vænt um tengdadóttir sína, en þegar kvöld hins langa æfidags nálgaðist þá óskaði Gunnvör sál. eftir að mega dvelja síðustu æfistundirnar hjá dóttur sinni Mrs. Guðrúnu Gladu, sem einnig býr í Blaine og heldur uppi heimili fyrir aldrað fólk, hefir Mrs. Gladu starfrækt það heimili í mörg ár upp á sínar eigin spítur og gjörir það með hinni mestu snild. Mun því hvergi heppi- legri dvalarstaður hér á strönd- inni fyrir hið aldraða íslenzka fólk en hjá Mrs. Gladu. Frú Gunnvör Baldvinsdóttir Hallson, er nú sæl í orðsins fylstu merkingu, því hún var hógvær og hefir þess vegna erft landið lifandá þar sem frelsarinn Jesús Kristur hefir búið þeim stað er hann elskar. Hún var hungruð og þyrst eftir því réttlæti, sem fæst fyr- ir trú á Krist, þess vegna hefir hún nú södd hinna mörgu líf- daga fengið svölun hjá lifandi Guði. Hún var miskunsöm við aðra, þess vegna hefir henni nú verið miskunað með hinu eilífa og himneska frelsi Guðsbarna. Hennar hjarta var hreint, vegna sannrar guðrækni og kristilegrar trúmensku, hún var því helguð guði sínum og hefir nú séð hann auglitis til aug- litis þar sem hún nú fagnar með herskörum hinnar eilífu tilveru heima hjá Guði. Gunnvör sál. var jarðsungin mánudaginn 11. maí 1942 frá Lútersku kirkjunni í Blaine, Wash. kl. 2 e. h. að viðstöddu fjölmenni. Sá sem þessar línur ritar talaði yfir líkbörum hinn- ar látnu og jós hana moldu. að- stoðaður af Rev. L. Stewart. Drottinn blessi hennar minn- ingu. G. P. J. Mrs. Guðbjörg Jónasson landnámskona. Dánarfregn hennar birtist í Lögbergi á síðastliðnum vetri: fáein minningarorð um hana birtast að þessu sinni — og eiga að verða samferða stuttri minn- ingargrein um son hennar Jónas Magnússon, bónda að Ósi við Riverton, Man. Guðbjörð Marteinsdóttir Jón- asson var fædd að Skriðustekk í Breiðdal, S.-Múlasýslu 15. sept. 1852. Foreldrak- hennar voru Marteinn Jónsson og Sigríður Einarsdóttir, var Einar móður- faðir Guðbjargar bóndi á Stóra- steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá, Gíslason, bróðir Þorvarðar Gísla sonar stórbónda á Höskulds- stöðum í Breiðdal, sem var mjög afkomendaríkur austur þar; þótt ekki kunni eg þær ættir að rekja; hygg þó að ,Cand Eiríkur Magnússon, M. A. í Cambridge og dr. Stefán Einarsson í Baltimore, munu af þeim ættlegg komnir vera. Meðal systkyna Guðbjargar, sem til fullorðins ára komust voru Guðmundur Marteinsson landnámsmaður að Garði í Fljótsbygð, í Nýja-Jslandi, Helga kona Einars Eiríkssonar fyrrum við Akra, N. Dak. og Kristín kona Björns Eiríkssonar bónda að Höskuldsstaðaseli í Breiðdal í S.-Múlasýslu. Þann 5. júní 1873, gekk hún að eiga Magnús Jónasson, frá Höskuldsstaðaseli, og reistu þau bú og bjuggu að Höskuldstaða- seli í 5 ár. Árið 1878 fluttu þau til Vesturheims og settust að í Nýja-lslandi. Magnús var son- ur Jónasar Magnússonar og Ing- veldar Þorvarðardóttur, voru þau því þremenningar að frænd- semi. — Er hingað kom fluttu þau fyrst að Nesi, siðar að Garði, en síðast að Skrúðsmýn; þá dvöldu þau í Winnipeg um hríð, en fluttu svo til Nýja- íslands á ný, og bjuggu á Greni- mörk frá 1882—1905. Þá námu þau land í hinni nýju Víðis- bygð, áttu þau þar heima til æfiloka. Höfðu þau tvisvar stofn að til landnáms í hinu vestræna fósturlandi. — Magnús dó 16. nóv. 1930; átti Guðbjörg eftir það heima hjá Þorsteini bónda Kristjánssyni og Sigríði Lárus- dóttur Sölvasonar konu hans, er var fósturdóttir Jónassons hjón- anna. Hjá þeim átti hún indæla elli, þar andaðist hún þann 28. janúar 1942, eftir stutta legu, fór útför hennar fram þann 31. janúar, var hún’lögð til hvíldar í Víðisgrafreit við hlið manns síns, er hún hafði svo dyggilega stutt, og staðið við hliðina á í 57 ár. Hún var jarðsungin af sóknarprestinum séra B. A. Bjarnasyni; — birtist dánarfregn hennar í Lögbergi stuttu síðar. Börn hjónanna á Grenimörk eru hér talin: Jónas, bóndi að Ósi, við ís- lendingafljót, kvæntur Stefaníu Bjarnfríði Lárusdóttir Björns- sonar, Jónas dó 16. nóv. 1942. Sigríður, dó barn að aldri. Mðrteinn, póstafgreiðslumað- ur, Árborg, Man., kvæntur Þor- björgu Finnbogadóttir Finnboga sonar. Jóhanna Guðrún, dó um tví- tugsaldur. Haraldur, dó ungbarn. Fósturdóttir þeirra er Sig- ríður kona Þorsteins bónda Kristjánssonar í Víðisbygð, fyrrnefnd. Guðbjörg var úr hópi frum- landnámsfólks íslendinga í Nýja-íslandi, eða svo má þaö telja, þótt ekki kæmu þau hjón- in hingað til lands, fyr en 1878; en þá voru nokkur eyktarmót í sögu landnámsins; brottflutn- ingur úr nýlendunni var þá í undirbúningi, vatnsflóð og sjúk- dómsstríð, óánægja með hið af- skekta hérað var ofarlega í hug- um margra — svo á árunum fyrir 1880, rétt um það leyti er þau Guðbjörg og Magnús komu, mun segja mega að héraðsbúar voru að ganga í gegnum sínar sárustu eldraunir. Munu þær og hafa hart að þeim gengið. Um sum hin fyrstu ár er þau dvöldu hér ríkti atvinnuleysi mikið, svo lítt var unnt fyrir karl- menn að fá atvinnu. Um mörg hin fyrri ár tíðkaðist það að konur og stúlkur úr lýlendunni leituðu til Winnipeg, stóð þeirn opin atvinna í vistum; þótt lítt væri hún launuð. Að sögn lezta fólks var það all-títt á þeim árum að fólk gekk alla leið til Winnipeg í atvinnuleit, yfir 80 mílna veg. — Um sum fyrri árin er þau dvöldu í Breiðuvík mun Guðbjörg hafa verið í hópi þeirra húsmæðra er þannig lögðu sitt ítrasta til, að greiða fram úr fátækt og vandræðum er flestir áttu við að stríða. Sýn- ir það ljóslega þann kjark og dug íslenzku landnámskvenn- mannanna, hverra stríð var, að öllu athuguðu, enn nú tilfinnan- legra en karlmannanna; sjaldan, ef nokkru sinni, í hinni löngu sögu íslenzku þjóðarinnar gekk fólk í gegnum slíka eldvígslu, sem á landnámsárunum fyrr — og síðar; þurfti mikið líkams- þrek og sálarstyrk til að þola þá raun, og standast það próf, er eldraunir þessara löngu liðnu tíma höfðu að færa. En Guðbjörg á Grenimörk hafði mikið og gott veganesti að vöggugjöf þegið; áræði til athafna, praktíska og hagvirka hönd, og hugarstyrk, er óx við að mæta þungum róðri lífsnis. Hún var kona gædd miklum og góðum hæfileikum, er voru af- farasælir en yfirlætislausir; festa ,í vilja og áformunarheil- steypt skap, samfara langsýnni greind og góðum skilningi, gerðu hana ógleimanlega ást- vinum hennar og öllum þeim er lærðu að þekkja hana. Þau hjón voru affarasælt og ágætt stuðningsfólk kristilegrar safnaðarstarfsemi; einnig á þess- um fyrstu löngu liðnu árum í Breiðavík, vann hún af mikilli dygð og áræði í kvennfélagi bygðar sinnar, þannig mun hún jafnan starfað hafa. Aldurhnig- in var hún, er kynning okkar hófst, — þá búsett í Víðisbygð, alt hið andlega bar hún mjög fyrir brjósti, og unni því af al- hug til æfiloka. Vert er og að geta þess, að um langá hríð stundaði hún ljósmóðurstörf, og þótti farast þau mjög vel úr hendi. — Voru þau, eins og öll öll ferðalög voru vegleysum háð, störf í þeirri líð, unnin undir erfiðum kringumstæðum, þegar og eini vegur til að ferðast á landi var sá að fara gangandi, eða þá eftir Winnipeg-vatni, er um lengri ferðir var að ræða. Guðbjörg lifir í minni eftir- skildra ástvina sinna, sem ein- huga og þróttlunduð kona hvað helzt sem að höndum bar, er var trú öllum þeim málefnupn er hún unnf og lét sig skifta, ávalt reiðubúin til að fórna sjálfri sér í þarfir þess er hún unni. Hún var kona mjög starf- söm og innrætti börnum sín- um • þá helgu skyldu að nota tímann vel. Hún var mjög fram- takssöm og úrræðagóð í fátækt og þröngum kjörum fyrri tíma. Virtist hún hafa nærri óbilandi starfsþol til hinztu æfistunda. Bókhneigð var hún, þótt lengst æfinnar gæfist lítil tækifæri til lesturs. Lærði hún að lesa ensk- ar bækur og hafði góð not af lestri þeirra, mun það hafa verið fremur fágætt meðal land- námskvenna. Fremur var hún sein til vina, en vinföst og trygg þar sem hún tók því. Mjög vai hún skemtin í samtali, fróð, og ánægja við hana að tala eina eða í fámenni, en væru margir samankomnir lagði hún fátt til mála. Dul og fáorð að eðlisfari, sagði hún þó jafnan hispurs- laust meiningu sína hver sem í hlut átti. Eins og kunnugt er voru börn Grenimerkurhjóna vel gefin og synir þeirra Jónas og Marteinn óvenjulega vel gefnir, gáfaðir og námfúsir. Ljúfasti draumur Guð bjargar var að hlynna að mennt- un þeirra, voru það henni bitur og sár vonbrigði að ástæður leyfðu það ekki; sýndi hún þar, sem í hvívetna, hin sönnu ein- kenni góðrar móður, er vill leggja alt í sölurnar til þess að greiða braut barna sinna, í þá átt, er hæfileikar þeirra stefndu til. Hún var hjartfólgin börn- um sínum, fósturdóttur, tengda- dætrum og vinum; mátti með sanni segja, að elli hennar var eins björt og ellin getur verið. Man eg eftir því hve fróðlegt var að eiga tal við hana; minn- ið var traust, skilgreining at- burða frá langri æfi hennar ljós og athugul; traustið á alföður lífsins grundvallað í bjartri trú er hafði verið ljós á vegum hennar. Geymi ’eg mynd af henni háaldraðri, mér í huga er seint mun firnast; hin fyrri er af henni frá þessum kynningar- árum, er hún, í hlýja aftan æfi- dags síns, naut sín svo vel á heimili fósturdóttur sinnar, og manns hennar, sat umkringd af efnilegum börnum þeirra, og var óþreytandi að fræða þau og segja þeim fagrar sögur úr heilagri ritningu, veitti þeim til- sögn í lestri íslenzks máls, og miðlaði þeim af svo mörgu fögru er hugur hennar bjó yfir. En unun í elli hennar, sem á und- angenginni æfi, var að gleðja aðra, og láta birta til á eðli- legan og affærasælan hátt, í hugum þeirra er urðu á leið hennar. Hin minningin um hana er frá efstu æfiárum hennar er hún, þá háöldruð gekk að borði drottins í síðasta sinn — er eg til man — ásamt ungum dætrum fósturdóttur sinnar; virtist mér dýrleg birta ljóma upp andlit hennar, innri fegurð lýsti sér í ásjónu hennar, sigrandi trú á gæzku og náð drottins er hafði verið henni Ijós á leið — og lýsti henni upp á sigurhæðir langr- ar æfi — og varpaði bjarma sínum inn á eilífðarlandið, er óðum nálgaðist. Um hana mátti með öllum sanni heimfæra hin fögru orð Steingríms Thorsteins- sonar skálds: “Fögur sál er ávalt ung, undir silfurhærum.” Guð blessi minningu hennar, hún lifir í þakklátu minni ást- vina hennar og vina. S. Ólafsson. Frú Anna Benedikts- dóttir, Sigtryg Dáin 26. nóv. 1942. Anna heitin var fædd 25. des. 1850 að Mosfelli í Svína- dal í Húnavatnssýslu. Foreldr- ar hennalr voru þau hiónin Benedikt Jónsson frá Steiná í Húnavatnssýslu og Kristín Kristjánsdóttir frá Stóradal í sömu sýslu, systir séra Bene- dikts Kristjánssonar á Grenj- aðarstað í S.-Þingeyjarsýslu. Hún giftist 1878 Sigtryggi Krist- jánssyni í Kasthvammi í S- þingeyjarsýslu. Þau fluttust frá íslandi árið 1907 og settust að í Blaine, Wash. Árið 1909 fluttu þau til Seattle í sama ríki, en 1927 til San Francisco, Calif. Þar dó Sigíryggur 8. maí 1936. Þau eignuðust 4 börn og 1 barnabarn, öll á lífi. Eru börn- in þessi: Regína, Benedikt, Ás- kell og Ragnar E. Ragnar og Regina, bæði gift. Var hin látna búin að vera við bilaða heilsu síðan í febr. 1940. Þá meiddi hún sig í ann- ari hendi í þvottavindu. Við þetta bættist svo vond gigt, sem olli henni mikilla þrauta. öðru hvoru til æfiloka. Fékk hún loks hvíld á þakklætisdag- inn þ. 26. nóv. kl. 3,40 e. h. Hún var þakklát þegar hún vissi að lausnarstundin nálg- aðist, hún skildi við þjáningar- laust skömmu eftir að hún hafði sagt við elstu börnin sín, sem hjá henni voru: “Nú verð- ur ekki biðin löng.” Undirrit- aður, sem framkvæmdi útfarar- athöfnina á íslenzku, fór að heimsækja hana, en þegar hann kom hafði hún hvatt hálfum tíma fyr. Hún var lögð til hvíldar i Cypress Lawn grafreitnum í San Francisco. Heimilisfang fjölskyldunnar er 570 Ramsell St. í borginni. Biður hún blöð- in á íslandi að birta dánar- fregnina. S. O. Thorlaksson Frá Hecla P. 0. Herra ritstjóri Einar P. Jónsson. Hér með læt eg fylgja þriggja stefa gátuna hans Finnboga Hjálmarssonar og ráðningu hennar, og bið þig að gera svo vel að gefa mér rúm í blaði þínu. Stefin eru svona. Vinnumaðurinn vildi fá, Verkalau sín bónda hjá. Sá eg fljúa fugla þrjá, förum út og veiðum þá. í alin legg eg andir tvær, álftin jöfn við fjórar þær, Titlingana tíu nær, tók eg fyrir alinin í gær. * » Af fuglakyni þessu þá, til þrjátíu álna reikna má. Þó vil eg ekki fleiri fá, en fuglar og álnir standist á. Ráðning. 14 álftir gera 28 álnir, og þa vantar 2 álnirnar og 16 fuglana. — 15 smáfuglar og 1 önd gerir 2 álnir — og þá eru komnir 30 fuglar og 30 álnir, eins og stend- ur í stefunum. Með vinsemd og virðing. Ingólfur Pálsson FARÞEGAR MEÐ SÍÐUSTU FERÐ GOÐAFOSS TIL NEW-VORK. Hr. Hafliði Magnússon, stú- dent, Hr. Jóhann Jakobsson, stúdent. Frk. Elinborg Thoraren- sen, stúdent. Frk. Soffía S. O. Axelsdóttir, stúdent. Hr. Garðar Þorsteinsson, verzlunarmaður. Hr. Agnar Bogascfn, stúdent. Hr. Einar Eyfells, stúdent. Hr. Grímur Thorberg, stúdent. Hr. Stefán Linnet, stúdent. Hr. Ingibergur Lövdal, stúdent. Hr. Halldór Laxdal. 'Vrvmvywmw»vctwm'vvvvv>yT''r'VTvyTVTWCTVX \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að 1 eita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar* '*A*AWAWMW.*MWA*A>VAAA*AM*.‘>M*MWy

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.