Lögberg - 10.08.1944, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
, t
- 'nderers •*«***
^ For Better
Cot- **■ Dry Cleaning
and Laundry
PHONES 86 311
Seven Lines
1 rtll‘ ,-c aW°-
Service
Coi- and
Saiisfaction
57. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST, 1944
NÚMER 31
Símskeyti frá Utanríkisráðherra
Islands til Rœðismannsskrifstofunnar
Grettir Leo Johannson,
Consul of Iceland,
Winnipeg, Canada.
Mánudaginn 24. júlí var Dr. Richard Beck heiðursgestur hjá
ættingjum sínum í Reykjavík. Á þriðjudag var hann gestur
fyrrum sambekkinga sinna í Reykjavíkur Mentaskóla. Mið-
vikudaginn var hann heiðursgestur í samsæti er Austfyrðinga-
félagið og félag Austfirzkra kvenna stóðu fyrir í Oddfellowhúsinu
í Reykjavík, þar sem yfir 100 Austfyrðingar vóru mættir. Var
honum afhent að gjöf brjóst-líkneski af sér, gjört af frænda sínum
Ríkarði Jónssyni myndhöggvara. Fimtudaginn hélt hann ræðu
á Elliheimilinu í Reykajvík og flutti kveðjur frá Vesturheimi til
gamla fólksins. Um kvöldið var hann heiðursgestur hjá Góð-
templurum. Á föstudaginn afhenti hann eintöflu með áletrun frá
Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi, Sveini Björnssyni for-
seta Islands, með hlýjum trúnaðar kveðjum frá íslendingum í
Vesturheimi. Sveinn Björnsson forseti þakkaði gjöfina, og sagðist
vera sannfærður um, að gjöfin væri viðtekin með sama hlýleika
sem hún bæri með sér; hann kvaðst virða þjóðræknisanda Vestur-
íslendinga, þeirra heitu tilfinningar til gamla landsins. Um
kvöldið var hann heiðursgestur í embættislegu boði hjá utanríkis-
ráðherra Islands og frú Þór að heimili þeirra við tjörnina í Reykja-
vík. Sveinn Björnsson forseti og Björn Þórðarson forsætisráð-
herra sátu boðið ásamt mörgum vísinda- og mentamönnum og
Vestur-íslendingum. Eftirfylgjandi fluttu ræður : Björn Þórðar-
son forsætisráðherra, Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra, Dr. Sig-
urður Nordal, Prof. Ágúst H. Bjarnason, en heiðursgesturinn svar-
aði með snjallri óundibúinni ræðu þar sem Dr. Beck fór
lofsamlegum orðum um hina sögufrægu Islenzku gestrisni : sagði
ennfremur, að sér hefði hitnað um hjartað ekki einungis af því
að sjá sitt ástkæra föðurland eftir fjórtán ára fjærveru, heldur
og einning fyrir að eiga kost á því að sjá allar framfarir og kynn-
ast bjartsýnum og hlýjum tilfinningum gagnvart Vesturheimi og
gera verðmeiri þjóðræknisstarfsemina í Vesturheimi
Á laugardaginn hélt Árni G. Eylands forseti Þjóðræknis-
félags íslendinga heiðursgestinum veizlu að Þingvöllum. Á sunnu-
dag var hann gestur Dr. Sigurgeirs biskups Sigurðssonar eftir
að hafa flutt prédikun í Hallgrímssöfnuði við guðsþjónustu séra
Jakobs Jónssonar. Á sunnudagskvöldið eftir afar annríka viku,
meðal annars ferðir til Gullfoss og Geysis, ávarpaði Dr. Beck
íslenzku þjóðina yfir ríkisútvarpið, þakkaði alúðlegar viðtökur
og sagðist flytja með sér hlýjar kveðjur vestur um haf.
Á mánudaginn 31. júlí heimsótti hann Ttor Jensen að Lágafelli,
býli hans skamt frá Reykjavík, seinna um daginn í boði hjá
elzta syni Jensens, Ólafi Thors leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Fer
héðan í dag.
Vilhjálmur Þór, utanríkisráðherra.
STOFNUN
MINNINGARSJÓÐS
Vinir og dáendur John’s W.
Dafoe fyrrum aðalritstjóra dag-
blaðsins Winnipeg Free Press,
eins þess gagnmerkasta blaða-
manns, sem land þetta hefir alið,
hafa ákveðið að stofna minning-
arsjóð um þenna mikla mann,
er nefnast skuli J. W. Dafoe
Memorial Foundation. Sjóður
þessi skal vera undir umsjá
Manitobaháskólans, en fjárveit-
ingum úr honum, þegar þar að
kemur, skal varið í þágu alþjóða-
samvinnu, en slíkri hugsjón
helgaði Dr. Dafoe jafnan óskifta
starfskrafta sína.
Tilkynning um sjóðstofnun
þessa kom frá Hon. E. A. Mc-
Pherson, dómsforseta í háyfir-
rétti Manitobafylkis.
Mr. Dafoe var um langt skeið
kanzlari Manitobaháskólans, og
lét sér manna annast um mennta
mál fvlkisins.
LEITAR KOSNINGAR
í NEEPAWA
/
Senator John Haig lét þess
getið í efri málstofu sambands-
þingsins þann 3. þ.m., að víst
mætti telja, að Hon. John Brack-
en, leiðtogi hins svonefnda Pro-
gressive Conservative flokks,
myndi leita kosninga til sam-
bandsþings í Manitobakjördæmi,
með því að í því fylki hefði hann
séð sinn fífil fegurstan frá póli-
tísku sjónarmiði skoðað; ekki
nefndi Senator Haig neitt ákveð-
ið kjördæmi á nafn, þó pólitískir
jábræður Mr. Brecken’s telji lík-
legt, að hann bjóði sig fram í
Neepawa-Kjördæminu. Núver-
andi þingmaður þess kjördæmis
er F. D. Mackenzie, sem fylgir
Liberalflokknum að málum;
hvort hann leitar endurkosning-
ar er enn eigi vitað, þótt hitt sé
þegar víst, að C.C.F. hafi fram-
bjóðanda í kjöri, h.var helzt sem
Mr. Bracken kann að bera niður
vífurnar.
MÆT HJÓN EIGA
SILFURBRÚÐKAUP
Þann 23. júlí síðastliðinn, áttu
þau merkishjónin, Mr. og Mrs.
Kári Byron, silfurbrúðkaup, og
var þess atburðar minst í Lund-
ar Community Hall þá um dag-
inn, að viðstöddum geisilegum
mannfjölda, eða eitthvað um
700 manns að því er blaðinu
Winnipeg Free Press segist frá;
þau Mr. og Mrs. Byron voru
gefin saman í hjónaband að
Westfold, árið 1919.
Mr. Byron hefir mjög komið
við sögu opinberra mála í byggð-
arlagi sínu, og meðal annars
gegnt oddvitasýslan í Coldwell
héraði í fjórtán ár samfleytt, eða
frá 1930. D. J. Líndal, póst-
meistari, stýrði þessum virðu-
lega mannfagnaði, sem þótti í
hvívetna takast hið bezta. Þau
Mr. og Mrs. Byron eiga fjögur
mannvænleg börn: Harry, Siggi
og Lillian í heimahúsum, en
Steve í herþjónustu austan við
haf.
Menntafrömuður látinn
Dr. Guðmundur Finnbogason
Þann 17. júlí síðastliðinn, varð bráðkvaddur á Sauðárkróki, þar
sem hann var á ferð í fyrirlestra erindum, Dr. Guðmundur Finn-
bogason fyrrum landsbókavörður, og einn hinn glæsilegasti mennta-
frömuður íslenzku þjóðarinnar í samtíð vorri, mælskumaður,
glæsimenni, heimspekingur, og afar mikilvirkur rithöfundur. Dr.
Guðmundur var þingeyzkur að ætt, freklega 71 árs að aldri; hann
heimsótti einu sinni Islendinga vestan hafs. Dr. Guðmundur var
giftur Laufeyju Vilhjálmsdóttur, glæsilegri ágætiskonu, er lifir
mann sinn ásamt nokkrum börnum þeirra hjóna.
LÆKNANEMI t HERÞJÓNUSTU
P.O. Jóhann V. Johnson
Þessi glæsilegi ungi maður,
Jóhann V. Johnson, er sonur
þeirra merkishjónanna, Mr. og
Mrs. J. B. Johnson á Birkinesi
við Gimli; hann innritaðist í
Canadiska flugherinn 13. janúar
1943, en lauk með ágætiseinkunn
prófi sem Wireless Operator Air
Gunner að Paulson, Man., 19. maí
1944, og hefir nú bækistöð í
Nassou, Bahamas. Jóhann var
byrjaður á læknanámi við Mani-
toba háskólann, og heldur því
áfram að loknu stríði.
Tveir bræður Jóhanns voru í
flughernum, þeir Sgt. J. B.
Johnson, sem nú er talið víst að
farist hafi að afstaðinni loftárás,
25. júní 1943, og Sigmundur J.
Johnson, sem í apríl 1943, var
lleystur frá herþjónustu sakir las-
'leika.
\
Minni íslands
Þú háttvirta ísland, vort hjartkæra land,
Vér heilsum þér fagnandi í dag.
Að minnast þín, ættjörð, og yrkja’ um þig ljóð
Það eykur vorn þjóðræknis brag.
Hér íslenzki manngrúinn fagur og frjáls
Sér fylkir í anda þér hjá,
Og lútandi heyrir á heilagri stund
Þitt hjarta af fögnuði slá.
Þú eldþrungni hólmi, við heimskautið kait
Ert heimsfrægast land undir sól.
Með elfur og heiðjökla, fossa og fjöll
Og feðranna þjóðkunnu ból,
Þar geymdist vor auðlegð um aldanna fjöld,
Og ódauðleg smáþjóðar sál,
Sem barðist og sigraði, trúföst og traust
og talar sitt íslenzka mál.
Nú bjóða þér félagsskap frelsisins lönd
Og framtíðin brosir við þér.
Hinn voldugi Breti vill eiga þig að
Og annast, til virðingar sér.
Hann Jónatan veit hversu verðmæt þú ert,
Hann verndar þitt sjálfstæði og frið;
Sem ástríkur kærasti kyssti þig strax
Og kaus þér að standa við hlið.
Vér blessum þann dag þegar brotnaði vald,
Sem batt þig og deyddi til hálfs;
Því gleðst nú þinn lýður og guðirnir eins
Að getur þú upprisið frjáls.
Að morgni dags ljómar þitt frelsi og frægð
Og fyrnist þitt langvinna stríð.
Guð blessi þig, ísland, með velgengni og vernd,
Sem vari um eilífa tíð.
V. J, Gullormsson.
Kanada: Land og þjóð
l -4 1 U-
{
i
&......
I.
Landið reis frá alda öðli
upp úr víðum sæ,
slegið döggvum, roðið röðli,
reifað mjúkum snæ.
Fuglar sungu í laufi léttu,
laxar stukku í ám,
hagadýrin hlupu um sléttu
himni undir blám.
II.
Landið beið um ótal alda raðir
eftir hvíta mannsins hönd, —
þar til íslands sveinar sigurglaðir
sigldu að Vínlands fögru strönd.
III.
Við lýsistýru í lágum sal
var letrað nafnið hans:
Hins fyrsta, er eygði Furðuströnd —
hins fyrsta hvíta manns,
sem brast þó gæfu, að festa fót
á fjörum þessa lands.
En margur síðar kappa knör
í kjölfar risti hans.
Og eftir langra alda skeið
varð álfan mönnum kvik;
því nýbygð reis við háls og hlíð
og hraun og skógar vik.
Hver bjálkakofi, brautu fjær,
var bóndans skýli og vörn,
er fyrstur sáði í frjófga mold
og fyrstur gat þar börn.
Og borgir risu í bygð og vík,
og brautir girtu land.
Menn þráðu og sóttu frelsi og föng,
en fjáðu sérhvert band.
Frá öllum þjóðum þyrptist inn
hið þjáða en vaska lið.
Og stjórn var háð og haldið þing —
að hvítra manna sið.
En þó var fjarri, að frelsis eykt
að fullu væri náð;
því styrjöld, styrjöld — ytra og inst -
er ævi mannsins háð.
Svo þeir, er engan áttu hlut
hins illa í þjóðarhag,
á blóðgum velli hlið við hlið
samt hinsta kvöddu dag.
Og enn oss mæða örlög grimm,
og ógna myrkravöld.
Vér ljós í austri eygjum samt
með áheit þúsundföld.
Þó skipist margt við skarðan hlut,
og skift sé tunga og mál,
í afli sára og sorgarelds
er soðið þjóðar stál.
IV.
Þér lækir smáu, er myndið ótal ár
og elfarstrauma, er drekkur særinn blár,
og móður jörð fá megingjörðum vafið.
Svo er vort líf, vor unga hrausta þjóð;
hér allra landa streymir hjarta blóð—
og rennur loks í sama heildarhafið.
Þá rís þú, þjóð vor, voldug, fögur, frjáls,
Með festar engar bundnar þér um háls,
og strauma lífs, er stíflur engar halda.
Er alt hið bezta úr allra þjóða her
í öflgan meginstraum hér blandar sér,
þá hefjast frelsi og vit og heill til valda.
Gísli Jónsson.