Lögberg - 02.11.1944, Side 7

Lögberg - 02.11.1944, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER, 1944 7 SIGURÐUR ÁSVALD TEITSON Hann var fæddur 29. nóvember árið 1899 á Joliet sléttunum í N. D., hann var sonur þeirra góðu og vellátnu hjóna Sigur- bjargar Helgadóttur og Ágústar sál Teitson, sem dó hér í Blaine bygðinni fyrir tæpum 3 árum síðan. Sigurður Asvald ólst upp hjá foreldrum sínum og var hjá þeim alla sína ævi og eftir að faðir hans dó þá var hann aðal stoð og stytta móður sinnar og hennar einasta hjálp og aðstoð við þau heimilisverk, sem þutftu að ger- ast, það var því mjög sviplegt og sárt fyrir hans veikluðu móð- ir að verða að sjá á bak sínum góða syni, sem enn var á besta aldursskeiði. Árið 1902 fluttist Asvald með foreldrum sínum frá N.-Dak. til South Bend, Wash. og dvöldu þar til ársins 1905 að þau komu til Blaine bygðarinnar og keyptu sér land og hafa búið þar í 19 ár. Sigurður Asvald var drengur hinn ágætasti, hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu, hann var heiðarlegur í orði og verki, eng- inn man eftir að hafa nokkurn- tíma heyrt hann tala stygðar- yrði um nokkurn mann og eng- inn mynnist þess að hann talaði nokkurn tíma, vísvitandi, orð sem ekki var satt, með öðrum orðum, hann hafði andstygð á öllu því vonda og var algerlega frásneyddur því að hafa nokkuð með þá lesti að gera. Hann var hjartagóður maður og mátti ekkert aumt sjá, tók þátt í öllum íslenzkum félags- skap í sinni bygð og styrkti með fjárframlögum eftir megni. Hann var sérstaklega góður og trúr foreldrum sínum og upp- fylti þar rækilega hið heilaga boðorð Guðs: “Heiðra skalt þu föður þinn og móður”. Hann elskaði að verða sem mest og best hjálp til þeirra, og kom það líka greinilega fram eftir að faðir hans dó, hversu vel hann ann- aðist heimili móður sinnar, sem þá líka hafði mist heilsuna, svo mestöll störf lentu á honum bæði utan húss og innan. Asvald var vel liðinn og í sérstöku afhaldi á meðal íslendinga bæði í bygð og bæ, átti hann því marga góða og holla vini, því allir treistu Asvald. Hann var trúmaður en mjög hægur og fáskiptinn í þeim efn- um, hans trú var innri sannfær- ing og fullvissa um það sem menn vona, og sannfæring um þá hluti, sem ekki er auðið að sjá, hann á því skilið hinn allra besta vitnisburð eins og sagt var um þá sem trúir reyndust á fyrri öldum, les Hebreabréfið 11. kap. Þeir nánustu, sem lifa Asvald sál., er hans syrgjandi móðir Sig- urbjörg Helgadóttir Teitsson, og fóstursystir hans Mrs. Guðmunda Lyndal, að Blaine, Wash. Sigurður Asvald dó þann 27. júlí s. 1., hema hjá móður sinni í Blaine bygðinni, hann varð tæp- lega 45 ára gamall. Hann var jarðsunginn frá útfararstofunni í Blaine, laugardaginn 29. júlí, að viðstöddum nánustu vanda- mönnum og vinum. Séra Guðm. P. Johnson jarðsöng. G. P. J. DÁNARMINNING Sigurður Guðbrandsson. Breið firðingur að ætt og uppruna and- aðist í Selkirk, Man., þann 3. sept., eftir tiltölulega stutta legu, en þriggja mánaða sjúk- dóm. Hann var fæddur í Grund- arfirði við Breiðafjörð 29. febr. 1868. Foreldrar hans voru Guð- brandur Guðbrandsson kaupmað ur þar, og Kristjana kona hans. Um 1870 flutti Guðbrandur kaupmaður til Reykjavíkur og þar ólst Sigurður upp. Bjó Guð- brandur í Brunnhúsum, var það æskuheimili Sigurðar. Sigurður mun aðallega hafa stundað verzlun á Islandi. Hvaða ár hann fluttist til Vesturheims, er þeim sem þessar línur ritar ekki kunnugt um. Brátt settist hann að í Selkirk og dvaldi hér lengst þaðan af utan það er síðar mun að vikið. Á nýársdag 1898 giftist hann og gekk að eiga Arn- björgu Kristjánsdóttur, er mun hafa verið af Þingeyskum ætt- um. Séra Jónas A. Sigurðsson vígði þau í hjónaband í íslenzku kirkjunni hér í bæ. Aðalbjörg andaðist .þann 14. júní 1930. Börn þeirra eru: Kristjana, Mrs. William Halli- day, Pasadena, California. Guðbrandur, er hefir með höndum íssölu og aðra starf- rækslu hér í Selkirk, kvæntur Álfheiði Johnson. Systir hins látna manns Gabri- ella Guðbrandsdóttir átti jafnan dvöl á Islandi. Kristjana dóttir hennar er gift lögfræðingi, og býr í Reykjavík. Barnabörn hins látna eru 8 á lífi, eftir skilin. Sigurður átti því sem næst allt af heima hér í Selkirk, utan 6 ára, er hann og kona hans dvöldu hjá dóttur sinni og tengdasyni þeirra í Kaliforniu, og nutu mikils af þeirra hendi. Um mörg síðustu árin dvaldi hann hjá syni sínum og tengdadóttur hér í bæ, var kært með þeim, og fór þar vel um hann. Er sóttin elnaði, er leiddi hann til dauða, kom dóttir hans vestan að, var hjá honum og gerði hinztu stundir hans bjartar með ríálægð sinni og aðhjúkrun. Sigurður var þrekmaður mikill, Áratugum saman vann hann í þjónustu Robinsons félagsins hér, og um- sjónarmaður í þjónustu þess ár- um saman. Hann var prýðilega fróður um margt, vel bókhneigð- ur en einkum mannfróður; hefi eg aldrei á dvalarárum mínum hér vestra kynst jafnfróðum manni, sem honum um Reykja- víkur búa, hag og háttu bæjar- lífsins, eins og það var síðustu 30 ár umliðinnar aldar. Jafnan var hann hress í anda og glaður, hvernig sem kjör og kringum- stæður voru. Hann gekk beinn og óbeygður til hinztu stundar. S. Ólafsson. Siglingar og þjóðmenning Frh. frá 3. bls. in til hlítar í þjónustu útvegs- ins. Eg sé í huganum allan þann fiskiiðnað, sem á fyrir sér að rísa húr upp eftir stríðið, og skapa þúsundum manna og kvenna á- gæta atvinnu. Mér verður hugs- að um framtíðardrauminn, sem ef til vill rætist áður en langir tímar líða, þegar stórar flutn- ingaflugvélar halda af stað morg un hvern með margar smálestir af fiskflökum til hinna nálæg- ari viðskiptalanda. Eg sé hvern- ig. skipastóll Islendinga gjör- breytist á skömmum tíma. Hent- ugir, vélknúnir fiskibátar af beztu tegund mynda grundvöli atvinnulífsins í hverju þorpi. Stórir togarar kljúfa öldur Jökuldjúps og Halamðia. búnir öllum þeim vélum og tækjum, sem tæknin þekkir bezt. Glæsi- leg kaupför plægja úthöfin, með fána vorn við sigluhnokka, og brúa veglausar víðáttur milli landa. Takmarkið er það, að hvert íslenzkt skip verði Stíg- andi, sem lesi hafið með tign og virðuleik. I dag hafa íslenzkir sjómenn haldið hátíð. Flesta daga ársins vinna þeir hörðum höndum og leggja á sig vos og vökur. Fang- brögð við Ægi hafa hrist úr þeim vesöld alla og kveifarskap. Eg er þess fullviss, að sjómenn irnir eru traustur stofn, og munu ekki láta sitt eftir liggja í þeirri sjálfstæðisbaráttu, sem nú verður að hefjast og aldrei má linna. Þar á eg við baráttuna til viðhalds formlegu sjálfstæði og eflingar raunverulegs sjálfstæð- is, innra jafnt sem ytra. Sjó- menn munu minnast þess, sem öllum íslendingum ber að hafa í huga, að starf og stefna beztu sona þjóðarinnar frá upphafi til þessa dags, leggur hverjum manni þunga skyldu á herðar, þá skyldu, að bregðast ekki hin- um íslenzka málstað, heldur standa trúan vörð um heiður landsins og sóma. Til þess orti Jónas sín þjóð- frægu ljóð, til þess er Jón Arason dáinn! Alþbl. Miljónir æpa vegna þjáninga • Yðar helft af heiminum er laus við grimdaræði stríðsms, sársauka, drepsóttir, hungur og dauða ... , Hér flýtur ekki blóð við húsdyr yðar ... enginn sonur, engin dóttir, enginn eiginmaður, engin eiginkona, engin unnusta dregin út úr heimilinu og hnept í þrælkunarvinnu eða þrælakvíar. Líkami yðar hefir ekki verið tættur í sundur af sprengikúlum eða köldu stáli ... Sál yðar er ekki sundurkramin vegna hrellingar, ótta, eða hinna ólýsanlegu stríðshörmunga. Þér eruð sannarlega lánsöm ... að búa svo að segja í friði og við allsnægtir ... meðan miljónir samferðamanna yðar fórna líkama og sál til þess að firra mannkynið í eitt síkipti fyrir öll, brjálæði hamstola yfirgangsseggj a. Vissulega hlýtur oss að vera það ljóst, að oss beri nokkuð á oss að leggja ... til þess að gnótt sé skipa, hergagna, og annara nauðsynlegra hluta í þágu Sigursins. Meira og meira þarf að kaupa af Sigurlánsbréfum í Sjöunda Sigur- láninu til að flýta fyrir stríðslokum. Við öll verðum að kaupa Sigurlánsbréf fyrir alt, sem við spörum, alt, sem vér framast megnum. Leggið fé í Sigurinn! Kaupið SIGURLANS VEDBRÉF 7-72 NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.