Lögberg - 12.10.1944, Síða 2

Lögberg - 12.10.1944, Síða 2
9 Sönn draugasaga úr núverandi styrjöld Dáin átúlka verndar skip Þegar Argentínska skipið “Tercero” kom á dögunum til hafnar í San Fernandez á Falk- landseyjum, fór greftrunarstjór- inn þar á staðnum um bcrð með menn sína til þess að hefja á land líkkistu, er skipið hafði komið með alla leið frá Mollendo í Perú. Skipstjórinn og menn hans, sem barizt höfðu gegn vindi og veðri í hálfan mánuð og komizt í hann mjög krappan á leiðinni fyrir Kap Horn, stóðu berhöfð- aðir, er líkkistan var borin á land. Sumir sjómannanna signdu sig, aðrir féllu á kné og báðu bænar. Ortiz Pernubo skipstjóri bar höndina upp að einkennishúf- unni, er líkkistan var borin fram hjá honum og mælti: “Þakka þér, þakka þér. Þú hefur reynzt okk- ur sannur vinur. Fjórum sinnum bjargaðir þú skipi okkar úr sjáv- arháska. Hvíl í friði.” Tveir brezkir tollverðir, sem staddir voru í skipinu, hlustuða og horfðu agndofa á það, sem fram fór, meðan líkið var borið á land. “Þetta er draugurinn, sem hló”, mælti 1. stýrimaður. “Hvað segið þér, draugurinn, sem hló?” spurðu tollverðirnir og tóku nú að gerast heldur en ekki forvitnir. “Það eru öngvir draugar til,” sagði annar þeirra. Pernubo skipstjóri leit á hann með miklum alvörusvip og mælti: “Þér munduð ekki segja þetta, ef þér vissuð allt, sem fyrir okk- ur hefir borið á þessari sjóferð. — Og ef þér viljið líta inn í káetu mína,” bætti hann við, “skal eg segja yður frá furðuleg- ustu atburðum, sem fyrir mig hafa komið í þessi fjörutíu ár, sem eg hef verið á sjónum.” Tollverðirnir litu hissa hver á annan og löbbuðu því næst á eftir skipstjóra inn til hans. Og þar var í fyrsta sinn, fyrir örfáum vikum, sögð saga, sem nú er orðin fræg um alla Amer- íku, en það er sagan af “draugn- um, sem hló,” svip Carmelitu Segoviu, “hinnar glöðu brúðar” frá San Fernandez, sem dó ör- skömmu eftir brúðkaup sitt langt norður í Perú. “Við heyrðum í fyrsta sinn há- an og hvellan hlátur í henni í ofviðri, sem skollið hafði á okk- ur nokkru eftir miðnætti úti fyr- ir Punta Arenas fyrir hálfum mánuði,” tók skipstjóri aftur til máls. “Allir um borð heyrðu þennan hlátur, þrátt fyrir öskrið í storminum; hann barst til okk- ar neðan úr lestinni, þar sem við höfðum látið líkkistuna með litlu, látnp brúðinni, sem við höfðum komið með frá Mollendo, til þess að hún skyldi geta hlotið leg heima í átthögum sínum. Við þreyttum eftir megni gegn vindi og veðri og gerðum okkar ítrasta til að halda réttri stefnu. Þetta er ískrið í storminum, hugsaði eg. En þá heyrðum við hlátur- inn aftur, en þá hvellari en áður. Skipverjar, sem urðu óttaslegn- ir, tóku nú í fyrsta sinn að hvísl- ast á sín á milli. “Þetta er lík- kistan,” sögðu þeir. “Þetta veit á illt; það er draugur á ferð- inni.” “Það eru öngvir draugar til,” sagði eg við heila sendinefnd af sjómönnum, sem kom til mín upp á stjórnpall og krafðist þess, að líkkistunni yrði varpað fyrir borð eða að snúið yrði við til Santiago að öðrum kosti. í sama vetfangi heyrðum við hláturinn aftur. Það var enginn minnsti vafi á því, að þetta var kvenn- mannshlátur. Við þutum niður í lest til þess að aðgæta, hvað þar væri um að vera, og það mátti sannar- lega ekki seinna vera. Farmur- inn hafði losnað úr skorðum í sjóganginum og veltist nú sitt á hvað, eftir því, sem skipið hall- aðist. Við biðum nú ekki boð- anna að koma öllu í lag. Ef við hefðum komið niður í lestina svo sem klukkutíma seinna, mundi skipinu áreiðanlega hafa hvolft, og við hefðum farizt allir með tölu. Allan tímann, meðan við vorum að hagræða vörunum skipinu og skorða þær, heyrðum við hláturinn. Það var sannar- lega dimmt og draugalegt þarna niðri í lestinni, en hvað um það, við lukum störfum okkar þar. Okkur furðaði á því, að undir eins og skipið var úr allri hættu, þagnaði hláturinn jafnskyndi- lega og hann hafði byrjað. En skipverjar voru enn að hvíslast á. Eg hef aldrei vitað muna jafnlitlu, að skipshöfn gerði upp reisn á hafi úti. En eg þverneit- aði enn að varpa líkkistunni fyr- ir borð. Þriðja sólarhringinn, sem of- viðrið geisaði, var eg staddur uppi á stjórnpalli að næturlagi, og þá heyrði eg aftur hláturinn í draugnum; hann var æðisgeng- inn og krampakenndur. Mér brá í brún og eg sneri mér snöggt við. Það mátti sannarlega ekki seinna vera, því að fjórir sjó- mannanna voru í þann veginn að ráðast á mig. Eg þreif upp marghleypu og hélt þeim í skefj- um. Fábjánar! æpti eg til þeirra. — Ef þetta er draugur, þá er hann að minnsta kosti vinveittur okk- ur. 1 fyrra skiptið, sem hann hló, kom hann í veg fyrir, að skipið færist, og núna í seinna skiptið forðaði hann ykkur frá því að myrða skipstjóra ykkar. Eg lét setja þessa menn í járn, en það megnaði ekki að lægja uppreisnarólguna í hinum. Nóttina eftir, hélt skipstjórinn áfram, brast skyndilega á fár- viðri úr öllum áttum. Skipið hrakti fyrir ofviðrinu eins og kefli, og það skalf og nötraði stafnanna á milli. Það var þessa nótt, sem draugurinn hló í þriðja sinn. 1. stýrimaður var á stjórn- palli. Eg mókti, en heyrði hlát- urinn greinilega, enda yfirgnæfði hann hávaðann í veðrinu. Eg spratt á fætur til að athuga, hvað um væri að vera. Stýri- maðurinn var náfölur. “Þetta er hreinasta kraftaverk,” sagði hann. “Þegar eg heyrði þennan tryllingslega hlátur, sá eg ein- hvern ljósbjarma, og í bjarman- um sá eg andlit þessarar glað- legu, dánu stúlku, sem við er- um með hér í skipinu. Hún benti með vofufingri á svarta þúst, sem barst óðfluga að skipinu. Við stýrðum í einu vitfangi und- an þessu flykki, sem reyndist vera flak af stórri skonnortu. Það mátti ekki tæpára standa að á- rekstur yrði, og þá hefði verið úti um okkur. En jafnskjó.tt og hættan var liðin hjá, þagnaði hláturinn.” Já, þetta er hreinasta krafta- verk, samsinnti eg. Áður en storminn lægði að fullu, hló draugurinn einu sinni enn. Þá birtist svipur hinnar glöðu brúðar 2. stýrimanni. Hann var þá á stjórnpalli, og skipið var að því komið að stranda á hættulegu rifi. En vof- an okkar vísaði okkur leið út úr ógöngunum. “Finnst yður ekki skrítið, að hún skyldi hlæjá?” spurði annar tollvörðurinn. “Hefði ekki verið eðlilegra, að hún hefði veinað af gráti?” “Eg sagði yður frá þvi, að Carmelita Segovia var almennt kölluð “glaða brúðurin”. Hún var léttlyndasta og glaðværasta stúlkan á Falklandseyjum. Hún elskaði eyjarnar sínar, og þar vildi hún láta leggja sig til hinztu hvíldar. Hver veit, nema hún hafi hlegið, af því að henni þótti sælt að geta reynzt bjargvættur okkar. Hún grét aldrrei í lifanda lífi. Hvers vegna hefði hún þá átt að taka upp á því eftir dauð- ann.” Samtíðin. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1944 Utvarpsræða Ejtir Sigurgeir Sigurðsson dr. theol., biskup yfir íslandi. Flutt í Fyrstu lútersku kirkju, Winnipeg, 27 febr. 1944. Mig langar til að hefja mál mitt með því að minna yður á fögur orð í 95. sálmi Davíðs. Þau eru á þessa leið: “Komið, fögnum fyrir Drottni, Látum gleðióp gjalla fyrir kletti hjálpræðis vors. Komum með lofsöng fyrir auglit hans, syngjum gleðiljóð fyrir honum því að Drottinn er mikill Guð og mikill konungur yfir öllum guðum. í hans hendi eru jarðardjúpin og fjallatindarnir heyra honum til. Hans er hafið og hann hefir skapað það, og hans hendur mynduðu þurlendið. Komið, föllum fram og krjúpum niður, beygjum kné vor fyrir Drottni, skapara vorum, því að hann er vor Guð og vér erum gæzlulýður hans og hjörð sú er hann leiðir. — Ó, að þér í dag vilduð heyra raust hans.” Þessi orð heilagrar ritningar, sem eg las yður minna oss fyrst og fremst á hinn mikla skapara himins og jarðar. Hann sem hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns. Hann sem móðir þín kendi þér, tilheyrandi minn, í fyrstu bernsku þinni að tilbiðja. Þú veist að það var hann sem hún átti við, er hún söng þetta fagra vers inn í sál þína: “Vertu Guð faðir faðir minn í Frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd eg hafni.” Mér, er það, Islendingar, mikið fagnaðarefni að fá tæki- færi til þess að tala við yður í dag um hann. Ekkert uní- ræðuefni er æðra, ekkert umræðuefni er mikilvægara, ekkert umræðuefni, kemur okkur öllum jafn mikið við- Hann er faðir vor allra. Hann er hinn eilífi kærleikur. Það er hann sem á hið alsjáandi auga sem vakir yfir mannanna börnum. Það er hann sem telur ár og aldir heims og æðar- slög m'íns hjarta. í hans umsjá, vernd og skjóli búa menn- irnir víðsvegar um veröld alla. “Þótt búi eg yst við Is- hafsskaut, eg er í.skjóli þínu”, syngjum við á Islandi — og um skjól hans vernd og hlíf er vissulega ástæða til að syngja um gjörvallan heim. Hið mikla lofgerðar og þakkarefni vor mannanna er að eiga Guð að föður. Án hans værum vér einskis megnug — ekki neitt. Vér ætlum stundum að það sé unnt að lifa lífinu án hans, en vér komumst skjótt að raun um að svo er ekki. Án hans er allt á sandi byggt, án hans er allt líf í dauðans höndum. Þar verður himininn eins og líkhústjöld. Þar deyja vonir. Þar verður enginn gróandi. Þar hljóma engin fyrir- heiti. — Eg trúi á lífið og gróandann, segir eitt íslenzka skáld- ið nýlega í skáldverki er það hefir samið. Trúin á gróand- ann og lífið getur ekki búið annarsstaðar en þar sem trúin á Guð er fyrir. Það er hann einn sem ávöxtinn gefur. Eg veit að þér, kæru tilheyrendur mínir, hafið reynt hvers virði það er í lífsbaráttunni að trúa á Guð. Þeir sem hingað komu frá ættlandinu til þess að reisa sér hér byggð og bú, litu ekki á að þeir væru svo máttugir, að þeir gætu staðið á eigin fótum, óstuddir af Guði. Þeir vissu að hjálp Guðs var þeim fyrir öllu. Þessvegna fóru þeir í nafni hans og í trú á forsjón hans og handleiðslu, frá landinu sem þeir unnu og efast eg ekki um að það var aðeins í trú á að hann mundi finna þeim fótstig — að þeir fóru til hins nýja heims. Einn Islendingurinn hér í Vesturheimi sagði einmitt við mig nýlega er um þetta var rætt. Trúnni á Guð gátum við ekki slept. Þá hefðum við ekki getað bjargast — brotið allar brautir í nýja landinu. Það er undursamlegt að veita handleiðslu Guðs athygl' í lífi þjóðanna. I því sambandi skulum við öll horfa heim til Islands um stund. Það var oft dimt í landi. Allskonar þrengingar komu yfir þjóðina. Náttúruöflin tryltust mörgum stundum, að því er virtist. Ógnir elds og ísa dundu yfir. Hinn mikli vágestur hafísinn lagðist að landi og bannaði bjargir allar. Sóttir fóru um heila landshluta, drepsóttir, sem stundum tóku stóran hluta þjóðarinnar og svo margt ömurlegt steðj- aði að. En alltaf leiddi Guð þjóðina út úr sortanum. Hin ósýnilega verndandi hönd máttarins var sterkari en hönd eyðileggingarinnar og þjáninga. Þótt allt sýndist vera að bresta og glatast — þá kom höndin og leiddi — kraftaverkið gjörðist. Guð gerir kraftaverk enn í dag. Brennandi hraun- flóðið valt eitt sinn fram úr eldspúandi fjalli. Það stefndi á litla sveitakirkju á íslandi, sem presturinn og fólkið voru í, við guðsþjónustu. Söfnuðurinn og presturinn var kyrr í kirkjunni. Það var hrópað á hjálp Guðs. Og hönd Guðs var ekki langt frá. “Vittu barn sú hönd er sterk”, ságði Jónas Hallgrímsson. Þegar brennandi hraunflóðið var komið í námunda við kirkjuna — greindist það í tvær álmur um- hverfis hana — og engan sem inni í kirkjunni var sakaði. Svona sögur á ísland og íslenzka þjóðin í raun og veru margar að segja, frá horfnum tímum. Vér höfum bara ekki •alt af veitt því eftirtekt, þegar þær voru að gerast og hann var að blessa og vernda land vort og þjóð — og þar af leiðandi stundum gleymt þakklætinu. — Það gleymir líka margur einstaklingurinn að þakka. í eftirtektarverðu leikriti eftir Jóhann Sigurjónsson — gerist fyrsti þétturinn heima í Skálholti — á biskupssetr- inu íslenzka, sem þér öll kannist svo vel við. Á leiksviðinu er fullt af beiningamönnum. — Hámessa á að fara að hefjast. Hljómurinn frá kirkjuklukkunum berst inn á staðinn. Biskupinn gengur yfir leiksviðið og gefur ölmusumönnunum gjafir, eins og hans var vani um leið og hann gekk til kirkjunnar. Sumir beiningamannanna urðu óánægðir með sinn skerf, aðrir höfðu fengið meira að þeim fanst og tóku að kvarta við biskup. Hann áminnir þá um að vera ekki öfundssjúka. Þeir fjarlægjast og hverfa af leiksviðinu nema einn. Það er blindur beiningamaður. Hann verður eftir og eftir að hann hefir setið þögull um stund, segir hann þessi eftirtektarverðu orð: “Þú gafst mér sól og stjörnur og eg þakkaði þér ékki.” — Það er sól og stjörnur í lífi margra — hamingja, gleði, alsnægtir — sem gleymist að þakka. — En miskunnarrík sól Guðs heldur áfram að skína inn í mannlífið, yfir réttláta og rangláta alla daga^Ver viljum ekki láta það oss henda að gleyma þakklætinu til Guðs. Og það veit eg að efst er þjóðbrotunum austan hafs og vestan í huga, þegar litið er yfir horfin ár og aldir liðins tíma, a viðurkenna að hönd Guðs var að verki — og leiddi og studdi. — Eg horfi yfir árin liðnu sem þér hafið lifað h i yðar hér í þessari heimsálfu. Eg veit og hefi glöggt fundi samvistardagana með íslendingum í Vesturheimi, að yöur er þetta vel ljóst. Því tökum vér vafalaust öll úndir orð skáldsins á þessari helgu guðsþjónustustund: “Þú mikli eilífi andi sem í öllu og alstaðar býrð þinn er mátturinn þín, er dýrðin þín er öll heimsins dýrð”. Það er engin innri eign til sem oss er mikilvægari Is' lendingum vestan hafs og austan en meðvitundin um nálægo Guðs, meðvitundin um að Guð sé með oss. Það gengur a ýmsu í þessum heimi á vorum dögum. Ekkert er fullkomlega örugt. — “Gáttir allar áður gangi fram, um skoðask skyli- “Sá einn er fullkomlega öruggur, sem heldur í hönd Guðs. Heima á íslandi er oft sungið um þessar mundir: ‘A hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg — það alh er áttu í vonum og allt sem veldur sorg — Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her — Hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér.” Stormarnir æða um víða veröld. En Guð — hann getur stillt alla storma. Stornpana sem geysa um löndin og a höfum úti, stormana í mannssálinni. Þér vitið hvernig bar- urnar stundum rísa og stormarnir æða um strendur íslands- Þér vitið hversu majrgur báturinn er þar lítill á stórum öldum og á úthafinu miklá. En Guð er þar líka nálægur. Það er ekki langt síðan fallegt atvik gerðist í einni ver- stöð landsins. Fiskimennirnir höfðu allir farið á sjó u» nóttina. Ofviðri skall á og öldurnar risu hátt. En allir voru komnir að landi er kvölda tók, nema einn bátur. Hríðin og nóttin voru að skella á. Allir töldu mjög tvísýnu á að bat- inn mundi bera að landi. Ung kona formannsins var mjog kvíðafull. Hún gekk niður á ströndina og bað Guð heitt og innilega að leiða manninn sinn og bátinn hans í land. Nokkru eftir miðnætti kom hann að landi. Þá sagði hann vinum sínum frá því undarlegasta sepi fyrir hann hefði borið. 1 þann mund sem hann var að gefa upp alla von um björgun, sá hann allt í einu mynd af konu fyrir framan stefni báts- ins. Hún fór á undan bátnum og formaðurinn stýrði á efth henni, alla leið, unz hann sá að bátinn bar þar að landi — sem öruggt var að lenda. Guð sendir oss hjálp með mörgum hætti. Hann býður út hersveitum hjálpenda þegar veröldin þarf mest á a® halda. Vér biðjum þess öll og vonum að hann bjóði ut slíkum hersveitum, til hjálpar þeim sem þrá frelsið, frjáls- ræði, sem þrá að sjá frelsissólina renna á loft og að lauga sig í geislum hennar. Kæru tilheyrendur mínir. Eg finn að þessi augnablik eru stór og mér dýrmæt, er eg á þess nú kost að tala við ykkur svo mörg af íslenzkum ættum, svo mörg í einu, ekki aðeins hinn mikla mannfjölda sem hér er saman kominn i dag, heldur vafalaust einnig mjög marga sem í fjarlægð hlusta á þessa guðsþjónustu, á því máli sem þið mörg ykkar fyrst heyrðuð talað um Guð, himneska föðurinn, þar sem vaggan ykkar stóð, þar sem móðurhöndin blessaði yfir ykkur sem lítil börn, og móðirin bað Guð heitt og innilega að geyma og varðveita á ókunnum vegum lífsins. Eg veit að mynd hennar er yður mörgum skírt í huga og að sú mynd hefir átt þátt í því að leiða ykkur um lífið og benda ykkur í rétta átt og þá ekki hvað síst með orðum sem hún tálaði við um Guð. Eg veit líka, að landið sem þið hurfuð frá ec enn í huga ykkar með “fjöllum, fossum og hraunum og sjá.” ^g veit að sú mynd hefir einnig sín góðu áhrif. “Töframyndin í Atlantsál” eins og eitt skáldið okkur nefndi fsland. Mér er sem eg sjái inn á heimili ykkar víðsvegar. Eg veit að þér eigið ykkar gleði og hamingjuefni — en líka ykkar áhyggjuefni, og ef til vill sorgir. Þannig er lífið. Þá ósk á eg heitasta að eitthvað af þeim orðum, sem eg mæli til yðar, mættu verða ykkur nýr aflgjafi — mætti vekja ykkur bjartar vonir. Ef einhver er, sem heyrir mál miR> karl eða kona, sem finst lífið kalt og dapurlegt fram á dag- inn að horfa, reynslubyrgðin ef til vill of þung, þá minnstu þessara orða: “Ef þér finnst þú vera veikur viljakraft þinn hefta bönd Gríptu þá hans hægri hönd. Þú munt finna að afl þér eykur æða magn um taugar leikur krafturinn frá hans kærleikshönd.” Mig langar til þess að láta það vera meginkjarna þesP sem eg segi við þig, hvort sem þú ert hér viðstaddur, eða í fjarlægð, að Kristur sjálfur gaf fyrirheitið um að vera með oss alla daga, allt til enda veraldarinnar. Og sjálfur Guð mælti fyrir munn þjóns síns: “Eg.mun alls ekki yfir' gefa þig og ekki sleppa af þér hendi minni.” Lífið heldur áfram, streymir látlaust áfram eins og elfan, sem leitar hafsins. Leiðirnar hér í heimi liggja víða- Haf skilur hjarta og vör. Hvar sem vér erum stödd hvort heldur er á íslandi eða í Vesturheimi þá er til þess ætlast af honum sem yfir lífinu vakir og vér eigum að sameigi11' legum föður, að vér gerum allt sem í voru valdi stendur til þess að framkvæma Hans vilja, til að vera sannir menn, trúir hugsjónum Guðsríkis, og sem nýtastir og beztir þegnar þess lands sem vér eyðum æfidögum vorum. í vændum er sameiginlegt föðurland vor allra — “því a® föðurland vort er á himni.” I nafni íslands flyt eg ykkur öllum hjartans kveðjur og fyrirbæn heimaþjóðarinnar. Eg bið landinu sem Þer búið í blessunar Guðs. Sérhverju heimili þess. Bið um blessun Drottins yfir þjón hans hér í söfnuðinum og söfn- uðinum í heild, yfir þjóna hans í báðum kirkjudeildunum íslenzku og öllum sem eru að vinna að því að hans ríki komi. Bið kirkju Krists í Vesturheimi blessunar Guðs, f°r' eldrunum, börnunum og hinum fulltíða, sem eru á starfs- árunum, hinum sjúku og þeim sem kunna að bera harm eða kvíða í brjósti og öllum sonum þjóðarinnar, sem eru að fórna kröftum sínum í baráttunni fyrir frelsi mannkyns- ins. Bið fyrir Islandi og öllum í heimalandinu. Bið um ljós og frelsi og frið yfir gjörvallan heiminn- Á Islandi er það, eins og þér öll munið, venja að láta Ijós loga á jólanóttina á heimilunum. Það er bjartasta vetr- arnóttin á íslandi og hún er í innra skilningi heimsins

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.