Lögberg


Lögberg - 23.11.1944, Qupperneq 5

Lögberg - 23.11.1944, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER, 1944 5 ÁH LGAHAL ■WENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Þættir um mataræði Vanfóðrun hjá ríkum og fátækum. Sumir vilja halda því fram að hin víðtæka vanheilsa, sem köm í ljós við heilsuskoðun ungmenna landsins í byrjun stríðsins, hafi stafað mest af völdum matar- skorts, sem þeir hafi orðið að þola á kreppuárunum. Þessi skoð- un er ekki allskostar rétt. Þær rannsóknir, sem Canadian Council for Nutrition gerði, hafa sannað að ríkir, sem fátækir geta þjáðst af vanfóðrunar kvillum. Á þessu ári virðist efnaleg af- koma fólks í landinu yfirleitt góð, samt sem áður bera 71 af 1204 eða 1 af 17 skólabörnum, sem skoðuð voru í Winnipeg 1 október, vitni um vanfóðrun. Menn geta orðið veiklaðir af leyndu hungri þótt þeir hafi nægilegt að borða, ef þau efni vanta í fæðuna, sem eru nauð- synleg fyrir lífið, svo sem fjör- efnin og málmefnin. Vitamin B Complex. Efst á blaði af þeim efnum, sem rannsóknir leiddu í ljós að vantaði í fæðuna voru fjörefni, sem nefnd eru einu nafni Vita- min B Complex. Skortur á þessum fjörefnum veldur lystarleysi, meltingar- truflunum, taugaveiklun og óeðli legri þreytu. Algerður skortur á þessum fjörefnum leiðir oft til vöntunarsjúkdómanna, beriberi og pellagra. Vitamin B Complex er að finna í ríkum mæli í hveitikorni og flestum korntegundum, garð- ávöxtum og grænmetj, ennfrem- ur er ofurlítið í nýju kjöti, lifur o. s. frv. Canada er eitt fremsta hveiti- framleiðsluland heimsins. Það virðist ótrúlegt og næsta hlá- legt að í þessu mikla hveitilandi, skuli skorta í fæðu þjóðarinnar það fjörefni sem hið ágæta Can- adiska harðhveiti er svo ríkt af. Við neytum brauðs, sem búið er til úr þessu hveitikorni, að minsta kosti þrisvar á dag. Hvernig vík- ur þá þessu við? Hveitið svift fjörefnum sínum. Fjörefnin eru aðallega undir hýði hveitikornsins. Þegar hveit- ið er malað og hýðið og frjóið er skilið frá, svo ekki er eftir nema hvíti kjarninn, sem hið venjulega hvít hveiti er búið til úr, þá er búið að svifta hveitið ekki einungis fjörefnum sínum heldur og grófefnunum (bulk), sem eru svo nauðsynleg til þess að örfa þarmana til hæfilegrar hreifingar. í hinum hvíta hveitikjarna eru engin fjörefni. Hann er auk þess mjög snauður af öðrum efnum sem eru okkur nauðsynleg, málmefnunum. Líkaminn á oft erfitt með að melta sterkjuna (starch) í hveit- inu ef ekkert Vitamin B Complex er í því og þetta getur orsakað hina .ýmsu kvilla er fyr voru nefndir. Vitamin B hvítt hveiti og brauð (Canada Approved). Þegar Canada stjórnin komst að raun um vöntun þess fjör- efnis í mataræði þjóðarinnar, kallaði hún, malara og bakara á sinn fhnd. Mölunar tilraunir höfðu leitt í ljós, að hægt var að framleiða hvíthveiti án þess að svifta það Vitamin B Complex. Stjórnin fór nú fram á það við malarana og bakarana að þeir framleiddu hvíthveiti og hvít- brauð sem hefðu inni að halda nægilegt af þessu fjörefni úr hveitikorninu til þess að forða fólki frá þeim kvillum, sem því er samfara, þegar ekki er jafn- vægi milli Vitamin B Complex og sterkjunnar í hveitinu. Árang- urinn af þessum ráðstöfunum er hið heilnæma Vitamin B White Flour or Bread (Canada Approved). Vitamin B brúnt brauð (Canada approved). Þetta brauð er búið til úr heil- hveiti (whole wheat) og hefur enn meira fjörefni og málmefna gildi en hið hvíta Vítamin brauð. Auk þess er það rikt af gróf- efnum. Stimpill stjórnarinnar. Margir malarar og bakarar hafa veitt stjórnimv stuðning í því að koma þessu holla hveiti og brauði á framfæri og gefa fólki völ á því í stað hins óheil- næma hvíthveitis og brauðs. En þó hafa sumir þeirra skorist úr leik. Húsmæður ættu því ætíð að biðja kaupmenn þá, sem þær skifta við, að útvega þeim hveiti og brauð, sem hefur stjórnar stimpilinn — Vitamin B Flour or Bread (Canada Approved). Þessi stimpill gefur til kynna að hveitið og brauðið hafi hlot- ið viðurkenningu stjórnarinnar — að það hafi ákveðið Vitamin B Complex gildi. Aukin eftirspurn. Aðferðin til þess að framleiða Vitamin B hvíthveiti er miklu margbrotnari en sú aðferð, sem notuð er til þess að framleiða hið Vitamin snauða hvíthveiti Marg- ir malarar vilja því gjarnan hætta við þessa nýju aðferð en bæta hvíthveitið þegar búið er að mala það, með gerfi vitamins. Það gefur að skilja að slíkt getur ekki verið eins holt eins og að neyta fjörefnanna í hveitinu eins og þau koma frá náttúrunnar hendi. Ef að eftirspurn húsmæðra um Vitamin B hvíthveiti er nógu mikil, þá verður hinni nýju möl- unaraðferð, sennilega haldið á- fram í komandi tíð. Mataræði canadiska hersins. Eins og vitað er hafa hinir hæfustu matefnafræðingar um- sjón yfir mataræði Canadiska hersins, því góð heilsa og líkams- styrkur er lífsspursmál fyrir her- mennina. Hvar sem hægt er að koma því við, neytir herinn að- eins þess brauðs, sem bakað er úr Vitamin B hveiti (Canada Approved), það brauð, sem er heilnæmt fyrir herinn, hlýtu-r að vera heilnæmt fyrir almenning. The Canadian Council for Nutrition, samanstendur af fulltrúum frá Læknasambandinu, Tannlækna- sambandinu, Red Cross og öðrum félagssamtökum, sem hafa það fyrir markmið að bæta heilsu- far þjóðarinnar. Á fundi þessa félags, sem haldinn var í mai, þetta ár, gerði það svohljóðandi yfirlýsingu: Canada Approved Vitamin B hveiti, er á allan hátt betra, hvað snertir næringu en nokkuð ann- að hvíthveiti. Fjörgjafinn. Vitamin B Compiex, er fjör- efni, sem gefur þér góða lyst, góða meltingu, forðar þér frá vöntunarkvillum, heldur þér frískri og unglegri. Þetta fjör- efni safnast ekki fyrir í líkaman- um, þú verður að neyta þess dags daglega. Borðaðu sex sneið- ar á dag, af brauði sem ríkt er af þessu fjörgjafaefni, en það er Vitamin B brauð (Canada Ap- proved). “C.W.A.C. News Letter” Þetta kvennarit er gefið út í sambandi við rit landhersins “Khaki”. Ritstjórinn, Cpl. Caro- line Gunnarsson, hefur sent okk- ur eintak af ritinu. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta rit aðallega fréttabréfa- samband fyrir stúlkur í land- hernum og þá sérstaklega fyrir þær, sem komnar eru austur um haf, svo þær geti fylgst með því, sem hér heima er að gerast meðal kunningja þeirra. Ritið er fjörlega skrifað og prýtt með fjölda teikninga eftir L/cpl. Molly Lamb. Cpl. Caroline Gunnarsson gekk í herinn í apríl 1942 og var kvödd til Ottawa síðastl. sumar til að takast á hendur ritstjórn þessa rits. Lesendum Lögbergs er Cpl. Gunnarsson kunn af mörgum kvæðum eftir hana, sem birst hafa í blaðinu. Þar að auki hefur hún skrifað smásögur í ensku dagblöðin. Við fögnum yfir því að Cpl. Gunnarsson hefur verið falið þetta starf, því hún er þeim hæfi- leikum búin, að hún mun leysa það af hendi með prýði. Phryne, fyrirmynd Praxí- telesar myndhöggvara Phryne var ein af frægustu konum fórnaldarinnar og hefir máske verið fremsta kona sam- tíðarinnar í því að nota sér feg- urð sína til fjár. Einu sinni er hún hafði verið fyrirmynd að Afrodite-mynd, sem tókst sér- staklega vel, bauð Praxiteles henni að velja sér hvaða lista- verk hans, sem hún vildi, að launum. Phryne hafði lítið vit á list, og nú setti hún allt húsið á annan endann með því að æpa: Eldur! Eldur!” Praxiteles kom æðandi inn, leit kringum sig og greip svo litla Amorsmynd og fór út með hana. Þá þóttist Phryne viss um, að þetta væri einna verðmætasta myndin þama inni og kaus sér hana. Phryne hafði undursamlega fall- egan litarhátt og notaði aldrei farða. Þetta notaði hún sér í ærslasamkvæmi, þar sem hver gestur skyldi gera eitthvað, sem allir hinir gestirnir yrðu að herma eftir. Hún gekk að gos- brunninum, þvoði sér í framan og var jafn fögur eftir sem áður. En sama varð ekki sagt um hinar dömurnar í samkvæminu. Þær skemdu allar á sér málninguna — og urðu að fara heim til sín. Ur fréttaskýrslu utanríkisráðuneytis íslands, okt. 1 944 Pálmi Einarsson, jarðyrkju- ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands, hefir skýrt frá ræktunar- framkvæmdum á vegum Búnað- arfélagsins í sumar, en þær hafa verið nokkru meiri en undanfar- in ár þrátt fyrir skort á vinnu- afli og vélakosti og erfiðleikum á útvegun ræktunarvara erlendis frá. Mörg búnaðarfélög vinna nú að framræslu til undirbúnings rækt un í þeirri von, að skurðgröfur fáist til að annast gröft fram- ræsluskurðanna. Vélasjóður á fimm skurðgröfur og hafa þær unnið í sumar á eftirgreindum stöðum: í Ölfusi, við framræslu á Árbæjarlandi, í Innri-Akranes- hreppi, á Hamarslandi í Borgar- hreppi, og á landi Húsmæðra- skóla Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu við Stafholtsveggi. Tvær skurðgröfur voru starfandi í Eyjafjarðarsýslu, í Svarfaðardal og Staðarbyggðamýrum í Eyja- firði. Á öllum þessum stöðum hefir Búnaðarfélag íslands mælt fyrir mannvirkjum, sem gerð hafa verið og annast framkvæmd mælingum og öðrum undirbún- ingi nýrra ræktunarfyrirtækja í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Er ætlunin að ræsa þar fram 120 hektara. Samskonar undirbún- ings framkvæmdir hafa verið gerðar á Blönduósi, Torfalækjar- hreppi, Svínavatnshreppi og Ás- hreppi í Húnavatnssýslu, í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði, og Hrafnagilshreppi, Saurbæjar- hreppi, Öngulstaðahreppi og Svarfaðardalshreppi í Eyjafjarð- arsýslu. Á öllum þessum stöðum er ætlunin að ræsa fram stærri og minni svæði á einstöka jörð- um til tún-, engja og beitirækt- ar þegar skurðgröfur fást til landsins. í Lýtingsstaðahreppi, Innri-Akraneshreppi og Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði eru aðal- framræsluskurðirnir þannig lagð ir, .að þeir verða jafnframt vega- skurðir og hefir Búnaðarfélagið haft samvinnu við Vegagerð ríkisins um undirbúning þeirra. Ruðningur þessara skurða verð- ur notaður til uppfyllingar veg- anna. í Árnessýslu hafa athuganir verið gerðar í Hrunamanna- hreppi og í Borgarhafnarhreppi og Mýrahreppi í Austur-skafta- fellssýslu, svo að hefja megi þar framræslu í stærri stíl til aukinn- ar túnræktar. Á öllum þessum stöðum og mörgum fleiri, sem mældir voru og undirbúnir i fyrra, tefur ekkert framkvæmdir nema vöntun á skurðgröfum. En þótt reynt hafi verið eftir föng- um að greiða fyrir útvegun þeirra eru þær fimm vélar enn ókomnar til landsins, sem Véla- sjóur á von á. En væntanlega verða þær komnar svo snemma að þær geti hafið starf sitt næsta vor. Við kauptúnin Blönduós og Þórshöfn hafa verið mældar spildur í sumar, til þess að und- irbúa ræktun og skiptingu á löndum þessara þorpa. Pálmi Einarsson hefir fram- kvæmd undirbúnings og mælinga á Vestur- og Norðurlandi, en Ás- geir L. Jórisson á Suður og Suð- austurlandi. Öll búnaðarfélög, er fengu dráttarvélar síðastliðið vor, hafa látið brjóta ný lönd til ræktunar í sumar, en aðeins nokkur hluti þeirra 80 dráttarvéla sem fluttar voru til landsins á árunum 1929 —1935 eru nú starfhæfar. Nú liggja fyrir pantanir á hundrað dráttarvélum af ýmsum gerðum, og er það til marks um áhuga bænda fyrir aukinni ræktun landsins einmitt nú. Fáist nægur vélakostur má vænta myndar- legra átaka, er stefni að því að alls heygengs verði aflað á vél- tæku ræktuðu landi. Framh. í næsta blaði. Heimskautskuldi og hitabeltisgróður Frh. frá 4. bls. þeirra. Þá hefir verið unnið að ^hafa jarðfræðingar fundið gnægð málmblendings, einnig “fluorite” nauðsynlegt fyrir sjónaukagler. Hvert það ríki er hefir alla sína náttúruauðlegð í sínum hönd um og hefir vit á að nota hana, fær ríkulega uppskeru: nýjar auðlindir eru sífelt uppgötvaðar, landabréfið tekur endalausum breytingum og ný nöfn koma í ljós. Kuznetsk kolanámurnar eru mjög merkilegt dæmi; þær voru fundnar og eru unnar af Soviet- stjórninni og eru taldar meðal auðugustu náma í veröldinni. Áætlað er að þær byrgðir sem þar eru géymdar, mundu full- nægja þörfum alls heimsins í 300 ár með sömu eyðslu og nú er. Víðáttumiklar kolanámur hafa fundist á allmörgum. stöðum og oft þar sem minstar líkur voru taldar, t. d. norður í heimskauta' héruðum og undir fótum íbúa Moskvaborgar. Olíurannsóknir hafa borið sama árangur, svo nú er sam- feld keðja olíulinda mörkuð á landabréfið alla leið frá vestan- verðum Úralfjöllum norður að íshafi og suður til Kaspíahafs. Vissulega virðist málmblend- ingsauðlegð Rússlands ótæmandi, enda er það eina-ríkjasamband í heiminum er geymir næstum öll mikilvæg hráefm. í tilfelli af innilokun. Brooks Emery fjármálafræðing ur í Bandaríkjunum bendir á, að út úr tuttugu og tveimur mjög áríðandi hráefnum vanti Eng- land — af fráskyldum nýlend- um — nítján, Þýzkaland átján, Bandaríkin níu en Rússland að- eins fjögur, en úr þessari vönt- un er nú þegar bætt innan rúss- nesku landamæranna. Járnvinsla keisarastjórnarinn- ar nam tveimur milljónum tonna en er nú 260 biljónir tonn. Löngu fyrir byltinguna lék grunur á að ríkir málmar væru í jörðu við Kursk, jafnvel var leit hafin með borun, en þar sem fjármagn var ónóg samfara á- hugaleysi yfirvaldanna, lognuð ust þær tilraunir út af. Meðan borgarastyrjöldin stóð yfir, lét Lenin hefja rannsókn á þessum slóðum, rétt bak við sjálfa víglínuna. Árið 1922 fundust á 160 metra dýpi svo ríkar námur að jám- framleiðsla heimsins tvöfaldaðist í einu stökki. Kursk héruðin eru talin að geyma í skauti sínu eins mikinh járnsand og allar aðrar samskon- ar námur samanlagðar. Apatite og nepheline, ómiss- andi fyrir alúminium framleiðslu glass, fertstisers og tannin hefir einnig fundist í ótæmandi byrgð- um í Kolatanganum, langt fyrir norðan heimskautabaug. Fram- leiðslumöguleikar á apatite einu saman eru taldir að nems 2 billj. tonna. Byrgðir af nepheline eru taldar óþrjótandi. Heil fiallshlíð að hæð 1.500 fet, hefir verið sprengd fram og leitt í Ijós sam- felt bergþil af þessu hvíta og glitrandi efni. Fimtán járnbraut- arlestir með 6000 tonn eru flutt- ar burtu af þessu efni dag hvern. Jarðfræðilegir uppdrættir eru markaðir og útfyltir með undra- hraða; þetta verk er langt frá að vera fullkomnað, en rannsóknirn- ar eru þrotlausar. WIN WITH THE C.C.F. Vote Labor in Ward 2 Sífeld rannsókn fer fram þar nyðra eftir nauðsynlegum málm- um. Novaya Zemlya gefur af sér asbestos. Vaigach eyjan er rík af málmblendingi, Friðþjóf Nansens land hefir kol og Taimir tanginn gljástein og olíu. Á sama hátt og veðurlag við heimskautið hefir mikilvæg á- hrif á heilt meginland, svo er og um tíðarfar Himalayan fjallanna gagnvart vatnsfalli niður á lág- lendið, sem allur bróður byggist á. Bómullarbóndinn í Asíu þarf að vita skil á því lögmáli er veð- urbreytingum veldur, vegna á- veituskurðanna, sem ætlað er að vökva landið. Af þessari nauðsyn var bygð rannsóknarstöð hátt í Pamir fjöllum, 14.111 fet yfir sjávarmál, með sjálfvirkum veð- urfræðisvélum á Stalintindi, 18.312 &g 22.390 fet yfir sjávar- mál. Þessar stöðvar gefa bænd- um niðri á láglendinu aðvaranir og upplýsingar. í flugbjörgum Pamir fjallanna JOHN QUEEN For Mayor JAMES SIMKIN HOWARD V. McKELVEY ANDREW N. ROBERTSON For Alderman ^ ^ 'ZTPEU-' V FoT Sc,,oot Trutttt FOR MAYOR JOHN 1 QUEEN • 1 FOR ALDERMEN HOWARD V. McKELVEY and JAMES SIMPKIN (Mark Your Aldermanic Ballot 1 and 2 in the Order of Your Choice) FOR SCHOOL TRUSTEE ANDREW N. ROBERTSON Election Day, Friday, Nov. 24 Polls Open, 9 a.m. to 8 p.m. Ward 2 CCF Headquarters: 554 Portage Avenue. Telephones: 33-310, 22-879 í byrjun fyrstu fimm ára áætl- unarinnar, voru aðeins rúm 11% af landinu vísindalega rannsak- að, en að henni lokinni voru 25% kunn. Árið 1933 unnu 6.000 verkfræð- ingar og iðnaðarmenn og 100.000 verkamenn að þessum rannsókn- um. Hvar í veröldinni eru hliðstæð dæmi fáanleg? ENDIR. FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ HIN UNDURSAMLEGU KAUP Á LOÐFÖTUM HJÁ Perth’s 1945 TÍZKA ÚRVALSEFNI ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI Heimsœkið PERTH’S MASTER FURRIERS 484 PORTAGE AVE. Just west of the MUU TIL KJÓSENDA í ANNARI KJÖRDEILD ENDURKJÖSIÐ BÆ J ARFULLTRÚ A E. E. HALLONQUiST • Fæddur í 2. kjördeild • Heimili í 2. kjördeild • Atvinnurekstur í 2. kjör- deild ENGIR FLOKKSHÖFÐIN G J AR EKKERT BÆJARTAP 24. nóv. Merkið seðilinn HALLONQUtST, Ernest 1

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.