Lögberg - 12.10.1944, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.10.1944, Blaðsíða 1
57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1944 NÚMER 34 % Fræðslustarf í íslenzku, sögu íslands og bókmentum Eins og getið var um í blöð- unum í vor hefir Icelandic Cana- dian Club í samráði við Þjóð- ræknisfélagið ákveðið að setja á stofn fræðslustarf í íslenzku, sem hefst nú í þessum mánuði. 1 nefndinni sem starfar að þessu máli eru: W. S. Jonasson, Rev. H. E. Johnson og Hólmfríður Danielson fyrir hönd Icel. Can. Club og Ingibjörg Jónsson og Vilborg Eyjólfson fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins. Nefndin bygði á þeim grund- velli að ekki væri nægilegt að kenna aðeins íslenzkt mál, þar sem mikil nauðsyn er á því að kynna ísland yngra fólkinu og vekja áhuga þess fyrir menn- ingarerfðum síns eigin stofns. Var því afráðið að samhliða ís- lenzku kenslunni skyldi vera fyrirlestrar á ensku, sem fjalla um íslenzk efni, sögu, bókment- ir, o. s. frv. Við, sem störfum í nefndinni höfum hlotið allmikla hjálp og uppörfun frá okkar allra færustu mentamönnum hér sem skilja vel hve afar nauð- synlegt er að gefa yngri kynslóð- inni tækifæri að kynnast ætt- landinu og fræðast um menningu þess; og eru þeir einróma um það, að þetta fyrirtæki muni ná miklum vinsældum. Fyrirlestrar þessir og fræðslu- starf verður einnig til þess að vekja áhuga hjá foreldrum til að senda börn sín á laugardags- skólann og stuðla að stofnun ís- lenzku kenslu við Manitoba há- skólann. Starf þetta hefir ekk- ert verið auglýst enn, þó hafa komið umsóknir úr öllum áttum frá yngri og eldri, sem vilja njóta þessarar uppfræðslu. Nokkrar annara þjóða konur, sem giftar eru ísíenzkum mönn- um eru nú þegar skrásettar á nemenda skránni. Starfið hefir nú verið skipu- lagt og hefst mánudagskveldið 23. október í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju. Fyrirlestrar verða tólf að tölu og er þeim svo til hagað að þeir gefa gott heild- aryfirlit yfir sögu og bókmentir íslands. Kenslustundir verða tvisvar í mánuði. Hinir fróðustu og snjöllustu menn og konur, sem völ er á, hafa lofað að flytja fyrirlestra og er það gott merki þess hvaða álit þeir hafa á þessu starfi, og erum við þess fullviss að ísl. almenningur hefir svo mikinn áhuga fyrir þessum mál- um að tækifæri annað eins og þetta verður vel notað. Til þess að gefa sem- flest- um færi á að nota kensluna, verður skrásetningargjald mjög lágt, aðeins $2.00 fyrir alt kenslu- tímabilið; en fyrirlestrar verða opnir fyrir almenning og að- gangur 25c fyrir þá, sem ekki eru skrásettir. Allar upplýsingar fást að 869 N Garfield St. Phone 3 528. Einn- ig verður starfið betur auglýst í næstu blöðum. Munið eftir deg- inum 23. október, kl. 8 e.h., og hentugast væri að skrásetjast fyrir þann tíma. Hólmfríður Danielson, Ingibjörg Jónsson. FJÖLMENNT KVEÐJUSAMSÆTI Á miðvikudagskveldið í vik- unni sem leið, var þeim Eggert lækni Steinþórssyni og frú Gerði Steinþórsson, haldið fjölmennt kveðjusamsæti á Marlborough hótelinu hér í borginni, en þau eru nú á förum suður til New York, þar sem þau munu dvelja í vetur. Til samsætis þessa var stofnað af hálfu Þjóðræknisfélagsins, og stjórnaði því vara-forseti þess, séra Valdimar J. Eylands. Séra Philip M. Pétursson mælti fyrir minni íslands, Mr. S. O. Bjerring mintist heiðursgestanna beggja, séra Egill H. Fáfnis mælti fyrir minni Eggerts læknis, en séra Valdimar fyrir minni frúarinnar. Frú Hólmfríður Danielson mint- ist heiðursgestanna og sonar þeirra fyrir hönd Icelandic Canadian Club, en Dr. P. H. T. Thorlakson mintist sérstaklega Eggerts læknis, og fór fögrum orðum um skyldurækni hans og áhuga á sviði læknavísindanna. Frú Lilja Eylands afhenti frú Steinþórsson forkunnar fagran blómvönd. Einsöngva sungu þeir Pétur Magnús og séra Egill H. Fáfnis, en Gunnar Erlendsson var ,við hljóðfærið. Mr. Magnús hafði forustu um almennan söng. Þau Eggert læknir og frú Gerður þökkuðu fagurlega hvort í sínu lagi þá sæmd, er þeim hefði fallið í skaut með þessu fjölmenna kveðjusamsæti, -og kváðust verða mundu langminn- ug þeirrar góðvildar, er þau hvarvetna hefðu mætt af hálfu V estur-íslendinga. Þau Eggert læknir og frú hans hafa með ljúfmannlegri fram- komu sinni og virkri þátttöku í íslenzkum mannfélagsmálum, eignast hér stóran hóp vina, er nú þakkar þeim innilega fyrir samveruna og óskar þeim góðs brautargengis. • GÓÐIR GESTIR AÐ HEIMAN Til borgarinnar kom á sunnu- dagsmorguninn var, herra Ás- geir Jónasson skipstjóri á því skipi Eimskipafélags íslands, er Fjallfoss nefnist; í för með hon- um var dóttir hans, Helga Hólm- fríður, glæsileg ung stúlka. Ásgeir skipstjóri er ættaður frá Hrauntúni í Þingvallasveit, gáfumaður mikill og fróður um margt; hann hefir verið í þjón- ustu Eimskipafélagsins frá stofn- un þess, og er hinn fyrsti af skipstjórum þess, sem til Win- nipeg hefir komið; dvelur hann hér í borginni fram á næsta sunnudag, og fer þá flugleiðis austur í Halifax þar sem skip hans er í viðgerð. Systir Ásgeirs skipstjóra, Jónína, frá Seattle, Wash., kom hingað til fundar við bróður sinn, og með henni þangað vestur, fer áminst bróð- urdóttir hennar að heiman í kynnisför. WENDELL L. WILLKIE LÁTINN Síðastliðinn sunnudag lézt á sjúkrahúsi í New York, Wendell L. Willkie, sá er kepti um for- setatign af hálfu Republicana við forsetakosningar Bandaríkj- anna árið 1940. Mr. Willkie var fæddur í Indianaríkinu, og lauk ungur háskólaprófi í lögfræði; hann var á mörgum sviðum sjaldgæfur áhrifamaður, víðsýnn og einbeittur, og gætti áhrifa hans vítt um heim; sem rithöf- undur hlaut hann víðfrægð fyr- ir bók sína “One World.” Mr. Willkie var 52 ára, er dauða hans bar að. íslenzkir hermenn fallnir, soerðir eða teknir til fanga Pte. Joel T. Björnsson féll á vígvellinum í ítalíu, 18. sept., samkvæmt skeyti, sem móðir hans Mrs. E. M. Ólafson, Ste. 21 Elsinore Apts., barst nýlega. — Pte. Björnsson var 25 ára að aldri og var fæddur í Winnipeg. Hann gekk í herinn stuttu eftir að stríðið braust út. Auk móður sinnar lætur hann eftir sig tvær ungar systur, Dorothy og Edith. O.D. John Sigurdson, R.C.N.- V.R. lézt þann 5. þ. m. að Corn- wallis, Nova Scotia, þar sem hann var við flugæfingar. Hann var 20 ára að aldri, fæddur að Víðir, Manitoba, en fluttist með móður sinni til Selkirk fyrir tveimur árum. Faðir hans, Jón Sigurdson, lézt 1935. Auk móð- ur sinnar, Mrs. Sigrún Sigurd- son, lætur hann eftir sig sex bræður, Baldvin og Torfa í her- þjónustu; Sigurð í Wirmipeg; Björn, Franklin og Marino heima hjá móður sinni, og þrjár systur, Mrs. J. Halldórsson, Víðir, Man. og Guðrún og Helga heima. O.D. Sigurdson var jarðsettur að Víðir, Man. B.D.R. Frederick Guttormson særðist á Frakklandi 15. ágúst s.l. Foreldrar hans eru Mr. og Mrs. E. Guttormson, Poplar Park. Pte. Fjölnir Goodman særðist á vígvellinum í Belgíu nýlega. Foreldrar hans eru Mr. og Mrs. J. Goodman, Lundar, Man. Rfn. Finnur S. Finnson, son- ur Mrs. J. Finnson, Swan River er lítillega særður, samkvæmt frétt, sem birtist í Free Press 5. október. F.O. Hannes Kristinn Vidal er fangi á Þýzkalandi, samkvæmt frétt, sem birtist í dagblöðunum 5. október. Faðir hans er Sig- valdi Vidal, Hnausa, Man. • Skarar fram úr öllum í öllu Blaðið Ottawa Citizen flutti eftirfarandi frétt 5. þ. m.: “HEIÐURSLAUN AFHENT FRAMÚRSKARANDI NEM- ANDA.” W. G. Story, forstöðumaður Hopewell skólans afhenti al- þýðuskóla verðlaun nemandan- um Franklyn Hjörleifson á fundi í iðnaðarskólanum í dag (5. okt.). Verðlaunin eru veitt af skólaráðinu þeim nemanda, sem skarar fram úr öllum í al- þýðuskólunum. Þau eru $10.00. Franklyn Hjörleifson vann einnig $5.00 verðlaun við Hope- well skólann fyrir bezta frammi- stöðu í námi, leiðtoga hæfileika og leikfimi.” Þessi piltur er sonur Skúla Hjörleifsons, sem vinnur fyrir sambandsstjórninni í Ottawa og Óskar konu hans; hann flutti þangað frá Riverton, og pilturinn, sem aðeins er 15 ára, fékk mest af alþýðuskóla- mentun sinni í Riverton; er það heiður og gleðiefni þeim, sem þar hafa verið kennarar hans. Hann lauk alþýðuskóla námi í fyrra og gengur nú á iðnskólann í Ottawa. Sig. Júl. Jóhannesson. • Samkvæmt yfirlýsingu frá flugmálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Mr. Powers, er nú liðssöfnun til canadiska flug- hersins lokið, með því að svo er litið á, að nægilegt varalið sé fyrir hendi. FALLINN « • Stefan August Loptson Sú harmafregn hefir borist þeim Mr. og Mrs. B. M. Loptson að Lundar, að sonur þeirra, Ser- geant Stefan August, sem var í canadiska flugliðinu, hafi látið líf sitt í herþjónustu; þessi ungi og efnilegi maður var fæddur að Lundar 26. maí 1923, en innrit- aðist í flugherinn 5. nóvember 1942; hann fór austur um haf í ágústmánuði árið eftir. Auk foreldra sinna lætur þessi ungi, burtkallaði flugmað- ur, eftir sig þrjá bræður, Munda, sem er í herþjónustu, Barney í Winnipeg og Konrad í heimahús- um; ennfremur fimm systur: Mrs. Ingu Einarsson, Clarkleigh, Mrs. Helgu Björnson,' Lundar, Mrs. Lenu Treaner, Ontario, Þóru í Winnipeg og Ásu í for- eldragarði. Nýjustu fréttir Bandaríkjaherinn krafðist þess á mánudaginn, að Þjóðverjar í Aachen legði þá samstundis skil- yrðislaust niður vopn, því að öðrum kosti yrði borgin jöfnuð við jörðu og eigi fyr skilist við* en hver einasti og einn þýzkur hermaður þar um slóðir, hefði látið lífið; við þessari kröfu skeltu þýzk hernaðarvöld skoll- eyrum, og verður því úr þessu barist um borgina unz yfir lýkur með fullnaðarsigri af hálfu aiííe- ríska hersins. Frá Rómaborg er símað á mið- vikudagsmorguninn, að Þjóð- verjar séu önnum kafnir við að reyna að koma undan sem mestu af liði sínu, sem verið hefir á Grikklandi, þó litlar líkur séu á að þeim takist það, því innrás- arherjum sameinuðu þjóðanna í landinu, vex jafnt og þétt fiskur um hrygg; nú hafa þeir náð á vald sitt borginni Korinth, og þess vænst, að höfuðborgin Aþena, muni þá og þegar falla. ♦ Þeir Churchill forsætisráð- herra og Eden utanríkisráðherra Breta, eru staddir í Moskva um þessar mundir og sitja þar á ráðstefnu við Joseph Stalin; hvað þessum stjórnmálaskörung- um hefir farið á milli á þessum óvænta fundi, er enn eigi að fullu vitað, þó víst þyki, að um- ræðurnar hafi einkum og sér í lagi snúist um það, að reyna að binda enda á Norðurálfustyrjöld- ina á yfirstandandi hausti. -f Aðptoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mr. Stettinus, hefir gert kunnugt, að í ráði sé, að sameinuðu þjóðirnar allar, að loknu stríði, myndi nýtt þjóðabandalag, er að því leyti til verði frábrugðið þjóðabanda- laginu frá 1919, að því verði gert að skyldu, að hafa ávalt til taks nægan herstyrk til þess að fyr- irbyggja yfirgang og ásælni hvaða þjóðar sem sé. Fjallkonan frjáls Heill sé þér á heiðursdegi, Hafi girta fjalla drotning. Einni þér nú allir hneigji Andlit sín í djúpri lotning. Síðan Hjálmar heitinn krafði Hjálpar-eið af guði sínum, Framgang þinn og frelsi tafði Forað margt á vegi þínum. Gegnum hungur, bál og bylji Barstu flest þín mein í hljóði. Frelsisþrá og fastur vilji Fyltu brjóstið guðamóði. Meðan lýðir lostnir æði Löðra jörð í sifja blóði. Af þér kross og konungræði Kaupir þú með andans sjóði. Þjóðræðis og þínga móðir, þú ert ennþá leiðarstjarna; Eins og blys um andans slóðir, Áttaviti lífsins barna. Fúna menning fyrri alda Flúðir þú með ljósið dýra. Oft þó gyldi illra valda, Altaf blakti nokkur týra. Nú er síðsta skugga-skýið Skafið burt af himni þínum, þar, sem fyrsta frelsis-vígið Forðum stóð í ljóma sínum. P. B. LAUGARDAGSSKÓLINN Um allmörg ár hefir Þjóð- ræknisfélagið starfrækt skóla árdegis á laugardögum, þar sem börnum og unglingum er veitt ókeypis tilsögn í íslenzkri tungu. Þetta fyrirtæki hefir mætt verð- ugum vinsældum, og fjöldi barna hafa á þennan hátt fengið hald- góða undirstöðuþekking á máli feðra sinna, eins og lokasamkom- ur skólans ár hvert hafa sýnt. Ágætir og reyndir kennarar hafa annast kensluna undanfarin ár, og er svo enn. Skólmn hefir; nú nokkur síðustu árin, verið hald- inn til skiftis í íslenzku kirkj- unum hér í Winnipeg, og ættu allir að láta sér þann jöfnuð vel líka. Skólinn hófst á laugar- daginn var í Sambandskirkjunni á Banning Street, kl. 10 f. h., og þar verður hann haldinn, og á •þeim tíma hvern laugardag í vet- ur, svo framarlega að hæfileg aðsókn fáist. Viljum vér í fullri alvöru á- minna alla foreldra, sem skiln- ing hafa á verðmæti íslenzkrar tungu um að senda börn sín á skólann reglulega og stundvís- lega kl. 10. Fjöldi fræðimanna víðsvegar um heiminn leggja á sig mikinn tilkostnað og ærna fyrirhöfn til að læra íslenzka tungu. Þetta nám er nú lagt upp í hendur ís- lenzkra barna í borginni og víðs- vegar út um bygðir fyrir tilstilli félags vors og deilda þess, þeim að kostnaðarlausu og með lítilli fyrirhöfn. Islenzkir foreldrar, þér unnið börnum ykkar hins bezta. Látið þá ekki þetta tæki- færi fara fram hjá þefm. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins. 17. júní 1944 f Horf langt yfir alheiminn íslenzk þjóð, ver aflstöð, sem hækkar þann lága. þú samdir um aldirnar sögur og ljóð, og sýndir í fjarskanum bláa að andi, sem fóstraði ís og glóð, á orku, að gefa þeim smáa. Við fögnum af alhuga frelsinu því, sem fangajárn stjórnarfars brýtur; þó enn byrgi himinin önnur ský, er óveðurs-stormurinn þýtur, sem svæfir í fæðingu sannindi ný, og samúð af rótinni slítur. Hið sannasta frelsi á sigurbraut er samstilling hugsananna, sem gleyma því hvorki í gleði né þraut, að Guð er í sálum manna, sem horfa langt yfir himinskaut og huldu vegina kanna. Við óskum að kreppi þig engin bönd vor íslenzka, hjartkæra móðir. Við sendum þér kveðju af Kyrrahafströnd, — á krossgötum tímanna hljóðir. Við réttum þér öll yfir hafið hönd, og himnarnir verndi þig góðir. J. S. frá Kaldbak.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.