Lögberg - 21.01.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.01.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JANÚAR, 1943. V. Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feidsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. •f ♦ -t- Séra Valdimar J. Eylands, preslur Fyrsta Lúterska safn aðar í Winnipeg flytur stutt erindi við morgunguðsþjónustur sem sendar verða út yfir CBC útvarpskerfið, næstu viku 25.— 30. janúar. í sléltufylkjunum og Dakota heyrist þetta bezl frá stöðinni Watrous, Sask., 550 KCS. Tíminn er: 9,45 CDT eða 8,45 MST. ♦ ♦ ♦ ♦ Tuttugasta og fjórða ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi verður haldið í Winnipeg dagana 23., 24., og 25. febrúar n. k. Dagskrá þingsins verður birt síðar. Deildir víðs- vegar út um land ættu að taka sig til í tíma og kjósa fulltrúa á þetta þing. ♦ ♦ Dr. Ingimundson verður í Riverton þann 26. janúar. ■♦• > •♦• Bækur nýkomnar frá íslandi. Illgresi, ljóðmæli eftir Örn Arn- arson, 230 bls. í bandi $3,75 Stafsetninga-orðabók, Frey- steinn Gunnarsson, kennari, 133 bls. í bandi $2,25 Fáeinir smákveðlingar, Bólu- Hjálmars, með eiginhandar skrift skáldsins, ljósmynd- uð $1,95 Ljóð og lög II. 75 söngvar handa samkórum $2.00 Ljóð og lög III. 25 söngvar handa karlakórum $1,25 Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ♦ ♦ ♦ Þann 28. des. s. 1., voru gefin saman í hjónaband í borginni Portland í Oregon í Bandaríkj- unum Mr. Connie Cragan og Miss Helga Borgfjörð, hjúkrun- arkona. Hún er yngsta dóttir þeirra heiðurshjónanna Mr. og Mrs. Th. Borgfjörð, bygginga- meistara, sem nú dvelja í Ottawa. Mr. Cragan er frá Fergus Falls í Norður Dakota, af norskum ættum. Gullnáma af hugmyndum Fellur yður það, sem er nýtt, fallegt, og af ný- tízku gerð? Sé svo finn- ið auðlegð nýrra hug- mynda milli spjaldanna á EATON’S verðskrá. Lítið til dæmis á hús- gagna og gluggatjalda blaðsíðurnar, og sann- færist um hve þær greiða fyrir við val hús- muna í dagstofuna, þægi- legar breytingar, og einn eða tvo nýja hluti, eða gluggatjöld, sem fegra umhverfið. EATON’S verðskrá flyt- ur nákvæmar lýsingar af hinum ýmsu vörum, sem auka á þægindi, ásamt myndum, er sýna hverja vöru eins og hún er, ný litbrigði og margskonar verkasparnaður á heimil inu; nýjustu hugmændir í nýtízku; alt það, sem notadrýgst er í karl- mannafatnaði, og þús- undir annara hluta, er þú þarfnast. Verzlið gegnum EATON'S verðskrá. "Búðina milli spjaldanna" *T. EATON C«.™ WINNIPEG CANADA EATON'S Mr. Konnie Jóhannesson flug- skólastjóri, fór austur til Ottawa á sunnudagskvöldið var þeirra erinda, að reyna að fá því fram- gengt við sambandsstjórn, að koma á fót í Winnipeg “Glider’-- verksmiðju og “Glider”-skóla; er hann sakir sérþekkingar og framtaks, manna líklegastur til þess að hrinda þessu máli áleið- is. Mr. Jóhannesson ráðgerir að verða um tíu daga að heiman. * * * Mr. Oddur H. Oddson, bygg- ingarmeistari frá Chicago, kom til borgarinnar um síðustu helgi á leið norður til Lundar, þar sem hann venju samkvæmt dvel ur að vetrarlagi um tveggja mánaða skeið. ♦ ♦ ♦ í skránni yfir Islendinga í her þjónustu er birtist í síðasta Lög- bergi, var misritað í handriti nafn eins manns; þar stóð Einar Magnússon. en átti að vera Elmur A. Magnússon; en for- eldrar hans eru þau Mr. og Mrs. Ari G. Magnússon, 145 Evanson St. ♦ ♦ ♦ Samkvæt símskeyti til þeirra Mr. og Mrs. Víglundur Vigfús- son, 587 Langside St. hér í borg- inn, lézt þann 13. þ. m. að heim- ili sínu í Campbell River, B. C., bændaöldungurinn Svein- björn Loptson, fæddur árið 1861. Sveinbjörn heitinn vai ættaður frá Hlíðarenda í Flóka- dal í Borgarfirði hinum syðra. Hann lætur eftir sig ekkju, Steinunni Ásmundsdóttur frá Hurðarbaki í Borgarfirði; meðal barna þeirra er Ásmundur, fyrr- um fylkisþingmaður í Saskatc- hewan, búsettur í Bredenbury þar í fylkinu. ♦ ♦ ♦ í greininni um Dr. Sivertz með fyrirsögninni ‘Tslenzkur vísindamaður”, er sagt að for- eldrar hans, Christján Sivezt og kona hans eigi heima að 1278 Denman St. Londou, Ontario. í bréfi frá föður doktorsins, segir hann mér að þetta sé mis- skilningur, gömlu hjónin eiga heima að 1278 Deriman St. í Victoria, B. C., eiga þau fleiri syni en þennan, alla frábæri- lega vel gefna og hámentaða. Sig. Júl Jóhannesson. ♦ ♦ ♦ Fundarboð. Ársfundur þjóðræknisdeildar - innar “Isafold” verður haldinn 4. febr. n. k. í Parish Hall í Riverton, kl. 9 að kveldi. Á eftir starfsfundi fer fram stutt skemtiskrá, og svo veiting- ar á eftir eins og að undan- förnu. Allir velkomnir! Komið og skemmtið ykkur með okkur og talið við gamla kunningja á okkar “ástkæra yl- hýra máli”. Fjölmennið. ♦ ♦ ♦ Kosningar fulltrúanefndar íslenzkra Góðtemplara í Winni- peg, fara fram þann 8. febr. n. k. þessir meðlimir st. Heklu, nr. 33 og Skuld, nr. 34 eru í vali. Beck, J. Th. Bjarnason, Guðm. M. Eggertson, Ásbj. Eydal, S. Einarson, S. Gíslason, H. ísfeld, H. Jóhannson, Mrs. G. Magnússon, Mrs. Vala Magnússon, Mrs. Árný Skaftfeld, H. ♦ ♦ ♦ Frónsfundur, verður haldinn í Goodtemplarahúsinu á fimtu- dagskvöldið þann 21. þ. m., kl. 8. Forseti Fróns, Mr. J. J. Bild- fell, stýrir fundi. Mr. Finnur Johnson flytux erindi, frú Soffía Wathne, skemtir með upplestri, auk þess, sem forseti Fróns, sýnir myndir norðan af hjara heims; þá verður og skemt með píanóleik og söng. Látin er nýlega í Spanish Fork, Utah, Mrs. R. Runólfsson, ekkja séra Runólfs, sem þar gengdi um eitt skeið prestsem- bætti; hún var kona allmjög hnigin að aldri. ♦ ♦ ♦ Úivarpsmessa. Guðsþjónustu verður útvarp- að frá Sambandskirkjunni í Winnipeg n. k. sunnudagskvöld 24. þ. m. Séra Eyjólfur J. Melan, prestur Sambandssafnaðar í Nýja-íslandi messar. Söngflokk- urinn verður undir stjórn Pét- urs Magnús. Miss Lóa David- son syngur einsöng. Gunnar Erlendsson, spilar undir á orgel. Messuboð Fyrsia lúierska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. * * * Lúlerska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 24. janúar. Sunnudagaskólinn kl. 11 árd. Islenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Áæilaðar messur í Gimli-presiakalli: Áætlað er að messað verði í Víðinessöfnuði, við Húsavick, sunnudaginn 31. jan. kl. 2. e. h. Ársfundur safnaðarins að aflok- inni messugjörð. Fólk er vin- samlega beðið að sækia fund og messu. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 24. janúar, mess- ar séra H. Sigmar í Garðar kl 2. e. h. Á undan messu mætir séra Sigmar fermingarbörnun- um í kirkjunni á Garðar. Alli1: eru boðnir og velkomnir. Frjáls veröld Efiir Sir Norman Angell. Höf. hlaut Nóbelsverðlaun 1933. Þýtt úr “Free World” Jónbjörn Gíslason. I. Éftirfarandi umræðuefni er ekki haft í hámælum; þess er jafnvel tæplega getið meðai vandfýsinna og varkárra betri manna, hvorki frá hægri né vinstri. Það er þess vegna á- nægjulegt að sjá ritstjóra “Free World” taka þetta efni til með- ferðar. Þetta tímarit og• sá félagsskap- ur, sem að því stendur, eru málsvarar kröfunnar um nýj- ann heim fyrir frjálsa menn og óháða efnalega og stjórnarfars- lega, — en takið eftir, ekki fyrir okkar þjóð, eða neina aðra sér- staklega, heldur allar þjóðir — heims, er menn geta lifað í frjálsir andlega og efnalega og notið að jöfnu, ekki einungis ávaxta jarðarinnar, heldur jarð- arinnar sjálfrar; heim, sem ekki verður mældur út handa fáum einkaréttinda einstaklingum, sem hafa tekið hann eignar- námi og njóta aflsmunar sér til verndar, heldur þeim sem eru reiðubúnir að leggja fram krafta sína til allra nauðsyn- legra verka; í fáum orðum: heim sem allir hafa leyfi og tækifæri til að njóta. Á liðnum tíma hefir allmikið verið rætt um rétt hinna vinn- andi manna til náttúrugæða heimisins. Óteljandi hugsjóna- menn, umbótamenn, jafnaðar- menn og róttækir menn sér- staklega, hafa gjörst málsvarar og talsmenn olnbogabarnanna gegn yfirgangi auðvaldsins. Fyrir nokkrum árum varð ákveðin atvikakeðja þess vald- andi að hundruðum þúsunda MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR hinna ágætustu manna var þröngvað í hinar hræðilegustu kringumstæður, ekki eingöngu fátæktar og áþjánar, heldur voðalegustu pyntinga og líf • láts. Vitanlega á eg hér við örlög flóttamanna undan yfirráðum Nasista annarsvegar, og hegðun lýðræðisríkjanna gagnvart þeim hinsvegar, fjórum eða fimm ár- um fyrir stríðsbyrjun; það var harmleikur, sem nú virðist vera að fullu gleymdur. Eg minnist þessa nú vegna þess, að ef þær hugsjónir er vinstri menn héldu þá fram, eiga að ráða við mynd- un hins komandi friðar, mun sorgarleikur liðins tíma endur- takast og vonin um bættann og betri heim glatast með öllu. Ef við ekki nú þegar náum réttum tökum á þessu vanda- máli, sem væntanlegir atburðir munu gjöra sérlega mikilsvarð- andi innan skamms, er senni- legt að pólitískar ráðagjörðir lýðræðisríkjanna nái ekki fram að ganga, og vel má svo fara að ósigur á þeim vettvangi leiði af sér aðra, stærri og afdrifa- ríkari. Að stríðslokum munu margar miljónir manna og kvenna, hafa verið fluttar úr einu landi í annað eins og kvikfénaður; þeirra upprunalega heimili brunarústir einar og minnis- merki harmleika og þjáninga, er þetta sárþjáða fólk þráir um fram alt að gleyma. Frá fjárhagslegu sjónarmiði mundi því mjög torvelt að hverfa heim aftur; allar aðstæð - ur er áður gáfu lífsframfærslu yrðu gjörbreyttar; verksmiðjur vélamannsins horfnar; skjólstæð ingar unga lögfræðingsins farn- ir eða ef til vill dauðir; um- hverfið þar sem sölubúðin blómgaðist fyrrum, svo um- breytt að þar væri engin búð líkleg til að þrífast lengur. Því síður mundi þessu fólki hugn- ast að dvelja þar, sem þræla- sölum Nasista þóknaðist að kasta því af höndum sér. Það mundi um fram alt þrá að byrja nýtt líf, helzt í nýju landi; það mundi kjósa leiðina er margar gengnar Norðurálfukynslóðir hafa áður farið, til ungra og víðáttumikilla landa til að gleyma þar sorgum og þjáning- um liðins tíma. Það mun líta löngunarfullum augum til Bandaríkjanna og Kanada, til ónumdu svæðanna í Ástralíu og Nýja Sjálandi, Suður Afríku, Ródesíu, Kenya, einnig til Argentínu og annara ríkja í Suður-Ameríku. Það mun vissulega spyrja, hvort því sé ekki leyfilegt eins og forfeðrum þeirra að nema auð og ósnert lönd í veröld er það sjálft fórnaði öllu til að gjöra frjálsa og byggilega mann- legum verum. Hver1 verða svör lýðræðisstjórna þeirra sömu ríkja við þeim málaleitunum? Ef við, hinir enskumælandi lýðræðismenn, gjörum það ekki öllum lýðum ljóst nú þegar, að við höfum varpað fyrir borð þeim hugsjónum er fram til þessa hafa ráðið athöfnum okk- ar í þessum málum, þá hafa þessi fórnardýr Nasista ekki mikla framtíðarvon. Látum okkur eitt augnablik rifja upp kringumstæður þeirra FUNDARBOÐ Til Vestur-íslenzkra hluthafa í H.F. Eimskipafélagi íslands Útnefningarfundur verður haldinn að 910 Palerston Ave. föstudaginn 26. febrúar 1943, kl. 7,30 e. h.. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera 1 vali að kjósa um á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í Reykjavík í júní-mánuði næstkomandi, í stað Ár'na G. Eggertsson, K. C., sem þá verður búinn að útenda sitt eins árs kjörtímabil. x Winnipeg, 15. janúar 1943 Ásmundur P. Jóhannsson. Árni G. Eggertsor.. University of Manitoba Students’ Symphony Orchestra FINAL CONCERT Thursdiy, Jan. 28th - 8.30 p.m. - Walker Theatre Frank Thorolfson, Conductor Tickets 75c 50c 35c manna er óskuðu að flýja. og finna griðastað, á fyrstu árum ágangs og ofsóknar Nasista. Við sögðum við íbúa Þýzkalands og Austurríkis að loknu síðasta stríði árið 1918: “Kastið burtu hinum gömlu einræðis og of- beldisskoðunum ykkar og gróð- ursetjið lýðræðisfyrirkomulag í löndum ykkar.” Nokkur hluti þessara þjóða tók bendingu okk- ar og aðhyltist hinar vestrænu hugsjónir um stjórnarfar; af- leiðingin varð sú að einmitt þeir hinir sömu urðu fyrstu fórnardýr ógnaraldar Nasista. Það varð brátt ljóst að þessir ógæfusömu og ofsóttu menn voru reiðubúnir að flýja land sitt og leita hælis sem innflytj- endur í hinum nýja heimi, en þeirri lífsnauðsyn þeirra var tafarlaust svarað með ströngum skorðum gegn öllum slíkum að- skotagestum. Að vísu var höfð- ingleg hjálp og aðstoð veitt þess- um veslings flóttamönnum af fjölda einstaklinga, en hin opin- bera afstaða stjórnarvaldanna til þessara mála, gjörði þá vel- meintu hjálp og aðstoð fremur gagnlitla, enda var þörfin meiri en svo að henni yrði fyllilega svarað með einstaklings ölmusu- gjöfum, jafnvel þá engar tálm- anir hefðu verið lagðar á þá leið. Næstum daglega birtust hrylli legar frásögur um flóttamenn, er voru handsamaðir og fluttir til baka í píningaklefa Nasista af því vegabréf þeirra voru í ólagi. Menn og konur voru bund in í flutningsflugvélum, svo þau gætu ekki kastað sér út og stytt sér þannig aldur. Fúnum og lekum skipum hlöðnúm mæðr um og börnum þeirra, er flúðu frá Þýzkalandi, var vísað heim aftur. I einu tilfelli heppnaðist 900 flóttamönnum að taka skip á leigu og sigla á haf út, í þeirri von að finna einhvers staðar griðastað. Vikur og mánuði sigldu þeir um heimshöfin og leituðu; þeir komust til Kúba og Flórida, sneru þar við inn í Atlantshafið, fengu hvergi land- gönguleifi. Að síðustu bauðst þeim dvalarstaður í Bretlandi. Belgíu og Hollandi — aðeins um stundarsakir. Frh. / KAUPIÐ ÁVALT L IJ MB E 13 THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Húsráðendum til athugunar Eins og sakir sianda, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flesium íegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna takmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásamt örðugleikum við flutninga, má því nær víst lelja, að hörgull verði á vissum eldsneytistegundum í veiur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hættu með það, að verða eldsneytis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnist eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 —23 812 WARTIME NOTICE THE MANTTOBA COMMERCIAL COLLEGE, the originators of the Grade XI admittance standard, give notice that due to: L The increased demand for trained office help— 2. The lowering of minimum age limits and educational requirements by both govemment and private employers— 3. The sharp decline in the number of persons available for business training— they will, in the interests of Canada’s AU-Out War effort, waive their strict adherence to the Grade XI admitttance requirement until further notice, and will admit selected students with less than a Grade XI High School standing. NOTE—New classes will start each Monday. We suggest that you make your reservation now and begin your course as soon as possible in order to qualify for employment at an earlier date. THE MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE The Business College of Tomorrow — TODAY 300 ENDERTON BLDG., 334 Portage Ave. (4th door west of Eaton’s) Phone 26 565 Write or Telephonc for Our 1942 Prospectus

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.