Lögberg - 28.09.1944, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1944
7
*
Minni kvenna
Frh. af bls. 3.
í sinni fegurstu mynd? Er ekki
þar uppspretta kærleikans og
fórnfýsinnar hér á jörðu?
Er ekki þar að finna uppistöð-
una í lífsvef mannanna. Vill hún
ekki enn í dag leggja það lýsi-
gull í sál barnsins, sem vafur-
logar helgustu tilfinninga og
drengilegs manndóms eiga að
brenna yfir alt lífið. Og hefur
ekki sál hennar hafið sig næst
herra lífsins, hvort sem hún kall-
aði hann Guð eða Óðinn, Krist
eða Þór, í þeirri trú, þeirri von
og þeirri bæn, að ljós hennar
helgustu tilfinninga mætti verða
Aladdíslampinn á vegi barnsins
hennar. Og enn í dag veit eg, að
hin góða móðir krýpur við vöggu
stokkinn í auðmýkt og innileik
“biðjandi Guð að geyma gull-
fagra barnið sitt.” — Eg sagði
áðan á þá leið, að móðirin legði
til uppistöðuna í lífsvef mann-
anna. Egill Skallagrímsson kvað:
lófanum, féll eitt blaðið niður.
En það, sem eftir var af jurt-
inni, gróðursetti hann í garði
sínum, í hinum nýju heimkynn-
um þeirra, í þeirri von að það
mundi festa rætur. — En þá tók
hann eftir því, að eitt laufblaðið
vantaði. Og hann sagði við Evu:
“Líttu á, Eva, það eru aðeins
þrjú blöð á stönglinum: trúin,
vonin og kærleikurinn, hami'ngj-
an hefur orðið eftir í Paradís”.
Eva varð hnuggin, því henni
fanst hún eiga sök á því, hvernig
komið var. Og hún sagði í auð-
mýkt: “Eg skal fara og leita að
blaðinu, sem vantar”. “Ekki skalt
þú leita,” svaraði Adam hógvær-
lega, “því að þú verður hamingja
mín upp frá þessu”. — En engill
kærleikans, sem jafnan fylgdi
þeim, og vissi um allar gerðir
þeirra, flýtti sér heim í Paradís-
argarðinn og fór að leita að litla
laufinu. Hann fann það eftir
langa leit og sendi vindblæinn
með það með þessum ummæl-
um: “Berðu það mönnunum, sem
búa á eyðimörkunum fyrir utan
Eden.”
Þú ert þetta laufblað, kona
góð! Það liggur í minni sál, þér
er það hlutverk ætlað, að vera
hamingja karlmannsins, og þú
verður það, ef þinn eigin mis-
skilningur á lífsköllun þinni hrek
ur þig ekki út á eyðimerkur, þar
sem örlagavindar lítilsvirðingar
og lágra hvata næða, og þar sem
gleymskan og dauðinn bíður. —
Hitt er hlutverk karlmannsins
að undirbúa gróðurreitinn, þar
sem litla laufið á að gróðursetj-
ast. Hann er sjálfur þessi reitur
og hamingjulaufið fölnar og deyr
ef hlýr hugur og ástúðleg um-
hyggja verða því ekki sól og
regn, svo það lifi og dafni og
verði veglegasta prýðin í heimilis
reitnum.
Það er alloft venja að benda á
ýmsar fornkonur, þegar talað er
um kvenkosti. En allir tímar eiga
sína kvenkosti. “Ásdís enn í völd
um víða vor á meðal er”, segir
Jakob Thorarensen. — Og skyldi
ekki drengskapur Bergþóru,
tryggð Auðar og stórlæti Þor-
gerðar enn vera á meðal íslenzkra
kvenna? — Stendur ekki hin
góða eiginkona enn við hlið
manns síns í erfiðleikum og
hættum? Er hún ekki enn hin
góði verndarengill. Hetjan í
þeirri baráttu, sem háð er fyrir
lífsþörfunum. Hervæðist hún
ekki enn við hlið okkar í þeirri
baráttu, drengileg, göfug og
trygg?
Eru fornkonurnar henni nokk-
uð fremri?
Eg held ekki.
Sá dómur, sem í dag er feld-
ur um íslenzku konunæ— eink-
um ógiftu stúlkuna, — er ekki á
allan hátt glæsilegur. Eg ætla
ekki að gera hann að umtalsefni.
Hitt er eg viss um, að á bak við
marga hrösun hennar er oft góð
sál. Ef til vill er hún vanþrosk-
uð. Ef til vill er hún í álögum.
En hver batt henni álagafjötr-
ana? Var það ekki oft, máske
oftast karlmaðurinn? “Hvenær
hefur þú spurt mig um sál?”
segir Steinunn við Galdra-Loft.
— Já, hve oft er spurt um sál?
Fellur ekki unga konan oft í viðj-
ar álaganna af því, að hvíti ridd-
arinn, sem hún heldur að sé
konungssonurinn, reynist að vera
þurs?
Skáldið Göthe segir einhvers-
staðar, að nálega öll stórvirki séu
runnin úr hugum og hjörtum
kvenna. •— Ekki verður því neit-
að, að mörg stórvirki hafa verið
unnin á liðnum öldum. — Mörg
stórvirki bíða. Eitt er þó allra
stærst. Það má segja það í fáum
orðum hvert þetta stórvirki er.
Það er hvorki meira né minna
en það að gera heiminn að sönn-
um mannabústað.
Mannkynið hefur vilst inn í
forsæludalinn, sem þjóðsögurnar
okkar segjá frá. Það hefur lent
þeim megin í honum, þar sem
heljargustur kuldans og dauðans
hrekja lífsfrjóin í auðn og urðir.
— En eigi mannkynið að kom-
ast yfir þá heljará, sem það nú
stendur við, yfir í dalinn hinu-
megin, þar sem sólin skín og
lífið ljómar, þá verður það fyrst
og fremst að verða hlutverk kon-
unnar að glæða og skapa þann
þrótt, þann innri styrk, sem æfin-
lega þarf til þess að drýgja dáðir.
En þetta getið þið ekki, góðu
konur, með því að láta berast
með vindum tískunnar athuga-
laust og apa siði og hætti karl-
mannanna. — Heimurinn hefur
enga þörf fyrir konur, sem vilja
vera eins og karlmenn, og karl-
maðurinn þráir ekki konu, sem
er eins og hann sjálfur. Heim-
urinn þarf konu með hjarta og
sál, en ekki gervikonur. — Og
hvar á heimurinn veglegra must
eri en göfugt konuhjarta? Kon-
ur einar þekkja hina sönnu trú-
festi kærleikans. En við altari
kærleikans eiga trúin og vonin
æfinlega bústað sinn. — “Sjálft
hugvitið, þekkingin hjaðnar sem
blekking, sé hjartað ei með, sem
undir slær”, segir Einar Bene-
diktsson. — Hjartsláttur göfugs
konuhjarta þarf altaf að vera
undirspilið í samhljómi hugvits,
Frh. á bls. 8.
“Þat mælti mín móðir
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar
fara á brott með víkingum.
Standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar
höggva mann ok annan”.
Eg held að einmitt þetta hafi
verið uppistaðan í lífi Egils, eðar
undirstraumurinn. Og þetta hafði
móðir hans sagt. Orð hennar ork-
uðu á sál hins unga og stórbrotna
unglings eins og vorregn á þyrsta
jörð. Þau nærðu karlmannslund-
ina, hetjudáðina. Þau voru hinn
stóri, fjarlægi draumur um frægð
og snilli. Markmiðið, sem líf
hans átti að stefna að. Og móðir-
in hafði bent á það. Hún hafði
bent honum á lífshugsjónina.
Lagt til uppistöðuna. Og þetta
mikla skáld bindur hana í ljóð,
einfaldasta og auðskildasta ljóð-
ið, sem eg hygg að Egill hafi
kveðið nokkurntíma.
En lítum nær okkur.
“Mitt andans skrúð var skorið af
þér,
sú skyrtan best hefur dugað mér
við stormana, helið og hjúpinn”,
segir Matthías í kvæðinu “Móðir
mín”. — Og
“enginn kendi mér eins og þú
hið eilífa, stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir”,
segir hann ennfremur. Er þetta
ekki full viðurkenning hins
mikla skálds á því, að traustustu
þættina í sál hans hafði móðir
hans spunnið. Þá vígðu þætti,
sem tröllaskálmar misjafnra lífs-
kjara og þyngstu örlaga bitu ekki
á.
“Þú gafst mér þann eld,
sem eg ennþá í kveld
get ornað hjartanu við”,
segir Davíð Stefánsson um sína
móður. Skyldi nokkru sinni slá
fölva á þann eld?
Nei, öllum þessum skáldum ber
saman um, og öllum mönnum,
se'm átt hafa góða móður, ber
saman um, að móðirin hafi spunn
ið haldbesta þráðinn í lífi þeirra.
Tendrað það ljósið, sem lengst
og bjartast brennur. Og þó hjól
aldanna velti milli kynslóðanna,
þó siðir og hættir breytist, og
þó mat á gildi lífsirís sé ekki það
sama, er móðureðlið, móðurást-
in og þörfin fyrir hana hið sama
um aldir alda.
í einu fallegu æfintýri segir,
að þegar Drottin rak þau Adam
og Evu út úr Paradís„hafi Adam
tekið með sér jurt þá, sem er
tákn hamingjunnar, og sem nefnd
er fjögurra blaða smári. — Hann
ætlaði að gróðursetja hana í
sínu nýja heimkynni til minn-
ingar um veru þeirra í Paradís.
— En utan við hlið Paradísar
fór hann að sýna Evu litla blóm-
ið, sem hann hélt á í hendi sér.
— En um leið og hann lauk upp
Þetta er
ÖRLAGASTUND CANADA
ÞeTTA ER .ÖRLAGASTUND CANADA ... átundin, sem
hermenn vorir handan við haf heyja hinar frækileguátu sóknar-
oruátur . . .' átundin, sem vér heima fyrir megum ekki bregðaát.
Vér getum reynát átund þessari vaxnir, sem finnum til metnaðar
yfir að vera canadiskir þegnar. Þetta gerum vér bezt með því
að veita 7. Sigurláni Canada, sem hefát 23. október, allan hugs-
anlegan átuðning.
Hugfeátið, að það skiftir engu hvort heldur leiðin til sigurs er
löng eða átutt, sérhvert spor eykur á hinn gífurlega koátnað.
Lánsþörf hefir í ár aukiát um $320,000,000. Og þessvegna er
7. Sigurlán Canada allra mikilvægaáta lánið í sögu þjóðarinnar.
Þessvegna verða allir þegar að ákveða, að kaupa að minsta
kosti einu sigurslánsbréfi fleira en áður, jafnvel þó það krefjist
sjálfsfórnar.
/
Verum
að
SIGURLANS
VEDBRÉF
NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE
7-51
öll viðbúin
kaupa