Lögberg


Lögberg - 02.11.1944, Qupperneq 5

Lögberg - 02.11.1944, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER, 1944 5 LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Inngangsorð Þessir dálkar Lögbergs verða framvegis helgaðir áhuigamálum kvenna. Á þessum vettvangi verða rædd, ekki einungis þau mál sem snerta sérstöðu kvenna, sem mæðra og húsfreyá, heldur og mannfélagsmál yfirleitt, því nútíma kona í lýðræðislandi gerir sér ekki að góðu að vera bundin andlega og líkamlega innan tak- marka heimilisins eins og tíðkast í einræðislöndunum. Henni er að verða það ljóst með degi hverjum, að hún er borgari lands- ins og á heimtingu á þeim rétt- indum, sem því er samfara og vitaskuld er henni eki síður ljóst að með auknum réttindum leggj- ast henni skyldur á herðar, sem henni ber að rækja Ekkert það mál, sem miðar að velferð og menninigu þjóðarinnar og mann- kynsins í heild sinni er henni því óviðkomandi. Starf konunnar innan heimilis- ins er bæði umfangsmikið og ábyrgðarfult. Um hendur hús- mæðra landsins fara verðmæti dags daglega, svo tugum miljóna dollara skiftir. Meðferð hús- mæðra á þessum verðmætum hefur mikil áhrif á efnalega af- komu heimilanna og þjóðarinnar. Á þekkingu húsmæðra á fæðu, matreiðslu og hollum aðbúnaði, veltur heilsufar þjóðarinnar. Matur er manns megin. Nátturan byggir hrausta og fagra líkami, ef henni er fengin í hendur hinn rétti efniviður — holl fæða fram- reidd á réttan hátt. Þegar ungu mennirnir voru kallaðir í herinn í byrjun stríðs- ins, kom í ljós, þegar þeir gengu undir læknisskoðun að fjöldi þeirra voru ekki nógu hraustir til þess að gegna herþjónustu. Stjórnin lét þegar rannsaka þetta ömurlega ástand og kom það upp úr kafinu að aðal orsök þessara víðtæku vanheilsu var vanfóðrun. Með breittu matar- æði, útivist og líkamsþjálfun, náðu margir þessara ungu manna fullum líkamlegum styrk. Þá þarf ekki að útskýra hina miklu ábyrgð, sem á mæðrun- um hvílir í sambandi við það að ala upp framtíðar borgara landsins. Það felst mikill sann- leikur í orðtakinu: Sú hönd, sem ruggar vöggunni stjórnar heim- inum. Uppeldis vísindin eru að sönnu komin skamt á leið, en þó myndi það sennilega geta af- stýrt mörgum mistökum og ó- höppum ef mæður yfirleitt ættu kost á að kynna sér grundvallar atriði þessarar fræðigreinar. I því augnamiði að verða kon- um að einhverju liði í sambandi við þessi mál mun verða birtar í þessari deild Lögbergs, stuttar greinar, sem fjalla um: Matar- æði, heilbrigðishætti, fegrun, snyrtingu, klæðnað, húsakynni, húsverk, uppeldisfræði o. s. frv. Greinarnar verða valdar efti" sérfræðinga í þessum efnum eða skrifaðar samkvæmt þeim beztu heimildum sem völ er á. Konum er boðið að skrifa rit- stjóra deildarinnar, ef þær æskja einhverra sérstakra upplýsinga viðvíkjandi þessurn málum, og hún mun leitast við að afla þeirra upplýsinga og birta síðar. spurn- inguna og svarið í blaðinu. Nafn spyrjandans verður ekki birt. Einnig yrði því tekið með þökk- um ef konur vildu senda ritstjóra þessarar deildar, sínar uppáhalds matreiðslu uppskriftir eða aðrar upplýsingar og bendingar við- víkjandi heimilismálefnum, sem gætu komið öðrum konum að liði. í næsta blaði verður skýrt frá málum, almenns efnis, sem verða til umræðu í þessum dálkum. Misskilin börn Fjöldi barna fær sífeldar a- vítanir fyrir ósannsögli. Oft eru þessar ávítanir ófyrirsynju og byggðar á misskilningi en geta haft hinar alvarlegustu afleiðing- ar fyrir siðgæði barnanna og al- veg gagnstætt því, sem til er ætlast. Nýrri rannsóknir á hugs- un og rökfærslum barna sýna að börnin hugsa og álykta með alt öðrum reglum en fullorðnir, enn- fremur eru þau að eðlisfari óná- kvæm í athugun og frásögn. Verður þetta hvorttveggja oft þess valdandi að þau eru mis- skilin og höfð fyrir röngum sök- um, svo að tjón hlýzt af. ♦ Heilbrigði og fegurð Eftirfarandi ráð munu hjálpa þér til þess að viðhalda heilbrigði þinni og yndisþokka: 1. Sjáðu um að hafa nægan svefn. minst átta klukkustundir. 2. Vertu úti einhvern hluta dagsins og í ölium bænum gakktu þá. Taktu ekki strætisvagn hve- nær, sem þú getur. 3. Gættu að hvað þú borðar. Varastu að borða of mikið feit- meti og of mikið af sætum mat. Borðaðu grænmeti, brauð úr heilhveiti, mjólk, ávexti og á- vaxtasafa. 4. Drekktu sex til átta glös af vatni daglega. Drekktu ætíð eitt glas á undan morgunverði. 5. Notaðu gleraugu, ef þú þarft þess. Þú verður hrukkótt ef þu rýnir of mikið. 6. Notaðu varalit og augna-' brúnalit í hófi. Nú þykir minna til þess koma en nokkru sinni áður að vera eins og lifandi mál- verk í framan. 7. Farðu til tannlæknis þíns að minsta kosti tvisvar á ári. 8. Brostu umfram alt. Fólk sem vinnur mikið, gleymir stundum alveg að brosa, en bros er prýði hverju andliti og lífgar upp í hversdags stritinu. 9. Hreinsaðu andlit þitt vel, a. m. k. einu sinni á dag. Gakktu aldrei til hvílu án þess. 10. Burstaðu hur þitt svo það verði lifandi og gljáandi. Þvoðu það með jöfnu millibili. 11. Burstaðu hendurnar með stífum bursta og berðu á þær krem til þess að mýkja þær. 12. Taktu fótabað daglega og burstaðu fæturnar með stífum bursta. Gakktu aldrei í of þröng- um skóm, hve fallegir sem þeir eru. Klipptu neglurnar á tánum áður en þú hefur eiðilagt falleg- ustu sokkana þína. 13. Gakktu hreinlega til fara innst og yzt. Ef þú gengur með hvíta kraga, uppslög o. s. frv., sjáðu þá um að það sé verulega hvítt og fallegt. -f — Heyrðu mamma, sagði lítill drengur, sem var að koma heim. —Á eg að segja þér hvað eg sá: Eg sá mann, sem getur búið til hesta. — Ertu nú alveg viss um það, svaraði móðirin. — Já, alveg handviss. Hann var rétt búinn með hestinn þegar eg sá hann. Hann var að negla fæt- urnar á hann. -f — Þessi selskinskápa er falleg, sagði frúin. — En þolir hún rign- ingu? — Kæra frú, hafið þér nokk- urntíma séð sel með regnhlíf? -f Hreykin móðir: — Já, hún Della dóttir mín talar bæði frönsku og algebru. — Heyrðu Della! Segðu góðan daginn á al- gebru við hana frú Garðland. fréttabref Vogar, 7. okt. 1944. Herra ritstjóri! Eg lofaði þér víst fréttabréfi þegar við fundumst síðast; en það er nú nokkuð langt síðan. Það er svo fátt, sem ber við hér í strjálbýlinu, sem í frásögur sé færandi. Nú eru allar fréttir svo stórkostlegar að menn gefa því almennt lítinn gaum. Fyrrum fluttu blöðin fréttir af tíðarfari og afkomu bænda. Nú er varla minnst á slí'kt nema fellibylji og húsbruna. Og þá er það tíð- arfarið sem hefur mest áhrif á afkomu þeirra, sem við land- búnað fást, en á honurn hvílir afkoma flestra hér um slóðir. Eg verð því að minnast á tíð- arfarið, þótt það sé ekki “móðins” nú á dögum. Sumarið er nú bráðum á enda, svo saga þess verður nú sögð í einu langi. — Vorið var fremur þurt og kalt framan af og spratt þá seint gróður. Með júní hlýn- aði og rigndi hóflega framan af mánuðinum; spratt þá gras fljótt og leit allur jarðargróður vel út í mánaðarlokin. En þá gjörði stórrigningu, þá mestu sem kom- ið hefur á sumrinu. Uurðu þá allmiklar skemdir af vatnsgangi einkum á matjurtagörðum. Kartöflur eyðilögðust víða þar sem enginn halli var fyrir af- rennsli. Akrar munu þá víðast hafa skemst til muna; en víða fóru engjar undir vatn svo þær nýttust ekki, fyr en of seint. I júlí og ágúst mátti kallast hagstæð tíð, þá rigndi aðeins nóg til að halda gróðri við, en þurkar nægilegir. Garðávöxtur var góð- ur, og nýting ágæt. Heyskap var lokið hjá flestum fyrir lok ágúst- mánaðar. Akrar og garðar nýtt- ust einnig vel, þar sem þeir skemdust ekki af rigningunni. Má því kalla að uppskera hafi verið sæmileg, af öllu nema kartöflum; en þær eru víða ekki nægar til heimilisþarfa. September var fremur kaldur og rosasamur. Rigndi oft en aldrei mikið í einu. Varð því seinleg þresking, en þó mun henni nú lokið. Eg veit að mörgum þykir þessi lýsing á tíðarfarinu tortryggileg, því hún mun vera nokkuð ólík í ýmsum nálægum sveitum. En þessi lýsing er aðeins gjörð fyrir vesturhluta Sigluness sveitar. Það eru nú aðeins 40 mílur héðan suðaustur til Lundar, en þar hefur rignt meira en hér í sumar. En þá mun munurinn vera meiri eftir því sem sunnar dregur. Þar á móti rigndi minna en hér þeg- ar norðar dróg með Manftoba- vatni, þar var um tíma vatns- skortur svo til vandræða horfði. “Lengi getur vont versnað,” og svo er hér með vinnukraftinn. Vont var það áður, en verst þetta árið. Flestir bændur hér eru nú einyrkjar, nema þeir sem höfðu stálpaða unglinga heima, því fullþroskuð börn eru nú annaðhvort horfin úr heimahög- um, eða gift og farin að búa. Laust vinnufólk er hér alls ekki til, nema örfáir Indíánar eða kynblendingar; en þeir eru flest- ir ófáanlegir nema fvrir fáa daga og þá farnir heim þegar minst varir. Félagslíf er hér dauft, eins og við er að búast, þegar unga fólk- ið vantar. Ungu bændurnir hafa engan tíma til að sinna slíku. Það eru aðeins 'konurnar, sem hafa haldið uppi starfsömum félagsskap um mörg ár. Hér hef- ir líka verið nokkurskonar ungra manna félag um mörg ár, sem einkum var kennt við “Base Ball” æfingar. Sá félagsskapur var allvel ræktur um eitt skeið, og vann oft verðlaun við stærri samkeppni; en nú eru fáir á æf- ingum nema hálfþroskaðir ungl- ingar. Allmargir unglingar hafa verið kallaðir í herinn úr þessari bygð. þeir eru nú dreyfðir um heim allan en engir þeirra hafa fallið enn svo fréttst hafi. En margir þeirra hafa særst. Einn hefir verið sendur heim særður. Sá heitir Gísli Hallsson. Hann er sonur Stefáns bónda hér í bygð- inni, Eiríkssonar, Hallssonar bónda á Hrærekslæk í Hróars- tungu. Hann hafði misst vinstri fót, og tvísýnt að hægri hendin verði honum að notum, vegna skemmda á öxl og upphandlegg. Þó mun ekki vonlaust að úr því rætist, því drengurinn er hraust- byggður og þrekmikill. Hann dvaldi um tíma hjá foreldrum sínum, en var svo kallaður út aftur til frekari athugunar á spítala. Foreldrum Tians var hald ið fjölmennt samsæti af bygða- mönnum, skömmu eftir heim- komu hans, var þar safnað dá- litlum sjóði honum til glaðning- ar. Eg hef stundum bætt við fréttabréf mín fréttum að heim- an. Þaðan fæ eg mörg bréf eink- um af Austurlandi. Það vill svo til að margir af lesendum Lög- bergs munu vera þaðan ættaðir svo fréttir þaðan mundu vera þeim kærkomnar. Úr Fljótsdalshéraði er mér skrifað: “Vorið var kalt fram um Hvítasunnu, og í vikunni fyrir kom áfelli svo fé fennti víða, en ekki varð samt tjón að því. Flest- ir náðu ám sínum í hús og hýstu þær allan sauðburðinn, því gróð- ur var svo lítill í girðingum, að þær höfðu ekki nærri nóg fóð- ur þar. Lambahöld urðu samt ágæt. Heyfyrningar voru litlar, en hvergi heyskortur, en mikið var gefið af síldarmjöli í við- bót og reyndist það vel. Hey- skapur byrjaði víðast hvar með júlí, og er það í seinna lagi. Tún voru ónýt þá, enda voru kuldar fram að þeim tíma. En síðan hefur mátt heita sólákin á hverj- um degi, svo hey hefur þornað jafnharðan og það hefur losn- að. Taða er því vel hirt. Það hefur sprottið mikið nú undan- farið svo það lítur út fyrir góða síðari sláttu af túnum. Flestir nota nú vélar við túnvinnu og eins á engi, þar sem því verður við komið fyrir þýfi. Heyvinnu- vélum fjölgar nú óðum hér í sveitum, enda er það gagn, því einlægt fækkar fólkið, sem hægt er að fá til heyvinnu, karlmenn fá nú 50 kr. á dag við vegavinnu, en fást varla fyrir það hjá bændum.” Annar maður skrifar mér, að karlmenn fáist nú ekki fyrir minna en 1000 krónur um mán- uðinn kvennfólk vilji ekki líta við 500 kr. um mátiuðinn. Ekki er von að landbúnaðurinn borgi sig með þessu lagi, enda-fá nú bændur stóra uppbót á vöru- verði sínu úr ríkissjóði. Annars mundu þeir flestir verða gjald- þrota. Þessi bréf að heiman eru skrifuð um miðjan ágúst og lít- Frh. á 8. bls. glllllllllillllllllllllllllllllllillllllllllllilllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllSllllllllllilllllllllllllll'llllliillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllIIIII^ Fyrir * | SKÓGARHÖGG SPYRJIST FYRIR HJÁ: Nœstu ráðningar eða Selective Service skrif- stofu, eða Næsta fylkisstjórnar landbúnaðarumboðs- manni, eða — 9 Nœstu Búnaðarmálanefnd, eða Þér gerið samning við umboðsmenn viðar- og pappírsfélaganna, sem National Selective *% Service hefir viðurkennt. Réttast er að fara til félagsins, sem þér unnuð fyrir áður. KOMIÐ STRAX ffiiiiiiiiiiiiiiniiiiM MIKILVÆGUR öBOÐSKAPUR til BÆND A og VINNUMANNA ÞEIRRA frá A. MacNAMARA FORSTJÓRA NATIONAL SELECTIVE SERVICE OG AÐSTOÐARVERKAMÁLARÁÐHERRA “Uppskeran á qanadiskum bændabýlum í sumar var slík, að sérhver landbúnaðar þjóð, hlaut að fyllast metnaði. Og eg er viss um, að hvert einasta mannsbarn í Canada, samfagnar bændum yfir hinni risafengnu framleiðslu þeirra. “En nú við aðkomu vetrar, leitum vér á ný fullrar samvinnu canadiskra bænda og vinnu- manna þeirra. Þessi áskorun er stíluð til þeirra bænda og vinnumanna þeirra, sem eiga heiman- gengt í vetur frá búskapnum og geta tekið á hend- ur nauðsynjastörf á öðrum sviðum yfir vetrar- mánuðina; nú er brýn þörf manna við skógarhögg, viðarframleiðsiu til pappírsgerðar, svo og til brennitekju og staura af öllum gerðum. Með því að takast á hendur slíka atvinnu afla bændur sér eigi aðeins aukatekna, heldur flýta þeir einnig fyrir hinu mikla viðfangsefni canadisku þjóðar- innar að vinna stríðið og undirbúa tímabil frið- arins. “Þótt bændur og vinnumenn takist á hendur í vetur nauðsynjastörf utan heimilisins, ef þeir eiga heimangengt, þá breytir það að engu til um frest þeirra frá heræfingum, jafnframt því, er þörf krefur, geta þeir nær, sem er, horfið á ný til býla sinna.” THE PULP AND PAPER INDUSTRY 0F CANADA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.