Lögberg - 09.11.1944, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.11.1944, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines , For Better Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines Coí- d Cl2lO^ , * Service and Satisfaction 57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER, 1944 NÚMER 4^£> Bregðist ekki þegnskyidu yðar við Canada með vanrækslu við Sigurlánið Ráðherraskifti í Ottawa SÍÐASTLIÐINN föstudag breiddust út eins og eldur í sinu frá Ottawa um landið þvert og endilangt þau tíðindi, að hermála- ráðherrann, Col. J. L. Ralston, hefði látið af embætti, en General A. G. McNaughton, fyrrum höfuðsmaður canadiska hersins á Bretlandi, væri orðinn eftirmaður hans; tíðindi þessi komu vafa- laust harla flatt upp á þjóðina. Col. Ralston hafði notið, og vita- Gen. A. G. L. McNoughton skuld nýtur enn, hvarvetna trausts og vinsælda; hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, og varð þá hermálaráðherra um hríð; hann gengdi fjármálaráð- herra embætti, og nú um nokkur ár hefir hann haft með höndum forustu hervarnaráðuneytisins við hinn bezta orðstír. Símfregnir og blöð höfðu, nokkru áður en ráðherraskiptin fóru fram, látið þess getið, að ráðuneytisfundir hefðu þá dag- lega haldnir verið, og spáð því að eitthvað mikið stæði til. Col. Ralston var fyrir skömmu kom- inn heim úr ferðalagi um Norð- urálfuna, og hafði meðal annars heimsótt megin vígstöðvar cana- diska hersins bæði á Italíu og Frakklandi og jafnvel víðar. Canada hefir um þessar mund- ir nálega 400,000 vígra manna á hinum ýmsu orustustöðvum Norðurálfunnar, auk landvarnar- liðs heima fyri, sem teiur eitt- hvað um 50 þúsundir; ástæðan fyrir embættisafsögn Col. Ral- ston er talin sú, að hann hafi talið það nauðsynlegt, að land- varnarliðið yrði sent austur um haf til styrktar canadiska hern- um, sem þar er fyrir; að því er bezt verður séð, var King for- sætisráðherra á öðru máli, og kvað skoðun sína óbreytta á því, að beinnar herskyldu væri ekki þörf, með því að sjálfboðaliðs- söfnunin hefði að flestra manna dómi reynst fullnægjandi; tjáð- ist hann því hlyntur, að þeir sem í landvarnarhernum væru, skyldu teknir til iðju heima fyr- ir, án þess þeir þó yrði leystir frá landvarnarherþjónustu, með því að stríðsiðnaðurinn og fram- leiðslan í heild, krefðist meiri og meiri mannafla. Og nú hefir General McNaugh- ton aflagt embættiseið, og lýst yfir því í sinni fyrstu ráðherra- ræðu, að hann’ teldi sjálfboða- liðs aðferðina hafa gefist vel. Hvort fleiri breytingar verða á ráðuneytinu, er enn eigi vitað; yfir höfuð virðist val General McNaughtons mælast vel fyrir. Foringi C.C.F. flokksins, Mr. Coldwell, telur Mr. King hafa verið heppinn í vali. og er hið sama um Mr. Blackmore, þing- leiðtoga Social Credit flokksins að segja. En Mr. Bracken er ó- ánægður, og Col. Drew hefir enn ekki látið frá sér heyra. TVENN GULLBRÚÐHJÓN HEIÐRUÐ Að aflokinni guðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju síðastl. sunnudagskvöld, efndi hið eldra kvenfélag safnaðarins til sam- sætis í fundarsalnum til heiðurs við tvenn velþekt gullbrúðhjón, þau Mr. og Mrs. J. J. Vopni og Mr. og Mrs. Finnur Johnson. Við háborð sátu heiðursgestir ásamt sifjaliði, og þeim, er í skemti- skrá tóku þátt. Veizlustjórn hafði með höndum prestur safnaðarins, séra Valdimar J. Eylands. For- seti fyrsta lúterska safnaðar, herra G. F. Jónasson, ávarpaði Roosevelt endurkosinn með yfirgnæfandi meiri hluta Franklin D. Roosevelt Forsetakosningum Bandaríkjanna, sem fram fóru á þriðju- daginn, lauk með glæsilegum sigri fyrir Roosevelt forseta dg Ðemokrataflokkinn; jókst flokknum fylgi mikið í báðum þing- deildum. Kosningarnar voru sóttar af óvenjulegu kappi, og varð almenn þátttaka í þeim langtum umfangsmeiri, en í fyrstu hafði verið búist við. Sigur Roosevelts verður að skoðast mikilvægur sigur fyrir mannúðarstefnuna á vettvangi heimsmálanna. Tilkynning frá sendiráði íslands í Washington ísland tekur þátt í alþjóðaráðstefnu um flugmál. Bandaríkjastjórn hefir boðað til alþjóðaflugmálaráðstefnu í Chicago 1. nóvember 1944. íslancli hefir verið boðin þátttaka í ráðstefnunni og hefir íslenzka ríkisstjórnin þegið boðið. Þessir menn hafa verið skipaðir til þess að sitja ráðstefnuna af íslands hálfu: Thor Thors, sendiherra, formaður ísl. nefndarinnar. Guðmundur Hlíðdal, póst- og símamálastjóri. Agnar Kofoed-Hansen, flugmálaráðunautur ríkisins. Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur, alþingismaður. Ráðgert er að ráðstefnan standi yfir í þrjár vikur, og fjalli aðallega um: 1. Ákveða bráðabirgðaflugleiðir í lok Evrópustyrjaldarinnar, svo að tryggt sé að flugferðir með póst- og farþega geti þá hafist. 2. Setja á laggirnar bráðabirgða ráð til að hafa yfirumsjón með flugi og flugleiðum um víða veröld. 3. Ráðstefnan mun leggja drög að alþjóðlegri stofnun til eftir- lits eða jafnvel yfirstjórnar alþjóðlegra flugmála. Washington, D.C., 30. okt. 1944. Thor Thors. gullbrúðhjónin fyrir safnaðarins hönd, og þakkaði þeim langt og dyggilegt starf þeirra að mál- efnum kirkjunnar. Dr. Sig Júl. Jóhannesson mælti fyrir minni þeirra Mr. og Mrs. Vopni, en J. J. Bíldfell fyrir minni þeirra Mr. og Mrs. Johnson; gullbrúðhjón- unum, hvorum um sig, voru af- hentir að gjöf forkunnar fagrir borðlampar til minja um hinn merka áfanga í lífi þeirra. For- seti kvenfélagsins, Mrs. A. S. Bardal, afhenti gjafirnar, og flutti um leið einkarhlýlega og fagra ræðu. Ungfrú Margrét Helgason skemmti með einsöng, en við hljóðfærið var ungfrú Snjólaug Sigurðsson. Um 200 manns sóttu þenna minnisstæða mannfagnað. I samkomulok ávörpuðu gull- brúðgumarnir veizlugesti og þökkuðu fyrir gjafirnar og þá góðvild, er samsætið bæri vott um; bar öllum viðstöddum sam- an um það, að mannfagnaður þessi hefði verið um alt hinn virðulegasti. Bæði gullbrúðhjónin hafa um langt skeið verið öflugar stoðir Fyrsta lúterska safnaðar, og tekið margháttaðan þátt í ís- lenzkum mannfélagsmálum. TVEIR ÍSLENDINGAR FÁ VIÐURKENNINGU FYRIR 'FRÁBÆRA ÁSTUNDUN 'ViÐ NÁM Á samkomu, sem United Col- lege efndi í Westminster kirkj- unni hér í borginni í vikunni, sem leið, urðu tveir íslenzkir nem endur við áminsta menntastofn- un, aðnjótandi viðurkenningar fyrir hæfileika sína og frábæra ástundun við nám; þessir ungu menn voru þeir Ernest Peter Johnston, sonur frú Helgu John- ston, 708 Banning St., og Jónas, sonur séra Skúla J. Sigurgeirs- sonar á Gimli og frú Sigríðar Sigurgeirsson. Hinn fyrnefndi hlaut bronsmedalíu, en* hinn síðarnefndi 70 dollara peninga- verðlaun. Lynn Grimson Serves With Hodges’ Army. Rugby, N. D.—Capt. Lynn Grimson, son of Judge G. Grim- son and Mrs. Grimson of Rugby, is one of the North Dakota soldi- ers serving with Lieut. Gen. Courtney H. Hodges’ First Army on the western front in Europe. He is attadhed to headquarters of the Fifth corps which, with the Seventlí Corps, composes the First army. Captain Grimson’s experiences, prior to the present intensive action against the Sigfried line in Germany, have included the invasion of Normandy, the break- thru into Brittany and other service in France, Belgium and Luxemburg. — Minot Daily News, Oct. 28, 1944. • Thorlákur Thorfinnsson, um langt skeið búsettur að Mountain N.-Dak., er nýlega látinn, hinn vinsælasti maður, er mjög lét sér annt um íslenzk þjóðræknismál. • Félag það í Sambandssöfnuð- inum í Winnipeg, sem Evening Alliance nefnist, heldur “Tea” í fundarsal kirkjunnar, Sargent og Banning, frá kl. 2.30 til 6 e. h. á laugardaginn þann 18. þ. m. Góðir gestir að heiman Dr. Hallgrímur Björnsson Eins og þegar hefir verið skýrt frá, eru nýlega komin frá ís- landi hingað til borgarinnar, þau Hallgrímur læknir Björnsson og frú hans Helga Haraldsdóttir; mun svo um hnúta búið að þessi mætu hjón dvelji hér um slóðir að minsta kosti árlangt. Hallgrímur læknir er fæddur í Reykjavík, en alinn upp í Sand- gerði í Gullbringu- og Kjósar- sýslu; hann er sonur Björns Hallgrímssonar skipstjóra og konu hans Stefaníu Magnús- dóttur. Hallgrímur læknir lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík 1926, en tók embættis prói í iæknisfræði við Háskóla íslands 1932. Síðan 1934 hefir hann verið starfandi læknir á Akranesi; mun svo til ætlast, að þessi nýkomni, góði gestur, starfi við framhaldsnám sitt hér eins og Eggert læknir Steinþórsson Frú Helga Björnsson hefir gert, í sambandi við Dr. P. H. T. Thorlakson, bæði við Almenna spítalann og eins við Winnipeg Clinic. Hallgrímur læknir er kvænt- ur Helgu Haraldsdóttur Böðvars- sonar frá Akranesi, hinni glæsi- legustu konu; er faðir hennar einn hinn voldugasti útgerðar- maður á íslandi og þjóðkunnut____ héraðshöfðingfT^fóðir frú Helgu er Ingunn, dóttir Sveins Guð- mundssonar, sem um langt skeið gaf sig við kaupsýslu á Akranesi. Þeir Haraldur faðir frú Helgu og Dr. B. J. Brandson, voru syst- kinasynir. Þau Hallgrímur læknir og frú Helga eru bæði framúrskarandi ljúf í viðmóti, og munu því, áður en langt um líður, eignast hér fjölda vina. Lögberg býður þau innilega ’ velkomin í íslenzka mannfélagið í þessari börg. 0r borg og bygð Minningarathöfn 12. nóvember. Jón Sigurðsson félagið heldur hátíðlega minningarathöfn í Fyrstu lút. kirkju, sunnudaginn 12. nóv. kl. 3 e. h., til minningar um fallna hermenn. Verður til- högun samkomunnar svipuð eins og undanfarin ár, síðan félagið tók að sér að standa fyrir hinni árlegu minningarathöfn. Séra V. J. Evlands, prestur Fyrsta lút. kirkju og séra P. M. Pétursson, prestur Sambands kirkju lesa biblíu kafla og flytja bænir. G. S. Thorvaldson, K.C., flytur ávarp, “Tribute to the Fallen.” A. G. Eggertson, K.C., flytur ávarp til þess að bjóða velkomna heimkomna hermenn. Sameinaður söngflokkur frá báð- um kirkjunum syngur, og Kerr Wilson syngur einsöng. Það er mjög tilhlýðilegt að fólk okkar alt sameinist á ein- um stað hér í borg og minnist með söknuði og samúð æsku- manna vorra, sem fórnað hafa lífi sínu fyrir landið og fyrir okkur sem í landinu búum. En mitt í skýjum sorgar og saknað- ar má nú finna ofurlítinn sól- skinsblett þar sem stendur hóp- ur af ungum gjörfilegum mönn- um, sem hafa verið heimtir úr helju og komnir eru aftur til foreldrahúsa, og því ber að fagna og þakka. Jón Sigurðsson félagið býður öllum að sækja þessa minningar athöfn og vonar að fólk fjöl- menni. • Það verður glatt á hjalla á Sólskinsmóti í Vancouver, mið- vikudaginn, 15. nóv. í mörg ár hefir kvenfélagið “Sólskin” efnt til slíks gleðimóts. Að vanda’, verð ur í þetta sinn framreidd al-ís- lenzk máltíð. Ennfremur verða þar til skemtunar ræður, söng- ur, kvæði, og dans. Samkoman fer fram í Swedish Hall, 1320 E. Hastings St., og hefst kl. 6,45 að kvöldinu. • Þakklæti. Við undirrituð viljum hér með votta innilegt þakklæti fyrir þann heiður, sem okkur var sýndur með fjölmennu samsæti er okkur var haldið í samkomu- húsinu í Árborg 21. maí s. 1. Var það samsæti haldið til að minn- ast tuttugu og fimm ára gift- ingarafmælis okkar. Vildum við þakka konunum, sem fyrir samsætinu stóðu und- ir forystu Mrs. H. S. Erlendson og Mrs. D. H. Gourd. — Þakka hinar fögru ræður, sem fluttar voru af Mrs. Ingibjörgu Ólafs- son, Selkirk, Mrs. Sigríði Ander- son, Árborg, Mr. Böðvari Jakobs- syni, Geysir og Mr. S. V. Sigurð- son, Riverton. — Þakka einnig hinar mörgu dýrindis gjafir er okkur voru gefna. Og fremur öllu þökkum við vinarþelið og kærleikann, sem þetta alt túlk- aði svo fagurlega. Guð blessi ykkur öll, sem tók- uð höndum saman til að gefa okkur þessa ógleymanlegu gleði- stund. Sigrún og Oddleifur Oddleifsson. • Við morgunguðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu- daginn var, flutti Mr. S. O. Bjerring prýðilega samið og eink ar fróðlegt erindi um nýafstaðið þing Sameinuðu lútersku kirkj- unnar í Norður-Ameríku, sem haldið var í Minneapolis *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.