Lögberg - 12.10.1944, Síða 5

Lögberg - 12.10.1944, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1944 5 Minni Íslands Rœða flutt í veislu til heiðurs herra Sveini Björnssyni, forseta íslands og herra Vilhjálmi Þór, utanrikisráðherra íslands, í Waldorf Astoria gistihöllinni í New York borg, 27. ágúst 1944. Eftir Dr. Richard Beck, forseta Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Herra forseti Islands! Herra utanríkisráðherra! Herra sendi- herra! Góðir íslendingar! Mikla sæmd tel eg mér að því; herra aðalræðismaður, að hafa verið boðið að sitja þessa einstæðu og ánægjulegu fagnaðar- veislu til heiðurs sjálfum forseta ísladns og utanríkisráðherra þess. Vil eg í byrjun máls míns, í nafni Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi og i eígin nafni þakka þessum ágætu gestum og mikilhæfu fulltrúum ættþjóðar------------------------------------- vorrar fyrir síðast, hinar höfðing- legu og ógleymanlegu viðtökur heima á íslandi nú í sumar. Einnig býð eg þá í nafni Þjóð- ræknisfélagsins hjartanlega vel- komna vestur um haf og flyt þeim fagnaðarkveðjur og vel- farnaðaróskir félags vors. Hafa þeir báðir sýnt Þjóðrwknisfélag- inu og Vestur-íslendingum í heild sinni mikinn og einlægan vinarhug, forseti íslands með því, meðal anars, að gerast verndari félagsins á 25 ára afmæli þess, og utanríkisráðherrann með margvíslegu starfi í þágu félags- ins og vor íslendinga hér í landi. En þegar vér minnumst þess- ara virðulegu og ágætu gesta heiman af ættjörðinni, minnumst vér jafnhliða sjálfrar hennar, vorrar sameiginlegu móður, sem vér erum tengd hinum nánustu böndum blóðs og erfða. Um það nána samband manns við ætt- jörðina sagði eitt skáldið borg- firzka réttilega: “Þar sem fyrsta ljósið ljómar, lyftist brjóstið, tárið skín, þar fá hugans helgidómar heildarblæ á gullin sín; það, sem andans orku hvetur, oftast verður þangað sótt, enginn kvistur grænkað getur, gefi’ ei rótin sprettuþrótt.” Hin andlega íslenzka gróður- mold hefir jafnan átt þann sprettuþrótt í ríkum mæli. Vér stöndum á gömlum og traustum merg menningarlega; hin andlega arfleifð vor, keypt við blóði, svita og tárum kynslóðanna, er ekki fúin í rót. Minningarnar um ættlandið og ættþjóðina eru altaf ofarlega og ríkar í huga góðra Islendinga, ekki síst þeirra, sem dvelja lang- vistum erlendis og sjá land sitt og þjóð gegnum sjónargler fjar- lægðarinnar, er sveipar hvort- tveggja heilandi ljóma. Og þeim íslandsbörnum, sem eiga dvalar- stað erlendis hefir sérstaklega orðið hugsað oft og heitt til ætt- landsins og ættþjóðarinnar á þessu örlagaríka sumri í lífi hennar. Vér, vestræn börn íslands, fögnum af heilum huga yfir því, að ættþjóð vor, hin íslenzka þjóð, hefir á ný tekið sæti sitt á bekk lýðfrjálsra þjóða. Saga hennar og skerfur sá, sem hún hefir lagt til heimsmenningarinnar, sýnir það og sannar, að henni sæmir slíkur sess. Stórveldi heimsins og aðrar erlendar þjóðir hafa einnig drengilega viðurkennt rétt hennar til óskoraðs sj álfsforræð- is. Og er vér rennum augum vor- um yfir farinn feril ættþjóðar vorraf á liðnum öldum, styrkj- umst vér í þeirri trú, að hún muni bera gæfu til að sigrast á hverjum þeim vandkvæðum, sem kunna að bíða hennar á ókom- inni tíð. Jafnframt því, að vér þökkum hinum mikilsvirtu fulltrúum ætt þjóðar vorrar, forseta íslands og utanríkisráðherra þess, heimsókn ina og óskum þeim fararheilla heim í ættjarðarskaut, biðjum vér þá að flytja ættþjóð vorri og ættlandi hjartans kveðjur, með þeim skilaboðum, að oss brenni enn glatt í hjarta eldur ræktarseminnar til lands og þjóðar. Guð blessi og verndi vort fagra og tigna ættland á norðurveg- um og vora hugumkæru ættþjóð! Vaki allar góðar vættir yfir vel- ferð hins endurreista íslenzka lýðveldis! I Það bezta sem þér getið lagt fé í Þegar þér kaupið Sigurláns skuldabréf, leggið þér fé í tvent. Þér tryggið sigurinn. Þér tryggið yðar eigin framtíð. Sigurláns skuldabréf eru jafn góð peningum, og hafa auðlindir Canada ríkis að baki sér. Ef þér einhverntíma í framtíðinni hafið brýna nauðsyn fyrir reiðufé, notið þá Sigurláns skuldabréf yðar sem veð gegn bankaláni. Sérhver banki mun með ánægju þiggja slíka tryggingu og þegar þér hafið endurgoldið lánsféð, fáið þér skuldabréf yðar til baka. Sigurlánsbréf er það bezta, sem þér getið lagt fé yðar í. Haldið fast í þau. THE ROYAL BANK OF CANADA Lífið í Japan í dag Grein þessi, sem hér er þýdd úr tímaritinu World Digest, er eftir Seisaku Shioni og lýs- ir lífinu í Japan í dag. Grein- arh. bregðwr upp mynd af erfiðleikum þeim, sem Japan- ar eiga nú við að stríða en þá telur hann þó smávægilega samanborið við hormungar þær, er muni bíða þeirra í framtíðinni. F'NDA ÞÓTT eg hafi dvalizt í " Kína í meira en fimm ár, hefi eg átt þess kost að fylgjast með viðhorfunum í Japan. Það á eg að þakka upplýsingarstarfsemi bandamanna og leyniþjónustu Kínverja. Japanska þjóðin verð- ur að una hinni knöppustu matvælaskömmtun og öðrum kröppum kjörum, er styrjöldin hefir fært henni að höndum. Eftirlitið er svo strangt og ó- vægilegt, að það er mál manna, að jafnvel mannslífin séu skömmtuð í Japan. Verðlagið er engan veginn eins hátt og gefið hefir verið í skyn erlendis, því að japanska stjórnin hefir fyrir löngu komið á ströngu verðlags eftirliti. Þó fer því fjarri, að tekjur og gjöld manna standist á, einkum á þetta þó við um launastéttirnar, en hagur þeirra er verstur allra stétta í Japan, sem er raunar saga allra ann- arra þjóða, er hafa af dýrtíð og verðbólgu að segja. Mesta vandamál Japana eins og nú er komið málum er það, hversu mjög þá skortir hráefni og neytendavörur. Stjórnin hefir leitazt við að ráða nokkuð fram úr þessum vanda með því að leggja bann við því, að fram leiddar væru ónauðsynlegar vörur vegna þess að framleiðsl- an í þágu hernaðarins yrði að ganga fyrir öllu öðru. Japanar hafa gripið til skömmtunarinn- ar til þess að reyna að forða sem mest vandræðum af völd- um skorts þess, er þeir eiga við að stríða á ýmsum sviðum. Skömmtunin var fyrst tekin upp þar í landi í maímánuði ár- ið 1938, þegar olíuskömmtun var á komið. Fyrstu neyfenda- vörur, er settar voru á skömmt- unarlista, voru sykur og eld- spýtur, en skömtun á þeim var fyrst tekin upp í júnímán- uði árið 1940. Eftir það hefir verið tekin upp skömmtun á öil- um daglegum nauðþurftum Japana. Matvælum er dreift um í Jap- an mánaðarlega eða á tíu daga fresti. Sérstakir fulltrúar lög- reglunnar hafa dreifingu þeirra á hendi og miðlar hver þeirra tíu fjölskyldum mat. Neytend- urnir kaupa matvörur eftir að hafa framvísað skömmtunar- seðlum. En matvara er einnig keypt á svörtum markaði. Verð lagið á vörum þeim, sem seldar er.u á svörtum markaði, er svo hátt, að firnum sætir, enda er framboð þeirra mjög takmark- að. IIRISGRJÓNA skammtur hvers manns í Japan er lýgilega lítill, og þó eru hrísgrjón helzta fæðutegund Japana. Þetta hefir orðið til þess, að stjórnarvöldin í Japan krefjast þess, að mat- vælaframleiðslan sé aukin svo sem frekast megi í Japan og hinum hernumdu héruðum Kína. Matarskammtur sá, sem ætlaður er hverjum einstaklingi í Japan, er þrisvar sinnum minni en talið er lágmark. Reynt er að bæta úr sárasta skortinum með því að neyta kartaflna og ann- ara slíkra vara. Þetta skýrir og þau tilmæli japönsku stjórnarinn ar að auka skyldi kartöflufram- leiðsluna eftir því sem auðið væri. Þeir, sem borða utan heim- ilis, verða að fá sérstaka seðla hjá viðkomandi yfirvöldum. Þeir einir, sem hafa slíka seðla, fá mat keyptan í veitingahús- um. Það er algengt í Japan, að gestirnir hafi hrísgrjón með sér, þégar þeir koma í heimsóknir til vina sinna eða venzlafólks. Jafnvel bændurnir búa við fæðu skort vegna þess, að stjórnin kaupir alla framleiðslu þeirra á lögákveðnu verði. Uppskeruskorturinn í Kóreu og skortur á skipum til þess að flytja hrísgrjónabirgðir þær, sem framleiddar hafa verið í héruðum þeim í Suðaustur- Asíu, sem Japanir hafa her- numið, hefir aukið matarskort- inn í Japan að miklum mun. Sykur, salt og aðrar nýlendu- vörur, kexi, kökum, og víni mán aðarlega. Og skorturinn á vörum þessum vex sífellt eftir því, sem fram líða stundir. Fjölskylda, er telur fleiri en tíu meðlimi, fær aðeins tíu eld- spýtustokka mánaðarlega. Fjöl- skyldur, sem telja sex meðlimi, fá hins vegar sex eldstokka. En í þessu sambandi ber þess að geta, að þær fjölskyldur, sem télja fleiri en tíu meðlimi, fá sér staka stokka, er hafa hver um sig að geyma tvö hundruð og þrjátíu eldspítur. Hinar verða að sætta sig við hina venjulegu stokka, en þeir hafa hver um sig aðeins sjötíu eldspítur að geyma. Þær fjölskyldur, sem telja fimm meðlimi. fá fimm stokka, en þær, sem telja fjóra sætta sig við tvo. Það gefur því að skilja, að þeir, sem reykja í Japan, verða að spara eldspýt- urnar við sig. Sérhver maður fær tvö sápustykki mánaðar- lega, en þau hrökkva vart til nauðáynlegustu þvotta. SUMAR vörur eru aðeins skamt aðar örsjaldan vegna þess, að það er viðburður, að þær séu fáanlegar. Meðal þeirra má nefna bjór, sódavatn, pappír og egg. Hver maður fær tvö egg á mán- uði, þegar bezt lætur, og oft líða svo tveir eða þrír mánuðir, að þau séu alls ófáanleg. Það er ekki unnt að bæta úr eggja- skortinum með því að auka hænsnaræktina, því að hænsna- fóður er mjög af skornum" skammti í Japan. Það, sem áður var talið hænsnafóður, er nú notað* til manneldis. Ríkisstjórn- in hefir gert sérstakar ráðstaf- anir til þess að auka kanínurækt til þess að bæta nokkuð úr sár- asta kjötskortinum. Jafnvel fiskur, sem er önnur mesta neyzluvara Japana, er skammtaður og það sparlega. Fjölmargir fiskibátar hafa ver- ið gerðir að fallbyssubátum, og auk þess vantar tilfinnanlega fiskimenn svo að segja í öllum hafnarborgum og þorpum Jap- ana. Framleiðsla grænmetis hefir minnkað að miklum mun, þar sém tekið er að rækta hrísgrjón í flestum þeim görðum, þar sem það var ræktað fyrrum. Garð- yrkjumönnum í Japan hefir ver- ið fyrir lagt að rækta grænmeti í stað blóma. Húsmæður verða að bíða langan tíma eftir af- greiðslu í búðum dag hvern. SKÖMMTUN á fötum hófst í febrúar árið 1942. Sér- hverjum manni, sem býr í borg- um, eru látnir hundrað fata skömmtunarseðlar í té ár hvert, en þeir, sem búa í bæjum eða sveitum, verða að sætta sig við áttatíu. Það liggur í augum uppi, að fataskorturinn sé til- finnanlegur, þegar að því er gætt, að árið 1943 varð að láta sextíu og þrjá skömmtunar- seðla af hendi fyrir hvern al- fatnað, fimmtíu fyrir yfirfrakka, fjörutíu og fimm fyrir kven- kjól, fimmtán fyrir skyrtu, sex- táin fyrir sumamærföt, þrjá fyr- ir sokka, þrjá fyrir handklæði og tvo fyrir vasaklút. Flest föt, sem fást í Japan, eru gerð úr gervibaðmull, þar sem baðmull er mjög notuð í hernaðarþágu. En föt úr gervibaðmull þola vart tvo þvotta. Fólk í Japan ber skó gerða úr svínaskinni eða fiskroðum, þar sem leður er þar ófáanlegt. Þessi skófatnaður eyðileggst, ef hann blotnar, en það kemur sér illa fyrir Japana, því að það er mjög votviðra- samt þar í landi. Matarskorturinn er þegar orð- inn mjög tilfinnanlegur fyrir Japana, en þó munu þeir erfið- leikar enn aukast að miklum mun, þegar tekur að sverfa enn fastar að þjóðinni af völdum styrjaldarinnar. Það gefur að skilja, hver muni verða hlutur Japana, þegar bandamenn taka að gera harðfengilegar loftárás- ir á iðnaðarborgir þeirra og lama framleiðslu þeirra og samgöng- ur. Þá mun hungurvofan fyrir- sjáanlega berja að hvers manns dyrum, og erfiðleikar þeir, sem japanska þjóðin á nú við að stríða, eru aðeins smávægileg óþægindi hjá þeim hörmung- um, sem þá munu bíða hennar. Sigurlaug Einarson In memoriam Þegar minst er þessarar ágætis konu, koma manni til hugar hin gullfallegu ljóð Bjarna Thorarin- sen eftir Guðrúnu Stephensen, konu Magnúsar Stephensens kon ferenzráðs. Enginn vafi er á því, að Guðrún var mæt kona, sem stóð vel í stöðu sinni, með fyrir- hyggju og góðsemi í garð allra, sem urðu á vegi hennar. Þessa kosti átti Sigurlaug í rík- um mæli. Bjarni kveður á þessa leið: “Þá eik í stormi hrynar háa, hamra því beltin skýra frá. en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst, urtabygðin hvers hefir mist.” í erindi þessu felast tvær myndir, og fagrar báðar. Það er talað um fráfall voldugra þjoð- arhöfðingja; en hvort það er mik- ið saknaðarefni öllum, sem heyra þess getið, er nokkuð óvíst; marg ur lítur girndaraugum sessinn þann, sem auður er. Öðru máli er að gegna með um aldurtila litlu, íslenzku fjól- unnar. Hún er ekki há í lofti, og lætur ekki mikið yfir sér, en hún er prýði meðal jurtanna; hún breiðir út sín fíngerðu og litfríðu blómstur móti vermandi geislum morgunsólarinnar, um hina hraðskreiðu sumartíð. Hún gefur frá sér góðilm, sem er gleði mönnum og málleysingj- um. Þannig lifir þessi prýðilega jurt lífi sínu til daganna enda; þá leggur hún að sér blöðin, og hallar sér hljóðlega í skaut al- föður náttúrunnar, og hvílist að loknu starfi. Söknuður ríkir um- hverfis: “Ilmur horfinn innir fyrst. Urtabygðin hvers hefir mist.” Margt er sameiginlegt með lífi jurta og manna. Páll postuli talar um kristna menn sem “Góð- ilm Krists fyrir Guði.” Margt var það I lífi Sigur- laugar, sem minnir á lif fjólunn- ar. Við söknum hinnar yfirlætis- lausu góðsemi hennar. röggsemi og gagnsemi. Ósjálfrátt svipumst við eftir henni á heimilinu þar sem hún varði kröftum sínum í langa tíð. Þegar komið er heim á heimili þeirra hjóna, Jóhannesar og Sig- urlaugar Einarson, verður fyrir manni höfðingjasetur Útihús eru stór og rammgerð; íveruhús er mikið, tvílyft með loftsvölum. I dyrunum mætir manni óþvinguð, yfirlætislaus velvild: “Þar gestrisnin á guða- stóli situir”. Alveg sérstök á- stundun á því, að láta öllum líða sem bezt er bera að garði, og greiður beini greiddur öllum; enda leggur margur þangað leið sína. Nú er hún horfin sjónum hús- móðir þessa myndar heimilis. “En ilmur horfin innir fyrst, urtabygðin hvers hefir mist.” Sigurlaug varð að dvelja fjærri heimili sínu síðustu árin, vegna blindu, sem á hana féll. Stuttu fyrir andlát sitt, var Sig- urlaug eitt sinn stödd á heimili sínu; var gleðiríkt að fá að sjá hana þar; þar hafði hún skipað heiðurssæti um langa tíð. Okk- ur fanst hún vera drotning ný- komin úr langri ferð. Þetta var í síðasta sinn, sem hún leit heim- ilið sitt. Glaðlyndi sínu hélt Sigurlaug fram á það síðasta, þrátt fyrir ýmsa lífsreynslu. Hún var ræðin og skilmerkileg í framsetningu. Gaman var að tala við hana; kom þá margt upp fornt og nýtt. Minti hún einatt á konur, sem voru taldar mjög fyrir öðrum í fæðingarsveit minni, Mývatns- sveit í Þingeyjarsýslu. Heimili Sigurlaugar var kirkju staður, heima og hér; tel eg það ástæðuna fyrir hinum óþreyt- andi áhuga hennar fyrir velferð kirkjunnar hennar, kirkju Lög- bergssafnaðar, sem var hennar andlega heimili. Söngrödd hafði hún mikla, og var lagviss; mun hún hfa æft það frá bernsku. Marga sálma kunni hún utan- bókar, gat því sungið iðulega hik- laust við guðsþjónustu athafnir. Nú er sætið hennar tómt og yfirgefið í kirkjunni, þar sem hún sat messudag hvern við hlið manns síns og barna, alvarleg og virðuleg. Þegar æfisumri Sigurlaugar var lokið, hallaði hún sér að síðustu kyrlát og róleg að brjósti hins dýrðlega höfundar allrar miskunnar og frelsara mannanna og fól sig og ■ sína hans náðar- faðmi. Mér er það kunnugt, að þannig kvaddi hún hvern einn dag. Helgi G. Thordarsen biskup, lætur þess getið, að það sé æðsta ákvörðun lífsins, að maðurinn nái friði við Guð, og að “Alt vort líf á að votta um það guðdóm- lega, sem í oss býr, sem gerir oss hæfilega til að lifa, ekki einungis fyrir þennan sýnilega heim, held- ur og hinn ósýnilega.” Það tel eg engum vafa undir- orpið, að á þennan hátt skildi Sigurlaug lífsköllun sína, og rækti hana með vandvirkni og röggsemi til æviloka. Nú er lokið samvistum að sinni. Það er mikið gleðiefni að vita, að nú er hún búin að öðl- ast sjónina aftur, og aðra hæfi- leika, sem voru sérkenni henn- ar. “Samur er geislinn, þó glerið brotni,' Ljós er ljós, þó lampar springi.” S. S. C. John Barrymore leikari var i San Francisco þegar jarðskjálft- inn mikli var þar. Hann lá í rúmi sínu, en þeyttist fram úr því, valt nokkrar veltur á gólfinu út í horn. Loks komst hann á fætur, stulaðist að baðkerinu og lá þar í skorðum allan daginn. Daginn eftir fór hann út. Her- maður með sting á byssunni þreif til hans og skipaði honum að bera burt hruninn múrstein í tvo daga. Þegar Barrymore var að segja frá þessu æfintýri sínu í Lambs Club í New York, varð leikritaskáldinu A u g u s tu s Thomas þetta að orði: “Þetta er stórmerkilegt. Jörð- in varð að hrista sig til þess að John fengist til þess að fá sér bað, og Bandaríkjaherinn varð að skerast í leikinn til þess að hann fengist til þess að vinna ærlegt handtak.” * * * Læknir, húsameistari og stjórnmála maður sátu og voru að þrefa um það hvers staða væri elzt í veröldinni. Læknirinn sagði: “Eva var gerð úr rifi Adams. Það var læknisverk.” “Getur verið,” sagði húsa- meistarinffn “En áður en það skeði hafði jörðin verið sköpuð úr glundroða. Það var skipulag. “En einhver hefir þá orðið til þess að valda glundroðanum,” sagði stjórnmálamaðurinn.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.