Lögberg - 02.11.1944, Qupperneq 8
8
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER, 1944
Úr borg og bygð
Til leigu fæst nú þegar ágætt
svefnherbergi með aðgangi að
eldhúsi; þetta er á úrvals stað í
bænum, og er einkar hentugt
fyrir aldraða konu. Upplýsingar
á skrifstofu Lögbergs.
•
Mr. G. D. Grímson frá Mozart,
Sask., leit inn á skrifstofu Lög-
bergs á leið frá Dakota, þar sem
hann var í heimsókn hjá ætt-
ingjum og vinum, og biður hann
Lögberg að skila kæru þakklæti
fýrir ágætar viðtökur.
•
Hin árlega sjúkrasjóðs Tom-
bóla st. Heklu I. O. G. T., verður
haldin mánudaginn 13. nóv. n. k.
Munið bæði stað og stund. Nán-
ar auglýst í næsta Ibaði.
•
Síðastliðið mánudagskvöld fór
fram fjölmenn skemmtisamkoma
í Sambandskirkjunni hér í borg-
ihni til arðs fyrir sumarheimili
barna að Hnausum: forsæti skip-
aði frú Marja Björnson frá
Árborg, en hún hefir jafnan látið
sér einkar hugarhaldið um vel-
farnað áminstrar stofnunar; að
megin hluta skemtiskrár stóðu
börn og unglingar, og var það
sérlega vel viðeigandi, bar sem
kvöldskemmtun þessi var helguð
bústað barnanna norður við
vatnið.
•
Jóns Sigurðssonar félagið, I. O.
D. E., heldur sinn næsta fund
að heimili Mrs. O. M. Caine, Ste
14 Vinborg Apts., á þriðjudags-
kvöldið þann 7. nóvember, kl. 8.
•
The Junior Ladies Aid of the
First Lutheran Church, will hold
their regular meeting on Tues-
day afternoon. November 7th, in
the Church parlor.
•
Athyglisverð samkoma.
Nú gefst ættingjum og vinum
kostur á að sjá með eigin augum
innrásina á Frakkland, er cana-
diski herinn leysti landið úr
klóm þýzkra Nazista; auk kvik-
myndarinnar, flytur Andy Gray
ræðu; hefir hann vitaskuld frá
mörgu að segja, þar sem hann
hefir tekið þátt í stríðinu í síð-
astliðin fimm ár.
Aðgangur að samkomu þessari
er ókeypis; hún hefst stundvís-
lega kl. 8 á mánudagskvöldið
þann 6. þ. m., og fer fram í
Goodtemplarahúsinu; er til henn-
ar stofnað af stúkuniim Heklu
og Skuld í samstarfi við Þjóð-
ræknisdeildina “Frón” t:l stuðn-
ings við 7. Sigurlánið
A. S. Bardal.
J. J. Bíldfell.
•
Árni G. Eggertson K. C„ kom
heim á sunnudaginn úr hálfs-
mánaðarferðalagi til Austur
Canada og' New York, ásamt
frú sinni; nutu þau hins mesta
yndis af ferðalaginu, og hittu í
New York borg mikinn fjölda
íslenzkra vina.
•
Dr. Jón Arnason frá Seattle,
Wash., kom til borgarinnar um
helgina; hann brá sér norður til
Árborgar í för með Árna G.
Eggertsyni, K.C., en hélt heim-
leiðis á þriðjudaginn.
•
Mrs. Björn Hinriksson frá
Churchbridge, Sask., hefir dval-
ið í borginni nokkra undanfarna
daga ásamt Grace dóttur sinni.
•
Mr. og Mrs. Chris Tomasson
frá Hecla, hafa dvalið í borg-
inni þessa dagana.
•
Mr. G. A. Williams, kaupmað-
ur frá Hecla var staddur í borg-
inni í fyrri viku.
•
Nú er haustvertíð á Winnipeg
vatni lokið, fiskimenn flestir
komnir heim, en eru nú margir
hverjir í þann veginn að búa
sig undir vetrarvertíðina.
Messuboð
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands,
Heimili: 776 Victór St. Sími
29 017.
Guðsþjónustur á sunnudögum.
Kl. 11 f. h. á ensku.
Kl. 12.15 sunnudagaskóli.
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Söngæfingar:
Yngri söngflokkurinn á fimtu-
dögum kl. 8.
Eldri söngflokkurinn á föstu-
dögum kl. 8.
•
Sunnudaginn 5. nóv. messar
séra H. Sigmar í Péturskirkju
.(Svold) kl. 11 f. h., ensk messa,
og í Brown, Man., kl. 2,30 e. h.
(íslenzk messa).
Allir velkomnir.
• .
Prestakall Norður Nýja-íslands
5. nóv.—Riverton, íslenzK
messa og ársfundur kl. 2 e. h.
Árborg, ensk messa kl. 8 e. h.
12. nóv.—Víðir, messa kl. 2
e. h.
B. A. Bjarnason.
Messuboð.
íslenzk messa að Lundar kl. 2
e. h., sunnudaginn 5. nóv.
Umræðuefni að Lundar:
“Hvert er betra vegleg kirkja
eða viðunandi heimili?” í til-
efni af umsögn Dr. Niels Dungal
um hina fyrirhuguðu Hallgríms-
kirkju í Reykjavík.
Allir velkomnir.
H. E. Johnson.
•
Gimli prestakall.
5. nóv. Betel, messa kl. 9,30
f. h„ Gimli kl. 7. e. h.
Skúli Sigurgeirsson.
DÁN ARFREGN.
Kristín Guðmundsdóttir, vist-
kona á Gamalmennahælinu Betel
andaðist þar, þann 6. cktóberj'
hafði hún verið sama sem rúm-
föst um síðastliðin átta ár.
Hún var fædd að Höfðahólum
á Skagaströnd í Húnavatnssýslu,
5. nóv. 1852.
Foreldrar hannar voru Guð-
mundur Ingimundarson og Sig-
urlaug Guðmundsdóttir. Hún
mun jafnan hafa verið í vinnu-
konustöðu á íslandi og átti þar
oft við þröng kjör að búa. Vestur
um haf fluttist hún 1903. Hún
átti víst lengst af heima á Gimli,
bjó þar ein og undi hag sínum
vel, þótt oft væri hagur hennar
þröngur. Hún átti yfir miklu
líkamsþreki að ráða, var innilega
trúuð og góðviljuð. Systir henn-
ar er Mrs. Th. Simonarson,
Blaine, Wash. Kristín varð^vist-
kona á Betel, 17. nóv. 1928, hafði
hún dvalið þar ávalt síðan.
Hún var jarðsungin frá heim-
ilinu þann 7. okt., af sóknarprest-
inum.
S. J. S.
Vegna útbreiðslu Lögbergs
á íslandi.
Eins og fyrir löngu hefir verið
auglýst í blöðunum heima, hefir
hr. Björn Guðmundsson, Reyni-
mel 52, Reýkjavík, megin um-
boð fyrir Lögberg á íslandi, og
geta því kaupendur blaðsins þar,
og eins þeir, er gerast vilja nýir
kaupendur, snúið sér til hans
viðvíkjandi áskriftargjöldum.
Hr. Björn Guðmundsson er fé-
hirðir við Grænmetisverzlun
íslenzka ríkisins í höfuðstaðnum
og þar af leiðandi er hægt um
vik fyrir borgarbúa, að setja sig í
samband við hann.
Mr. G. J. Oleson lögreglu-
dómari frá Glenboro, var stadd-
ur í borgirini í vikunni sem leið.
•
Mr. Th. Thordarson kaupmað-
ur á Gimli, var nýverið staddur
í borginni.
ÞING SAMEINUÐU
LÚTERSKU KIRKJUNNAR
Frh. frá 1. bls.
legur. Er hann að því er okkur
virtist, og eftir því, sem við
heyrðum, sérlega öflugur ræðu-
skörungur, og má vel búast við
að hann reynist mikilhæfur for-
seti þessa hins stóra og öfluga
félags eins og ’fyrirrennari hans.
Á þingi þessu voru 552 erind-
rekar frá 28 af þeim 32 kirkju-
félögum, sem mynda þetta kirkju
félagasamband, sem nefnist:
“The United Lutheran Church
in America”. Allur þessi mikli
fjöldi erindreka, sem voru sem
næst til helminga prestar og leik-
menn, sóttu þingfundi frábæri-
lega vel, þá sex daga, sem þingið
stóð yfir.
Hægt væri að halda áfram sög-
unni og segja frá einhverjum
stórum og merkilegum viðburð-
um hvern dag, sem þingið stóð
yfir. En þá yrði þetta of langt
mál. Eg vil nú aðeins minnast á
nokkra sérstaklega merkilega
viðburði, sem stóðu í föstu sam-
bandi við þingið.
I sambandi við U.L.C.A. stend-
ur leikmannafélag eitt merki-
legt, sem nefnist: “The Lutheran
Laymens Movement for Steward
ship”. Að kveldi annars þingdags
ins, 12. okt., hafði félag þetta
geisilega merkilega samkomu í
Radisson Hotel, einni allra
stærstu og vön'duðustu gistihöll-
inni í Minneapolis. Fyrst var
mjög ljúfengur kvöldverður bor-
inn fram en jafnframt þegar
máltíðin var að byrja, og þegar
hún aftur var að enda, var mikill
almennur söngur, allir sungu
saman, gamla, góða, velþekta
söngva. Forsöngvarinn og sá er
stjórnaði þessum söng, var eng-
inn annar en merkispresturinr.
Dr. Ross Stover frá Philadelphia.
Er hann feikna raddmaður.
Tókst þessi söngur afburða vel
undir veldissprota hans. Þarna
söng líka karla kvartett af frá-
bærri snild. Var þar fleira ó-
gleymanlegt til að skemta fólki
og hrífa tilfinningar þess. Sér-
"staklega vil eg þó minnast á ræðu
sem Dr. Charles M. A Stine
hélt. Er hann nafntogaður og
mikilsvirtur vísindamaður frá
Wilmington í Delaware, og vara-
forseti hins þekta Dupont-félags
þar. Ræðan þótti dálítið í lengra
lagi. En hún var í raun og veru
meistaraverk. í henni var skýr
og ákveðin vitnisburður um dýrð
Kristindómsins, og hvöt að kom-
ast nær Jesú Kristi, frelsaranum
og leiða ungdóminn til hans.
Hefði mörgum geta virst að þetta
vera öflug prédikun, þó þar væri
leikmaður sem talaði.
Morgun guðsþjónustan í
Central Lutheran Church,
sunnudaginn 15. okt., var undir
umsjón safnaðarins, sem á kirkj-
una, og fyrir altari þjónaði prest-
ur þess safnaðar. Söngflokkur
safnaðarins be^tti sér þá líka
fyrir í söngnum. Eru nokkuð á
annað hundrað manns í þeim
söngflokki. Guðsþjónustan var
hátíðleg og söngurinn mjög hríf-
andi. Einn af erindrekum á þingi
U.L.C.A. flutti prédikunina. Var
það Dr. Chas. B. Foelsch, forseti
prestaskólans í Chicago, þar sem
margir af prestum kirkjufélags-
ins hafa numið guðfræði. Texti
Dr. Foelsch var úr öðru Korintu-
bréfi 13:16. En efnið nefndi hann
“The Sound of a Grand Amen”.
Hann er afburða skemtilegur og
markviss prédikari.
Og nú kem eg loks að sam-
komunni, sem fór fraín í Central
Lutheran Church á sunnudags-
kvöldið, 15. okt. Þá gengum við
út í kirkjuna hálfum tíma áður
en samkoman átti að byrja, til
að tryggja okkur sæti. Hvílíkur
dynjandi straumur af fólki! Það
munu hafa safnast þar yfir 3000
manns. Öll hugsanleg og mögu-
leg sæti voru notuð, og þó voru
það næsta margir, sem stóðu.
Enda stóð nokkuð til. Hinn heims
frægi “St. Olaf Choir” ætlaði að
syngja þar all-mörg lög þetta
kveld, og þá auðvitað suma af
sínum allra frægustu söngvum,
sem hafa verið raddsettir af Dr.
F. Melius Christiansen, honum,
sem stofnaði þenna kór, stjórnaði
honum ár eftir ár, og gjörði hann
ekki einasta landfrægan heldur
líka heimsfrægan. En að þessu
sinni hélt sonur hins mikla söng-
stjóra á veldissprotanum, og
stjórnaði nú söngnum, því faðir
hans er nú mjög við aldur, og
víst ekki sem hraustastur. Um
sönginn get eg ekkert sagt ann-
að en það að hann var ógleym-
anlegur — ódauðlegur.
Við þessa stórmerkilegu sam-
komu flutti Dr. F. E. Reinartz
erindi um hinn ódauðlega post-
ula góðgerðaseminnar og líknar-
starfsins, William Alfred Passa
vant. Hafði þessi merkis prestur
starfað, og beitt sínum miklu og
góðu áhrifum á- ýmsum stöðum
í landinu, en kannske hvaðj mest
í Chicago og þeirri grend. Nú
í ár voru liðin 50 ár frá því er
hann andaðist. Ræða Dr. Rein-
artz var snildarlega samin og
fagurlega flutt, eins og vænta
mátti af honum þar sem hann er
einn af höfuðsmönnum kirkj-
unnar.
Ræðumaðurinn nefndi erindi
sitt: “Vivit”, og er það latneskt
orð, sem þýðir: Hann lifir.
Við erindrekarnir frá íslenzka
lúterska kirkjufélaginu, höfðum
aldrei fyrr verið á þingi U.L.
C.A. eða á neinu öðru verulega
fjölmennu og stóru kirkjuþingi.
Oft óskuðum við þess í mikilli
einlægni að margir margir fleiri
af starfsfólki og meðlimum
okkar litla félags, hefðu átt þess
kost að vera þarna líka við-
staddir. Það er svo hrífandi, upp-
byggilegt og lærdómsríkt að taka
þátt í svona þingi.
Þingið sjálft og ýmsar sam-
komur, sem í^sambandi við það
stóðu verða okkur öllum ógleym-
anlegir viðburðir.
iVartime Prices
and Trade Board
Pöntunarlögum breytt.
Samkvæmt tilkynningu frá W.
P. T. B. hefir verið ákveðið að
afnema reglugerðirnar sem
banna verzlunum að senda heim
pantanir, sem ekki nema einum
dollar. Aðrar reglugerðir, sem
einnig falla úr gildi 30. október
viðvíkjandi tólf daga tímabilinu
á vöruskiftum og endurborgun á
vöruverði.
Spurningar og svör.
Spurt. Við erum að hugsa um
að breyta efri hæðinni í húsinu
okkar í smá íbúðir og leigja þær
hermanna fjölskyldum. Hvernig
er hægt að komast í samband
við þetta fólk?
Svar. Símaðu til Housing
Registry 27 381 og segðu þeim
hvaða húspláss þú hefir til leigu,
það er mjög mikii eftirspurn
eftir svona íbúðum.
Spurt. Við erum í sameigin-
legri íbúð og leigjum mánaðar-
lega. Húsráðandi ætlar að hækka
leiguna um tvo dollara á mán-
uði, vegna aukakostnaðar í sam-
bandi við hitun á húsinu. Er
þetta leyfilegt?
Svar. Nei. Það má ekki hækka
leigu án sérstaks leyfis frá W. P.
T. B. leigudeildinni.
Spurt. Eg er að hugsa um að
selja Rodio sem eg á. Er nokkuð
hámarksverð á notuðu Radio?
Svar. Já. Verð verður að vera
sanngjarnt og í samræmi við
gæði og ástand. Það má aldrei
vera hærra en verðið á tækinu
þegar það var nýtt.
Spurt. Eg hefi eyðilagt skömt-
unarbók númer fjögur. Er mögu-
legt að fá aðra bók?
Svar. Nei. Bók númer fjögur
er nú ekki lengur fáanleg, en
seðlarnir, sem svara því er þú
áttir eftir í bókinni verða látnir
fylgja með bók númer fimm.
Spurt. Eg las um daginn að
niðursoðnir ávextir væru skamt-
aðir vegna þess að það væri
sykur í þeim. Hvers vegna verð-
ur maður þá að afhenda seðla
fyrir ávexti, sem soðnir eru nið-
ur án sykurs?
Svar. Aðal ástæðan fyrir sæt-
metis skömtun er sykur skortur-
inn, en það er líka ekla á öllum
niðursoðnum ávöxtum og því
nauðsynlegt að skamta þá til
þess að dreyfing verði sem
jöfnust.
Spurt.. Hvers vegna á að halda
upp á bók númer fjögur?
Svar. Það kunna að vera ónot-
aðir sykur og sætmetisseðlar í
henni, sem ekki falla úr gildi
fyr en 31. desember, og svo eru
líka smjörseðlarnir, númer 88 og
89 t. d„ sem ekki öðlast gildi
fyr en 14. desember.
Spurningum svarað á íslenzku
af Mrs. Albert Wathne, 70®
Banning St.
FRÉTTABRÉF
Frh. frá 5. bls.
ur þá vel út með afkomu bænda.
Annars getur hausttíðin oft spilt
mjög góðu miðsumri.
Heilsufar manna hefur verið i
góðu lagi í sumar, í þessari bygð-
Engir hafa dáið nema Jónas K.
Jónasson, sem lengi var með
gildustu bændum í þessari bygð-
Hans hefur þegar verið getið
í Lögbergi.
Guðm. Jónsson,
frá Húsey.
THE WINNIPEG
PRESS CLUB
presents as a public
service feature, the
noted Canadian War
Correspondent and
Commerttator
MATTHEW
HALTON
in a lecture
“I SAW OUR BOYS FIGHT”
November 23rd, at 8.30 p.m.
AUDITORIUM
Admission 50c
Tickets on sale November 6, at
Free Press & Tribune Circulation Depts.
Celebrity Concert Series Box Office,
383 Portage Ave.
Hudson’s Bay Co. Retail Store,
Information Desk
.1. J. H. McLean & Co. Ltd.
Portage at Hargrave
Economy Drug Store, 1118 Main St.
St. James Leader, St. James.
For further information Phone 29 930
Minniát
BETEL
í erfðaskrám yðar
The Swan Manufacturing Go.
Manufacturers of
JfVÚ- »'■ 1 SWAN WEATHER-STRIP
Winnipeg.
Halldór Methusalems Swan
yllÉiPÍF Eigandi
í * 1 281 James Street Phone 22 641
—
FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ
HIN UNDURSAMLEGU
KAUP Á LOÐFÖTUM
HJÁ
Perth’s
1945 TÍZKA
ÚRVALSEFNI
ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI
Heimsækið PERTH’S
MASTER FURRIERS
484 PORTAGE AVE.
Just west of the Mall
— WANTED -
1000 — 2 year subscribers to our new synodical paper
“OUR PARISH MESSENGER”
Your dollar NOW will give this
venture the start it needs
and bring back to you News and Views from our
many parishes. — Be Interested.
Address: Mr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg
V erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir
hverju nafni, sem þœr nefnast, og látum ekki undir
höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini.
DREWRYS
LIMITED
|
krefst sérmentunar ■
|
Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða. g
krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf B
hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífeins, Jj
og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun-
inni óumflýjanleg. a
Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn-
ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir
p nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir,
I sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til
i skrifstofu LÖGBERGS
i 695 Sargent Avenue, Winnipeg
1 og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig!
1íH!»IHII!HLI!1HI!!!HÍH!!UH>!IHÍUIH1!!1HI1!!H1I!IH>IIIH!>!!HIII!HIIIIH!!IIH!IIIH1II!HIIIIHIIIIKH!!!!HIIIHIIIII
■
■
■
■
■
■
■
m
i