Lögberg - 07.09.1944, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1944
Brezkir hermenn við loftvarnabyssu á vígstöðvunum
1 Kína.
Leyniherinn franski
Grein þessi, sem er eftir
AncLré Girand og hér þýdd úr
tímaritinu Reader’s Digest,
fjallar um leyniherinn
franska, sem hefir getið sér
mikinn orðstír og líklegt er
að komi mjög við sögu inn-
rásar bandamanna í Frakk-
land. André Girard hefir sjálf-
ur tekið þátt í starfi leyni-
hersins og þekkir því vel til
mála þeirra, sem hann gerir
að umrœðuefni.
Athugasemd.
Grein þessi er skrifuð nokkr
um mánuðum fyrir innrásina
á Frakkland. Þessar síðustu
vikur hefur komið í Ijós hve
mikilvœgan þátt leyniherinn
á í sigrum bandamanna á
Frakklandi. Ritstj.
Þegar hinar amerísku og
brezku hersveitir brjótast gegn-
um virki Hitlers á Frakklandi,
mun þýzki herinn í sama mund
verða fyrir árásum leynilega
franska hersins. Þótt her þes^i
hafi enn hljótt um sig, telur
hann milljón franskra ættjarðar
vina, sem eru reiðubúnir til þess
að hefjast handa um hernaðar-
aðgerðir, hvenær sem er.
Eg þekki franska leyniherinn
af eigin raun, því að eg gerðist
einn af skipuleggurum hans og
liðsforingjum þegar eftir vopna-
hléið 1940. Því fer alls fjarri, að
hin almenna skoðun um það, að
her þessi sé einvörðungu skip-
aður dreifðum skemmdaverka-
mönnum og leyniskyttum, hafi
við rök að styðjast. Hér er um
raunverulegan her að ræða, sem
telur innan vébanda sinna þjálf-
'aða hermenn og skemmda-
verkamenn og njósnara í hópi
óbreyttra borgara. Her þessi
hefir ítök um gervallt landið,
og hann er skipaður mönnum
allra stétta og allra stjórnmála-
flokka.
Skipulagning hers þessa
hófst, þegar þúsundir borgara
og fyrrverandi hermanna lögðu
leiðir sínar í suðurátt eftir þjóð-
vegum Frakklands og hörfuðu
undan hinum þýzku hersveit-
um, er gerðu innrás í landið.
Meðlimir fjölmargra fjölskyldna
urðu viðskila hver við annan.
Það var algengt, að blöðin birtu
auglýsingar, þar sem fólk aug-
lýsti eftir ástvinum, sem það
hafði farið á mis við. “Áríðandi.
Ef þér hafið séð bróður minn,
Charles Pettigny, sem var á leið
inn til Chartres, þegar síðast
fréttist til hans, þá gerið svo vel
og senda bréf með upplýsingum
í pósthólf —.” Auglýsingar sem
þessi voru algengar.
Skipuleggjarar leynihersins
svöruðu auglýsingum sem þess-
ari eitthvað á þessa lund: “Þér
eruð harmi sleginn og heimilis-
laus. En styrjöldin heldur á-
fram. Hefjizt handa og berjist
fyrir málstað Frakklands. Tak-
ið afrit af þessu bréfi og sendið
það þrem vinum yðar. Gerizt
hlekkur í keðju þeirri, sem mun
brjóta hlekki okkar!
Leyniherinn jókst fljótt
fylgi og vinsældir. Skipuleggj-
ararnir fylktu saman vinum sín
um, skýrðu hugmyndina fyrir
þeim og vöruðu þá við hætt-
unni. Og við hvern þeirra um
sig báru þeir fram sömu spurn-
inguna: “Eigið þér vin, sem þér
getið treyst? Sé svo, þá talið
við hann og fáið hann til þess
að ganga í lið með okkur.”
Áhrifamenn franska hersins
veittu leynihernum margvís-
lega aðstoð. Samkvæmt vopna-
hlésskilmálunum átti að láta
Þjóðverjum öll þau hergögn í
té, sem Frakkar réðu yfir, en
raunverulega voru smálestir af
skotfærum fluttar brott með
leynd og faldar. Fjárupphæð, er
nam milljón frönkum, var og
komið undan. Leyniherinn
komst einnig yfir mikið af plöt-
um með símasamtölum þýzkra
áhrifamanna og franskra föður-
landssvikara. Þeim var komið
fyrir á óhultum stað, og þær
munu koma að miklum notum,
þegar franskir föðurlandssvik-
arar verða sóttir til saka að unn-
um sigri bandamanna.
Leyniherinn hefir búizt um
í vígum uppi v fjöllum Frakk-
lands, er nefnast Places d’Arm-
es. Þar hefir verið fyrir komið
vélbyssum og fallbyssum, og
varnarskilyrðin eru það góð, að
einn maður getur varizt fjöl-
mennri óvinahersveit. Þar er
það Frakkland, sem aldrei hefir
verið sigrað.
í fyrstu var lögð meginá-
herzla á það að skipuleggja sem
herzla á það að skipuleggja sem
bezt hefndarráðstafanir gegn
Þjóðverjum. Frakkar höfðu
gert helzt til mikið að því að
myrða nazista, sem máttu sín
lítils. Stúlka af tignum ættum
sat til dæmis fyrir sex Þjóð-
verjum í herbergi sínu og réð
þeim öllum bana vegna þess að
unnusti hennar hafði fallið fyr-
ir vopnum innrásarhersins.
Maður nokkur, sem hafði átt
átta ára gamla dóttur, er dó á
flóttanum undan innrásarhern-
um, lagði það í vana sinn að
fara út sérhverja nótt og drepa
nazista. Honum hafði tekizt að
fella fimmtán þeirra áður en
hann var handtekinn og tekinn
af lífi. Bóndi nokkur gróf í ald-
ingarði sínum átta Þjóðverja,
sem hann hafði ráðið bana vegna
þess, að dóttir hans hafði verið
myrt. Hundruð Þjóðverja voru
drepnir, en hundruð Frakka
voru drepnir í hefndarskyni.
Leyniherinn vildi koma í veg
fyrir það, að þessar hefndarráð-
stafanir gegn einstaklingum
héldu áfram, vegna þess að þær
hlutu að reynast til óheilla, þeg-
verulegar og áhrifaríkar hern-
ar að því kæmi að hefja raun-
aðaraðgerðir. “Þetta er bara ein
föld bókfærsla,” sagði ofursti
nokkur við yfirmenn leynihers-
ins. “Ef Þjóðverjar drepa einn
eða fleiri Frakka fyrir hvern
Þjóðverja, þá hljótum við að
tapa á þessu. Við höfum ekki
efni á slíku. Við verðum að láta
allt borga sig.”
Þegar í öndverðu gerðu skipu-
leggjarar franska leynihersins
járnbrautarstöðina í París að
aðalbækistöð sinni. Þeir unnu
verk sín í vögnunum, þegar
lestirnar komu og fóru. En svo
kom að því, að Þjóðverjarnir
uppgötvuðu þetta, svo að skipu-
leggjararnir urðu að velja sér
nýjan samastað. Samblásturs-
mennirnir ferðuðust um gervallt
landið. Skýrslur voru skráðar a
ræmur af þunnum pappír. Þar
var skráð nafn hvers nýliða,
starf hans og annað slíkt, sem
máli skipti, þess getið, hvort
hann ætti bifhjól, svo og það,
hvaða starf hann myndi vera
bezt fallinn til að takast á hend-
ur: skemmdaverk, flutninga
eða foringjastarf. Skriffinnska
þessi var gerð af bankamönn-
um, er unnu að næturlagi.
Leyniherinn kom sér upp
flokki manna í hverju byggðar-
lagi Frakklands. Skýrslur voru
gerðar, þar sem greint var frá
öllum járnbrautarjarðgöngum,
öllum þeim stöðum, þar sem
járnbrautarlestir yrðu að hægja
ferðina, öllum verksmiðjum, bif-
reiðarstöðvum og skipasmíða-
stöðvum. Leyniblöðin voru fyrst
fjölrituð, en síðar voru þau
prentuð. Þau voru prentuð uppi
á hanabjálkum eða niðri í kjöll-
urum einkum að næturlagi, og
enda þótt útgáfa þeirra væri
miklum erfiðleikum háð, voru
þau næsta þýðingarmikil, því
að þau gerðu yfirmönnum leyni
hersins unnt að koma skoðun-
um sínum á framfæri við þjóð-
ina og láta henni nauðsynlegar
upplýsingar í té. Nú munu leyni
blöðin á Frakklandi vera að
minnsta kosti fjörutíu að tölu,
og þau hafa náð mikilli út-
breiðslu.
Leyniherinn sendi full-
trúa sína um gervallt landið
til þess að hlusta á mál fólksins,
hrekja áróður Þjóðverja og ráða
nýja menn í þjónustu hans. Það
varð að þjálfa þær þúsundir
manna, sem gengu leynihernum
á hönd. Sérstakir menn, sem
annast skyldu þann starfa, voru
sendir heim til þeirra. Menn
þeir voru mestmegnis fyrrver-
andi málaflutningsmenn, skóla-
kennarar og hermenn. Þeir ferð-
uðust einkum að næturlagi og
mestmegnis fótgangandi til þess
að komast hjá vörðum þeim,
sem Þjóðverjar hafa á öllum
vegum.
Menn þessir höfðu námskeið
með tveim mönnum í senn.
Mesta áherzlu lögðu þeir á það,
hversu vinna skyldi hverskonar
skemmdaverk. Einnig kenndu
þeir hvers konar vopnaburð,
sem ástæða var til að ætla að
koma kynni hlutaðeigendum að
notum.
Leyniherinn franski er geró-
líkur öllum öðrum herjum
heimsins. — Hann nýtur for-
ustu mikilhæfra manna, sem
margir hverjir voru áður fyrr
herforingjar í her Frakka. Her-
foringjaráð hans hefir sér til að-
stoðar tuttugu héraðaráð, en yf-
irstjórn þeirra hvers um sig er
í höndum liðsforingja, sem
dveljast aldrei lengur en átta
til tíu daga á hverjum stað í
það og það skiptið. Tíu stundum
áður en einhver þessara liðsfor-
ingja kemur í heimsókn til ein-
hvers staðar, sendir hann full-
trúa sinn á undan sér til þess að
sannfærast um, að engin hætta
sé á ferðum. Leyniherinn þarf
ekki að kvarta yfir því, að
franska þjóðin veiti honum
ekki hverja þá aðstoð, er hún
má, þótt það sé raunar dauða-
sök samkvæmt þeim lögum,
sem Þjóðverjar og handbendi
þeirra hafa á komið.
Hinir raunverulegu hermenn
eru ungir menn og hraustir,
flestir þeirra innan við
fertugt. Starf þeirra krefst
taugastyrks og viljafestu. Þetta
eru menn, sem láta sér hvorki
bregða viS sár né bana.
Skemmdaverkamennirnir eru
hins vegar oft aldraðir menn,
konur og unglingar. Starf þeirra
er mjög mikilvægt, og miklar
hættur ægja þeim. En við starfa
þeirra skiptir útsjónasemi og
kænska meira máli en kraftar
og líkamsburðir. Sérhvert skemd
arverkanna er vendilega undir-
búið og skipulagt, og iðulega
hafa liðsmenn leynihersins og
skemmdaverkamennirnir sam-
starf með sér við framkvæmdir,
sem krefjast margra manna.
Alþý,ublaðið.
Niðurl. næst.
SAMSÆTl
Mr. og Mrs. C. F. Lindal héldu
heimulegt samsæti nýgiftum
syni þeirra, Sarg Soffaníasi,
sem var í heimsóknarleyfi um
stuttan tíma. Hann er í Army
Serv. Medical Corps.
Hann kom heim með nýja
konu, sérlega fallega, af frönsk-
um ættum. Hann hafði fundið
hana vestur í Alberta. Það hafa,
að líkindum, sumir fundið lak-
ara. Enda átti Sófi það skilið,
því hann er bæði fallegur og
góður drengur, eins og hann á
kyn til.
Þetta kvöld hjá Lindal, var
skemtilegt, myndarlegt og alúð-
legt. í boðinu voru um 25 manns,
venslafólk þeirra og vinir.
Þar var borðhald mjög mynd-
arlegt, og á eftir ræðuhöld, hljóð
færasláttur, söngur og dans.
Samkvæmið endaði með því
að sunginn var hersöngur
Frakka, sem er óefað fallegasti
hersöngur í heimi. Einnig voru
sungin mörg ættjarðarkvæði. Og
svo masað fram á nótt, og má
víst fullyrða að allir fóru heim
glaðir og hressir bæði á sál og
líkama. S. B.
Höldum JAFNVÆGI
É
%\
Til þess að halda skynsamlegu jafnvægi milli vinnulauna yðar og þess sem þér kaupið
fyrir peninga yðar á stríðstímum, hefir verið nauðsynlegt að setja hámark á verð
og fastsetja kaup, laun og ágóða á sanngjörnum grundvelli.
AF ÞVÍ . . .
hærri framleiðslu-
kostnaður myndi hækka
verðið á þeim vörum, sem
þér kaupið.
. . . hærra vöruverð myndi
(itheimta kaup og launa-
hækkun.
T.N.T.
. . . hærri laun og kaup
myndí hækka framleiðslu-
kostnaðinn.
og svo héldi það áfram í endalausri hringiðu
Það má ekki leyfa kröfum um hærra söluverð. laun og kaup að ýla upp lífsfram-
færslu koslnaðinum. Það myndi orsaka öfugstreymi ocr truflanir heima fyrir, heíta
stríðssókn vora og verða oss til hindrunar að siríðinu loknu.
Þetla er ein af auKlýsingum Canada-stjómar, sem
álierzlu leggur á nauðsynina á því, að útiloka Kækk-
un dýrtiðar nú, og verðþenslu síðar.