Lögberg - 02.11.1944, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.11.1944, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER, 1944 4 . —— iúgberg---------------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colufnbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 32 7 A ferð og flugi Erindi flutt í Fyrstu lútersku kirkju 9. október, 1944 Eftir séra Valdimar J. Eylands Þótt landshornaflakk, og siglingar í lofti og á hafinu séu nú næsta hversdagslegir viðburðir við það sem áður var, er ekki hægt að neita því að ferð okkar fimm-menninganna frá Win- nipeg til New York í s. 1. ágústmánuði var sögu- leg og alveg einstæð í sinni röð. Eg hika ekki við að segja að þessi ferð var mikill viðburður í lífi mínu og verður mér fyrir margra hluta sakir ógleymanleg. Eg hefi ekki orðið meira hissa í annan tíma en kvöldið sem Grettir konsúli símaði mér. þá furðufregn að eg væri einn af þeim sem boðnir voru af ríkisstjórn íslands til fundar við hinn nýkjörna forseta landsins í New York. Eg var mér ekki meðvitandi um neina verðleika hjá sjálfum mér, sem gefið gæti tilefni til slíkrar rausnar mér til handa af stjórn Islands. Mér er ekki enn ljóst hvaða tilviljun það var sem olli kjöri mínu til þessarar fe/’ðar, en auðvitað er eg þeim sem þar áttu hlut að máli hjartanlega þakklátur. En af því eg er maður sem á marga húsbændur þorði eg ekki að taka boðinu strax. Eg þurfti að ráðfæra mig við safnaðarnefnd mína hér, og auðvitað að fá leyfi konunnar minnar til að hleypa mér í slíkan soll sem talið er að finna megi í hinni miklu heimsborg. En hvorutveggja leyfið var auðfengið; safnaðarnefndin gaf fús- lega samþykki sitt, og konan hélt að mér ætti að vera óhætt, og var ferðarinnar fýsandi. Er ferðin var ákveðin var það fyrsta við- fangsefnið að fá peninga, ferðaleyfi og flutnings- tæki. Gekk alt þegar greiðlega um peningana og leyfið, en um farkostinn vorum við í nokkrum efa um stund. Eftir nokkra viðleitni tókst Gretti konsúl, með aðstoð Árna Eggertsonar K.C., að fá þrjú sæti í Trans-Canada flugvél, á mið- vikudagsmorguninn 23. ágúst. Slóum við þrír félagar, Hannes Pétursson, Grettir og eg, því þá þegar föstu að taka þetta tækifæri og bjugg- umst til ferðar. Við lögðum af stað í indælu veðri kl. hálf þrjú um morguninn. Eg hafði aldrei flogið. Eg skal ekki neita því að þó eg sé kominn af ung- lingsárunum var eg töluvert spenntur síðustu klukkutímana, sem eg sat heima og beið eftir bílnum, sem átti að taka mig út á flugvöllinn. Það var ekki til neins að hugsa um svefn, svo eg fór að reyna að semja ræðu. En það reyndist líka ógerningur, svo eg sat og beið.'Svo kom bíllinn og í honum voru ferðafélagar mínir. Biðin á flugvellinum var örstutt, og eftir að búið var að vigta farangur okkar, fórum við út í flug- skipið sem brátt var fullsetið. Þegar allir voru komnir inn, kom einhver með lykil, og læsti hurðinni utanfrá. Þetta fanst-mér einkennilegt, en skyldi síðar að það er nauðsynleg varúðar- regla. Einhverjum kynni að detta í hug á flug- inu að fara út á hlað til að fá sér frískt loft, myndi finnast það þart að hafa ekki jörð til að standa á! Var nú öllum skipað að spenna sig megingjörðum sem voru áfastar sætunum. Tveir ungir menn sátu í stýrishúsinu, fóru þeir sér að engu óðslega, en báru í öllum viðburð- um vott um greind og gætni. Ekki veit eg hvort fleiri voru þarna, sem eins og eg, voru að leggja af stað í sína fyrstu flugferð, en það eitt er víst, að engin bar nein hræðslumerki. Við vorum öll í sama bátnum, og samfélagið gaf okkur öryggis- kend. Gammurinn lyfti sér nú til flugs eftir stuttan en snarpan sprett á vellinum, og sveiflaði sér áður en varði yfir borgina. Þá blasti við dásam- leg sýn, sem eg gleymi aldrei, Winnipeg borg, í allri sinni ljósadýrð. Fékk eg þá nýjan skiln- ing á legu borgarinnar og víðáttu. Aðalstræti og Portage Avenue láu eins og slagæðar gegn um borgina, með ótal smærri greinar í allar áttir eins og óreglulegt taugakerfi. Skamt fyrir norðan Winnipeg mátti sjá ljósin í Selkirk, og enn lengra norður tindruðu vitaljósin á Gimli, bæði á höfninni og á flugvellinum fyrir vestan bæinn. Ljósin þar norðurfrá voru það seinasta sem eg sá af Manitoba í það sinn, einskonar vinarkveðja að skilnaði. Þótti mér vænt um að sjá ljósin á þessum slóðum, því fjölskylda mín dvaldi þá þar norðurfrá. Gerði eg mér í hugarlund að þetta ljósatindur væri kveðja frá þeim og ósk um góða ferð. Nú var ekki mikill tími til athugunar. Ferða- félagar mínir höguðu sér mjög hversdagslega, hjúfruðu sig niður í sæti sín, og breiddu yfir sig ábreiður. Mér varð samt ekki svefnsamt þá eða1 síðar um nóttina. Stóð eg um stund framm í dyrum stýrishússins og talaði við kafteininn. Heldur urðu samræðurnar tregar samt; mér gekk jafnvel illa að heyra sjálfan mig fyrir mögnuðum dyn vélanna, sem þeyttu okkur áfram í gegn um geyminn. Mér varð litið niður fyrir mig öðru hvoru og sá þá einkennilega hrjóstrugt landslag, hraun og klappir með óteljandi smávötnum inn á milli, sem spegluðu sig einkennilega í tunglskininu. Eg hafði orð á því við kafteininn að erfitt mundi að lenda í slíku landslagi, ef á lægi. Taldi hann það hættulaust, því jafnvel þótt vélarnar stöns- uðu, gætu þeir svifið úr þeirri hæð sem flogið var í á næsta flugvöll, en þá taldi hann vera með 50 mílna millibili alla leiðina. Bar nú lengi ekkert til tíðinda. Farþegarnir virtust allir í fasta svefni, en eg sat og hugsaði um þetta einkennilega æfintýri. Dagur rann óðar en varði. Sólaruppkoman var dýrleg, en landslagið enn hrjóstrugt er birta tók, En svo tók brátt fyrir alla landsýn. Skipið flaug nú ofar skýj- unum, sást nú ekkert nema einkennilega blátær himininn.fyrir ofan og hvít breiða fyrir neðan. Eg hefi aldrei á æfinni séð neitt jafn hvítt. Ef mér væri borgað fyrir að auglýsa sápu myndi eg líklega segja að skýin hafi verið e:;ns hvít eins og sápufroða af vissri tegund ofan á þvotta- bala, eða eins og samfeld breiða af hvítþveg- inni fyrsta flokks ull. Og þó er sú samlíking ófullnægjandi því að skýin tóku á sig ýmsar kynjamyndir út við sjóndeildarhringinn. Sumir flókarnir sem svifu yfir breiðunni voru líkir skipum í lögun, aðrir mintu á kastala og hamra- borgir. Eftir langan sprett ofar skýjunum steypti skipið sér niður í gegn um þessa hvítu móðu, og þá blasti við yndislegt land fyrir neðan. C. N. R. járnbrautin, sem við höfðum fylgt alla leiðina lá nú eins og örmjór tvöfaldur silfurþráður fyrir neðan okkur. Bóndabýli óg akrar blöstu við. Alt virtist þetta undursam- lega smávaxið í fjarlægðinni; skógurinn eins og örlitlar grænar nálar, sem stóðu hlið við hlið; akrarnir eins og reitir á taflborði, og hús- in eins og brúðuhús, sem börn raða á palli. Hversu undursmá hljóta þá verk mannanna að sýnast þeim, sem horfir á þau úr hæstu hæðum. Klukkan rúmlega sex um morguninn lentum við í Porques, Ontario. Morgungolan var svöl og hressandi að koma út. Voru nú gasgeymar vélarinnar fyltir og aftur haldið af stað eftir tíu mínútna viðstöðu. Kl. hálf níu um morg- uninn flugum við yfir Lake Simcoe í Ontario; var flughæðin þá 7,500 fet, en hraðinn 200 mílur á klukkustund. Var þá eftir 35 mínútna flug til Toronto, en þar lentum við kl. tæplega 9, eftir Winnipeg tíma. Var þar skift um flug- vél og svo haldið af stað til New York. Er sú vegalengd 365 mílur, og tók sú ferð okkur tæpa tvo tíma. Áður en okkur varði vorum við komnir yfir útjaðra New York borgar. Gekk mér í fyrstu hálf illa að átta mig á því að við værum komnir alla leið. En það var ekki um að villast. Þarna sagði landafræðin til sín. Þarna lá Long Island til vinstri og teygði sig eins og stórhveli, sem snýr hausnum að landi; beint fyrir neðan okkur var Manhattan eyjan, nokkurnveginn í laginu eins og totumjór íleppur, með Hudson ána ann- ars vegar. Skýjakljúfarnir risu upp á móti okkur; var nú flogið svo lágt að manni fanst maður geta tekið í trjónurnar á þeim og teymt þá með sér. Hér varð eg var við það í fyrsta sinn að flugvélin tók að hoppa og skoppa og hendast til, eins og bifreið, sem keyrir hratt á ósléttum vegi. Loftstraumar voru þarna aug- sýnilega sterkir þar sem úthafsgolan mætir hitastraumunum af meginlandinu. En það leið ekki á löngu að við lentum. Við höfðum flogið í tíu klukkutíma; og á þeim tíma ferðast 1500 mílur. Flugvélin settist eins og svanur á tjörn, á flugvöllinn í New York. Klukkan í Winnipeg var þá nákvæmlega 12 á hádegi. Við tókum okkur leigubíl og fórum rakleitt upp á skrifstofu Dr. Helga P. Briem, aðalræðis- manns íslands í New York. Hann hafði ekki átt okkar von svo skjótt, og var ekki við- staddur, en skrifari hans, ungfrú Ásta Helga- dóttir tók á móti okkur með hinni mestu alúð og lét þess getið að okkur væri búinn veru- staður á Hotel Savoy Plaza. Þar var þá heldur ekki í kot vísað, því þetta er talið annað veg- legasta gestgjafahús borgarinnar. Okkur var fengin stór og vegleg íbúð á 22. gólfi. Þar voru stórir gluggar, víðsýnt yfir borgina og fagurt um að litast. Það sem fyrst vakti athygli mína var gosbrunnur einn fagur fyrir framan gisti- húsið, og fyrir handan strætið var listigarðurinn Central Park. Eru þarna 850 ekr- ur af skóglendi, vötnum og blómagörðum inn í hjarta borgar innar. Hlýtur það að vera dá- samlega tilbreytilegt og hress- andi fyrir þreytta og sveitta borgarbúa að geta farið af hin- um heitu steinsteyptu strætum öðru hvoru og horfið inn í faðm náttúrunnar um stund. Heyrði eg talað um að ýms gróðafélög hefðu á ýmsum tímum lagt hart að borgarstjórninni að fá keypt- ar sneiðar af þessu dýrmæta landi. En hún hefir að þessu neitað að verða við slíkum til- mælum, og hlýtur það að telj- ast viturlega ráðið. Enda þótt ferðin austur væri að vissu leyti eins og draumur hvað snertir hraða og þægindi, 'vorum við nokkuð ferðlúnir og svefnþurfi, og höfðumst því ekki mikið að það sem eftir var þessa fyrsta dags í New York, annað en að sjá okkur um í nágrenni við hótelið. Morguninn eftir var það fyrsta verk okkar Grettis að heimsækja The United Lutheran Churoh House, á Madison Ave., sem nú er aðal bækistöð United Lutheran Church in America. Er þetta gríðarleg höll með þremur hæðum og 45 herbergjum; þar sem öll herbergi og gangar eru lagðir þykkum rauðleitum gólf- dúkum út að veggjum. Var þetta áður einkaheimili auðkýfingsins J. P. Morgan, og er virt að fast- eignamati á 950,000 dollara. Skyldist mér að kirkjufélagið hefði fengið hin mestu kjörkaup á þessari höll. Dr. Tappert, sá sem sat á kirkjuþingi okkar í Argyle í sumar, var leiðsögumað ur okkar. Fór hann með okkur úr einni stofu til annarar, og kynti okkur ýmsum embættis- mönnum kirkjunnar, sem þarna störfuðu á skrifstofum sínum. Ýmsir þeirra sem við hefðum þó helzt viljað hitta, eins og t. d. Dr. Knubel, forseti kirkju- félagasambandanna, voru í burtu úr borginni í sumarfríum. Rétt til dæmis um auðlegð hinna upp- haflegu eigenda, og íburð þann, sem lagður var í byggingu þessa húss, má geta þess að í einni stofunni, í kring um ljósastjaka sem hékk úr loftinu, var geysi stórt málverk með englamynd- um. Sagði leiðsögumaðurinn að þetta málverk hefði fagmaður frá ítalíu málað í loftið, og hefði það kostað húsráðendur einhvers staðar milli 17 og 20 þúsund doll- ara. Þessi stofa var áður svefn- herbergi frúarinnar, Mrs Morg- an, og hafði hún lagt svo fyrir að ekki yrði hreyft við þessari mynd á meðan húsið stæði. Um kvöldið þennan dag kom það fyrir sem í Winnipeg hefði þótt einkennilegur viðburður. Hannes Pétursson, forseti Sam- bandskirkjufélagsins, bauð mér, presti Fyrsta lút. safnaðar á bíó, °g eg þáði boðið með þökkum! Leikhúsið var ekki nein smá- kompa, heldur var mér sagt að þetta væri stærsta leikhús ver- aldarinnar. Ekkert skal eg samt fullyrða um það, eg hafði enga aðstöðu til að gera þar saman- burð, en hitt er víst að þetta leik- hús — Roxy Theatre — heitir það, er geysistórt, tekur 6,900 manns í sæti. Urðum við að klifra upp fjölda stiga áður en við komum upp á hæð þar sem við loksins gátum fundið sæti. Virtist þá leiktjaldið vera hér um bil beint fyrir neðan okkur. í fyrstu fanst okkur þetta óþægi- legt, en við vöndumst því skjótt, gleymdum því reyndar nærri samstundis, því myndin var svo falleg og svo fróðleg. Þetta var æfisaga Wilsons Bandaríkjafor- seta í fullum litum. Hafði hún nú verið sýnd á fjórðu viku frá kl. 9 á morgnana til kl. 12 á kvöldin, en samt var nærri ó- mögulegt að fá sæti. Það er. aug- ljóst af ýmsu nú að þótt Wil- son væri misskilinn á sinni tíð, og þjóðabandalags hugsjón hans hafnað af þingi Bandaríkjanna, þá sjá menn nú æfi hans og viðleitni í nýju ljósi, og finna í hugsjón hans hina einu mögu- legu leið til að mynda frið á jörðu. Á föstudagskvöldið vorum við gestir á heimili Maríu Markan Östlund, og George manns henn- ar. Tóku þau okkur sem týndum og endurheimtum vinum; sýndu okkur hina mestu alúð og frá- bæra gestrisni. Borðuðum við þar undir beru lofti fuglakjöt, sem húsbóndinn steikti sjálfur í viðurvist okkar á eldstæði, sem hann hafði hlaðið úr hellusteini í graðinum fyrir aftan húsið. Að þessu loknu fórum- við inn, og frúin söng fyrir okkur fjölda söngva. Gaf hún okkur öllum söngplötur, sem hún söng í þá og þar, að skilnaði. Á laugardagsmorguninn naut eg minnar góðu konu, sem oftar. Þá kom frænka hennar, Lára Thompson, með manni sínum í prívat bíl þeirra. Keyrðu þau með mig í gegn um Central Park og svo yfir að Columbia University. Það tók mig svo sem ekki lengi að fara í gegn um þann skóla; flýtti það förinni mikið að marg- ar stofur hans voru lokaðar, enda var þetta á laugardegi og í sum- arfríi. Þarna stunda 10 þúsund stúdentar nám árlega, enda er þetta eitt frægasta menntasetur meginlandsins. Þau hjónin gerðu mér þá ánægju að sýna mér þrjár helztu kirkjur borgarinnar: The Cat- hedral of St. John the Divine; Riverside Church, sem Dr. Harry Emerson Fosdick hefir gert víð- fræga, og svo gömlu Trinity kirkjuna. Eg hafði skoðað marg- ar kirkjur í nágrenni við hótelið þar sem við dvöldum, og furðað mig á því hvernig þær gætu þrifist þar. Þeim er víða bók- staflega þríst inn á milli stór- bygginganna, eða byggingunum upp að þeim svo ekki er hægt að ganga á milli. Svo er það t. d. með Fifth Avenue Presbyterian kirkjuna, sem Dr. John Suther- laud Bonnell, fyrrum Winnipeg prestur, þjónar. Hvaðan þessar kirkjur, í miðju verzlunarhverf- inu, fá söfnuði sína er mér ekki ljóst, því engin heimili eru 1 námunda við margar þeirra. Þó sá eg þess vott að þessar kirkjur gerðu sitt gagn jafnvel á virkum dögum. 1 flestum þeirra, sem eg kom inn í var fjöldi fólks á bæn, í hljóðlegum hugleiðingum, eða blátt áfram að hvíla sig frá ys og skarkala götulífsins. The Cathedal of St. John var mér sagt að væri þriðja stærsta kirkja í heimi; St. Péturs kirkjan í Rómaborg, og St. Paul’s í London eru stærri. Kirkjan er bygð í svipuðum stíl eins og kirkjan í Reims á Frakklandi, sem margir kannast við af mynd- um. Er byggingin 601 fet á lengd, og 320 fet á breidd. Hornsteinn hennar var lagður árið 1892, en hún er enn í smíðum, og þriðji hluti hennar enn óreistur. Engin skuld hvað hvíla á þessu mikla völundarhúsi, enda hefir hún notið að manna eins og J. P. Morgan, sem kvað hafa gefið til hennar hálfa miljón dollara. Er mér ómögulegt að lýsa þessari byggingu; læt það eitt nægja að geta þess að auk aðalkirkjunnar sem er feikilega stór, eru átta kirkjur bygðar út frá aðalsaln- um, sumar þeirra lítið minni en kirkjan okkar hér. Riverside kirkjan er bygð í öðrum stíl, en er mjög veglegt guðshús, með háum turni. 1 turninum er lyftivél, en þeir sem lengra vilja fara en það sem hún nær, verða að fara upp ótal stiga sem liggja eins og gormur upp á efstu hæðir. Þaðan er mjög víðsýnt yfir borgina, og þar eru hinar merkilegu kirkju- klukkur, 72 talsins. Vigtar sú stærsta þeirra 20 tonn, var mér sagt, en sú minsta 10 pund. Belgiskur sérfræðingur spilar á þessar klukkur á nótnaborði, sem til þess er gert; kveður þá við voldugur ómur sem heyrist víðs- vegar og yfirgnæfir allan hvers- dagslegan hávaða. Það er rödd kirkjunnar að kalla ljóssins börn til tíða. Þessi stofnun kvað vera rekin eingöngu með frjálsum samskotum á sunnudögum. Er það athygunar og eftirbreytnis- vert fyrir aðrar kirkjur og söfn- uði. The Trinity Church er líklega elsta kirkja borgarinnar. enda ber hún þess merki, og þá ekki síður kirkjugarðurinn, sem um- kringir hana í miðju fjármála- hverfinu á Wall Street. Þessi kirkja var bygð árið 1696. og er sagt að Anna Englandsdrottning hafi gefið lóðina undir hana. í kirkjugarðium tala svipir löngu liðinna tíma, en heldur óskýrt, því áletranir legsteinanna eru víða svo máðar að vart má greina. Þó má lesa þar nöfn ýmsra manna, sem mjög koma við sögu Bandaríkjanna fyr a tímum. Þar hvílir Alexander Hamilton, fyrsti fjármálaráð- herra Bandaríkjanna í ráðuneyti Washingtons. Hann háði einvígi við Aran Burr, sem þá var vara- forseti Bandaríkjanna, og beið bana í þeirri viðureign, þá að- eins 47 ára gamall. Þar sá eg einnig gröf Roberts Fulton, þess sem bygði fyrsta gufuskipið. Eg ætla ekki að lýsa komu forseta Islands, veizlum þeim> sem honum voru haldnar, við- tökum borgarstjóra, né öðrum einka heimboðum okkar félaga. Ritstjórar íslenzku blaðanna, sem einnig voru með í þessari för hafa skýrt svo vel og rækilega frá því öllu að engu er þar við að bæta. Læt eg því nægja að segja hér að viðtökurnar og veizluhöldin, undir stjórn Dr. Helga Briem, fóru fram með hinni mestu prýði, og verður það alt okkur, sem þar vorum staddir, ógleymanleg reynsla, sem við munum lifa upp aftur og aftur í endurminningunum. Það var ánægjulegt að sjá fána hins unga íslenzka lýðveldis blakta við hliðina á fána Banda- ríkjanna á ýmsum opinberum byggingum hinnar miklu heims- borgar; ekki var það síður hríf- andi að heyra stóra hljómsveit fyrir framan borgarstjórahöll- ina í New York spila þjóðsöng Islands, “Ó, Guð vors lands”, það var ánægjulegt að lesa vin- gjarnleg ummæli stórborgarblað anna um ísland, forseta þess og utanríkisráðherra, en mesta á- nægjuefnið var það þó fyrir okk- ur að fá að sjá og heyra sjálfan forseta íslands, hinn látlausa, hóg væra mann, þenna kjörson hins unga lýðveldis og fyrsta forseta þess. Við fáum seint fullþakkað stjórn Islands fyrir að hún gerði okkur þessa ferð mögulega. Okk- ur ætti þá heldur ekki að gleym- ast að við vorum ekki kvaddir til þessarar ferðar fyrst og fremst vegna okkar sjálfra, held- ur sem einskonar fulltrúar og staðgöngumenn allra Vestur-ís- lendinga. Island gat ekki boðið öllum, sem íslandi unna í Ame- ríku til að koma á fund forseta síns í New York, og taka í hönd hans. Þessvegna var þessum gest um boðið bæði frá Bandaríkjun- um og Canada að við mættum taka í hönd hans vegna allra hinna, sem ekki gátu komið. Og þegar við kvöddum hann á burt- farardegi hans frá New York, og óskuðum honum og heimaþjóð- inni allrar blessunar og hamingju í framtíðinni þá gerðum við það í nafni og fyrir hönd allra ís- lendinga, sem dvelja hér á vest- urvegum. Og hið síðasta orð hans var: Berið þið kveðjur frá ís- landi til allra sona þess og dætra sem þið náið til. Sigvaldi bóksali var að selja guðsorðabœkur hér á götunum. Ein af bókunum hét: Drottinn kemur til vor. Til þess að vekja eftirtekt á bókinni, kallaði Sigvaldi við og við. “Drottinn kemur til vor, heftur á eina krónu tuttugu og fimm, bundinn á tvær krónur.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.