Lögberg - 10.08.1944, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.08.1944, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. AGÚST, 1944 5 v lýðveldi þar sem draumar henn- ar eru þegar að r æ t a s t. Þar semvísindi og verkfræði hag nýta sér gjafir náttúrunnar, og fossar og ár skapa ljós sem lýsir skammdegið og yl sem eyðir vet rarnepjunni. Vermireitir hjúfra sig upp við hverana og blóm og aldini vaxa þar sem áður var auðn. Sléttir vegir tengja bygð- ir og bæi og bogar brúa breiðar ár. Þið horfið með henni til sjáfar og sjáið sökkhlaðin fiski- skip bera-að landi. Alstaðar vot- tar fyrir nýjum áhuga, aukinni samvinnu. Verkstæði opna nýja atvinnuvegi; ný þjóðar sambönd og vaxin viðskipti. Um leið og hún biður ykkur að samgleðjast sér, þakkar hún ykkur öllum þá trúfesti og trygð sem ætíð hefir verið henni auð- sýnd. Hún veit nú að börnin sem hurfu frá henni eru henni ekki glötuð, heldur á hún í þeim dýrmætan fjársjóð í fjarlægum löndum. Hún veit að hvar sem þau hafa aðsetur á meðal er- lendra þjóða, þar er hún vel kynnt. Hún veit að á öllum sviðum athafna, vísinda og lista hafa þau verið sjálfum sér og henni til hins mesta sóma. Hún er hljóð og hrygg og henni syíður í hjarta þegar hún hugsar til ykkar sem harma missir hjartfólginna ástvina í hinni ógurlegu frelsis baráttu sem nú er háð um heim allan. Hún biður góðan Guð að hugga ykkur og styrkja. I dag er fjallkonunni veittur sá heiður að leggja blómsveig á minnisvarða landnemanna sem fluttu til þessa góða lands, og sem með dugnaði og framtaks- semi ruddu sér braut, sjálfum sér, ættingjum sínum og Islandi til sæmdar og virðingar. Guð blessi minningu þeirra ! Sofía Wathne. Gleymdur Lauslega pýtt úr “Free Press” af Jónbirni Gíslasyni Það er vandalaust á eins dags göngutúr um borgina Wash- ington, að rekast á dýrðlegar myndastyttur og einföld minn- ismerki, eftir alla þá menn sem einhverja sögu hafa átt. Nokkur slík nöfn eru allvel kunn hér í Canada. Við munum Huey Long, Sam Gompers og Cardinal Gibson. Aftur á móti eru minningarnar ógleggri um General Jackson, Sherman, Paul Jones og fleiri. Ýmsir aðrir eru aðeins innantóm nöfn og ekkert meira. Þótt leitað sé með logandi ljósi um borgina þvera og endi- langa, er ekki unt að finna nokk- urn skapaðan hlut, er minni á stórmennið er markaði svo djúp og afdrifarík spor í sjálfstæðis- sögu Bandaríkjanna og átti mik- ilvægann þátt í straumhvörfum Amerískra stjórnmála. Sá moð- ur var Thomas Paine, einn hinn undraverðasti maður sem uppi hefir verið. Fræðimenn álíta vafasamt hvort Bandaríki Ameríku hefðu nokkurntíma orðið sjálfstæð án frægur til yztu endimarka þrett- án nýlenda. Hinn innblásni bæklingur h a n s “Common Sense,” var heópið er vakti þjóð- ina í sjálfstæðismálinu og blés henni eldlegum áhuga í brjóst. Hann gjörðiist byltingamaður. Rit hans “Common Sense” var prentað mörgum sinnum á fám vikum; hundruðum þúsunda ein- taka var dreift um landið þvert og endilangt. Áður en þetta gjörðist stefndu vonir og kröfur landsmanna aðeins að einföld- ustu kjarabótum. Nú var algjör bylting talin sjálfsögð og eini vegurinn til viðunandi sjálf- stæðis. Thómas Paine innritaðist í her byltingamanna jafnskjótt og hjólið á vígvellinum virtist snú- ast öndvert við óskir og hags- muni landsmanna, var það hann er vakti þá til nýrra dáða og afreka, með nýju flugriti er hann nefndi “The American Crisis,” og byrjaði á þessa leið: “Tímabil lík þessu eru til þess að prófa til hins ýtrasta and- legt þor og karlmensku hvers einasta einstaklings. En því miður munu lukkuriddar- arnir er búast við samfeldri sumarblíðu og sólaryl, bregð- ast hinni heilögu drengskap- ar skyldu við land sitt og þjóð á þéssari reynzlustund.” Að byltingunni afstaðinni fór hann til Englands og hafði þar sýningu á marklegri uppgötvun eftir sjálfan sig. Þar ritaði hann sína frægustu bók: “The Rights of Man,” og var dæmdur útlagi að launum. Hann flúði til Frakklands; þar var honum tek- ið forkunnar vel og kosinn til þingsetu, en fyrir tilraunir hans til að frelsa líf Ludviks konungs, var honum varpað í fangelsi og slapp hann nauðuglega við högg- stokkinn. 1 fangelsinu ritaði hann “The Age of Reason,” mildar aðfinslur gegn trúarskýringum kirkjunn- ar; þar fyrir var hann brenni- merktur sem trúleysingi, en því fór fjarri að svo væri. Þegar hann andaðist í New Rochelle, N.Y., árið 1809, létti ýmsum grönnum hans fyrir brjósti. Tíu árum síðar flutti William Corbett, hans síðustu jarðnesku leifar til Englands, en var neitað um greftrun; var því öskunni dreift út yfir landsbygðina. Til eru skrásett, móðgandi hrósyrði um Thomas Paine, eftir Washington, Jefferson, Fr^ink- lín og Randolph. Hann var í sannleika hinn fyrsti og merkasti alheimsborg- ari. Það var hann er mælti þessi frægu orð: “Mitt föður- land er þar sem frelsið er út- lægt.” Nú hefir Ameríka gjör- samlega gleymt honum. Enginn minnismerkjafræðing- ur í Washington þekkir nafn hans. Þeir vita glögg skil allra merkismanna fyr og síðar, en nafnið Thomas Paine er þeim algjör nýung. Þeir minntust ekki að hafa verið spurðir um hann fyr. “Hvað gjörði hann?” spurðu þeir. “Frá hverjum hluta landsins var hann?” Þeir rann- strikað út úr sögu landsins; en jafnvel þó söguritararnir kann- ist ekki við hann, og minnis- merkja verðirnir klóri sér ' bak við eyrað, fullir efasemda, mun andi hans lifa. Þegar mikils þykir við þurfa, seilast ritstjórar og stjórnmála- menn, ósjálfrátt til orða hans og hugmynda, og gjöra þau að sín- um. Setningar úr “The Amer- ican Crisis” læðast inn i rit- stjórnargreinar og pólitískar ræður, í því skyni að vekja á- huga fjöldans, á sama hátt og þær fyltu hermennina frá Wash- ington eldmóði árið 1777. Ekkert minnismerki er til yfir Thomas Paine, manninn sem stóð í fylkingarbrjósti gegn höfuðvígi harðstjórrar og aftur- halds, en einhverstaðar norður í Atlandshafi er smásnekkja í fylgd með stórum skipaflota: hún klýfur djarflega hinar soll- nu úthafsöldur, h 1 a ð i n mat- vælum, klæðnaði, vopnum og flugvélaþörfum, fyrir frelsis- stríð mannkynsins gegn kúgun og harðstjórn á meginlandi norð- urálfunnar. Henni er valið sama hlutverk og Thomas Paine kaus sjálfum sér í lifanda lífi. Nafn snekkjunnar er — Tho- mas Paine. Björn Sigurðsson Minnnigarorð Hinn 28. Apríl s.l. andaðist á sjúkrahúsinu í Eriksdale, Man., Björn Sigurðsson. Hann var fæddur 4. sept., 1868, að Setbergi í Fellum, Norður-Múlasýslu á Islandi. Foreldrar haijs voru Sigurður Björnsson, frá Borg í Skriðdal í Suður-Mlúsaýslu, og Guðfinna Oddsdóttir ættuð úr Fljótsdalshéraði. Föðurbróðir Björns var Jón Björnsson er lengi bjó á Grund í Fljótsbygð. Björn fluttist til Nýja íslands. Þar giftist hann árið 1891 á ný- ársdag, Jóhönnu Antoníusardótt- ur. Hún var ekkja og átti tvær dætur af fyrra hjónabandi. Mar- gréti (Mrs. G. W. Goodall) og Ingveldi (Mrs. E. A. Goodrich); eru þær búsettar í Winnipeg. En börn Björns heitins og Jóhönnu eru þessi: Elis á heima í Glen- boro, giftur Sigrúnu dóttur Kris- tjáns Jónssonar frá Argylebygð. Jónas; Jóhannes á Oak Point, giftur Annie Zeke; Björn, er heima á í Kansas City, kvæntur þarlendri konu; Sigþóra, ekkja eftir G. J. Vallis, á heima í Win- nipeg; Anna, gift Jónatan John- son frá Markland, Man, eiga heima vestur við haf; og Anton- íus, sem er dáinn fyrir nokkrum árum. Fóstursonur Jóhönnu er Eiríkur Thorsteinson. Björn heitinn og Jóhanna kona hans bjuggu í 12 ár við Riverton, og fluttust síðan, árið 1903 til Grunnavatnsbygðar og bjuggu þar til ársins 1926. Þaðan flutt- ust þau til Oak Point og hafa búið þar lengst af síðan. Hið síðasta ár hafa þau verið hjá börnum sínum, enda var heilsa Björns þá farin að bila og lést hann eins og fyr segjir 28. Apríl. Fjölmenn kveðju athöfn var haldin að Oak Point. Hann var jarðaður í grafreit Riverton bæjar 1. maí s.l., sá er þetta ritar flutti kveðjuorð við gröf hans, en viðstaddir voru margir vinir og vandamenn hans. Björn heitinn Sigurðsson var nýtur og dugandi maður, sem vann trúlega dagsverk sitt, sem var orðið langt og erfitt. Lengst af stundaði hann bæði fiskiveiðar og landbúskap og farnaðist vel, því að hann var framúrskarandi góður starfs- maður. Hann var góðmenni í framkomu og hugsun, vandaður til orða og verka, og ungur í anda, þótt árin færðust yfir hann, og gleðimaður. Þau hjón- in voru mjög gestrisin og vinsæl af nágrönnum sínum. Er þau höfðu verið 50 ár í hjónabandi, héldu vinir þeirra þeim veglegt samsæti í samkomuhúsinu að Oak Point. Kom þar skýrt í ljós hversu djúp ítök þau áttu í hugum fjölda samferða manna, er um langa samleið höfðu reynt drengskap þeirra og manndóm. Þeirri samleið er nú lokið, hinn aldni starfsmaður hefir horfið til hvíldarinnar og staður hans auður, en orðstýr deyr aldrei hveim sér góðan getur. E. J. Melan. DÁNARFREGN Sigurlaug Einarson, vistkona á Betel, andaðist þar laugardag- inn 29. júlí síðdegis, eftir nokk- urra vikna legu. Hún var fædd að Blöndubakka í Refasveit í Hunavatnssýslu, þann 9. júní, 1885. Hún ólst upp með for- eldrum sínum þar, en síðan að Efrilækjardal í sömu sýslu. Hún var ein af eldri börnum foreldra sinna er voru 8 að tölu. Foreld- rar hennar voru Björn Einars- son og Hólmfríður Guðmunds- dóttir; munu þau bæði hafa ver- ættuð úr Húnavatnssýslu. Sig- urlaug mun jafnan hafa verið í vinnukonu stöðu á Islandi. Hún kom til Canada um aldamótin, með Þorleifi Sveinssyni og Guð- rúnu konu hans, er námu land í Víðisbygð í Manitoba. Er. ’stusdir liðu bygði hún lítið hús á landareign þeirra. Vann hún hjá þeim og öðrum þar í bygð árum saman; var hún mjög dug- andi til allra verka, og kunni ekki að hlífa sér. Sumar systur hennar fluttu hingað til lands, ein þeirra var Ragnhgiður kona Ólafs Johnson, landnámsmanns í Árborg. Hún misti mann sinn frá öllum börnum þeirra á bern- sku aldri. Þá tók Sigurlaug einn son systur sinnar, Óla Ragnar að nafni, til fósturs og ól hann upp til 16 ára aldurs. Festi hún við hann órofa trygð. Eftir því sem henni var unnt tók hún þátt í kjörum Ragn- heiðar systuir sinnar í þungri baráttu hennar. Um 1923, er Sigurlaugu var tekin að förlast sjón var hús hennar flutt frá Víðir, í grend við hús systur hennar í Árborg; naut hún þar aðstoðar systur sinnar á margan hátt, hin efri ár,—og síðar dæ*tra hennar. I marz 1935 varð Sig- urlaug vistkona á Betel. Var hún þá orðin alblind. Unni hún þar vel hag sínum um þessi hjá- liðnu ár, og eignaðist þar marga vini. — Sigurlaug var k o n a mjög vinnugefin, og kappsfull til af- kasta, enda alin upp í hörðum skóla, eins og þá átti sér stað á Islandi. Hún var vel greind og átti góða athyglisgáfu; vonum framar fylgdist hún með því sem var að gerast. Áberandi ein- kenni hennar var mikil skap- trygð, óvenjuleg þrá til að vera sjálfstæð—og leita sem minst til annara,- * hversu sem að henni þrengdi. — Trúhneigð, og trúar- þörf hennar var mikil, trúarlíf hennar óvenjulega máttugt; bænin var henni yndisleg iðja. Einvera og erfiði torsóttrar æfi, veittu sálu h e n n a r mikinn þroska. Þótt árum saman væri hún í myrkri—var þó að jafn- aði bjart um hugarheim hennar; áþreifanleg vissa um nálægð Guðs, óbilandi kjarkur, stórbrot- in og hrein lund gerði hana sér- stæða og ógleymanlega. Útför hennar fór fram á Betel, þann 31. júlí, að viðstöddu heimilis- fólki og systrabörnum hennar, er komu til að vera viðstödd út- för frænku sinnar. Útförin fór fram frá Betel, 31. júlí. hans fulltingis og liðveizlu. Árið 1775, var hann lítt kunn- ur blaðaritstjóri í Philadelphia; í lok þess sama árs var hann sökuðu allar leiðsögubækur o; nafnaskrár, en engar upplýsing ar um Thomas Paine. Nafn hans er gjörsamleg V erum samtáka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þœr nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITED Á mynd þessari sjást hermenn sameinuðu þjóðanna á sigur- för frá Aquino. Brú yfir Helfa ána hafði verið sprengd upp, og urðu hermennirnir því að vaða yfir. S. Ólafsson. Ættarlandið Þó að fjarri feðra bygð forlög stýri sporum, altaf lifir ættlands trygð inst í hjörtum vorum. Alt sem blessar land og lýð léttir hug og kætir. Ættlands sorg og ættlands stríð eins vor hjörtu grætir. Þú hefir enn, mitt ættarland, auðnu veginn gengið. Skríl né auðmakt yfirráð ekki í hendur fengið. Þegar hervöld heiftar-blind heiminn reyra böndum, þú ert frelsis fyrirmynd flestum stærri löndum. Alla farsæld framtíð þín færir í skauti sínu. Standi ætíð, ættjörð mín efst á merki þínu. Enginn böðull; enginn þræll.— afl í hönd og túngu : Þá mun hljóma, sigursæll söngur hinna úngu. Gott er að eiga ættarbönd; ítök mörg og fögur, þar sem fyr um fjörð og strönd frægar gjörðust sögur. Þar sem ætið lýsti lýð ljóð og fræða andi; þar sem frægðin fyr á tíð frelsið bar af strandi. Færum íslands fána á stöng, fylgjum morgunroða— Skeytum ei þeim aftansöng er uglur kvöldsins boða. Enn er bjart um vötn og völl; von og þrá í barmi. Ennþá gyllir Islands fjöll Árdags frægðar-bjarmi. —Kristján Pálsson. gerða torfengnir — og ný áhöld komin í stríð. Gætið að halda símþræði óflæktum flækjur skemma vírinn. Haldið börnum frá símanum; þau geta í gamni skemt hann, eða tekið áhaldið af króknum; setjið ekki taláhaldið harkalega niður; slíkt getur skemt hina viðkvæmu, innri samsetningu. Beitið samvinnu um gagnskiptilínuna; gætið þeirrar gullnu reglu, að aðrir njóti sömu þæginda og þér æskið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.