Lögberg - 09.11.1944, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER, 1944
ÁHUGAMAL
UVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Ritgerðir óskast
sem víðast frá
í síðasta Lögbergi var skýrt frá
því að í þessum dálkum yrðu
birtar greinar um ýms efni, sem
snerta starf konunnar innan
heimilisins. f næstu viku hefj-
ast framhaldandi greinar um
mataræði og matefnafræði, samd
ar í samráði við sérfræðing í
þeirri fræðigrein.
Húsmóður staðan er vegleg
staða, og ætíð mun meginhluti
kvennþjóðarinnar gegna þeirri
stöðu. Heimilislífið, sem konan
leggur svo stóran skerf til, er
undirstaða menmngarinnar 1
hverju landi. Ef helgi heimilisins
er röskuð þá er þjóðin í hættu.
Öll þau almennings mál sem
snerta heimilið, börnin og heim-
ilislífið hljóta því að vera kon-
um áhugamál — mál sem þær
vilja hugsa um, ræða um og rita
um.
Ritstjóri þessarar deildar Lög-
bergs mælist vinsamlega til þess
að konur sendi henni af og til,
stuttar ritgerðir til birtingar í
þessum dálkum. Eftir því sem
fleiri skrifa í þá, verður efnið
fjölbreytilegra, fróðlegra og
skemtilegra.
Fjöldi Vestur-fslenzkra kvenna
eru prýðilega ritfærar. Því til
sönnunar eru hin ágætu rit
Árdís, sem gefin er út af Banda-
lagi lút. kvenna og Deild kvenna-
sambandsins í ritinu Brautin.
Sumar konur, sem fylgjast með
því sem rætt er um og ritað í
blaðinu, eiga e. t. v. erfitt með
að láta skoðanir sínar í ljósi á
íslenzku. Ef að þær vilja senda
stuttar greinar á ensku, munu
þær verða þýddar á íslenzku og
birtar.
Efni þeirra ritgerða sem eg von
ast til að fá frá konum, velja þær
vitaskuld sjálfar, en eg vil samt
minnast á nokkur mál, sem væri
fróðlegt og uppbyggilegt að ræða
um.
Stjórnmál. Einstöku konur
munu segja, “mér leiðast stjórn-
mál, það er niðurlægjandi fyrir
konur að koma nálægt deilum
um stjórnmál. Látum karlmenn
ina sjá um þessi mál. Þeir hafa
altaf gert það. Það er í þeirra
verkahring.” Þegar við hugsum
þannig, erum við að bregðast
þeim formæðrum okkar. sem
eftir hetjulega baráttu og mikl-
ar fórnir áunnu fyrir kvenn-
þjóðina pólitískt jafnrétti — at-
kvæðisrétt og þá viðurkenningu
að konan væri hugsandi vera.
Með atkvæðisréttinum var
kvennþjóðinni gefið í hendur
mikið vald, sem hún getur beitt,
sér og heimilinu í hag. Aldrei
verður það brýnt um of fyrir
almenningi að kjósa hina hæf-
ustu menn, sem völ er á, til þess
að fara með stjórnarvöld í land-
inu. Ósérplægna menn, sem bera
hag almennings fyrir brjósti. Við
konur, sem aðrir atkvæðisbærir
þegnar landsins, berum ábyrgð
á því hvaða menn eru kosnir til
st j órnarforustu.
Hinar miklu hörmungar, sem
yfir mannkynið hafa dunið á
þessum síðustu árum, hafa vak-
ið konur um allan heim til með-
vitundar um það að mistök og
misgerðir á sviði stjórnmálanna,
hafa hinar alvarlegustu afleið-
ingar fyrir hvert eitt einasta
heimili. Þær eru farnar að finna
betur til ábyrgðar sinnar, sem
borgarar og munu krefjast þess
að hafa eitthvað að segja um
þær ráðstafanir, sem gerðar
verða að stríðinu loknu. Þær
munu vilja sjá um það að frið-
arskilmálarnir verði þanríig úr
garði gerðir í þetta sinn, að ekki
þurfi að senda æskuna á víg
vellina í komandi tíð. Hver ein
einasta kona getur haft áhrif
á þessi mál, með því að afla sér
þekkingar um þau, tala um þau
og skrifa um þau. Almennings-
álitið er voldugt. Stuðlum að
því að skapa almenningsálit, sem
byggt er á þekkingu, viti og rétt-
lætistilfinningu.
Menntamál. Ekkert almennings
mál stendur konum nær en skóla
málin, því skólinn er sú stofnun,
sem á að hjálpa foreldjrunum
til þess að fræða börnin þeirra
og þroska þau að siðgæði og
hugsanaþrótt, svo þau verði sem
fullkomnastir borgarar. Erum
við ánægðar með skólafyrirkomu
lagið? Væri hægt að bæta það
á einhvern hátt? Eru börnin of
ung, þegar þau eru send í skóla?
Eru skólarnir að taka að sér skyld
ur sem að réttu lagi tilheyra for-
eldrunum? Er okkur umhugað
um að fá hið hæfasta fólk, sem
völ er á í þessa ábyrgðarfullu
stöðu, kennarastöðuna? Viljum
við beita okkur fyrir því að
bæta svo aðbúð kennara lands-
ins, að færasta fólkið veljist í
þær stöður. Og hvað um náms-
skrána, þarf hún breytingar við?
Eru börnin svo hlaðin heima-
verki að þau hafi engan tíma
til að gefa sig að sérstöku námi
þó þau langi til þess eða fá þau
tækifæri til að þroska sérhæfi-
leika sína? Það væri fróðlegt að
heyra frá mæðrum og kennurum
um þessi mál.
Endurbyggingar og umbætur.
Nú er mikið talað um þær um-
bætur, sem gera á að stríðinu
loknu. Er ekki nauðsynlegt fyr-
ir okkur konurnar að fylgjast
með því, og sérstaklega að beita
öllum ókkar áhrifum þannig, að
unga fólkið, þegar það kemur
til baka úr stríðinu, fái fullt
tækifæri til þess að vinna, stofna
heimili og lifa eðlilegu lífi.
Frásagnir um konur, sem
skarað hafa fram úr á einhverju
sviði. Ekkert hvetur fólk eins
til dáða eins og fordæmi merkra
manna og kvenna. Skemtilegt
væri að fá frásagnir, sem ekki
hafa áður verið birtar, um hin-
ar stórhuga íslenzku landnáms
konur.
Bækur. Hefurðu lesið bók ný-
lega, sem þú hefir orðið reglulega
hrifin af. Viltu þá ekki skrifa og
segja okkur frá henni? Við hefð-
um sennilega ánægju af að lesa
hana líka.
Ferðalög. Hefur þú séð ein-
hvern sögufrægan stað nýlega.
Viltu þá ekki segja okkur frá
honum og rifja upp söguna í
sambandi við hann. Eða hefurðu
séð einhvern stað, sem þér finst
bera af öðrum að náttúrufegurð.
Viltu þá ekki lýsa honum fyrir
okkur svo við fáum að njóta feg- i
urðarinnar líka?
Hér hefir aðeins verið vikið
að nokkrum málum, sem miklu
varða um stöðu konunnar 1
þjóðfélaginu. Mörg fleiri mál
koma vitaskuld til greina, sem
nauðsyn krefur að brotin verði
til mergjar frá degi til dags.
Dálkar þeir, sem hér um ræðir,
taka athugunum í ræðu og riti
um slík efni feginshendi.
MINNINGARORÐ
Þessi ágæti fslendingur andað-
ist, eftir fárra daga legu á King
George sjúkrahúsinu í Winni-
peg borg. Hann var fæddur að
Árnesi, Man., voru foreldrar
hans Sigurjón Johnson, ættaður
frá Laufaseli í Reykjadal í S.-
Þingeyjarsýslu, og Guðrún kona
hans Þorvaldsdóttir Þorvaldsson
ar, fyr bónda að Ytri-Hofdölum
í Skagafirði, en síðar landnáms-
maður að Víðidalstungu í Árnes-
bygð og konu hans Þuríðar Þor-
bergsdóttir, er Guðrún systir
Sveins kaupmanns í Riverton og
Dr. Þorbergs próf. Foreldrar
Bergsveins Guðrún og Sigurjón
bjuggu að Odda í Árnesbygð, og
þar andaðist Sigurjón haustið f\i0rValdur Bergsveinn Johnson
1925, frá sumum börnum þeirra
á bernskuskeiði.
Börn. Odda hjónanna eru:
Þorvaldur, Magister, Plan.
Department, Manitoba háskól-
ans. kv. Rannveigu Steindórs-
dóttur Árnasonar, bónda í Víðis-
bygð.
Þuríður, kenslukona, gift Jón-
asi Ólafssyni bónda á Melstað í
Árnes bygð.
Þorvaldur Bergsveinn, er hér
skál að nokkru getið.
Jón Marinó, smiður.
Ólafur, veðurfræðingur, í þjón
ustu herstjórnar, Medicine Hat,
Alta.
Albert Björgvin, gullsmiður,
Winnipeg.
Petrína Sigurrós, gift Richard ur
Amer, Árnesi.
Margrét Kristjana, kenslukona
Gimli.
Júlíana Ingibjörg, starfandi í
Winnipeg.
Öll eru þau systkini vel gefin,
og framsækin til mennta og dáða.
Bergsveinn var hjnn þriðji i
aldursröð barnanna í Odda. Hann
var mjög vel gefinn, og varð
snemma mikil hjálp foreldrum
sínum til handa, en fjölskyldan
var stór, og mörg systkinanna
börðust fram til mennta. Berg-
sveinn gekk á barnaskóla bygð-
ar sinnar, var hann góðum gáf-
um gæddur og einkar affara-
sælum, mun hugur hans mjög
hafa staðið til mennta. Hann var
mjög söngelskur, sem hann átti
kyn tii, og lærði snemma orgel-
spil hjá Jóni Friðfinnssyni tón-
skáldi, er um nokkurra ára bil
hafði þá kenslu með höndum
um bygðir Nýja-íslands. Varð
hann snemma leikinn og viss
organisti. Minnist eg hans, sem
ljúfs samverkamanns, er hann
Haustið 1924 hóf Bergsteinn
þriggja ára búnaðarskóla nám,
en stundaði það í aðeins einn
vetur. Þegar faðir hans lézt
haustið 1925 hætti hann við nám,
en gerðist þá aðstoð móður sinn
ar við framfærslu og ábyrgð
heimilisins, ásamt Marinó, yngri
bróður sínum. Stundaði hann
heimilið af mesu prýði, fram til
ársins 1934; voru yngri systkim
hans þá úr bernsku komin, en
sum höfðu lokið námi.
Var hann Ijúfur bróðir og
hjartfólginn sonur, og naut mikils
ástríkis áf móður sinni, systkin-
um og frændaliði sínu. Bú móð-
sinnar stundaði hann með
hagsýni og árvekni, svo orð fór
af. —
Sár harmur er kveðinn að ást-
vinunum við sviplega burtför
hans, af þessu tilverusviði, en
sárastur þó að ungri ekkju hans,
er minnist stuttrar en ljúfrar
samfylgdar við hlið hans.
En hún er einnig auðug í end-
urminningunum, sem vara og
varpa birtu sinni á veginn sem
framundan er, auðug í yndislegu
börnunum þeirra, sem nú verð-
ur hlutverk hennar að elska og
annast — einnig fyrir hönd hans,
sem heim er sendur.
Útför Bergsveins fór fram frá
Sambandskirkjunni í Árnesi,
þann 7. október að mannfjölda
viðstöddum; athöfnin var undir
stjórn séra Eyjólfs J. Melan, er
flutti fögur kveðjumál. Sá er
línur þessar ritar mælti þar einn-
ig á ensku, greftrað var í graf-
reit Árnesbygðar.
Eftirskildir ástvinir Bergsteins
horfa tárvotum augum á eftir
honum — og þakka Guði, — er
gaf og geymir — og minnast þess,
að:
“Hið bezta sem fellur öðrum
í arf,
er endurminning, um göfugt
starf.”
spilaði í Árneskirkju,, þegar eg
þjónaði í Gimli prestakalli.
í>ann 26. júní, 1934 kvæntist
Bergsveinn, Steinunni Jóhönnu
Jóhannsson, er hún eldri dóttir
Sigurjóns bónda á Sóleyjarlandi
vestanvert við Gimli, og konu
hans Önnu Steindórsdóttur. Bjó
hann þar í tíu ár og farnaðist
ágætlega vel. Varð hann tengda-
foreldrum sínum sem hjartfólg-
inn sonur. Bergsveini og Stein
unni varð tveggja barna auðið,
heita þau Jóhann Sigurjón og
Anna Guðrún, bæði efnileg og
indæl börn. — Bergsveinn var
einn þeirra manna, sem allir er
höfðu kynni af fengu tiltrú til,
ágætis hæfileikar hans voru því
valdandi: farsælar gáfur, göfug-
mennska, grandvarleiki í allri
framkomu; samfara glöggum
skilningi á vandamálum samtíð-
arinnar. Við lát hans hefir Nýja-
ísland mist einn sinn ágætasta
son, löngu fyr en ætla mátti,
mannlega talað. Seingleymdur
verður hann vinum sínum og
samverkamönnum. Sæti hans
verður vandfylt.
S. Ólafsson.
1.
2.
THORVALDUR BERGSVEINN JOHNSON.
Born Feb. 13, 1904. — Died Oct. 4, 1944.
THOUGHTS FOR COMFORT,
selected by his wife.
Psalm 23.
The Lord is my shepherd; I Shall not want.
He maketh me lie down in green pastures; he leadeth
Snæbjörn Jónsson:
Aldarafmæli
Símonar Dalaskálds
SIMON DALASKÁLD er fædd-
ur 2. júlí 1844 og á því aldar-
afmæli á morgun. Mun útvarpið
ætla að helga kvöldið minningu
hans, og mundi Matthías Joch-
umson hafa talið slíkt að mak-
legleikum gert, því að ávallt hélt
hann skildi fyrir Símoni og kvað
loks um hann þau erfiljóð, sem
ein mundu hinu nafnfræga al-
þýðuskáldi ærinn minnisvarði.
En annars var það um áratuga
skeið lenzka, að hnjáta í Símon
og lítilsvirða hann. Með því hugð-
ist hver væskill geta miklað sig.
Sú tíð er nú liðin og er það vel.
Um 1890 var þessi vísa kveð-
in um Símon:
Fær oft Símon hugann hresst,
Hómer Skagfirðinga;
hrærir gígju Braga bezt
blómið hagyrðinga.
HÁRÞVOTTUR
Þegar þú ert búin að þvo hár-
ið, skolar þú það stundum úr
edik vatni til þess að það verði
gljáandi? Ef þú gerir þetta, þá
er um að gera að vatnið og
edikið sé blandað í réttum hlut-
föllum. Hin réttu hlutföll eru:
Vi bolli af ediki og 2 bollar af
volgu vatni. Edik gerir hárið
stundum dekkra. Ef þú ert ljós-
hærð, skaltu heldur nota lemon
vatn. Það er blandað í sömu hlut
föllum: y4 bolli af lemon safa og
2 bollar af vatni.
me beside still waters.
3. He restoreth my soul: he leadeth me in the paths of
righteousness for his names’ sake.
4. Yea, though I walk through the valley of the shadow
of death, I will fear no evil for thou art with me; thy rod and
staff they comfort me.
5. Thou preparest a table before me in the presence of
mine enemies; thou anointest my head with oil; my cup
lunneth over.
6. Surely. goodness and mercy shall follow me all the days
of my life; and I will dwell in the house of the Lord forever.
> -f 4-
Words from Longfellow taught to me by my father when
I was a little girl.
Never give up is the secret of glory.
Nothing so wise can philasophy teach.
Look at the lives that are famous in story.
Never give up is the lesson they preach.
A poem composed by my husband for my autograph album
a few years ago.
Our road is so misty that we cannat see
How rough or how smooth or how long it will be;
But we’ll travel together through pleasure and sorrow.
With cheerful hopes and no fear of the morrow.
We will travel together and always be true;
But the best of it all is to travel with you.
Það gerði sá vitri og ágæti mað-
ur séra Jón Magnússon á Mæli-
felli, sem 1897 lýsti honum
þannig:
“Símon er, eins og menn vita,
einn af nafnkunnustu íslending-
um, sem nú eru uppi, og nafn
hans mun lengi lifa, þótt skift
ar kunni að vera skoðanir um
það, 1 hve miklum metum það
verði haft. Það er samt enginn
efi á því, að Símon hefir að
vissu leyti góðar gáfur, af-
bragðs minni og fróðle'kslöng
un, þótt hann fráleitt hefði
nokkurn tíma getað límt sig
niður við neitt sérstakt sem
sannur vísindagrúskari. Það má
alls ekki mæla Símon sem skáld
á sama mæliikvarða og mennt-
uðu skáldin, því að það er ann-
að að hljóta gott uppeldi og
næga menntun, eða vera upp-
alinn á sama hátt og Símon.
Stórt hugsjónaskáld hefði Sím-
on aldrei getað orðið, en ekki
skortir hann næmar og glöggar
tilfinningar, hvorki fyrir því,
sem gott er, og enn síður fyrir
hinu, sem miður fer, eða skop-
legt er, og mundi heimurinn ís-
lenzki hafa fengið marga ókropp
aða hnútu hjá honum, ef hann
hefði notið sín. Mælskur er hann
upplagi, svo að þar getur aldrei
þrot á orðið, og margur, sem er
að stríða við að yrkja, fengi
aldrei fullþakkað, ef honum
veitti eins létt og Símoni að
koma ljóðum sínum saman. Ef
hann hefði ekki svo hrapalega
sbort öll andleg lífsskilyrði,
skal eg ekki segja nema honum
hefði í. ýmsu svipað til skálds-
ins gamla í Öxnadalnum; en nú
má Simbi karlinn sætta sig við,
þótt örlögin hafi látið mikið
djúp staðfest milli hans og
þeirra, sem hann undir betri á-
stæðum hefði getað náð. Óneit-
anlega hefir þó Símon staðið
talsvert upp úr hópi mennta-
bræðra sinna, verið þar að jafn-
að primusinterpares (fremstur
sinna jafningja), og stytt þeim
með yfirburðum sínum margar
stundina, sem ásamt honum hafa
farið varhluta af menntuninni.”
Símon lézt af heilablóðfalli
9. apríl 1916, og fékk sama hlut-
skiptið og Bólu-Hjálmar: að
deyja á sveitinni og vera graf-
inn á hennar kostnað. En “ef að
við fellum þig aftur úr hor, í
annað sinn grætur þig þjóðin”,
og nú ríkir svo mikill bein-
flutninga- og steypulegsteina-
andi með forráðamönnum þjóð-
arinnar, að vel má vera að sá
dagur komi, að alþingi veiti fé
til þess að gera hellu með nafn-
inu hans og leggi hana bein-
um hans til skjóls — máske
enda í þjóðgarðinum á Þing-
völlum.
Þrír þjóðkunnir merkismenn
hafa á síðustu árum ritað end-
urminningar sínar um Símon,
og man einn þeirra svo langt aft-
ur í tímann, að hann hafði kynni
af Símoni um fjögurra áratuga
skeið. Eru þættir þessii gagn-
merkilegir og allir ritaðir af
þeirri samúð, sem nauðsynleg
er til skilnings, en án þess að
fegra eða draga fjöður yfir þá
bresti, sem voru í fari manns-
ins og á verkum hans. Eru þess-
ir þættir nú í prentun í bókar-
formi, ásamt smærri molum,
sem aðrir hafa lagt til. Það er
h. f. Leiftur, sem gefur bókina
út. Sama forlag hefir og látið
gera úrval úr prentuðum ljóð-
um Símonar. Það verk hefir
einn hinna fremstu mennta-
manna þjóðarinnar unnið af
stakri alúð. Verður bókin all-
stór og mun reynast merkari en
líklegt er að nokkurn hafi órað
fyrir. Það er þannig sannast
sagna, að stjarna Símonar Dala-
skálds sé nú hækkandi, enda
langt síðan vitrir menn sáu það
fyrir, að sá dagur mundi koma.
Má það teljast vel farið, að
minningu hans er þessi sómi
sýndur, því víst setti hann svip
á samtíð sína. Oft var skáldskap-
ur hans lítilsigldur, en þó munu
nú orð Matthíasar um hann fá
eftirminnilega staðfestingu. Auk
þess er meira en lítinn söguleg-
an fróðleik að sækja í sum hinna
mörgu ljóðabréfa hans, og jafn-
vel í tækifærisvísur.
Hin prentuðu rit Símonar eru
yfir tuttugu að tölu, öll í ljóð-
um nema Mera-Eiríks saga og
Bólu-Hjálmars saga. En að efni
til má vafalaust telja hana verk
Símonar. óprentað mun mikið
vera til í handritum eftir hann,
og sumt af því líklega ekki í
svo góðum höndum sem skyldi.
Ógrynni af kveðskap eftir hann
hefir vitaskuld aldrei komist á
pappír, en talsvert af slíku, eink-
um stökum, lifir víst enn í minni
manna og verður eindregið að
hvetja þá, sem eitthvað óprent-
að kunna eftir hann, að láta ekki
undir höfuð leggjast að færa það
í letur. 1 dag má bjarga ýmsu,
sem á morgun er óafturkallan-
lega glatað. Símon var síyrkj-
andi, enda segir hann svo í man-
söng einum:
Þeir, sem hafa á vísum vit
og valdar menntir stoða,
mitt sextánda mærðarrit
mega á prenti skoða.
Til sem hraður taumlaus bjó
tæp við regingjöldin
óprentaður er víst þó
allur meginfjöldinn.
Það án efa’ ei þenki gort
— því má trúa að vonum
meira hefir engin ort
Islands nú af sonum.
Eina skáldsögu ritaði Símon.
Handritið hefir bjargast og er í
Landsbókasafninu.
Alþbl.
Sn. J.