Lögberg - 02.11.1944, Blaðsíða 2
2
20 námsmeyjar í ræðuátólnum
Við uppsögn kvennaskólans í
Hveragerði síðastliðið vor, hlust-
aði ritstjóri blaðsins á allar náms
meyjarnar flytja ræður. Þær
fluttu þær blaðalaust, en áttu
þær þó skrifaðar. Birtast nú hér
ýmist kaflar úr ræðunum eða
þær í heilu lagi. Allar voru þær
stuttar.
Gleðin.
Hlutverk mitt er veglegt, að
flytja minni gleðinnar. Gleðin
er hin sanna heilsulind og lækn-
ing við hvers konar sléni og
drunga. Þar er bezt á haldið, þar
sem saman fer skyldurækni, létt
lund og gerhygli. Sá, sem ræktar
hjá sér starfsgleðina á alltaf
glaðvakandi áhuga fyrir öllu vel
gerðu, Hér, á þessum stað, a
gleðin heima ásamt starfinu. Oft
hlæjum við án þess að vita gerla,
hvert tilefnið var. Þannig er
gleðin okkur unga fólkinu eigin-
leg, og satt segir einn af okkar
góðu hagyrðingum: “Gleðin,
hún er sú rauða rós, sem rjóðar
veikan og bleikan. Það er hún,
sem leiðir í ljós lífið og ódauð-
leikann”. Og annað skáld segir
um gleðina: “Fagra gleði, guða-
logi, er gimsteinn lífsiins”.
Sólveig GíslacLóttir,
Skógargerði, Fljótsdalshéraði.
Skyldurækni.
Við kunnum öll söguna um
ungu mennina þrjá, er lögðu af
stað út í heiminn. Einn leitaði
auðlegðar, annar gleðinnar og
hinn þriðji skyldurækninnar.
Tveir hinir fyrstu fundu að vísu
það, sem þeir leituðu að, en
urðu þó hamingjusnauðir. Hinn
þriðji ástundaði skylduræknina
ag varð bæði ríkur og farsæll.
Æskumenn óska sér bæði auð-
legðar og gleðskapar, en skyldu-
ræknin er oft afrækt. Skemmt-
—r--------------------------------
analeitin leiðir oft til sársauka
og mikilla vonbrigða, en þá vakn
ar líka oftast áhuginn fyrir
ýmsu því, er skyldan býður. 1
ríkidæmi skyldurækninnar get-
ur tómleikinn aldrei náð tökum
á okkur. Skylduræknin er jafn
göfug dyggð, hvort sem unnin
eru fjósastörf eða gegnt pró-
fessorsembætti.
Munum ungu mennina þrjá og
það, að skylduræknin færir bæði
giftu og gengi.
Valgerður Sigtryggsdóttir/
Langanesi.
Viljinn.
Viljinn er að mestu leyti afl
þess, er gera skal. Aumari mann-
veru er ekki hægi að hugsa sér
en hinn vilja'lausa. Áhyggjur og
allur kvíði fyrir starfi og erfið-
leikum, hverfur fyrir valdi vilj-
ans. Eg vil og skal, er lykill að
flestu ef festa og orka fylgir. En
hörmunigum getur sá sterki vilji
valdið, ef ranglátir menn eru að
verki.
Fátt er jafn leitt og það að
vinna með lötu fólki, eiga við
löt börn eða hjú, eða eiga slíka
húsbændur. Viljann má glæða og
temja. f öllum skólum hlýtur
viljaþrekið að vera í-hávegum
haft, og þess hef eg orðið vör
hér.
Minnumst svo orða tónskálds-
ins mikla, Beethovens: “Enginn
getur sagt við ástundunina og
hugvitið: hingað og ekki lengra.”
Auður Marínósd.óttir,
Vestmannaeyjum.
Skemmtanir.
Sannarlega má margt segja og
margt er sagt um skemmtanir.
... “Þær eru eins ag bifurkollan”,
sagði maður nokkur við mig eitt
sinn, ‘sé bifurkollan snert, fellur
höfuðskrautið af”. ... Því miður
0
o
o
VILJIÐ
ÞÉR HJÁLPA
TIL I VETUR?
Sé yðar ekki brýn þörf á búgarðinum í vetur, ættuð
þér að stunda aðra atvinnu.
Þörf er á aukamönnum í vetur við timburtekju, bæði
til pappírsgerðar og eldsneytis, svo og til málm- og
kolatekju, vinnu við sláturhús, kornflutning, járn-
brauta aðgerðir, stálsmiðjur og margt fleira.
k
Bjóðið fram þjónustu yðar hjá:
Næstu ráðninga eða Selective Service
skrifstofu, eða
Næsta fylkisstjórnar landbúnaðar umboðs-
manni, eða
Nœstu Búnaðarmálanefnd.
Góðar undirtektir við þessu, eru nauðsynlegar vegna
velferðar canadisku þjóðarinnar — bregðist skjótt við.
Undanþága frá heræfingum er í gildi þar sem um rœðir
nauðsynjastörf anarsstaðar en á búgarðinum.
NATIONAL SELECTIVE SERVICE
DEPARTMENT OF LABOUR
HUMPHREY MITCHELL A. MacNAMARA
Verkamálaráðherra Forstjóri National Selective
Service
Þessi auglýsing er birt að tilstuðlan verkamála-
ráðuneytis sambandsstjórnar, til fulltingis við
Dominion-Provincial verkamála stefnuskrána.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER, 1944
- - - - _"J_ ^ ■■ ...
Mynd þessi er af brezku fótgönguliði, sem er að vaða í land af barða einum allmiklum.
eru til skemmtanir, sem líkja
má við sker. Á þeim strandar
unga fólkið oft. Slíkar skemmt-
anir ætti enginn að bjóða sér,
en heilbrigðar skemmtanir eru
öllum nauðsynlegar, og þær geta
verið margvíslegar, til dæmis
ferðalög, íþróttir, leikir., dans og
samræður við skemmtilegt fólk..
... Nauðsynleg störf má helzt
áldrei setja til hliðar vegna
skemmtana, en þau skyldu unn-
in með sömu gleði og skemmt-
ana er notið, þá er vel á haldið
og okkur borgið. Þá verður
skemmtanalíf okkar með öðrum
blæ, en þar, sem menn koma
drukknir til skemmtana og fara
drukknir, og fáráðlingar þvælast
í hópi þeirra.
Guðríður Ársælsdóttir,
svikum gera menn sig að and-
legum og líkamlegum ræflum,
er fara alveg á mis við hina
sönnu vinnugleði. Þeir hugsa um
það helzt að koma vinnunni á
aðra, en fá sem mesta peninga,
era alltaf þreyttir, hve lítið sem
þeir vinna og alltaf hálf óánægð-
ir af því, að þeim finnst annarra
hlutur betri.
Unga fólk. Þetta skyldi hver
maður varast. Vinnið störf ykkar
vel, hvort sem þið vinnið ykkur
sjálfum eða öðrum og hve lítil-
fjörleg, sem þau kunna að vera.
Það mun áreiðanlega borga sig
bezt. Þyki störfin leiðinleg, er
þeim mun meiri ástæða að drífa
sig, því fyrr er það búið.
Unga fólk. Landið okkar bíður
Tökum höndum saman og setj-
um okkur það mark, að vinna
okkur sjáifum og landi okkar til
sæmdar.
Unnur Jónsdóttir,
Ytri-Skörðum, Skagafjarðarsýslu.
Tíminn.
Við hugsum einkennilega um
tímann og tekur hann þá á sig
ótal myndir í huga okkar: tími
vinnunnar, tími svefnsins, tími
gleði og sorgar, tími tómleika
og leiðinda, og mætti svo lengi
telja. En tíminn er glettinn.
Hann er alveg hlutlaus. Hann
aðeins líður. En við förum aftur
í tímann, gröfum við upp iiðna
æfi, vel og illa unnin störf, stund-
ir gleði og sorgar og margt ag
margt. Þá lifum við í tímanum
og reynum svo að sjá fram í tím-
ann og höfum fullt fangið af
gerðum okkar frá liðinni stund.
Fátt útheimtir meiri athygli en
tíminn. Ónotuð tækifæri koma
aldrei aftur. Höldum svo á, að
hver stund og öll störf miði til
blessunar. Líf hvers manns er
stutt, en tíminn er endalaus.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Böðmóðsstöðum, Laugardal, Árn.
Reynslan.
Efni þetta er víðtækt, en eg
er fáfróð. Samt veit eg þetta, að
allar athafnir okkar skapa
reynslu. Allt okkar skólalíf og
nám er mismunandi reynsla, en
til er reynsla, sem flestir vilja
umflýja — nauðug kvöð, djúp
sorg og söknuður. Þá reynir a
dug og kjark. Til eru menn, sem
æðrast yfir smámunum, en segja
ekki æðruorð í hinni þyngstu
raun. Vissulega ættum við að
hugsa vel um að efla þann þrótt
og þá manndáð, sem þorir að
leggja á brattann, því að sá sem
hræðist fjallið og alltaf aftur
snýr, fær aldrei leyst þá gátu,
hvað hinum megin býr. —
“Reynsluna og tækifærin eigum
við að meta sem gimsteina,” var
sagt við mig hér í skólanum, og
eg veit, að þetta var sagt sam-
kvæmt reynslu.
Halla Gísladóttir,
Vestmannaeyjum.
Frh. í næsta blaði.
Eystri-Tungu, V.-Landeyjum, Rang.
Bernskan.
Bernskan er eins og nýsprottin
jurt, sem óvíst er um, hvernig
reiðir af. — Löngum hafa menn
reynt að búa bernskunni skjól
móti sólu, en getan og kunnátt-
an verið mismunandi og stund-
um virðist sem engin veraldar-
gæði nægði til þess að tryggja
heill og hamingju hins uppvax-
andi unglings. Fleira en frost-
nætur og næðingar geta skaðað.
Mörg örsmá frækorn, sem sáð
er í bamshugann bera ávöxt á
sínum tíma. Lífið er leyndar-
dómsfullt og blóm bernskunnar
þarf að annast af þolinmæði,
ástríki og skilningi. Bernskan er
oftast fljót til, hugsunarlaus og
ógætin.
Ein skólasystir mín segir svo
frá: “Eitt sinn datt mér og syst-
ur minni í hug á bernskuárum
okkar, að gaman væri að stinga
höfðinu niður í hveitipoka. Þetta
gerðum við og jusum hveitinu
sem bezt við bátum yfir höfuðið
hvor á annari. Allt í einu heyrð-
ist til pabba og stökk þá önnur
okkar út um gluggann á korn-
vörugeymslunni, út í storminn,
en hin reyndi að þvo sér um
höfuðið og varð þá allt hárið að
einni hveitiklessu”. Þannig eru
vegir bernskunnar og fer oft mis-
jafnvlega, en “holt er að þola
heitt og kalt hjá meðan æskan
líður”, segir skáldið.
Guðleif Vigfúsdóttir,
Holtl, Vestmannaeyjum.
Vinnan — starfið.
Hverjum manni er það fyrir
beztu að venjast þegar í æsku
við ýmiss konar störf. — Störf-
in eru óteljandi. Gamalt orðtak
segir: Snemma beygist krókur-
inn til þess, er verða vill. Oft
má sjá á leikjum barna, hvaða
störf þeim muni henta bezt vöxn
um. Það er um að gera fyrir
hvern mann, að velja sér það
starf, sem honum er hugleikn-
ast, aðeins þannig fá kraftar
hans notið sín til fulls. En því
miður, eru þeir of margir, sem
ekki eiga kost á slíku vali.
Störfin krefjast þess, að þau
séu leyst af hendi með óskiptum
hug. Virðist sem margur maður
inn hugsi nú lítt um slíkt. Al-
gengt er að sjá menn við vinnu,
t. d. vegavinnu, standa tímum
saman masandi og taka aðeins
eitt og eitt handtak á milli. Svo
langt hefur þetta nú gengið, að
vinnusvikin hafa hlotið almenna
umkvörtun. Með slíkum vinnu-
r*ANADABÚAR hafa lært list varð-
^ veitzlunnar. Yfir stríðsárin hafa hlut-
ir, sem var unt að endurkaupa, verið
varðveittir og þeim haldið við, viðgerðir
hafa vaxið í áliti og þeim hefir fjölgað.
Fyrir töfra efnavísindanna, hefir endur-
bætt málningarvara, ásamf gljákvoðu,
mjög stuðlað að varðveizlu yfirborðs
húsa og hluta, sem voru að ganga úr sér.
Hlutir úr tré og málmi hafa verði vernd-
aðir gegn tönn tímans og náttúruöflun-
um; hefir þetta haft í för með sér end-
urnýaða fegrun. Málningar og gljákvoðu
deild Canadian Industries Limited hefir
í samvinnu við ýmis verksmiðjufélög,
lagt sig í líma um framleiðslu áminstra
vörutegunda, sem reynst hafa bændum
og búalýð veruleg hjálpanhella.
Látlausar, vísindalegar tilraunir hafa
lagt grundvöll að fullkomnustu máln-
ingarvöru fyrir skip, verksmiðjubygg-
ingar, flugáhöld og skreytingar á heimil-
um utan jafnt sem innan.
Á þennan hátt hefir málningar og gljá-
kvoðudeildin lagt stóran skerf til iðnað-
ar og heimilisþarfa í Canada og vöru-
merkið C-I-L er nú táknrænt þjónustu-
merki um landið þvert og endilangt.
CANADIAN INDUSTRIES LIMITED
PA-306