Lögberg - 23.11.1944, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER, 1944
Dómar mannanna
Eftir Sergeant
“Þið ættuð að tala ofurlítið lægra,” sagði
hann eins og í spaugi, og tók af sér hattinn.
“Eg heyrði langt til hávaðans í minni fallegu
tengdadóttir, og margt fólk sem stóð úti á tröpp-
unum var að hlusta á samtalið ykkar. Þar sem
þið hafið líklega verið að tala um fjölskyldu-
mál ykkar, vildi eg biðja ykkur að hafa dálítið
lægra”.
Hann settist á stól og brosti vingjarnlega til
þeirra. “Nú, Dora — og Richard,” byrjaði hann,
“það er orðið langt síðan eg hefi séð ykkur sam-
an. Við skulum vona að þetta sé ekki okkár
síðasta samverustund. Þó þetta sé mín síðasta
heimsókn til Englands. Eg er kominn hingað
til að heyra hvaða ákvörðun að þú hefir tekið,
Richard.
29. KAFLI.
Júlíus Sittard leit í kringum sig í stofunni
rólega og góðlátlega, hann var sá eini af þeim
sem inni var, rólegur. Dora sat upprétt og horfði
niður fyrir sig, en skifti stöðugt litum í andliti.
Richard færði sig fjær föður sínum og stóð við
vegginn með krosslagðar hendur. Á enni hans
voru djúpar hrukkur, og varirnar saman press-
aðar. Hann vissi að hann stóð á hinum þýðing-
armestu vegamótum æfi sinnar, og að sér yrði
ervitt að skera úr þeim málum.
Rósa lét í ljósi meiri geðshræringu en systkin-
in. Þau Dora og Richard veittu því lítið athygli
þá, en seinna varð þeim það mynnisstætt. Það
var eins og Rósa væri gripin af æstri eftirvænt-
ingu. Hún ýmist settist eða stóð upp, gekk
nokkur spor og settist aftur, eins og hún hefði
enga ró í líkama sínum.
Það var eins.og tilfellislegt að hún hélt sig
aítaf nálægt útgöngudyrunum. Stundum var
sem hún ætlaði út úr stofunni.
“Jæja, segið þið nú eins og ykkur býr í
brjósti,” sagði Sittard rólega. “Segið nú strax
til! Hvað voruð þið að rífast um hérna? Eg býst
við að það hafi verið um hvaða ákvörðun Rich-
ard tekur, látið mig heyra hvaða ákvörðun þið
hafið tekið.”
Richard og Dora sögðu ekkert. Hann horfði
með rannsakandi augnaráði á þau, og í augum
hans mátti sjá að hann skildi hver niðurstaðan
mundi verða. Hann sneri sér áð Rosu og virti
fyrir sér hið blóðrauða-andlit hennar, og háð
glott.
“Og hvað segir þú svo, fallegi, litli djöfull?
Hefir þér ekki heppnast að koma þeim á mína
meiningu? Eg veit hvað þú vilt, það veldur
þér ekki samviskubits. Eg þarf ekki annað en
rétta þér litla fingur minn, svo kemur þú strax
með mér til Ameríku. Er það ekki satt? Eins og
hæfir hlýðnri tengdadóttur.”
“Já, það geri eg undir eins,” svaraði Rósa,
með ákafa. “Mér finst þvermóðska Richards svo
úr hófi hlægileg, og get ekki skilið því hann vill
ekki fara.”
J “Heyrir þú hvað konan þín segir Richard. Eg
sé hún er sú einasta af ykkur sem hefur praktiskt
vit. Hvað segir þú nú?”
“Eg er þér mjög þakklátur fyrir þitt góða til-
boð,” svaraði Richard, og þvingaði sig til að
tala, “því eg veit að þú býður okkur það af ein-
lægni og umhyggju fyrir velferð okkar, en eg
finn að eg get ekki þegið það. Eg verð nú og
ávalt að afþakka það — án þess eg vilji móðga
þig — sökum peninganna þinna.”
“Sagði eg ekki að hann væri vitlaus!” gail
Rósa fram í.
“Jú, það er nokkuð til í því” svaraði Sittard.
“Viltu ekki gefa mér oánari skýringu á því,
hvers vegna þú vilt ekki þiggja þetta tilboð
mitt?” sagði hann og sneri sér að syni sínum.
“Eg vildi heldur komast hjá að gera frekari
grein fyrir því, þú veist hver ástæðan er. En
þar sem þú krefst að eg svari því, þá eru það
peningarnir sem þú býður mér, er ekki aflað á
heiðarlegan hátt, og að eg skal aldrei notfæra
mér þá peninga, sem tilheyra ekkjum og föður-
leysingjum.”
“Þetta eru svívirðileg brigsl! Hvernig leyfir
þú þér að tala á þennan hátt til föður þíns. Það
lætur ekki vel í eyrum að maður skuli tala
svona, sem er rétt nýsloppinn út úr fangelsi,
fyrir að hafa stolið frá yfirboðara sínum.”
“Richard hefir engu stolið,” sagði Dora, í
geðshræringu.
“Hvað veist þú um það? Þú mælir altaf fyrir
bróðir þinn — þa0 veit eg,” sagði Júlíus Sittard,
í talsverðri æsing.
“Það er heldur fallegur hugsunar háttur
barna. sem faðirinn hefir fórnfært sér fyrir.
Eg hefi hugsað um það dag og nótt að draga
samari auð handa ykkur, og af því mér, í öllu
mínu viðskiptalífi, einu sinni mislukkaðist að
sjá við keppinautum mínum, og óvinir mínir
notuðu það til þess að eyðileggja mig, þá finst
syni mínum og dóttur ástæða til að snúa við
mér bakinu og slíta öll ættartengsl við mig.”
Hann tók rauðan silkiklút upp úr vasa sínum,
og bar upp að augum sér. Richard leit undan
hann gat ekki þolað þessi látalæti. Rósa réri sér í
ákafa á stólnum sem hún sat á, og Dora horfði
alveg hissa á föður sinn.
Tár Júlíusar Sittard höfðu ekki þau áhrif sem
til var ætlast, svo hann stakk klútnum aftur í
vasa sinn. “Þið eruð bjánar,” sagði hann í harð-
ari róm. “Hvað haldið þið að þið vinnið með
þessari heimsku?”
“Að minsta kosti góða samvisku,” svaraði
Richard.
“Heimska! — Þú mannskauðið þitt, hvernig
vogar þú þér að móðga föður þinn? Richard
hlustaðu nú á það sem eg segi. Þú hefir mist
öll tækifæri á Englandi til að -komast nokkuð
áfram. Jafnvel þó þessi óheilla bankaávísun
hefði ekki algjörlega kippt undan þér fótun-
um, þá værir þú samt, vegna giftingar þinnar,
óhæfur í góðra manna félagsskap.”
Rósa leit hatursfullum augum til hans.
“Þú hefur engin meðmæli, sem gætu verið
þér til hjálpar, og svo nafnið þitt, sem allir
Englendingar hata og forsmá, þegar þeir heyra
það nefnt. Hvað getur orðið þér hér til lífs-
bjargar?”
“Eg er hraustur,” svaraði Richard akveðið.
“Eg ætla að vinna fyrir mér eins óg best gengur
með höndunum.”
“Bara sem algengur verkamaður, er það mein-
ingin? Konunni þinni lízt víst dável á það?”
“Ó, það er svívirðilegt!” hvæsti Rósa, með tár
í augunum. Að hugsa sér hann sem algengan
verkamann, það er óþolandi, mann af svo vold-
ugri og ríkri ætt, sem hefur átt greifa og baróna
að vinum og umgengist þá eins og bræður
sína! Það er sem mér hefur verið sagt, auk þess
finst mér það svo óeðlilegt að vilja vinna, eins
og réttur og sléttur verkamaður. Richard gættu
ofurlítið skynseminnar!”
“Þú mátt ganga að því vísu, að kon^n þín
gerir þetta, allt annað en öfundsverða heimili
þitt áður en langt líður, að reglulegu helvíti,”
sagði Júlíus Sittard, sem var ekki í því skapi að
hlífa tilfinningum annara, og að síðustu knýr
sulturinn þig til að gera enda á þessu ömurlega
lífi þínu. Eg býð þér þau lífskjör, sem þú varst
vanur við frá bernsku, og sem eru í samræmi
við uppeldi þitt, og — ef þú heldur áfram að
vera svona sérlundaður, og svo seinna að vilja
ekki þiggja mína hjálp, þá get eg strax útvegað
þér góða stöðu, með góðum launum. Hugsaðu
þig nú um.”
“Eg bið þig afsaka, að eg endurtek það, að
eg vil ekki vera mér þess meðvitandi að lifa
af ranglega fengnum peningum.”
Júlíus Sittard stóð nú upp, hamslaus'af reiði.
“Þetta er nóg!” hvæsti hann út úr sér. “Þú
getur þá farið til helvítis fyrir mér! Eg skal
ekki framar kannast við þig, sem son minn, og
þó þú skriðir að fótum mér hungraður, skal eg
ekki gefa þér tiinn minsta brauðbita til að
seðja hungur þitt með.”
“Framferði þitt er svívirðilegt! Eg tókst langa
ferð á hendur til að koma hingað til Englands
og set mig í margvíslega hættu, af því eg frétti
um öll þau vandræði sem þú varst kominn í,
og eg hélt að dóttir mm þyrfti á minni hjálp
og aðstoð að halda; og hverju mæti eg svo?
Börnin mín forsmá mig og neita að þiggja þá
hjálp sem eg býð þeim, og þar að auki svívirða
mig og særa — hver veit nema að þau hafi í
hyggju að koma mér í hendur lögreglunnar —”
“Nei, faðir minn, nei!” sagði Richard. “Við
viljum gera fyrir þig það sem við getum, en
peningana þína viljum við ekki þiggja.”
Dora stóð upp og greip í barnslegri viðkvæmni
báðum höndum um hendur föður síns.
“Faðir minn, við erum ekki vanþakklát við
þig. Þú mátt vera viss um að við elskum þig..
Okkur þykir verst að þú hefur sett þig í svo
mikla hættu okkar vegna.”
“Þú segist elska mig og ekki vera vanþakklát/’
sagði hann, og horfði rannsakandi í andlit henn-
ar. “Ef svo er, þá finst mér að þið ættuð að koma
til mín, þar eð þið eigið hvergi höfði ykkar að
halla á Englandi.
Dora leit niður fyrir sig, en sagði ekkert.
“Þú sagðir að þú yrðir að skilja við manninn
þinn. Þú hefir enga peninga, og þú getur ekki
búist við neinni hjálp frá honum. Hjá Richard
geturðu ekki verið, hann getur ekki séð þér far-
borða. Gættu nú skynsemi þinnar. Hjá mér
skaltu fá allt sem þú vilt óska þér, þú skalt
sjá um heimili mitt, eins og þú gerðir áður,
það er nú umfangs. meira en það var. Eg skal
skilja eftir hérna nóga peninga handa þér til
þess að búa þig, sem best til ferðar, svo kemur
þú með næsta línuskipi til mín —”
Við þessi orð föður síns, var eins og eithvað
vaknaði upp í huga Doru, svo hún sagði, með
einbeitni og ákafa.
“Nei, nei! Eg er ekki vanþakklát, faðir'minn,
en eg get ekki með nokkru móti farið burtu frá
Englandi.”
“Heldurðu að Harkort muni taka þig í sátt
aftur? Það er heimskuleg von, barnið mitt, eg
þekki Harkort. Hann er ekki maður, sem er
líklegur til að gleyma né fyrirgefa. Það er
óhyggilegt fyrir þig að vera í nágrenni við hann,
og ala svo á von, sem óhjákvæmilega verður
vonleysi, og þér til óepdanlegs harms.”
“Það er ekki það,” svaraði Dora hnuggin.
“Hvað er það þá? Hvað er það þá sem veldur
því að þú vilt ekki yfirgefa England?”
“Eg vil helst vinna fyrir mér sjálf, eins og
Richard,” svaraði hún í veikum róm.
“Vinna fyrir þér sjálf? Eins og Richard?
Líklega af sömu ástæðu?”
“Já, af sömu ástæðu,” hvíslaði hún, fremur
en sagði; hún nötraði af óstyrk og geðshrær-
ingu.
Richard sá hve henni leið illa, stóð á fætur og
tók hana í fang sér, hann óttaðist að faðir sinn
í bræði sinni mundi hrinda henni frá sér, en hann
bara ýtti henni frá sér með hægð og sagði, hún
skyldi fara til vítis.
“Eg vil ekki hafa neitt meira með ykkur að
gera,” sagði hann í bræði.
“Þið yrðlingarnir, gerið sem þið viljið, þræl-
ið þið þar til holdið dettur af beinunum, og þið
verðið sett á ölmusu stofnun, forsmáð af öllum!
Eg vil hvorki sjá né heyra ykkur framar. Frá
þessari stund er eg ykkur dauður! Eg skal fá
mqr konu og eiga önnur börn, sem vita hvers
þau eru mér skyldug, sem föður sínum.”
Dora hjúfraði sig að bróður sínum, og hvorugt
þeirra svaraði einu orði því se mJúlíus Sittard
sagði, þar til Rósa færði sig nær honum, og
sagði í ástríðu þrunginni æsingu.
“Þú segir satt, þau eru bæði vitlaus, en það
er eg ekki! Eg hata vinnu — eg hata fátækt!
Taktu mig með þér — eg er viljug að fara með
þér undir eins. Eg er tengdadóttir þín, en ef
þú tekur mig að þér, skal eg vera þér virkileg
dóttir.”
Það sem Rósa sagði hitti ekki viðkvæman
stað í huga gamla mannsins, hann hafði við
fynstu sýn, séð hina mörgu galla Rósu. Hann
sagði því við hana í ofsa bræði.
“Þú lýginnar foræðan þín, það varst þú sem
að ástæðulausu gintir mig hingað, og það er
ekki þér að þakka að eg hefi sloppið hér við
margar hættur. Það eina sem þú sækist eftir eru
peningar, án þess að skeyta hið minsta um hvaða
svívirðingu þú gerir sjálfri þér og öðrum með
því. En þér hefur algjörlega brugðist að ætla
þér að hafa mig fyrir féþúfu.”
Hann þreif í öxl hennar og hristi hana svo
hastarlega, að stássið sem hún bar á kjólnum
sínum datt ofan á gólfið; og samtímis formælti
hann henni á hinn hræðilegasta hátt.
Með skjótu viðbragði heppnaðist henni að
losa sig úr höndum hans og flúði út í gegnum
dyrnar, sem vissu að úti stiganum, þau sem
inni voru heyrðu að hún hljóp ofan stigann.
Richard greip um hendi föður síns, sem þegar
var reidd til höggs.
“Þú hefur mist alla stjórn á þér — þú gleymir
því að hún er konan mín”, sagði hann í byrstum
róm. “Ef þú værir ekki faðir minn —”
“Þegiðu!” sagði gamli maðurinn. “Sérðu ekki
að dyrnar eru opnar? Langar þig til að láta
alla vita hver eg er? En hvað þessari lygadrós
viðvíkur, er eg alveg hissa á, að þú hefur ekki
hýtt hana með svipu fyrir löngu síðan, til að
kenna henni dálítið betri mannasiði.”
“Það lítur út fyrir að við getum ekki verið
sammála um neitt, svo eg held að það sé best
að þú farir héðan sem fyrst. Eg vona að þú
komist hindrunarlaust þangað sem þú heíur ver-
ið —”
“Já, eg skal fara undir eins,” svaraði hann
og hló ógeðslegum hlátri, er hann tók hatt
sinn.
“Börnin mín eru hvorki svo þæg né hlýðin,
að eg geli haft nokkra löngun til að vera hjá
þeim.”
Hann leit til Doru, eins og hann vildi segja
eitthvað við hana, en það var eins og hann
hikaði við það, er hann sá hversu nábleik hún
var í andliti, og djúp samhygðar kend greip
huga hans.
“Vertu sæl Dora! Eg skal ekki framar raska
ró þinni,” sagði hann í þvingandi hásum rám.
Hún vildi segja eitthvað en gat ekki. Richard
gat ekki sagt neitt heldur, hann stóð við hlið
systur sinnar og studdi hana.
Júlíus Sittard gekk út og lét hurðina aftur á
eftir sér. Fótatak hans dó út smátt og smátt,
svo varð dauðaþögn.
“Þetta er allt afstaðið, kæra systir mín, hann
fer nú strax heim til sín.”
“Já, en eg kenni svo í brjósti um hann —
vesalings föður minn!”
“Við getum ekki fylgt honum!”
“Nei, Richard, alls ekki. En Rósa — hvar er
hún?”
Skugga brá yfir andlit Richards.
“Hún hefur líklega hlaupið til einhvers ná-
granna konu sinnar, og kemur aftur þegar hún
heldur að hann sé farinn.”
Það kom Doru kynlega fyrir í hversu köld-
um málróm Richard sagði þetta.
Þau stóðu í sömu sporum og Dora studdist
við arm bróður síns, er þau heyrðu óvanalegan
hávaða. Það var blásið í lúður og kallað með
miklum ákafa á lögregluna, eins og lögreglan
hefði aðsetur sitt í þessu húsi sem Richard
bjó í.
Do^a heyrði köllin ógreinilega, en Richard
hlustaði eftir því.
“Guð komi til!” sagði hann loksins.
“Hvað hefir komið fyrir?”
Áður en Dora áttaði sig á hvað hann meinti
með þessum orðum, var hann búinn að víkja
henni til hliðar og þotinn ofan stigann. Hún
hlustaði nú eftir hávaðanum, sem heyrðist neð-
an að, þar til hún heyrði skothvell, sem yfir"
gnæfði hávaðann í fólkinu.
Dora hljóp að dyrunum, Rétt eitt augnablik
varð dauðaþögn, svo reið af annað skot. Hvað
gat þetta verið. Hún þorði varla að hreyfa
sig, og meðan hún heyrði köll og æst manna-
mál neðan að, skalf hún af ótta og angist. En
Richard — hann var kominn ofan þangað sem
háreystin heyrðust frá. Var hann í hættu? Hun
varð að sjá og vita hvar hann var.
Hún hafði varla stigið nokkur spor í áttina
að stiganum, er maður kom hlaupandi upp stig-
ann með útbreiddan faðminn, eins og hann ætl-
aði að grípa hana. Hún hopaði í ofbcði eins
langt til baka og hún gat, en hann tók hana i
faðm sér og þrýsti henni að brjósti sér.
Maðurinn var Horst Harkort.
“Guði sé lof, að eg hef fundið þig’” sagði
hann og stóð alveg á öndinni. Láttu aftur augun
— láttu augun — kondu inn í herberg. bróður
þíns. Þú ert að minsta kosti óhult.”
Svo lyfti hann henni upp og bar hana inn
í herbergi Richards, og lét aftur hurðina. Það
var liðið yfir hana í faðmi hans.
Þegar Richard kom ofan þar sem mannþröng-
in var, sá hann bara endalokin af því sem
gerðist. Hann hafði óljóst hugboð um hvað skeð
hafði, þó hann gæti ekki séð fyrir mannfjöld-
anum hverjar aðal persónurnar voru, sem mann-
þyrpingin var utan um. Leynilögregluþjónn var,
á einhvern undarlegan hátt kominn á slóð eftir
Júlíusi Sittard. Hann hafði verið þar í bygg-
ingunni í leyni, með fleiri lögregluþjóna með
sér, og undir eins og Júlíus Sittard kom út úr
herbergi Richards, og ætlaði ofan stigann, komu
þeir úr fylgsni sínu og fóru í veg fyrir hann.
Richard komst síðar að því, að hann hafði fyrst
reynt til að komast úr höndum lögreglunnar,
með því að segja að hann héti John Green,
og væri umboðssali fyrir gimsteinaverzlun.
Einbeitni hans og rólegheit, var næstum búin
að frelsa hann úr greypum 1 lögreglunnar, þeir
hefðu látið hann fara sína leið, ef kona í mann-
þyrpingunni hefði ekki hrópað til þeirra:
“Takið hann! Takið hann! Hann er Júlíus
Sittard! Hann er maðurinn! Eg þekki hann!”
Hann leit upp, og sá andlit Rosu, afskræmt af
heift og æði. Andlit hennar, sem hann fyrir
skemstu, sér til ógæfu, hafði neitað um að fara
með sér og vera sem dóttir sín.
Hann reyndi að komast gegn um mannþröng-
ina, en þess var enginn kostur, hún hrópandi
og skrækjandi mannþyrping tróð hver annan
undir af æsingu og forvitni að sjá hvað gerð-
ist, að það var orðið eins og múrveggur kring-
um Júlíus Sittard.
Alt í einu lét hann hægri hendina síga niður,
sem væri hún máttyana, og sneri sér að lög-
regluþjóninum sem hélt um vinstri handlegg
hans, og sagði:
“Eg skal engan mótþróa sýna, eg kem rólegur
með þér; eg sé að mótstaða er þýðingarlaus.
Eg er maðurinn sem þið leitið að. Lofið þið mér
bara að segja eitt orð til ungu konunnar, sem
er þarna við gluggan. Hún er tengdadóttir
mín.”
Lögregluþjóninum fanst ástæðulaust að neita
honum um það, þar eð hann hélt um handlegg
hans.
Hann færði sig nær glugganum, án þess
lögreglumaðurinn meinaði honum það. Á and-
liti hans var kaldur og alvarlegur rólegheita-
blær. Er hann var komin nær' glugganum,
sagði hann:
“Svika dækjan þín, það varst þú sem sveikst
mig í hendur lögreglunnar, er það ekki satt?
Fyrir nokkrum mínútum, þá beiddir þú mig að
taka þig með mér, nú skalt þú_fá leyfi'til að
vera mér samferða.”
Áður en lögreglumanninn varði, eða tækist
að koma í veg fyrir, hafði hann með hægri
hendinni náð í skammbyssu, sem hann hafði í
vasa sínum og skotið á Rósu. Margar hendur
voru á lofti til að ná vopninu úr hendi hans,
en áður auga á festi reið annað skot af og
Júlíus Sittard féll til jarðar skotinn til bana í
hjartað.
Þegar gætt var að Rósu, kom það brátt í
ljós að hún var hættulega særð, og var strax
farið með hana á næsta sjúkrahús.
Þegar loksins að Richard gat komist í gegnum
mannþröngina, var alt um garð gengið, og hann
gat rétt með naumindum fallið á kné við lík
föður síns, áður en það var borið í burtu.