Lögberg - 23.11.1944, Side 2

Lögberg - 23.11.1944, Side 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER, 1944 Þetta er mynd af býssutegund, sem notuð er gegn árásum af hálfu skriðdreka. Sólskin í Winnipeg Eg kom til Winnipeg á sunnu- dagsmorgni 8. október, mað dótt- ur minni, eftir þriggja daga leið- inda ferð frá Halifax. Eini ljósi púnkturinn á þeirri ferð, var 12 tíma viðdvöl i Montreal, í félags- skap Magna Guðmundssonar og konu hans Ástu. Það voru skjót og góð umskifti að koma til Win- nipeg. Eg hefi verið nokkuð víða á ferð, og hefir mér hvergi verið tekið með öðrum eins kostum og kynjum, eins og íslendingar í Winnipeg gjörðu. Til að lýsa því rétt, skortir mig mikið af orðum. Eg hafði mælst til þess bréf- lega, við Davíð Björnsson bók- sala, (sem eg hafði haft svoiítið saman við að sælda), þótt við hefðum aldrei sést, að útvega okk ur herbergi, og hitta okkur á járnbrautarstöðinni. Þegar þar var komið, beið stór hópur fólks. karlar og konur, þar var ræðis- maður Islands, Grettir og faðir hans Ásmundur Jóhannsson og tveir gamlir alda-vinir frá ís- landi, Dr. Richard Beck og Guð- mundur Stefánsson, múrari. Davíð hafði útvegað okkur íbúð á öðru besta gistihúsi bæj- arins, Fort Garry. Þangað var 2.—3. mínútna gangur, en í bíl- um skyldum við ferðast þetta með viðtöku hópnum, enda höfð- um við ekkert með fætur að gjöra í þessa 8 viðstöðudaga, nema að komast út úr bílunum, í hægindastólana og sömu leið til baka. Systir mín kom sama dag vest- an frá Seattle, höfðum við ekki sézt í 35 ár. Eftir hæfilegan, tíma var okkur miðdegisverður góður gefinn. Dr. Richard Beck hafði beðið eftir komu okkar og kvaddi hann okkur því næst. Þá var farið á heimili Ásmundar Jóhannsson- ar. Viðtökurnar þar voru ekki eingöngu fólgnar í mat og drykk, heldur í innilegu íslenzku við- móti, af hendi beggja þeirra hjóna. Var þar lengi setið og mikið rabbað. Um kvöldið fórum við í Lútersku kirkjuna með þeim hjónum, og vorum þar kynnt fyrir'fjölda fólks. Sumt af því fólki hafði eg heyrt getið um eða kannaðist við, að einhverju leyti, og allt var það jafn innilega þægi legt. Næsti dagur var helgidagur, sem við íslendingar myndum kalla “lofgjörðardag”, en á ensku máli heitir “Thanksgivingday”. Um kl. 10 f. h. er hringt til okkar. 1 símanum talar maður, sem eg hafði aldrei séð, en heyrt um talað Sófanías Þorkelsson. Hann spyr hvort við myndum vilja koma'máð sér í ferðalag. Var því sízt neitað. Sýndi hann ók"kur það merkilegasta af bæn- um og nágrenni. Bærinn er afar stór um sig, samanborið við fólks fjölda, götur breiðar og flest ein- býlishús. Ekki er mikið af stór- um byggingum, nema verzlunar- hús Hudson Bay Co. og Eaton’s og gistihúsin, sem jórnbrautar- félögin eiga og stöðvar sínar og svo þinghúsið. Það er mjög fög- ur og myndarleg bygging, og eins að sjá frá öllum hliðum. Þar fyrir utan sá eg það sem eg var mest hrifinn af í Winnipeg það er líkneski Jóns Sigurðsson- ar, sem er nákvæmlega eins og það sem stendur á Austurvelli í Reykjavík. Það stendur til vinstri handar við aðal-innganginn, góð- an spöl frá breiðri braut, er þangað liggur og horfir í rétt austur'. En gamla Victoria situr fyrir dyrum úti. Þetta skilst mér, að sé sú besta og mesta viðurkenning á því, hvernig ís- lendingar hafa reynst í Canada. Ekki var mögulegt að velja Jóni Sigurðssyni virðulegri stað og mun enginn þjóðskörungur neinn ar innflytjendaþjóðar, eiga hærra sæti í Canada. Verið gæti, að Island væri ekki nú, kallað íslenzkt lýðveldi, ef engir íslendingar hefðu fluttst vestur yfir Atlantshaf, síðan þeir Leifur heppni og Þorfinnur Karls efni voru á ferðinni. Mikil gleði var mér að finna, hvað mikið var af íslenzku í Win- nipeg og nágrenni, því er eg kynntist. Eg er vonbetri nú, en nokkru sinni áður, að íslenzk tunga deyi ekki út, fyrst um sinn í Ameríku. Þar um mun mestu valda hin nýja lífæð, sem fólgin er í ungu íslenzka fólkinu, sem ieitar sér mentunar í Ameríku, nú á tímum. Það eignast vini af sínum eigin þjóðflokki og kynn- ist því á margan hátt. Einnig hefur fjöldi ungra Vestur-lslend- inga, komið til íslands, fengið talsverð kynrti af landi og þjóð, sem vonandi eru elrki öll þess eðlis, að yfir þau fenni í bráð. Um kvöldið vorum við boðin á samkomu er kvenfélag hélt í ÍTnitara kirkjunni. Voru þar góðar viðtökur, ekki síður en annars staðar, hin hlýju handtök og innilegheit, spurn- ingar og kveðjur. Þar vorum við mint á íslenzkan mat, með rúllu- pylsum, pönnukökpm, kleinum o. s. frv. Þar var haldinn virðu- legur fyrirlestur, um þróun mannslíkamans frá upphafi. Þar var söngur mikill og samtöl, og virtist fólk skemta sér hið besta. Af því eg minntist á íslenzk- an mat, verð eg að geta þess um leið, að Reykvíkingar mættu vera þakklátir, ef þeir ættu kost á að kaupa og eta jafn gott skyr og við fengum í Winnipeg. Slíkt skyr hefi eg eigi orðið var við í það minsta síðan mjólkurverzl- un í Reykjavík var sameinuð kirkjulegum störfum. Sóffanías gaf mér bók í tveipi bindum, er hann hefur skrifað um síðustu ferð sína til íslands. Þar kennir margra grasa, bæði gamalla og nýrra, og ber bókin með sér, að hún er afleiðing af glöggri eftirtekt og góðvilja, og virðast mér margir dómar hans, vera byggðir á meiri sanngirni, en venja er til á Islandi, þar sem einn segir svart, það sem hinn segir hvítt, og báðir berja svo höfðinu miskunarlaust við steininn. Þannig liðu þessir dagar, á hinn unaðslegasta hátt. fyrir- spurnir fjölda fólks, hvar sem við vorum stödd, hvort við hefð- um ekki tíma til að heimsækja sig, “aðeins um litla stund”. Var engin leið að nota sér alla þá góðvild og ánægju. Ræðismaður Islands, Grettir Jóhannsson var óþreytandi í að starfa að útvega okkur flutning. Var það áreiðanlega fyrir hans tilstilli, að við fengum flutning á þeim tíma og á þann hátt, er við óskuðum eftir, og er ekki hlaupið að slíku í Ameríku, nú á tímum. Á föstudag lögðu þær frænkur á stað, vestur til Seattle, en eg í ferð norður að Gimli, í ágætum félagsskap eins og fyr. Þangað komum við um hádegi, á heimili ágæts Austfirðings, sem hefur þar fiskiútgerð og flutningaskip, sem hann sjálfur stýrir í föstum áætlunarferðum. Hann hefur einnig í félagsskap við annan mann frystihús, sem hjálpar til að gera aflann verðmætan, er mest af honum flutt til Banda- ríkjanna. Þar virtist aðal áhugamálið, að vanda framleiðsluna, sem best og þrifnaður allur og vandvirkni í besta lagi, og mun það hyggi- legra en hroðvirkni og vörusvik. Þann dag komst eg í fyrsta sinn í kynni við hinn fræga hvít- fisk, félL mér vel að eta hann, en eins og með fleiri fiska, er víst auðveldara að eta hann en afla hans í vetrarhörkum og ill- viðrum. . Þar kom eg á stað þann er ís- lendingadagur hefur verið árlega haldinn í fjölda ára. Er staður- inn hinn fegursti. Þar skamt frá er minnismerki, er reist hefur verið í tilefni af landtöku fyrstu Islendinga, nálægt Gimli á vest- urströnd Winnipegvatns. Er það á fögrum grasfleti, og á miðjum blettinum upphækkun, stendur ferköntuð varða hlaðin úr hnull- ungsgrjóti og límd saman með steinlími, en steinarnir standa ó- deglulega, tvo til þrjá þumlunga út úr líminu, en ofan á vörðunni heljarstórt Grettistak, sem sagt er að íslendingar hafi stígið fyrst á við landtökuna. Þá er á vörð- unni koparplata, sem á er grafið dagsetniríg og ártal, er þessi merkisatburður gerðist. Mér þótti þetta merkilegt, og að mörgu leyti vel við eigandi minn- ismerki. En Vestur-íslendingum ber nú ekki saman um það frek- ar en ýmislegt annað. Þeir hafa ekki verið neinir ættlerar í ó- samþykki frekar en öðru. Þá er að minnast á annað það merkilegasta, sem eg sá í ferð- inni, það er Gamalmennaheimil- ið á Gimli, það stendur á fögr- um stað á vatnsbakkanum, mynd arleg bygging. Þar voru um 50 gamalmenpi með ánægjubros á andlitunum, og lýsir það betur heimilinu, en nokkur orð fá gjört. Þar er snotur samkomu- salur, sem einnig er notaður sem Capella til guðsþjónustu og sálma söngva. Þrifnaður, myndarskap- ur og umhyggja virtist vera í besta lagi. Eg var beðinn að segja nokkur orð við blessað gamla fólkið, sem gengu mest í þá átt, að lýsa fyrir því hvernig nú liti út á íslandi. Hitaveita Reykjavíkur fanst því mörgu ganga næst tröllasögu o. s. frv. Því fanst næstum ótrúlegt, að sjá og heyra mann, sem farið hefði frá íslandi fyrir fjórum vikum, og höndum vildi sumt helst ekki sleppa, það sagði, að því findist það hafa ísland milli handanna. Flest bað það að heilsa gamla Fróni, fjöllunum, fjörðunum, sveitunum og svo fólkinu. Þar sá eg öldung, sem vantaði um tvo mánuði til að verða hundrað og eins árs. lá hann í rúmi sínu. Var mér sagt, að oft þyrfti hann dálítinn tíma til að átta sig á umhverfinu, en fyrir stuttu hafði hann farið í föt. Á fáu af þessu fólki vissi eg nokkur deili, eða það á mér, en það gerði því ekkert til, það var nóg að eg var nýkominn frá ís- landi, og var íslendingur Nýlega hafði verið reist við- bót við hina upphaflegu bygg- ingu, hana hafði gefið hinn víð- frægi maður C. H. Thordarson í Chicago, eða fimmtán þúsund dollara, er það fagur minnis- varði. Canadiska ríkið styrkir öll elliheimili í Canada með ein- hverri fjárfúlgu, og var það einnig boðið þarna fram, en Is- lendingar afþökkuðu. Er það í öðrum anda, en styrkjapest sú er náð hefur tökum á íslandi. Á Gimli hitti eg tvo menn, er eg mundi aðeins eftir að heiman, það voru bræðurnir Sigurður og Þórður, synir Þórðar í Gróttu. Þórður hefir stóra verzlun, en Sigurður vinnur í áðurnefndu frystihúsi. Einnig hiiti eg þar, og kom heim til læknis af íslenzkum ættum, Mr. Johnson, og voru við- tökur þar líkar því sem annars staðar. Bróðir hans Bergþór John son lagði til bíl og keyrslu í ferð þessa eins og fleiri snúninga fyrir mig eða okkur. Hjá honum (Bergþór) sá eg mest af íslenzkum bókum, bæði gömlum og nýjum, og hefði ver- ið hægt, að eyða þar meiri tíma en eg hafði ráð á. Hjá honum varð eg var við einna mestan áhuga og þekkingu á öllu ís- lenzku, af því fólki sem eg talaði við, sem fætt var og uppalið ut- an íslands. Svo fór eg loftleiðis til baka, og mun ekki ferðasl öðruvísi*yf- ir stór landflæmi, ef eg á nokk- urn kost á. Nú fór eg á fimmtán tímum, það sem áður fóru 75 tímar í. Um líðanina og ánægj- una tala eg ekki. Eg hefði viljað segja margt fleira um þessa ferð og miklu ýtarlegar, en hætti nú hér með því að þakka öllum viðtökurnar, ekki sist Mr. Davíð Björnssyni og konu hans. Það voru margar ferðir og margar símahringingar og mikið ónæði, er þau höfðu af okkur. Við munum lengi minnast sólskinsins í Winnipeg, bæði frá fólki og náttúru. Ásgeir Jónasson, frá Hrauntúni. Guðmundur bóndi var vel hag- mæltur, en sakaður mikið um ástleitni við kvenfólk og þótti þá stundum full ágengur. Hann kom einu sinni í erindum tii nágranna síns, sem var giftur annáluðum svarki og hrokagikki. Maður hennar var ekki heima og lenti Guðmundur í skömmum við húsfreyjuna og átti hún upptök- in að því. Skömmu síðar hitti Guðmund- ur nágranna sinn á förnum vegi og hefur orð á því, að móttök- urnar heima hjá honum hafi verið fremur kaldar og kastar fram þessari vísu: “Þín er kerling þung á brún þóttafull í máli, kjaft og málbein hefir hún hert úr bezta stáli.” Nágranninn hugsar sig um stundarkorn og svarar: “Þeir sem búa í þjóðarbraut þarfnast kjarks og snilli, þegar mannýg þarfanaut þramma bæja á milli.” • Hann: — Þú ert sól og sumar lífs míns. Án þín mundi lífið vera eins og skýjaður og ömur- legur hausthiminn. Hún: —, Ertu að biðja mín, eða á eg að taka þetta sem veður- spá? Kveðjuorð. ÁGÚST G. POLSON Eins og getið var um hér í bla'ðinu 18. okt. andaðist Ágúst Gunnarson Polson hqr á Al- menna spítalanum 14. f. m. Hann fæddist að Austur-Görð- um í Kelduhverfi í Þingeyjar- sýslu 29. júní 1865, og voru for- eldrar hans Gunnar Pálsson (ættaður úr Skagafirði) og kona hans Jóhanna Ingjaldsdóttir, af Gottskálksættinni, er þá bjuggu á fyrnefndum bæ. Hann kom með foreldrum vestur um haf 1879 og settust þau að í Nýja ís- landi. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Elísabetu Gísladóttur frá Kríthóli í Skagafjarðarsýslu 3. júní 1888, og bjuggu þau sam- an í farsælu hjónabandi í rúm fimtíu og sex ár, eða til dánar- dægurs hans. Eignuðust þau ellefu börn dó eitt þeirra drengur, ungbarn, annan pilt, Archibald Jón, mistu þau í fyrra veraldarstríðinu, en hin níu lifa föður sinn; eru þau þessi: Syst- urnar eru Mrs. F. Ward, Mrs. P. Goodman, Mrs. A. Goodman, all- ar í Winnipeg; Mrs. B. Bjarna- son og Mrs. V. Bjarnason í Lang- ruth; Mrs. B. M. Paulson í Ár- borg og Mrs. J. M. Jackson í Es- sondale, B. C., og tveir synir, Wyatt að Lake Francis, Man., og Jóhann í Winnipeg. Einnig á hann einn bróður á lífi, Snæ- björn Polson, er heima á í Van- couver, B. C. Auk þess. ólu þau upp, sem sitt eigið barn, bróðurdóttur Ágústs heit., heitir hún Florence Polson og á heima í Winnipeg. Ágúst heitinn átti alls heima um fjörutíu og sex ára tímabil í Winnipeg, en hin nítján mun hann hafa verið í Nýja-lslandi. Síðasta heimili hans var að 652 Goulding St., hér í borginni og þar býr ekkja hans enn hjá dótt- ur sinni. Hann stundaði aðallega verzl- unarstörf hér í landi. Vann um mörg ár í verzlun Sigurðsson- Thorvaldsons á Gimli og í tutt- ugu og fimm ár hjá Marshall- Wells félaginu hér í bænum og þar var það, sem hann mætti því áfalli, er dró hann til bana, og sem áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. Þau hjón voru gestrisin með afbrigðum og eignuðust fjölda vina innan húss sem utan, mátti með sanni segja um heimili þeirra, að þar stóð ætíð “opið hús” hverjum þeim er að garði bar. Var þó eigi um veraldar auð að ræða, eins og gefur að skilja, þar sem aðeins voru tvær hendur að vinna fyrir stórum barnahóp, er þetta eitt dæmi þess, að “mikið má ef vel vill'’ —- og aldrei var vilja þrot á þeirra heimili. — Glaðværðin, gestrisnin, umhyggjan sátu þar í öndvegi. Ágúst hfeitinn var gamansam- ur gleðimaður, sem ánægja var að vera með og kynnast, orð-‘ heppinn í viðræðum og fjörugur í tali, sagði prýðilega sögur, en einkum þó skrítlur, og er honum tókst upp, “var mörgum dillað dátt”. Samt var hann alvöru- maður og talaði aldrei um al- vörumál nema í fullri alvöru og mér liggur við að segja — með lotningu. Einnig var hann fús að bera virðingu fyrir annara skoðunum flestum mönnum fremur, þeirra er eg hefi kynst. Hann var engin ákafa eða á- hlaupamaður, hann vildi fyrst skilja, en er hann hafði komist að fastri niðurstöðu, að sínu áliti, þá hafði sá málstaður eignast þar einlægan fylgismann, sem var ótrauður að verja fylgi sitt, — svo var það í trú og kirkju- málum, landsmálum, bæjarmál- um og félagsmálum. Hann unni kirkju sinni, landi og þjóðerni. Hánn var í tveim orðum sagt — sannur íslendingur. Eigi má taká orð mín svo, að eg telji þennan gamla vin minn gallalausan, fremur en aðra menn, en hinir svokölluðu gallar okkar mannanna geta á stundum verið kostir okkar engu síður en ókostir; og eitt er víst, ef þeir ættu sér eigi stað, mundum við vera aðrir menn en við erum. Og er eg nú í síðasta sinni segi góða nótt, gamli vinur minn, með þökk fyrir samverustundirnar, glaðværðina og trygðina í minn garð, alt frá því fyrsta er fund- um okkar bar saman og fram til þíns dánardægurs, minnist eg þess, er þú trúðir svo bjargfast- lega, að fyrir hverjum einum lægi, að “vakna upp ungur ein- hvern daginn, með eilífð glaða kringum sig”, og vona eg að sú fagra hugsun rætist á oss öllum. Góða nótt. Sveinn Oddsson. MINNINGARORÐ Vigdís Pálsson frá Riverton, ekkja eftir Svein Pálsson, dó í al- menna sjúkrahúsinu í Winnipeg 27. október á öðru árinu yfir fimtugsaldur. Fram að banaleg- unni, sem varði yfir þrjá mán- uði, virtist hún fremur heilsu- góð og þrekmikil í margþættu starfi. Heimili hennar var mynd- arlegt og prýðilega umgengið; börn hennar vel uppalin og inn- rætt göfugum hugsjónum. Lif- andi kristilegan áhuga sýndi hún á yfirlætislausan hátt í kirkju- legum og félagslegum velferðar- málum. Hún var kennari í sunnu dagaskóla Bræðrasafnaðar og í íslenzkuskóla Þjóðræknisdeildar- innar ísafold. Einning starfaði hún í djáknanefnd Bræðrasafn- aðar, kvenfélaginu Djörfung og prjónafélagi Red Cross. Með burt köllun hennar er tilfinnanlegt skarð höggvið í bygðarhópinn. Hin látna er fædd 2. maí 1893 að Óslandi í ísafoldarbygð, dóttir hjónanna Vigfúsar Bjarnasonar og Guðrúnar ólafsdóttur er þar bjuggu. Systkini og hálfsystkini eru alls níu á lífi. Systkini: Ólaf- ur, bóndi á Óslandi; Bjarni, húsa- smiður í Riverton; Hólmfríður (Mrs. Jean Bigourdan), í Win- nipeg; Ingibjörg, einnig í Win- nipeg; Jón, á Óslandi; og hálf- systkini: Halldóra (Mrs. J. Jonas son), Port Arthur, Ont.; Ingimar; ísleifur og Sigurjón í herþjón- ustú. Stjúpbróðir þeirrá er Stefán Gunnarsson. Vigdís giftist 11. maí 1921, Sveini Pálssyni, myndarmanni, sem margir hörmuðu er hann dó úr hastarlegri lungnabólgu vor- ið 1939. Börn Sveins og Vígdísar eru tvö: Guðrún, miðskólakenn- ari að Pigeon Bluff, Man., og Sveinn við herþjónustu í Sidney, N.-S. Er að þeim þungur harm- ur kveðinn yið móðurmissirinn. því engin hefir reynst þeim bet- ur en hún, sem hefir verið þeim sönn móðir og leiðarstjarna. Minning hennar verður þeim, og öðrum einnig, dýrmætur helgi- dómur. Alúðarfylsta þakklæti vilja börn Vigdísar sál. tjá hinum mörgu og góðu vlnum bæði skyldum og vandalausum, sem á margvíslegan hátt hafa auðsýnt samúð og kærleiksríka hjálpfýsi á reynslustundum sjúkdóms, and láts og greftrunar ástvinar síns. Blómsveigana, sem prýddu kist- una meta þau og þakka innilega þeim sem þá lögðu fram. Fagran og viðkvæman söng og huggun- arorð vilja þau einnig þakka. Sér í lagi þakka þau mikla og stöðuga hjálp frænda síns Bjarna Vigfússonar og frænku sinnar Ingibjargar Vigfússon. Jarðarför Vigdísar sál. Pálsson fór fram 1. nóvember (allra heilagra messu) frá heimili og kirkju Bræðrasafnaðar í River- ton, að afarmiklu fjölmenni við- stöddu. Sóknarpresturinn, séra Bjarni A. Bjarnason, jarðsöng. B. A. B.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.