Lögberg - 02.11.1944, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.11.1944, Blaðsíða 6
tí - Dómar mannanna Eftir A Sergeant “Það er mín einasta vörn fyrir kuldanum,” svaraði Rósa æst. “Eg ímynda mér að þú viljir að eg gangi úti í þessum kulda yfirhafnarlaus, en þannig eruð þið ríku frúrnar, ykkur er sama um hvað fátæk manneskja má líða.” “Það er alls ekki mín hugsun,” flýtti Dora sér að segja. “Eg hélt að þú hefðir kannske aðra yfirhöfn, þó ekki væri svona kostbær, er gæti dugað. Get eg á nokkurn hátt — viltu þyggja, ef eg býð þér —” Hún hélt á peningabuddu í hendinni, en hætti við í miðri setningunni.. Það var henni nauð- ugt að bjóða mágkonu sinni peninga. Rósa sýndi enga feimni, hún rýndi með augunum gegnum möskvana í buddunni, og er hún sá skína á gullpeninga komst hún á loft af græðgi. “Eg hefi hérna fimm sterlingspund,” stam- aði Dora, “ef það hjálpar þér nokkuð —” “Það er mér stór gleði,” sagði Rósa “Með því léttir þú af mér mörgum áhyggjum, kæra Dora. Þú misvirðir það ekki við mig þó eg kalli þig Doru, nú þegar við erum mágkonur, eg heiti Rósa.” “Fallegt nafn. Gerðu svo vel og taktu við þessum fimm pundum, kæra Rósa.” “Eg þakka þér kærlega fyrir. — Ó, þú veist ekki hve þungri byrði þú hefir létt af mér, — það er svo hart að þurfa að vinna fyrir sér. Þegar eg giftist Richard hélt eg — jæja, það er ekki vert að tala um það. Þegar hann kem- ur út verðum við að byrja á einhverju ” “Ætlið þið að ver^ hér í Englandi?” spurði Dora. Rósa horfði fast á mágkonu sína. “Því ekki? Nema ef Richard fær betra tækifæri — til dæmis hjá föður sínum —.” Dora varð öskugrá í andliti. “Eg held hann leiti aldrei eftir neinni hjálp hjá föður sínum,” sagði Dora. “Það álít eg bæði sem synd og skömm,” sagði Rósa. “Peningarnir væru okkur til meira gagns en gamla manninum, þó þeir séu ekki sem best fengnir. Auðvitað lítur Richard á það allt öðruvísi en eg, og það borgar sig ekki að reyna til að sannfæra hann,” bætti Rósa við, og breytti allt í einu málrómi sínum í saklausan einfeldn- ingsróm. “Eg hefi oft hugsað um að skrifa hon- um.” 1 “Hverjum — ekki til föður míns?” “Jú,” svaraði Rósa ofur rólega. “Richard sagði, að það mundi vera betra — að bú gæfir mér utanáskriftina hans.” Dora varð svo óttaslegin við að heyra þetta, að hjartað var rétt hætt að slá í brjósti hennar. “Nei, nei!” sagði hún, “það get eg ekki. Veru- stað hans verður að vera haldið leyndum. Ef lögreglan kæmist að því!” “Ef veit, að það er lagt fé til að koma því upp, en auðvitað mundi eg ekki segja það nein- um. Bara ef þú vildir gera svo vel og gefa mér utanáskriftina hans.” “Það get eg ekki,” svaraði Dora, ákveðið. “Það segi eg engum, og Richard veit það einu sinni ekki.” “Það er skammarlegt! Hann langar svo mikið til að skrifa föður sínum”, sagði Rósa. “Hvað er það sem hann langar til að skrifa föður sínum um?” “Riohard langar svo mikið til að láta hann vita hvernig nú er komið fyrir sér, en eg varð að lofa honum að eg skyldi skrifa bréfið.” Dora hugsaði um þetta sem snöggvast. “Ef þú vilt skrifa' bréfið,” sagði hún, eftir stutta þögn, “þá held eg að eg geti sent það til föður míns; ef það er svo áríðandi.” Rósa þagði um stund, en sagði svo: “Jæja, það er líklega best — úr því þú vilt ekki gefa mér utanáskriftina. Eg ætla þá að fara heim til mín og skrifa bréfið, en viltu þá loft mér því, að þú sendir það?” “Já, ef eg get,” svaraði Dora, með varfærni. “Maðurinn þinn, Dora, veit líklega ekki hvar faðir þinn er?” Dora stóð skyndilega upp. “Segðu ekki eitt einasta orð um föður minn, Rósa, ef þú sérð manninn minn!” sagði hún, bleik af hræðslu. “Þú mátt einu sinni ekki segja honum hver þú ert! Hann hatar nafnið Sittard. Það er betra fyrir þig að gæta þín.” “Hatar hann nafnið? Vonandi hatar hann þig þá ekki líka?” sagði Rósa, sem átti að vera sagt eins og í spaugi. En er hún sá að Dora brá við og þagði sagði hún. “Þú lítur út eins og það sé tilfellið. Eg meinti, að hann hefði tilbeðið þann blett er þú steigst fæti þínum á.” “Svoleiðis var það,” hvíslaði Dora. “Og nú er það breytt?” “Við ætlum að skilja, undir eins og Richard kemur út úr fangelsinu,” sagði Dora og stundi við. LÖGBERG, FIMTUDAGINN “Miskunsami Guð!” sagði Rósa. “I hvaða sam- bandi stendur það við Richard? Ertu kannske að hugsa um að vera hjá okkur?” Hún áttaði sig brátt og sagði. “Auðvitað viljum við gera allt sem við get- um fyrir þig. En svo færðu vafalaust nóga pen- inga til framfæris þér. Eg mundi heldur vilja, væri eg sem þú, sættast við hann og vera kyr. Eg held að þú þurfir ekki að yera óánægð með kjör þín, eg vildi bara óska að þetta hús heyrði mér til.” ' “Eg get ekki sagt þér neitt nánara um það,” sagði Dora dræmt, “en það er úttalað um það mál, milli Horst og mín.” Til þess að ræða ekki meira um þetta, sagði Dora. “Sendu mér bara bréfið til föður míns.” “Já, eg skal senda það,” svaraði Rósa, hryss- ingslega. Það var auðséð að Dora ætlaði ekki að bjóða henni að borða miðdegisverð með sér, svo hún bjóst til að fara. “Hún spurði mig ekki einu sinni um hvar eg byggi, og ekki mátti það mikið heita sem hún lét af hendi rakna við mig,” sagði Rósa við sjálfa sig, þegar hún var komin út. “Hún er viðbjóðsleg nánös. Fimm pund — það er ekki hægt að gera mikið með því, kannske hún gefi mér meira í annað sinn. Hvað hún var á nálum um þetta bréf. Og ef eg bara hefði getað fengið utanáskriftina gamla manns- ins, skyldi eg fljótt hafa náð peningunum, sem hafa verið lofaðir fyrir upplýsingar um veru- stað hans.” Hún hló illskulega að hugsun sinni. “Eg skal samt skrifa honum, og segja honum að hann megi skammast sín fyrir að láta okkur öll líða hungur hér, þar sem hann hafi nægtir gulls. Richard í fangelsi, og Dora í þann veginn að skilja við manninn sinn! Það kemur honum á hreyfingu.” Skömmu síðar sendi Rósa bréfið til gamla Sittards, í lokuðu umslagi, til Doru. Eftir stutta umhugsun sagði Dora við sig sjálfa, að hún þyrfti ekki að lesa það, sem ekki var skrifað til hennar, og sendi svo bréfið með næsta póst- skipi. Eftir að þetta var um garð gengið, lifði hún eins og áður í einveru og tilbreytingarleysi. Rósa lét hana ekki sjá sig næstu þrjá mánuði. Richard var kominn úr fangelsinu og — Júlíus Sittard kominn til London, undir fölsku nafni. 26. KAFLI. Veturinn leið, og vorið kom, án þess að neinar breytingar hefðu orðið á heimili, né heimilislífi Harkorts. Afstaða þeirra, Doru og Horst var óbreytt. Hann kom og fór með sama alvarlega yfirbragðinu, kalda málróm, og upp- gerða kurteisi; Dora var altaf heima, hugsandi um sín ömurlegu forlög, hrygg yfir að hafa mist ást mannsins síns, sem hún hafði ekki kunnað að meta fyr en hún hafði mist hana. Það var ekkert ennþá afráðið um framtíð Doru, og Horst hafði ekki búið sig undir hina fyrirhuguðu ferð til Vestur-India. Sökum við- skifta anna hafði hann orðið að fresta ferðinni, og með sjálfum sér þótti honum vænt um það. Hann fór að verða hræddur um að það væri hættulegt að láta Doru svona afskiptalausa, og ekki síst vegna þess, að hann hafði dregið skiln- aðinn svona á langinn. Hann var hræddur um að þetta einstrengings- lega líf eyðilegði heilsu hennar. Það var aug- ljóst, að hún var stöðugt að verða fölari og magrari í andliti, augun innfallnari, og fyrri gleði og fjör horfið, og hann ásakaði sig fyrir, að það væri sér að kenna. Theresa, hans gamla og trúfasta vinkona, hafði meir og meir fjarlægst hann. Hún kendi í brjósti um Doru og var hennar traust. Frú Horst var orðin svo miklu dulari, en Dora Morrison hafði verið. Eftir að frú Sandon var dáin, gat Theresa varið meiri tíma til að gjöra gott og hjálpa, sem var hennar göfuga hjartans innræti. Hún færði ljós og von inn í mörg heimili þar sem þaer himnesku gjafir vöntuðu. Það aðskildi hana frá félagslífinu og mörgum vina sinna, því hún hafði engan tíma frá mannúðarstarfsemi sinni til að taka þátt í því. Horst veitti því eftirtekt, og þótti vænt um. Eftir því sem lengur leið vöknuðu mildari tilfinningar í hjarta han? til Doru, en hún varð þess ekki vör. Henni fanst hann eins kaldur og strangur, sem áður. Hún Vissi ekki hvernig hann liti á hugarstríð sitt, þegar hún sægi hann ekki, og hvernig hann hefði valið blóm eftir hennar smekk, sem hann færði henni af og til. Hún vissi ekki hversu strangar ávítanir að þjónustufólkið fékk, ef hanrwhélt að það, á einn eða annan hátt hefði vanrækt þá nærgætni og umönnun sem því bar að sýna konunni hans. Gestir og aðkomu fólk veittu þessari breyt- ingu eftirtekt, og þótti vænt um, en Dora gat enga breytingu séð. Það var orðið ervitt, eða næstum ómögulegt fyrir hana að trúa því, að hann elskaði sig. Horst fór í ferðalag í nokkra daga, og Dora fór út í blómagarðinn til að draga að sér 2. NÓVEMBER, 1944 ferskt loft, og var þar til degi tók að halla; hún andaði að sér ilminum af fjólunum eins og í leiðslu. Hún leit veiklulega út, en ekki eins sorgbitin sem áður. Það hafði glæðst ný von í brjósti hennar — en það var meir von eftir dauðan- um en lífinu. Baka til í garðinum var laufskáli, sem var bak við stórt tré, svo hann sást ekki frá hús- inu. Hann stóð upp við trjágyrðingu sem af- markaði landareign Horst. 1 laufskálanum og kringum hann var dauða kyrð og þögn. Dora hafði tekið með sér bók til að lesa. Þeg- ar hún ætlaði inn í laufskálann og steig yfir þröskuldinn, rak hún upp hljóð og hörfaði sem fljótast til baka. Það var einhver inni í skál- anum — karlmaður — var það garðyrkjumað- urinn? Hann sat í skugganum svo hún gat ekki séð í andlit honum. “Vertu róleg Dora!” var sagt með málróm, sem hún kannaðist vel við. “Gerðu engan hávaða! Eg hef komið hingað nokkrum sinnum í von um, að mæta þér hér, en þú hefir ekki komið. Sestu hérna og vertu róleg meðan eg segi þér hvernig á ferðum mín- um stendur!” Það var Júlíus Sittard, sem talaði. Dora fékk ihjartslátt og blóðið steig henni til höfuðs. “Ó, farðu í burtu, farðu!” sagði hún. og vissi varla hvað hún sagði: “Þú ert ekki óhultur hér faðir minn, flýttu þér í burtu.” “Það dettur mér ekki í hug að gera, eftir að eg er kominn svo langt að til að sjá þig>” sagði Sittard. “En þú þarft ekki að láta þér bregða svo mjög við, barnið mitt, eg sé að þú mátt ekki við því. Sestu hérna og horfðu á mig, eg er óhultur hérna.” Dora gerði, sem hann bað, og fór að virða hann fyrir sér í hálfdimmunni. Hún hrökk við af undrun er hún horfði í andlit honum. Hún myntist þess að hún hefði séð þetta andlit upp á síðkastið bregða fyrir á götunni nokkrum sinnum, án þess að hún þekkti það. Hann var miklu magrari, hans stolta og yfir- lætissama göngulag var horfið, og hann var alveg genginn í sig. Dora veitti því eftirtekt að hann bar hárkollu; hann hafði gjört sig sem torkennilegastan, bæði með því að lita hár sitt og skegg bleikt, sem var svart, og allar línur og drættir í andlitinu voru dýpri, meir áberandi við megrunina. “Jæja,” sagði hann eftir að Dora hafði virt hann fyrir sér um stund, “heldurðu að þú hefðir þekkt mig?” . “Nei,” svaraði hún, “það er bara málrómur- inn sá sami. En þó þú lítir öðruvísi út, ertu samt í hættu.” “Eg veit það, en eg hefi horfst í augu við stærri hættu. I gær mætti eg á götu mínum versta óvin, en hann þekkti mig ekki.” “En ef fólk sæi þig hér í garðinum, gæti það valdið misskilningi —” “Það sér mig enginn,” svaraði Sittard ró- lega. “Eg get horfið á augnabliki, hvenær sem er. Sjáðu, það er þarna, sem eg kom inn.” Hann benti henni á tvö borð í bakveggnum* á laufskálanum, sem auðvelt var að beygja til hliðar. “Ef einhver ónáðar okkur hér, þá hverf eg áður en nokkur fær auiga á fest, inn í garð- inn hinumegin við girðinguna. Borðin falla af sjálfu sér saman eins og þau voru, og eg geng eftir stígnum sem liggur út á þjóðveginn. Það hefur tekið mig tíma og fyrirhöfn, að uppgötva þessa leið, það get eg sagt þér, litla elsku Dora mín. En mig langaði svo mikið til að sjá þig einu sinni ennþá. Hvernig líður þér, elsku barn- ið mitt? Lofaðu mér að horfa á þig.” Hann dró hana að sér, kysti hana, og horfði rannsakandi í andlit hennar. “Mér lízt ekki á hvernig þú lítur út, barn,” sagði hann. “Því ert þú í óeiningu við manninn þinn?” “Hver hefir sagt þér það?” “Hver, auðvitað þessi litla foræða, Rósa, þú hafðir sjálf skrifað utaná bréfið til mín vissir þú ekki hvað í bréfinu var?” Dora hristi höfuðið. “Hún hefur sagt mér undarlega sögu í því, ef þú hefðir lesið það, er eins líklegt að þú hefðir ekki sent það til mín,” hann horfði undr- andi á dóttur sína. “Það hefir aldrei verið þinn vam að klaga um neitt, en kona Richards er ein endalaus klögun- arskepna, sem klagar um alt.” Hann hló og ypti öxlum meðan hann talaði. Dora horfði á hann með óttablandinni undrun. Hann var miklu grófari í orðum og látbragði en áður, nærri því ruddalegur, fanst henni. Var það afleiðing af yfirsjón hans, eða um- gengni við ósiðfágað fólk, sem svo hafði breytt framkomu hans og talsmáta, eða hafði hún sjálf mótast af hinni prúðu hegðun og umgengni mannsins síns? Hún gat, sem stóð, ekki dæmt um það. Hún fann bara, að faðir hennar s'varaði ekki til þeirrar myndar, sem hún geymdi í huga sér af honum, áður en ólánði yfirféll hann. “Hefurðu séð Richard?” spurði Dora. eftir litla þögn. “Hvernig ætti eg að hafa séð hann? Slíkur auli! Eftir allt hans ráðvendnistal að vera nú í fangelsi”, sagði faðir hans í ergelsi. “Hann er bjáni, — fæddur bjáni, — og verð- skuldar ekki að honum sé hjálpað. En samt sem áður ætla eg að gera það. Eftir fjórtán daga verður hann aftur frjáls, þá skal eg gera honum gott tilboð.” “Var það ástæðan fyrir því að þú komst til Englands, faðir minn?” “Að nokkru leyti,” svaraði Sittard. Svo hélt hann áfram í mildari róm: “Þið ungu haldið, að engir nema þið eigið mildar tilfinningar. Þið ímyndið ykkur sjálfsagt, af því eg fór svo fljótlega frá ykkur, að mér væri sama hvað um ykkur yrði.” “Nei, það hugsaði eg ekki.” “Jæja, en það lítur þó þannig út. Hvorugt ykkar hefur neitt skift sér af mér. Þið fenguð fyrirlitningu á mér út af hinum níðingslegu sögum, sem blöðin sögðu um mig. Hve oft hefurðu kannske skrifað mér, síðan eg fór? Aðeins einu sinni. Og þó hafðir þú utanáskrift mína, og gast skrifað mér án neinnar hættu.” Dora þagði; henni fanst hún hefð’ breitt illa, að skrifa ekki föður sínum. “Eg heyrði, hvorki um giftingu Richards né þína. — Eg heyrði ekki eitt einasta orð um hvernig ykkur liði, þangað til Rósu datt í hug að skrifa mér. Það voru lítil gleðitíðindi, sem hún hafði að segja, en hún veit að minsta kosti hvað hún vill, og dylur það ekki. Eg kom hingað vegna þess sem hún skrifaði.” “Hún hafði engan rétt til að hvetja þig til að koma hingað og setja þig í slíka hættu, sagði Dora. “Vertu róleg, barnið mitt. Hún hvatti mig ekki til að koma. Eg býst heldur ekki við að hana hafi langað til að eg kæmi. Það sem hún vildi fá, er það, sem við viljum öll — peninga. “Skrifaði kona Richards þér til að biðja þig um peninga? Það var svívirðilegt, skammar- legt” “Rugl, því ætti það að vera skammarlegt? hvers átti vesalings konan að leita ef ekki til föður mannsins síns? Hún er sú einasta af ykk- ur, sem hefur praktiskt vit. Rósa hefur góðan skilning á því, á hvora hliðina að brauðið henn- ar er smurt með smjöri, það máttu vera viss um. Ef hún hefði fengið betra uppeldi, mundi hún hafa leikið sitt hlutverk býsna vel. Hun er nógu fríð og hyggin íil þess.” “Já, hún er fríð,” svaraði Dora, eins og 1 draumi. “Fríð og viðsjál — og opinská. Hún sagði mér það, sem eg annars hefði aldrei fengið að vita, bæði um þig og hrösun Richards.” “Það var engin hrösun,” sagði Dora, nsest- um í reiði. “Það var allt saman misgáningur. Richard hefur aldrei tekið peningana.” “Það er sem hann hefir sjálfsagt sagt þer- “Nei, alls ekki. Eg hefi ekki séð hann í marga mánuði. En eg er alveg viss um að hann hefir aldrei látið sér til hugar koma að gera slíkt. 1 þessum orðum lá óbein álösun á föður hennar, sem hann skildi. “Rósa hefur sagt mér það, að minsta kosti, sagði hann í mildari róm; “hún skrifaði líka, að þú værir óhamingjusöm í hjónabandinu. “Hvernig vogaði hún sér að segja það!” og blóðið hljóp fram í kinnar hennar. “Er það þá ekki satt?” spurði faðir hennar, og horfði rannsakandi á hana. “Þú l^tur ekki út sem þú sért mjög hamingju- söm, það getur maður ekki sagt. Rósa sagði að þú vildir skilja við manninn þinn. er það satt?” “Hann vildi að eg gerði það,” hvíslaði Dora. “Vill hann? Hvaða mannskepna er hann? Og hver er ástæðan? Það er ómögulegt að þú hafir brotið neitt á móti honum, eins saklaust barn, eins og þú ert.” “Ekki í þeim skilningi, sem þú meinar, en a annan hátt. Eg get ekki sagt þér meira um það.” • , “Þú getur þó sagt mér eins og er. Er það vegna föður þíns, og fjölskyldunnar?” “Já,” svaraði Dora, í veikum róm. Sittard hrökk blótsyrði af vörum. “Eins og þessi maður hafi nokkurn rétt til að líta niður á dóttir mína. Hann hlýtur að vera svívirðileg mannrola. Farðu bara frá hon um Dora. Eg get séð betur fyrir þér, en hann hefur nokkru sinni getað.” “Eg hefi hugsað mér að vera hjá Richard. “Hjá Richard — og Rósu? Þessari litlu öfund- sjúka foræða mundi innan viku hafa klórað augun út úr höfðunu á þér. Nei, barnið mitt, eg get boðið þér betri framtíð.” Dora reyndi að fá föður sinn til að hætta að tala um þetta, en hann benti henni með hend- inni að þegja. “Það er óþarfi að gera svo mikla rekistefnu um þetta. Eg þori ekki að vera hér lengur; það getur skeð að þín verði sa'knað í húsinu, og fólkið komi hingað að leita þín; það sem e£ vildi segja er þetta:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.