Lögberg - 09.11.1944, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER, 1944
7
Tilkynning frá ríkisstjórn-
inni Frh. af bls. 2.
fyrir sig verður beitt, veltur að
sjálfsögðu nú sem fyrr, ýmist á
framtaki hvers aðilans um sig,
eða þingviljanum, eins og hann
hverju sinni er. Það er öllum
þessum flokkum til lofs, að hafa
sýnt þann stjórnmálaþroska, að
láta eigi deilur um stefnur
standa í vegi fyrir því mikilvæga
höfuðhlutverki: nýsköpun at-
vinnulífs þjóðarinnar.
Eg hefi þá lýst meginstefnu
stjórnarinnar. Hún hnígur að
því, að leitast við að forðast, að
hinn skjótfengni auður renni út
í sandinn. Hún hnígur að því, að
leitast við að úthýsa því böli —
atvinpuleysinu — er oft og í vax-
andi mæli hefir þjáð fjölda ís-
lenzkra heimila og spillt líðan,
heilsu og lífi sorglega margra.
Það hlutverk er stórbrotið og
göfugt. Enginn mun dirfast að
mæla því í gegn. Hitt er annað
mál, hversu bjartsýnir menn
eru á sigurhorfurnar.
Vík eg þá að öðrum viðfangs-
efnum stjórnar og þings, og fyrir-
heitum, er ríkisstjórnin gefur.
Varðandi setningu nýrra launa
laga, vill stjórnin segja það, að
henni eru að vísu ljósir annmark-
ar á því, að slík löggjöf sé sett
einmitt á þessum tímum Hins
vegar verður líka að viðurkenna,
að tæplega verður lengur við un-
að það ástand, er nú ríkir í þess-
um efnum. Ár frá ári eru gerðar
handahófs breytingar á kjör-
um einstakra starfsmanna ríkis-
jns, án þess að nokkurs sam-
ræmis sé gætt um kjör þeirra,
er sömu eða svipuð störf inna
af hendi. Afleiðing þessa er, að
skapast hefir áberandi misræmi,
sem veldur réttmætri og stöðugt
vaxandi óánægju. Verður eigi
til lengdar staðið gegn því, að
færa þessi mál í heildarkerfi, og
ihefir stjórnin nú ákveðið að
setja ný launalög, enda þótt því
fylgi nokkur útgjaldaauki fyrir
ríkissjóð.
Um breytingu á dýrtíðarlögun-
um er óþarft að ræða. Það mál
hefir verið skýrt í blöðum og
útvarpi, og liggur því alveg ljóst
fyrir.
Varðandi álagningu nýrra
9katta er það eitt að segja, að
óumflýjanleg nauðsyn knýr til
þess. Mun innan skamms upp-
lýst fyrir Alþingi öllu og al-
menningi í landinu hversu þeir
reikningar standa, og verður það
enginn fagnaðarboðskapur.
Skattarnir verða lagðir á þá,
sem mest hafa gjaldþolið. Jafn-
framt verður reynt að auka
■tekjúr ríkissjóðs með því að
skerpa eftirlit með skatta-fram-
tölum.
Þá hefir ríkisstjórnin ákveðið
að tryggja því þingfylgi, að lög-
fest verði fullkomið kerfi al-
manna trygginga. Má vera að
sá ásetpingur sæti gagnrýni ein-
hverra og skal ekki að þessu
sinni langt út í það farið. Vafa-
laust neitar því enginn, að æski-
legt sé, að íslendingar fylgist
með nágranna þjóðunum í þess-
um efnum. Um hitt verður spurt,
hvort við séum bærir að standa
undir kostnaði, af slíkri löggjöf.
TJr því verður að sjálfsögðu
reynslan að skera, og skal um
það eitt sagt, að ef nýsköpun
atvinnulífsins nær settu marki,
verður hér á landi um lítið eða
ekkert atvinnuleysi að ræða. Sá,
sem því þorir að treysta, þarf
ekki að óttast hina væntanlegu
tryggingalöggjöf, því mun hvort
tveggja, að hún kalli aðeins á hóf
legan útgjalda-auka og að jafn-
framt verði þá fyrir hendi mikið
gjaldþol skattþegnanna.
Varðandi aðrar yfirlýsingar
ríkisstjórnarinnar skal látið
nægja að vísa til málefnasamn-
ingsins.
Menn eru misjafnlega trúaðir
á að þetta samstarf blessist. Eg
skil það vel. Ríkisstjórnin hefir
sjálf sínar efasemdir. Einnig og
ekki síst vegna þess, að margt
mun verða á okkar vegi, sem
við nú eigum á enga von, og
myndi þó ærinn vandi við það
að ráða, sem við þykjumst sjá,
að í vændum er.
En hverjum augum, sem á
þetta er litið, verða þeir vafa-
laust fáir sem ekki viðurkenna,
að nú var ekki margra góðra
kosta völ. í nær tvö ár hafði
landið mátt heita stjórnlítið,
vegna þess að samstarf var ekki
milli stjórnar og þings. Hafði þeg
ar af hlotist mildð tjón og verð-
ur þó eigi með tölum talið.
Framundan eru örlagaríkir
tímar, sem kalla á snöggar á-
kvarðanir og samstillt átök. Frið
arsamningarnir geta haft mikla
þýðingu fyrir sjálfstæði þjóðar-
innar. Efnahagsafkoman mun að
mjög miklu leyti fara eftir þeim
alþjóðasamningum sem gerðir
verða um verzlun og viðskipti
þ)jóða á milli, og hverjum samn-
ingum ísland kemst að við önn-
ur ríki. Það ríður á miklu að
svo verði um búið, að þessir
samningar fari sem bezt úr
hendi.
Jafnframt er höfuðnauðsyn að
stöðva hinn áleitna vöxt dýrtíð-
arinnar í landinu.
Stjórn, sem ekki naut stuðn-
ings Alþingis, en sat aðeins í
skjóli flokkadeilna, var að sjálf-
sögðu hvorki fær að sjá þessum
nauðsynjum þjóðarinnar borgið,
né heldur að hefja þá nýsköp-
un, sem stjórn, er nýtur öruggs
stuðnings þingmeirihlutans ætti
að reynast bær um að fram-
kvæma.
Það er því alveg víst, að aldrei
hefir Islendingum verið meiri
nauðpyn en einmitt nú að eyða
a. m. k. í bili, flokkarígnum og
stéttabaráttunni, og sameina
kraftana til lausnar stærstu við-
fangsefna.
Að lokum vil eg aðeins segja
örfá orð, er ekki snerta stjórn-
ina sem heild.
I marga mánuðk hefir Sjálf-
stæðisflokkurinn haft forystu
um tilraunir til myndunar 4
flokka stjórnar. Held eg, að eing-
inn neiti, að flokkurinn hefir
innt það verk af hendi með
þolinmæði og þrautseigju. Eg
harma, að það bar ekki ávöxt.
Eftir að forseti íslands hafði
falið mér að mynda stjórn, og
eg, með samþykki flokks míns,
tekist á hendur að gera tilraun
til þess, sneri eg mér fyrst til
Framsóknarflokksins, enda höfðu
nokkrum sinnum, að frumkvæði
Sjálfstæðisflokksins, farið fram
samtöl milli samninganefnda
þessara flokka um myndun
stjórnar þessara tveggja flokka,
ef ómögulegt reyndist að ná víð-
tækara samstarfi. Framsóknar-
flokkurinn neitaði að ganga í
stjórn, er Sjálfstæðisflokkurinn
myndaði, en bar í þess stað fram
tillögu, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn gat ekki falHst á.
Eg sneri mér því til Alþýðu-
flokksins og Sameiningarflokks
alþýðu — Sóeialistaflokksins, og
hafa þær samningatilraunir nú
leitt til stjórnarmyndunar.
Það var eg, sem strax í önd-
verðu bauð fram, að hver þeirra
þriggja flokka, er saman starfa
nú, hefði tvo ráðherra, alveg án
hliðsjónar af þingmannafjölda
hvers flokks fyrir sig. Það, sem
fyrir mér vakir, er að slá því
föstu að formi og efni, að hér
starfi saman þrír aðilar. jafnir
að rétti, skyldum og ábyrgð.
Það hafa gengið miklar sögur
af þessum samningum,. og ekki
allar trúlegar. Er ekki laust við,
að þess hefði verið freistað að
ófrægja alla, sem að þeim hafa
staðið. Sjálfstæðisflokkurinn
átti ýmist að hafa gleypt hina
flokkana, eða þeir hann. Reynt
hefir og verið að dreifa út, að
Alþýðuflokkurinn hafi látið hlut
sinn fyrir Sameiningarflokki al-
þýðu — Sócialistaflokknum, eða
öfugt, alveg sitt á hvað, eftir
því, sem bezt hefir verið talið
henta.
Nú hefir blæjunni verið svift
frá. Nú sjá menn framan í stað-
Á þessari mynd^ er skriðdreki á leið yfir eina af hinum
frœgu Bailey brúm, sem komið var fyrir í stað þeirra, sem
Þjóðverjar sprengdu í loft upp í námunda við Orvioto.
20 námsmeyjar í ræðuátólnum
Frh.
Mótlætið.
Gamalt orðtak segir: Kvartaðu
ekki undan mótlætinu, fyrr en
það er komið og berðu þig ekki
illa undan því, þegar það er lið-
ið. — Eg þekki svo lítið til mót-
lætis, en hef oft hugsað um það
og vorkennt þeim, er fyrir því
verða. — Mótlætið bera menn
misjafnlega. Sumir líta á það
sem vorskúr á gróandi jörð, og
•bezt mundi það hverjum manni.
Einna helzt hef eg kennt mót-
lætis, er eg hef gert eitthvað,
sem ekki skyldi. En þá hefur
reynzt bezt að játa og fá fyrir-
gefningu og hefur þá gleðin kom
ið aftur. Sagt er, að ekki sé það
sólskin’ og unaðsemdir lífsins, er
skapi kjarkmenn og mikilmenn-
in, heldur þrautir og hretviðri.
— Mótlætið er oft dulbúin bless-
un.
Ingibjörg Bjarnadóttir,
BlönAidalshólum, Blöndudal, A.-Hún.
Vonin.
Mikið hef eg velt því fyrir
mér, hvernig þessi von er, og
eg hef komizt að þeirri niður-
stöðu, að hún sé ákaflega sniðug.
Hún byggir skýjaborgir, auð-
vitað á bjargi, en reynast oft á
sandi byggðar, en samt heldur
vonin geði manna uppi í mót-
lætinu, því að alltaf á vonin
fleiri egg, en hún getur ungað
út. Sumir segja, að vonin sé
snara, sem hægt sé að hengja
sig í. Samt er nauðsynlegt að
vera vongóður, sofna í von og
vakna í von, því að góð von get-
ur breytt herju hreysi í höll, skap
reyndir. í okkar augum, sem að
þessu stöndum, er hér á ferð
alvarlegur ásetningur. Við slíðr-
um flokkssverðin. Við semjum
vopnahlé um hríð. Við höfum á-
kveðið að sameina kraftana, í
því skyni að freista þess, að
tryggja, að hinn óvænti gróði
reynist eigi aðeins stundar víma,
heldur grundvöllur nýrra at-
hafna, nýrra afkomuskilyrða, nýs
menningarlífs, breyttrar og
bættrar afkomu fyrir þá þjóð,
sem lengst af hefir búið ófrjáls
og efnalega snauð í landi sínu,
en nú hefir öðlast frelsi og sæmi-
leg skilyrði til góðrar efnahags
afkomu.
Herra forseti — háttvirtir al-
þingismenn.
Á þessu ári höfum við ís-
lendingar endurreist lýðveldi á
Islandi. Þar með hefst nýtt tíma-
bil í stjórnmálasögu þjóðarinnar.
Þeir, sem að ríkisstjóminni
standa, vona einlæglega, að sú
nýsköpun atvinnulífsins, sem nú
á að hefjast, megi verða upp-
haf nýs velmegunar tímabils í
atvinnusögu þj óðarjnnar.
Megi þær vonir rætast, svo
að fjárhagsleg velgengni og ör-
yggi festi og treysti hið endur-
heimta þjóðfrelsi.
Ríkistjórnin væntir góðs sam-
starfs við alla háttvirta alþingis-
menn og biður um skilning þjóð-
arinnar og velvilja.
að lífsgleði og þrótt. Vonin er
gyðja æskunnar og án vonar er
lífið ekkert líf.
Sólveig Sigurðardóttir,
Brekku, Holtum, Rang.
Vaninn.
Sagt er, að maðurinn sé ekk-
ert nema vaninn. Það er því bezt
að venjast sem flestu strax í
æsku, og mun þannig léttast að
vinna gegn valdi vanans. Illur
vani er það, að jagast út af öllu,
vinna verk sín illa, svíkja eitt
í dag og annað á morgun. Hægt
er að temja sér það, að vinna
öll sín verk vel og mæta hvers
konar vandræðum með hógværð
og stillingu.
Fátt ber valdi vanans aug-
ljósar vitni en útlit manna, t. d.
göngulag og ýmsar líkamsstell-
ingar. Langt andlit með fýlusvip
er gremjuleg og ófögur sjón. —
Ættum við, ungu stúlkurnar,
sem viljum rækta fegurð okkar
og eigum að gera það, ekki að
hugsa dálítið meira um andlits-
svip okkar, þegar eitthvað geng-
ur á móti. Hlýlegt andlit og
glaðlegt bros fer öllum vel.
Þeir, sem venja sig á áfengis-
neyzlu, tóbaksreykingar og ann-
að slíkt, lúta vana, sem verður
óvæginn harðstjóri. Vaninn er
voldugur, fáum honum því aldrei
í hendur annað en fegurð og
frama okkur til heilla og ham-
ingju.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Stóru-Borg, V.-Hún.
Hégóminn.
Hégómaskapurinn er bæ§i
hlægilegur og skaðlegur. Einu
sinni heyrði eg teprulega stelpu
biðja bílstjóra um far yfir heiði.
“Ja, ertu í góðum buxum, telpa
mín?” spurði bílstjórinn. “Mér
leiðist þessar hálfbuxnalausu
stelpur í fjallaferðum.” — Henni
þótti víst þetta tal bílstjórans um
kvenmansbuxur gróft og hætti
við förina.
“Eg ætla að kaupa lít-ið áhald,
sem haft er undir rúminu hjá
vesalings fólki”, sagði mannrola,
sem átti að kaupa kopp. “Eg
átti að kaupa spjald, eða veiði-
spjald”, sagði kona við búðar-
þjóninn. Hún átti að kaupa lúsa-
kamb.
Margar slíkar sögur mætti
segja af hégómaskapnum. Til
dæmis lifir ljósmyndarinn oft
góðu lífi á hégómaskapnum.
“Myndin þarf ekki að vera alveg
eins og eg, helzt ekki sami litur,
bara að hún sé góð,” sagði stúlka
ein með rautt nef. En til er
hégómaskapur, sem ekki er
hlægilegur, t. d. að þyrpast á
eftir kistu hins látna á greftr-
unardegi hans, þótt sá hinn sami
hafi aldrei veitt hinum látna
ánægjustund, eða setja dýran
minnisvarða á legstað þess, sem
afræktur er í lifanda lífi.
Sá, sem hefir hégómann að
morgunverði, fær örbirgð í
kvöldverð. — Látum hégómann
ekki hafa annað en glettni okkar
og hlátur, unga fólk, og reynum
að greina gyllingarnar frá sjálfu
gullinu.
Sigríður Jónsdóttir,,
GeirshlIS, Flókddal, Borgarí.
Fegurð.
Dýrkun fegurðarinnar er mjög
mikilvæg fywir okkur mannanna
börn. — Sennilega eru til konur
og karlar, sem að mestu eru
sneidd fegurðarsmekk. Þeim er
veröldin eins og þar sé hvorki
til sumar 'né sól. Fegurðina gæti
eg óskað mér ríkasta í hugum
og sálum manna. Þegar eg var
barn hugsaði eg um sólina, sem
einskonar sandpoka með glitr-
andi gullkornum utan á, og við
það geislaguil gætu mennirnir
glatt sig. I geðheimi manna er
bæði gull og grjót. Æskilegt
væri að gullkornin yrðu sem
flest, að við gætum safnað þeim
og aðgreint þau frá sandinum.
Og þótt við þyrftum stundum
að grafa töluvert djúpt eftir
dýrasta gullinu, þá mundi það
borga sig. Það gull — hin innri
auðlegð og fegurð — er yndi-
legast af öllu.
Kristín Eiríksdóttir,
'Hvllft, I'Mjótsdal, N.-Múl.
Friður.
Til eru hugtök. sem eru hverj-
um manni ljós, en erfitt að skil-
greina. Eitt af þeim er friður.
Við eigum og viljum helzt lifa
í friði við alla menn; en ,sá, er
temur sér ljótt, getur þó ekki
lifað í friði. Ekki er hægt að
kaupa frið. Friðurinn er sálar-
gróður. Enginn maður, ekkert
heimili og ekkert þjóðfélag er
farsælt án friðar. Mér finnst,
að sálarfriður hvers manns hljóti
að vera eiginlega bæn og hon-
um heilagt líf.
Allt dýrmætt verður brothætt
í höndum okkar, fákunnandi
manna. Friðurinn er eitt af þvi;
þess vegna er okkur hollast að
biðja með skáldinu:
“Friðarins Guð, hin hæsta hug-
sjón mín.”
Hrefna Þorvaldsdóttir,
Skúmsstöðum, V.-Land., Rang
Ellin.
Ef allt gengur eðlilega, hlýtur
ellin að sækja okkur heim. Þetta
tileinkum við æskumenn okkur
of treglega. Mismunur er á öldr-
uðum jafnt sem ungum. “Það
ungur nemur, sér gamall temur.”
Hlustaðu á öldunginn og þú
munt fljótt heyra æsku hans og
manndóm óma gegnum elliár-
in,
Endurminningarnar eru sú
paradís, sem við verðum aldrei
flæmd úr. Ef við hefðum það
jafnan hugfast, mundi ellin ekki
verða eins köld og grá og oft
vill verða. Ellin líður fyrir kæru-
leysi og sviksemi æskunnar. Sá
lifir tvisvar, sem nýtur hins um-
liðna. Ellin er bergmál æskunnar
og manndómsins, eins konar
fingraför hins liðna. — “Hafir
þú, sem ungur ert, hugsað vel
og af prýði, þá getur elli þín
ljómað og kvatt í friði,” sagði
skólastjórinn okkar í vetur. Og
vil eg varðveita þau orð.
Guðlaug Kristjánsdóttir,
Skaftúrdal, Síðu, V.-Sk.
Húsfreyjan.
Húsfreyjan er verndargyðja
heimilisins. Hún þarf að kunna
margt og hafa hlýja lund. Ein-
hver sagði í útvarpinu, að kon-
an þyrfti að vera, að minnsta
kosti, matreiðslukona, sauma-
kona, prjónakona, þvottakona og
að einhverju leyti hjúkrunar-
kona. Ekki er að undra, þótt
heimilin verði fátækleg eða al-
snauð, ef húsfreyjan kemur sem
illa gerður hlutur til starfa
sinna. Er þá hætt við, að fugl-
inn Rok, sem talað er um í þús-
und og einni nótt, komi og fljúgi
burt með ástina og þar næst með
vonina, og er þá ekki að sökum
að spyrja. Sagt er, að bóndinn
brenni hálft hús, en konan allt.
Húsbóndinn dregur í búið, hús-
freyjan hagnýtir. Hún þarf því
að vera stjórnsöm og búin góðri
kunnáttu. Á fáu er fremur þörf
en góðum húsfreyjum, því að
þá eigum við góð heimili og þau
eru þjóðarinnar bezta eign.
Kristín Benediktsdóttir,
Nefskoti, Holtum, Rang.
Húsbóndinn.
Vandi er mér, óreyndri, að
tala um húsbóndann. Staða hans
er vandasöm og ábyrgðarmikil,
og munu fáir vera, því miður,
þeim vanda vaxnir, er þeir fyrst
leggja út á þá braut. Fara heimili
því oft illa sökum stjórnleysis
húsbóndans. Góður húsbóndi
kemur upp góðu heimili, hafi
honum hlotnazt í hinni miklu
hlutaveltu lífsins góður föru-
nautur. Fer þetta oft á annan
veg, því að “blint er ástaraug-
að”.
Góður húsbóndi er kær
heimamönnum sínum. Hann er
ráðdeildarmaður, nýtinn, for-
sjáll, iðinn og árvakur. Heim-
ilisfólkið metur hann mikils og
lærir af honum.
Tilvonandi húsbændur. Ekki
er nóg að vera snotur maður,
þótt ósköp sé það nú líka skemti-
legt. En reynið að höndla hvort-
tveggja, þó fyrst og fremst mynd
arskapinn.
Málfríður Benediktsdóttir,
Nesholti, Holtalir., Rang.
Vinnuhjú.
Eg vel mér þetta umtalsefni,
því að eg hef verið hjá öðrum
og veit hvernig það er. Það
getur stundum verið vandasamt
að gera öðrum til hæfis, en jafn-
an mun þó velviljuðum og á-
stundunarsömum hjúum farn-
ast vel. Heyrt hef eg aldrað fólk
tala eitthvað á þessa leið:
“Görrilu vinnuhjúin heima voru
mér ekki síður en foreldrarnir,
og virðing mín fyrir þeim vex
með ári hverju.” Fagur er slíkur
vitnisburður og mætti gjarnan
varðveitast.
“Dyggðug hjú gera garðinn
frægan.”
Nú á tímum leikur allt í
mannfélagsbyggingunni á reiði-
skjálfi. Los er á flestu, og er
það leiðinlegt um að tala, en
vel unnin störf eru þó enn mikils
metin. Hvort heldur eru greifar,
konungar eða vinnuhjú, þá þola
embættin engin svik, hvorki í
orði né verki. í ríkidæmi skyldu-
rækninnar finnum við aldrei til
fátæktar eða tómleika. — Lengi
li.fi siður skyldurækninnar og
trúmennskunnar. Eigi þjóðin
syni og dætur þeim kostum bú-
in, þá er henni borgið.
Svanhildur Þorvaldsdóttir,
Dagvorðareyri, Kyjafirði.
Minni karla.
Góðir gestir! Hér eru komnir
margir gervilegir menn, og ætti
það að auðvelda mér hlutverk
mitt, að mæla fyrir minni karla.
Við hugsum jafnan til okkar
fræknu forfeðra með metnaðar-
fullri aðdáun. En þótt tímarnir
breytist og mennirnir með, skyldi
enginn ætla, að ekki séu enn á
meðal okkar djarfir og hraustir
drengir. Enn í dag getum við
litið með metnaðarfullri aðdáun
á okkar hraustu drengi, og svo
mun verða um alla framtíð.
Á þessum árum hafa t. d. sjó-
menn okkur orðið að horfast í
augu við geysilegar hættur og
mannraunir. Mundi nokkur segja
að þeir hafi ekki leyst starf sitt
vel af hendi?
Þar sem nú svo er, að karl-
maðurinn hefir löngum verið
settur konunni ofar, getum við
sagt, að syndir þeirra komi nið-
ur á henni. Ber þeim því að
gefa gott fordæmi. Vil eg svo
minna þá á orð Einars Bene-
diktssonar:
Frh. á bls. 8.