Lögberg - 12.10.1944, Page 3

Lögberg - 12.10.1944, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1944 3 bjartasta nótt. Veröldn er mörgum döpur á vorum dögum. En leiðin er að lýsa hana upp. Lýsa hana upp með orði Guðs og verkum líka og starfi í hans anda. Á þann hátt er unnt að breyta heiminum öllum í nóttlausa vóraldar veröld — í Guðsríki á jörðu. Vinir mínir nær og fjör. Hönd Guðs leiði þig og styðji — augu hans vaki yfir þér. Hann veri með þér alla daga — “alla sem Guð þér sendir.” Amen. —Sameiningin. Jóhann Scheving: Fagurfræðin og lífið Fagurfræðin er námsgrein um fegurð. Fegurðin er alls staðar um- bverfis oss. Hún birtist í ríki náttúrunnar með ýmsu móti, eða á margan hátt: í fögru landslagi, vötnum, ám, fossum, fjöllum, skógum, blóm- skrýddum grundum o. s. frv. Hún birtist í listum: Málverkum, bókmentum, sönglist, leiklist, höggmyndalist. Yfirleitt í öllum listum og lífinu sjálfu. Fegurðin hefir áhrif á oss hvern dag. Vér getum varla án hennar lifað. Og vér getum ekki komizt hjá því, að kynnast henni og njóta hennar að meira eða ttiinna leyti. Oss langar til þess að kynn- ast eðli fegurðar. Það má láta sér koma til hugar, hvort feg- urð sé gagnleg eða hættuleg. Hvort vér eigum að hylla hana eða láta afskiptalausa. Um þetta hefir verið allmikið ritað. Yfir- ieitt hafa menn þá skoðun á fegurðnni, að hún sé dýrmæt Uppfyllng lífsins. En það þarf að kenna mönnum að meta hana. Fjölnismenn höfðu fagurfræð- ina á stefnuskrá ritsins jafnhliða nytseminni. Þeim þykir íslend- ingar hafa lélegan smekk og þeir njóti lífsins því síður en auðið væri. Og það var Eggert Ólafsson, sem fyrstur manna opnaði augu iandsmanna fyrir fegurð lands- ins. Þessir menn vissu að ekki er nægilegt að seðja líkamann. Eg hefi oft fundið til þess, er gáfaðir og lærðir menn hafa út- skýrt eitthvað í merkum bók- nienntum vbrum, hve augu þeirra sáu miklu meiri fegurð í verk- inu en almenningur. Séra Kjart- nn frá Hruna segir í erindi, er hann flutti vestan hafs, að eng- inn gæti gert sér grein fyrir hve fyrstu setningar í kvæði Jónasar Hallgrímssonar “Gunn- srshólmi” hefði orðið Islending- nm mikil lyftistöng. “ísland farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir.” Þeir fóru að hugsa og horfa og trúa því, að þessi orð væru sönn. Það létt- ist á þeim brúnin, augu þeirra opnuðust, fagnaðaralda streymdi nm þá, máttur þeirra óx, átökin urðu meiri, framfarirnar byrj- uðu. Þetta var bættum smekk, nukinni fegurðarást að þakka. Hað má segja, að hin auknu fagurfræðilegu áhrif, sem eink- um stöfuðu frá hinum miklu skáldum, hafi lyft þjóð vorri (og vitanlega öllum menningarþjóð- Um) á hærra stig. Orðin fagur- fræði, fagurfræðingur og fagur- fræðilegt eru af grískum upp- runa. Æstetik, æstetiker, æste- tisk. Sögnin, sem þau eru mynd- uð af, þýðir að “finna til” eða “skynja”. Menn verða að finna til fegurðarinnar, skynja hana uieð tilfinningum sínum, ef svo Uiá að orði komast. Eg get ekki stillt mig um að uiinnast hér á tvo menn, sem getið er um í rússneskri sögu. Heir voru á langri ferð suður eftir Rússlandi. Annar var menntaður, fátæk- Ur, hrifnæmur smekkmaður, sem fylti sál sína, hvar sem hann fór, Uieð því að teyga í sig alla feg- Urð. Hinn var, eða sagðist vera, af háum stigum. En hann hafði uiagann fyrir sinn guð, og hló að hinum, er hann horfði undr- andi, með guðmóð í sál sinni, á oitthvað fagurt. Sókrates lauk einum samtöl- um sínum (Hippías majór) með þessum orðum: “Hið fagra eða fegurðin er flókið mál.” Og mönnum kémur ekki sam- an í þessu efni frekar en öðr- um. Hugsum oss að tveir heimspek- ingar, jafnlærðir, sökktu sér nið- ur í að kynna sér fegurð lita og fegurð mannlíkamans. Það er áreiðanlegt, að þeir fengju ekki sömu útkomu. Og væru þeir sinn af hvorum kyn- flokki, mundu niðurstöðurnar verða enn álíkari. Því að hin ó- líku lífsskilyrði, sem þeir ólust upp við, hljóta að hafa áhrif á skoðanir þeirra. Djúpur skiln- ingur á fegurðinni og ágæti henn ar hlýtur að bæta hugsunarhátt manna. En hinsvegar nýtur vel hugsandi maður og gæddur sæmi legri þekkingu, fegurðar á fjöl- breyttari hátt en hinn, sem van- kunnandi er og illa hugsandi. Kristur taldi betrun hugarfars- ins eiga að ganga fyrir öllu öðru. Það væri sama sem að búa til eilíft sólskin, eilífa fegurð, að eignast gott hugarfar. Vér mun- um eftir sögunni í Lúk. 10,29, sögunni um hinn miskunnsama Samverja. Lögvitringur spurði: “Hver er minn náungi?” Og Jesús svaraði með þessari sögu. Eftir að hafa sagt söguna mælti hann: “Hver af þessum þrem- ur (presturinn, Levítinn eða Samverjinn) álítur þú að hafi verið náungi særða mannsins, þess er féll í hendur ræningja?” 1 kverinu, sem eg lærði undir fermingu, var þetta skilgreint þannig: ‘.Náungi vor er hver sá maður, er vér getum auðsýnt kærleik á einhvern hátt.” Fjöldi fólks v/rðist engan náunga eiga, svo kærleikssnauðir eru margir. Sést það bezt á framkomu þess hvers í annars garð. Siðfræðin grípur inn í fagur- fræðina. Eða réttara sagt: Þær renna stundum saman í eitt. Fagurfræðin og fegurðin verð- ur ekki skilin til hlýtar með köldum huga og hjarta. Því til- finningaríkari sem maðurinn er og kærleiksríkari, þess meiri fegurð sér hann og finnur. Það má í þessu sambandi minna á þjóðsöguna um Axlar- Björn, sem orðinn var svo vond- \ur maður, að hann sá ekki sól- ina. Og sýnir það ekki fagur- fræðilega tilfinningu á lágu stigi, er menn halda á lofti því, sem ljótt er og niðrandi, en minnast varla á það, sem gott er í fari og breytni náungans? Þegar menn ætla að njóta feg- urðar, mega engin aukaatriði skyggja á. Tökum til dæmis að skoðað sé málverk. Þá má sú hugsun ekki verða yfirgnæfandi, fyrir hve mikið fé megi selja það, eða eftir hvern það sé. Venjulegast leitast flestir við að sjá meiri fullkomnun í málverkinu, ef það er eftir frægan málara. Og einmitt vegna þess finna menn þá, eða þykjast finna, meiri feg- urð í því. En hjá óþektum mál- ara er leitað að göllunum. Og með þessari aðferð vaxa þeir þvílíkum áhorfendum í augum. Sama máli gegnir um aðrar listir. Menn eiga að njóta þeirra sem hlutlausir áheyrendur eða áhorfendur. Áhrif góðs leikrits, sem vel er leikið, eiga ekki að minnka þó að einhverjir leik- endur séu sem “prívat” menn ekki áhorfendum að skapi, eða líf þeirra sé ekki flekklaust. Menn eiga að gefa sig fegurð listarinnar á vald, án þess að Baily-brýrnar draga nafn sitt af manninum, sem fann þær upp. Þær er hægt að setja saman í skyndi og eru íraustar og endingargóðar. Ein slík brú sézt hér á myndinni. gat ekki beinlínis sýnt mismun hinna tveggja trúarskoðana, kaþólskunnar og lúterskunnar. En fyrir augum þess, sem skildi viðburðinn, sem það sýndi, gat það haft mikla þýðingu. Það rifjaði upp þekkingu hans og safnaði svo að segja öllum geisl- um hennar saman í einn brenni- punkt. Það mætti einnig segja, að málverkið gæfi honum meiri fyllingu, dýpri skilning, meiri fegurð. Við að horfa á góða leik- list bæta menn fegurðarsmekk sinn mjög. Góð leikrit gefa svo djúpt innsýn í sálif manna. Þau sýna lyndiseinkunnir, sorg og gleði í hámarki, hvernig ill og goð örlög skapast. Þau sýna inn ^ leyndustu fylgsni mannlegra hjartna. Þau gera menn glögg- skyggna og fagurræna (æste- tiska). En það er einkennilegt við fegurðarnytjun (ef svo má að orði komast), að hún verður að fást fyrirhafnarlítið. Menn vilja yfirleitt ekki þurfa að vinna hana vísindalega úr umhveriinu eða viðburðunum, eða því sem fyrir augu og eyru ber, heldui fá hana lagða sér í hendur. Hið fagurræna hvílir líka yfirleitt á þeirri staðreynd, að áhorfandinn verður að vera hlutlaus. Og hann má ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Hann má heldur ekki vera sljór. Þó að menn í leikhúsi verði fyrir sterkum áhrifum, mega þeir ekki öskra, stappa, kalla fram í eða aðhafast neitt, er truflunum veldur. Geðbrigðum sínum verða þeir að halda í Framh. á 7. bls. láta óviðkomandi atriði eða hugsanir trufla sig frá því að njóta hennar til fulls. Stundum einangra menn huga sinn frá fegurinni við það eitt, er þeir vinna að, eða þurfa að leysa af hendi. Til dæmis getur grasafræðing- ur, er leitar sjaldgæfra jurta, ver ið svo hugfanginn af þessum ransóknum, að hann sjái lítið eða ekkert fagurt við það, sem umhverfis hann er. Vér getum hugsað oss skóg- eiganda, sem hefir hugann að- eins við það, hve stór trén verði, hve mikla peninga hann fái fyrir timbur sitt, án þess að njóta þeirrar fegurðar og yndis, sem skógar hafa að bjóða. Aftur á móti getur annar mað- ur, sem smekkbetri er, og ekk- ert tré á, haft mikla nautn at fegurð skóga hins mikla fésýslu- manns, er aðeins hugsar um pen- inga fyrir trjáviðinn Sami hlutur, sama fegurð, verkar misjafnlega á menn. Má segja, að menn líti hlutina frá þrennskonar sjónarmiðum: Vís- indalegu, starfrænu og fagur- fræðilegu eða fagurrænu. Efnafræðingurinn lætur sig varða efnasamsetning þess, saltmagn o. s. frv. Fiskimenn- irnir líta einkum á það sem tekjulind og tala aðallega um aflabrögðin í sambandi við það. En hinn fagurfræðilega mennt- aði maður horfir á það sem til- breytingaríkan fegurðargjafa, er sýnir ótal myndir. Hann dáist að því geislum stráðu og lygnu. Hann hrífst með af krafti þess og mikilleik. Hann stendur á ströndinni og teygar fegurð hafs- ins. Fegurð þess er í hans augum sem ódáinsveig, sem aldrei þrýt- ur. Fagurfræðilegt ástand bygg- ist á hugsun, vilja og tilfin'ning- um. Það er öllum þrem aðal- þáttum sálarlífsins. í þetta hug- hrifaástand komast menn mis- jafnlega oft, og misjafnlega innilega. Og vanþekkingin er mikill þröskuldur á vegi fegurðar- nautnar. Hugsum oss tvo menn fara út í guðs græna náttúruna á fögrum sumardegi. Annar er þekkingarlaus verkamaður úr borg, sem naumast þekkir eik frá birkitré. Hann þekkir varla hinar algengustu kornmatarteg- undir, hann þekkir aðeins örfá blóm. Af fuglum þekkir hann endur, gæsir, hænsni; af skor- dýrum aðeins fiðrildi og flug- ur. — Hinn maðurinn er ágætur í dýrafræði og grasafræði. Hann hefir mörg sumur aukið fróð- leik sinn með ferðalögum og athugunum. Á vetrum hefir hann lesið fræðandi bækur, bæði um þessi efni og önnur. Þessi mað- ur nýtur miklu betur fegurðar þeirrar, er hann sér, heldu en ófróði maðurinn. Sá lærði þekk- ir öll blóm og jurtir, allar fugla- tegundir, sem í landinu eru og til þess koma. Hann þekkir skor- dýrin og veit skil á öllu. Hann er listrænn, fagurrænn. Fyrir augum þess ófróða rennur allt saman. Hann skilur ekki hina einstöku fegurð. Hljómlistin í loftinu verður fyrir eyrum hans að undarlegri suðu, þar sem hann þekkir eða skynjar ekki hinar einstöku raddir, eða frá hverjum þær stafa. Það mætti líkja þessum tveimur mönnum við aðra tvo menn, er báðir tækju sér í hönd eintök af sömu bók. Annar þeirra læsi aðeins efnisyfirlitið, en hinn alla bókina. Hugsum okkur þrjá menn stadda» úti að næturlagi, þegar miljónir stjarna tindra á him- ingeimnum. Sá fyrsti er þekk- ingarlaus heiðingi. Hann álítur stjörnurnar dularfullar, lifandi verur. Annar maðurinn er ó- fróður nafnkristinn maður, sem álítur stjörnurnar glugga á himninum, er guð og englarnir líti í gegnum, til þess að horfa á jörðina og íbúa hennar. Þriðji maðurinn er stjörnu- fræðingur, er veit að stjörnurn- ar eru hnettir, eins og jörðin, er ganga eftir vissum brautum í himingeimnum, eins og kom- ist er að orði í þessu sambandi. Það liggur í augum uppi, að þessir menn verða fyrir ólíkum áhrifum. Hræðslan verður að líkindum til þess að skyggja á fegurðaráhrifin hjá þeim fyrsta, og hjá öðrum barnslegt trúnað- artraust. En sá þriðji skilur mikilleik tilverunnar og kerfis- bundið fyrirkomulag hins skap- aða. Hann fyllist virðingu og aðdáunar á því, sem hann sér. Hugur hans styrkist í skilningi á því, sem er fagurt. Hann hleð- ur sál sína fagurrænni orku. Nú snúum vér frá náttúrunni til listarinnar. Vér erum komin á málverkasýningu. Þar er eink- um eitt málverk svo ágætlega málað, að mesta athyglin beinist að því. Þetta málverk sýnir Luther á ríkisþinginu í Worms. Frammi fyrir því standa þrír menn. Einn áhorfandinn þekk- ir tæpast nöfn litanna og hefir enga hugmynd um hvaða mað- ur þessi Lúther var, né af hve örlagaþrungnum heimssögu- legum viðburði málverk þetta er. Hann veit ekkert um mun- inn á kaþólskri trú og Lúthers- trú. Hinir áhorfendurnir eru jafn vel að sér í sögu og guð- fræði. Annar þeirra er ofstækis- fullur í sinni kaþólsku trú. Hann hatar Lúther og telur hann djöfullegan andstæðing, reglu- legt verkfæri myrkrahöfðingjans. Hinn er eins æstur fylgismaður Lúthers og sá kaþólski með sinni trú. Hann horfir heillaður á mynd Lúthers og lítur á hann sem guðinnblásinn merkisbera sið- bótarinnar. Hann sér í honum ímynd réttlætis og sannleika. Hverjum kemur til hugar, að þessir þrír menn hafi allir haft jafnmikla fagurræna (æste- tiska) nautn, eða gagn, af að horfa á þetta málverk? Engum. Þekking og réttur skilningur á því fagra, er menn sjá, hefir mikla þýðingu. Þessi mynd af Lúther á ríkisþinginu í Worms Business and Professional Cards Phone 49 469 Radio Service Specialists ELEGTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG MANITOBA FISHERIES WINNIPEQ, MAN. T. Bercovitch, framkv.stl. Verzla í he'.ldsölu me<5 nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofuslmi 25 355 Heimasimi 55 463 Blóm stundvíslega afgreidd TK ROSERY ltd. StofnaC 1905 427 Portage Ave. Wlnnipeg. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Pape, Manaping Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 36 65l. Res PhOne 73 917. Office Phone Res. Phone 88 033 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 gcott Block Wholeeale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOinpar 209 Bank of Nova Scotia Bld*. Portage og Garry St. Slmi 98 291 EYOLFSON’S DRUG DR. A. V. JOHNSON PARK RIVER, N.D. Dentist íslenzkur lyfsali • Fðlk getur pantað meðul og annað meC pðsti. 6 06 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Fljðt afgreiðsla. Home Telephone 202 398 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BI.DG,, WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiCaábyrgö, o. s. frv. Phone 26 821 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPláÖ TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1103 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sfi beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarOa og legsteina. Skrlfstofu talslml 86 607 Helmilis talsími 26 444 Legsleinar sem skara framúr Úrvals blfigrýU og Manitoba marmari Skrifiö eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I Augna, Eyrna, nef ' og hálssjúkdðmum 416 MedicaJ Arts Buildlng, Graham and Kennedy St. Skrlfstofusími 22 251 Heimasfmi 42 154 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physidan & Burgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 215 RUBY STREET (Beint suCur af Banning) Talstmi 30 877 • ViBtalstlr.ii 3—5 e. h. — Frá vini GUNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Netting 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Winnipeg Manaper, T. R. THORVALDBON Your patronage wlll be appreciated

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.