Lögberg - 02.11.1944, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NpVEMBER, 1944
3
Gils Guðmundsson:
Siglingar
°g þjóðmenning
í Vatnsdælu er sagt, að Ingi-
mundur gamli hafi átt skip það,
er Stígandi hét. Var það frítt
skip en eigi mikið, og kallað bíta
í siglingu allra skipa bezt. Þótti
Ingimundi skip það réttilega
mega Stígandi heita, er svo las
hafið.
Þau hafa orðið örlög fslend-
inga, að “lesa” hafið um flestar
þjóðir fram. Það má raunar
segja, að þeir hafi verið til þess
dæmdir frá öndverðu. Yfir vota
vegu urðu þeir að sækja nauð-
synjar sínar margvíslegar, og
máttu stefna knörrum til fjarra
landa, ef þeir ætluðu að halda
lífrænum tengslum við aðrar
þjóðir. Þetta gerðu þeir hispurs-
laust hinar fyrstu aldir, áttu
mörg skip og góð eftir því sem
þekking manna kunni skil á um
þær mundir. Sé það rétt sem
miklar líkur benda til, að hér
hafi verið nokkuð yfir 100 haf-
færandi skip á 10. öld, má senni-
lega heita að miðað við fólks-
fjölda hafi íslendingar átt einna
mestan siglingaflota í heimi, og
staðið þar í allra fremstu röð. —
Hingað til landnáms gátu ekki
aðrir komið en þeir, sem áttu
góðan kost hafskipa og höfðu
næga kunnáttu í siglingum til
að hrósa sigri eftir að hafa att
kapp við víðáttur Altantshafs-
ins/ Landnámsmenn íslenzkir
hafa því einkum orðið sægarpar
þeir, sem bezt kunnu að lesa haf-
ið og sjómennskan var í blóðið
borin.
Tíunda og ellefta öldin er eitt
hvert þróttmesta og glæsilegasta
tímabil, sem íslenzka þjóðin hef-
ir lifað. Þjóðin var ung, glaðvak-
andi,, orku gædd, grómagni
þrungin. Með tilstyrk siglinga-
flotans var hún stöðugt í náinni
snertingu við önnur lönd og
drakk í sig safa samþjóðlegrar
menningar. Siglingar og kaup-
ferðir urðu mörgum ungum Is-
lendingi giftudrjúgur skóli. Er-
lendis óx hann að þekkingu og
lífsreynslu, hélt síðan heim til
föðurtúna og flutti með sér holl-
an andblæ utan úr víðri ver-
öld. Þessi víðtæku kynni af öðr-
um þjóðum komu í veg fyrir
það, að íslendingar stirðnuðu og
steinrynnu í einangrun og fá-
sdnni. En er því ósvarað að
mestu, hversu mikilsverðar sigl-
ingar hafa verið fornbókmennt-
um vorum og fommenningu
allri. Er hætt við að hvorki hefði
orðið hátt til lofts né vítt til
veggja í heimkynnum andans,
ef þjóðin hefði einangrazt og
skáldið ekki . átt þess kost
að hleypa heimdraganum.
Mætti ætla að bókmenntirn-
ar væru stórum íátækari, ef
svo illa hefði til tekizt.
Naumast hefði Egill Skalla-
grímsson orðið þvílíkt höfuð-
skáld, sem hann varð, ef hann
hefði aldrei staðið uppi í stafni
og stýrt dýrum knerri, heldur
setið heima á Borg allt til ævi-
loka. Þá hefði honum ekki auðn-
azt 'að höggva þær myndir í
stuðlaberg íslenzkrar tungu, sem
staðizt hafa gnauð þúsund ára.
Hvaða bókmenntaafrek lægju
eftir Snorra Sturluson, ef hlutur
hans hefði orðið sá einn, að
dvelja alla tíð vestur í Dölum?
Án góðra samgangna og frjórra
menningaráhrifa frá útlöndum
hefði ekkert menntasetur risið
upp í Odda, enginn Sæmundur
fróði verið til, enginn Jón Lofts-
son haft vit og þekkingu til að
skapa verðandi snilling þau
skilyrði, sem við hæfi voru.
Svona mætti lengi telja. — Sem
betur fór höfðu landsmenn dáð
og dug til að halda uppi sigi-
ingum um langt skeið,
þótt smám saman sigi allt á ó-
gæfuhliðina og þeir stæðu loks
uppi rúnir öllum farkosti. Skipin
týndu tölunni, strönduðu, fóf-
ust í hafi eða ónýttust með öðr-
um hætti. Landsmenn urðu nær
því sem fangar á eyju sinni,
fóvísir heimalningar og fákunn-
andi. Fór þá flest að skorta, sem
þjóð skapar rausn og virðingu,
en við tók áþján og óáran svo
mikil, að við landauðn lá. Má
það raunar furðulegt heita, eins
og um hnúta var búið, að hólmi
vor skyldi ekki gerður að eyði-
skeri einu. <
Landnámsmennirnir, sem
bingað komu forðum, voru þaul-
vanir fiskiveiðum, ekki síður en
kaupskap og víkingaferðum. Má
sjá þess ljós dæmi í fornum rit-
um að meiri háttar bændur,
norskir, höfðu húskarla sína í
veri, líkt og segir um Þórólf
Kveldúlfsson. Hann hafði suma
í skreiðfiski, en aðra í síldfiski.
Mun það hafa hvatt menn mjög
til að leita hingað er það spurð-
ist hve gott var til veiðiskapar.
Og þótt landbúnaður yrði að-
alatvinnuvegur fyrstu aldirnar,
stóð ekkert bú traustum fótum
án þess að hafa húskarla í veri
eða eiga stórfeld vöruskipti við
sjávarbændur. En þegar fram
kemur á 14. öldina og landbún-
aði hnignaði óðfluga, tekur að
mæða ennþá meira á sjávarút-
veginum. Nú varð það hlutur
hans, að leggja til mest öll þau
verðmæti, sem þurfti til kaup-
eyris erlendis, og hefir svo ver-
ið jafnan síðan. I riti nokkru
frá miðri 14. öld standa þessi
orð um fiskiveiðar íslendinga og
gildi þeirra:
“.... Er þessi fjárafli svo guð
gefinn,. að hans tilferð er ei
greiðari en nú er greind, og þó
allt eins verður svo mikið magn
þessarar orku, að 'öreigar verða
fullríkir; má og öll landsbygð
sízt missa þessarar gjafar, því
að þurr sjófiskur kaupist og
dreifist um öll héruð.”
Athyglisvert er það, að á tíma-
bilinu 1400—1800, þegar lands-
menn áttu engin önnur fiski-
skip en árabáta, var sjávarafl-
inn þrátt fyrir allt einhver mik-
ilvægasti liður þjóðarteknanna.
Sést það glögglega þegar athug-
að er sú röskun sem verður á
völdum og f j árhagslegrd aðstöðu
höfðingja á 14. og 15. öld. Gömlu
ættirnar, sem reist höfðu veldi
sitt og auð á jarðeignum í land-
kostasveitum, urðu nú, margar
hverjar, að setja ofan og þoka
um set fyrir nýjum kvistum.
Þá gerðust höfuðból sjávarjarð-
irnar, þar sem fengsamt var og
gott til útræðis.
En þótt sjórinn hafi alla stund
lagt drjúgan skerf til tekna þjóð
arinnar, skorti löngum mjög á
að auðlindir hans væru nytjað-
ar nema að litlu leyti. Um alda
mótin 1400 gerðu útlendar sigl-
ingaþjóðir þá uppgötvun, þvílíkt
nægtabúr fiskimiðin íslenzku
voru. Og þær létu ekki á sér
standa að sækja til þeirra miða,
þótt um langan veg væri að fara
og torleið hefti stundum för.
Englendingar, Þjóðverjar, Hol-
lendingar, Spánverjar og Frakk-
ar ko'ma hér allir meira eða
minna við sögu. Öld fram af
öld slógu skip þessaba þjóða
hring um land vort og létu greip-
ar sópa um auðæfi hafsins, frá
vori til haustnátta. Á sama tíma
gutluðu landsmenn sjálfir á apn-
um kænum uppi við landsteina
og voru húðstrýktir eða dæmdir
til þrælkunar ef þeir gerðust svo
djarfir að kaupa af útlending-
unum öngul eða snærisspotta.
Svo var að öllum manndómi sorf
ið um þessar mundir, að naum-
ast datt neinum í hug að fara
að dæmi útlendinga og keppa
við þá á þiljuðum fleytum. Aft-
ur á móti heyrðust sí og æ kvein
og klögumál vegna yfirgangs
þeirra, þar sem menn lýstu því
átakanlega, hvernig íslenzku
kænurnar urðu að hrökklast af
miðunum, þar sem fengs var
von, og leita fyrir sér á fjörðum
og víkum inni. Var þar oft ekk-
ert að hafa nema rifna fiska og
særða af önglum útlendinga. Hér
skulu tekin tvö dæmi af mörg-
um; Úr Höfnum er skrifað:
“Aldrei höfum við hér séð ann-
an eins urmul erlendra fiski-
skipa og í vor. Þau hafa legið
eins og veggur af grynnstu fiski
miðunum og fram úr Bugt, nær
fellt borð við borð. Hefir því
fiskigangan, sem kom í byrjun
þessa mánaðar ekki getað geng-
ið til grunns, og jafnvel þótt
bátar hafi legið innan um þessi
fiskiskip hafa þeir lítið fiskað,
þótt skipin hafi haft góða veiði.”
— Úr bréfi frá Vestmannaeyj-
um: “Nú þykir mönnum heldur
en ekki versna sagan, þar sem
hinn mikli Fransmannagrúi er
kominn og umkringir hér allar
eyjarnar eins og girðing, og eru
þeir svo nærgöngulir, að þeir.
liggja innan um hina íslenzku
báta á 4—5 faðma dýpi við Land-
eyjasand, og fara jafnvel
grynnra en bátarnir voga sér, og
kvarta fiskimenn hér undan því,
að þeir dragi mest særða fiska
af önglum Fransmanna.” —
Þegar loks er að því komið,
að brautryðjendur þilskipanna
hefja sjávarútveg íslendinga á
nýtt stig, eiga þeir hvað harð-
asta baráttu við slen og sljóleika
almennings. — “Hér held eg að
aldrei komizt á þilskipaútveg-
ur almennilegur”, segir í bréfi
að austan. “Hammer var hér með
tvo þiljubáta í fyrra, en fékk
fáa menn, nema þá Dönsku.
Flestum hér þykir voðalegt að
hugsa til þess að drukkna á svo
stórum skipum.” — Það er ekki
án tilefnis, að Jónas Hallgríms-
son kvað í háði um þjóð sína
árið 1839:
Mér hefir verið sagt í svip,
að sig hún taki að ygla.
og ætli nú að eignast skip,
þótt enginn kunni að sigla.
Þjóðin sú hin sama og for-
ustu hafði í siglingamálum á 10.
og 11. öld, þegar Grænland
fannst og Ameríka, var svo reytt
og rúin, að öldum saman átti
hún engan mann, sem kunni
að sigla, og enga fríða gnoð,
sem lesið gat hafið — En á 19.
öldinni öndverðlega urðu þátta-
skipti í þessu efni. Þjóðin tók
að rísa úr dái, og framfarir urðu
í flestum greinum. Einna stór-
stígastar urðu þær til sjávarins,
enda hefði íslendingum aldrei
tekizt að rétta við eftir áþján
margra alda, ef þeir hefðu hald-
ið áfram að “dorga dáðlaust upp
við sand”. Fyrst komu þilskip-
in, síðan togararnir og vélskip-
in, ennfremur gufuskip til kaup-
ferða milli landa. Er af öllu
þessu mikil saga og merkileg.
Eitt hið ánægjulegasta við þess-
ar framfarir allar var það, að
sjómennirnir íslenzku reyndust
fyllilega vaxnir þeim vanda,
sem lagðist þeim á herðar. Hafa
þeir sýnt það þrásinnis, að þeir
standa útlendingum fullkom-
lega á sporði, svo að ekki sé
meira sagt. Má nota þau orð um
sjómannastétt vora, sem Sturl-
unga hefir um lið Þórðar kak-
ala í Flóabardaga, en þar var
hver maður öðrum kænni. En
því kemur mér Flóabardagi í
hug, að eftir réttar þrjár vikur
eru liðin 700 ár síðan fram fór
eina sjóorustan, sem íslending-
ar hafa háð. Þá bárust á bana-
spjót fræknustu og mikilhæf-
ustu forustumenn þjóðarinnar,
en gáðu þess ekki, að þeir léku
gálausan leik með fjöregg sjálf-
stæðis og frelsis. Yfir hráskinna
leik höfðingjanna íslenzku
þrumdi erlendur valdhafi, og
beið þess með glott á vörum, að
þeir glopruðu f jöregginu úr hönd
um sér. Honum varð að ósk sinni.
Um nær sjö alda skeið hafa
lancLsmenn sopið seyðið af at-
ferli hinna misvitru höfðingja
á Sturlungaöld, sem ekki kunnu
að gæta þess dýrindis, sem þjóð
in átti bezt í eigu sinni.
Um þessar mundir eru merki
leg tímamót í sögu vorri, ís-
lendingar. Eftir meira en hundr-
að ára sjálfstæðisbaráttu stönd-
um vér nú við það takmark, að
hljóta ytra tákn þess fullveldis,
sem glataðist árið 1262. Sjálfsagt
hefðum við allir viljað að öðru
vísi væri umhorfs í heiminum.
en verið hefir um skeið, á þeirri
hátíðlegu stund, er oss falla í
skaut ávextirnir af starfi vorra
beztu manna. En slíku fáum vér
ekki ráðið. Hitt var oss í lófa
lagið að sýna öllum heimi vilja
vorn til að ráða einir eigin mál-
um, og það höfum vér nú gert
svo skorinort og myndarlega,
að lengi verður munað. — Nú
er sá hluturinn eftir, að sýna
hitt og sanna, með stjórnarfari
voru og starfi öllu, að vér séum
frelsisins verðir, kunnum með
það að fara, getum varðveitt
það og ávaxtað og látið alla
njóta. Til eru raddir, sem segja,
að vér séum þeir dauðans aum-
ingjar og ráðleysingjar, að þetta
muni aldrei takast. — Sjómenn!
Islendingar allir! Slíkar raddir
skulum vér eftirminnilega láta
sér til skammar verða!
"/r‘9 JU9T ftODNEY SM0K£9CfíEEN, THE SKYWfííTEfí,
KEEPING (N PRACTÍCE"
Vér erum auðug þjóð, íslend-
ingar. Ekki á eg þar fyrst og
fremst við innstæðurnar í er-
lendum bönkum, þótt góðar séu,
enda mun höggvið í þær ærið
skarð þegar búið er að endur-
nýja allt það, sem úr sér hefir
gengið á súíðsárunum. En vér
eigum þrjú mikil dýrmæti, ein-
hver auðugustu fiskimið verald-
ar, gnótt orkugjafa, og — hvað
sem hver segir — góðan stofn,
gott fólk. — Á 19. öldinni end-
urfæddist þjóðin. Þá reis hún
upp, eins og kolbíturinn úr
öskustónni, og hefir síðan sótt
fram gædd fjöri og galsa æsk-
unnar. Það má vera, að hún
stigi öfugt spor öðru hverju, en
í höfuðdráttum er leiðin mörkuð
fram til nýrra sigra, með ljóð
Jónasar Hallgrímssonar í hverju
brjósti, ævistarf Jóns Sigurðs-
sonar að leiðarstjörnu og ís-
lenzka fánann við hún.
Mér dettur ekki í hug að
segja, að efling íslenzka sjávar-
útvegsins sé hið eina nauðsyn-
lega, sem þjóðarinnar bíður á
næstu árum. En liitt hika eg
ekki við að fullyrða, að fátt er
nauðsynlegra en það. %— Auð-
legð sjávarins í kringum landið
gerir eyjuna okkar byggilega.
Sú auðlegð er svo mikil, að hún
skapar nær ótæmandi mögtfieika
til framleiðslu matvæla, þegar
vísindi og tækni hafa verið tek-
Frh. á 7. bls.
Borgið LÖGBERG
b ■ ■ aiiia
Business and Professional Cards
Phone 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIC
LABS.
H. THORKELSON, Prap.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
(Jnetms
Stuxiips Ixtl.
(þraert Hutoyttuiluc(Hfcvu)aúmTh Canm4m
--T‘ tre Dame-
y
PHONE
96 647
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla í he'.ldsölu metS nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA ST.
Skrifstofustmi 25 355
Heimasimi 65 463
Blóm stundvíslega afgreidd
Tffi ROSERY ltd.
StofnaB 1905
427 Portage Ave.
Wlnnipeg.
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. Page, Manaplng Dlrector
Wholesale Distributors of
Presh and Frozen Pish.
311 Chambers St.
Office Phone 36 661.
Res Phone 73 917.
Office Phone Res. Phone
88 033 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dtr. S. M. Backman, Sec. ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND
Keystone Fisheries EGGERTSON
Limited LögfrœOingar
404 Scett Block 209 Bank of Nova Scotla. Bldff.
Wholesale Distrihutors of Portage og Garry St.
FRESH AND FROZEN FISH Stmi 98 291
EYOLFSON’S DRUG DR. A. V. JOHNSON
PARK RIVER, N.D. Dentist
tslenzkur lyfsali •
Fólk getur pantaö meCul og annaC meö pósti. 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398
Fljöt afgreiCsla.
J. J. SWANSON & CO. DRS. H. R. and H. W.
LIMITED 30 8 AVENUE BLDG., WPG. TWEED
• Tannlasknar
Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC. bífreiðaábyrgð, o. s. frv. • 406 TORONTO GEN. TRC8TS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t.
Phone 26 821 PHONE 26 545 WINNIPáÖ
TELEPHONE 96 010 A. S. BARDAL
H. J. PALMASON & CO. 848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um út-
Chartered Accountants farir. Allur útbúnaCur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar
1101 McARTHUR BUILDING minnisvarða .og legsteina.
WINNIPEG, CANADA Skrifstofu talstml 86 607
Heimilis talstmi 26 444
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals bl&grýti
og Manitoba marmarl
SkrlfiO eftir verOskrd
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 SPRUCE ST.
Wlnnipeg, Man.
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur I Augna, Eyrna, nef
og hálssjúkdðmum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrlfstofusími 22 251
Heimasimi 42 154
DR. A. BLONDAL
Physiclan & Burgeon
602 MEDICAL, ARTS BLDQ.
Sími 22 296
Heimili: 108 Chataway
Stmi 61 023
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suCur af Bannlng)
Taisimi 30 877
•
ViOtalstimi 3—5 e. h.
Frá vini
GUNDRY & PYMORE LTD.
Britiah Quality — Fish Nettln*
60 VICTORIA STREET
Phone 98 211
Vlnnlpeg
Manager, T. R. THORVADDBOM
Your patronage wlll bo
ippreciated