Lögberg - 28.09.1944, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
PHONES 86 311
Seven Lines
\,tO
aViC
Cot-
and xx$CVO*
„r.<lereTS
A Service
and
Satisfaetion
57. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1944
NÚMER 3lgf~
Hinn látni Brandur Jónsson Brandson
B A., M.D., M.S., F.R.C.S. (Can.) F.A.C.S., M.D. Honoris Causa (ísl.), Stórriddari Fálkaorðunnar íslenzku,
LL.D. Honoris Causa (Man.).
Eftir P. H. T. THORLAKSON M.D.
Þegar eg verð við þeirri beiðni
að rita stutta grein um störf og
manngildi hins látna Dr. B. J.
Brandsons, fyrverandi prófessors
í skurðlækningum við lækna-
deild Manitoba háskólans, þá
finn eg til þess vanda, sem því
fylgir að vera bæði stuttorður
og gagnorður um hans miklu
kosti og þýðingarríku störf. Viriir
Dr. Brandsons munu samsinna
það með mér að ómögulegt sé
að meta fullkomlega tillag hans
því mannfélagi til stuðnings,
sem hann lifði og starfaði með
af svo mikilli ósérplægni og
með svo miklum yfirburðum í
nálega fjörutíu ár. Sú viður-
kenning er orðin víðfleyg, hví-
líkum hæfileikum hann var
gæddur sem canadiskur borgari,
sem leiðtogi og forystumaður,
sem skurðlæknir og sem kenn-
ari. Að rita um hann látlaust og
blátt áfram, eins og hann sjálfur
hefði viljað að gert væri, það er
ekkert hægðarverk fyrir nokk-
urn þann, sem þekti hann vel.
Auk þess hversu hann stund-
aði lífsköllun sína — skurðlækn-
ingarnar — af mikilli alúð og
miklum áhuga, var hann frábær-
lega heimiliselskur maður; hann
átti margar ánægjustundir með
fjölskyldu sinni, vinum sínum,
bókum sínum og í kirkju sinni.
Hann lifði fullkomnu og nyt-
sömu lífi. Hann var góðum gáf-
um gæddur; átti skýrar og rök-
fastar hugsanir samfara heil-
brigðri og góðlátlegri fyndni.
Hann var óvenjulega samúðar-
ríkur gagnvart meðbræðrum
sínum. Vinir hans og sjúklingar
munu seint gleyma hinum sann-
færandi hughreystingarorðum
hans, hinum þýðu, en þéttu hand-
tökum og hinum einkennilegu
friðrænu handsveiflum. Þeir
munu seint gleyma hinu góðlát-
lega brosi hans og því hversu
einkennilega hann deplaði aug-
urn, eins og þau segðu að öllu
væri óhætt. Hann var óviðjafn-
anlegur mannúðarmaður — er
það eiginleiki, sem fátt jafnast
á við í þeirri stöðu, er hann
skipaði.
Rúmsins vegna er það einungis'
mögulegt að minnast á hina frá-
bæru hæfileika hans: Hann var
gæddur yfirburða andlegum
styrk og manndómi. Hafði ó-
venjulega mikla hæfileika til
liðs og líknarstarfa; gæddur
ágætri , dómgreind; frábærlega
trúr og vinfastur, örlátur og
stöðuglyndur.
Þessi manndóms einkenni hans
komu greinilega í ljós í þeirri
trygð og staðfestu, sem hann
sýndi gagnvart þeim fjórum
stofnunum, sem hann hafði tek-
ið ástfóstri við: Það var lækna-
deild Manitoba háskólans, Win-
nipeg General Hospítalið, Fyrsta
Lúterska kirkjan í Winnipeg. og
íslenzka gamalmenna heimilið
“Betel” á Gimli.
Kirkjan.
Kirkjan átti mikil ítök x lífi
og starfi Dr. Brandsons, og hann
helgaði henni það bezta, sem
hann átti til. Hann var meðlim-
ur Fyrstu Lútersku kirkjunnar
í Winnipeg svo að segja frá þeim
degi sem hann fyrst kom til
borgarinnar og sótti hana æfin-
lega með þeim allra beztu. Á
tímum erviðleika og breytinga
reyndist hann altaf styrkastur og
stöðugastur þegar mest á reyndi.
Þegar hann dó var hann heiðurs-
forseti safnaðarins. Hann hefir
hvað eftir annað verið viður-
kendur hinn atkvæðamesti leik-
maður íslenzku Lútersku kirkj-
unnar í Norður Ameríku.
“Efktel”.
Betel er gamalmenna heimili
að Gimli, en sá bær er frumstöð
hinna fyrstu íslenzku landnáms-
manna í Manitoba. Þar samein-
ast friðsæld heimilisins, svip-
líki íslenzkrar náttúru og einlæg
umönnun um vellíðan gamla
fólksins.
Þar hefir mörgum landanum
auðnast að eyða æfikveldi sínu
við brosandi sólarlag friðar og
ánægju.
Vöxtur og viðgangur, viður-
kenning og vinsældir þessarar
stofnunar er að miklu leyti að
þakka framkvæmdum og góðri
dómgreind Dr. Brandsons. Betel
er í dag sannkallað minnismerki
um ötulleik hans og staðfestu,
ásamt frábærri hjálpsemi.
Spítalinn.
Dr. Brandson yar skurðlæknir
við Winnipeg General Hospitalið
frá 1912 til 1934, og síðustu átta
árin þar var hann yfirskurðlækn
ir. Árið 1934 var hann kjörinn
ráðleggjandi læknir í skurðlækna
deild þess. Hospítalið var hans
annað heimili. Síðari helming
alls þess tíma, sem hann stund-
aði lækningar, var hann allan
fyrri hluta dagsins á. hospítalinu,
ýmist við uppskurði, sjúkravitj-
anir eða kennslu.
Hann var fastheldinn vþ5 það,
sem vel hafði reynst, en rann-
sakaði með nákvæmni allar nýj-
ar aðferðir. Sem skurðlæknir var
hann yfirburðamaður. Sú nafn-
frægð, sem Winnipeg General
Hospítalið hlaut fyrir meðferð á
hættulegri botnlangabólgu var
óefað að miklu leyti því að þakka
að hann hafði snemma þá stefnu
og hélt henni fram að nota aðrar
aðferðir en uppskurð við botn-
langabólgu, sem seint náðist í.
Seinasta skiftið, sem hann kom
í hospítalið var þriðjudaginn 16.
júní kl. 2 e. h. Hann kom þangað
til þess að láta einn nemandann
sprauta inn í sig lyfi, sem Salyr-
gan heitir. Þó hann þá væri sýni-
lega bæði þreyttur og veikur,
gerði hann samt að gamni sínu
að vanda, hafði fult vald á sinni
fyrri fyndni og talaði um þetta
lyf og áhrif þess. Tveimur eða
þremur nemendum auðnaðist að
tala um þetta við hann í síðasta
skifti, sem hann heimsótti hosp-
ítalið í lifenda lífi.
Manitoba háskólinn.
Dr. Brandson varð kennari í
skurðlækningum við læknadeild
háskólans 1910. Hæfileikar hans
sem kennara komu brátt í ljós; á-
vann hann sér virðing og að-
dáun bæði meðal læknaskóla-
pilta og hjúkrunarkvenna. Árið
1927 varð hann prófessor í skurð-
lækningum og hélt því embætti
þangað til hann hætti kennslu-
störfum 1934. Á þessu tímabili
lét hann ekki prenta fyrirlestra
sína. Þetta var þó illa farið þeg-
ar þess er gætt hversu lagið hon-
um var það að setja fram hugsan-
ir sínar skýrt og skiljanlega. Það
er vonandi að fyriilestur hans
um sullaveikina verði einhvern
tíma birtur á prenti. Þekking
hans á þeirri veiki og æfing
hans í því að lækna hana var
alveg einstök. Engmn læknir í
þessari heimsálfu hefir séð eins
marga sjúklinga með þeirri veiki
og skorið þá upp við henni, og
það tækifæri hlýtur enginn lækn
ir um ókomin ár.
Við skólauppsögn 12. maí 1944
framkvæmdi Manitoba háskól-
inn þá verðugu athöfn að sæma
Dr. Brandson L.L.D. heiðurs
nafnbót.
Eg sé eftir því að verða að
enda þessar fáu línur um líf og
starf þess manns, sem bar höfuð
og herðar yfir flesta'menn. Það
var mikill ávinningur að hafa
þekt hann. Eg tel mér það mikils
virði að hafa hlotið tækifæri til
þess að minnast á fáein atriði af
störfum hans og lífssögu. Minn-
ingarnar um hann, sem endur-
vöknuðu í huga mínum við það
að skrifa þessa stuttu grein,
sofna þar ekki aftur; eg geymi
þær eins og mikilsverðan og dýr-
an fjársjóð.
Sig Júl. Jóhannesson,
þýddi úr “Manitoba Medical
Review”.
SENDIFULLTRÚI
Á LEIÐ TIL ISLANDS
Þau hjónin Hinrik Björnson og
frú Gígja, eru nú á leið til ís-
lands, ásamt börnum sínum; hef-
ir Hinrik undanfarið gegnt full-
trúastöðu við íslenzka sendiráð-
ið í Washington, og getið sér
hvarvetna hinn bezta orðstír;
hann er sonur herra Sveins
Björnssonar forseta íslands, en
frú hans er systurdóttir Einars
Jónssonar listamanns frá Galta-
felli. Hinrik var fulltrúi íslands
á viðreisnarstefnu 44 þjóða, sem
staðið hefir yfir í Montreal und-
anfarna daga.
Hann kvaddi Vestur-íslendinga
með fagurri útvarpsræðu á ís-
lenzku síðastliðið föstudagfe-
kvöld; að loknu máli, kallaði G.
F. Jónasson Hinrik í firðsíma og
árnaði honum og fjölskyldu hans
hinna bestu fararheilla, en Hinrik
á hinn bóginn bað Mr. Jónasson
að ' flytja Vestur-íslendingum
hjartans kveðjur, og með það
fyrir augum snéri hann sér til
íslenzku blaðanna til þess að
kveðjan bærist sem víðast.
Herra Sveinn Björnsson, forseti íslands, og boðsgeátir frá
Winnipeg, sem komu til fundar við hann í New York
Frá vinstri til hægri: Sveinn Björnsson forseti, Valdimar J. Eylands, Hannes Pétursson, Einar
P. Jónsson, Grettir L. Jóhannson, Stefán Einarsson.
SKERFTJR MANITOBA
Það hefir nú verið formlega
tilkynnt, að skerfur sá, sem ætl-
ast er til að íbúar Manitoba-
Jyikis leggi fram í *i. sigurláni
canadisku þjóðarinnar, sem boð-
ið verður út þann 23. október n.
k., nemi 90 miljónum doliara;
er það sú langhæsta lánsupphæð,
sem nokkru sinni hefir verið far-
ið fram á að fylkisbúar skrifuðu
sig fyrir.
SPÁIR KOSNINGUM
Senator John Haig lét nýver-
ið þá skoðun í ljósi í samtali við
blaðamenn í Edmonton, að
nokkurn veginn víst mætti telja,
að sambandskosningar færu fram
í haust eða að minsta kosti fyrir
15. des. n. k.; tjáðist hann draga
þessa ályktun af því, að kjör-
stjórnum hefði þegar verið gert
aðvart um það, að vera viðbúnar
samningu nýrra kjörskráa.
LAUGARDAGSSKÓLI
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
Nú hefir það verið fastmælum
bundlð að Laugardagsskóli Þjóð-
ræknisfélagsins taki til staifa á
ný í Sambandskirkjunni, Sargent
og Banning, kl. 10 á laugardags-
morguninn, þann 7. október n.
k. Fjórar valdar og æfðar kenn-
slukonur annast um fræðsluna,
og er þess að vænta, að íslenzkir
foreldrar láti ekki sitt eftir liggja
því viðvíkjandi að senda börn
sín á skólann, þessa vinsælu og
þörfu stofnun, sem leitast hefir
við á undanförnum árum, að
opna íslenzkum æskulýð hliðið
að helgidómum íslenzkrar tungu;
starfsemi sem þessa, ber okkur
öllum að meta og virða, og leggja
við hana fylstu hjartarækt.
0r borg og bygð
Hingað til borgarinnar eru
komnir tveir ungir menn frá
Reykjavík, Guðjón Guðjónsson,
sem ætlar sér að ganga á
Success Business College, og
Hörður Jónsson, sem byrjar nú
þegar flugnám við flugskóla
Konnie Jóhannessonar; þeir fóru
frá íslandi 2. þ. m., og var þá
einmuna veðurblíða um land
alt.
•
Frú Emma Jackson, ekkja
Eymundar Jackson, er lengi bjó
við Elfros; lézt á sjúkrahúsi í
Wadena, Sask., síðastliðinn laug-
ardag, hin mætasta kona. Faðir
hennar var Eiríkur Sumarliða-
son. Bróðir hinnar látnu Mr.
Leifur Summers, deildarstjóri
hjá T. Eaton félaginu, fór vestur
til Elfros til þess að vera við út-
förina, sem haldin var þar á
þriðjudaginn.
0
Mr. Einar Haralds er nýlagður
af stað ásamt fjölskyldu sinni,
vestur á Kyrrahafsströnd til
framtíðardvalar; tekur fjölskyld-
an sér vetursetu í Vancouver, en
mun að líkindum flytja seinna til
Seattle. Mr. Haralds hefir í mörg
ár starfað að málaraiðn hér í
borginni, auk þess sem hann
hafði á hendi umsjón með Fyrstu
lútersku kirkju og Columbia
Press byggingunni. Lögberg ósk-
ar Einari og fjölskyldu hans góðs
brautargengis.
0
Klukkan 4, laugardaginn 23.
sept., fór fram hjónavígsla í
Fyrstu lútersku kirkju í Winni-
peg, þar sem Jóna Margrét Sig-
urðson, 39 Alloway St., dóttir
þeirra Sigurjóns Sigurðsson, fyrr
um kaupmanns í Árborg, og konu
hans Jónu Guðríðar Vopni, var
gefin Flying Officer William
Murray Whiteway, syni Alfred
og Maud Whiteway, 64 Lvdia St.
Brúðguminn hefir þrjú undan-
farin ár verið í canadiska flug-
liðinu og hefir á þeim tíma dvalið
á ýmsum fjarlægum stöðum, svo
sem Ceylon, Egiptalandi, Malta
og víðar í Miðjarðarhafslöndun-
um. Fékk hann nú aðeins fárra
vikna heimfararleyfi, og hverfur
að því loknu til herstQðvanna.
Brúðurin hefir um nokkur undan
farin ár verið kennari við Well-
ington skólann hér í bænum, og
hefir getið sér hinn prýðilegasta
orðstír við það starf. Snjólaug,
systir brúðarinnar var brúðar-
mær, Arthur bróðir hennar gaf
hana búðgumanum í hendur, en
frænka hennar Agnes spilaði
undir á meðan athöfnin fór fram
á pípuorgel kirkjunnar. Sóknar-
presturinn, séra Valdimar J. Ey-
lands framkvæmdi athöfnina.
Að lokinni hjónavígslu fór stór
hópur vina og ættingja heim til
foreldra brúðarinnar þar sem
rausnarlegar veitingar fóru fram.
Mælti Sigurbjörn , Sigurðson,
föðurbróðir brúðarinnar fyrir
minni hennar, mjög vandaða og
fagra ræðu. Ungu hjónin lögðu
af stað samdægurs til Montreal;
þaðan fer hann áleiðis austur um
haf, en hún hverfur til baka til
kenslustarfs síns, fyrst um sinn.
0
Fyrsta lúterska kirkja var þétt
skipuð á föstudagskvöldið 22.
september, kl. 8; var tilefnið gift-
ing Shirley Normu Thordarson,
dóttur þeirra Fred Thordarson
fyrrum bankastjóra, og Normu
Thorbergson Thordarson, konu
hans að 996 Dominion St., Win-
nipeg, og William Russell Mc-
Creédy, 164 Helmsdale Ave., nú
aðstoðar vélstjóra í canadiska
sjóliðinu. Shirley er yngst dætra
þeirra Thordarson’s hjónanna;
hefir hún um langt skeið verið
meðlimur í yngra söngflokki
kirkjunnar, og kent í Sunnudaga-
skóla. í þessum störfum, eins og
í framkomu sinni yfirleitt, hefir
hún sýnt hina mestu alúð, og
aflað sér mikilla vinsælda. Kirkj-
an var fagurlega prýdd; söng-
flokkurinn allur viðstaddur í hin
um hvítu hempum sínum, söng
“Gracious Lord of All our Being”
eftir Bach á undan athöfninni,
en “O, Perfict Love” á meðan
hjúskaparsáttmálinn var undir-
skrifaður í skrúðhúsi kirkjunnar.
Faðir brúðarinnar leiddi hana
inn kirkjugólfið, en á undan
þeim fór sysj^f hennar, frú
Dorothy Littleford, sem brúðar-
mær.
Yfir áttatíu manns sátu heim-
boð hjá þeim Thordarsons hjón-
um seinna um kvöldið; og var
öllum veitt höfðinglega. Prest-
ur safnaðarins, sem framkvæmt
hafði hjónavígslúna, mælti nokk-
ur orð fyrir minni brúðbjónanna
í veizlulok. Lögðu þau svo af
stað austur á strönd. Mun hann
stíga á skipsfjöl innan skamms,
en hún hverfur aftur til fólks
síns og atvinnu hér í borginni.