Lögberg - 12.10.1944, Page 8
8
. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1944
Or borg og bygð
Þjóðræknisdeildin Esjan í Ár-
borg, heldur skemtifund sunnud.
þ. 22. þ. m., að heimili Dr. og
Mrs. Björnsson. Fundurinn byrj-
ar kl. 2 e. h. Hefir Esjan ákveðið
að bjóða öllum þeim frá deild-
unum þrem, í Selkirk, Gimli og
Riverton, sem kynnu að hafa
tækifæri á að sækja þetta gleði-
mót. Vonast hún eftir húsfylli,
til aukinnar samvinnu og vax-
andi áhuga fyrir þjóðræknis-
starfinu.
S. E. B.
ÞAKKLÆTI
Gefið í byggingarsjóð Banda-
lags lúterskra kvenna: Mr. Hall-
dór Johnson, 1088 Downing St.,
Winnipeg, $25.00.
Kærar þakkir,
Hólmfríður Danielson.
9
Þriðjudaginn 3. þ. m. barst séra
Sigurði Ólafssyni í Selkirk,
skeyti frá Reykjavík að móðir
hans, ekkjufrú Guðríður Þor-
steinsdóttir hefði látist þar 2.
okt. Hún var 87 ára að aldri,
þróttmikil trúkona og prýðisvel
hagorð. Eiginmann sinn Ólaf
Erlendsson smið^misti hún 1925.
Af 9 börnum þeirra eru á lífi:
Þórunn, gift kona í Reykjavík;
Erlendur, sjómaður, kvæntur,
búsettur að Barónsstíg 21,
Reykjavík og séra Sigurður, í
Selkirk. Barnabörn eru 13 á lífi,
en barnabarnabörn 4.
—“Enginn kendi mér eins og þú
hið eilífa’ og stóra, um kraft
. og trú,
né gaf mér svo guðlegar
myndir.”
(Matth. Jochumsson).
•
Á fimtudaginn þann 5. október
voru gefin saman í hjónaband í
Westminster kirkjunni þau
Halldór Guðjón Finnsson og
Maxine Esther Buchanan. Er
brúðurin dóttir þeirra Mr. og
Mrs. J. B. Buchanan, Minitonas,
Man., en brúðguminn sonur
þeirra Mr. og Mrs. K. G. Finns-
son, Bessborough Apts., Winni-
peg. Rev. Dr. E. Howse fram-
kvæmdi hjónavígsluna. Miss
Agnes Sigurdson var við hljóð-
færið. Wren Margaret Finnsson
og Fraser Buchanan aðstoðuðu
brúðhjónin. — Eftir giftinguna
fór fram samsæti að heimili Mr.
og Mrs. M. Sigurdson að 98
Kingsway. Unigu hjónin fóru
giftingarferðina til Vancouver.
Heimili þeirra verður að 38
Bessborough Apts., Winnipeg.
Mrs. K. G. Finnsson.
•
Þakkarhátíðin, sem fram fór í
Fyrstu lútersku kirkju síðastlið-
ið mánudagskvöld undir umsjón
hins eldra kvenfélags safnaðar-
ins, var svo fjölsótt, að fleiri gátu
ekki undir neinum kringumstæð-
um setið til borðs; var þarna um
ánægjulegan og ógleymanlegan
mannfagnað að ræða; þótti öll-
um viðstöddum mikið koma til
ræðu séra Valdimars, er fjallaði
um nýlega afstaðna för hans til
New York; alt annað, er um
hönd var haft til skemtunar,
tókst álíka vel; enda hefir kven-
félagið orð á sér fyrir að undir-
búa prýðilega samkomur sínar
og taka höfðinglega á móti gest-
um.
•
Miss Lára Elíasson, sem starf-
að hefir í Ottawa undanfarin ár
í þjónustu sambandsstjórnarinn-
ar, kom til borgarinnar á sunnu-
dagsmorguninn og hygst að setj-
ast hér að; hún er dóttir þeirra
Mr. og Mrs. Elías Elíasson, sem
lengi áttu heima í Árborg.
•
ATHYGLI
Hin árlega sjúkrasióðs Tombóla
stúkunnar Heklu, I.O.G.T., verð-
ur haldin mánudaginn 13. nóv.
n.k. — Nánar auglýst síðar.
Dr. Richard Beck kom til borg-
arinnar á föstudaginn og flutti
fyrirlestur í Selkirk kvöldið eft-
ir; einnig stofnaði hann hér til
fundar í framkvæmdarnefnd
Þjóðræknisfélagsins. *
Þeir séra Sigurður ólafsson
og Mr. S. O. Bjerring, lögðu af
stað suður til Minneapolis. Minn.
til þess að sitja þar fyrir hönd
íslenzka lúterska kirkjufélagsins,
þing Sameinuðu lútersku kirkj-
unnar í Norður Ameríku. Erind-
rekar sunnan landamæranna,
verða þeir Dr. Haraldur Sigmar
og W. Hillman.
Messuboð
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur,
Heimili: 776 Victor St. Sími
29 017.
Guðsþjónustur á sunnudögum.
Kl. 11 f. h. á ensku.
Kl. 12.15 sunnudagaskóli.
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Söngæfingar:
Eldri söngflokkurinn á fimtu-
dögum kl. 8.
Yngri söngflokkurinn á föstu-
dögum kl. 8.
Buðsþjónusta í Vancouver,
á ensku máli, kl. 7,30 e. h.,
sunnudaginn 15. okt., í dönsku
kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns
St.
Allir velkomnir.
R. Marteinsson.
Prestákall Norður Nýja Islands
15. okt.—Víðir, messa kl. 8.30
eftir hádegi.
22. okt.—Hnausa, messa og
ársfundur kl. 2 e. h.; Árborg, ís-
lenzk messa kl. 8 e. ,h.
B. A. Bjarnason.
©
Áætlaðar messur í Selkirk
um næstu sunnudaga:
Sunnudaginn 15. október—
Sunnudagaskóli kl. 11 árdegis
Ensk messa kl. 7 síðdegis.
Sunnudaginn 22. október—
Sunnudagaskóli kl. 11 árdegis,
íslenzk messa kl. 7 síðdegis.
S. Ólafsson.
Árni G. Eggertson, K.C. fór
austur til Ottawa og Montreal á
laugardaginn var, og ráðgerði
einnig að heimsækja New York
borg.
•
Lieut-Col. Pencier hefir verið
útnefndur af hálfu Progressive-
Conservative flokksins sem þing-
mannsefni í Selkirk kjördæmi
við næstu sambandskosningar.
Vinaminni
Næstliðinn laugardag, 7. októ-
ber heimsóttu nokkrir góðvinir
Stefáns Guttormssonar og Ragn-
hildar Gísladóttur þau hjón í
tilefni af því að þau höfðu þá
verið búin að starfa saman í ást-
ríku hjónabandi í 25 ár, og áttu
þá silfurbrúðkaupsdag.
Frú Ragnhildur flutti ung tii
þessa lands, 1903, frá Eskifirði,
og stundaði skólanám mörg ár,
og var svo alþýðu skólakennari
ein 10 ár í grend við Narrows
P.O., eða þar til hún kaus sér
til lífsfélaga hinn fluggáfaða,
háskólamentaða listamann Stefán
Guttormsson, Þorsteinssonar
sterka, Guðmundssonar sýslu-
manns, Péturssonar sýslumanns,
Þorsteinssonar sýslumanns Sig-
urðssonar frá Haukadal í Dala-
sýslu. Þeir feðgar voru sýslu-
menn í Múlaþingi í full 100 ár—
frá 1708—1811, og voru svo kyn-
sælir, áð rita mætti fróðlega
ættarsögu um þá, fyrir næstliðin
200 ár.
Stefán og Ragnhildur eru svo
einstaklega látlaus, prúð og
kurteis í framkomu, að það hefir
djúp áhrif á mann, að kynnast
þeim.
Stefán á mikið og verðmætt
bókasafn, sem hann hefir lesið
alt, og skilið, enda er hann lík-
lega einhver fróðasti Islending-
ur í Canada.
Laugardags kvöldstundin var
skemtileg í húsi þeirra hjóna;
minni brúðhjónanna var drukk-
ið í góðum veigum, og setið við
söng og samræður til miðnættis.
Vinir þeirra gáfu þeim hundr-
að silfurs í góðum gripum til
minja.
Þeim hjónum hefir ekki orðið
barna auðið, en alið upp 3 fóst-
urbörn, mentað þau og mannað
vel.
Margir höfðingjar fluttu í
Múlaþing af Norðurlandi, og
einkennilegt er það, að enginn
þeirra flutti þaðan sem einu
sinni settist þar að, og orðlagðir
eru Austfirðingar fyrir spaklyndi
og gestrisni, og búmenn eru þeir
miklir.
Sigurður Baldvinsson.
ÞAKKARORÐ
Um leið og við biðjum um að
Lögberg verði sent hér eftir til
Lundar til okkar, viljum við'taka
tækifærið og biðja það fyrir fá-
ein kveðju- og þakkarorð til
landa okkar í Keewatin.
Þar eru samferðamenn okkar
fyrir síðustu 28 ár, margar hug-
ljúfar endurminningar eigum
við frá þessum tíma, en við ætl-
um í þetta sinn að minnast
seinni parts eins sunnudags, rétt
áður en. við fórum, er nálega
allir lanáarnir komu heim til
okkar okkur að óvörum, þótt út
á Iand væri að fara, og færðu
okkur að gjöf peningaveski fult
af peningum og kort með áletr-
un frá vinum í Keewatin.
Fyrir gjöfina, nærveruna og
ánægjustundina þökkum við inni
lega og geymum hana í vissu
hólfi í hjörtum okkar.
Og Keewatin — hver er sá
Keewatin-búi, sem ekki elskar
það pláss — hin unaðslega feg-
Innköllunarmenr. LÖGBERGS
Amaranth, Man.............. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak. ............B. S. Thorvarðson
Árborg, Man ............ K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man..................... M. Einarsson
Baldur, Man. ................. O. Anderson
Bantry, N. Dak........... Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash.......................Árni Símonarson
Blaine, Wash.... Árni Símonarson
Cavalier, N. Dak.......... B. S. Thorvarðson
Cypress River, Man. O. Anderson
Dafoe, Sask. ................ S. S. Anderson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask........... Mrs. J. H. Goodman
Garðar, N. Dak............. Páll B. Olafson
Gerald, Sask.................... C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man. ........... O. N. Kárdal
Glenboro, Man ................ O. Anderson
Hallson, N. Dak............. Páll B. Olafson
Hnausa, Man. ...........K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man................ O. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn................ Miss P. Bárdal
Langruth, Man............. John Valdimarson
Leslie, Sask. ................. Jón Ólafsson
Kandahar, Sask. ............. S. S. Anderson
Lundar, Man. .................. Dan. Lindal
Minneota, Minn...............Miss P. Bárdal
Mountain, N. Dak.............Páll B. Olafson
Mozart, Sask. ...............S. S. Anderson
Otto, Man. ................... Dan. Lindal
Point Roberts, Wash........... S. J. Mýrdal
Reykjavík, Man................ Árni Paulson
Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. ................ J. J. Middal
Selkirk, Man. S. W. Nordal
Tantallon, Sask. ........... J. Kr. Johnson
Upham, N. Dak. Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man............ Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal
Wynyard, Sask.............. S. S. Anderson
Tombóla og Dans
23. október
Goodtemplarastúkan Skuld heldur sína árlegu
tombólu fyrir sjúkrasjóðinn; hún hefir ávalt
reynst sú vinsælasta; allir drættir nýir og
vandaðir.
Fyrir dansinum spilar Josephine and her
Gypsies.
Byrjar kl. .7.30 Inngangur og einn dráttur 25c
Kaffiveitingar á 15c 1 neðri salnum.
urð, sem alstaðar blasir við aug-
um mitt í gegnum hrjóstrið,
dregur að sér huga manns og
vanalega er samt, ef einhver
fer burt: “Þú kemur fljótt aft-
ur.” Og í mörgum tilfellum hef-
ir það orðið svo. Það var einnig
sagt við okkur, en við búumst
nú við að hafa notið þeirrar á-
nægju til enda, að hafa lifað þar.
Og þó ekki, því það er ein af
hinum mörgu góðu gjöfum, sem
oss mönnunum hafa verið gefn-
ar, að við getum jafnvel tekið
með okkur plássið og vinsemd
fólksins, þegar við förum burt.
að vísu getum við ekki gengið á
grasinu og steinunum þar, ekki
mætt kunningjunum á götunni
og tekið í hendina, en við höf-
um þetta fyrir augunum og
geymuni það í hugskotinu og
stundum varir þessi auður þeg-
ar sá auður, sem talinn er í pen-
ingum, hefir á einhvern hátt
horfið.
Við komum til Keewatin með
fögnuði og förum þaðan með
eftirsjá. Við óskum blessunar
löndum okkar og öllum öðrum
þar, með þökk fyrir samfylgd-
ina.
Halldóra Johnson
Carl og Matthildur Málmquist
Wartime Priees and
Trade Board
Skömtunarbók númer fimm
Nýju skömtunarseðla bækurn-
ar verða gefnar út á tímabilinu
frá 14. til 21. október. Tilteknir
dagar, staðir og tímar verða aug-
lýstir fyrirfram í hverju bygð-
arlagi fyrir sig. 1 Winnipeg bæ
hafa lyfsalar enn einu sinni boð-
ist til að lána húspláss. Úthlutun-
arskrifstofur verða því þar eins
og að undanförnu. Dagarnir eru
17., 18. og 19 október; skrifstofu-
tímar frá því búðirnar opnast og
þangað til klukkan sex að kvöld-
inu. Mrs. Wathne verður við af-
greiðslu í Sargent Pharmacy,
Toronto og Sargent, alla þrjá
dagana.
1 þetta sinn er ekkert sérstakt
spjald lagt til, en í þess stað á
að nota aftasta blaðið í bók
númer fjögur, K síðuna. Fyllið
út með nafni og heimilisfangi, en
skrifið stafi og númer bókarinn-
ar aftan á síðuna. Losið ekki
blaðið úr bókinni, það verður
gert af þeim, sem afgreiðir og
HOUSES FOR SALE -r- GIMLI
A lovely stucco bungalow of
6 rooms and sunroom, extra good
basement and furnace, large
corner lot, garage; it’s a real
home, offered at a very reason-
able price, large cash payment
required. Immediate possession.
Call Sigmar of J. J. Swanson
and Co. Ltd. Phone 26 821 or
Evgs. 21418.
Minniát
BETEL
í erfðaskrám yðar
bókinni svo skilað aftur ásamt
nýju bókinni. Bækur hverrar
fjölskyldu mega sendast með
einum meðlim, ef hann er eldri
en sextán ára. Afgreiðslufólki
er ekki leyft að afhenda bækur
unglingum innan sextán ara.
Fólk er góðfúslega beðið að koma
sem fyrst til þess að ekki verði
of mikil ös síðasta daginn.
Surningar og svör
Spurt—Mega félög, sem halda
sölur á heimatilbúnum mat, selja
niðursoðna ávexti, “jams og
jellies”?
Svar—Já. Félög mega selja
sætmeti sem gefið hefir verið af
meðlimum og vinum, en það
verður fyrst að fá leyfi hjá Local
Ration Board.
Spurt — Mig langar til að
kaupa vetrarforða af hunangi i
gegnum póstinn, en má ekki
senda lausa sætmetisseðla. Verð
eg að senda bókina eins og hun
er og láta þann sem selur taka
seðlana úr henni?
Svar—Nei. Þú getur fengið
huniangs “Voucher” hjá Local
Ration Board með því að af-
henda þar seðla, sem svara þvi
er þú ætlar að kaupa. Þú færð
átta punda hunangs “voucher
með hverjum fjórum sætmetis-
seðlum.
Spurt — Eru nokkrir seðlar
gildir í bók númer þrjú?
Svar—Ekki nema það séu ó-
notaðir sykurseðlar, D-seðlar eða
itiðu(rsuðu|Bykuf seðilar F 1-10
eftir í henni. Allir seðlar í bók
númer þrjú og bók númer fjögur
falla úr gildi 31. desember 1944.
Spurt—Okkur skilst að meiri
sykur hafi verið framleiddur i
Canada þetta ár en nokkru sinni
áður. Hvernig stendur þá á þvi
að sykurskortur er altaf jafn
mikill?
Svar—Canada framleiðir ekki
nema 20% af þeim sykri sem
notaður er í landinu, alt hitt er
aðflutt. Þegar farið verður að
hjálpa Evrópuþjóðunum líka, ma
búast við enn meiri skorti. Það
getur meira að segja skeð að það
verði þá nauðsynlegt að minka
okkar skamt.
Smjörseðlar 80, 81 ganga í
gildi 12. október.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert Wathne
700 Banning St., Winnipeg.
The Swan Manufacturíng Oo.
Manufacturers of
SWAN WEATHER-STRIP
Winnipeg.
Halldór Methusalems Swan
Eigandi
281 James Street Phone 22 641
FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ
HIN UNDURSAMLEGU
KAUP Á LCÆJFÖTUM
HJÁ
Perth’s
1945 TÍZKA
ÚRVALSEFNI
ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐl
Heimsœkið PERTH’S
MASTER FURRIERS
436 PORTAGE AVE.
Just west of the Ma-ll
Verum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir
hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir
höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini.
DREWRYS
LIMITED
/