Lögberg - 23.11.1944, Side 1
PHONES 86 311
Seven Lines
VVtt
övÍoíA
Cot- 11
ers
D* ^Of*0**
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
57. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER, 1944 NÚMER 4j^
Tvö bréf til Kirkjufélagsins
Legation of Iceland
Washington, D.C. 3. júlí, 1944
Icelandic Lutheran Synod,
C/o Rev. Egill Fáfnis,
Glenboro, Manitoba.
Forseti íslands hefir með símskeyti falið mér að flytja yður
innilegar þakkir sínar fyrir vinsamlegar kveðjur hinn 17. júní
síðastliðinn.
t
Virðingarfyllst,
Thor Thors.
Besáastöðum, 22. september, 1944.
Rev. H. Sigmar
President of the Icelandic Evangelical Lutheran Synod of America,
Mountain, N.-Dakota, U.S.A.
Kæri herra:
Er eg kom heim úr vesturför minni lá fyrir mér vinsamlegt
bréf yðar dagsett 7. júlí með yfirlýsingu kirkjuþingsins og persónu-
legum árnaðaróskum yðar til mín og íslands og íslendinga í heild.
Eg færi yður alúðarþakkir fyrir þetta og bið yður að flytja
kirkjufélaginu sömu þakkir er tækifæri gefst.
Gaman hefði verið að hitta yður í hópi Vestur-ísltndinga,
sem eg hitti í New York, og átti með ógleymanlegar samveru-
stundir.
Með bestu óskum og kveðjum til kirkjufélagsins og yðar sjálfs.
Yðar einlægur,
Sveinn Björnsson.
E. H. Fáfnis,
skrifari Kirkjufélagsins.
Úr borg og bygð
Leiðrétting.
Inn í hina tímabæru grein Mr.
G. F. Jónassonar, “Orðsending til
fiskimanna”, í síðasta blaði slædd
ist prentvilla, sem sjálfsagt er að
sé leiðrétt, þar sem sagt er frá
birgðum af flökuðum þorski í
Canada og Bandaríkjunum þann
1. sept. s. 1. í greininni er sagt
frá 800,000,000 punda af áminstri
fisktegund í geymslu í Banda-
ríkjum, en átti að vera 8 miljón
punda.
•
Valgerður Neilsson, 83 ára,
kona Carl G. Neilsson, lézt á
heimili dóttur sinnar-, Mrs. G. G.
Anderson, 1063 Spruce St., 13.
nóvember, eftir að hafa haft bil-
aða heilsu nokkur undanfarin ár.
Járðarförin fór fram frá Fyrstu
lút. kirkju þann 15. þ. m. að
viðstöddum mörgum vinum. V.
Eylands jarðsöng. Mrs. R.
íslason söng einsöng, og Miss
Snjólaug Sigurðson var við orgel-
ið. Valgerður var jörðuð í Brook-
side grafreit. Bardal sá um útför-
ina.
Þessarar mætu konu verður
minnst síðar.
•
Mr. Guðjón Ingimundson bygg
ingameistari, sem um langt skeið
var búsettur hér í borg, en nú
síðast í Riverton, er nýlega lagð-
ur af stað vestur til Vancouver;
þaðan ætlar hann að ferðast til
Californíu og ef til vill annara
ríkja þar syðra. Mr. Ingimunds-
son er maður vinmargur, og geta
þeir, sem vilja skrifa honum,
sent bréfin c.o. J. Sigurðsson,
402 N. 6th Street, Los Vegas,
Nevada, Cal.
•
Mr. og Mrs. Gunnar Guðmunds
son eru nýfarin vestur til Van-
couver, og búast við að dvelja
þar í vetur.
•
Mrs. Sigríður Sigurðsson lagði
af stað suður til Chicago á þriðju
dagskvöldið var, og dvelst þar
með dætrum sínum í vetur.
•
Mrs. Oscar Gíslason frá Reykja
vík P.O., hefir dvalið í borginni
um hríð með Valgerði dóttur
sína til lækninga; þær mæðgur
eru nú famar heim aftur.
•
Þjóðræknisdeildin Frón heldur
ársfund sinn í Goodtemplara-
húsinu á mánudagskvöldið þann
27. þ. m. verða var lagðar fram
skýrslur yfir starfrækslu deild-
arinnar síðastliðið ár, og nýir
embættismenn kjörnir.
•
Mr. og Mrs. Valdimar Johnson,
Riverton, Man., urðu fyrir þeirri
sorg að missa sex mánaða gamalt
drengbarn, Wallace Kristján að
nafni, þ. 16. nóvember. Litli
drengurinn var bæði fallegur og
hraustur útlits, og þótt hann þjáð
ist af “bronchitis”, virtist hann
ekki alvarlega veikur; var því
dauðinn mjög óvænn gestur. Átta
systkini eru á lífi, en einn bróðir
þeirra var á undan þessum kall-
aður heim til Guðs föðurhúsa
fyrir nokkrum árum. Wallace
Kristján var jarðsunginn þ. 20.
növ. af sóknarprestinum, séra B.
A. Bjarnason.
©
Frú Anna Ottenson varð fyrir
því slysi að beinbrotna fyrir
tveimur vikum og liggur á Grace
spítalanum hér í borginni; þegar
blaðið frétti síðast, leið frú Önnu
eftir beztu vonum, og verður
hinum mörgu vinum hennar og
þeirra hjóna það mik;ð fagnaðar-
efni, að hún fengi sem skjótast
heilsubót. Frú Önnu yrði það
vitaskuld til mikillar gleði, að
sem flestir vinir hennar heim-
sæktu hana á spítalann.
•
Fundarboð. ,
Ársfundur Fyrsta lúterska
safnaðar verður haldinn þriðju-
daginn 28. nóv. kl. 8 e. h., í kirkju
safnaðarins. Skýrslur embættis-
manna og deilda safnaðarins
verða lagðar fram, einnig fer
fram kosning embættismanna í
stað þeirra, sem eru búnir að
útenda kjörtímabil sitt.
Fundurinn byrjar kl. 8.
Fyrir hönd safnaðarfulltrúanna,
G. L. Jóhannson, skrifari.
AÐALFUNDUR *
ÍSLENDINGADAGSINS
Síðastliðið þriðjudagskvöld
hélt Islendingadagurinn aðalfund
sinn í Goodtemplarahúsinu, við
prýðilega aðsókn. Forseti dags-
ins, Hannes Pétursson, stýrði
fundi. Skýrslur embættismanna,
sem voru lesnar og samþyktar,
báru með sér, að hagur Islend-
ingadagsins stendur í miklum
blóma. Næsti Islendingadagur
verður haldinn að Gimli um
svipað leyti og undanfarin ár.
Að afstöðnum embættismanna
kosningum, er hin nýja nefnd
þannig skipuð: .
Til eins árs:
Sigurbjörn Sigurðsson,
Albert Wathne,
Jochum Ásgeirsson,
Skúli Bachman,
Hannes Pétursson, yngri,
Snorri Jónasson.
Til tveggja ára:
G. F. Jónasson,
Steindór Jakobsson,
Frú Margrét Sigurðsson,
Davíð Björnsson,
E. A. ísfald.
Endurskoðunarmenn:
Grettir L. Jóhannson,
Guðmann Levy.
Fráfarandi forseti, Hannes Pét-
ursson, þakkaði samstarfsmönn-
um sínum í nefndinni ljúfa sam-
vinnu, en samkvæmt uppástungu
Soffaníasar Thorkelssonar, var
pefndarmönnum greitt þakk-
læti fyrir vel og dyggilega unn-
in störf á liðnu starfsári.
SIGURSÆLIR
I KOSNINGUM
Eftirgreindir íslendingar
gengu sigrandi af hólmi í North
Dakota, við kosningarnar, sem
fram fóru þann 7. yfirstandandi
mánaðar, auk Johnson’s dóms-
málaráðherra, sem getið var um
í síðasta blaði.
Oscar B. Benson og Einar John
son voru báðir endurkosnir sem
ríkislögsóknar með miklu afli at-
kvæða; hin fyrnefndi í Bottin-
eau-umdæmi, en sá síðari í Nel-
son-umdæmi. J. M. Snowfield og
Fred Snowfield, voru endur-
kosnir ríkislögsóknarar í Cavalier
og Pembina umdæmum gagn-
sóknarlaust.
John Axdal var endurkosinn
féhirðir Pembina héraðs án gagn-
sóknar, og A. F. Hall náði kosn-
ingu í Pembina héraði sem
County Commissioner.
RÚSSAR HEFJA
NÝJA SÓKN
Berlínar útvarpið skýrir frá
því á þriðjudagsmorguninn, að
Rússar hefðu nú fyrir alvöru
hafið vetrarsökn sína á öllum
vígstöðvum, þótt mest kveði að
henni í Latvíu og eins á víg-
stöðvunum í námunda við Var-
sjá. Ekki hafa Rússar enn sem
komið er staðfest þessa frétt, þó
telja megi víst að hún sé sönn.
HARÐAR ORUSTUR
Á FILIPPSEYJUM
Bardaginn um Filippseyjarpar
milli Japana og Bandaríkja-
manna harðna með degi hverj-
um, þrátt fyrir óhagstætt veður,
þar á meðal einjstætt steypi-
regn; snarpastar eru þó orusturn-
ar á Leyten eynni; þar höfðu
Japanir fyrir skömmu komið
liðsauka á land, sem nú er í þann
veginn að verða tættur til agna
af völdum amerískra sprengju-
flugvéla.
SAMEINUÐU HERJIRNIR
VINNA MIKIÐ Á.
Samkvæmt fregnum frá París
þann 21. þ. m., hafði herjum sam-
einuðu þjóðanna miðað svo vel
áfram á vesturvígstöðvunum á
125 mílna breiðu svæði, að þeir
höfðu náð fullu haldi á bökkum
Rínar á tíu mílna löngu svæði
rétt norðan við svissnesku landa-
mærin; einkum eru það Banda-
ríkjamenn og Frakkar, sem sótt
hafa fram á þessum vettvangi
stríðssóknarinnar; nú hafa þessir
herir haldið áfram sókn sinni
norður á bóginn að baki Vosges-
fjalla með það fyrir augum, að
koma í veg fyrir, að Þjóðverjar
gætu komið einhverju af liði
sínu undan í gegnum skörð á-
minstra fjalla.
•
NÁ HALDI Á METZ
Allra nýjustu fre’gnir herma,
að herir sameinuðu þjóðanna,
hafi nýverið náð borginni Metz á
vald sitt, eftir harðar orustur og
langa umsát; það fylgir sögu, að
borgarbúar hafi tekið frelsisherj-
unum með slíkum kostum og
kynjum, að megingötur borgar-
innar hafi verið stráðar blóm-
um, og mannfjöldinn sungið í
ákafa þjóðsöngva lýðræðisþjóð-
anna, svo sem þjóðsöng Breta,
Rússa og Bandaríkjamanna, að
ógleymdum hetjusöng Frakka.
FLUGÆFINGAKERFIÐ
t CANADA HÆTTIR STARF-
RÆKSLU í LOK NÆSTKOM-
ANDI MÁNAÐAR
Nú hefir það verið formlega
tilkynnt af hlutaðeigandi stjórn-
arvöldum, að flugæfingakerfi
brezka veldisins, sem starfrækt
hefir verið í Canada í núverandi
stríði, verði að mestu lagt nið-
ur við lok næstkomandí marz-
mánaðar, með því að nú sé svo
litið á, að nægt fiuglið sé við
hendi. Þess er jafnframt getið
í Ottawa fregnum, að líkur séu
á, að flugæfingaskólunum að
Gimli, Rivers og Polson verið
haldið áfram.
Tveir Vestur-íslendingar í hernum
hækka í tign
Dóri Hjálmarsson ofursti og
Ragnar Stefánsson kapteinn.
Tveir Vestur-íslenskir her-
menn í ameríska setuliðinu hér,
þeir Dóri Hjálmarsson og
Ragnar Stefánsson, sem báðir
hafa dvalið hér á landi í 3 ár,
hafa nýlega verið hækkaðir í
tign. Báðir hafa þessir menn
gegnt störfum í sambandi við
sambúð hersins og þjóðarinnar
með hinni mestu prýði. — Dóri
Hjálmarsson í aðalbækistöðvum
hersins hér í Reykjavík og
Ragnar Stefánsson á Akureyri.
Dóri Hjálmarsson var áður
majór, en hefur nú verið hækk-
aður í ofursta-tign. — Ragnar
Stefánsson kapteinn hefir hlot-
ið majórstign.
íslendingar munu fagna þess-
um heiðursvotti til handa báð-
um þessum mönnum, því að
þeim hefur — ásamt öðrum, —
sem að málum þessum hafa
unnið, tekist að jafna margan
ágreining og skapa skilyrði
fyrir nauðsynlegu og óhjá-
kvæmilegu samstarfi. Hefur
þetta starf hvílt mjóg á Dóra
Hjálmarssyni og samstarfs-
mönnum hans hér í aðalstöðv-
um hersins í höfuðstaðnum og
hafa íslenzkir blaðamenn feng-
ið að kynnast hinni glæsilegu
framkomu hans og alúð í starf-
inu. Alþbl 10. sept.
Gleðimót
Það er orðinn gamall siður í
Fyrsta lúterska söfnuði í Win-
nipeg, að halda samkomu fyrir
safnaðarfólkið og aðra velunnara
safnaðarins, að haustinu, þegar
sumarfríinu er lokið og fólkið,
sem margt er burtu yfir sumar-
mánuðina, er aftur komið heim.
1 þetta sinn hefir þetta samkomu-
hald dregist óvanalega lengi, en
það fór fram á sunnudagskvöldið,
hinn 19. þ. m. og var afar fjöl-
ment og hið ánægjulegasta í alla
staði.
Fyrst fór fram messugerð í
kirkjunni á íslenzku, kl. 7, eins
og vanalega, að viðstöddu mjög
mörgu fólki og má mikið vera ef
þar var nokkur, sem ekki hafði
óblandna ánægju af þeirri guðs-
þjónustu. Ræðan var afburða vel
samin og vel flutt, sem reyndar
eru engar nýjar fréttir, því það
er vel kunnugt, að séra V. J.
Eylands er ágætur ræðumaður og
munu naumast skiftar skoðanir
um það, þeirra, er til þekkja og
þeir eru nú orðnir margir meðal
Vestur-Islendinga. Um ræðuefn-
ið skal það eitt sagt, að ,hún
minti á hina alkunnu og gull-
fallegu ljóðlínu, sem enn er í
jafngóðu gildi, eins og þegar hún
var fyrst í letur færð, þó aldir
séu liðnar síðan:
“Vertu Guð faðir, faðir minn”.
Söfnuðurinn hefir altaf átt þvi
láni að fagna, að hafa ágæta
presta og ræðuskörunga, og svo
er enn. Þekkir, af eigin reynslu,
ekkert til pokaprestanna, enda
eru þeir kannske alveg útdauðir,
þó mikið væri talað um þá í
mínu ungdæmi, en það er nú
orðið langt á að mirmast.
Söngflokkur kirkjunnar er
fjölmennur og ágætur, undir
stjórn Miss Snjólaugar Sigurð-
son, sem er hreinn og beinn snill-
ingur í sinni ment, eins og al-
kunnugt er. Mér hefir löngum
þótt það aðdáunarvert, að þarna
sækir sama fólkið, ágætt söng-
fólk, söngæfingar í hverri viku
og syngur í kirkjunni á hverjum
sunnudegi, viku eftir viku og ár
eftir ár, alveg endurgjaldslaust.
Um það fólk, sem verið hefir
organistar og söngstjórar má
sama segja eins og prestana, að
þeir hafa verið mjög vel að sér
í sinni ment og leyst sín verk
prýðilega vel af hendi og hefir
söfnuðurinn því einnig þar átt
miklu láni að fagna.
Að guðsþjónustunni lokinni
var öllu fólkinu boðið að koma í
samkomusal kirkjunnar og var
hann svo þéttskipaður sem mest
mátti verða. Þar var skemtiskrá
undirbúin og stjórnaði samkom-
unni Dr. Blondal, skörulega og
smekklega, eins og vænta mátti.
Mikill söngur undir stjórn Mr.
Paul Bardal, bæði á ensku og
íslenzku, sem alt sönghæft fólk
tók þátt í, og hitt fólkið, sem
ekki var sönghæft, söng vafa-
laust líka á sinn hátt, söng með
hjartanu, eins og séra S. N. Thor-
laksson komst einhverntíma svo
heppilega að orði. Nokkrar ung-
ar stúlkur sungu líka einstak-
lega fallega og þægilega.
Einn af fulltrúum safnaðarins,
Mr. Victor Jónasson, flutti prýðis
fallega og stillilega ræðu Einnig
tóku til máls forseti safnaðarins,
Mr. G. F. Jónasson og Mr. Gunni.
Jóhannsson.
Eg hefi verið í Winnipeg í
meir en hálfa öld og eins og flest
annað fólk sótt margar samkom-
ur, en eg get hiklaust sagt, að
mér fannst þessi ein með þeim
Fallinn á vígvelli
Pte. Joel Theodor Björnsson
Sorgarfregnin um andlát Pri-
vate Joel Theodor Björnsson á
vígvelli á ítalíu 18. sept., barst
móður hans, Mrs. Hallfríði Ólaf-
son, s. 1. föstudag. Skeytið tók
ekkert fram um hvernig hann
misti lífið eða undir hvaða kring-
umstæðum, en eftir blaðagrein
dagsettri 30. sept., hefir það ver-
ið í björgunartilraun á öðrum
mönnum, tveimur foringjum og
einum hermanni, sem særðir
höfðu verið. Joel leiddi annan
foringjan úr hættu og kom svo
aftur með sjúkraböruliðsmann
með sér. I því er sagt í grein-
inni, að leyniskyttur og vélbyss-
ur óvinanna hafi farið á stað, en
ekki er neitt tekið fram frekar
um mennina sem þessa björgun-
artilraun gerðu, annað en það að
annar foringjanna dó, en hinn
foringinn og hermaðurinn sem
höfðu orðið fyrir sprengjum,
voru teknir til spítala þar sem
þeir nú eru, og mega þakka líf
sitt þessum mönnum sem gáfu
sig fram til að reyna að bjarga
þeim, vitandi hver hættan var.
— Þannig gefa sumir líf sitt til
þess að aðrir megi lifa.
Joel Theodore Björnsson, er
sonur Mrs. Hallfríðar Ólafsson
af fyrra hjónabandi. Faðir hans
er Hermann Björnsson, búsettur
í Chicago. Joel var fæddur í
Winnipeg, 18. maí 1919. Hann
gokk hér á barnaskóla, General
Wolfe skólann meðal annars. En
miðskóla nám tók hann í Chi-
cago. Tvær hálfsystur átti hann,
Dorothy og Edith Ólafson.
Hann tilheyrði varaliðinu hér
í Canada áður en stríðið byrjaði,
og þegar í byrjun sti^ðsins, þess-
vegna var hann kallaður upp,
og innritaðist þá í Princess Pat-
ricia Light In&ntry. Til Eng-
lands sigldi hann í desembev
mánuði 1939, og erlendis var
hann úr því. Hann tók þátt í
innrásinni á Sikiley og seinna á
ítalíu, og tók þátt í mörgum or-
ustum þar. Og nú er hann far-
inn sömu leið og svo margir aðr-
ir ungir og efnilegir drengir
fara, áður en þessi hildarleikur
verður á enda, og þar á meðal
margir«ungir íslendingar.
Joel var hæglátur og góð-
mannlegur og mesti myndar
piltur. Fall hans er mikill
skaði.
P. M. P.
allra ánægjulegustu, sem eg
hefi nokkurntíma sótt. Það var
safnaðarráðið, sem stóð fyrir
þessu gleðimóti og það á áreiðan-
lega miklar þakkir skilið fyrir
hve vel það var undirbúið og
ánægjulegt í alla staði. Fyrsti
lúterski söfnuður á yfir miklum
kröftum að ráða og notar þá vel.
Að lokum veitti safnaðarráðið
öllu fólkinu kaffi og aðrar góð-
gerðir, sem karlmennirnir báru
fram og gengu að þvf með mikl-
um dugnaði og myndarskap.
F. J.