Lögberg - 12.10.1944, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1944
y.MMfMi I.\1 M? Mi Mi
Dómar mannanna
Eftir \. Sergeant
< tWhWitimmmmmmmmwmmmmmfc
“Það hlaut auðvitað að komast upp, fyr eða
síðar,” sagði hún, eins og hughreystandi, “og
svo er það ekki verra að það kæmi upp núna,
en einhverntíma seinna.”
Það var að vísu satt, þó hún vissi ekki að svo
væri, Riehard bara þagði. Hugsunin um að
konan hans hafði svikið hann, var meir en
hann gæti borið.
“Það er ekki framar hægt að gera neitt við
því,” sagði hún. “En eg ætla þó fyrst um sinn
að kalla mig f^ú Morrison, það liggur svo hræði-
lega ljótur orðrómur á Sittards, bæði föðurnum
og syninum.”
Nú var þolinmæði Richards nóg boðið. Hann •
stóð upp, eins og í krampakendu æðiskasti, og
hrópaði upp:
“Kallaðu þig hvað sem þú vilt, en þú ert
ekki mín kona framar; Þú hefur eyðilagt mig,
bæði á líkama og sál. Farðu þinn veg! Eg vil
aldrei framar sjá þig!”
Hann hafði lyft hendinni, eins og hann ætlaði
að slá hana, en Rósa var þegar komin út í
dyrnar, og fangavörðurinn ýtti henni út, til að
forða henni undan högginu.
Rósa var dálítið óánægð með sjálfri sér yfir
því, hve Richard tók þetta nærri sér, en fang-
elsis hegningin var í huga hennar ekki eins
hræðileg eins og fólks, sem hafði fengið betra
uppeldi. Rósa þekkti margt fólk, sem hafði
verið í fangelsi, og áleit það engan blett á því.
Hún hugsaði sem svo, að það gæti verið gott
fyrir Richard, dálítinn tíma, að lifa á fanga-
skamtinum og vinna fangavinnu, því eftir það
gæti hann ekki þóttst betri en aðrir.
Hún lét þá hótun eins og vind um eyrun
þjóta, að Richard vildi ekki framar viðurkenna
hana, sem konuna sína, hún áleit slíkt sem
bráðræðis fleipur, sem ekkert meinti, því þegar
hann kæmi úr fangelsinu yrði hann búinn að
gleyma því. Hún var hvorki hrygg né blygðaðist
sín fyrir það, sem skeð hafði, bara áleit sig
miklu klókari en hann.
Það eina sem hún kveið fyrir var hvernig
hún ætti að sjá sér farborða. Hún hafði hinn
mesta óbeit á allri vinnu. Þegar hún gifti sig,
hafði hún ákveðið sig að vinna ekki framar,
en bara, eins og hefðarfrú, sitja í hægindastól
með hendurnar í kjöltu sér, og láta þjóna sér
til alls.
En hún kveið ekki lengi fyrir því, hvernig
hún ætti að sjá sér farborða. Fyrst ætlaði hún
að leita uppi systir Richards, og hafa eins
mikið og mögulegt væri, út úr henni, og ef það
dygði ekki, ætlaði hún að fá útanáskrift föður
hennar, og biðja Július gamla Sittard um pen-
inga.
Hún hafði engan skilning á því, hversu margir
erviðleikar stóðu í vegi fyrir þessu áformi
hennar, svo hún efaðist ekki um að sér mundi
heppnast það.
Meðan hún var að hugsa um þessi áform sín,
var Richard yfirkominn af sorg og hugarstríði
að hugsa um sín ömurlegu forlög. Það sem
hann hafði kepst eftir að ná, með því að vinna
dag og nótt, var nú á einu augnabliki að engu
orðið. Nú varð hann 'að líða tvöfalt, undir
brennimarki vanvirðingarinnar. Og svo hugsun-
in um það, hver áhrif þetta hefði á Doru, og
hamingju hennar. Mundi hún hafa sagt mannin-
um sínum um sig, eins og var, eða ekki? Ef
hún hefði ekki gjört það, þá kæmist hann nú
að sannleikanum, og hvað yrði þá um hana?
Richard þekti lundarlag Horst svo vel, að
hann vissi að hann mundi ekki taka slíkum
svikum léttilega.
“Guð gefi að hann verði ekki of strangur við
hana,” bað Richard af öllu hjarta. “Sökin er
mín, eg lét hana lofa því að dylja sannleikann.
Mun hún, þegar hún sér umgetninguna um mig
í blöðunum, koma til að sjá mig?”
En svo leið einn dagurinn eftir annan að
Dora kom ekki til að sjá bróðir sinn.
Loksins kom að því að Richard var leiddur
fyrir dómarann, yfirheyrslan stóð ekki lengi
yfir, því hann játaði á sig glæpinn Hann var
dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Fólk
hélt að hann hefði hlotið harðari dóm, vegna
þess að hann var sonur Júlíusar Sittard.
22. KAFLI.
Dora hafði te samkvæmi heima hjá sér. Hún
var nú einurðarbetri en áður, og var nú betur
fær um að leysa sitt hlutverk af hendi, sem
húsmóðir á heimili Hr. Horst Harkort.
Hún var alveg aðdáanleg, í loðskinns brydd-
uðum kjól, skreyttum gimsteinum, sem maður-
inn hennar hafði gefið henni.
Hennar vegna hafði hann tekið sér frí þenn-
an eftirmiðdag, og gestirnir veittu því eftir-
tekt að hún var svo nákvæm með að halda sig
stöðugt hjá manninum sínum.
Þegar Dora gifti sig, var hún ekki viss um
hvort hún elskaði Horst eða ekki; og hún var
ckki fyllilega viss um það ennþá, þrátt fyrir
það að allur hennar hugur var til hans, og hann
var hennar, hjálp, styrkur og stoð, sem gerði
hana mjög hamingjusama.
Það leyndi sér heldur ekki, að Horst var
mjög hamingjusamur. Hann hafði fyrst verið
hræddur um, að vegna aldurs síns, mundi hann
ekki geta geðjast Doru, sem vegna æskunnar
hefði aðrar kröfur til lífsins en hann. En hún
var svo blíð og umhyggjusöni, í að þóknast
honum, og svo auðvelt að gera henni til hæfis,
að hann gleymdi brátt því sem hann hafði
kveðið fyrir.
Hennar hreina lundarlag og gæði. mat hann
fremur öllu öðru. Hann hafði fölskvafaust traust
á henni, og var sannfærður um, að hún mundi
aldrei bregðast sér.
Hvað sem hefði drifið á daga hennar áður
en þau giftust, lét hann sig nú minna varða en
nokkru sinni áður. Hann var fyllilega sannfærð-
ur um, að það væri ekkert í fari hennar, sem
hún þyrfti að blygða sín fyrir.
Þetta te samkvæmi samanstóð mestmegnis af
kvenfólki, eins og vanalega er. Theresa, móðir
hennar og frú Mendal, sem álitu sig eiga stærsta
þáttinn í hamingju Doru, voru þar allar, ásamt
mörgum heldri konum úr nágrenninu. Þar var
og séra Oldenbruch, með konu sína og dóttir,
ásamt frú Wolruch og frú Burton.
Dora sat við te borðið og talaði við prestinn,
án þess að veita eftirtekt hvaða umræðuefni
gestirnir höfðu 9Ín á milli, þar til ein setning
barst henni til eyrna, sem hún hlustaði eftir.
“Hann hafði kallað sig Morrison, en var í
raun og veru sonur hins hræðilega Júlíusar
Sittard.”
“Það er þá ekki neitt undarlegt að hann sé
þjófur,” bætti frú Burton við.
“Hvað var það, sem þú varst að segja María?”
spurði Horst Harkort.
“Eg var að tala um þennan unga mann,
Richard Sittard,” svaraði frú Burton, “sem þú
hafðir einu sinni í þinni þjónustu. Hefirðu ekki
lesið blöðin? Hann hefur stolið bankaávísun frá
vinnuveitanda sínum, og er dæmdur í sex mán-
aða fangelsi.”
“Jú, eg hefi lesið það. Sorglegt tilfelli,” svar-
aði Harkort.
“Morrison! Eg þarf að vita því hann hefur
valið sér það nafn,” sagði frú Wolrich. “Er það
rangminni mitt, var það ekki líka þitt nafn?”
sagði hún og snéri sér með ilskulegt glott á
vörunum að mágkonu sinni, og sagði:
“Það er æfinlega óþægilegt þegar maður sér
að þjófur nefnir sig mans eigin nafni. En auð-
vitað er þér þessi maður ókunnugur.”
Það varð dauðaþögn, og allir litu til Doru,
serh rétt fyrir augnabliki ljómaði af yndisleik
og ánægju, en varð nú allt í einu nábleik í
andliti.
Horst gekk til Doru, sem greip í krampakendu
fáti um hendi hans.
“Segðu mér, góði minn, hvað var það, eitt-
hvað hræðilegt, sem þær voru að segja.”
“Nei, ekkert hræðilegt, barnið mitt,” svaraði
hann, og laut blíðlega að henni.
“Systir mín var að segja glæpafréttir úr
blöðunum.”
“En hvað — hvað var það?” spurði hún og
horfði ráðleysislega á hann.
Frú Bulrich, sem lengi hafði tortryggt Doru,
lét nú ekki tækifærið sleppa úr hendi sér.
“Sagan er um þennan unga mann, Richard
Sittard,” sagði hún strax.
“En þú hefir ekki þekkt Sittard fjölskylduna?
Mig minnir að eg hafi spurt þig um það. Er
það ekki undarlegt tilfelli, að hann skuli hafa
valið sér nafnið Morrison?”
“Hvað hefir komið fyrir hann?” spurði Dora,
og angist og ótti skein úr augum hennar.
Prestinum fanst sér standa næst að gefa
skýringu á þessu, og sagði:
“Þessi ungi maður hefir stolið peningum frá
vinnuveitanda sínum, og er dæmdur í sex mán-
aða fangelsi. Það er hörmuleg, en því miður
ekkert óvanaleg saga.”
“Eg er bara alveg undrandi yfir því hversu
vægan dóm hann fékk,” sagði frú Wolrich. “Það
er vafalaust eitthvert hræðilegasta tilfelli, sem
eg hefi heyrt um, hvernig glæpahneigðin geng-
ur í ættir. Faðirinn stal í stórum stíl en sonur-
inn byrjar með smáþjófnað.”
Hún gat ekki sagt meira, því það leið yfir
Doru, sem hné niður af stólnum fyrir fætur
mannsins síns, sem þessu var óviðbúinn, hafði
ekki tíma til að taka hana í fang sér. Hann
tók hana upp og bar hana inn í herbergi sitt.
Hann beiddi Theresu að koma með sér og vera
hjá henni, og þegar hann kom aftur inn í sam-
kvæmis salinn, stóðu gestirnir upp, og bjugg-
ust til að fara.
“Það hefur verið of heitt fyrir hana hér inni,”
sagði prestskonan, “þetta líður bráðlega frá
henni aftur, Hr. Harkort; ef þú vilt leyfa, skal
eg koma snemma í fyrramálið til að vita um
hvernig henni líður.”
Fleiri gestanna sögðu það sama, meðan fólk-
ið var að geta ýmislegs til um, hvernig hefði stað-
ið á þessari snöggu breytingu sem varð á frú
Harkort, án þess þó að geta þess sanna til. Það
var presturinn og konan hans, sem höfðu óljósa
ímyndun um ástæðuna, og litu hvort til ann-
ars.
“Vesalings litla Dora,” hvíslaði prestskonan
að manninum sínum, “hvað þetta hefur gengið
henni til hjarta!”
Eftir að gestirnir voru farnir, og frú Mendal
var komin inn til Doru, var frú Walrich ein
eftir í samkvæmissalnum hjá bróður sínum.
Horst var þungur á svipinn, hann stóð við ofn-
inn og horfði með ásakandi augnaráði á systir
sína.
“Nú,” byrjaði hún, “nú ertu vonandi ánægð-
ur?”
‘Eg veit ekki hvað þú meinar,” svaraði hann
rólega.
“Vertu nú ekki með nein undanbrögð né
vafninga, Horst!” sagði hún með fyrirlitningar
svip. “Konan þín veit meira um Richard Sittard,
en hún hefur sagt þér. Vesalings bróðir minn,
að þú skulir hafa verið svo hræðilega gabbað-
ur.”
Horst lyfti hendinni, eins og til að vísa henni
frá sér. “Eg vil ekkert svona tal heyra,” sagði
hann í skipandi róm. “En sem komið er, hef
eg enga ástæðu til að ímynda mér að Dora
hafi táldregið mig. Það var bara tilfellislegt,
að leið yfir hana, þegar við vorum að tala um
Richard Sittard.”
“Láttu ekki gera þig að flóni,” sagði frú
Walrich. “Eg hefi veitt henni eftirtekt. Eg sá
vel að það var þegar hún heyrði nafn hans
nefnt, að hún skipti litum. Þú mátt reiða þig
á að það er eitthvert meira samband milli þeirra
en þú veist. Eg held að hún sé skyld Sittard
fjölskyldunni. Heldur þokkalegt ætterni! O’g það
eins fyrir því, þó hún hafi neitað því að vera
í nokkrum þingum við hann, heldur þakkalegt
kvendi!”
“Eg vil biðja þig, kæra Amie, að brúka ekki
svona orðbragð,- það er óvanalegt í mínu húsi.”
“Fyrirgefðu bróðir, ef eg hef sært þig,” sagði
frú Walrich, “en mér er ómögulegt að vera
róleg, þegar eg hugsa um það hvernig þessi
snoppufríða drós hefur vafið þér um fingur
sér.”
“Eg vil biðja þig, einu sinni enn, Amie, að
þegja!”
“Eg vona þó, að þú reynir að komsat að sann-
leikanum í þessu máli,” hélt frú Wolrich áfram,
og stóð upp af stólnum, og strauk hrukkurnar
úr silkikjólnum sínum.
“Já, eg mun gjöra það!”
“Láttu þér ekki lynda fyr en þú hefur upp-
götvað allan sannleikann í þessu máli.”
“Eg hefi enga ástæðu til að ætla að konan
mín segi mér annað,’! svaraði Harkort með
þjósti.
“Það hefur hún, því miður, gjört of oft,” sagði
frú Walrich, og bjóst til að fara, en stansaði
til að segja nokkur skammaryrði um Richard,
áður en hún fór.
Hún var varla komin út, þegar frú Mendal
kom inn. Hún tók hluttekningarlega í hendi
Horst, um leið og hún sagði honum að Dora
væri að hressast.
“En mér finst, eins og hún sé að stríða við
að dylja eitthvað, sem hún vill ekki segja mér.
Kannske hún hafi sagt Theresu það. Eg heyrði
að hún hvíslaði einhverju að henni, þegar eg
sneri mér frá þeim, en eg misvirði það ekki
við hana; Theresa er meira á sama reki og
hún, en eg, og það er auðveldara fyrir hana að
segja henni trúnaðarmál sitt, ef nokkurt er,
en mér. Heldurðu ekki,” spurði hún eins og í
trúnaði, “að ástæðan geti verið, einhver kunn-
ingsskapur, eitthvert ofurlítið ástarævintýri frá
liðinni tíð, Hr. Horst. Allar ungar stúlkur hafa
dálítið af svoleiðis draumórum í höfðinu, og
það er engin ástæða til að taka það allt of
alvarlega.”
“Nei, aldreilis ekki, kæra frú Mendal,” hann
treysti því að ekki væri neitt meira samband
milli Doru og Richards, en ef ske kynni að þau
hefðu einhverntíma, sem snöggvast orðið ást-
fangin hvort í öðru, en hann gaf, hvorki í orði
né látbragði, hin minstu merki til þeirrar óró
sem hann fann til með sjálfum sér.
“Kemur jómfrú Sandon bráðum hingað?”
spurði hann.
“Já, hún kemur strax, eg hef sent boð eftir
vagni, og við keyrum saman heim.”
Rétt í þessu kom Theresa inn í salinn.
“Doru líður betur, og ætlar að reyna að
sofna,” sagði hún, mjög rólega. “Ef þú ert til-
búin, frú Mendal, þá skulum við fara strax.”
Theresa var óvanalega föl í andliti, og Horst
veitti því eftirtekt, að hún forðaðist að líta á
hann. Hann beit saman tönnunum af ergelsi.
Það var auðséð að Dora hafði, og trúað jómfrú
Sandon fyrir leyndarmáli sínu, svo Thesesa
vissi meira um Doru en hann.
Theresa hefur kannske lesið í andliti hans
hvað hann hugsaði, því áður en hún steig upp
í vagninn, sneri hún sér að honum og hvíslaði
í eyra hans:
“Vertu góður við Doru!”
“Það er ekki líklegt að eg verði öðruvísi við
hana,” svaraði hann kuldalega.
Þegar vagnhurðinni var lokað, sá hann að
tár hrundu af augum Theresu, og við þá sjón
greip hann óumræðileg angist.
Horst gekk til vinnustofu sinnar, og settist
í hægindastól. Hann gat ekkert gert, hafði enga
ró til að lesa, bara sat og hugsaði, en sundur-
lausar og óákveðnar hugsanir. Þegar honum
var sagt að Dora svæfi, vildi hann ekki fara inn
til hennar. En svaf hún? Var það mögulegt að
hún gæti sofið? Honum óx von, það var ekki
mögulegt að leyndarmálið væri eins hræðilegt
og hann ímyndaði sér, ef hún gæti sofið. Hann
bjóst við að hún rniundi senda boð^eftir sér,
strax og hún vaknaði,
En tíminn leið, og Dora sendi ekki boð eftir
honum.
Kvöldverðurinn var borinn á borð, og hann
varð að láta sem hann borðaði og drykki. Þjónn-
inn sagði, að frú Horst þyrfti að vera í ró,
mætti ekki vera ónáðuð.
Að máltíðinni lokinni settist Harkort í stól
við ofninn, og fór að lesa í bók, en hann var
að velta þeirri spurningu fyrir sér, hvort Dora
svæfi altaf, eða var hún bara að reyna að kom-
ast hjá að gefa honum þá skýringtl, sem henni
bar að gera.”
Sársauki og óró út af því, gerði hann graman
í geði. Hann var vanur að allir, sem hann hafði
yfir að segja, gerðu sér grein fyrir athöfnum
sínum. Dora hafði ávalt sýnt honum auðsveipni
og undirgefni, eins og honum fanst eðlilegt af
henni. En nú fanst honum sem hann væri úti-
lokaður frá öllu og öllum.
Loksins, þegar klukkan sló tíu, fór hann upp
tiÞað vita um hvort Dora svæfi. Nei, hún svaf
ekki, hún lá ekki einu sinni í rúminu, en sat
í hægindastól hjá ofninum í svefnherberginu
sínu. Hún var klædd 1 hvítan ullarnáttkjól,
hið mjúka brúna hár hennar féll laust niður
um herðar hennar og brjóst. Á litlu borði hja
henni var fullt vínglas, og diskur með nokkrum
litlum sætabrauðs kökum.
Horst opnaði hurðina og gekk inn.
Dora hrökk saman er hún sá hann. Blóðið
hljóp sem snöggvast í andlit hennar, en svo
hvítnaði hún upp, svo kinnar hennar og varir
urðu nábleikar. Horst tók eftir þessum skjótu
litbrigðum, og gramdist í geði. Af hverju roðn-
aði hún og bliknaði við að sjá hann?
Hverju hafði hún að leyna fyrir honum? Hann
gekk til hennar og horfði fast á hana.
“Hvernig líður þér núna, Dora?” spurði hann.
En það var ekki þetta spursmál sem honum la
þyngst á hjarta að fá svarað.
“Þakka þér fyrir, mér líður betur núna,” svar-
aði hún.
Hann þagði, fáein augnablik, og færði lamp-
ann til á borðinu, svo ljósbirtan skini sem
best í andlit hennar, en hann stóð í skugganum-
Dora bar hendina fyrir andlit sér, eins og hún
viidi vera sem lengst frá ljósbirtunni, en svo
lét hún hendina síga með hægð ofan í kjöltu
sér. Hún þorði ekki að segja neitt, hún óttaðist
svo mjög, að nú kæmi að því spursmáli, sem
hún yrði að svara.
“Segðu mér, hver var orsökin til þess að
þú féllst í yfirlið?” sagði Horst að síðustu, í
skipandi róm. Doru varð svo bilt við að henni
fanst að hjartað í brjósti sér mundi hætta að
slá. Hún svaraði þó í veikum róm.
“Eg held að það hafi verið af heitt inni í
stofunni, eg var svo þreytt.”
Hann leit á hana með ísköldu augnaráði.
“Þú veist það vel, Dora, að það var ekki
ástæðan.”
Dora svaraði engu.
“Eg meina,” hélt hann áfram í sama tón, “að
þér ber að segja mér sannleikann í þessu, eins
og hann er. Mér hafa verið sagðar mjög ó-
þægilegar sögur, þér viðvíkjandi, og eg verð
að geta mótmælt þeim, eða að minsta kosti,
þaggað niður í þeim, sem þær sögur segja.”
“Hver hefir sagt þér nokkuð um mig?” spurði
Dora óttaslegin.
“Það gerir ekkert til hver það var. En sjáan-
lega varð þér svona bilt við það sem systir mín
sagði um Sittard fjölskylduna. Eg hefi og áður
orðið þess var, hvað þetta nafn hefur haft ein-
kennileg áhrif á þig. Hvernig stendur á því?
Hvað veist þú um Sittard fjölskylduna?”
“Eg — eg þekti hana,” svaraði hún og þorði
ekki að líta upp.
“Hvenær?” • •
“Hvenær, altaf — að minsta kosti.”
“Og þú hélst þessu sambandi leyndu, og það
eftir að þú varst komin í hún frá Sandon?”
“Já, —”
“Ert þú skyld Júlíusi Sittard?”
Dora brast í grát og hélt höndunum fyrir
andlit sér.
“Svaraðu mér,” sagði Horst í skipandi róm,
“ert þú skyld honum, eða ekki?”
“Já,” svaraði Dora, svo lágt, að hann varð
fremur að geta sér til um það, en að hann
heyrði það.
“Það er nú best fyrir þig Dora, að segja mér
eins og er. Því áttu svo bágt með að segja sann-
leikann?” spurði Horst, og málrómur hans bar
vitni um þann sársauka sem inni fyrir var ut
af því, sem Dora hafði leynt honum. En ennþa
hafði hann ekkert samhengi í því hvernig þessu
væri varið, það versta sem hann bjóst við að
heyra var, að Dora væri skyld Júlíusi Sittard.